Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal133-8061

Uppsetning

Note: Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Sláttuvélin undirbúin

Framkvæmið eftirfarandi til að undirbúa sláttuvélina fyrir tengingu blásara og frágangsbúnaðar.

  1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, aftengið aflúttakið, setjið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA LáSSTöðU og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Svissið AF, fjarlægið lykilinn og bíðið eftir að allir hlutir á hreyfingu hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  3. Gerið við beyglur eða skemmdir á sláttubúnaðarpallinum og setjið nýja varahluti í stað hluta sem vantar.

  4. Hreinsið hvers kyns óhreinindi af palli eða afturhluta sláttuvélarinnar til að auðvelda uppsetningu.

Trissa sett upp

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Tvöföld trissa1
  1. Stillið sláttubúnaðarpallinn á lægstu sláttuhæð.

  2. Fjarlægið hægri reimarhlífina (Mynd 1).

    g034074
  3. Fjarlægið reim sláttubúnaðarpallsins af hægri trissunni.

    Note: Geymið hægri reimarhlífina, hnúðinn og reimina til síðari nota ef blásarinn og reimin eru fjarlægð.

  4. Komið kubbi fyrir undir hægra hnífadrifinu, undir sláttubúnaðarpallinum, áður en hægri trissa sláttubúnaðarpallsins er fjarlægð (Mynd 2).

    Note: Þetta kemur í veg fyrir að íhlutir drifsins detti niður þegar trissuróin er fjarlægð.

  5. Fjarlægið trissuróna, skinnuna og trissuna sem fyrir eru (Mynd 2). Geymið þessa íhluti til síðari nota.

  6. Setjið nýju tvöföldu trissuna á drifið og festið hana með skinnunni og trissurónni sem voru fjarlægðar (Mynd 2). Herðið róna í 176 til 203 N∙m (130 til 150 ft-lb).

  7. Eftir að nýju trissunni hefur verið komið fyrir skal setja reim sláttubúnaðarpallsins upp á neðri trissuna.

    g033896

Svarðarvarnarhjól og festing sem fyrir eru fjarlægð

(Aðeins fyrir 152 cm palla)
  1. Hreinsið svæðið í kringum hægra svarðarvarnarhjólið að aftan.

  2. Fjarlægið svarðarvarnarhjólið af festingunni með því að losa og fjarlægja sjálflæsandi róna (3/8 to.) og öxulboltann (3/8 x 4-1/2 to.) eins og sýnt er á Mynd 3.

  3. Fjarlægið boltana þrjá (3/8 x 3/4 to.) og sjálflæsandi rærnar (3/8 to.) sem festa festinguna við sláttuvélina (Mynd 3).

    Note: Geymið allar festingar til síðari nota.

    g003313

Uppsetning blásaralamar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Blásaralöm1
Málmsniðmát1
Bolti (⅜ x 1 tomma)3 eða 4
Lásró (⅜ tomma)3 eða 4

Gerð 31212

  1. Setjið málmsniðmátið upp á sláttubúnaðarpallinn með boltunum og rónum sem áður voru fjarlægð og notið götin sem fyrir eru á sláttubúnaðarpallinum (Mynd 4).

    Note: Gangið úr skugga um að boltarnir og rærnar séu hert og að sniðmátið sé þétt upp við sláttubúnaðarpallinn.

  2. Merkið fyrir staðsetningu gatanna á nýja sláttubúnaðarpallinum með því að nota götin fjögur á sniðmátinu (Mynd 4).

  3. Fjarlægið málmsniðmátið og borið fjögur göt (1/8 to.) með beittum bor (Mynd 4).

  4. Borið fjögur göt (13/32 to.) í litlu holurnar með beittum bor (Mynd 4).

    g033910
  5. Setjið nýju blásaralömina með fjórum boltum (3/8 x 1 to.) og fjórum lásróm (3/8 to.) á með því að nota boruðu götin (Mynd 5).

    g033908

Gerð 31213

  1. Setjið málmsniðmátið upp á sláttubúnaðarpallinn með boltunum og rónum sem áður voru fjarlægð og notið götin sem fyrir eru á sláttubúnaðarpallinum (Mynd 6).

    Note: Gangið úr skugga um að boltarnir og rærnar séu hert og að sniðmátið sé þétt upp við sláttubúnaðarpallinn.

  2. Merkið fyrir staðsetningu gatanna á nýja sláttubúnaðarpallinum með því að nota götin þrjú á sniðmátinu (Mynd 6).

  3. Fjarlægið málmsniðmátið og borið þrjú göt (1/8 to.) með beittum bor (Mynd 6).

  4. Borið þrjú göt (13/32 to.) í litlu holurnar með beittum bor (Mynd 6).

    g011122
  5. Setjið nýju blásaralömina með þremur boltum (3/8 x 1 to.) og þremur lásróm (3/8 to.) á með því að nota boruðu götin (Mynd 7).

  6. Setjið svarðarvarnarhjólið upp á blásaralömina með öxulboltanum (3/8 x 4-1/2 to.), stöðuhólknum, fóðringunni og sjálflæsandi rónni (3/8 to.) sem áður voru fjarlægð; sjá Mynd 7.

    g011056

Blásarareimin leidd inn í blásarann

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Blásarareim1
Gormur1
  1. Ef festing reimarhlífar er til staðar skal skera af henni þannig að hún flútti við brún efri pallsins; sjá Mynd 8.

    Note: Fjarlægið allar skarpar brúnir.

    Note: Um leið og þetta er fjarlægt skal setja nýju hlífarfestinguna á; sjá Ný festing reimarhlífar sett upp þegar samstæðan er fjarlægð.

    g033986
  2. Setjið reimina á trissu blásarans (Mynd 9).

  3. Setjið gorminn á milliarminn og pinnann á blásarann (Mynd 9).

    g003398

Blásari settur upp

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Blásari1

Viðvörun

Óvarið losunarop býður upp á hættuna á því að sláttuvélin skjóti hlutum að stjórnanda eða nærstöddum með meðfylgjandi hættu á alvarlegum meiðslum. Við þetta er hnífurinn einnig óvarinn.

  • Vinnið aldrei á sláttuvél án hlífðarplötu, lokplötu eða grasrennu og safnara.

  • Gangið úr skugga um að grashlífin sé uppsett þegar grasrennan og safnarinn eru fjarlægð.

  1. Fjarlægið losunarrennuna á hliðinni af sláttubúnaðarpallinum (Mynd 10).

    g002519
  2. Rennið blásarapinnanum inn í snúningsopið (Mynd 11).

    g011124
  3. Lokið blásaranum til að sjá hvort klinkurnar eru rétt stilltar. Losið eða herðið boltann til að klinkurnar haldi blásaranum þétt við sláttubúnaðarpallinn en þó sé hægt að losa hann með höndunum (Mynd 12).

    g011125
  4. Setjið gorminn á eins og sýnt er á Mynd 13.

    Note: Gangið úr skugga um að krókarnir séu í réttri stöðu.

    g011126
  5. Togið gormspennta lausahjólið aftur og leggið reimina í kringum trissu sláttubúnaðarpallsins. Gangið úr skugga um að reimin liggi rétt utan um trissur blásarans (Mynd 14).

    g011127
  6. Herðið klinkuboltana.

Uppsetning reimarhlífar og bolta

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Reimarhlíf1
Bolti (½ x 2½ tommur)1
Ró (½ tomma)1
  1. Stillið sláttubúnaðarpallinn á lægstu sláttuhæð.

  2. Setjið upp nýju reimarhlífina þannig að raufarnar báðum megin fari yfir stoðir reimarhlífarinnar (Mynd 15 og Mynd 16).

    g034077
    g011051
  3. Lækkið sláttubúnaðarpallinn og setjið bolta (1/2 x 2-1/2 to.) og ró (1/2 to.) í 152 mm sláttuhæðargatið (Mynd 17).

    Note: Slíkt kemur í veg fyrir skemmdir á tvöföldu trissunni þegar sláttubúnaðarpallinum er lyft.

    g011183

Uppsetning blásarahlífa

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Framhlíf1
Afturhlíf1
Bolti (1/4 x 5/8 to.)6
Ró (1/4 to.)1
  1. Setjið framhlífina á með þremur boltum og ró (1/4 to.); sjá Mynd 18.

  2. Setjið afturhlífina á með þremur boltum (Mynd 18).

    g034078

Uppsetning rörklinku

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Klinkufestibúnaður1
Bolti (3/8 x 2-1/2 to.)2
Ró (⅜ tommur)2
Klinkufestiól1
Skrúfa (#10 x 1/2 to.)2
Ró (#10)2
  1. Setjið klinkufestibúnaðinn á blásarann með tveimur boltum og tveimur róm (Mynd 19).

    g033958
  2. Festið klinkufestiólina á festibúnaðinn með tveimur skrúfum (#10 x 1/2 to.) og tveimur róm (#10); sjá Mynd 20.

    g033957

Ný festing reimarhlífar sett upp þegar samstæðan er fjarlægð

(Aðeins fyrir gerð 31212)

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Festing reimarhlífar1
Burðarbolti (1/4 x 3/4 to.)2
Lásró (1/4 tomma)2
  1. Borið tvö göt (6,5 mm eða borstærð H) í efri pallinn með beittum bor; sjá rétta staðsetningu á Mynd 21.

    g033989
  2. Setjið nýja festingu reimarhlífar upp með tveimur boltum (1/4 x 3/4 to.) og tveimur lásróm (1/4 to.) eins og sýnt er á Mynd 22.

    g033987

Stöðvun eldsneytisgjafar sett upp

Fyrir CE-samhæfar GM7200 eða GM7210 International-sláttuvélar með Kubota-vélum

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Stöðvun eldsneytisgjafar1

Note: Þetta verkferli er aðeins fyrir CE-samhæfar GM7200 eða GM7210 International-sláttuvélar með Kubota®-vél.

  1. Fjarlægið róna og skinnuna sem festa hraðastjórnstöngina við gangaráðsskaftið (Mynd 23).

    g012500
  2. Setjið stöðvun eldsneytisgjafar á gangráðsskaftið þannig að flipinn liggi að fleti hraðastjórnstangarinnar (Mynd 23).

  3. Setjið skinnuna og róna upp á skaftið og herðið með 9,7 til 12,0 N∙m átaki (86 til 106 ft-lb).