Inngangur

Þessi sláttuvél er ætluð til notkunar fagaðila með áskilda þekkingu og þjálfun. Hún er hönnuð fyrir grasslátt á vel viðhöldnum lóðum í einkaeigu eða í eigu fyrirtækja eða stofnanna. Hún er ekki ætluð til að slá runnagróður eða til notkunar í landbúnaði.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Hægt er að hafa samband við Toro í gegnum www.Toro.com til að nálgast kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Notið QR-kóðann eða farið á www.Toro.com til að nálgast notendahandbókina eða ítarlega ábyrgðaryfirlýsingu, eða til að skrá vöruna. Einnig er hægt að panta skriflegt eintak af ábyrgðaryfirlýsingu vörunnar í síma 1-888-384-9939.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann (ef hann er til staðar) á raðnúmersmerkingunni með fartæki.

g248729

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ táknar mikilvægar, almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Heildar- eða rauntog: Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar. Heildar- eða rauntog þessarar vélar var metið af framleiðanda vélarinnar á rannsóknarstofu í samræmi við SAE J1940 eða J2723. Raunverulegt tog vélarinnar í þessum flokki sláttuvéla er mun lægra þegar búið er að stilla hana í samræmi við öryggis-, útblásturs- og vinnslukröfur. Frekari upplýsingar er að finna í upplýsingum frá framleiðanda vélarinnar sem fylgja með sláttuvélinni.

Frekari upplýsingar er að finna í upplýsingum frá framleiðanda vélarinnar sem fylgja með sláttuvélinni.

Öryggi

Þessi sláttuvél er hönnuð í samræmi við EN ISO 5395:2013.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

  • Veltigrindin skal alltaf vera í uppreistri og læstri stöðu og alltaf skal hafa öryggisbelti spennt.

  • Notið sláttuvélina ekki til vinnu nálægt þverhnípi, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu eða í meira en 15 gráðu halla.

  • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vélin er gangsett.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið börnum og nærstöddum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á sláttuvélinni.

  • Stöðvið sláttuvélina, drepið á vélinni og fjarlægið lykilinn áður en viðhaldi er sinnt, fyllt er á eldsneyti eða stífla er losuð.

Röng notkun eða viðhald þessarar sláttuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Frekari öryggisupplýsingar er að finna þar sem við á í þessari handbók.

Hallamál

g011841

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decalbatterysymbols
decaloemmarkt
decal58-6520
decal93-7010
decal93-7818
decal93-8069
decal98-1977
decal98-4387
decal104-2449
decal107-2114
decal107-3069
decal107-3961
decal107-3962
decal107-3964
decal107-3968
decal107-3969
decal107-7719
decal107-9309
decal108-5955
decal108-5957
decal108-5981
decal110-0820
decal110-2067
decal110-2068
decal110-3852
decal110-3853
decal112-3858
decal112-9028
decal114-9600
decal115-4212
decal116-5610
decal117-3848
decal119-0397
decal119-0398
decal121-7562
decal126-2055
decal127-0326
decal131-4036
decal132-0871
decal136-5510
decal136-5519

Yfirlit yfir vöru

g019888
g020466

Lærið á stjórntækin áður en vélin er gangsett og unnið er á sláttuvélinni.

Stjórnborð

g010363

Sviss

Svissinn, sem notaður er til að gangsetja og drepa á vélinni, hefur þrjár stöður: SLöKKT, GANGUR og GANGSETJA. Frekari upplýsingar eru í Gangsetning og stöðvun vélar.

Vinnustundamælir

Vinnustundamælirinn skráir þann fjölda vinnustunda sem vélin hefur verið í gangi. Hann telur á meðan vélin er í gangi. Notið þessa tímamælingu fyrir skipulag reglubundins viðhalds (Mynd 6).

Öryggissamlæsingarvísar

Á vinnustundamælinum eru tákn sem sýna með svörtum þríhyrningi að samlæsingaríhluturinn er rétt staðsettur (Mynd 7).

Gaumljós fyrir rafgeymi

Ef þú svissar á í nokkrar sekúndur er rafgeymisspenna sýnd á því svæði sem alla jafna sýnir vinnustundirnar.

Rafgeymisljósið kviknar þegar svissað er á og hleðslan er undir réttu vinnslustigi (Mynd 7).

g009610

Inngjöf

Inngjöfin stjórnar snúningshraða vélarinnar og hún er með samfellda stillingu frá HæGUM til HRAðS snúnings (Mynd 6).

Hlutlaus lásstaða

Notið HLUTLAUSA LáSSTöðU með öryggissamlæsingarkerfinu til að virkja og ákvarða HLUTLAUSA stöðu.

Kertaljós

Kertaljósið kviknar þegar ýtt er á kertahnappinn (Mynd 6).

Kertarofi

Þessi rofi kveikir á kertunum og kertaljósið er tengt honum. Haldið kertarofanum inni í 10 sekúndur áður en sláttuvélin er gangsett.

Hitaljós

Hitaljósið kviknar þegar vélin byrjar að ofhitna (Mynd 6).

Hljóðviðvörun

Þessi sláttuvél er búin hljóðviðvörun sem lætur stjórnandann vita að drepa þurfi á vélinni; annars er hætta á að vélin skemmist vegna ofhitnunar. Frekari upplýsingar eru í Unnið með ofhitnunarskynjara.

Eldsneytisloki

Eldsneytislokinn er fyrir aftan sætið.

Lokið eldsneytislokanum þegar sláttuvélin er flutt eða sett í geymslu.

Ýtið lokanum til vinstri eða hægri fyrir vinnu.

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir sláttuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Note: Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Leyfið aldrei börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við sláttuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Lærið örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Lærið að stöðva sláttuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

  • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota sláttuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

  • Skoðið ávallt sláttuvélina fyrir slátt til að tryggja að hnífarnir, hnífaboltarnir og sláttubúnaður séu í góðu ásigkomulagi. Skiptið um slitna eða skemmda hnífa og bolta í samstæðum til að tryggja gott jafnvægi.

  • Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.

  • Greinið undirlagið með hliðsjón af vali á viðeigandi búnaði og tengitækjum eða aukabúnaði sem þörf er á til að nota sláttuvélina á réttan og öruggan máta.

Öryggi í kringum eldsneyti

  • Sýnið sérstaka aðgát við meðhöndlun eldsneytis til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki eða eignatjón. Eldsneytisgufur eru eld- og sprengifimar.

  • Drepið í sígarettum, vindlum, pípum og öðrum kveikjuvöldum.

  • Notið eingöngu samþykkt eldsneytisílát.

  • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á eldsneytisgeyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

  • Fyllið ekki á eldsneyti innandyra.

  • Geymið ekki sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  • Fyllið ekki á ílát í innanrými ökutækis eða á bílpalli eða eftirvagni með plastklæðningu. Setjið ílát alltaf á jörðina, fjarri ökutæki, áður en áfylling hefst.

  • Fjarlægið búnaðinn að vörubílnum eða eftirvagninum og fyllið á eldsneyti með búnaðinn á jörðinni. Ef þessu verður ekki við komið skal fylla á eldsneytið úr brúsa í stað þess að nota eldsneytisdælu.

  • Notið sláttuvélina eingöngu með útblásturskerfið í heild sinni uppsett og í góðu ásigkomulagi.

  • Haldið eldsneytisdælustútnum upp við brún ops eldsneytisgeymisins eða ílátsins þar til áfyllingu er lokið. Ekki nota sérstakan búnað til að opna og loka fyrir stútinn.

  • Ef eldsneyti slettist á föt skal tafarlaust skipta um föt. Þurrkið upp allan eldsneytisleka.

  • Yfirfyllið aldrei geyminn. Setjið eldsneytislokið aftur á og herðið tryggilega.

  • Geymið eldsneyti í samþykktu íláti og geymið þar sem börn ná ekki til. Kaupið aldrei meira en 30 daga birgðir af eldsneyti.

  • Stútfyllið aldrei eldsneytisgeyminn. Fyllið á eldsneyti þar til það er um 6 til 13 mm fyrir neðan neðri brún áfyllingarstútsins. Þetta býður upp á útþenslurými fyrir eldsneytið.

    • Forðist innöndun gufa í langan tíma.

    • Haldið andlitinu frá stútnum og opi eldsneytisgeymisins.

    • Forðist snertingu við húð; þrífið slettur af með sápu og vatni.

Daglegt viðhald

Fara skal í gegnum ferli fyrir hverja notkun/daglegt ferli sem lýst er í áður en unnið er á sláttuvélinni í upphafi hvers dags.

Áfylling eldsneytis

Ráðlagt eldsneyti

Vélin gengur fyrir hreinu og fersku dísileldsneyti sem er að lágmarki 40 oktana. Kaupið eldsneyti í magni sem hægt er að nota innan 30 daga til að tryggja að eldsneytið sé ferskt.

Notið dísileldsneyti til sumarnotkunar (nr. 2-D) við hitastig yfir -7 °C (20 °F) og dísileldsneyti til vetrarnotkunar (nr. 1-D eða nr. 1-D/2-D blöndu) fyrir hitastig undir -7 °C (20 °F). Notkun dísileldsneytis til vetrarnotkunar við lægra hitastig tryggir lægri blossamark og rennslismörk og um leið auðveldari gangsetningu og minni hættu á að eldsneytið skilji sig vegna lágs hita (vaxmyndun, sem kann að stífla síur).

Notkun dísileldsneytis til sumarnotkunar fyrir hitastig yfir -7 °C (20 °F) tryggir lengri endingu dæluíhluta.

Important: Notið ekki steinolíu eða bensín í stað dísileldsneytis. Hætta er á að vélin skemmist ef þessum tilmælum er ekki fylgt.

Lífdísill

Þessi sláttuvél getur einnig notað lífdísilblandað eldsneyti, upp að B20 (20% lífdísill, 80% dísilolía). Dísileldsneytishlutinn þarf að innihalda lítið eða mjög lítið magn brennisteins.

Fylgja skal eftirfarandi varúðarráðstöfunum:

  • Lífdísilhluti eldsneytisins uppfyllir forskrift ASTM D6751 eða EN14214.

  • Blandaða eldsneytið uppfyllir ASTM D975 eða EN590.

  • Lífdísilblöndur geta skemmt lakkaða fleti.

  • Notið B5 (með 5% lífdísil) eða veikari blöndu í köldu loftslagi.

  • Fylgist með þéttum, slöngum og pakkningum sem eru í snertingu við eldsneyti þar sem þessi íhlutir geta brotnað niður með tímanum.

  • Búast má við fyrir stíflum í eldsneytissíu endrum og eins eftir að skipt er yfir í lífdísilblöndur.

  • Frekari upplýsingar um lífdísil er að fá hjá dreifingaraðila.

Áfylling á eldsneytisgeyminn

  1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

  2. Drepið á vélinni og setjið stöðuhemilinn á.

  3. Hreinsið svæðið í kringum eldsneytislokið.

  4. Fyllið á eldsneytisgeyminn upp að neðri brún áfyllingarstútsins (Mynd 8).

    Note: Stútfyllið aldrei eldsneytisgeyminn. Tómarúmið býður upp á útþenslurými fyrir eldsneytið.

    g027726

Skipt á milli eldsneytisgeyma

Important: Látið sláttuvélina ekki verða eldsneytislausa þar sem slíkt getur valdið skemmdum á henni.

Eldsneytislokinn er vinstra megin fyrir aftan sætið.

Vinnuvélin er með tvo eldsneytisgeyma. Einn vinstra megin og einn hægra megin. Báðir geymarnir eru tengdir við eldsneytislokann. Frá honum liggur eldsneytisleiðsla til vélarinnar (Mynd 9).

Snúið eldsneytislokanum til vinstri til að nota vinstri eldsneytisgeyminn. Snúið eldsneytislokanum til hægri til að nota hægri eldsneytisgeyminn (Mynd 9).

Lokið eldsneytislokanum fyrir flutning eða geymslu sláttuvélarinnar.

g000962

Tilkeyrsla nýrrar sláttuvélar

Dálítill tími líður þar nýjar vélar ná fullu afli. Meiri núningur myndast frá nýjum sláttubúnaðarpöllum og drifkerfum og það veldur viðbótarálagi á vélina. Gera skal ráð fyrir 40 til 50 vinnustundum í tilkeyrslu nýrra sláttuvéla þar til þær ná hámarksafli og -afköstum.

Notkun veltigrindarinnar

Viðvörun

Hafið veltigrindina í uppreistri og læstri stöðu og sætisbeltið spennt til að koma í veg fyrir meiðsl eða dauða ef til veltu kemur.

Gangið úr skugga um að sætið sé fest á sláttuvélina.

Viðvörun

Veltuvörn er ekki til staðar þegar veltigrindin er niðri.

  • Setjið veltigrindina eingöngu niður þegar það algjörlega nauðsynlegt.

  • Notið ekki sætisbeltið á meðan veltigrindin er niðri.

  • Akið hægt og varlega.

  • Reisið veltigrindina við um leið og næg hæð er til þess.

  • Verið vakandi fyrir hindrunum fyrir ofan sláttuvélina (s.s. greinum, dyragáttum, rafmagnsvírum) áður en ekið er undið þær og forðist að snerta þær.

Veltigrind sett niður

Important: Setjið veltigrindina eingöngu niður þegar það algjörlega nauðsynlegt.

  1. Fjarlægið splittin og pinnana tvo (Mynd 11).

  2. Setjið veltigrindina niður (Mynd 10).

    Note: Tvær stöður eru í boði; sjá Mynd 10.

  3. Setjið pinnana tvo í og festið þá með splittunum (Mynd 11).

    g004954

    Important: Tryggið að afturhluti sætisins sé festur með sætisklinkunni.

Veltigrind reist upp

Important: Hafið sætisbeltið alltaf spennt þegar veltigrindin er uppi.

  1. Fjarlægið splittin og pinnana tvo (Mynd 11).

  2. Reisið veltigrindina í upprétta stöðu, setjið pinnana tvo í og festið þá með splittunum (Mynd 11).

    g004955

Notkun öryggissamlæsingarkerfisins

Viðvörun

Ef rofar öryggissamlæsingarinnar eru aftengdir eða skemmdir kann sláttuvélin að fara óvænt af stað og það veldur hættu á meiðslum á fólki.

  • Ekki fikta í samlæsingarrofunum.

  • Kannið virkni samlæsingarrofanna daglega og skiptið um skemmda rofa áður en unnið er á sláttuvélinni.

Virkni öryggissamlæsingarkerfisins

Öryggissamlæsingarkerfið er hannað til að koma í veg fyrir að vélin fari í gang nema þegar:

  • Stöðuhemillinn er á.

  • Stjórnrofi hnífa (aflúttak) er í slökktri stöðu.

  • Akstursstjórnstangir eru í HLUTLAUSRI LáSSTöðU.

Öryggissamlæsingarkerfið getur einnig drepið á vélinni þegar akstursstjórntæki eru hreyfð með stöðuhemilinn á eða þegar stjórnandi stendur upp úr sætinu með aflúttakið tengt.

Vinnustundamælirinn er með táknum sem segja notandanum til um þegar íhlutur samlæsingar er í réttri stöðu. Þegar íhluturinn er í réttri stöðu kviknar á þríhyrningi í samsvarandi kassa.

g009612

Öryggissamlæsingarkerfið prófað

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið öryggiskerfið.
  • Prófið öryggissamlæsingarkerfið fyrir hverja notkun á sláttuvélinni. Ef öryggiskerfið virkar ekki eins og lýst er hér að neðan skal tafarlaust fá viðurkenndan þjónustu- og söluaðila til að gera við það.

    1. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á og færir stjórnrofa hnífa (aflúttak) í KVEIKTA stöðu. Reynið að gangsetja vélina; hún á ekki að fara í gang.

    2. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á og færir stjórnrofa hnífa (aflúttak) í SLöKKTA stöðu. Hreyfið aðra hvora akstursstjórnstöngina (úr HLUTLAUSRI LáSSTöðU). Reynið að gangsetja vélina; hún á ekki að fara í gang. Endurtakið á hinni akstursstjórnstönginni.

    3. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á, færir stjórnrofa hnífa (aflúttak) í SLöKKTA stöðu og færir akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU. Gangsetjið vélina. Á meðan vélin er í gangi skal taka stöðuhemilinn af, setja stjórnrofa hnífa (aflúttak) í kveikta stöðu og standa lítillega upp úr sætinu; vélin á að drepa á sér.

    4. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á, færir stjórnrofa hnífa (aflúttak) í SLöKKTA stöðu og færir akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU. Gangsetjið vélina. Á meðan vélin er í gangi skal setja aðra hvora akstursstjórnstöngina í miðstöðu og aka af staða (áfram eða aftur á bak); vélin á að drepa á sér. Endurtakið á hinni akstursstjórnstönginni.

    5. Stjórnandinn situr í sætinu, tekur stöðuhemilinn af, færir stjórnrofa hnífa (aflúttak) í SLöKKTA stöðu og færir akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU. Reynið að gangsetja vélina; hún á ekki að fara í gang.

    Sætið stillt

    Hægt er að hreyfa sætið fram og aftur. Stillið sætið í stöðuna þar sem þægilegt og auðvelt er að stjórna sláttuvélinni.

    Sætið er stillt með því að hreyfa handfangið til hliðar til að taka sætið úr lás (Mynd 13).

    g019754

    Sætið losað

    1. Færið sætið í öftustu stöðu.

      Note: Þannig er hægt að lyfta því hindranalaust.

    2. Ýtið sætisklinkunni aftur til að losa sætið.

    3. Lyftið sætinu upp (Mynd 14).

      Note: Þannig er hægt að komast að vélinni undir sætinu.

      g000950

    Stilling sætisfjöðrunar

    Hægt er að stilla sætið til að gera aksturinn mýkri og þægilegri. Staðsetjið sætið þar sem það er þægilegast að sitja í því.

    Sætið er stillt með því snúa hnúðnum framan á því í aðra hvora áttina þar til þægilegustu stillingunni er náð (Mynd 15).

    g019768

    Meðan á notkun stendur

    Öryggi við notkun

    Almennt öryggi

    • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

    • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum; buxum; sterkum skófatnaði með skrikvörn; og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og berið ekki hangandi skartgripi.

    • Sýnið árvekni á meðan unnið er á sláttuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

    • Notið ekki sláttuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

    • Leyfið aldrei farþega á sláttuvélinni og haldið nærstöddum og gæludýrum í öruggri fjarlægð frá sláttuvélinni meðan á vinnu stendur.

    • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn til að forðast holur og duldar hættur.

    • Forðist slátt í blautu grasi. Skert grip getur valdið því að sláttuvélin renni til.

    • Áður en vélin er gangsett þarf að tryggja að öll drif séu í hlutlausri stöðu, stöðuhemillinn sé á og að stjórnandinn sitji í sætinu.

    • Haldið höndum og fótum fjarri sláttubúnaðinum. Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropinu öllum stundum.

    • Lítið aftur fyrir og niður áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

    • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, trjástubbum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

    • Ekki slá nærri þverhnípi, skurðum eða bökkum. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer fram af brúninni eða bakkinn gefur eftir.

    • Stöðvið hnífana þegar ekki er verið að slá.

    • Stöðvið sláttuvélina, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og skoðið hnífana ef þeir rekast í hlut eða ef sláttuvélin titrar óeðlilega. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

    • Hægið á og sýnið aðgát í beygjum og þegar sláttuvélinni er ekið yfir vegi eða gangstíga. Umferð frá hægri á alltaf réttinn.

    • Setjið drif sláttubúnaðarins í hlutlausa stöðu, drepið á vélinni og takið lykilinn úr áður en sláttuhæðin er stillt (nema hægt sé að stilla hana úr sætinu).

    • Látið vélina aldrei ganga á svæðum þar sem útblásturslofttegundir safnast upp.

    • Skiljið vélina aldrei eftir í gangi án eftirlits.

    • Áður en staðið er upp úr sætinu (þar á meðal til að tæma safnara eða til að losa stíflu í rennu) skal gera eftirfarandi:

      • Stöðvið sláttuvélina á jafnsléttu.

      • Aftengið aflúttakið og látið tengitækin síga.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.

    • Ekki nota sláttuvélina til að draga annað ökutæki nema með uppsettan krók.

    • Ekki breyta gangráðshraðanum eða setja vélina á yfirsnúning.

    • Notið eingöngu aukabúnað og tengitæki sem samþykkt eru af Toro.

    • Þessi sláttuvél veldur yfir 85 dBA hljóðstigi við eyra stjórnanda sem getur valdið heyrnarskaða við viðvarandi váhrif.

      g229846

    Öryggi veltigrindar

    • Ekki taka veltigrindina af sláttuvélinni.

    • Gangið úr skugga um að sætisbeltið sé fest og hægt sé að losa það hratt í neyðartilvikum.

    • Hafið beltið alltaf spennt þegar veltigrindin er uppi.

    • Fylgist vandlega með fyrirstöðum fyrir ofan sláttuvélina og komið í veg fyrir að sláttuvélin komist í snertingu við þær.

    • Tryggið að veltigrindin sé góðu ásigkomulagi með því að skoða hana reglulega og leita eftir skemmdum og herða allar festingar tryggilega.

    • Skiptið skemmdri veltigrind út. Ekki gera við hana eða breyta henni.

    Öryggi í halla

    • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sérstaka aðgát þarf að sýna þegar sláttuvélinni er ekið í halla. Áður en sláttuvélinni er ekið í halla þarf að gera eftirfarandi:

      • Lesið vandlega leiðbeiningar um akstur í halla í þessari handbók og á sláttuvélinni.

      • Notið hallamæli til að áætla halla svæðisins.

      • Vinnið ekki í meira en 15 gráðu halla.

      • Metið aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við matið. Breytingar á undirlagi, svo sem raki, geta haft skjót áhrif á virkni sláttuvélarinnar í halla.

    • Auðkennið hættur neðst í hallanum. Vinnið ekki á sláttuvélinni nálægt þverhnípi, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer fram af brúninni eða bakkinn gefur eftir. Haldið öruggri fjarlægð (tvöföld breidd sláttuvélarinnar) á milli sláttuvélarinnar og hættusvæðis. Notið hefðbundna sláttuvél eða sláttuorf til að slá grasið á þessum svæðum.

    • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja sláttuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar; beygið hægt og rólega.

    • Vinnið ekki á sláttuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleik eru skert. Hafið í huga að sláttuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að sláttuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus. Vinnuvélin getur runnið til jafnvel þótt dekkin séu stopp.

    • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að sláttuvélin velti.

    • Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er með aukabúnað eða tengitæki, svo sem grassafnkerfi. Slíkar breytingar geta breytt stöðugleika sláttuvélarinnar og valdið því að hún verði stjórnlaus. Fylgið leiðbeiningum fyrir mótvægi.

    • Lækkið pallinn niður að jörðu á meðan unnið er í halla. Vinnuvélin getur orðið óstöðug þegar pallurinn er uppi á meðan unnið er í halla.

    g221745

    Stöðuhemill notaður

    Setjið stöðuhemilinn alltaf á þegar sláttuvélin er stöðvuð eða skilin eftir eftirlitslaus.

    Stöðuhemill settur á

    Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

    g187227

    Stöðuhemill tekinn af

    g187226

    Notkun stjórnrofa hnífa (aflúttak)

    Stjórnrofi hnífa (aflúttak) kveikir og slekkur á hnífum sláttuvélarinnar og tengdum tengitækjum.

    Stjórnrofi hnífa (aflúttak) settur í kveikta stöðu

    Note: Drifreimarnar slitna minna þegar kveikt er með stjórnrofa hnífa (aflúttak) með hálfri inngjöf eða minna.

    g008945

    Stjórnrofi hnífa (aflúttak) settur í slökkta stöðu

    g009174

    Notkun inngjafar

    Inngjöfina er hægt að hreyfa á milli HRAðRAR og HæGRAR stöðu (Mynd 22).

    Notið alltaf HRöðU stöðuna þegar kveikt er á sláttubúnaðarpallinum með stjórnrofa hnífa (aflúttak).

    g008946

    Gangsetning og stöðvun vélar

    Gangsetning vélar við eðlilegt veðurskilyrði

    Important: Reynið gangsetningu ekki lengur en 30 sekúndur í einu til að koma í veg fyrir að startarinn ofhitni.

    Note: Hugsanlega þarf lengri tíma fyrir gangsetningu þegar vélin er gangsett í fyrsta skipti eftir að eldsneytiskerfið tæmist algerlega.

    g032593

    Gangsetning vélar í köldu veðri (undir -5 °C (23 °F))

    Notið viðeigandi smurolíu fyrir það hitastig sem gangsett er í; sjá Forskriftir fyrir smurolíu.

    Important: Reynið gangsetningu ekki lengur en 30 sekúndur í einu til að koma í veg fyrir að startarinn ofhitni.

    Note: Ekki nota afgangseldsneyti frá sumrinu. Notið eingöngu nýtt dísileldsneyti fyrir vetrarnotkun.

    g032594

    Drepið á aflvél

    Varúð

    Börn og nærstaddir geta orðið fyrir meiðslum við að aka eða reyna að aka sláttuvél sem ekki er undir eftirliti.

    Takið lykilinn alltaf úr og setjið stöðuhemilinn á þegar sláttuvélin er yfirgefin.

    g032595

    Important: Tryggið að afsláttarloka eldsneytis hafi verið lokað fyrir flutning eða geymslu sláttuvélarinnar, til koma í veg fyrir eldsneytisleka. Setjið stöðuhemilinn á áður en sláttuvélin er flutt. Tryggið að lykillinn sé tekinn úr þar sem eldsneytisdælan getur haldið áfram að ganga og valdið því að rafgeymirinn missir hleðslu.

    Notkun akstursstjórnstanga

    g004532

    Vinnuvélinni ekið

    Dekkin snúast óháð hvort öðru, knúin áfram með vökvamótorum á hvorum öxli. Hægt er að láta dekk á annarri hlið bakka á meðan dekkin á hinni hliðinni aka áfram, til að snúa sláttuvélinni í stað þess að láta hana beygja. Þetta eykur lipurð sláttuvélarinnar til muna, en það getur tekið dálítinn tíma að læra á það.

    Inngjöfin stjórnar snúningshraða vélarinnar, sem mældur er í sn./mín. (snúningar á mínútu). Setjið inngjöfina í HRAðA stöðu til að tryggja hámarksafköst. Látið vélina alltaf ganga á fullri inngjöf við slátt.

    Viðvörun

    Vinnuvélin getur snúist mjög hratt. Hætta er á að stjórnandi missi stjórn á sláttuvélinni með meðfylgjandi hættu á meiðslum á fólki eða skemmdum á sláttuvélinni.

    • Sýnið aðgát í beygjum.

    • Hægið á sláttuvélinni áður en teknar eru krappar beygjur.

    Ekið áfram

    Note: Vélin drepur á sér þegar akstursstjórnstöngin er hreyfð þegar stöðuhemillinn er á.

    Vinnuvélin er stöðvuð með því að toga akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA stöðu.

    1. Takið stöðuhemilinn af; sjá Stöðuhemill tekinn af.

    2. Færið stangirnar í miðstöðu, ólæsta.

    3. Vinnuvélinni er ekið áfram með því að ýta akstursstjórnstöngunum fram (Mynd 27).

      g008952

    Bakkað

    1. Færið stangirnar í miðstöðu, ólæsta.

    2. Vinnuvélinni er bakkað með því að toga akstursstjórnstangirnar aftur á bak (Mynd 28).

      g008953

    Notkun losunar út frá hlið

    Eingöngu fyrir sláttuvélar sem losa út frá hlið

    Sláttuvélin er með hlíf á hjörum sem dreifir skornu grasi út til hliðar og niður í grassvörðinn.

    Hætta

    Ef grashlífin, losunarhlífin eða grassafnarinn eru ekki á sínum stað eiga stjórnandi og aðrir nærstaddir í hættu á að lenda í hnífunum eða fá hluti á miklum hraða í sig. Snerting við hnífa á ferð og hluti á mikilli ferð getur valdið meiðslum eða dauða.

    • Fjarlægið aldrei grashlífina af sláttubúnaðarpallinum. þar sem hún beinir efni niður í grassvörðinn. Skiptið tafarlaust um grashlífina ef hún skemmist.

    • Setjið aldrei hendur eða fætur undir sláttubúnaðarpallinn.

    • Reynið aldrei að hreinsa losunarsvæðið eða sláttubúnaðinn án þess að setja stjórnrofa hnífa (aflúttak) í SLöKKTA stöðu, svissa AF og taka lykilinn úr svissinum.

    • Gangið úr skugga um að grashlífin sé niðri.

    Stilling sláttuhæðar

    Notkun flutningsláss

    Flutningslásinn hefur tvær stöður og er stjórnað með lyftufótstigi pallsins. Flutningsstaða sláttubúnaðarpallsins er með LæSTA stöðu og óLæSTA stöðu (Mynd 29).

    g229103

    Stilling sláttuhæðarpinna

    Sláttuhæð er stillt frá 25 mm til 140 mm í 6 mm skrefum með því að færa splittboltann í mismunandi hök.

    1. Færið flutningslásinn í læstu stöðuna.

    2. Stígið á lyftufótstig pallsins og lyftið sláttubúnaðarpallinum í flutningsstöðu (einnig um 140 mm sláttuhæð) eins og sýnt er á Mynd 30.

    3. Til að stilla er pinnanum snúið 90 gráður og hann tekinn úr sláttuhæðarfestingunni (Mynd 30).

    4. Veljið hak í sláttuhæðarfestingunni sem samsvarar æskilegri sláttuhæð og setjið pinnann í (Mynd 30).

    5. Stígið á palllyftuna, togið flutningslásinn aftur og látið sláttubúnaðarpallinn síga rólega.

      g027343

    Stilling svarðarvarnarhjóla

    Fyrir sláttuvélar sem losa út frá hlið

    Þegar sláttuhæð er breytt þarf að stilla hæð svarðarvarnarhjólanna.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Stillið svarðarvarnarhjólin eins og sýnt er á Mynd 31, Mynd 32 og Mynd 33.

      g029955
      g029956
      g029957

    Stilling svarðarvarnarhjóla

    Fyrir sláttuvélar sem losa út að aftan

    Þegar sláttuhæð er breytt er mælt með að hæð svarðarvarnarhjólanna sé einnig stillt.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Stillið svarðarvarnarhjólin eins og sýnt er á Mynd 34 og Mynd 35.

      g024242
      g024243

    Hlífðarplata/-plötur stilltar

    Fyrir sláttuvélar sem losa út að aftan

    Festið hlífðarplötur í neðri stöðu þegar sláttuhæð er meiri en 64 mm og í hærri stöðu þegar sláttuhæð er minni en 64 mm.

    Note: Þegar plöturnar er orðnar slitnar er hægt að víxla þeim á milli hliða og snúa þeim við. Þetta gefur færi á lengri notkun platanna áður en skipta þarf um þær.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Fjarlægið boltana og rærnar af hvorri plötu (Mynd 36).

      g024244
    4. Færið plöturnar í æskilega stöðu og festið þær með boltunum og rónum.

      Note: Notið eingöngu efstu götin eða miðjugötin fyrir stillingu platanna. Neðstu götin eru notuð þegar víxlað er á milli hliða sláttubúnaðarpallsins því þá verða þau efstu götin á hinni hliðinni.

    5. Herðið boltana og rærnar í 12,4 til 14,7 N∙m (110 til 130 in-lb) til að koma í veg fyrir að hlífðarplöturnar skemmist.

    Stilling stýriplötulása

    Fyrir sláttuvélar sem losa út frá hlið

    Þetta verkferli á aðeins við um sláttuvélar með stýriplötulása. Tilteknar gerðir eru með boltum og róm í stað stýriplötulása og hægt er að stilla þær á sama hátt.

    Hægt er að stilla losun frá sláttuvélinni eftir sláttuskilyrðum. Stillið lásana og plötuna til að tryggja besta mögulega slátt.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Lásarnir eru stilltir með því að toga handfangið upp til að losa lásinn (Mynd 37).

    4. Stillið plötuna og lásana í raufunum á æskilegt losunarstreymi.

    5. Ýtið handfanginu aftur á sinn stað til að herða plötuna og lásana (Mynd 37).

    6. Ef lásarnir festa ekki plötuna eða þeir eru of stífir er handfangið losað og lásnum snúið.

      Note: Stillið lásinn þar til réttum þrýstingi er náð.

      g027727

    Stilling stýriplötu

    Fyrir sláttuvélar sem losa út frá hlið

    Eftirfarandi skýringarmyndir eru eingöngu teknar sem dæmi. Stilling ræðst af grastegund, rakastigi og hæð grasa.

    Note: Ef vélaraflið minnkar og aksturshraði sláttuvélarinnar helst óbreyttur þarf að stilla plötuna á meiri opnun.

    Staða A

    Hér er platan í öftustu stöðu. Þessi staða er ráðlögð fyrir eftirfarandi notkun:

    • Sláttur á stuttu og gisnu grasi

    • Þurr skilyrði

    • Styttri grasafskurður

    • Blæs afskurði lengra frá sláttuvélinni

      g005832

    Staða B

    Notið þessa stöðu þegar safnari er notaður. Stillið alltaf af við op blásarans.

    g005833

    Staða C

    Hér platan í fullopinni stöðu. Þessi staða er ráðlögð fyrir eftirfarandi notkun:

    • Sláttur á háu og þéttu grasi

    • Blaut skilyrði

    • Minnkar álag á vél

    • Býður upp á hraðari akstur í þyngra færi

      g005834

    Unnið með ofhitnunarskynjara

    Þessi sláttuvél er með skynjara sem slekkur á sláttubúnaðinum ef vélin ofhitnar. Þegar vélin ofhitnar heyrist hljóðviðvörun og viðvörunarljós kviknar um leið og slökkt er á sláttubúnaðinum.

    Þegar sláttubúnaðurinn slekkur sjálfkrafa á sér vegna ofhitnunar er hægt að aka sláttuvélinni á öruggan stað eða vörubíl eða eftirvagn.

    Ef sláttuvélin ofhitnar þarf að hreinsa hvers kyns óhreinindi af svæðinu í kringum vélina og vatnskassann. Drepið á vélinni og látið hana kólna áður en sláttubúnaðurinn er ræstur á ný. Ef vélin heldur áfram að ofhitna þarf að fara með sláttuvélina til viðurkennds þjónustu- og söluaðila.

    Ábendingar um notkun

    Unnið á hraðri inngjöf

    Besti slátturinn og mesta lofthringrásin næst með því að keyra vélina á HRAðRI stöðu. Loft er nauðsynlegt fyrir grasskurðinn og þess vegna má ekki stilla sláttuhæðina það lágt að sláttubúnaðarpallurinn sé á kafi í óslegnu grasi. Reynið alltaf að stilla eina hlið sláttubúnaðarpallsins þannig að hún snerti ekki óslegið gras til að hleypa lofti inn undir sláttubúnaðarpallinn.

    Flöt slegin í fyrsta skipti

    Sláið grasið aðeins hærra en venjulega til að tryggja að sláttuhæð sláttubúnaðarpallsins skeri ekki ofan af grassverðinum á ósléttu undirlagi. Sláttuhæðin sem hefur oftast verið notuð er þó yfirleitt besta sláttuhæðin. Þegar grasið sem á að slá er hærra en 15 cm er gott að slá flötina tvisvar til að tryggja viðeigandi slátt.

    Gras slegið um þriðjung

    Best er að skera einungis um einn þriðja af grasinu. Ekki er mælt með að gras sé slegið niður um meira en þriðjung nema það sé mjög gisið eða þegar það er slegið seint að hausti þegar vöxturinn er hægari.

    Slegið í gagnstæðar áttir

    Sláið í gagnstæðar áttir til að tryggja að grasið standi beint upp. Þetta dreifir einnig afskurðinum betur, sem hraðar rotnun og upptöku næringarefna.

    Slegið með réttu millibili

    Gras vex mismunandi hratt á mismunandi tímum ársins. Sláið oftar snemma að vori til að halda sömu sláttuhæð. Sláið sjaldnar þegar hægir á grasvexti um mitt sumar. Ef ekki er hægt að slá í langan tíma skal byrja slátt með hárri sláttuhæð og slá svo aftur tveimur dögum seinna með lægri sláttuhæð.

    Slegið á hægari hraða

    Akið hægar við tiltekin skilyrði til að ná betri slætti.

    Forðist að slá of lágt

    Aukið sláttuhæðin á ósléttum sverði til að koma í veg fyrir að skorið sé ofan af honum.

    Vinnuvélin stöðvuð

    Ef sláttuvélin er stöðvuð við slátt er möguleiki á að grasklumpar detti á flötina. Til að koma í veg fyrir þetta þarf að aka inn á slegið svæði með sláttubúnaðinn í gangi eða með því að slökkva á sláttubúnaðinum án þess að stoppa.

    Þrifið undan sláttubúnaðinum

    Hreinsið gras og óhreinindi undan sláttubúnaðarpallinum eftir hverja notkun. Ef gras og óhreinindi fá að safnast upp inni í sláttubúnaðinum kemur að því að gæði sláttar verða óviðunandi.

    Viðhald hnífa

    Haldið hnífum beittum út sláttutíðina vegna þess að beittur hnífur skilar hreinum skurði í stað þess að rífa í og tæta upp grasið. Rifið og tætt gras verður brúnt á endunum og það hægir á vexti og eykur hættu á sjúkdómum. Kannið bit hnífa eftir hverja notkun, auk þess að leita eftir sliti eða skemmdum. Sverfið niður rispur og brýnið hnífana eftir þörfum. Skiptið tafarlaust út skemmdum eða slitnum hníf fyrir nýjan hníf frá Toro.

    Eftir notkun

    Öryggi eftir notkun

    Almennt öryggi

    • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttubúnaði og hljóðkút og úr vélarrými til að koma í veg fyrir hættu á íkveikju. Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.

    • Lokið fyrir eldsneyti og takið lykilinn úr áður en sláttuvélin er sett í geymslu eða flutt.

    • Aftengið drif tengitækis þegar verið er að flytja sláttuvélina eða hún er ekki í notkun.

    • Leyfið vélinni að kólna áður en sláttuvélin er sett í geymslu innandyra.

    • Aldrei geyma sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

    Notkun afsláttarloka eldsneytis

    Afsláttarloki eldsneyti er undir sætinu. Færið sætið fram til að komast að honum.

    Lokið afsláttarloka eldsneytis fyrir flutning, viðhald eða geymslu.

    Gangið úr skugga um að afsláttarloki eldsneytis sé opinn áður en vélin er gangsett.

    g008948

    Vinnuvél ýtt með höndum

    Important: Ýtið sláttuvélinni alltaf með höndunum. Dragið hana aldrei, slíkt getur skemmt vökvakerfið.

    Vinnuvélinni ýtt

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Snúið hjáveitulokunum einn hring rangsælis til að ýta (Mynd 42).

      Note: Þetta veitir glussanum framhjá dælunni þannig að dekkin geti snúist.

      Important: Ekki snúa hjáveitulokunum meira en einn hring. Þannig er komið í veg fyrir að lokarnir losni og glussi leki út.

    4. Takið stöðuhemilinn áður en byrjað er að ýta.

    Notkun sláttuvélar breytt

    Snúið hjáveitulokunum 1 hring réttsælis til að vinna á sláttuvélinni (Mynd 42).

    Note: Ekki ofherða hjáveitulokana.

    Important: Ekki er hægt að aka sláttuvélinni nema búið sé að skrúfa hjáveitulokana inn.

    g010371

    Vinnuvélin flutt

    Notið sterkbyggðan eftirvagn eða vörubíl til að flytja sláttuvélina. Notið skábraut í fullri breidd. Tryggið að eftirvagninn eða vörubíllinn sé búinn öllum nauðsynlegum hemlum, ljósum og merkingum eins og krafist er samkvæmt lögum. Lesið öryggisleiðbeiningarnar vandlega. Þessar upplýsingar geta forðað stjórnanda eða nærstöddum frá meiðslum. Í staðbundnum reglugerðum er að finna kröfur fyrir eftirvagn og festingar.

    Viðvörun

    Hættulegt er að aka á götum eða þjóðvegi án stefnuljósa, ljósa, endurskinsmerkja eða merkingar um hægfara ökutæki og slíkt kann að leiða til slysa og meiðsla á fólki.

    Ekki aka sláttuvélinni á götum eða vegum.

    Val á eftirvagni

    Viðvörun

    Þegar sláttuvélinni er ekið upp á eftirvagn eða vörubíl er aukin hætta á veltu og alvarlegum meiðslum eða dauða (Mynd 43).

    • Notið eingöngu skábraut í fullri breidd; ekki nota aðskildar skábrautir fyrir hvora hlið sláttuvélarinnar.

    • Halli á milli undirlags og skábrautar eða skábrautar og eftirvagns/vörubíls má ekki vera meiri en 15 gráður.

    • Gangið úr skugga um að skábrautin sé minnst fjórum sinnum lengri en hæð eftirvagnsins eða vörubílspallsins frá jörðu. Þetta tryggir að halli skábrautarinnar frá jörðu sé ekki yfir 15 gráðum.

    g027996

    Vinnuvél ekið upp á vagn/pall

    Viðvörun

    Þegar sláttuvélinni er ekið upp á eftirvagn eða vörubíl er aukin hætta á veltu og alvarlegum meiðslum eða dauða.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar sláttuvél er ekið á skábraut.

    • Bakkið sláttuvélinni upp skábrautina og akið henni niður skábrautina.

    • Forðist skyndilega inngjöf eða hemlun þegar sláttuvélinni er ekið á skábraut þar sem slíkt getur valdið hættu á stjórnmissi eða veltu.

    1. Ef eftirvagn er notaður þarf að tengja hann við dráttarbílinn og festa öryggiskeðjurnar.

    2. Tengið hemla og ljós eftirvagnsins, ef við á.

    3. Látið skábrautina síga og tryggið að hornið á milli skábrautarinnar og undirlagsins sé ekki meira en 15 gráður (Mynd 43).

    4. Bakkið sláttuvélinni upp skábrautina (Mynd 44).

      g028043
    5. Drepið á vélinni, fjarlægið lykilinn og setjið stöðuhemilinn á.

    6. Bindið sláttuvélina niður með stroffum, keðjum, vírum eða reipi nærri eltihjólunum að framan og afturstuðara (Mynd 45). Í staðbundnum reglugerðum er að finna kröfur um festingar.

      g028622

    Vinnuvél ekið af vagni/palli

    1. Látið skábrautina síga og tryggið að hornið á milli skábrautarinnar og undirlagsins sé ekki meira en 15 gráður (Mynd 43).

    2. Akið sláttuvélinni áfram niður skábrautina (Mynd 44).

    Notkun Z Stand

    Z Stand-undirstaða lyftir framhluta sláttuvélarinnar upp til að hægt sé að hreinsa sláttubúnaðinn og taka hnífana af.

    Viðvörun

    Sláttvélin getur fallið á fólk og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er við sláttuvélina á Z Stand-undirstöðunni.

    • Notið Z Stand-undirstöðu eingöngu við hreinsun sláttuvélarinnar og þegar hnífarnir eru teknir af.

    • Ekki láta sláttuvélina sitja á Z Stand-undirstöðunni lengi í einu.

    • Drepið alltaf á vélinni, setjið stöðuhemilinn á og takið lykilinn úr áður en viðhaldi er sinnt á sláttubúnaðinum.

    Ekið upp á Z Stand-undirstöðu

    Important: Notið Z Stand-undirstöðu á jafnsléttu.

    1. Lyftið sláttubúnaðarpallinum í flutningsstöðu.

    2. Fjarlægið festipinnann (Mynd 46).

      g001811
    3. Lyftið klinkunni.

    4. Snúið undirstöðufætinum út og rennið honum að sláttuvélinni, í neðsta hluta raufarinnar (Mynd 46 og Mynd 47).

      g001812
    5. Setjið fótinn á undirlagið og setjið klinkuna á snúningsflipann (Mynd 47).

    6. Gangsetjið vélina og stillið hana á hálfa inngjöf.

      Note: Bestur árangur næst þegar fóturinn skorðaður af við brot í gangstétt eða grassverði (Mynd 47).

    7. Akið vinnuvélinni hægt upp á undirstöðuna. Stöðvið þegar klinkan fellur í læsta stöðu ofan á flipanum (Mynd 47).

    8. Setjið stöðuhemilinn á og drepið á vélinni.

    9. Setjið skorður við dekkin.

      Viðvörun

      Stöðuhemillinn heldur mögulega ekki við sláttuvél á Z Stand-undirstöðu og það getur leitt til meiðsla á fólki eða eignatjóns.

      Ekki leggja á Z Stand-undirstöðu án þess að skoða dekkin.

    10. Sinnið viðhaldi.

    Ekið af Z Stand-undirstöðu

    1. Fjarlægið skorðurnar.

    2. Lyftið klinkunni í ólæsta stöðu (Mynd 48).

      g001813
    3. Gangsetjið vélina og stillið hana á hálfa inngjöf. Takið stöðuhemilinn af.

    4. Bakkið hægt af undirstöðunni.

    5. Setjið undirstöðuna í geymslustöðu (Mynd 46).

    Viðhald

    Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

    Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skoðið vökvastöðu á kælikerfi vélarinnar.
  • Kannið stöðu glussa.
  • Eftir fyrstu 25 klukkustundirnar
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Skiptið um smurolíusíuna.
  • Skiptið um smurolíu.
  • Eftir fyrstu 100 klukkustundirnar
  • Skoðið kastalaró hjólnafar.
  • Skiptið um gírolíu.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið öryggiskerfið.
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Skoðið vökvastöðu á kælikerfi vélarinnar.
  • Hreinsið smurolíukælinn.
  • Skoðið hnífana.
  • Hreinsið sláttubúnaðarpallinn.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Smyrjið sláttubúnaðarpall og drif.
  • Smyrjið milliarm fyrir reim sláttubúnaðarins.
  • Smyrjið milliarm dælureimarinnar.
  • Smyrjið milliarm drifreimar aflúttaks.
  • Smyrjið hemlastöngina.
  • Kannið stöðu glussa.
  • Á 40 klukkustunda fresti
  • Tæmið af vatnsskiljuna.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Athuga þrýsting í hjólbörðum
  • Skoðið drifreim aflúttaksins.
  • Skoðið drifreim dælunnar.
  • Skoðið reim riðstraumsrafalsins.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Smyrjið þolinmóð palllyftu.
  • Skiptið um smurolíu.
  • Skiptið um smurolíu.
  • Kannið olíustöðu á gírkassa.
  • Skoðið slöngur í kælikerfi vélarinnar.
  • Leitið eftir sprungum og sliti á reimum.
  • Skoðið vökvaslöngurnar.
  • Á 150 klukkustunda fresti
  • Smyrjið sláttuvélina með léttri olíu eða úðaolíu; sjá smurningu.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíusíuna.
  • Smyrjið snúningspunkt hemlastangarinnar.
  • Á 250 klukkustunda fresti
  • Skoðið og/eða skiptið um loftsíuna(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Skipt um glussasíu og glussa þegar notaður er Mobil® 1 glussi.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skipt um eldsneytissíu(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Á 500 klukkustunda fresti
  • Skoðið kastalaró hjólnafar.
  • Stillið snúningslegu eltihjóls.
  • Stillið rafknúnu kúplinguna.
  • Skipt um glussasíu og glussa þegar notaður er Toro® HYPR-OIL™ 500 glussi.
  • Árlega
  • Smyrjið þolinmóð eltihjóla að framan (oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Smyrjið hjólnafir eltihjólanna.
  • Skiptið um gírolíu.
  • Skiptið um kælivökva vélar.
  • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notendahandbók vélarinnar.

    Varúð

    Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vélina og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.

    Takið lykilinn úr svissinum áður en viðhaldi er sinnt.

    Undirbúningur fyrir viðhald

    Öryggi við viðhaldsvinnu

    • Áður en gert er við sláttuvélina skal gera eftirfarandi:

      • Aftengið drif.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

    • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttubúnaði, drifum, hljóðkút og vél til að koma í veg fyrir hættu á íkveikju.

    • Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.

    • Leyfið ekki óþjálfuðu starfsfólki að þjónusta sláttuvélina.

    • Notið búkka til að styðja við sláttuvélina og/eða íhluti þegar á þarf að halda.

    • Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku.

    • Aftengið rafhlöðuna áður en viðgerðir fara fram. Aftengið mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

    • Sýnið aðgát við skoðun hnífanna. Vefjið utan um hnífana eða klæðist þykkum hönskum og sýnið aðgát þegar unnið er við hnífana. Skiptið um hnífa; ekki rétta þá eða sjóða þá.

    • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem hreyfast. Ef þess er kostur skal ekki breyta neinum stillingum þegar vélin er í gangi.

    • Haldið öllum hlutum í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur, sérstaklega festiboltar hnífanna. Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

    • Aldrei breyta ætlaðri virkni öryggisbúnaðar eða skerða þá vörn sem öryggisbúnaður veitir. Kannið hvort hann virki rétt með reglulegu millibili.

    • Skoðið stöðuhemilinn reglulega. Stillið og þjónustið eftir þörfum.

    Spjald sláttubúnaðarpallsins losað

    Losið boltann neðst á spjaldi sláttubúnaðarpallsins til að komast að efsta hluta pallsins (Mynd 49). Að viðhaldi loknu skal setja spjaldið á sinn stað og herða boltann.

    g027945

    Blikkhlífin fjarlægð

    Losið boltana tvo að framan og fjarlægið blikkhlífina til að komast að reimum og drifum sláttubúnaðarins (Mynd 50). Að viðhaldi loknu skal setja blikkhlífina á sinn stað og herða boltana.

    g027946

    Smurning

    Sláttuvélin smurð

    Smyrjið oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi.

    Gerð smurfeiti: litíum- eða mólýbdinfeiti nr. 2

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Þurrkið af smurkoppunum með tusku.

      Note: Tryggið að allar lakkleifar hafi verið skafnar af framhluta smurkoppanna.

    4. Tengið smursprautu við smurkopp.

    5. Dælið feiti í smurkoppana þar til hún sprautast út úr legunum.

    6. Þurrkið umframfeiti af.

    Þolinmóður eltihjóla að framan smurður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Smyrjið þolinmóð eltihjóla að framan (oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
    1. Fjarlægið rykhlífina og stillið þolinmóð eltihjólanna. Ekki setja rykhlífina á fyrr en búið er að smyrja; sjá Stilling snúningslegu eltihjóls.

    2. Skrúfið tappann úr.

    3. Skrúfið smurkopp í gatið.

    4. Dælið feiti í smurkoppinn þar til hún sprautast út hjá efstu legunni.

    5. Skrúfið smurkoppinn úr gatinu. Skrúfið tappann í og setjið hlífina á.

    Bætt við feiti

    Smyrjið í smurkoppana eins og sýnt er á merkingunni Check Service Reference Aid“ (hliðsjónarefni fyrir skoðun) (Mynd 51 eða Mynd 52).

    decal136-5510
    decal136-5519

    Smurt með léttri olíu eða úðaolíu

    Sláttuvélar sem losa út frá hlið
    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Smyrjið þolinmóð palllyftu.
  • Smyrjið þolinmóð palllyftu.

    g017028

    Smurt með léttri olíu eða úðaolíu

    Sláttuvélar sem losa út að aftan
    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 150 klukkustunda fresti
  • Smyrjið sláttuvélina með léttri olíu eða úðaolíu; sjá smurningu.
  • Smyrjið sláttuvélina á eftirfarandi svæðum með úðaolíu eða léttri olíu.

    • Hreyfiliði sætisrofa

    • Þolinmóður hemlahandfangs

    • Fóðringar hemlastangar

    • Bronsfóðringar hreyfistjórnunar

    Sláttubúnaðarpallur og lausahjól reimar smurð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 25 klukkustunda fresti
  • Smyrjið sláttubúnaðarpall og drif.
  • Smyrjið milliarm fyrir reim sláttubúnaðarins.
  • Smyrjið milliarm dælureimarinnar.
  • Smyrjið milliarm drifreimar aflúttaks.
  • Smyrjið með litíum- eða mólýbdinfeiti nr. 2.

    Important: Tryggið að drif sláttubúnaðarins séu að fyllt af smurfeiti vikulega.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið boltann neðst á spjaldi sláttubúnaðarpallsins sem festir það við pallinn; sjá Spjald sláttubúnaðarpallsins losað.

    4. Fjarlægið blikkhlífina; sjá Blikkhlífin fjarlægð

    5. Fjarlægið reimarhlífarnar.

    6. Smyrjið milliarm á sláttubúnaðarpallinum (Mynd 54).

    7. Smyrjið tengin á ýtiörmunum (Mynd 54 eða Mynd 55).

      g187362
      g194085
    8. Smyrjið milliarm drifreimar aflúttaks (Mynd 56).

    9. Smyrjið milliarm dælureimarinnar (Mynd 56).

      g007170
    10. Setjið blikkhlífina á.

    11. Herðið boltann neðst á spjaldi sláttubúnaðarpallsins sem festir það við pallinn.

    Hjólnafir eltihjóla smurðar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Smyrjið hjólnafir eltihjólanna.
    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

      g006115
    3. Lyftið sláttubúnaðinum til að komast að.

    4. Fjarlægið eltihjólið af göfflunum.

    5. Fjarlægið þéttihlífarnar af hjólnöfinni.

    6. Fjarlægið þykktarróna af öxulfestingunni á eltihjólinu.

      Note: Gengjulím var notað til að festa þykktarróna á öxlinum.

    7. Fjarlægið öxulinn (með hina þykktarróna enn á) af hjólinu.

    8. Dragið þétti úr, leitið eftir sliti og skemmdum á legum og skiptið um ef með þarf.

    9. Smyrjið legurnar með alhliða smurfeiti.

    10. Setjið eina legu og eitt nýtt þétti í hjólið.

      Note: Setjið ný þétti í.

    11. Ef báðar skinnurærnar vantar í öxulfestinguna þarf að bera gengjulím á eina skinnuró og skrúfa hana á öxulinn með lyklagripið út.

      Note: Ekki skrúfa skinnuróna alla leið að enda öxulsins. Hafið um 3 mm frá ytri fleti skinnuróarinnar að enda öxulsins innan í rónni.

    12. Setjið samsetta ró og öxul í hjólið þeim megin sem nýja þéttið og legan eru.

    13. Snúið opnu hlið hjólsins upp og smyrjið svæðið innan í því í kringum öxulinn með alhliða smurfeiti.

    14. Setjið næstu legu og nýtt þétti í hjólið.

    15. Berið gengjulím á næstu skinnuróna og skrúfið hana á öxulinn með lyklagripið út.

    16. Herðið róna í 8 til 9 N∙m (75 til 80 in-lb), losið og herðið svo aftur í 2 til 3 N∙m (20 til 25 in-lb).

      Note: Tryggið að öxullinn standi ekki út fyrir rærnar.

    17. Setjið þéttihlífarnar á hjólnöfina og setjið hjólið á eltihjólsgaffalinn.

    18. Setjið eltihjólsboltann á og herðið róna að fullu.

    Important: Kannið stillingu legunnar oft og reglulega til að koma í veg fyrir skemmdir á þétti og legu. Snúið eltihjólinu. Hjólið á að snúast óhindrað (meira en einn eða tvo hringi) án hliðarslags. Ef hjólið snýst óhindrað þarf að stilla hersluátak skinnuróarinnar þar til það myndast dálítið viðnám. Berið á annað lag af gengjulími.

    Viðhald vélar

    Vélaröryggi

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr áður en olían er könnuð eða olíu hellt á sveifarhúsið.

    • Haldið höndum, fótum, andliti, fatnaði og öðrum líkamshlutum í öruggri fjarlægð frá hljóðkútnum og öðrum heitum flötum.

    Unnið við loftsíu

    Note: Skoðið síur oftar ef unnið er í miklu ryki eða miklum sandi.

    Loftsía fjarlægð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 250 klukkustunda fresti
  • Skoðið og/eða skiptið um loftsíuna(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið klinkurnar á loftsíunni og togið lokið af henni (Mynd 58).

    4. Hreinsið innan úr loftsíulokinu með þrýstilofti.

    5. Rennið síunni varlega úr húsinu (Mynd 58).

      Note: Reynið að koma í veg fyrir að sían lemjist í hliðar hússins.

    6. Leitið eftir skemmdum á síunni með því að horfa inn í síuna um leið og lýst er með björtu ljósi utan á síuna.

      Note: Göt á síunni mynda bjarta bletti. Fargið síunni ef hún er skemmd.

      g001049

    Uppsetning loftsíu

    1. Þegar ný sía er sett í skal fyrst kanna hvort hún hafi skemmst í flutningum. Ekki nota skemmda síu.

    2. Rennið síunni varlega inn í síuhúsið (Mynd 59).

      Note: Tryggið að hún sitji tryggilega með því að ýta á ytri brún síunnar um leið og hún er sett í.

      Important: Ekki ýta á mjúkt innra byrði síunnar.

    3. Setjið loftsíulokið á og festið klinkurnar (Mynd 59).

      g001048

    Smurolíuvinna

    Forskriftir fyrir smurolíu

    Olíugerð: Gæðaolía með API-flokkun CJ-4 eða hærri fyrir dísilvélar. Ekki nota íblöndunarefni með ráðlögðum olíum.

    Rúmtak sveifarhúss: 3,7 l

    Seigja: Sjá töfluna hér á eftir.

    g001061

    Undirbúningur fyrir þjónustu smurolíu

    Important: Festingarnar fyrir fremri vélarhlífina eru hannaðar þannig að þær verða eftir á sláttuvélinni þegar búið er að taka hlífina af. Losið allar festingarnar nokkra hringi þannig að platan losni án þess að losa hana alveg af, haldið svo áfram að losa þær þar til platan losnar alveg. Þetta kemur í veg fyrir að boltarnir séu óvart teknir alveg úr festingunum.

    Hallið sætinu fram, losið boltana sem halda fremri vélarhlífinni og fjarlægið hana (Mynd 61).

    g012347

    Note: Eftir að smurolían hefur verið þjónustuð er vélarplatan sett á og sætið sett aftur í upprétta stöðu.

    Staða smurolíu könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Note: Kannið stöðu olíu þegar vélin er köld.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Kannið stöðu smurolíu (Mynd 62).

      g032601g032641
    4. Gangsetjið vélina, látið hana ganga í lausagangi í fimm mínútur, drepið á henni, bíðið í þrjár mínútur og kannið svo stöðu smurolíunnar aftur. Ef með þarf skal bæta við olíuna þar til hún nær FULL-merkinu á olíukvarðanum.

      Important: Haldið hæð olíunnar á milli efri og neðri markanna á olíukvarðanum. Annars er hætta á vélarbilunum.

      Important: Hellið olíunni mjög rólega á og gætið þess að hylja ekki áfyllingaropið (mynd 40). Ef olíu er hellt of skart á eða opið er hulið kann olían að safnast upp og menga loftinntökin sem aftur veldur hættu á að vélarskemmdum.

      g000955

    Aftöppun smurolíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu.
    1. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í fimm mínútur.

      Note: Þetta hitar upp olíuna og þannig er auðveldara að tappa henni af.

    2. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa (aflúttak) í slökkta stöðu, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

    3. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

      g032646g032642

      Note: Fargið notuðu olíunni á endurvinnslustöð.

    Skipt um smurolíusíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíusíuna.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíusíuna.
    1. Tappið olíunni af vélinni; sjá Aftöppun smurolíu.

    2. Skiptið um smurolíusíuna (Mynd 65).

      g032649g032644
    3. Fyllið á olíuna; sjá Skipt um smurolíu.

    Skipt um smurolíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu.
    1. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í fimm mínútur.

      Note: Þetta hitar upp olíuna og þannig er auðveldara að tappa henni af.

    2. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

    3. Setjið stjórnrofa hnífa (aflúttak) í slökkta stöðu, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

    4. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    5. Setjið ílát undir olíuafrennslið. Takið botntappann úr og tappið allri olíunni af (Mynd 66).

    6. Skrúfið af olíuáfyllingarlokið ofan á vélinni (Mynd 68).

      Note: Þetta hraðar afrennsli olíunnar.

    7. Setjið botntappann í og herðið í 35 N∙m (25½ ft-lb).

      Note: Fargið notuðu olíunni á endurvinnslustöð.

      g001058

    Fyllt á smurolíu

    1. Hallið sætinu fram og fjarlægið fremri vélarhlífina (Mynd 67).

      g001312
    2. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið og olíukvarðann (Mynd 68).

      g001162
    3. Notið slöngu og trekt til að hella olíu á vélina (Mynd 69).

    4. Hellið olíunni rólega og kannið hæð hennar reglulega með olíukvarðanum þar til olían nær efra gatinu á olíukvarðanum. Upplýsingar um hvaða gerð olíu og seigjustig á að nota við mismunandi hitastig er að finna í Smurolíuvinna.

      g001163

      Important: Hellið olíunni mjög rólega á og gætið þess að hylja ekki áfyllingaropið (Mynd 70). Ef olíu er hellt of skart á eða opið er hulið kann olían að safnast upp og menga loftinntökin sem aftur veldur hættu á að vélarskemmdum.

      g000955
    5. Setjið olíukvarðann aftur í og setjið fremri vélarhlífina á.

    6. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í lausagangi í fimm mínútur.

    7. Drepið á vélinni.

    8. Bíðið í þrjár mínútur og kannið olíuhæðina.

    9. Fyllið á olíu, ef með þarf, til að olían nái upp að efra gatinu á olíukvarðanum.

    10. Setjið olíukvarðann aftur í, skrúfið áfyllingarlokið á og setjið fremri vélarhlífina á.

    11. Leitið eftir leka.

      Important: Yfirfyllið ekki sveifarhúsið með olíu vegna þess að það getur skemmt vélina.

    Viðhald eldsneytiskerfis

    Viðvörun

    Íhlutir eldsneytiskerfisins eru undir miklum þrýstingi. Notkun rangra íhluta getur valdið bilunum í kerfinu, eldsneytisleka og sprengihættu.

    Notið eingöngu samþykktar eldsneytisleiðslur og eldsneytissíur.

    Unnið við eldsneytissíu og vatnsskilju

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 40 klukkustunda fresti
  • Tæmið af vatnsskiljuna.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skipt um eldsneytissíu(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Tappað af vatnsskilju

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Vatnsskiljan er vinstra megin aftan á vélinni.

    4. Setjið ílát undir vatnsskiljuna.

    5. Opnið afrennslislokann á vatnsskiljunni um það bil einn hring til að tappa af vatni og öðrum óhreinindum (Mynd 71).

    6. Lokið afrennslislokanum þegar hreint dísileldsneyti byrjar að leka út (Mynd 71).

      g007169

    Skipt um eldsneytissíu

    Setjið aldrei skítuga eldsneytissíu aftur í eftir að hún hefur verið fjarlægð af eldsneytisleiðslunni.

    1. Bíðið þar til sláttuvélin hefur kólnað.

    2. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    3. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    4. Lokið fyrir afsláttarloka eldsneytis (Mynd 72).

    5. Losið hosuklemmurnar tvær og aftengið eldsneytisleiðslurnar frá eldsneytissíunni (Mynd 72).

    6. Setjið nýja síu í. Tengið eldsneytisleiðslurnar við eldsneytissíuna og setjið hosuklemmurnar tvær aftur á (Mynd 72).

    7. Opnið afsláttarloka eldsneytis.

    8. Gangsetjið vélina og leitið eftir leka.

      g007697

    Unnið við eldsneytisgeymi

    Ekki reyna að tappa af eldsneytisgeyminum. Aftöppun eldsneytisgeymisins og hvers kyns vinna við íhluti eldsneytiskerfisins skal vera í höndum viðurkennds þjónustu- og söluaðila.

    Viðhald rafkerfis

    Öryggi rafkerfis

    • Aftengið rafgeyminn áður en gert er við sláttuvélina. Aftengið mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

    • Hlaðið rafhlöðuna á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafhlaðan er tengd eða aftengd. Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

    Unnið við rafgeymi

    Rafgeymir fjarlægður

    Viðvörun

    Rafgeymaskaut eða verkfæri úr málmi geta valdið skammhlaupi í málmhluta sláttuvélarinnar með meðfylgjandi neistaflugi. Neistar geta kveikt í gasi frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

    • Þegar rafgeymirinn er tekinn úr eða settur í þarf að koma í veg fyrir að rafgeymaskautin snerti málmhluta sláttuvélarinnar.

    • Komið veg fyrir að verkfæri úr málmi valdi skammhlaupi á milli rafgeymaskautanna og málmhluta sláttuvélarinnar.

    Viðvörun

    Röng aftenging kaplanna frá rafgeyminum getur valdið skemmdum á sláttuvélinni og köplunum og valdið neistaflugi. Neistar geta kveikt í gasi frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

    • Aftengið alltaf mínusrafgeymiskapalinn (svartur) áður en plúskapallinn (rauður) er aftengdur.

    • Tengið alltaf plúsrafgeymiskapalinn (rauður) áður en mínuskapallinn (svartur) er tengdur.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið sætið og hallið því upp.

    4. Fjarlægið rafgeyminn eins og sýnt er á Mynd 73.

      g032750

    Rafgeymir settur í

    Note: Setjið rafgeyminn í bakkann þannig að skautin séu á móti glussageyminum.

    g032751

    Hleðsla rafgeymis

    Important: Hafið rafgeyminn alltaf fullhlaðinn (1,265 eðlisþyngd). Þetta er sérstaklega mikilvægt til að koma í veg fyrir skemmdir á rafgeyminum við hitastig undir 0 °C (32 °F).

    1. Gangið úr skugga um að áfyllingarlokin séu á rafgeyminum. Hlaðið rafgeymi í 10 til 15 mínútur við 25 til 30 amper eða 30 mínútur við 10 amper.

    2. Þegar rafgeymirinn er fullhlaðinn er hleðslutækið tekið úr sambandi við rafmagnsinnstunguna og því næst er það aftengt frá rafgeymaskautunum (Mynd 75).

    3. Setjið rafgeyminn í sláttuvélina og tengið rafgeymiskaplana, sjá Rafgeymir settur í.

      Note: Ekki láta vinnuvélina ganga án þess að vera með rafgeyminn tengdan, annars er hætta á að rafkerfið skemmist.

      g000960

    Unnið við öryggi

    Rafkerfið er varið með öryggjum. Það er viðhaldsfrítt en hins vegar þarf að leita eftir bilun eða skammhlaupi í íhlut/rafrás ef öryggi springur.

    1. Losið vélarhlífina og lyftið henni til að komast að öryggjaboxinu (Mynd 76).

    2. Togið út öryggið sem þarf að skipta um til að fjarlægja það.

    3. Setjið nýtt öryggi í (Mynd 76).

      g012492

    Viðhald drifkerfis

    Stefnustilling

    Sláttuvélin er með hnúð undir sætinu fyrir stillingu stefnu.

    Important: Stillið hlutlausa stöðu handfangs og hlutlausa stöðu vökvadælu áður en stefnan er stillt; sjá Stilling hlutlausrar stöðu stjórnstangar og Stillt á hlutlausa stöðu vökvadælu.

    1. Ýtið báðum stjórnstöngum jafnlangt fram.

    2. Athugið hvort sláttuvélin leitar til annarrar hvorrar hliðarinnar. Ef hún gerir það þarf að drepa á henni og setja stöðuhemilinn á.

    3. Losið sætið og hallið því fram til að komast að stefnuhnúðnum.

      Note: Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

    4. Snúið honum til hægri til að stilla stefnu sláttuvélarinnar til hægri; sjá Mynd 77.

    5. Snúið honum til vinstri til að stilla stefnu sláttuvélarinnar til vinstri; sjá Mynd 77.

    6. Endurtakið stillinguna þar til stefnan er rétt.

      g001070

    Þrýstingur hjólbarða kannaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Athuga þrýsting í hjólbörðum
  • Haldið þrýstingi í hjólbörðum afturdekkja við 90 kPa (13 psi). Ójafn þrýstingur í hjólbörðum getur valdið ójöfnum slætti. Nákvæmasta þrýstingsmælingin næst þegar hjólbarðarnir eru kaldir.

    Note: Hjólbarðar framdekkjanna eru hálfloftfylltir og ekki þarf að fylgjast með loftþrýstingi í þeim.

    g001055

    Kastalaró hjólnafar skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 100 klukkustundirnar
  • Skoðið kastalaró hjólnafar.
  • Á 500 klukkustunda fresti
  • Skoðið kastalaró hjólnafar.
  • Herðið kastalaróna í 286 til 352 N∙m (211 til 260 ft-lb).

    Note: Ekki nota samsetningarfeiti á hjólnöfina.

    Stilling snúningslegu eltihjóls

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 500 klukkustunda fresti
  • Stillið snúningslegu eltihjóls.
    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Fjarlægið rykhlífina af eltihjólinu og herðið lásróna (Mynd 79).

    4. Herðið lásróna þar til spenniskífurnar eru flatar og losið svo um ¼ úr hring til að stilla rétta forspennu á legurnar (Mynd 79).

      Important: Tryggið að spenniskífurnar séu rétt settar í eins og sýnt er á Mynd 79.

    5. Setjið rykhlífina á (Mynd 79).

      g001297

    Unnið við gírkassann

    Olíustaða á gírkassa könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Kannið olíustöðu á gírkassa.
  • Notið tilbúna SAE 75W-90 gírolíu.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Fjarlægið tappann á hliðinni eða aftan á gírkassanum (Mynd 80).

    4. Olían ætti að ná upp að opinu á gírkassanum.

    5. Fyllið á olíuna, eftir þörfum.

      g001156

    Skipt um gírolíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 100 klukkustundirnar
  • Skiptið um gírolíu.
  • Árlega
  • Skiptið um gírolíu.
  • Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila ef skipta þarf um gírolíu.

    Stilling rafknúinn kúplingar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 500 klukkustunda fresti
  • Stillið rafknúnu kúplinguna.
  • Kúplingin er stillanleg til að tryggja rétta tengingu og fullnægjandi hemlun.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið sætið og hallið því fram.

    4. Losið hnúða fremri vélarhlífarinnar og takið hana af.

    5. Togið í gormspennta lausahjólið fyrir drifreim aflúttaksins og takið reimina af trissu kúplingarinnar (Mynd 81).

      g007167
    6. Takið raftengi kúplingarinnar úr sambandi (Mynd 82).

    7. Fjarlægið boltana tvo sem festa gúmmíborða kúplingarinnar við grind sláttubúnaðarins (Mynd 82).

    8. Fjarlægið miðjuboltann sem festir kúplinguna við drifskaft vélarinnar og fjarlægið kúplinguna og lykilinn (Mynd 82).

      g007166
    9. Setjið 0,381 til 0,533 mm föler í gegnum skoðunarraufina á hlið samstæðunnar (Mynd 83).

      Note: Tryggið að hann sé á milli núningsflata á ankeri og snúði.

    10. Herðið lásrærnar þar til fletirnir rétt snerta fölerinn en það er enn hægt að smeygja honum auðveldlega út (Mynd 83).

    11. Endurtakið þetta fyrir eftirstandandi raufar.

    12. Skoðið hverja rauf aftur og stillið þar til fölerinn rétt snertir bæði snúðinn og ankerið.

      g007168
    13. Setjið kúplinguna aftur á drifskaft vélarinnar með lyklinum.

    14. Berið gengjulím á miðjuboltann.

    15. Haldið sveifarásnum aftan á vélinni, setjið miðjuboltann í og herðið í 68 N∙m (50 ft-lb) (Mynd 82).

    16. Festið gúmmíborða kúplingarinnar á grind sláttubúnaðarins með boltunum tveimur og rónum (Mynd 82).

    17. Togið gormspennta lausahjólið fyrir drifreim aflúttaksins upp og setjið það á trissu kúplingarinnar (Mynd 81).

    18. Stingið raftenginu fyrir kúplinguna í samband (Mynd 82).

    19. Setjið fremri vélarhlífina á og herðið hnúðana.

    20. Setjið sætið niður.

    Viðhald kælikerfis

    Unnið við kælikerfið

    Hætta

    Heitur kælivökvi sem sprautast út eða snerting við heitan vatnskassa og nærliggjandi hluti getur valdið alvarlegum brunasárum.

    • Ekki fjarlægja vatnskassalok þegar vélin er heit. Bíðið alltaf með að fjarlægja vatnskassalokið í minnst 15 mínútur á meðan vélin kólnar eða þar til vatnskassalokið er orðið nógu kalt til að hægt sé að snerta það án þess að brenna sig.

    • Ekki snerta vatnskassann eða nærliggjandi hluti á meðan þeir eru heitir.

    Hætta

    Skaft og vifta í snúningi geta valdið meiðslum á fólki.

    • Ekki vinna á sláttuvélinni án hlífa á viðeigandi stöðum.

    • Haldið fingrum, höndum og klæðnaði í öruggri fjarlægð frá viftu og drifskafti í snúningi.

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum áður en viðhaldi er sinnt.

    Varúð

    Inntaka vélarkælivökva getur valdið eitrun.

    • Ekki innbyrða vélarkælivökva.

    • Geymið þar sem börn og gæludýr ná ekki til.

    Skoðun kælivökva í vatnskassa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skoðið vökvastöðu á kælikerfi vélarinnar.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið vökvastöðu á kælikerfi vélarinnar.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið slöngur í kælikerfi vélarinnar.
  • Vökvagerð: 50/50 blanda af frostlegi/Dex-Cool® með lengri endingartíma og vatni

    Rúmtak kælikerfis: 4,6 l

    Note: Ekki opna vatnskassalokið. Það getur valdið því að loft komist í kælikerfið.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, drepið á vélinni og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Losið sætið og hallið því upp.

    3. Kannið stöðuna í yfirfallsflöskunni eftir að vélin hefur kólnað. Vökvinn þarf að ná upp að merkinu á yfirfallsflöskunni (Mynd 84).

    4. Ef staða kælivökva er lág þarf að fylla á 50/50 blöndu af frostlegi/Dex-Cool® með lengri endingartíma og vatni á yfirfallsflöskuna (Mynd 84).

    5. Hellið 50/50 kælivökvablöndunni á yfirfallsflöskuna og fyllið á þar kælivökvinn nær upp að línunni á flöskunni (Mynd 84).

      g001103

    Hreinsun glussakælis og vatnskassaskerms

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið smurolíukælinn.
  • Skoðið og hreinsið vatnskassaskerminn og olíukælinn fyrir hverja notkun. Fjarlægið uppsafnað gras, mold og annað laust efni af olíukælinum og vatnskassaskerminum með þrýstilofti (Mynd 85).

    g001104

    Skipt um kælivökva vélar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Skiptið um kælivökva vélar.
  • Leitið til viðurkennds þjónustu- og söluaðila þegar skipta þarf um kælivökva.

    Viðhald hemla

    Stöðuhemill stilltur

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 25 klukkustunda fresti
  • Smyrjið hemlastöngina.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Smyrjið snúningspunkt hemlastangarinnar.
    1. Setjið stöðuhemilinn á.

    2. Mælið lengd gormsins (Mynd 86).

      Note: Fjarlægði á milli skinnanna ætti að vera 64 mm.

    3. Ef stillingar er þörf er stöðuhemillinn tekinn af, festiróin fyrir neðan gorminn losuð og hún stillt beint fyrir neðan gorminn (Mynd 86).

    4. Snúið rónni þar til rétt mæling fæst.

      Note: Snúið rónni réttsælis til að stytta gorminn og rangsælis til að lengja hann.

    5. Herðið rærnar tvær saman.

    6. Setjið stöðuhemilinn á og mælið gorminn aftur.

    7. Ef enn þarf að stilla er ferlið hér að ofan endurtekið.

    8. Endurtakið þetta hinum megin á sláttuvélinni.

      g001294

    Viðhald reimar

    Skoðun reima

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Leitið eftir sprungum og sliti á reimum.
  • Leitið eftir ískri við snúning reimar, snuði í hnífum við slátt, slitnum brúnum á reim, ummerkjum um bruna og sprungum, sem allt eru merki um mikið slit í reim sláttubúnaðar. Skiptið reim sláttubúnaðar ef eitthvert þessara einkenna er til staðar.

    Skipt um reim sláttubúnaðar

    Sláttuvélar sem losa út frá hlið

    Ískur við snúning reimar, snuð í hnífum við slátt, slitnar brúnir á reim, ummerki um bruna og sprungur eru allt merki um mikið slit í reim sláttubúnaðar. Skiptið reim sláttubúnaðar ef eitthvert þessara einkenna er til staðar.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið boltann neðst á spjaldi sláttubúnaðarpallsins sem festir það við pallinn; sjá Spjald sláttubúnaðarpallsins losað.

    4. Fjarlægið blikkhlífina; sjá Blikkhlífin fjarlægð.

    5. Fjarlægið reimarhlífarnar (Mynd 87).

      g006541
    6. Fjarlægið gorm lausahjólsins.

    7. Fjarlægið reimarleiðarann á gormspennta lausahjólinu sem sýnt er á Mynd 88.

    8. Fjarlægið reimina.

    9. Setjið nýja reim á trissur sláttubúnaðarins og trissu gírkassans undir vélinni (Mynd 88).

      g006479
    10. Setjið reimarleiðarann á gormspennta lausahjólið við 45 gráðu horn eins og sýnt er á Mynd 88. Herðið boltann í 37 til 45 N∙m (27 til 33 ft-lb).

    11. Setjið lausahjólsgorminn á pinnana tvo (Mynd 88).

    12. Setjið reimarhlífarnar á með því að renna hlífinni á flipann, festa boltana og loka klinkunum (Mynd 89).

      g006535
    13. Setjið blikkhlífina á.

    14. Herðið boltann neðst á spjaldi sláttubúnaðarpallsins sem festir það við pallinn.

    Skipt um reim sláttubúnaðar

    Sláttuvélar sem losa út að aftan

    Important: Festingarnar á hlífunum á þessari sláttuvél eru hannaðar til að fylgja með hlífinni þegar hún er tekin af. Losið allar festingarnar á hverri hlíf nokkra hringi þannig að hlífin losni án þess að losa hana alveg af, haldið svo áfram að losa þær þar til hlífin losnar alveg. Þetta kemur í veg fyrir að boltarnir séu óvart teknir alveg úr festingunum.

    Ískur við snúning reimar, snuð í hnífum við slátt, slitnar brúnir á reim, ummerki um bruna og sprungur eru allt merki um mikið slit í reim sláttubúnaðar. Skiptið reim sláttubúnaðar ef eitthvert þessara einkenna er til staðar.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið boltann neðst á spjaldi sláttubúnaðarpallsins sem festir það við pallinn; sjá Spjald sláttubúnaðarpallsins losað.

    4. Fjarlægið blikkhlífina; sjá Blikkhlífin fjarlægð

    5. Fjarlægið reimarhlífarnar og boltana á þeim.

    6. Losið fasta milliarminn og stillið hann til að losa reimina (Mynd 90).

    7. Takið gömlu reimina af.

    8. Setjið nýju reimina á trissurnar.

    9. Setjið skrall með stuttri lengingu eða átaksskaft í ferhyrnda gatið á fasta milliarminum (Mynd 90).

    10. Stillið hæð sláttubúnaðarpallsins í 76 mm sláttuhæð.

    11. Strekkt er á reiminni með því að snúa fasta milliarminum með skrallinu eða átaksskaftinu rangsælis þar til lengdin á milli gormkrókanna er 16,5 cm (Mynd 90).

      g005911
    12. Haldið reiminni strekktri og herðið um leið boltana tvo sem festa fasta milliarminn.

    13. Fjarlægið skrallið eða átaksskaftið úr ferhyrnda gatinu á fasta milliarminum.

    14. Setjið reimarhlífarnar á með flipana í raufunum. Skrúfið skrúfurnar í og lokið klinkunum (Mynd 91).

      g012506
    15. Setjið blikkhlífina á; sjá Blikkhlífin fjarlægð.

    16. Herðið boltann fyrir spjaldið á sláttubúnaðarpallinn; sjá Spjald sláttubúnaðarpallsins losað.

    17. Kannið strekkingu drifreimanna.

    Skipt um drifreim aflúttaks

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Skoðið drifreim aflúttaksins.
    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið hnúða fremri vélarhlífarinnar og takið hana af (Mynd 92).

      g001312
    4. Takið gorminn af lausahjólinu (Mynd 93).

    5. Fjarlægið stoppfestingu kúplingarinnar.

    6. Fjarlægið gömlu aflúttaksdrifreimina.

    7. Setjið drifreim aflúttaks um trissu kúplingarinnar og trissu gírkassans (Mynd 93).

    8. Setjið gúmmístopp kúplingarinnar á.

    9. Setjið gorminn á milliarminn (Mynd 93).

      g007176

    Skipt um drifreim dælu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Skoðið drifreim dælunnar.
  • Note: Fjarlægið drifreim aflúttaksins fyrst ef skipta þarf um drifreim dælunnar.

    1. Hallið sætinu fram og fjarlægið fremri vélarhlífina.

    2. Fjarlægið drifreim aflúttaksins.

    3. Takið gorminn af lausahjólinu (Mynd 94).

    4. Setjið nýja reim á trissu vélar og vökvadælu (Mynd 94).

    5. Setjið drifreim aflúttaksins á.

    6. Setjið gorminn á milliarminn (Mynd 94).

      g007177

    Skipti og strekking riðstraumsrafalsreimar

    Skipt um reim riðstraumsrafals

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Skoðið reim riðstraumsrafalsins.
  • Þurfi að skipta um reim riðstraumsrafalsins skal fara með sláttuvélina til viðurkennds þjónustu- og söluaðila.

    Strekking riðstraumsrafalsreimar

    1. Setjið handfangið á milli riðstraumsrafalsins og strokkstykkisins.

    2. Stillið riðstraumsrafalinn út þar til um 7 til 9 mm sveigja er á reiminni á milli trissa vélarinnar og riðstraumsrafalsins 10 kgf (22,1 lb átaki) (Mynd 95).

    3. Herðið boltana á riðstraumsrafalinum.

    4. Kannið sveigjuna á reiminni aftur og stillið hana eftir þörfum.

    5. Ef sveigjan er rétt skal herða neðri og efri boltana (Mynd 95).

      g000968

    Viðhald stýrikerfis

    Stilling hlutlausrar stöðu stjórnstangar

    Ef akstursstjórnstangirnar eru vanstilltar eða stífar þarf að stilla þær. Stillið hverja stöng, gorm og pinna sérstakleg.

    Note: Akstursstjórnstangirnar þurfa að vera rétt uppsettar.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið sætið og hallið því fram.

    4. Byrjið annaðhvort á vinstri eða hægri akstursstjórnstönginni.

    5. Setjið handfangið í hlutlausa stöðu en ekki læsta (Mynd 96).

    6. Togið stöngina aftur þar til splittboltinn (á arminum fyrir neðan snúningsásinn) snertir enda raufarinnar (rétt áður þrýstingi er beitt á gorminn) eins og sýnt er á Mynd 96.

    7. Athugið hvar stjórnstöngin er miðað við raufina á stjórnborðinu (Mynd 96).

      Note: Stöngin ætti að vera í miðjunni, þaðan sem hægt er að færa hana út í HLUTLAUSA LáSSTöðU.

      g001046
    8. Ef stillingar er þörf þarf að losa róna og festiróna upp við klafann (Mynd 97).

    9. Beitið smávægilegum þrýstingi aftur á bak á akstursstjórnstöngina og snúið stilliboltanum í viðeigandi átt þar til stjórnstöngin er miðjuð í HLUTLAUSRI LáSSTöðU (Mynd 97).

      Note: Haldið þrýstingi aftur á bak á stöngina til að hægt sé að halda pinnanum í enda raufarinnar og gera stilliboltanum kleift að færa stöngina í rétta stöðu.

    10. Herðið róna og festiróna (Mynd 97).

    11. Endurtakið þetta á hinni hlið sláttuvélarinnar.

      g001155

    Viðhald vökvakerfis

    Öryggi tengt vökvakerfi

    • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    Unnið við vökvakerfi

    Forskriftir fyrir glussa

    Glussagerð: Toro® HYPR-OIL 500 glussi eða Mobil® 1 15W-50 glussi

    Important: Notið tilgreindan glussa. Annar glussi getur valdið skemmdum á vökvakerfinu.

    Rúmtak vökvakerfis: 3,9 l

    Staða glussa könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Kannið stöðu glussa.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Kannið stöðu glussa.
  • Note: Hægt er að kanna stöðu glussans hvort sem hann er heitur eða kaldur. Spjaldið innan í geyminum er með tvær stöður, fyrir heitan og kaldan glussa.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Hreinsið svæðið í kringum áfyllingarstút glussageymisins (Mynd 98).

    4. Fjarlægið lokið af áfyllingarstútnum og kíkið ofan í stútinn til að kanna hvort glussi sé í geyminum (Mynd 98).

    5. Ef enginn glussi er til staðar skal fylla geyminn þar til glussinn nær merkingunni fyrir kaldan glussa.

    6. Látið sláttuvélina ganga í hægum lausagangi í 15 mínútur til að hreinsa loft úr kerfinu og hita glussann upp; sjá Gangsetning og stöðvun vélar.

      Note: Kannið stöðu glussans þegar hann hefur hitnað aðeins. Staðan á að vera á milli merkingar fyrir kaldan og heitan glussa.

    7. Bætið glussa á glussageyminn, ef með þarf.

      Note: Staða glussa ætti að vera við merkingu fyrir heitan glussa þegar hann er orðinn heitur (Mynd 98).

    8. Setjið lokið á áfyllingarstútinn.

      g004819

    Skipt um glussasíu og glussa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 25 klukkustundirnar
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Á 250 klukkustunda fresti
  • Skipt um glussasíu og glussa þegar notaður er Mobil® 1 glussi.
  • Á 500 klukkustunda fresti
  • Skipt um glussasíu og glussa þegar notaður er Toro® HYPR-OIL™ 500 glussi.
  • Notið sumarsíu þegar hitastig er hærra en 0 °C (32 °F)

    Notið vetrarsíu þegar hitastig er undir 0° C (32 °F)

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

      Important: Ekki nota olíusíu fyrir bíla. Slíkt kann að leiða til alvarlegra skemmda á vökvakerfinu.

    3. Setjið ílát undir síuna, fjarlægið gömlu síuna og hreinsið pakkningartengið (Mynd 99).

      g001044
    4. Fjarlægið hægri vökvaleiðsluna sem liggur inn í tengið (Mynd 100).

    5. Tappið glussanum af kerfinu í ílátið.

    6. Setjið hægri vökvaleiðsluna á tengið (Mynd 100).

      g001313
    7. Berið þunnt lag á gúmmípakkninguna á nýju síunni (Mynd 101).

    8. Setjið nýju glussasíuna á síutengið.

      Note: Herðið ekki.

    9. Fyllið á glussageyminn þar til glussi flæðir yfir síuna og skrúfið því næst glussasíunni réttsælis þar til gúmmípakkningin snertir síutengið og herðið síuna svo hálfan hring í viðbót (Mynd 101).

    10. Hreinsið upp glussa sem hellist niður.

    11. Fyllið á glussa upp að merkingu fyrir kaldan glussa á glussageyminum.

    12. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í tvær mínútur til að lofttæma kerfið.

    13. Drepið á vélinni og leitið eftir leka.

      Note: Ef eitt eða bæði dekk snúast er frekari upplýsingar að finna í Lofttæming vökvakerfis“.

    14. Kannið stöðu glussans þegar hann hefur hitnað aðeins.

      Note: Staðan á að vera á milli merkingar fyrir kaldan og heitan glussa.

    15. Bætið glussa á glussageyminn, ef með þarf.

      Note: Yfirfyllið ekki.

      g001043

    Lofttæming vökvakerfis

    Drifkerfið lofttæmir sig sjálfkrafa. Hins vegar kann að vera nauðsynlegt að lofttæma kerfið ef skipt er um glussa eða eftir að unnið hefur verið við kerfið.

    1. Lyftið afturhluta sláttuvélarinnar upp þannig að dekkin séu í lausu lofti og setjið búkka undir.

    2. Gangsetjið vélina og látið hana ganga á hægum lausagangi, ýtið akstursstjórnstöng annarrar hliðarinnar í akstursstöðu og snúið dekkinu handvirkt.

    3. Þegar dekkið byrjar að snúast sjálfkrafa skal halda akstursstjórnstönginni í akstursstöðu þar til dekkið snýst hnökralaust (lágmark tvær mínútur).

    4. Kannið stöðu glussans og fyllið á eftir þörfum til að viðhalda réttri stöðu.

    5. Endurtakið þetta ferli á hinu dekkinu.

    Skoðun vökvaslanga

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið vökvaslöngurnar.
  • Leitið eftir leka á vökvaslöngum, lausum festingum, beygluðum leiðslum, lausum festistoðum, vélrænu sliti og ummerkjum eftir slit af völdum veðurs eða íðefna. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir fyrir notkun sláttuvélarinnar.

    Note: Tryggið að gras og óhreinindi safnist ekki upp í kringum vökvakerfið.

    Viðvörun

    Glussi sem spýtist út undir þrýstingi getur rofið húð og valdið alvarlegum meiðslum.

    • Sprautist glussi inn í húð verður að fjarlægja hann innan nokkurra klukkustunda af lækni sem er kunnugur þess konar meiðslum. Ef það er ekki gert er hætta á að drep myndist.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    Stillt á hlutlausa stöðu vökvadælu

    Note: Stillið handfangið fyrst á hlutlausa stöðu. Þetta þarf að vera rétt áður en frekari stillingar eru mögulegar.

    Þessa stillingu þarf að framkvæma á meðan dekkin snúast.

    Hætta

    Vélrænir tjakkar eða vökvatjakkar geta fallið/gefið sig undan þyngd sláttuvélarinnar og valdið alvarlegum meiðslum.

    • Notið búkka til að halda sláttuvélinni uppi.

    • Notið ekki vökvatjakka.

    Viðvörun

    Vélin þarf að vera í gangi til að hægt sé að stilla akstursstjórnunina. Snerting við hluti á hreyfingu eða heita fleti getur valdið meiðslum á fólki.

    Haldið höndum, fótum, andliti, fatnaði og öðrum líkamshlutum í öruggri fjarlægð frá hlutum sem snúast, hljóðkútnum og öðrum heitum flötum.

    1. Lyftið grindinni og setjið búkka undir sláttuvélina til að dekkin geti snúist óhindrað.

    2. Aftengið rafmagnstengið frá öryggisrofa sætisins. Setjið tengivír tímabundið á milli tengja á snúrutenglinum.

    3. Losið sætið og rennið því fram.

    4. Aftengið sætispinnann og hallið sætinu alveg fram.

    Stillt á hlutlausa stöðu vökvadælu fyrir hægri hlið

    1. Gangsetjið vélina, opnið inngjöfina hálfa leið og losið stöðuhemilinn; sjá Gangsetning og stöðvun vélar.

      Note: Akstursstjórnstöngin þarf að vera í hlutlausri stöðu á meðan stillingar fara fram.

    2. Stillið lengt dælustangarinnar með því að snúa hnúðinum í viðeigandi átt þar til dekkið stoppar eða rétt snýst aftur á bak (Mynd 102).

    3. Hreyfið akstursstjórnstöngina áfram og aftur á bak og svo aftur í hlutlausa stöðu.

      Note: Dekkið þarf að stöðvast eða snúast löturhægt aftur á bak.

    4. Stillið inngjöfina á HRATT.

      Note: Tryggið að dekkið sé stopp eða rétt snúist aftur á bak; stillið ef með þarf.

      g001070

    Stillt á hlutlausa stöðu vökvadælu fyrir vinstri hlið

    1. Losið lásrærnar við kúluliðina á stjórnstöng dælunnar (Mynd 103).

    2. Gangsetjið vélina, opnið inngjöfina hálfa leið og losið stöðuhemilinn; sjá Gangsetning og stöðvun vélar.

      Note: Akstursstjórnstöngin þarf að vera í hlutlausri stöðu á meðan stillingar fara fram.

      Note: Fremri róin á dælustönginni er með rangsælis gengjur.

    3. Stillið lengd dælustangarinnar með því að snúa rónum tveimur á stönginni í viðeigandi átt þar til dekkið er stopp eða snýst löturhægt aftur á bak (Mynd 103).

    4. Hreyfið akstursstjórnstöngina áfram og aftur á bak og svo aftur í hlutlausa stöðu. Dekkið þarf að stöðvast eða snúast löturhægt aftur á bak.

    5. Stillið inngjöfina á hratt. Tryggið að dekkið sé stopp eða rétt snúist aftur á bak; stillið, ef með þarf.

    6. Herðið lásrærnar við kúluliðina (Mynd 103).

      g001066

      Viðvörun

      Rafkerfið framkvæmir ekki öryggisstöðvun á meðan tengivírinn er tengdur.

      • Fjarlægið tengivírinn af snúrutenglinum og stingið tenglinum í samband við sætisrofann að stillingu lokinni.

      • Ekki vinna á sláttuvélinni með tengivírinn á og tengt framhjá sætisrofanum.

    7. Þegar búið er stilla báðar hlutlausar stöður dælu skal drepa á sláttuvélinni.

    8. Fjarlægið tengivírinn af snúrutenglinum og stingið tenglinum í samband við sætisrofann.

    9. Setjið sætispinnann í og setjið sætið aftur í eðlilega stöðu.

    10. Fjarlægið búkkana.

    Viðhald sláttubúnaðarpalls

    Stilling sláttubúnaðar í þrjár stöður

    Important: Aðeins þarf að nota þrjár mælingarstöður til að stilla sláttubúnaðinn.

    Uppsetning sláttuvélar

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Kannið þrýsting í hjólbörðum; hann þarf að vera 90 kPa (13 psi).

    4. Lækkið sláttubúnaðinn í 76 mm sláttuhæð.

    5. Skoðið keðjurnar fjórar.

      Note: Þær eiga vera strekktar.

      Note: Færið aftari keðjurnar efst í raufina, þar sem þær eru tengdar við sláttubúnaðinn.

    Sláttubúnaðurinn stilltur til hliðanna

    1. Stillið hægri hnífinn út til hliðanna (Mynd 104).

      g006888
    2. Mælið hægri hnífinn við B, frá sléttu undirlagi að skurðarbrún hnífsoddsins (Mynd 104).

    3. Skráið mælinguna. Mælingin þarf að vera 80 til 83 mm.

    4. Stillið vinstri hnífinn út til hliðanna (Mynd 104).

    5. Mælið vinstri hnífinn við C (Mynd 104), frá sléttu undirlagi að skurðarbrún hnífsoddsins.

    6. Skráið mælinguna. Mælingin þarf að vera 80 til 83 mm.

    7. Ef mælingarnar við B og C eru rangar skal losa boltann sem festir aftari keðjuna við aftari stuðningsstöngina (Mynd 105).

      g001040
    8. Losið festiróna undir aftari stuðningsstönginni og stillið stilliboltann til að ná 80 til 83 mm mælingu; sjá Mynd 105.

      Note: Mælt er með því að báðar hliðar sláttubúnaðarins séu stilltar á sömu fjarlægð.

    9. Herðið festiróna undir aftari stuðningsstönginni og herðið boltann sem festir keðjuna við aftari stuðningsstöngina.

    10. Stillið hina hliðina, ef með þarf.

    Sláttubúnaðurinn stilltur fram og aftur

    1. Stillið hægri hnífinn fram og aftur (Mynd 106).

      g001041
    2. Mælið hægri hnífinn við A, frá sléttu undirlagi að skurðarbrún hnífsoddsins (Mynd 106).

    3. Skráið mælinguna.

    4. Mælið hægri hnífinn við B, frá sléttu undirlagi að skurðarbrún hnífsoddsins (Mynd 106).

    5. Skráið mælinguna.

    6. Sláttuhnífurinn ætti að vera 6 til 10 mm neðar við A en B (Mynd 106). Ef þetta er ekki rétt skal fara á næstu skref.

      Note: Stilla þarf báða snúningsliði að framan jafnmikið til að halda jafnri keðjustrekkingu.

    7. Losið fremri festirær snúningsliðar fyrir framan hægri og vinstri snúningsliði, um það bil. 13 mm (Mynd 105).

    8. Stillið lyftirærnar vinstra og hægra megin á sláttuvélinni til að A að framan sé 6 til 10 mm lægra en B að aftan (Mynd 105).

    9. Herðið báðar festirær snúningsliðar við fremri snúningsliðinn til að festa hæðina.

    10. Kannið hvort jöfn strekking sé á keðjunum og stillið aftur, ef með þarf.

    Stilling þrýstigorms

    1. Lyftið lyftistöng sláttubúnaðar í flutningsstöðu.

    2. Mælið bilið á milli stóru skinnanna tveggja; það á að vera 28,2 cm fyrir 52“ sláttubúnaðarpalla, 26,7 cm fyrir 152 cm (60“) sláttubúnaðarpalla eða 29,2 cm fyrir 183 cm (72“) sláttubúnaðarpalla (Mynd 107).

      g002479
    3. Stillið bilið með því að losa gormfestiróna og snúa rónni fyrir framan hvern gorm (Mynd 107).

      Note: Gormurinn styttist þegar rónni er snúið réttsælis og lengist þegar rónni er snúið rangsælis.

    4. Læsið rónni í stöðu með því að herða gormfestiróna (Mynd 107).

    Unnið við sláttuhnífana

    Haldið hnífum beittum út sláttutíðina vegna þess að beittir hnífar skila hreinum skurði í stað þess að rífa í og tæta upp grasið. Rifið og tætt gras verður brúnt á endunum og það hægir á vexti og eykur hættu á sjúkdómum.

    Kannið skerpu sláttuhnífanna daglega, auk þess að leita eftir sliti og skemmdum á þeim. Sverfið niður rispur og brýnið hnífana eftir þörfum. Skiptið tafarlaust út skemmdum eða slitnum hníf fyrir nýjan hníf frá Toro. Gott er að hafa aukahnífa til staðar til hægðarauka þegar brýna þarf hnífa eða skipta um.

    Öryggi hnífa

    Slitinn eða skemmdur hnífur getur brotnað og hluti úr hnífnum skotist í stjórnandann eða nærstadda og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða. Ef reynt er að gera við skemmdan hníf kann það að leiða til þess að öryggisvottun vörunnar falli úr gildi.

    • Leitið reglulega eftir sliti eða skemmdum á hnífunum.

    • Sýnið aðgát við skoðun hnífanna. Vefjið hlífðarefni um hnífana eða klæðist hönskum og sýnið aðgát þegar unnið er við hnífana. Skiptið eingöngu um hnífa eða brýnið þá; reynið aldrei að rétta þá eða sjóða í þá.

    • Þegar sláttuvél er með fleiri en einn hníf þarf að gæta að því að snúningur eins hnífs getur sett fleiri hnífa af stað.

    Fyrir skoðun eða vinnu við hnífa

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    Skoðun hnífa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið hnífana.
    1. Skoðið skurðarbrúnirnar (Mynd 108).

    2. Ef brúnirnar eru deigar eða rispaðar þarf að taka hnífinn af og brýna hann; sjá Hnífar brýndir.

    3. Skoðið hnífana, sérstaklega á sveigjum.

    4. Ef merki eru um sprungur, slit eða rákamyndun á þessu svæði þarf tafarlaust að skipta um hníf (Mynd 108).

      g006530

    Leitað eftir beyglum á hnífum

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa í slökkta stöðu og setjið stöðuhemil á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Snúið hnífunum þar til endar þeirra snúa fram og aftur.

    4. Mælið bilið frá undirlagi að skurðarbrún, staða A, hnífanna (Mynd 109).

      g003177
    5. Snúið hinum endum hnífanna fram.

    6. Mælið bilið frá undirlagi að skurðarbrún hnífanna í sömu stöðu og í skrefi 4 hér að ofan.

      Note: Munurinn á milli mælingar í skrefi 4 og skrefi 6 má ekki vera meira en 3 mm.

      Note: Ef munurinn er meiri en 3 mm er hnífurinn beyglaður og skipta þarf um hann.

      Viðvörun

      Beyglaður eða skemmdur hnífur getur brotnað og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða stjórnanda eða nærstaddra.

      • Skiptið beygluðum eða skemmdum hníf alltaf út fyrir nýjan hníf.

      • Ekki sverfa eða búa til skarpar skorur á brúnir eða yfirborð hnífsins.

    Hnífar fjarlægðir

    Skipta þarf um hnífa sem rekast í harðan hlut, hnífa sem eru vanstilltir eða beyglaða hnífa. Notið nýja hnífa frá Toro til að tryggja hámarksafköst og öryggi sláttuvélarinnar. Nýir hnífar frá öðrum framleiðendum geta valdið því að öryggisstaðlar eru ekki uppfylltir.

    1. Haldið um enda hnífsins með tusku eða þykkum hönskum.

    2. Fjarlægið bolta hnífsins, sveigðu skinnuna og hnífinn af drifskaftinu (Mynd 110).

      g004536

    Hnífar brýndir

    1. Notið þjöl til að skerpa skurðarbrúnirnar á báðum endum hnífsins (Mynd 111).

      Note: Haldið upprunalegu horni.

      Note: Hnífurinn heldur jafnvægi ef jafnmikið efni er fjarlægt af báðum skurðarbrúnum.

      g000276
    2. Kannið jafnvægi hnífsins með því að setja hann á hnífajafnvægisstilli (Mynd 112).

      Note: Ef hnífurinn heldur láréttri stöðu er hann í jafnvægi og hægt er að nota hann.

      Note: Ef hnífurinn er úr jafnvægi má eingöngu sverfa af sveigða svæðinu (Mynd 111).

      g000277
    3. Endurtakið þetta ferli þar til hnífurinn er jafnvægisstilltur.

    Uppsetning hnífa

    1. Setjið hnífinn á drifskaftið (Mynd 113).

      Important: Sveigði hluti hnífsins þarf að vísa upp að innra byrði sláttubúnaðarins til að tryggja réttan slátt.

    2. Setjið fjaðurskinnuna og bolta hnífsins á (Mynd 113).

      Note: Kúpti hluti fjaðurskinnunnar þarf að snúa að haus boltans (Mynd 113).

    3. Herðið bolta hnífsins í 115 til 150 N∙m (85 til 110 ft-lb).

      g004536

    Skipt um grashlíf

    Eingöngu sláttuvélar sem losa út frá hlið

    Viðvörun

    Óvarið losunarop býður upp á hættuna á því að sláttuvélin skjóti hlutum að stjórnanda eða nærstöddum með meðfylgjandi hættu á alvarlegum meiðslum. Við þetta er hnífurinn einnig óvarinn.

    • Vinnið aldrei á sláttuvél án hlífðarplötu, lokplötu eða grasrennu og safnara.

    • Gangið úr skugga um að grashlífin sé niðri.

    1. Fjarlægið lásróna, boltann, gorminn og stöðuhólkinn sem halda hlífinni á snúningsfestingunum (Mynd 114).

    2. Fjarlægið skemmdu eða slitnu grashlífina.

    3. Setjið stöðuhólkinn og gorminn á grashlífina. Setjið L-endann á gorminum fyrir aftan brúnina á pallinum.

      Note: Tryggið að L-endinn á gorminum sé festur fyrir aftan brúnina á pallinum áður en boltinn er settur í eins og sýnt er á Mynd 114

    4. Setjið boltann og róna á.

    5. Festið J-krókur gormsins á grashlífina (Mynd 114).

      Important: Grashlífina þarf að geta farið niður í rétta stöðu. Lyftið hlífinni upp til að kanna hvort hún fari niður.

      g002519

    Þrif

    Hreinsað undan sláttubúnaðarpallinum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið sláttubúnaðarpallinn.
    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, setjið stjórnrofa hnífa (aflúttak) í slökkta stöðu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Lyftið sláttubúnaðarpallinum í FLUTNINGSSTöðU.

    Förgun úrgangs

    Smurolía, rafgeymar, glussi og kælivökvi vélar eru mengunarvaldar í umhverfinu. Þeim skal farga í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er sett í geymslu.

    • Ekki geyma sláttuvélina eða eldsneyti nærri eldi eða tappa eldsneyti af innanhúss.

    • Takið lykilinn úr og geymið á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.

    Þrif og geymsla

    1. Setjið stjórnrofa hnífa (aflúttak) í slökkta stöðu, setjið stöðuhemilinn á, svissið AF og takið lykilinn úr.

    2. Fjarlægið grasafskurð og óhreinindi af ytri hluti vinnuvélarinnar, sérstaklega vél og vökvakerfi. Hreinsið óhreinindi og hismi utan af fönum á strokkloki vélarinnar og húsi blásarans.

      Important: Sláttuvélina má þrífa með mildu hreinsiefni og vatni. Ekki þrífa sláttuvélina með háþrýstiþvotti. Forðist mikla notkun vatns, sérstaklega nærri stjórnborðinu, vélinni, vökvadælunum og mótorunum.

    3. Skoðið hemlana; sjá Viðhald hemla.

      Skiptið um loftsíuna; sjá Unnið við loftsíu.

      Smyrjið sláttuvélina; sjá Smurning.

    4. Skiptið um olíu á sveifarhúsi; sjá Skipt um smurolíu.

      Kannið þrýsting í hjólbörðum; sjá Þrýstingur hjólbarða kannaður.

      Skiptið um glussasíuna; sjá Skipt um glussasíu og glussa.

      Hlaðið rafgeyminn; sjá Hleðsla rafgeymis.

      Skafið uppsafnað gras og óhreinindi undan sláttubúnaðinum og spúlið hann því næst með garðslöngu.

      Note: Látið sláttuvélina ganga með stjórnrofa hnífa (aflúttak) í kveiktri stöðu og vélina í hröðum lausagangi í tvær til fimm mínútur að loknum þvotti.

    5. Kannið ástand hnífanna, sjá Skoðun hnífa.

      Búið sláttuvélina undir geymslu ef ekki á að nota hana í 30 daga eða lengur. Undirbúið sláttuvélina undir geymslu á eftirfarandi máta:

      1. Látið vélina ganga til að dreifa meðhöndluðu eldsneyti í gegnum eldsneytiskerfið í fimm mínútur.

      2. Drepið á vélinni, bíðið þar til hún kólnar og tappið af eldsneytisgeyminum; sjá Unnið við eldsneytisgeymi.

        Note: Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til hún drepur á sér.

      3. Fargið eldsneyti á viðeigandi máta. Endurvinnið það í samræmi við staðbundnum kröfum.

        Important: Ekki geyma stöðgara/meðhöndlað eldsneyti lengur en framleiðandi eldsneytisstöðgarans segir til um.

    6. Skoðið og herðið alla bolta, rær og skrúfur. Gerið við eða skiptið um skemmda hluta.

    7. Lakkið yfir rispaða eða óvarða málmfleti. Lakk fæst hjá næsta viðurkennda þjónustu- og söluaðila.

    8. Geymið sláttuvélina í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði. Takið lykilinn úr svissinum og geymið þar sem börn eða óviðkomandi ná ekki til. Breiðið yfir sláttuvélina til að verja hana og halda henni hreinni.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Startarinn gangsetur ekki.
    1. Stjórnrofi hnífa (aflúttak) er í kveiktri stöðu.
    2. Stöðuhemillinn er ekki á.
    3. Akstursstjórnstangir eru ekki í hlutlausri lásstöðu.
    4. Stjórnandinn situr ekki í sætinu.
    5. Rafgeymirinn er tómur.
    6. Raftengingar eru tærðar eða lausar.
    7. Öryggi er sprungið.
    8. Rafliði eða rofi er bilaður.
    1. Færið stjórnrofa hnífa (aflúttak) í slökkta stöðu.
    2. Setjið stöðuhemilinn á.
    3. Gangið úr skugga um að akstursstjórnstangir séu í hlutlausri lásstöðu.
    4. Setjist í sætið.
    5. Hlaðið rafhlöðuna/rafgeyminn.
    6. Gangið úr skugga um raftengingar hafi góða tengingu.
    7. Skiptið um öryggið.
    8. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Vélin fer ekki í gang, erfitt er að gangsetja hana eða hún drepur á sér
    1. Eldsneytisgeymirinn er tómur.
    2. Afsláttarloki eldsneytis er lokaður.
    3. Olíustaðan í sveifarhúsinu er lág.
    4. Inngjöfin er ekki í réttri stöðu.
    5. Óhreinindi í eldsneytissíu.
    6. Óhreinindi, vatn eða staðið eldsneyti í eldsneytiskerfinu.
    7. Loftsían er óhrein.
    8. Sætisrofinn virkar ekki rétt.
    9. Raftengingar er tærðar, lausar eða bilaðar.
    10. Rafliði eða rofi er bilaður.
    1. Fyllið á eldsneytisgeyminn.
    2. Opnið afsláttarloka eldsneytis.
    3. Fyllið á olíu í sveifarhúsinu.
    4. Tryggið að inngjöfin sé mitt á milli hægrar og hraðrar stöðu.
    5. Skiptið um eldsneytissíu.
    6. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    7. Hreinsið eða skiptið um loftsíu.
    8. Skoðið vísi sætisrofans. Skiptið um sæti ef með þarf.
    9. Gangið úr skugga um raftengingar hafi góða tengingu. Hreinsið tengin vandlega með hreinsiefni fyrir rafmagnssnertur, berið einangrunarfeiti á þau og tengið.
    10. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Vélin missir afl.
    1. Of mikið álag á vélinni.
    2. Loftsían er óhrein.
    3. Olíustaðan í sveifarhúsinu er lág.
    4. Kælifanir og loftgöng fyrir ofan vélin eru stífluð.
    5. Loftunaropið á eldsneytislokinu er stíflað.
    6. Óhreinindi í eldsneytissíunni.
    7. Óhreinindi, vatn eða staðið eldsneyti í eldsneytiskerfinu.
    1. Dragið úr aksturshraða.
    2. Hreinsið loftsíuna.
    3. Fyllið á olíu í sveifarhúsinu.
    4. Losið stíflur úr kælifönum og loftgöngum.
    5. Hreinsið eða skiptið um eldsneytislokið.
    6. Skiptið um eldsneytissíu.
    7. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Vélin ofhitnar.
    1. Of mikið álag á vélinni.
    2. Olíustaðan í sveifarhúsinu er lág.
    3. Kælifanir og loftgöng fyrir ofan vélin eru stífluð.
    1. Dragið úr aksturshraða.
    2. Fyllið á olíu í sveifarhúsinu.
    3. Losið stíflur úr kælifönum og loftgöngum.
    Ekki er hægt að aka sláttuvélinni.
    1. Hjáveitulokarnir eru ekki nógu vel lokaðir.
    2. Dælureimin er slitin, laus eða biluð.
    3. Dælureimin er dottin af trissu.
    4. Gormur lausahjólsins er bilaður eða hann vantar.
    5. Glussastaðan er lág eða glussinn er of heitur.
    1. Herðið hjáveitulokana.
    2. Skiptið um reimina.
    3. Skiptið um reimina.
    4. Skiptið um gorminn.
    5. Fyllið á glussa í geymum eða bíðið þar til hann kólnar.
    Óeðlilegur titringur er til staðar.
    1. Hnífur/hnífar eru beyglaðir eða úr jafnvægi.
    2. Festibolti hnífs er laus.
    3. Festiboltar vélarinnar eru lausir.
    4. Vélartrissan, lausahjólstrissan eða hnífatrissan er laus.
    5. Trissa vélarinnar er skemmd.
    6. Hnífadrifið er beyglað.
    7. Mótorfestingin er laus eða slitin.
    1. Skiptið um hníf/hnífa.
    2. Herðið festiboltann.
    3. Herðið festiboltana.
    4. Herðið viðeigandi trissu.
    5. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    6. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    7. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Sláttur skilar ójafnri sláttuhæð.
    1. Hnífur/hnífar eru ekki nógu beittir.
    2. Hnífur/hnífar eru beyglaðir.
    3. Sláttubúnaðarpallurinn hallar.
    4. Sláttubúnaðurinn er óhreinn að neðanverðu.
    5. Ekki er réttur þrýstingur í hjólbörðum.
    6. Hnífadrifið er beyglað.
    1. Brýnið hníf/hnífa.
    2. Skiptið um hníf/hnífa.
    3. Stillið sláttubúnaðarpallinn til hliðanna og fram og aftur.
    4. Þrífið undan sláttubúnaðinum.
    5. Stillið þrýsting í hjólbörðum.
    6. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Hnífarnir snúast ekki.
    1. Reim sláttubúnaðarpallsins er slitin, laus eða biluð.
    2. Reim sláttubúnaðarpallsins er dottin af trissu.
    3. Drifreim dælunnar er slitin, laus eða biluð.
    4. Gormur lausahjólsins er bilaður eða hann vantar.
    1. Setjið nýja reim á.
    2. Setjið trissu sláttubúnaðarpallsins á og kannið hvort lausahjólstrissan, milliarmurinn og gormurinn séu rétt staðsett og virki rétt.
    3. Kannið strekkingu reimarinnar eða skiptið um reim.
    4. Skiptið um gorminn.

    Útlistanir

    Raflagnateikning

    g012068