Inngangur

Þessi sláttubúnaður er fyrir slátt flata og stuttra brauta á golfvöllum. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

g014403

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ táknar mikilvægar, almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar tilskipanir. Frekari upplýsingar er að finna í yfirlýsingu um ísetningu í aftasta hluta þessarar handbókar.

Öryggi

Þessi vélbúnaður er hannaður í samræmi við EN ISO 5395 og ANSI B71.4–2017.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið aflimun. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

  • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vélin er gangsett.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropum. Haldið vegfarendum og dýrum í öruggri fjarlægð frá sláttuvélinni.

  • Haldið börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á sláttuvélinni.

  • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, látið sláttubúnaðinn síga, aftengið drif, setjið stöðuhemilinn á (ef hann er til staðar), drepið á vélinni og takið lykilinn úr áður en sæti stjórnanda er yfirgefið.

Röng notkun eða viðhald þessarar sláttuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggi sláttubúnaðar

  • Sláttubúnaðurinn er eingöngu hluti af þeirri sláttuvél sem hann er festur á. Lesið notendahandbók sláttuvélarinnar vandlega. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um örugga notkun sláttuvélarinnar.

  • Stöðvið sláttuvélina, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hreyfanlegir hlutar hafa stöðvast áður en tengibúnaður sem hefur rekist í hlut er skoðaður eða ef sláttuvélin titrar óeðlilega. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

  • Haldið öllum hlutum í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur. Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

  • Notið eingöngu aukabúnað, tengibúnað og varahluti sem Toro samþykkir.

Öryggi hnífa

Slitið eða skemmt keflisblað eða botnblað getur brotnað og hluti úr því skotist í stjórnandann eða nærstadda og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

  • Leitið reglulega eftir sliti eða skemmdum á keflis- og botnblöðunum.

  • Sýnið aðgát og klæðist hönskum við skoðun og vinnu við keflis- og botnblöðin.

  • Sýnið aðgát þegar unnið er við sláttuvélar með mörgum sláttubúnaðareiningum þar sem snúningur eins keflis getur stuðlað að snúningi margra kefla.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal137-9706

Uppsetning

Rúlla sett á

Sláttubúnaðurinn er afhentur án rúllu að framan. Rúllan fæst hjá söluaðila og sett á sláttubúnaðinn eins og hér segir:

  1. Fjarlægið borðaboltann, skinnuna og sjálflæsandi róna sem festa einn sláttuhæðararminn við hliðarplötu sláttubúnaðarins (Mynd 3).

    g278288
  2. Losið festiskrúfur rúllunnar á sláttuhæðarörmunum (Mynd 3).

  3. Rennið rúlluskaftinu í sláttuhæðararminn á hinum enda sláttubúnaðarins (Mynd 3).

  4. Rennið sláttuhæðararminum á rúlluskaftið (Mynd 3).

  5. Festið rúlluna lauslega á sláttubúnaðinn með sláttuhæðararminum og festingunum sem búið var að fjarlægja (Mynd 3).

  6. Miðjið rúlluna á milli sláttuhæðararmanna.

  7. Herðið festiskrúfur rúllunnar (Mynd 3).

  8. Stillið æskilega sláttuhæð og herðið festingar sláttuhæðararmanna.

Sláttubúnaður stilltur

  1. Setjið stuðning undir sláttubúnaðinn; sjá Stuðningur við sláttubúnaðinn.

  2. Stillið botnblaðið af við keflið.

  3. Stillið hæð aftari rúllunnar.

  4. Stillið sláttuhæðina.

  5. Stillið sköfuna.

Heildstæðar leiðbeiningar fyrir þessar stillingar er að finna í Sláttubúnaður stilltur.

Yfirlit yfir vöru

TegundarnúmerÞyngd
0465132 kg
0465334 kg
0465535 kg

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir sláttuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Nákvæmar notkunarleiðbeiningar er að finna í notendahandbók sláttuvélarinnar. Stillið botnblaðið daglega áður en sláttubúnaðurinn er notaður; sjá Dagleg stilling botnblaðs. Sláið lítinn blett áður en sláttubúnaðurinn er notaður til að tryggja að sláttugæði séu viðeigandi.

Sláttubúnaður stilltur

Snerting botnblaðs og keflis stillt

Dagleg stilling botnblaðs

Kannið hvort snerting botnblaðs og keflis sé eins og hún á að vera fyrir slátt á hverjum degi eða eftir þörfum. Þetta skal gera jafnvel þótt sláttugæði séu viðunandi.

  1. Leggið sláttubúnaðinn á stöðugt undirlag, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

  2. Snúið keflinu hægt í öfuga átt og hlustið eftir snertingu keflis og botnblaðs.

    • Ef ekki verður vart við snertingu skal stilla botnblaðið eins og hér segir:

      1. Snúið stilliboltum botnstangarinnar réttsælis (Mynd 4) um einn snúning í einu þar til vart verður við létta snertingu.

        Note: Stilliboltar botnstangarinnar hreyfa botnblaðið í 0,018 mm þrepum.

        g026076
      2. Setjið langan þar til gerðan pappírsborða á milli keflisins og botnblaðsins, hornrétt á botnblaðið (Mynd 5) og snúið keflinu því næst rólega áfram. Pappírinn á að klippast í sundur. Ef sú er ekki raunin þarf að endurtaka skref 1 og 2 þar til pappírinn er klipptur.

    • Ef vart verður við of mikla snertingu/viðnám í kefli þarf að bakslípa, brýna framhluta botnblaðsins eða slípa sláttubúnaðinn til að ná nægilega hvössum brúnum fyrir nákvæman skurð (frekari upplýsingar eru handbók Toro fyrir brýningu kefla- og snúningssláttuvéla, eyðublað nr. 09168SL).

    Important: Létt snerting þarf alltaf að vera til staðar. Ef léttri snertingu er ekki viðhaldið sjálfbrýnast botnblað/keflisbrúnir ekki nægilega vel og bit skurðarbrúna minnkar eftir tiltekinn notkunartíma. Ef snerting er of mikil slitna botnblað/kefli of hratt, slit getur orðið ójafnt og sláttugæði kunna að minnka.

    Note: Með tímanum fer snerting keflisblaðanna við botnblaðið að mynda gráð á framhluta skurðarbrúnarinnar eftir endilöngu botnblaðinu. Rennið þjöl eftir frambrúninni með reglulegu millibili til að fjarlægja gráðið og gera skurðinn betri.Eftir langa notkun myndast brún á báðum endum botnblaðsins. Sverfið þessar brúnir niður að skurðarbrún botnblaðsins til að tryggja hnökralausa notkun.

Botnblaðið stillt af við keflið

Notið þessa aðferð við fyrstu uppsetningu sláttubúnaðarins og eftir að keflið er slípað, bakslípað eða tekið í sundur. Þetta er ekki stilling sem sinna þarf daglega.

  1. Komið sláttubúnaðinum fyrir á sléttu undirlagi.

  2. Veltið sláttubúnaðinum við til að komast að botnblaðinu og keflinu.

    Note: Tryggið að rærnar aftan á stilliboltum botnstangarinnar liggi ekki á undirlaginu (Mynd 12).

  3. Snúið keflinu þannig að eitt blaðanna liggi yfir brún botnblaðsins á milli hausa fyrsta og annars botnblaðsbolta hægra megin á sláttubúnaðinum.

  4. Merkið staðinn á blaðinu sem liggur yfir brún botnblaðsins.

    Note: Þetta auðveldar stillingar síðar meir.

  5. Setjið 0,05 mm millilegg á milli blaðsins og brúnar botnblaðsins þar sem merkt var í skrefi 4.

  6. Snúið stillibolta hægri botnstangar (Mynd 4) þar til léttur þrýstingur greinist á millilegginn þegar hann er hreyfður til hliðanna. Fjarlægið millilegginn.

  7. Vinstra megin á sláttubúnaðinum er keflinu snúið rólega þar til næsta blað liggur yfir brún botnblaðsins á milli hausa fyrsta og annars bolta.

  8. Endurtakið skref 4 til 6 á vinstri hlið sláttubúnaðarins og stillibolta vinstri botnstangar.

  9. Endurtakið skref 5 og 6 þar til léttur þrýstingur greinist á snertipunktum vinstri og hægri hliða sláttubúnaðarins.

  10. Snúið stilliboltunum réttsælis um þrjá smelli til að ná léttri snertingu á milli keflisins og botnblaðsins.

    Note: Hver smellur stillibolta botnstangarinnar hreyfir botnblaðið um 0,018 mm. Ekki ofherða stilliboltana.Þegar stilliboltanum er snúið réttsælis færist brún botnblaðsins nær keflinu. Þegar stilliboltanum er snúið rangsælis færist brún botnblaðsins frá keflinu.

  11. Setjið langan þar til gerðan pappírsborða á milli keflisins og botnblaðsins, hornrétt á botnblaðið (Mynd 5) og snúið keflinu því næst rólega áfram. Pappírinn á að klippast í sundur. Ef sú er ekki raunin þarf að snúa stilliboltum botnstangarinnar um einn smell réttsælis og endurtaka þetta skref þar til pappírinn er klipptur.

    g000487

Note: Ef vart verður við of mikla snertingu/viðnám í kefli þarf að bakslípa, brýna framhluta botnblaðsins eða slípa sláttubúnaðinn til að ná nægilega hvössum brúnum fyrir nákvæman skurð (frekari upplýsingar eru handbók Toro fyrir brýningu kefla- og snúningssláttuvéla, eyðublað nr. 09168SL).

Hæð aftari rúllu stillt

Stilla þarf festingar aftari rúllunnar (Mynd 6 eða Mynd 7) í lága eða háa stöðu, allt eftir þeirri hæð sem óskað er eftir:

  • Setjið stöðuhólkinn ofan á festikraga hliðarplötunnar (verksmiðjustilling) þegar sláttuhæð er stillt frá 1,5 mm til 6 mm, eins og sýnt er á Mynd 6.

    g014404
  • Setjið stöðuhólkinn undir festikraga hliðarplötunnar þegar sláttuhæð er stillt frá 3 mm til 25 mm, eins og sýnt er á Mynd 7.

    g014405
  1. Lyftið afturhluta sláttubúnaðarins og setjið stuðning undir botnblaðið.

  2. Fjarlægið rærnar tvær sem festa festingar og stöðuhólka rúllunnar við festikraga hliðarplötu.

  3. Takið rúlluna og boltana af festikrögum hliðarplötu og stöðuhólkum.

  4. Setjið stöðuhólkana á boltana fyrir ofan eða neðan rúllufestingarnar, eftir þörfum (Mynd 6 eða Mynd 7).

  5. Festið rúllufestinguna og stöðuhólkana neðan á festikragana með rónum sem búið var að taka af.

Note: Staðsetning aftari rúllunnar út frá keflinu stjórnast af vélrænum mörkum íhluta og hana þarf ekki að stilla.

Stilling sláttuhæðar

Notið eftirfarandi töflu til ákvarða hvaða botnblað hentar fyrir þá sláttuhæð sem leitast er eftir.

BotnblaðHlutarnr.Sláttuhæð
Edgemax Micro-cut (staðalbúnaður)115-18801,5 til 4,7 mm
Edgemax Tournament (aukabúnaður)115-18813,1 til 12,7 mm
Micro-cut (aukabúnaður)93-42621,5 til 4,7 mm
Tournament (aukabúnaður)93-42633,1 til 12,7 mm
Extended Micro-cut (aukabúnaður)108-43031,5 til 4,7 mm
Extended Tournament (aukabúnaður)108-43023,1 til 12,7 mm
Low-cut (aukabúnaður)93-42644,7 til 25,4 mm
High-cut (aukabúnaður)94-63927,9 til 25,4 mm
Fairway (aukabúnaður)63-86109,5 til 25,4 mm
Fairway EdgeMax (aukabúnaður)137-08799,5 til 25,4 mm

Note: Ef sláttuhæð á að vera yfir 9,5 mm þarf að nota sett fyrir háa sláttuhæð.

Stilling sláttuhæðarstangar

Áður en sláttuhæð er stillt skal stilla sláttuhæðarstöng sem hér segir:

  1. Losið róna á hæðarstönginni og skrúfið stilliboltann í æskilega sláttuhæð (Mynd 8).

    Note: Fjarlægðin milli neðri hluta boltahaussins og stangarinnar samsvarar sláttuhæðinni.

    g000489
  2. Herðið róna.

Stilling sláttuhæðar

  1. Losið lásrærnar sem festa sláttuhæðararmana við hliðarplötur sláttubúnaðarins (Mynd 9).

    g278333
  2. Krækið boltahaus sláttuhæðarstangarinnar á hægri hlið skurðarbrúnar botnblaðsins og leggið enda stangarinnar aftan á rúlluna (Mynd 10).

    g014408
  3. Snúið stilliboltanum þar til rúllan snertir framhluta hæðarstangarinnar.

  4. Endurtakið skref 2 og 3 vinstra megin.

  5. Stillið báða enda rúllunnar þar til rúllan er fullkomlega samsíða botnblaðinu.

    Important: Í réttri stillingu snerta aftari og fremri rúllan hæðarstöngina og boltinn liggur þétt að botnblaðinu. Þetta tryggir sömu sláttuhæð á báðum endum botnblaðsins.

  6. Herðið rærnar nógu vel til að koma í veg fyrir hlaup í skinnunni.

  7. Gangið úr skugga um að sláttuhæðin sé rétt; endurtakið ferlið ef með þarf.

Skafan stillt

Stillið sköfuna til að tryggja að slegið gras sé hreinsað frá keflissvæðinu, eins og hér segir:

Note: Hægt er að stilla sköfuna eftir ástandi grassvarðarins. Færið sköfuna nær keflinu þegar grassvörðurinn er mjög þurr. Færið hana fjær keflinu þegar grassvörðurinn er blautur. Skafan þarf að vera samsíða keflinu til að tryggja rétta virkni. Stillið hana eftir að keflið hefur verið slípað með slípirokki.

  1. Losið boltana sem festa efstu stöngina (Mynd 11) við sláttubúnaðinn.

    g014643
  2. Setjið 1,5 mm föler á milli efsta hluta keflisins og sköfunnar og herðið því næst boltana.

    Important: Gangið úr skugga um að bilið á milli sköfunnar og keflisins sé það sama eftir keflinu endilöngu.

    Note: Stillið bilið eftir ástandi grassvarðarins.

Viðhald

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Stuðningur við sláttubúnaðinn

Þegar velta þarf sláttubúnaðinum við til að komast að botnblaðinu/keflinu skal setja stuðning við afturhluta sláttubúnaðarins til að tryggja að hægt sé að komast að róm stillibolta botnstangarinnar (Mynd 12).

g014596

Unnið við botnstöng

Vinna við botnstöngina og botnblaðið skal eingöngu vera í höndum hæfs vélvirkja til að koma í veg fyrir skemmdir á keflinu, botnstönginni eða botnblaðinu. Best væri að vinnu við sláttubúnaðinn sé sinnt hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro. Í þjónustuhandbók sláttuvélarinnar er að finna nákvæmar leiðbeiningar, upplýsingar um sérverkfæri og skýringarmyndir fyrir vinnu við botnblaðið. Komi til þess að notandi/eigandi þurfi að taka botnstöngina af eða setja hana á skal notast við leiðbeiningar og forskriftir fyrir vinnu við botnblaðið sem er að finna hér á eftir.

Important: Þegar unnið er við botnblaðið skal ávallt fylgja verkferlum fyrir botnblaðið sem er að finna í þjónustuhandbókinni. Ef botnblaðið er ekki rétt slípað og rétt sett í er hætta á skemmdum á keflinu, botnstönginni eða botnblaðinu.

Botnstöngin tekin af

  1. Snúið stillibolta botnstangarinnar rangsælis til að færa botnblaðið frá keflinu (Mynd 13).

    g014641
  2. Losið gormspennuna þar til skinnunni er ekki lengur þrýst að botnstönginni (Mynd 13).

  3. Losið lásrærnar sem festa botnstangarboltana (Mynd 14) á báðum hliðum sláttuvélarinnar.

    g014409
  4. Fjarlægið báða botnstangarboltana til að hægt sé að draga botnstöngina niður og af sláttubúnaðinum (Mynd 14).

    Passið upp á plastskinnurnar tvær og stálskinnuna sem er að finna á hvorum enda botnstangarinnar (Mynd 15).

    g032882

Botnstöngin sett á

  1. Setjið botnstöngina á, með festieyrun á milli skinnanna og stillibolta botnstangarinnar (Mynd 13).

  2. Festið botnstöngina á hliðarplöturnar með botnstangarboltunum (rær á boltum) og 3 skinnum (6 alls).

  3. Setjið plastskinnu báðum megin á kraga hliðarplötunnar. Setjið stálskinnur utan á plastskinnurnar (Mynd 15).

  4. Herðið botnstangarboltana í 27 til 36 N m.

  5. Herðið lásrærnar þar til ekki verður lengur vart við hlaup í stálskinnunum en þó er hægt að snúa þeim með handafli. Bil kann að vera innan við skinnurnar.

    Important: Ekki ofherða lásrærnar. Það getur beyglað hliðarplöturnar.

  6. Herðið gormspenntu róna þar til gormurinn liggur alveg saman. Losið þá um hálfan snúning (Mynd 16).

    g016470
  7. Stillið botnblaðið af við keflið; sjá Snerting botnblaðs og keflis stillt.

Forskriftir botnblaðs

Botnblað sett á

  1. Hreinsið ryð, hrúður og tæringu af botnstönginni og berið þunnt olíulag á hana.

  2. Hreinsið skrúfugengjurnar.

  3. Berið smurfeiti á skrúfurnar og festið botnblaðið á botnstöngina.

    g255045
  4. Herðið ytri skrúfurnar tvær í 1 N m.

  5. Herðið skrúfurnar, út frá miðju botnblaðsins, í 23 til 28 N m.

    g255046
  6. Slípið botnblaðið.

Keflið undirbúið fyrir slípun

  1. Gangið úr skugga um að allir íhlutir sláttubúnaðarins séu í góðu ásigkomulagi og lagið öll vandamál áður en slípun fer fram.

  2. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda slípirokksins þegar sláttukeflið er slípað samkvæmt forskriftum.

    Forskriftir fyrir slípun keflis
    Þvermál nýs keflis128,5 mm
    Mörk þvermáls keflis114,3 mm
    Losunarhorn blaðs30° ± 5°
    Breidd blaðbrúnar1,0 mm
    Breiddarbil blaðbrúnar0,8 til 1,2 mm
    Mörk uppmjókkunar þvermáls keflis0,25 mm

Losunarhorn keflis

Nýtt kefli er með 0,8 til 1,2 mm breiða brún og 30° losunarhorn.

Þegar brún verður breiðari en 3 mm þarf að gera eftirfarandi:

  1. Slípið 30° losunarhorn á öll keflisblöð þar til breidd brúnarinnar er 0,76 mm (Mynd 19).

    g278332
  2. Slípið keflið til að ná <0,025 mm kasti.

    Note: Þetta veldur því að breidd brúnarinnar eykst lítillega.

  3. Stillið sláttubúnaðinn; sjá notendahandbók sláttubúnaðarins.

Note: Til að viðhalda biti keflis og botnblaðs – eftir að kefli og/eða botnblað hefur verið slípað – þarf að kanna snertingu keflis og botnblaðs í lok hvers vinnudags og fjarlægja gráð sem kann að valda röngu bili á milli keflis og botnblaðs og hraða sliti.

Forskriftir fyrir slípun botnblaðs

g032182
Staðlað losunarhorn botnblaðsLágmark 3°
Meira losunarhorn botnblaðsLágmark 7°
Svið framhorns13° til 17°

Slípað topphorn kannað

Hornið sem botnblöðin eru slípuð í skipta miklu máli.

Notið hornmæli (Toro-hlutarnr. 131-6828) og hornmælisfestingu (Toro-hlutarnr. 131-6829) til að kanna hornið sem slípirokkurinn myndar og leiðrétta mögulega skekkju.

  1. Setjið hornmælinn undir botnblaðið eins og sýnt er á Mynd 21.

    g034113
  2. Ýtið á Alt Zero-hnappinn á hornmælinum.

  3. Setjið hornmælisfestinguna á brún botnblaðsins þannig að brún segulsins liggi að brún botnblaðsins (Mynd 22).

    Note: Stafræni skjárinn ætti að sjást frá sömu hlið í þessu skrefi og í skrefi 1.

    g034114
  4. Setjið hornmælinn á festinguna eins og sýnt er á Mynd 22.

    Note: Þetta er hornið sem slípirokkurinn myndar og það ætti að vera innan 2 gráða frá ráðlögðu slípuðu topphorni.

Sláttubúnaðurinn bakslípaður

Hætta

Snerting við kefli eða aðra hluta á hreyfingu getur valdið meiðslum.

Haldið fingrum, höndum og fatnaði fjarri keflinu eða öðrum hlutum á hreyfingu.

  • Haldið öruggri fjarlægð frá keflinu meðan á bakslípun stendur.

  • Aldrei skal nota pensil með stuttu handfangi við bakslípun. Pensla með löngu handfangi er hægt að fá hjá næsta viðurkennda dreifingaraðila Toro.

  1. Leggið sláttuvélinni á hreinu og sléttu undirlagi, látið sláttubúnaðinn síga, drepið á vélinni, setjið stöðuhemilinn á og takið lykilinn úr svissinum.

  2. Fjarlægið keflamótorana af sláttubúnaðinum og aftengið og fjarlægið sláttubúnaðinn af lyftiörmunum.

  3. Tengið bakslípunarvélina við sláttubúnaðinn með því að stinga ⅜ tommu ferköntuðum pinna í tengið á enda sláttubúnaðarins.

    Note: Frekari leiðbeiningar og verkferli við bakslípun er að finna í notendahandbók sláttuvélarinnar og handbók Toro fyrir brýningu kefla- og snúningssláttuvéla, eyðublaðsnúmer 80-300PT.

    Note: Betri skurðarbrún næst með því að renna þjöl eftir framhluta botnblaðsins og keflisins þegar bakslípun er lokið. Þetta fjarlægir gráð eða hnökra sem kunna að hafa myndast á skurðarbrúninni.