Viðhald
Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar |
|
Eftir hverja notkun |
|
Á 100 klukkustunda fresti |
|
Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald
Varúð
Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vélina og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.
Takið lykilinn úr svissinum áður en viðhaldi er sinnt.
-
Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.
-
Aftengið aflúttakið.
-
Hægið snúningshraða vélarinnar í hægan snúning/lausagang.
-
Setjið akstursstjórnstangirnar eða inngjafarfótstigið í HLUTLAUSA stöðu.
-
Setjið stöðuhemilinn á.
-
Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.
-
Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en stigið er upp úr sæti stjórnanda.
Hreinsun hlífarsigtis
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir hverja notkun |
|
-
Framkvæmið skrefin í Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.
-
Opnið hlíf safnarans.
-
Hreinsið óhreinindi af sigtinu.
-
Lokið hlíf safnarans.
Hreinsun safnarans og poka
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir hverja notkun |
|
-
Framkvæmið skrefin í Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.
-
Þrífið safnarahlífina, pokana og rörið að innan og utan og þrífið undan sláttubúnaðinum.
Notið milt hreinsiefni til að fjarlægja óhreinindi.
-
Tryggið að allt gras sé hreinsað af öllum hlutum.
-
Leyfið öllum hlutum að þorna vel að þrifum loknum.
Note: Setjið alla hluta á sinn stað og látið vélina og aflúttakið ganga í eina mínútu til að flýta fyrir þurrkun safnara og poka.
Skoðun safnarans
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar |
|
Á 100 klukkustunda fresti |
|
-
Framkvæmið skrefin í Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.
-
Skoðið efra rörið, neðra rörið, safnarahlífina og blásarann. Skiptið um sprungna eða bilaða hluta.
-
Skoðið poka, safnaragrind og sigti. Skipti um sprungna, slitna eða bilaða hluta.
-
Herðið lausar rær, bolta og skrúfur.
Skoðun sláttuvélarhnífa
-
Skoðið sláttuvélarhnífana reglulega og alltaf þegar hnífur rekst í aðskotahlut.
-
Ef hnífar eru mjög slitnir eða skemmdir skal setja nýja hnífa í; frekari upplýsingar um viðhaldsferli fyrir hnífa er að finna í notandahandbók sláttuvélarinnar.