Inngangur

Þessi sláttuvél, með stýri og sæti fyrir ökumann, er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Hún er sérstaklega hönnuð fyrir slátt á vel viðhöldnum grasflötum í almenningsgörðum, á íþróttavöllum og atvinnusvæði. Hún er ekki ætluð til að slá runnagróður, gras og annan gróður meðfram þjóðvegum eða til notkunar í landbúnaði. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

g241316

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar einnig tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ táknar mikilvægar, almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Notkun sláttuvélarinnar á skógivaxið, runnavaxið eða grasivaxið landsvæði telst brjóta í bága við almenningsauðlindalöggjöf Kaliforníu, hluta 4442 eða 4443, nema sláttuvélin sé búin neistavara, samkvæmt skilgreiningu í hluta 4442, henni sé haldið í góðu vinnuástandi eða hún hefur verið byggð, útbúin og viðhaldið þannig að komið sé í veg fyrir eldsvoða.

Meðfylgjandi notendahandbók sláttuvélarinnar er ætluð til að veita upplýsingar um Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og útblástursreglugerð Kaliforníu fyrir útblásturskerfi, viðhald þeirra og ábyrgð. Hægt er að panta varahluti hjá framleiðanda sláttuvélarinnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Kaliforníufylki er kunnugt um að útblástur frá dísilvélum og sumir hlutar þeirra geta valdið krabbameini, fæðingargöllum og öðrum æxlunarskaða.

Rafgeymaskaut og tengihlutir innihalda blý og blýsambönd, efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Þessi sláttuvél hefur verið hönnuð í samræmi við CEN-staðalinn ANSI B71.4-2017 og ISO EN 5395 þegar rétt CE-sett hafa verið sett upp í henni og öllum uppsetningarferlum er lokið.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

 • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vélin er gangsett.

 • Sýnið árvekni á meðan unnið er á sláttuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

 • Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.

 • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem snúast. Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropinu.

 • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á sláttuvélinni.

 • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

Röng notkun eða viðhald þessarar sláttuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decaloemmarkt
decalbatterysymbols
decal93-6696
decal93-6697
decal106-6754
decal106-6755
decal106-9206
decal106-9290
decal107-1866
decal107-3069
decal110-8253
decal110-8254
decal110-9796
decal133-5618
decal110-8252
decal110-9781
decal120-9195
decal120-9196
decal127-6519

Uppsetning

Veltigrind reist upp

Lyftið veltigrindinni; sjá Veltigrind stillt.

Sláttubúnaður settur upp

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Sláttubúnaður Leiðbeiningar um uppsetningu1

Setjið upp sláttubúnaðinn samkvæmt leiðbeiningum um uppsetningu fyrir viðkomandi sláttubúnað.

Vinstra eltihjól að framan stillt

Stillið vinstra eltihjólið að framan í ytri stöðu fyrir 183 cm sláttubúnað og í innri stöðu fyrir 152 cm og 158 cm sláttubúnað.

Þrýstingur hjólbarða kannaður

Kannið þrýsting í hjólbörðum; sjá Þrýstingur hjólbarða kannaður.

Important: Viðhaldið þrýstingi í öllum hjólbörðum til að tryggja skilvirkan slátt og góð afköst vélarinnar. Forðist að hafa of lítið loft í hjólbörðunum.

Lóð sett upp (til að standast CE-vottun)

Ekki þarf að setja aukalóð á sláttuvélar með 183 cm pöllum og án annarra tengitækja til að standast kröfur CE-staðla. Hins vegar gæti þurft að kaupa aukalóð til að setja upp á sláttuvélinni í samræmi við stærð/gerð pallsins og þeirra tengitækja sem sett eru upp á vélinni. Í eftirfarandi töflu má sjá mismunandi uppsetningar á tengitækjum og aukalóðin að framan sem gerð er krafa um fyrir hverja sláttuvélargerð:

Uppsetning tengitækisNauðsynleg þyngd fyrir 158 cm pall (30457)Nauðsynleg þyngd fyrir 183 cm pall (30353)Nauðsynleg þyngd fyrir 183 cm losunartæki á hlið (30481)
Groundsmaster 7200/7210 með engum tengitækjum10 kg0 kg0 kg
Groundsmaster 7200/7210 og hörð grind34 kg9,5 kg15 kg
Groundsmaster 7200/7210, hörð grind og akstursljósasett32,2 kg28,5 kg10 kg
Groundsmaster 7200/7210, hörð grind, akstursljósasett og búkki18 kg17 kg10 kg
Groundsmaster 7200/7210, hörð grind og búkki14 kg10 kg10 kg
Groundsmaster 7200/7210, akstursljósasett og búkki0 kg0 kg0 kg
Groundsmaster 7200/7210 og akstursljósasett11,3 kg0 kg0 kg
Groundsmaster 7200/7210 og búkki0 kg0 kg0 kg

Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro til að fá viðeigandi sett og lóð fyrir sláttuvélina.

Vökvastaða könnuð

 1. Kannið stöðu glussans áður en vélin er gangsett, sjá Skoðun vökvakerfis.

 2. Kannið stöðu smurolíunnar áður en vélin er gangsett, sjá Staða smurolíu könnuð.

 3. Athugið kælikerfið áður en vélin er gangsett, sjá Skoðun kælikerfis .

Merking sett upp (eingöngu fyrir CE-vottaðar sláttuvélar)

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Merking með framleiðsluári1

Á sláttuvélum sem krefjast CE-samræmismerkingar skal setja upp merkinguna með framleiðsluári sem fylgir með lausu hlutunum (Mynd 3).

g278244

Yfirlit yfir vöru

g020877
g004492

Lærið á stjórntækin áður en vélin er gangsett og unnið er á sláttuvélinni (Mynd 4 og Mynd 5).

Akstursstjórnstangir

Akstursstjórnstangirnar stjórna hreyfingum áfram og aftur á bak, auk þess að stýra beygjuhreyfingum. Frekari upplýsingar eru í Sláttuvélinni ekið.

Stöðuhemilsstöng

Setjið alltaf stöðuhemilinn á þegar drepið er á vélinni til að koma í veg fyrir að sláttuvélin hreyfist fyrir slysni. Togið stöðuhemilsstöngina aftur á bak og upp til að setja stöðuhemilinn á (Mynd 6). Ýtið stöðuhemilsstönginni fram og niður til að losa stöðuhemilinn.

g020866

Sviss

Svissinn hefur þrjár stöður: SLöKKT, KVEIKT/FORHITUN og GANGSETJA.

Inngjafarstöng

Inngjafarstöngin stjórnar snúningshraða vélarinnar, hraða hnífanna og aksturshraða sláttuvélarinnar ásamt akstursstjórnstöngunum. Þegar inngjafarstöngin er færð fram í HRAðA stöðu eykst snúningshraði vélarinnar. Þegar inngjafarstöngin er færð aftur í HæGA stöðu minnkar snúningshraði vélarinnar. Keyrið alltaf sláttuvélina með inngjöfina í HRAðRI stöðu þegar verið er að slá gras.

Aflúttaksrofi

Aflúttaksrofinn sér um að ræsa og stöðva sláttuvélarhnífana.

Kertaljós (appelsínugult ljós)

Kertaljósið (Mynd 5) kviknar þegar svissinum er snúið í KVEIKTA stöðu. Það logar áfram í sex sekúndur. Þegar ljósið slokknar er hægt að gangsetja vélina.

Vinnustundamælir

Vinnustundamælirinn skráir þann fjölda vinnustunda sem sláttuvélin er notuð með svissinn í GANGSTöðU. Notið þessa tímamælingu fyrir skipulag reglubundins viðhalds.

Viðvörunarljós fyrir hitastig kælivökva

Þetta ljós logar og sláttuhnífarnir stöðvast ef hitastig kælivökvans verður of hátt. Ef sláttuvélin er ekki stöðvuð og kælivökvinn hitnar um 11 °C í viðbót drepur vélin á sér.

Important: Ef sláttubúnaðarpallurinn stöðvast og viðvörunarljósið fyrir hitastig er kveikt skal ýta aflúttakshnappinum niður, aka á öruggan stað með sléttu undirlagi, færa inngjafarstöngina í HæGA stöðu, færa akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setja stöðuhemilinn á. Látið vélina ganga í lausagangi í nokkrar mínútur þar til hún kólnar og verður örugg. Drepið á vélinni og athugið kælikerfið; sjá Skoðun kælikerfis .

Hleðsluljós

Hleðsluljósið logar ef rafhleðslukerfið vinnur undir eða yfir venjulegu notkunarsviði (Mynd 5). Athugið og/eða gerið við rafhleðslukerfið.

Viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting

Viðvörunarljósið fyrir olíuþrýsting logar ef þrýstingur smurolíu fer undir örugg viðmiðunarmörk (Mynd 5). Ef olíuþrýstingur er lítill skal drepa á vélinni og finna orsökina. Gerið við smurolíukerfið áður en vélin er gangsett aftur.

Eldsneytismælir

Eldsneytismælirinn (Mynd 7) sýnir magn eldsneytis í eldsneytisgeymunum.

g004637
g242892
LýsingMynd 8 tilvísunMál eða þyngd
Hæð með veltigrind uppiC183 cm
Hæð með veltigrind niðriD125 cm
HeildarlengdF246 cm
HeildarbreiddB145 cm
Hjólhaf E145 cm
Sporvídd afturhjóla (frá miðjum hjólbarða að miðjum hjólbarða)A114 cm
Fríbil frá jörðu 15 cm
Þyngd, með 183 cm sláttubúnaði með losun út frá hlið (30354 eða 30481) 934 kg
Þyngd, með 152 cm sláttubúnaði með losun út frá hlið (30456) 900 kg
Þyngd, með 183 cm grunngerð sláttubúnaðar (30353) 876 kg
Þyngd, með 158 cm grunngerð sláttubúnaðar (30457) 855 kg

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir sláttuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Note: Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

 • Leyfið aldrei börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við sláttuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

 • Lærið örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

 • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

 • Lærið að stöðva sláttuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

 • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota sláttuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

 • Skoðið ávallt sláttuvélina fyrir slátt til að tryggja að hnífarnir, hnífaboltarnir og sláttubúnaður séu í góðu ásigkomulagi. Skiptið um slitna eða skemmda hnífa og bolta í samstæðum til að tryggja gott jafnvægi.

 • Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.

Öryggi í kringum eldsneyti

 • Gætið ýtrustu varúðar við meðhöndlun eldsneytis. Það er mjög eldfimt og eldsneytisgufur eru sprengifimar.

 • Drepið í sígarettum, vindlum, pípum og öðrum kveikjuvöldum.

 • Notið eingöngu samþykkt eldsneytisílát.

 • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á eldsneytisgeyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

 • Fyllið hvorki á né tappið af eldsneyti í lokuðu rými.

 • Geymið ekki sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

 • Ef eldsneyti hellist niður skal ekki reyna að gangsetja vélina og forðast að kveikja minnsta neista þar til eldsneytisgufurnar hafa dreifst.

Áfylling eldsneytis

Eldsneytisforskrift

 • Notið aldrei steinolíu eða bensín í stað dísileldsneytis.

 • Aldrei má blanda steinolíu eða notaðri smurolíu við dísileldsneytið.

 • Geymið aldrei eldsneyti í ílátum með sinkhúðun að innanverðu.

 • Notið ekki íblöndunarefni fyrir eldsneyti.

Jarðolíudísill

Setantala: 40 eða hærri

Brennisteinsinnihald: lítið magn brennisteins (<500 ppm) eða mjög lítið magn brennisteins (<15 ppm)

Eldsneytistafla

Forskrift dísileldsneytisStaðsetning
ASTM D975Bandaríkin
Nr. 1-D S15
Nr. 2-D S15
EN 590Evrópusambandið
ISO 8217 DMXAlþjóðlegt
JIS K2204 flokkur nr. 2Japan
KSM-2610Kórea
 • Notið aðeins hreint og ferskt dísileldsneyti eða lífdísileldsneyti.

 • Kaupið eldsneyti í magni sem hægt er að nota innan 180 daga til að tryggja að eldsneytið sé ferskt.

Notið dísileldsneyti til sumarnotkunar (nr. 2-D) við hitastig yfir -7 °C og eldsneyti til vetrarnotkunar (nr. 1-D eða nr. 1-D/2-D blöndu) undir því hitastigi.

Note: Notkun eldsneytis til vetrarnotkunar við lægra hitastig tryggir lægra blossamark og betri eiginleika við kalt flæði, sem tryggir um leið auðveldari gangsetningu og dregur úr stíflumyndun í eldsneytissíum.Notkun eldsneytis til sumarnotkunar fyrir hitastig yfir -7 °C tryggir lengri endingu eldsneytisdælunnar og aukið afl samanborið við eldsneyti til vetrarnotkunar.

Notkun lífdísils

Þessi sláttuvél getur einnig notað lífdísilblandað eldsneyti, upp að B20 (20% lífdísill, 80% dísilolía).

Brennisteinsinnihald: mjög lítið magn brennisteins (<15 ppm)

Forskrift fyrir lífdísileldsneyti: ASTM D6751 eða EN14214

Forskrift fyrir blandað eldsneyti: ASTM D975, EN590 eða JIS K2204

Important: Hluti jarðolíudísils verður að vera með mjög litlu brennisteinsinnihaldi.

Fylgja skal eftirfarandi varúðarráðstöfunum:

 • Lífdísilblöndur geta skemmt málaða fleti.

 • Notið B5 (með 5% lífdísil) eða veikari blöndur í köldu veðri.

 • Fylgist með þéttum, slöngum og pakkningum sem eru í snertingu við eldsneyti þar sem þessi íhlutir geta brotnað niður með tímanum.

 • Búast má við fyrir stíflum í eldsneytissíu endrum og eins eftir að skipt er yfir í lífdísilblöndur.

 • Hægt er að fá frekari upplýsingar um lífdísil hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

Rúmtak eldsneytisgeymis

43,5 l

Áfylling á eldsneytisgeyminn

Important: Eldsneytisgeymarnir eru tengdir en eldsneytið flæðir ekki hratt á milli þeirra. Mikilvægt er að leggja sláttuvélinni á jafnsléttu til að fylla á eldsneytisgeyminn. Ef lagt er í brekku er óvart hægt að fylla of mikið á geymana.

Important: Gætið þess að yfirfylla ekki eldsneytisgeymana.

Important: Opnið ekki eldsneytisgeymana þegar lagt er í brekku. Eldsneyti gæti lekið út.

g031802

Note: Fyllið á eldsneytisgeymana eftir hverja notkun, ef mögulegt er. Þannig er hægt að halda rakaþéttingu innan í eldsneytisgeyminum í lágmarki.

Staða smurolíu könnuð

Kannið stöðu olíunnar í sveifarhúsinu áður en vélin er gangsett og sláttuvélin notuð; sjá Staða smurolíu könnuð.

Skoðun kælikerfis

Athugið kælikerfið áður en vélin er gangsett og sláttuvélin notuð; sjá Skoðun kælikerfis.

Skoðun vökvakerfis

Athugið vökvakerfið áður en vélin er gangsett og sláttuvélin notuð; sjá Skoðun vökvakerfis.

Veltigrind stillt

Viðvörun

Hafið veltigrindina í uppreistri og læstri stöðu og sætisbeltið spennt til að koma í veg fyrir meiðsl eða dauða ef til veltu kemur.

Gangið úr skugga um að sætið sé fest á sláttuvélina með klinku.

Viðvörun

Veltuvörn er ekki til staðar þegar veltigrindin er niðri.

 • Notið ekki sláttuvélina á ójöfnu undirlagi eða í brekku með veltigrindina niðri.

 • Setjið veltigrindina eingöngu niður þegar það algjörlega nauðsynlegt.

 • Notið ekki sætisbeltið á meðan veltigrindin er niðri.

 • Akið hægt og varlega.

 • Reisið veltigrindina við um leið og næg hæð er til þess.

 • Verið vakandi fyrir hindrunum fyrir ofan sláttuvélina (s.s. greinum, dyragáttum, rafmagnsvírum) áður en ekið er undið þær og forðist að snerta þær.

Important: Hafið sætisbeltið alltaf spennt þegar veltigrindin er uppi í læstri stöðu. Notið ekki sætisbeltið á meðan veltigrindin er niðri.

Veltigrind sett niður

Setjið veltigrindina niður eins og sýnt er á Mynd 11.

Note: Ýtið grindinni fram til að létta þrýstingi af pinnunum.

g031636g031635

Note: Festið veltigrindina þannig að hún valdi ekki skemmdum á vélarhlífinni.

Veltigrind reist upp

Setjið veltigrindina upp eins og sýnt er á Mynd 10.

g031624g031631

Important: Hafið sætisbeltið alltaf spennt þegar veltigrindin er uppi í læstri stöðu. Notið ekki sætisbeltið á meðan veltigrindin er niðri.

Notkun öryggissamlæsingarkerfisins

Varúð

Ef rofar öryggissamlæsingarinnar eru aftengdir eða skemmdir kann sláttuvélin að fara óvænt af stað og það veldur hættu á meiðslum á fólki.

 • Ekki fikta í samlæsingarrofunum.

 • Kannið virkni samlæsingarrofanna daglega og skiptið um skemmda rofa áður en unnið er á sláttuvélinni.

Virkni öryggissamlæsingarkerfisins

Öryggissamlæsingarkerfið kemur í veg fyrir að vélin fari í gang nema þegar:

 • Setið er í sætinu eða stöðuhemillinn er á.

 • Aflúttakið er aftengt.

 • Akstursstjórnstangir eru í HLUTLAUSRI LáSSTöðU.

 • Hitastig vélar er undir hámarksganghita.

Öryggissamlæsingarkerfið drepur líka á vélinni þegar akstursstjórntæki eru færð úr HLUTLAUSRI LáSSTöðU þegar stöðuhemillinn er á. Ef staðið er upp úr sætinu meðan aflúttakið er tengt líður ein sekúnda þar til vélin drepur á sér.

Öryggissamlæsingarkerfið prófað

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Prófið öryggissamlæsingarkerfið.
 • Prófið öryggissamlæsingarkerfið fyrir hverja notkun á sláttuvélinni. Ef öryggiskerfið virkar ekki eins og lýst er hér að neðan skal tafarlaust fá viðurkenndan þjónustu- og söluaðila til að gera við það.

  1. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á og færir aflúttakið í KVEIKTA stöðu. Reynið að gangsetja vélina; hún á ekki að fara í gang.

  2. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á og færir aflúttakið í SLöKKTA stöðu. Hreyfið aðra hvora akstursstjórnstöngina úr HLUTLAUSRI LáSSTöðU. Reynið að gangsetja vélina; hún á ekki að fara í gang. Endurtakið á hinni akstursstjórnstönginni.

  3. Stjórnandinn situr í sætinu, setur stöðuhemilinn á, færir aflúttaksrofann í SLöKKTA stöðu og færir akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU. Gangsetjið vélina. Á meðan vélin er í gangi skal taka stöðuhemilinn af, kveikja á aflúttakinu og standa lítillega upp úr sætinu; vélin á að drepa á sér innan tveggja sekúndna.

  4. Á meðan stjórnandinn situr ekki í sætinu, skal setja stöðuhemilinn á, færa aflúttaksrofann í SLöKKTA stöðu og færa akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU. Gangsetjið vélina. Á meðan vélin er í gangi skal setja aðra hvora akstursstjórnstöngina í miðstöðu; vélin á að drepa á sér innan tveggja sekúndna. Endurtakið á hinni akstursstjórnstönginni.

  5. Á meðan stjórnandinn situr ekki í sætinu, skal taka stöðuhemilinn af, færa aflúttaksrofann í SLöKKTA stöðu og færa akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU. Reynið að gangsetja vélina; hún á ekki að fara í gang.

  Hefðbundin stjórneining notuð til að greina kerfisvandamál

  Sláttuvélin er með hefðbundna stjórneiningu fyrir eftirlitskerfi sem fylgist með virkni mismunandi lykilkerfa. Stjórneiningin er staðsett undir stjórnborðinu hægra megin. Hægt er að komast að henni í gegnum hlíf á hliðinni (Mynd 12). Til að opna hlífina á hliðinni skal losa klinkurnar tvær og toga út.

  g004495

  Á framhlið stjórneiningarinnar eru 11 ljósdíóður sem loga og gefa til kynna mismunandi kerfisástand. Hægt er að nota sjö þessara ljósa við kerfisgreiningu. Frekari upplýsingar um merkingu hvers ljóss eru í Mynd 13. Frekari upplýsingar um aðra eiginleika hefðbundnu stjórneiningarinnar eru í þjónustuhandbókinni, sem fæst hjá viðurkenndum dreifingaraðilum Toro.

  g004927

  Sætið stillt

  Hægt er að hreyfa sætið fram og aftur. Stillið sætið í stöðuna þar sem þægilegt og auðvelt er að stjórna sláttuvélinni.

  Sætið er stillt með því að hreyfa handfangið til hliðar til að taka sætið úr lás (Mynd 14).

  g008962

  Stilling sætisfjöðrunar

  Hægt er að stilla sætið til að gera aksturinn mýkri og þægilegri. Staðsetjið sætið þar sem það er þægilegast að sitja í því.

  Sætið er stillt með því snúa hnúðnum framan á því í aðra hvora áttina þar til þægilegustu stillingunni er náð (Mynd 15).

  g019768

  Sætið losað

  Til að komast að vökvakerfinu og öðrum kerfum undir sætinu skal losa klinku sætisins og snúa því fram.

  1. Notið stillistöng sætisins til að renna sætinu alla leið fram.

  2. Togið sætisklinkuna fram á við og lyftið henni upp til að losa sætið (Mynd 16).

   g020871

  Meðan á notkun stendur

  Öryggi við notkun

  Almennt öryggi

  • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

  • Notið ekki sláttuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á sláttuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

  • Áður en vélin er gangsett þarf að tryggja að öll drif séu í hlutlausri stöðu, stöðuhemillinn sé á og að stjórnandinn sitji í sætinu.

  • Flytjið ekki farþega á sláttuvélinni og haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins.

  • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn til að forðast holur og duldar hættur.

  • Forðist slátt í blautu grasi. Skert grip getur valdið því að sláttuvélin renni til.

  • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem snúast. Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropinu.

  • Lítið aftur fyrir og niður áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

  • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, trjástubbum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

  • Stöðvið hnífana þegar ekki er verið að slá.

  • Stöðvið sláttuvélina, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hreyfanlegir hlutar hafa stöðvast áður en tengibúnaður sem hefur rekist í hlut er skoðaður eða ef sláttuvélin titrar óeðlilega. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

  • Hægið á og sýnið aðgát í beygjum og þegar sláttuvélinni er ekið yfir vegi eða gangstíga. Umferð frá hægri á alltaf réttinn.

  • Aftengið drif sláttubúnaðarins, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hreyfanlegir hlutar hafa stöðvast áður en sláttuhæðin er stillt (nema hægt sé að stilla hana úr sætinu).

  • Notið vélina aðeins á vel loftræstum svæðum. Útblásturslofttegundir innihalda kolsýring sem er banvænn við innöndun.

  • Skiljið vélina aldrei eftir í gangi án eftirlits.

  • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

   • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

   • Aftengið aflúttakið og látið tengitækin síga.

   • Setjið stöðuhemilinn á.

   • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

   • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

  • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.

  • Ekki nota sláttuvélina sem dráttartæki.

  • Notið eingöngu aukabúnað, tengibúnað og varahluti sem Toro samþykkir.

  Öryggi veltigrindar

  • Ekki má fjarlægja neina íhluti veltigrindarinnar.

  • Gangið úr skugga um að sætisbeltið sé fest og hægt sé að losa það hratt í neyðartilvikum.

  • Fylgist vandlega með fyrirstöðum fyrir ofan sláttuvélina og komið í veg fyrir að sláttuvélin komist í snertingu við þær.

  • Tryggið að veltigrindin sé góðu ásigkomulagi með því að skoða hana reglulega og leita eftir skemmdum og herða allar festingar tryggilega.

  • Skiptið um skemmda íhluti veltigrindarinnar. Ekki gera við þá eða breyta þeim.

  • Hafið sætisbeltið alltaf spennt þegar veltigrindin er uppi.

  • Veltigrindin er ómissandi öryggisbúnaður. Hafið veltigrindina í uppreistri og læstri stöðu og notið sætisbeltið þegar unnið er á sláttuvélinni með veltigrindina uppi.

  • Setjið veltigrindina eingöngu niður til bráðabrigða þegar þörf krefur. Notið ekki sætisbeltið á meðan veltigrindin er niðri.

  • Athugið að veltuvörn er ekki til staðar þegar veltigrindin er niðri.

  • Kannið svæðið sem á að slá og setjið veltigrindina aldrei niður á svæðum þar sem brekkur, háir bakkar eða vatn er til staðar.

  Öryggi í halla

  • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar sláttuvélinni er ekið í halla.

  • Metið og kannið aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

  • Skoðið leiðbeiningarnar fyrir notkun í halla hér að neðan til að ákvarða hvort hægt er að nota sláttuvélina við viðkomandi skilyrði á viðkomandi degi og á viðkomandi vinnusvæði. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun sláttuvélarinnar í halla.

  • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja sláttuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar. Beygið hægt og rólega.

  • Vinnið ekki á sláttuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleiki eru skert.

  • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að sláttuvélin velti.

  • Hafið í huga að sláttuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að sláttuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á sláttuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Sláttuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli sláttuvélarinnar og hvers kyns hættu.

  • Auðkennið hættur neðst í hallanum. Ef hættur eru til staðar skal slá hallann með vél sem stjórnað er af fótgangandi stjórnanda.

  • Lækkið sláttubúnaðinn niður að jörðu á meðan unnið er í halla, ef því verður við komið. Sláttuvélin getur orðið óstöðug þegar sláttubúnaðurinn er uppi á meðan unnið er í halla.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er með grassafnkerfi eða önnur tengitæki. Slíkur búnaður getur breytt stöðugleika sláttuvélarinnar og valdið því að hún verði stjórnlaus.

  Stöðuhemill notaður

  Setjið stöðuhemilinn alltaf á þegar sláttuvélin er stöðvuð eða skilin eftir eftirlitslaus.

  Stöðuhemill settur á

  Viðvörun

  Stöðuhemillinn heldur mögulega ekki við sláttuvél sem lagt er í halla og það getur leitt til meiðsla á fólki eða eignatjóns.

  Ekki leggja sláttuvélinni í halla án þess að skorða hjólin.

  g027914

  Stöðuhemill tekinn af

  g027915

  Vélin gangsett

  Note: Kertaljósið logar í sex sekúndur þegar svissinum er snúið í GANGSTöðU. Snúið svissinum í GANGSETNINGARSTöðU þegar ljósið slokknar.

  Important: Reynið gangsetningu ekki lengur en 15 sekúndur í einu til að koma í veg fyrir að startarinn ofhitni.

  Important: Vinnið á vélinni með inngjafarstöngina í HæGRI stöðu bæði áfram og aftur á bak í eina til tvær mínútur eftir smurolíuskipti, eftir endurbyggingu á vélinni, gírkassanum eða hjólamótor og þegar vélin er gangsett í fyrsta skipti. Hreyfið lyftistöngina og aflúttaksstöngina til að tryggja rétta virkni þeirra. Drepið á vélinni, kannið vökvastöðu og leitið eftir olíuleka, lausum íhlutum og öðrum sjáanlegum bilunum.

  g191137

  Note: Hafið inngjöfina í miðstöðu á milli HæGRAR og HRAðRAR stöðu þar til vélin og vökvakerfið hafa hitnað.

  Sláttuvélinni ekið

  Inngjöfin stjórnar snúningshraða vélarinnar, sem mældur er í sn./mín. (snúningar á mínútu). Setjið inngjöfina í HRAðA stöðu til að tryggja hámarksafköst. Vinnið alltaf með inngjöfina í HRAðRI stöðu þegar aflknúin tengitæki eru notuð.

  Varúð

  Sláttuvélin getur snúist mjög hratt. Hætta er á að stjórnandi missi stjórn á sláttuvélinni með meðfylgjandi hættu á meiðslum á fólki eða skemmdum á sláttuvélinni.

  • Sýnið aðgát í beygjum.

  • Hægið á sláttuvélinni áður en teknar eru krappar beygjur.

  1. Takið stöðuhemilinn af.

   Note: Vélin drepur á sér ef akstursstjórnstangirnar eru færðar úr HLUTLAUSRI STöðU þegar stöðuhemillinn er á.

  2. Færið stangirnar í miðstöðu, ólæsta.

  3. Akið vélinni sem hér segir:

   • Sláttuvélinni er ekið beint áfram með því að ýta akstursstjórnstöngunum rólega fram (Mynd 20).

   • Sláttuvélinni er bakkað beint með því að toga akstursstjórnstangirnar til baka (Mynd 20).

   • Hægið á vélinni í beygjum með því að toga báðar stangirnar til baka og ýtið svo stönginni fram sem er öfugu megin við áttina sem á að beygja í (Mynd 20).

   • Sláttuvélin er stöðvuð með því að toga akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA STöðU.

   Note: Því lengra sem akstursstjórnstöngunum er ýtt í aðra hvora áttina því hraðar fer vélin í þá tilteknu átt.

   g004532

  Drepið á aflvél

  Varúð

  Börn og nærstaddir geta orðið fyrir meiðslum við að reyna að aka sláttuvél sem ekki er undir eftirliti.

  Takið lykilinn alltaf úr og setjið stöðuhemilinn á þegar sláttuvélin er yfirgefin, þótt það sé aðeins í nokkrar mínútur.

  g244208

  Unnið með sláttuvélina

  Notkun rofa fyrir palllyftu

  Palllyfturofinn hækkar og lækkar sláttubúnaðinn (Mynd 22). Vélin verður að vera í gangi til að hægt sé að nota þetta handfang.

  g020873
  • Ýtið palllyfturofanum niður til að lækka sláttubúnaðinn (Mynd 22).

   Important: Þegar sláttubúnaðurinn er lækkaður fer hann í flotstöðu.

  • Ýtið palllyfturofanum upp til að lyfta sláttuvélarpallinum (Mynd 22).

  Important: Ekki halda rofanum lengur inni uppi eða niðri þegar pallurinn er kominn alveg upp eða alveg niður. Það getur valdið skemmdum á vökvakerfinu.

  Kveikt á aflúttaki

  Aflúttaksrofinn sér um að gangsetja og stöðva sláttuvélarhnífana og sum aflknúin tengitæki.

  Note: Ef vélin er köld skal láta hana hitna í 5 til 10 mínútur áður en kveikt er á aflúttakinu.

  g243799

  Aflúttakið aftengt

  g009174

  Stilling sláttuhæðar

  Sláttuhæð er stillt frá 2,5 til 15,8 cm í 6 mm skrefum með því að færa stopppinnann í mismunandi hök.

  1. Hafið vélina í gangi, ýtið palllyfturofanum upp þar til sláttubúnaðurinn er kominn alveg upp og sleppið svo rofanum strax (Mynd 22).

  2. Snúið stopppinnanum þar til rörsplittið inni í honum stenst á við raufarnar í götum sláttuhæðarfestingarinnar og takið hann úr (Mynd 25).

  3. Veljið gat í sláttuhæðarfestingunni fyrir viðkomandi sláttuhæð, setjið pinnann í og snúið honum niður til að læsa honum (Mynd 25).

   Note: Fjórar raðir af gatastillingum eru til staðar (Mynd 25). Efsta röðin er til að stilla á skráða sláttuhæð fyrir ofan pinnann. Næsta röð er til að stilla á skráða hæð og 6 mm til viðbótar. Þriðja röð er til að stilla á skráða hæð og 12 mm til viðbótar. Neðsta röð er til að stilla á skráða hæð og 18 mm til viðbótar. Aðeins eitt gat er til að stilla 15,8 cm og það er staðsett í annarri röð. Þessi stilling bætir ekki 6 mm við stillinguna 15,8 cm.

   g020870
  4. Stillið svarðarvarnarhjólin og hlífðarplöturnar eftir þörfum.

  Ábendingar um notkun

  Hröð stilling inngjafar/aksturshraði

  Til að sláttuvélin og pallurinn fái nægilegt afl við slátt skal láta vélina vinna í HRAðRI inngjafarstillingu og aðlaga aksturshraðann eftir notkunarskilyrðum. Dragið úr aksturshraða þegar álag á hnífana eykst og aukið hraðann þegar álag á hnífana minnkar.

  Slegið í gagnstæðar áttir

  Skiptið um akstursáttir til að forðast að mynda hjólför í grassvörðinn. Þetta dreifir einnig afskurðinum betur, sem hraðar rotnun og upptöku næringarefna.

  Skurðarhraði

  Akið hægar við tiltekin skilyrði til að ná betri slætti.

  Komið í veg fyrir of stutta sláttuhæð

  Ef skurðbreidd sláttuvélarinnar er breiðari en skurðbreidd sláttuvélar sem var notuð áður skal hækka sláttuhæðina til að tryggja að sláttur á ójöfnum grassverðinum verði ekki of stuttur.

  Veljið rétta sláttuhæðarstillingu sem hentar notkunarskilyrðum

  Sláið um það bil 25 mm, en ekki meira en þriðjung af grasinu. Ef um er að ræða mjög gróskumikið og þéttvaxið gras gæti þurft að minnka aksturshraðann og/eða hækka sláttuhæðina í næstu stillingu fyrir ofan.

  Important: Ef ætlunin er að slá grasið niður um meira en þriðjung, grasið er gisið og hátt eða mjög þurrt skal nota flötu sveigjuna á hnífsblöðunum til að minnka afskurð sem berst með vindi, óhreinindi og álag á drifíhluti pallsins.

  Hátt gras slegið

  Ef grasi er leyft að vaxa aðeins lengur en venjulega eða mikill raki er í því skal hækka sláttuhæðina og slá grasið á hærri stillingu. Því næst skal slá grasið aftur með hefðbundinni stillingu.

  Sláttuvélinni haldið hreinni

  Hreinsið gras og óhreinindi undan sláttubúnaðinum eftir hverja notkun. Ef gras og óhreinindi fá að safnast upp inni í sláttubúnaðinum kemur að því að gæði sláttar verða óviðunandi.

  Til að minnka hættuna á bruna, skal fjarlægja gras, lauf og óhóflega smurningu af vél, hljóðkút, rafgeymahylki, stöðuhemli, sláttubúnaði og eldsneytisgeymi. Þurrkið upp alla olíu eða eldsneyti sem lekið hefur.

  Viðhald hnífa

  • Haldið hnífum beittum út sláttutíðina. Beittir hnífar skila hreinum skurði í stað þess að rífa í og tæta upp grasið. Rifið og tætt gras verður brúnt á endunum og það hægir á vexti og eykur hættu á sjúkdómum.

  • Kannið skerpu sláttuhnífanna daglega, auk þess að leita eftir sliti og skemmdum á þeim. Brýnið hnífana eftir þörfum.

  • Skiptið tafarlaust út skemmdum eða slitnum hníf fyrir nýjan hníf frá Toro. Frekari leiðbeiningar um skipti á hnífum eru í notandahandbókinni.

  Eftir notkun

  Almennt öryggi

  • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

  • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttubúnaði og hljóðkút og úr vélarrými til að koma í veg fyrir hættu á íkveikju. Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.

  • Ef sláttubúnaðurinn er í flutningsstöðu skal virkja vélrænan læsibúnað (ef hann er til staðar) áður en sláttuvélin er skilin eftir án eftirlits.

  • Leyfið vélinni að kólna áður en sláttuvélin er sett í geymslu innandyra.

  • Takið lykilinn úr og lokið fyrir eldsneyti (ef það er hægt) áður en sláttuvélin er sett í geymslu eða flutt.

  • Aldrei geyma sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

  • Haldið sætisbeltum við og þrífið eftir þörfum

  Sláttuvélinni ýtt

  Í neyðartilvikum er hægt að færa sláttuvélina stutta vegalengd með því að nota hjáveituloka í vökvadælunni og ýta vélinni.

  Important: Ýtið sláttuvélinni alltaf með höndunum og aldrei langa vegalengd. Dragið hana aldrei, slíkt getur skemmt vökvakerfið.

  Important: Hjáveitulokarnir verða alltaf að vera opnir þegar sláttuvélinni er ýtt eða hún flutt. Þegar lokið er við að ýta eða flytja sláttuvélina á æskilegan stað skal loka hjáveitulokunum.

  1. Lyftið sætinu; sjá Sætið losað

  2. Finnið hjáveitulokana (Mynd 26) og snúið báðum lokunum einn snúning rangsælis.

   Note: Þetta veitir glussanum framhjá dælunni þannig að dekkin geti snúist.

   Important: Ekki snúa hjáveitulokunum meira en einn hring. Þannig er komið í veg fyrir að lokarnir losni og glussi leki út.

   g004644
  3. Gangið úr skugga um að stöðuhemillinn sé ekki á og ýtið sláttuvélinni á æskilegan stað.

  4. Lokið hjáveitulokunum með því að snúa báðum lokunum einn snúning réttsælis (Mynd 26).

   Note: Ekki ofherða hjáveitulokana.

  5. Herðið lokana að u.þ.b. 8 Nm.

   Important: Tryggið að hjáveitulokarnir séu lokaðir áður en vélin er gangsett. Ef vélin er keyrð með opnum lokum veldur það ofhitnun í gírkassanum.

  Sláttuvélin flutt

  Notið sterkbyggðan eftirvagn eða pall til að flytja sláttuvélina. Tryggið að eftirvagninn eða vörubíllinn sé búinn öllum nauðsynlegum hemlum, ljósum og merkingum eins og krafist er samkvæmt lögum. Lesið öryggisleiðbeiningarnar vandlega. Þessar upplýsingar geta forðað stjórnanda, fjölskyldumeðlimum, gæludýrum eða nærstöddum frá meiðslum.

  Viðvörun

  Hættulegt er að aka á götum eða þjóðvegi án stefnuljósa, ljósa, endurskinsmerkja eða merkingar um hægfara ökutæki og slíkt kann að leiða til slysa og meiðsla á fólki.

  Ekki aka sláttuvélinni á götum eða vegum.

  1. Ef eftirvagn er notaður þarf að tengja hann við dráttarbílinn og festa öryggiskeðjurnar.

  2. Tengið hemla eftirvagnsins, ef við á.

  3. Sláttuvélinni ekið upp á eftirvagn eða pall; sjá Sláttuvél ekið upp á vagn/pall.

  4. Drepið á vélinni, fjarlægið lykilinn, setjið stöðuhemilinn á og lokið eldsneytislokanum.

  5. Notið festilykkjurnar á sláttuvélinni til að festa hana tryggilega við eftirvagninn eða pallinn með stroffum, keðjum, vírum eða köðlum (Mynd 27).

   g191318

  Sláttuvél ekið upp á vagn/pall

  Sýnið ýtrustu aðgát þegar sláttuvélinni er ekið á eða af eftirvagni eða palli. Notið til þess skábraut í fullri breidd sem er breiðari en sláttuvélin. Akið vélinni upp skábrautir í bakkgír og niður í framgír (Mynd 28).

  g027995

  Important: Ekki nota mjóar aðskildar skábrautir fyrir hvora hlið sláttuvélarinnar.

  Viðvörun

  Þegar sláttuvélinni er ekið upp á eftirvagn eða pall er aukin hætta á veltu og alvarlegum meiðslum eða dauða.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar sláttuvél er ekið á skábraut.

  • Notið sætisbelti þegar vélinni er ekið upp á eða af og tryggið að veltigrindin sé uppi. Gangið úr skugga um að veltigrindin passi undir loft í lokuðum eftirvagni.

  • Notið eingöngu skábraut í fullri breidd; ekki nota aðskildar skábrautir fyrir hvora hlið sláttuvélarinnar.

  • Halli á milli undirlags og skábrautar eða skábrautar og eftirvagns/palls má ekki vera meiri en 15°.

  • Gangið úr skugga um að skábrautin sé minnst fjórum sinnum lengri en hæð eftirvagnsins eða pallsins frá jörðu. Þetta tryggir að halli skábrautarinnar frá jörðu sé ekki yfir 15°.

  • Akið sláttuvélinni upp skábrautir í bakkgír og niður í framgír.

  • Forðist skyndilega inngjöf eða hemlun þegar sláttuvélinni er ekið á skábraut þar sem slíkt getur valdið hættu á stjórnmissi eða veltu.

  g027996

  Viðhald

  Note: Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

  Öryggi við viðhaldsvinnu

  • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

   • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

   • Aftengið aflúttakið og látið tengitækin síga.

   • Setjið stöðuhemilinn á.

   • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

   • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

  • Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

  • Ef sláttubúnaðurinn er í flutningsstöðu skal virkja vélrænan læsibúnað (ef hann er til staðar) áður en sláttuvélin er skilin eftir án eftirlits.

  • Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

  • Setjið alltaf búkka undir sláttuvélina þegar unnið er undir henni.

  • Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku.

  • Haldið öllum hlutum sláttuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur, sérstaklega festibúnaður hnífanna.

  • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

  • Notið eingöngu upprunalega varahluti frá Toro til að tryggja örugga notkun og bestu afköst sláttuvélarinnar. Varahlutir frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

  Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
 • Herðið festibolta á grind.
 • Herðið felgurærnar.
 • Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
 • Skiptið um smurolíu á gírkassa sláttubúnaðar.
 • Skiptið um smurolíu og síu.
 • Eftir fyrstu 200 klukkustundirnar
 • Skiptið um glussa og síu.
 • Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Prófið öryggissamlæsingarkerfið.
 • Athugið stöðu smurolíu.
 • Athugið stöðu kælivökva vélar.
 • Hreinsið vatnskassann með þrýstilofti (hreinsið oftar í óhreinu og rykugu umhverfi).
 • Kannið stöðu glussa.
 • Þrífið sláttubúnaðinn og sláttuvélina.
 • Þrífið sláttuvélina.
 • Þrífið og haldið sætisbeltinu við.
 • Á 50 klukkustunda fresti
 • Smyrjið smurkoppa á legum og fóðringum(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður og eftir hverja hreinsun).
 • Athugið tengingar rafgeymiskapals.
 • Athuga þrýsting í hjólbörðum.
 • Á 100 klukkustunda fresti
 • Kannið strekkingu riðstraumsrafalsins.
 • Á 150 klukkustunda fresti
 • Athugið stöðu smurefnis í gírkassa sláttubúnaðarins.
 • Skiptið um smurolíu og síu.
 • Á 200 klukkustunda fresti
 • Skoðið slöngur og þétti kælikerfisins. Skiptið um sprungnar eða slitnar slöngur eða þétti.
 • Herðið felgurærnar.
 • Á 400 klukkustunda fresti
 • Skiptið um smurolíu á gírkassa sláttubúnaðar.
 • Þjónustið loftsíuna.—Þjónustið einnig síuna þegar loftsíumælirinn er rauður; þjónustið loftsíuna oftar við mjög rykugar eða aurugar aðstæður.
 • Þjónustið loftsíuna.
 • Skiptið um eldsneytishylkið fyrir vatnsskiljuna.
 • Tappið vatni eða öðrum óhreinindum af vatnsskiljunni.
 • Skoðið eldsneytisleiðslur og tengingar.
 • Á 800 klukkustunda fresti
 • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
 • Skiptið um glussa og síu.
 • Kannið ventlabil á vél. Frekari upplýsingar eru í notandahandbók vélarinnar.
 • Á 1.500 klukkustunda fresti
 • Skiptið um slöngur sem hreyfast til.
 • Fyrir geymslu
 • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
 • Á tveggja ára fresti
 • Skolið og skiptið um kælivökva.
 • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notandahandbók vélarinnar.

  Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi sláttuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum rafkerfis eða vökvakerfis.

  Important: Festingarnar á hlífunum á þessari sláttuvél eru hannaðar til að fylgja með hlífinni þegar hún er tekin af. Losið allar festingarnar á hverri hlíf nokkra hringi þannig að hlífin losni án þess að losa hana alveg af, haldið svo áfram að losa þær þar til hlífin losnar alveg. Þetta kemur í veg fyrir að boltarnir séu óvart teknir alveg úr festingunum.

  Gátlisti fyrir daglegt viðhald

  Afritið þessa blaðsíðu til að skrá reglubundið viðhald.

  ViðhaldsatriðiVika:
  Mán.Þri.Mið.Fim.Fös.Lau.Sun.
  Athugið virkni öryggissamlæsingarkerfisins.       
  Athugið hvort grashlíf sé niðri (ef við á).       
  Athugið virkni stöðuhemils.       
  Athugið eldsneytisstöðu.       
  Kannið stöðu glussa.       
  Kannið stöðu smurolíu.       
  Kannið stöðu kælivökva.        
  Athugið vatns-/eldsneytisskilju.       
  Athugið stífluvísi loftsíu.1       
  Leitið eftir óhreinindum í vatnskassa og síu.       
  Hlustið eftir óvenjulegum vélarhljóðum.2       
  Hlustið eftir óvenjulegum vinnsluhljóðum.       
  Leitið eftir skemmdum á vökvaslöngum.       
  Leitið eftir leka.       
  Kannið þrýsting í hjólbörðum.       
  Athugið virkni verkfæris.       
  Kannið ástand hnífanna.       
  Smyrjið í alla smurkoppa.3       
  Hreinsið sláttuvélina.       
  Blettið í lakkskemmdir.       

  1. Ef vísirinn er rauður.

  2. Athugið glóðarkerti og innspýtingarstúta ef vart verður við erfiðleika í gangsetningu, mikinn reyk eða skrykkjóttan gang.

  3. Strax eftir hverja hreinsun, óháð tímanum milli þrifa sem gefinn er upp.

  Athugasemdir um atriði/svæði sem þarf að athuga betur
  Skoðun framkvæmd af:
  AtriðiDagsetningUpplýsingar
     
     
     
     
     

  Varúð

  Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vélina og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.

  Takið lykilinn úr svissinum áður en viðhaldi er sinnt.

  Smurning

  Smurning á legum og fóðringum

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 50 klukkustunda fresti
 • Smyrjið smurkoppa á legum og fóðringum(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður og eftir hverja hreinsun).
 • Á sláttuvélinni eru smurkoppar sem nauðsynlegt er að smyrja reglulega með litíumfeiti nr. 2. Við aurugar eða rykugar aðstæður skal smyrja oftar þar sem óhreinindi geta komist inn í legur og fóðringar og hraðað sliti á þeim.

  1. Þurrkið af smurkoppunum til að aðskotaefni komist ekki inn í leguna eða fóðringuna.

  2. Dælið feiti í smurkoppana.

  3. Þurrkið af umframfeiti.

  Note: Röng aðferð við þrif getur skert endingartíma legu. Skolið ekki sláttuvélina á meðan hún er enn heit og forðist að beina háþrýstibunu eða miklum úða á legur eða þétti.

  Smurning á gírkassa sláttubúnaðar

  Gírkassinn er hannaður til að vinna með SAE EP90W-gírolíu. Þó svo að smurefni sé fyllt á gírkassann í verksmiðjunni skal kanna stöðu smurefnis í sláttubúnaðinum áður en hann er tekinn í notkun, eins og mælt er með í Gátlisti fyrir daglegt viðhald.

  Athugun á smurningu gírkassa sláttubúnaðar

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 150 klukkustunda fresti
 • Athugið stöðu smurefnis í gírkassa sláttubúnaðarins.
  1. Komið vélinni og sláttubúnaðinum fyrir á jafnsléttu.

  2. Lækkið sláttubúnaðinn niður að 2,5 cm sláttuhæð.

  3. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  4. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  5. Lyftið fóthvílunni til að komast að sláttubúnaðinum.

  6. Takið olíukvarðann/áfyllingartappann ofan á gírkassanum úr og gangið úr skugga um að smurolían sé á milli merkjanna á kvarðanum (Mynd 30).

   g004502
  7. Ef staða smurolíu er lág skal bæta smurolíu við þar til hæð hennar er á milli merkjanna á olíukvarðanum.

   Important: Ekki yfirfylla gírkassann; slíkt getur valdið skemmdum.

  Skipt um smurolíu á gírkassa sláttubúnaðar

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
 • Skiptið um smurolíu á gírkassa sláttubúnaðar.
 • Á 400 klukkustunda fresti
 • Skiptið um smurolíu á gírkassa sláttubúnaðar.
  1. Komið vélinni og sláttubúnaðinum fyrir á jafnsléttu.

  2. Lækkið sláttubúnaðinn niður að 2,5 cm sláttuhæð.

  3. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  4. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  5. Lyftið fóthvílunni til að komast að sláttubúnaðinum.

  6. Takið olíukvarðann/áfyllingartappann ofan á gírkassanum úr (Mynd 30).

  7. Setjið trekt og afrennslispönnu undir botntappann undir framanverðum gírkassanum og takið tappann úr til að tappa smurolíunni af í pönnuna.

  8. Setjið botntappann aftur í.

  9. Fyllið á smurolíuna, u.þ.b. 283 ml, eða þar til hæð hennar er á milli merkjanna á olíukvarðanum.

   Important: Ekki yfirfylla gírkassann; slíkt getur valdið skemmdum.

  Viðhald vélar

  Vélaröryggi

  • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr áður en olían er könnuð eða olíu hellt á sveifarhúsið.

  • Ekki breyta gangráðshraðanum eða setja vélina á yfirsnúning.

  Loftsía skoðuð

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 400 klukkustunda fresti
 • Þjónustið loftsíuna.—Þjónustið einnig síuna þegar loftsíumælirinn er rauður; þjónustið loftsíuna oftar við mjög rykugar eða aurugar aðstæður.
  1. Leitið eftir skemmdum á húsi loftsíunnar, sem mögulega gætu valdið loftleka. Skiptið um skemmt loftsíuhús.

  2. Leitið eftir leka, skemmdum eða lausum hosuklemmum á loftinntakskerfinu.

  3. Þjónustið loftsíuna (Mynd 31).

   Important: Varist að þjónusta loftsíuna of mikið.

   g243914
  4. Tryggið að lokið sitji rétt og loki loftsíuhúsinu.

  Unnið við loftsíu

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 400 klukkustunda fresti
 • Þjónustið loftsíuna.
 • Note: Skiptið um svampþéttið í lokinu ef það er skemmt.

  Important: Ekki nota þrýstiloft. Það getur þrýst óhreinindum úr síunni og í inntakið.

  Important: Ekki hreinsa notaða síu þar sem það getur skemmt síuefnið.

  Important: Ekki nota skemmda síu.

  Important: Ekki beita þrýstingi á sveigjanlegan miðhluta síunnar.

  g243913

  Bætt á smurolíu

  Staða smurolíu könnuð

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Athugið stöðu smurolíu.
 • Vélin er afhent með olíu í sveifarhúsinu. Engu að síður þarf að kanna stöðu smurolíunnar fyrir og eftir fyrstu gangsetningu vélarinnar. Kannið stöðu smurolíu áður en vinna hefst á sláttuvélinni á hverjum degi eða í hvert skipti sem sláttuvélin er notuð.

  Rúmtak sveifarhússins er u.þ.b. 3,8 l með síu. Notið gæðasmurolíu sem uppfyllir eftirfarandi forskriftir:

  • Áskilin API-flokkun: CH-4, CI-4 eða hærri.

  • Olía sem mælt er með: SAE 15W-40 (yfir -17 °C (0 °F)

  • Önnur olía: SAE 10W-30 eða 5W-30 (allt hitastig)

  Note: Toro Premium Engine Oil-smurolía er fáanleg hjá næsta dreifingaraðila með seigjustigi 15W-40 eða 10W-30. Upplýsingar um hlutanúmer er að finna í varahlutabæklingnum.

  1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, látið sláttubúnaðinn síga, setjið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

  2. Opnið vélarhlífina.

  3. Takið olíukvarðann úr, þurrkið af honum, setjið hann aftur í rörið og takið svo aftur úr.

  4. Kannið stöðu smurolíu.

   Ef olían er á milli merkjanna á olíukvarðanum (F á Mynd 33) er staða smurolíu rétt. Ef olían er undir neðra merkinu á olíukvarðanum (B á Mynd 33) þarf að fylla á olíu þar til staða hennar er á milli merkjanna á olíukvarðanum.

   g029301

  Skipt um smurolíu og síu

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
 • Skiptið um smurolíu og síu.
 • Á 150 klukkustunda fresti
 • Skiptið um smurolíu og síu.
 • Ef því verður við komið skal láta vélina ganga rétt áður en skipt er um olíu því heit olía rennur betur og ber meiri óhreinindi með sér en köld olía.

  1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

  2. Opnið vélarhlífina.

  3. Skiptið um olíu (Mynd 34).

   g031623
  4. Skiptið um olíusíuna (Mynd 35).

   g027477
  5. Hellið olíu á sveifarhúsið; sjá Staða smurolíu könnuð.

  Viðhald eldsneytiskerfis

  Hætta

  Við tiltekin skilyrði eru dísileldsneyti og eldsneytisgufur sérstaklega eldfim og sprengifim. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

  • Notið trekt og fyllið á eldsneytisgeyminn utandyra, á opnu svæði, með kalda vél sem ekki er í gangi. Þurrkið upp allan eldsneytisleka.

  • Stútfyllið aldrei eldsneytisgeyminn. Fyllið á eldsneyti þar til það nær upp undir neðri brún áfyllingarstútsins.

  • Aldrei reykja við meðhöndlun eldsneytis og haldið því fjarri opnum eldi, annars er hætta á að neistaflug geti kveikt í eldsneytisgufum.

  • Geymið eldsneytið í hreinu og öryggisvottuðu íláti og hafið lokið á.

  Vatnsskiljan þjónustuð

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 400 klukkustunda fresti
 • Skiptið um eldsneytishylkið fyrir vatnsskiljuna.
 • Tappið vatni eða öðrum óhreinindum af vatnsskiljunni.
 • g031412

  Eldsneytisgeymirinn tæmdur

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 800 klukkustunda fresti
 • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
 • Fyrir geymslu
 • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
 • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn einnig utan áætlaðra þjónustutíma ef óhreinindi komast í hann eða ef setja á sláttuvélina í geymslu í langan tíma. Notið hreint eldsneyti til að skola geyminn.

  Skoðun eldsneytisleiðsla og tenginga

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 400 klukkustunda fresti
 • Skoðið eldsneytisleiðslur og tengingar.
 • Leitið eftir sliti, skemmdum eða lausum tengingum á eldsneytisleiðslum.

  Eldsneytiskerfið lofttæmt

  1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu. Tryggið að eldsneytisgeymirinn sé að minnsta kosti hálffullur.

  2. Opnið vélarhlífina.

  3. Setjið tusku undir loftskrúfuna á eldsneytisdælunni og opnið hana (Mynd 37).

   g007882
  4. Svissið á.

   Note: Rafknúna eldsneytisdælan byrjar að vinna og þrýstir við það lofti út um loftskrúfuna.

   Varúð

   Vélin getur farið í gang í þessu ferli. Viftur og belti á gangandi vél geta valdið alvarlegum meiðslum.

   Haldið höndum, fingrum, víðum fatnaði/skartgripum og hári í öruggri fjarlægð frá viftu og reim vélarinnar meðan þetta ferli stendur yfir.

  5. Hafið svissað á þar til eldsneyti streymir stöðugt út um skrúfuna.

  6. Herðið skrúfuna og svissið AF.

   Note: Alla jafna fer vélin í gang eftir að eldsneytiskerfið er lofttæmt. Ef vélin fer aftur á móti ekki í gang kann loft að sitja fast á milli innsprautunardælunnar og spíssanna; sjá Lofti tappað af spíssum.

  Lofti tappað af spíssum

  Note: Notið þessa aðferð eingöngu ef búið er að lofttæma eldsneytiskerfið eftir hefðbundnum leiðum og vélin fer samt ekki í gang; sjá Eldsneytiskerfið lofttæmt.

  1. Setjið tusku undir rörtenginguna frá innsprautunardælunni að spíss nr. 1 eins og sýnt er á Mynd 38.

   g007881
  2. Færið inngjöfina í HRAðA stöðu.

  3. Snúið svissinum á GANGSETNINGARSTöðU og fylgist með eldsneytisflæði um tenginguna.

   Varúð

   Vélin getur farið í gang í þessu ferli. Viftur og belti á gangandi vél geta valdið alvarlegum meiðslum.

   Haldið höndum, fingrum, víðum fatnaði/skartgripum og hári í öruggri fjarlægð frá viftu og reim vélarinnar meðan þetta ferli stendur yfir.

  4. Herðið tenginguna tryggilega þegar flæðið er orðið jafnt.

  5. Svissið AF.

  6. Endurtakið þetta fyrir eftirstandandi spíssa.

  Viðhald rafkerfis

  Öryggi rafkerfis

  • Aftengið rafgeyminn áður en gert er við sláttuvélina. Aftengið mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

  • Hlaðið rafhlöðuna á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafhlaðan er tengd eða aftengd. Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

  Unnið við rafgeymi

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 50 klukkustunda fresti
 • Athugið tengingar rafgeymiskapals.
 • Þurrkið ofan af rafgeyminum. Ef sláttuvélin er geymd þar sem hitastig getur orðið mjög hátt eyðist hleðsla rafgeymisins hraðar en þegar sláttuvélin er geymd þar sem svalt er.

  Haldið efri hluta rafgeymisins hreinum með því að hreinsa hann reglulega með bursta bleyttum í ammoníaki eða matarsódalausn. Skolið hann með vatni að því loknu. Ekki taka áfyllingarlokin áður en rafgeymirinn er hreinsaður.

  Rafgeymiskaplarnir þurfa að vera vel hertir á skautunum til að tryggja góða rafmagnstengingu.

  Ef skautin byrja að tærast þarf að aftengja kaplana, mínuskapalinn (-) fyrst, og skrapa af klemmunum og skautunum. Tengið kaplana, plúskapalinn (+) fyrst, og berið vaselín á skautin.

  Viðvörun

  Rafgeymaskaut eða verkfæri úr málmi geta valdið skammhlaupi í málmhluta sláttuvélarinnar með meðfylgjandi neistaflugi. Neistar geta kveikt í gasi frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

  • Þegar rafgeymirinn er tekinn úr eða settur í þarf að koma í veg fyrir að rafgeymaskautin snerti málmhluta sláttuvélarinnar.

  • Komið veg fyrir að verkfæri úr málmi valdi skammhlaupi á milli rafgeymaskautanna og málmhluta sláttuvélarinnar.

  Viðvörun

  Rangt lagðir rafgeymiskaplar geta valdið skemmdum á sláttuvélinni og köplunum sem leitt geta til neistaflugs. Neistar geta kveikt í gasi frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

  • Aftengið alltaf mínusrafgeymiskapalinn (svartur) áður en plúskapallinn (rauður) er aftengdur.

  • Tengið alltaf plúsrafgeymiskapalinn (rauður) áður en mínuskapallinn (svartur) er tengdur.

  Geymsla rafgeymis

  Ef setja á sláttuvélina í geymslu í meira en 30 daga skal taka rafgeyminn úr og fullhlaða hann. Geymið hann annaðhvort á hillu eða í sláttuvélinni. Ekki tengja kaplana ef hann er geymdur í sláttuvélinni. Geymið rafgeyminn í svölu umhverfi til að koma í veg fyrir hraða afhleðslu. Gangið úr skugga um að rafgeymirinn sé fullhlaðinn til að koma í veg fyrir að það frjósi á honum. Eðlisþyngd fullhlaðins rafgeymis er 1,265 til 1,299.

  Athugun á öryggjum

  Öryggin eru undir stjórnborðinu. Hægt er að komast að þeim í gegnum hlíf á hliðinni (Mynd 39). Til að opna hlífina á hliðinni skal losa klinkurnar tvær og toga út.

  Ef sláttuvélin stöðvast eða önnur vandamál tengd rafmagni koma upp skal skoða öryggin. Fjarlægið eitt öryggi í einu til að kanna hvort eitthvert þeirra er sprungið.

  Important: Ef skipta þarf um öryggi skal alltaf nota öryggi af sömu gerð og sama straumstyrk og það sem verið er að skipta um. Notkun annarra öryggja getur valdið skemmdum á rafkerfinu. Á merkingunni hjá öryggjunum er að finna skýringarmynd yfir öryggin og straumstyrk þeirra (Mynd 40).

  Note: Ef öryggi springa oft kann að vera skammhlaup til staðar í rafkerfinu. Fáið vottað tæknifólk til að gera við það.

  g004495
  decal110-9796nc

  Viðhald drifkerfis

  Þrýstingur hjólbarða kannaður

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 50 klukkustunda fresti
 • Athuga þrýsting í hjólbörðum.
 • Kannið þrýstinginn á 50 vinnustunda eða mánaðar fresti, hvort sem kemur fyrst (Mynd 41).

  Viðhaldið réttum loftþrýstingi í hjólbörðum að framan og aftan. Réttur loftþrýstingur er 124 kPa (15 psi) í afturhjólbörðum og 103 kPa (25 psi) í hjólbörðum eltihjólanna. Ójafn þrýstingur í hjólbörðum getur valdið ójöfnum slætti. Nákvæmasta þrýstingsmælingin næst þegar hjólbarðarnir eru kaldir.

  g001055

  Skipt um eltihjól og legur

  1. Ný eltihjól, keilulaga keflalegur og leguþétti fást hjá næsta vottaða dreifingaraðila Toro.

  2. Fjarlægið lásróna af boltanum (Mynd 42).

   g004760
  3. Takið um eltihjólið og dragið boltann úr gafflinum eða snúningsarminum.

  4. Fargið gamla eltihjólinu og legunum.

  5. Setjið eltihjólið saman með því að ýta keflalegunum og þéttunum, vel smurðum með feiti, í hjólnöfina, eins og sýnt er á Mynd 42.

  6. Rennið stöðuhólknum í hjólnöfina í gegnum legurnar þannig að hann liggi í gegnum hjólnöfina með tveimur leguhólkum.

   Important: Gangið úr skugga um að þéttið sveigist ekki inn á við.

  7. Setjið eltihjólið í gaffalinn og festið það með boltanum og lásrónni.

  8. Herðið lásróna þar til hjólið getur ekki lengur snúist óhindrað og losið hana svo örlítið þar til hjólið getur snúist óhindrað.

  9. Festið smursprautu á smurkopp eltihjólsins og sprautið í það litíumfeiti nr. 2.

  Viðhald kælikerfis

  Öryggi tengt kælikerfi

  • Inntaka kælivökva vélar getur valdið eitrun; geymið þar sem börn og gæludýr ná ekki til.

  • Heitur kælivökvi sem sprautast út eða snerting við heitan vatnskassa og nærliggjandi hluti getur valdið alvarlegum brunasárum.

   • Bíðið alltaf með að fjarlægja vatnskassalokið í minnst 15 mínútur á meðan vélin kólnar.

   • Notið tusku þegar vatnskassalokið er skrúfað laust og opnið lokið rólega til að hleypa gufu út.

  • Ekki vinna á sláttuvélinni án hlífa á viðeigandi stöðum.

  • Haldið fingrum, höndum og klæðnaði í öruggri fjarlægð frá viftu og drifreim á hreyfingu.

  Skoðun kælikerfis

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Athugið stöðu kælivökva vélar.
 • Fyllt er á kælikerfið með 50/50-lausn vatns og varanlegs etýlenglýkólfrostlagar. Rúmtak kælikerfisins er 7,5 l.

  1. Athugið stöðu kælivökva í þenslukerinu (Mynd 43).

   Note: Hæð kælivökvans á að vera á milli merkjanna á hlið geymisins.

   g004649
  2. Ef staða kælivökva er lág skal taka lokið af þenslukerinu og fylla á kerfið.

   Important: Yfirfyllið ekki.

  3. Setjið lokið aftur á þenslukerið.

  Vatnskassinn hreinsaður

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Hreinsið vatnskassann með þrýstilofti (hreinsið oftar í óhreinu og rykugu umhverfi).
 • Á 200 klukkustunda fresti
 • Skoðið slöngur og þétti kælikerfisins. Skiptið um sprungnar eða slitnar slöngur eða þétti.
 • Á 1.500 klukkustunda fresti
 • Skiptið um slöngur sem hreyfast til.
 • Á tveggja ára fresti
 • Skolið og skiptið um kælivökva.
 • Hreinsið vatnskassann til að koma í veg fyrir að vélin ofhitni.

  Note: Ef sláttubúnaðurinn eða vélin drepur á sér vegna ofhitnunar skal leita eftir óhóflegri uppsöfnun óhreininda.

  Hreinsið vatnskassann eins og hér segir:

  1. Opnið vélarhlífina.

  2. Byrjið á viftuhlið vatnskassans og blásið út óhreinindum með þrýstilofti undir lágum þrýstingi (345 kPa eða 50 psi). Endurtakið frá framhlið vatnskassans og hinni viftuhliðinni.

   Important: Notið ekki vatn.

  3. Eftir að vatnskassinn hefur verið hreinsaður vandlega skal hreinsa óhreinindi sem kunna að hafa safnast fyrir í rásinni undir vatnskassanum.

  4. Lokið vélarhlífinni.

  Viðhald hemla

  Stilling samlæsingarrofa stöðuhemils

  1. Stöðvið sláttuvélina, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU, setjið stöðuhemilinn á og takið lykilinn úr svissinum.

  2. Fjarlægið boltana sem festa framhlífina og fjarlægið hana (Mynd 44).

   g020875
  3. Losið um festirærnar tvær sem festa samlæsingarrofa stöðuhemilsins við festinguna.

   g031811
  4. Færið rofann upp eða niður á festingunni þar til fjarlægðin á milli skynjara hemlaáss og rofabullunnar er 4 mm, eins og sýnt er á Mynd 45.

   Note: Gangið úr skugga um að skynjari hemlaássins snerti ekki rofabulluna.

  5. Festið festirær rofans.

  6. Prófið stillinguna á eftirfarandi hátt:

   1. Tryggið að stöðuhemillinn sé á og enginn sitji í sætinu; gangsetjið því næst vélina.

   2. Hreyfið stjórnstangirnar úr HLUTLAUSRI LáSSTöðU.

    Note: Vélin ætti að drepa á sér. Ef svo er ekki skal athuga stillingu rofans.

  7. Setjið framhlífina á.

  Viðhald reimar

  Strekking riðstraumsrafals athuguð

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Á 100 klukkustunda fresti
 • Kannið strekkingu riðstraumsrafalsins.
  1. Beitið 44 N þrýstingi á reim riðstraumsrafalsins, mitt á milli trissanna.

  2. Ef sveigjan nær ekki 10 mm skal losa festibolta riðstraumsrafalsins (Mynd 46).

   g008932
  3. Strekkið eða slakið á reim riðstraumsrafalsins.

  4. Herðið festiboltana.

  5. Kannið strekkingu reimarinnar aftur til að tryggja að hún sé rétt.

  Viðhald stýrikerfis

  Stilling rofa hlutlausrar samlæsingar stjórnstangar

  1. Stöðvið sláttuvélina, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU, setjið stöðuhemilinn á og takið lykilinn úr svissinum.

  2. Fjarlægið boltana sem festa framhlífina og fjarlægið hana (Mynd 47).

   g020875
  3. Losið skrúfurnar tvær sem festa samlæsingarrofann (Mynd 48).

   g004763
  4. Haldið stjórnstönginni að yfirbyggingunni, færið rofann að stönginni þar til fjarlægðin á milli stangarinnar og rofans er 0,4 til 1 mm, eins og sýnt er á Mynd 48.

  5. Festið rofann.

  6. Endurtakið skref 3 til 5 fyrir hina stöngina.

  7. Setjið framhlífina á.

  Stilling bakfærslu stjórnstangar í hlutlausa stöðu

  Ef akstursstjórnstangirnar falla ekki að hlutlausu raufunum þegar þeim er sleppt úr BAKKSTöðU er þörf á stillingu. Stillið hverja stöng, gorm og pinna sérstaklega.

  1. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstöngina í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  3. Fjarlægið boltana sem festa framhlífina og fjarlægið hana (Mynd 49).

   g020875
  4. Setjið stjórnstöngina í HLUTLAUSA stöðu en ekki læsta (Mynd 51).

  5. Togið stöngina aftur þar til splittboltinn (á arminum fyrir ofan snúningsásinn) snertir enda raufarinnar (rétt áður en þrýstingi er beitt á gorminn), eins og sýnt er á Mynd 50.

   g004651
  6. Athugið hvar stjórnstöngin er miðað við raufina á stjórnborðinu (Mynd 51).

   Note: Stjórnstöngin ætti að vera í miðjunni, þaðan sem hægt er að færa hana út í HLUTLAUSA LáSSTöðU.

   g004918
  7. Ef stillingar er þörf þarf að losa róna og festiróna upp við klafann (Mynd 50).

  8. Beitið smávægilegum þrýstingi aftur á bak á akstursstjórnstöngina og snúið stilliboltanum í viðeigandi átt þar til stjórnstöngin er miðjuð í HLUTLAUSRI LáSSTöðU (Mynd 50).

   Note: Ýtið stönginni aftur á bak og haldið henni þar til að hægt sé að halda pinnanum í enda raufarinnar og gera stilliboltanum kleift að færa stöngina í rétta stöðu.

  9. Herðið róna og festiróna (Mynd 50).

  10. Endurtakið skref 4 til 9 fyrir hina stjórnstöngina.

  11. Setjið framhlífina á.

  Stilling hlutlausrar stöðu akstursdrifs

  Framkvæmið þessa stillingu með drifhjólin í snúningi.

  Hætta

  Vélrænir tjakkar eða vökvatjakkar geta fallið/gefið sig undan þyngd sláttuvélarinnar og valdið alvarlegum meiðslum.

  • Notið búkka til að halda sláttuvélinni uppi.

  • Notið ekki vökvatjakka.

  Viðvörun

  Vélin þarf að vera í gangi við þessa stillingu. Snerting við hluti á hreyfingu eða heita fleti getur valdið meiðslum á fólki.

  Haldið höndum, fótum, andliti, fatnaði og öðrum líkamshlutum í öruggri fjarlægð frá hlutum sem snúast, hljóðkútnum og öðrum heitum flötum.

  1. Lyftið sláttuvélinni og setjið búkka undir hana til að hjólin geti snúist óhindrað.

  2. Rennið sætinu fram, losið það og lyftið því upp og fram.

  3. Aftengið rafmagnstengið frá öryggisrofa sætisins.

  4. Setjið tengivír tímabundið á milli tengjanna á rafleiðslutenglinum.

  5. Gangsetjið vélina, gangið úr skugga um að inngjafarstöngin sé miðja vegu á milli HRAðRAR og HæGRAR stöðu og losið stöðuhemilinn.

   Note: Akstursstjórnstangirnar verða að vera í HLUTLAUSRI LáSSTöðU meðan á stillingum stendur.

  6. Stillið lengd dælustangarinnar öðru megin með því að snúa sexhyrnda skaftinu í viðeigandi átt þar til viðkomandi hjól er stopp eða rétt snýst aftur á bak (Mynd 52).

   g004488
  7. Hreyfið akstursstjórnstöngina áfram og aftur á bak og svo aftur í hlutlausa stöðu.

   Note: Dekkið þarf að stöðvast eða snúast löturhægt aftur á bak.

  8. Færið inngjafarstöngina í HRAðA stöðu.

   Note: Tryggið að hjólið sé stopp eða rétt snúist aftur á bak; stillið ef með þarf.

  9. Endurtakið skref 6 til 8 á hinni hlið sláttuvélarinnar.

  10. Herðið festirærnar við kúluliðina (Mynd 50).

  11. Færið inngjafarstjórnstöngina í HæGA stöðu og drepið á vélinni.

  12. Fjarlægið tengivírinn af snúrutenglinum og stingið tenglinum í samband við sætisrofann.

   Viðvörun

   Rafkerfið framkvæmir ekki viðeigandi öryggisstöðvun á meðan tengivírinn er tengdur.

   • Fjarlægið tengivírinn af rafleiðslutenglinum og stingið tenglinum í samband við sætisrofann að stillingu lokinni.

   • Ekki vinna á sláttuvélinni með tengivírinn á og tengt framhjá sætisrofanum.

  13. Setjið sætið aftur á sinn stað.

  14. Fjarlægið búkkana.

  Stilling hámarksaksturshraða

  1. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  3. Fjarlægið boltana sem festa framhlífina og fjarlægið hana (Mynd 53).

   g020875
  4. Losið festiróna á stoppboltanum fyrir stjórnstöng (Mynd 54).

   g004766
  5. Skrúfið stoppboltann alla leið inn (frá stjórnstönginni).

  6. Ýtið stjórnstönginni alla leið fram þar til hún stöðvast og haldið henni þar.

  7. Skrúfið stoppboltann út (að stjórnstönginni) þar til bilið er 1,5 mm á milli hauss stoppboltans og stjórnstangarinnar.

   Note: Ef minnka á hámarkshraða sláttuvélarinnar skal skrúfa stoppbolta jafnt að stjórnstönginni þar til viðeigandi hámarkshraða er náð. Hugsanlega þarf að prófa stillinguna nokkrum sinnum.

  8. Herðið festiróna til að festa stoppboltann.

  9. Endurtakið skref 4 til 8 fyrir hina stjórnstöngina.

  10. Setjið framhlífina á.

  11. Gangið úr skugga um að sláttuvélin aki beint áfram og beygi ekki þegar báðum stjórnstöngunum er ýtt alla leið fram.

   Note: Ef sláttuvélin beygir eru stoppboltarnir ekki jafnt stilltir og krefjast því frekari stillingar.

  Stefnustilling

  1. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  3. Losið boltana sem festa stjórnstangirnar (Mynd 55).

   g004919
  4. Látið einhvern ýta stjórnstangarstoðunum (ekki stjórnstangirnar) alla leið fram í hámarkshraða og halda þeim þar.

  5. Stillið stjórnstangirnar af og herðið boltana til að festa stangirnar við stoðirnar (Mynd 56).

   g001656

  Viðhald vökvakerfis

  Öryggi tengt vökvakerfi

  • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

  • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

  • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

  • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

  • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

  Rúmtak fyrir glussa

  Geymirinn er um það bil 4,7 lítrar.

  Forskrift fyrir glussa

  Geymirinn er fylltur í verksmiðju með gæðagírolíu/glussa. Ráðlagður glussi fyrir glussaskipti er eftirfarandi:

  Toro Premium Transmission/Hydraulic Tractor Fluid (fæst í 19 l fötum eða 208 l tunnum. Upplýsingar um hlutarnúmer er að finna í varahlutabæklingnum eða hjá dreifingaraðila Toro).

  Annar glussi: Ef Toro-glussinn er ekki í boði er hægt að nota Mobil® 424-glussa.

  Note: Toro tekur ekki ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa.

  Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

  Skoðun vökvakerfis

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Kannið stöðu glussa.
 • Kannið glussastöðu áður en vélin er gangsett í fyrsta skipti og daglega eftir það.

  1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

  2. Setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og gangsetjið vélina.

   Note: Látið vélina ganga á minnsta mögulega snúningshraða til að hreinsa loft úr kerfinu.

   Important: Ekki tengja aflúttakið.

  3. Lyftið pallinum til að lengja lyftitjakkana, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

  4. Lyftið sætinu til að komast að glussageyminum.

  5. Fjarlægið lokið af áfyllingarstút glussageymisins (Mynd 57).

   g004494
  6. Takið olíukvarðann úr og strjúkið af honum með hreinum klút (Mynd 57).

  7. Setjið olíukvarðann í áfyllingarstútinn; takið hann aftur úr og kannið glussastöðu (Mynd 57).

   Note: Ef glussastaðan er ekki innan merkta svæðisins á kvarðanum skal fylla glussann þar til glussastaðan er innan merkta svæðisins.

   Important: Yfirfyllið ekki.

  8. Setjið olíukvarðann aftur í og skrúfið áfyllingarlokið fast á áfyllingarstútinn með höndunum.

  9. Leitið eftir leka á slöngum og tengjum.

  Skipt um glussa og síu

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Eftir fyrstu 200 klukkustundirnar
 • Skiptið um glussa og síu.
 • Á 800 klukkustunda fresti
 • Skiptið um glussa og síu.
  1. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  3. Setjið stóra pönnu undir glussageyminn og gírkassann og takið tappana úr til að tappa glussanum af (Mynd 58).

   g004652
  4. Þrífið svæðið í kringum glussasíuna og fjarlægið hana (Mynd 58).

  5. Setjið nýja glussasíu tafarlaust í.

  6. Setjið botntappana í glussageyminn og gírkassann.

  7. Fyllið á geyminn í viðeigandi hæð (um það bil 5,7 l); sjá Skoðun vökvakerfis.

  8. Gangsetjið vélina og leitið eftir leka. Leyfið vélinni að ganga í fimm mínútur og drepið svo á henni.

  9. Bíðið í tvær mínútur og kannið svo stöðu glussans; sjá Skoðun vökvakerfis.

  Þrif

  Hreinsað undan sláttubúnaðinum

  Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
  Fyrir hverja notkun eða daglega
 • Þrífið sláttubúnaðinn og sláttuvélina.
  1. Aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Færið inngjafarstöngina í HæGA stöðu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  3. Lyftið sláttubúnaðinum í flutningsstöðu.

  4. Lyftið framhluta sláttuvélarinnar upp á búkka.

  5. Hreinsið undan sláttubúnaðinum með vatni.

  Förgun úrgangs

  Smurolía, rafgeymar, glussi og kælivökvi eru mengunarvaldar. Þeim skal farga í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.

  Geymsla

  Öryggi við geymslu

  • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

  • Geymið ekki sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  Undirbúningur sláttuvélar fyrir geymslu

  Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa sláttuvélina.

  1. Takið lykilinn úr svissinum og geymið hann á stað sem auðvelt er að muna hvar er.

  2. Þrífið sláttuvélina, pallinn og vélina vandlega og gætið sérstaklega að eftirfarandi svæðum:

   • Vatnskassa og vatnskassakjarna

   • Undir pallinum

   • Undir reimarhlífum pallsins

   • Mótvægisgormum

   • Aflúttaki

   • Smurkoppum og snúningspunktum

   • Stjórnkassi að innanverðu

   • Undir sætisplötunni og ofan á gírkassanum

  3. Kannið og stillið loftþrýsting í hjólbörðum að framan og aftan; sjá Þrýstingur hjólbarða kannaður.

  4. Fjarlægið, brýnið og jafnvægisstillið sláttuhnífana. Setjið hnífana á og herðið festibolta hnífa í 115 til 149 Nm.

  5. Kannið hvort festingar hafi losnað og herðið þær eftir þörfum. Herðið boltana sex til að festa grind sláttubúnaðarpallsins við sláttuvélina (Mynd 59) í 359 Nm.

   g004905
  6. Smyrjið eða berið olíu á smurkoppa, snúningspunkta og pinna hjáveituloka gírkassa. Þurrkið burtu umframsmurefni.

  7. Pússið með fínum sandpappír og blettið í lakkaða fleti sem hafa rispast, tærst eða flísast hefur úr. Gerið við beyglur á málmi.

  8. Þjónustið rafgeyminn og kaplana eins og hér segir:

   1. Fjarlægið kaplaskautin af rafgeymaskautunum.

   2. Hreinsið rafgeyminn og skautin með vírbursta og matarsódalausn.

   3. Berið Grafo 112X-húðunarfeiti (Toro hlutarnúmer 505-47) eða vaselín á kaplaskautin og rafgeymaskautin til að koma í veg fyrir tæringu.

   4. Hlaðið rafgeyminn hægt í sólarhring á 60 daga fresti til að hefta myndun blýsúlfats í rafgeyminum.

  Vélin undirbúin

  1. Tappið smurolíunni af olíupönnunni og setjið botntappann í.

  2. Skiptið um smurolíu og síu; sjá Skipt um smurolíu og síu.

  3. Hellið uppgefnu magni smurolíu á vélina; sjá Staða smurolíu könnuð.

  4. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í lausagangi í tvær mínútur.

  5. Tappið eldsneytinu af eldsneytisgeyminum, eldsneytisleiðslunum, dælunni, síunni og skiljunni. Skolið eldsneytisgeyminn með hreinu dísileldsneyti og tengið allar eldsneytisleiðslur.

  6. Hreinsið vandlega og þjónustið loftsíuna.

  7. Þéttið inntak loftsíu og útblástursúttak með veðurþolnu málningarlímbandi.

  8. Skoðið olíuáfyllingarlokið og eldsneytisgeymislokið til að tryggja að þau séu tryggilega skrúfuð á.