Viðhald
Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi vinnuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum rafkerfis eða vökvakerfis.
Öryggi við viðhaldsvinnu
-
Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:
-
Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.
-
Færið inngjafarstöngina í lausagangsstöðu.
-
Tryggið að akstursfótstigin séu í hlutlausri stöðu.
-
Setjið stöðuhemilinn á.
-
Drepið á vélinni.
-
Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.
-
Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið að viðhaldi og viðgerðum eða hún þrifin.
-
-
Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.
-
Notið búkka til að styðja við vinnuvélina eða íhluti þegar á þarf að halda.
-
Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku.
Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 5 klukkustundirnar |
|
Eftir fyrstu 20 klukkustundirnar |
|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Eftir hverja notkun |
|
Á 50 klukkustunda fresti |
|
Á 100 klukkustunda fresti |
|
Á 300 klukkustunda fresti |
|
Á 400 klukkustunda fresti |
|
Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notendahandbók vélarinnar.
Athugasemdir um atriði/svæði sem þarf að athuga betur
Skoðun framkvæmd af: | ||
Atriði | Dagsetning | Upplýsingar |
1 | ||
2 | ||
3 | ||
4 | ||
5 | ||
6 | ||
7 | ||
8 |
Gátlisti fyrir daglegt viðhald
Afritið þessa blaðsíðu til að skrá reglubundið viðhald.
Viðhaldsatriði | Vika: | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Mán. | Þri. | Mið. | Fim. | Fös. | Lau. | Sun. | |
Athugið hvort snúningsliðir hreyfast óhindrað. | |||||||
Athugið eldsneytisstöðu. | |||||||
Kannið stöðu smurolíu. | |||||||
Athugið stöðu glussa. | |||||||
Skoðið loftsíuna. | |||||||
Kannið öryggissamlæsingarkerfið. | |||||||
Þrífið kælifanir vélarinnar. | |||||||
Hlustið eftir óeðlilegum vélarhljóðum. | |||||||
Leitið eftir skemmdum á slöngum. | |||||||
Leitið eftir leka. | |||||||
Þrífið vinnuvélina. | |||||||
Smyrjið í alla smurkoppa. | |||||||
Athugið loftþrýsting í hjólbörðum. | |||||||
Blettið í lakkskemmdir. |
Undirbúningur fyrir viðhald
Forðist að halla vinnuvélinni nema það sé alveg nauðsynlegt. Ef vinnuvélinni er hallað getur smurolía komist í strokklok vélarinnar og glussi getur lekið frá lokinu ofan á geyminum. Slíkur leki getur valdið því að framkvæma þurfi dýrar viðgerðir á vinnuvélinni. Lyftið vinnuvélinni með lyftibúnaði eða litlum krana ef nauðsynlegt er að vinna að viðgerðum undir henni.
Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu
-
Akið eða flytjið vinnuvélina á jafnsléttu, sjá Vinnuvélin flutt.
-
Ef flutningshjólin eru niðri skal lyfta þeim upp; sjá Vinnuvélinni lyft upp á flutningshjólin.
-
Ef vélin er í gangi skal slökkva á henni.
-
Setjið stöðuhemilinn á.
-
Ef vélin er heit skal bíða þar til vélin og vökvakerfið hefur kólnað.
Sæti stjórnanda lyft upp
Sæti stjórnanda sett niður
Hallið sætinu niður þar til sætisklinkan smellur örugglega yfir sætispinnann (Mynd 24).
Smurning
Legur drifkeflis smurðar
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Smurfeiti: Litíumfeiti nr. 2
-
Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
-
Þurrkið af svæðinu til að aðskotaefni komist ekki inn í leguna.
-
Dælið smurfeiti ofan í smurkoppinn eins og sýnt er á Mynd 25.
-
Þurrkið umframfeiti af.
Important: Að smurningu lokinni skal láta vinnuvélina ganga stuttlega (ekki á grassverðinum), við það dreifist úr umframfeiti og ekki er hætta á að grassvörðurinn verði fyrir skemmdum.
Viðhald vélar
Vélaröryggi
-
Drepið á vélinni áður en olían er könnuð eða olíu hellt á sveifarhúsið.
-
Ekki breyta gangráðshraðanum eða setja vélina á yfirsnúning.
Forskriftir vélarolíu
Tegund: API-þjónustuflokkur SL eða hærri
Seigja: Veljið olíu með seigju sem hentar umhverfishitastiginu, sjá Mynd 26.
Staða smurolíu könnuð
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Note: Ráðlagt er að athuga smurolíuhæðina þegar vélin er köld og áður en vélin hefur verið gangsett. Leyfið olíunni að renna aftur niður í pönnuna í a.m.k. 10 mínútur áður en smurolíuhæðin er athuguð ef vélin hefur þegar verið gangsett.
-
Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
-
Hreinsið svæðið í kringum olíuáfyllingarlokið (Mynd 27).
-
Skrúfið olíuáfyllingarlokið af með því að snúa því rangsælis.
-
Athugið olíuhæðina (Mynd 28).
Næg olía er á vélinni þegar olíuhæðin er við neðstu brún áfyllingaropsins.
Note: Ef olíuhæðin er undir neðstu brún áfyllingaropsins skal bæta við nægu magni af tilgreindri olíu til að hæðin nái neðstu brún áfyllingaropsins.
Important: Gætið þess að yfirfylla sveifarhúsið ekki af smurolíu.
-
Skrúfið olíuáfyllingarlokið aftur á og þurrkið upp alla olíu sem hellst hefur niður.
Skipt um smurolíu
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 20 klukkustundirnar |
|
Á 100 klukkustunda fresti |
|
Vinnuvélin undirbúin
-
Ræsið vélina og látið hana ganga í nokkrar mínútur til að hita olíuna; slökkvið síðan á vélinni.
-
Lyftið vinnuvélinni upp á flutningshjólin; sjá Vinnuvélinni lyft upp á flutningshjólin.
-
Hallið vinnuvélinni þannig að vélarendinn sé nær jörðinni og styðjið við hinn enda vinnuvélarinnar til að halda henni í þessari stöðu.
Aftöppun smurolíu
-
Setjið afrennslisslönguna upp á afrennslislokann (Mynd 29).
-
Setjið hinn enda slöngunnar (Mynd 29) í 1 lítra drenpönnu.
-
Snúið aftöppunarloka olíunnar 1/4 snúning rangsælis og tappið smurolíunni alveg af (Mynd 29).
-
Snúið aftöppunarloka olíunnar 1/4 snúning réttsælis til að loka honum á ný (Mynd 29).
-
Fjarlægið afrennslisslönguna (Mynd 29) og þurrkið upp alla olíu sem hefur hellst niður.
-
Fargið úrgangsolíunni með viðeigandi hætti.
Note: Endurvinnið samkvæmt gildandi reglum.
Olíu bætt á vélina
Rúmtak sveifarhúss: 0,60 l
-
Lækkið vinnuvélina niður á keflin; sjá Vinnuvélin lækkuð niður á keflin.
-
Fyllið á sveifarhúsið með tilgreindi olíu; sjá Forskriftir vélarolíu og Staða smurolíu könnuð.
Loftsíueiningar athugaðar
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
-
Fjarlægið vængjaróna sem heldur loftsíuhlífinni fastri við loftsíuna og takið hlífina af (Mynd 30).
-
Hreinsið loftsíuhlífina vandlega.
-
Athugið hvort óhreinindi séu í svamploftsíunni.
Hreinsið svamploftsíuna ef þess þarf; sjá Svamploftsían hreinsuð.
-
Festið loftsíuhlífina við loftsíuna með vængjarónni (Mynd 30).
Unnið við loftsíu
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Á 50 klukkustunda fresti |
|
Á 300 klukkustunda fresti |
|
Svamploftsían hreinsuð
-
Fjarlægið vængjaróna sem heldur loftsíuhlífinni fastri við loftsíuna og takið hlífina af (Mynd 30).
-
Takið vængjaróna af loftsíunni og fjarlægið síuna (Mynd 30).
-
Takið svamploftsíuna af pappaeiningunni (Mynd 30).
Skiptið um pappaloftsíu ef hún er óhrein eða skemmd; sjá Pappaloftsían hreinsuð.
-
Þvoið svamploftsíuna upp úr volgu sápuvatni.
-
Kreistið svampeininguna til að fjarlægja óhreinindin.
Important: Ekki snúa upp á eininguna því svampurinn gæti rifnað.
-
Þurrkið svampeininguna með því að vefja hana í hreina tusku.
-
Kreistið tuskuna og svampeininguna til að þurrka eininguna.
Important: Ekki snúa upp á hana því svampurinn gæti rifnað.
-
Mettið svampeininguna með hreinni smurolíu.
-
Kreistið eininguna til að fjarlægja umframolíu og dreifa olíunni vel.
Note: Svampeiningin ætti að vera rök af olíu.
Pappaloftsían hreinsuð
Hreinsið pappaeininguna með því að banka síunni nokkrum sinnum á hart yfirborð til að fjarlægja óhreinindin.
Important: Aldrei bursta óhreinindi af einingunni eða nota þrýstiloft til að fjarlægja óhreinindi. Ef óhreinindi eru burstuð nuddast þau ofan í trefjarnar og þrýstiloft skemmir pappasíuna.
Loftsíueiningarnar settar saman
-
Setjið svamploftsíuna saman og festið við pappaeininguna (Mynd 30).
-
Athugið hvort pakkningin er slitin (Mynd 30).
Skiptið um slitna eða skemmda pakkningu.
-
Gangið úr skugga um að pakkningin sé á loftinntaki blöndungsins (Mynd 30).
-
Festið loftsíueiningarnar við blöndunginn með vængrónni (Mynd 30).
-
Festið loftsíuhlífina við blöndunginn með hinni vængrónni (Mynd 30).
Viðhald á kerti
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Á 100 klukkustunda fresti |
|
Á 300 klukkustunda fresti |
|
Tegund: NGK BPR6ES-kerti eða sambærilegt
Loftbil: 0,70 til 0,80 mm; sjá Mynd 32
-
Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
-
Takið kertavírinn úr kertinu (Mynd 31).
-
Hreinsið í kringum kertið og takið kertið úr strokklokinu.
Important: Skiptið um kerti ef það er sprungið eða óhreint. Ekki sandblása, skafa eða þrífa rafskautin því vélin gæti skemmst ef óhreinindi komast inn í strokkinn.
-
Stillið loftbilið á 0,70 til 0,80 mm eins og sýnt er í Mynd 32.
-
Komið kerti með réttu bili varlega fyrir og gætið þess að það sé ekki rangt skrúfað á.
-
Þegar kertið er komið á sinn stað skal herða það með skiptilykli svo sem hér segir:
-
Þegar nýju kerti er komið fyrir skal herða það með hálfum snúningi þegar það er komið í rétta stöðu til að þétta pakkninguna.
-
Þegar upphaflegu kerti er komið fyrir skal herða það með 1/8 til 1/4 snúningi þegar það er komið í rétta stöðu til að þétta pakkninguna.
Important: Laust kerti getur ofhitnað og skemmt vélina. Ef kertið er hert of mikið getur það skemmt skrúfganginn í strokklokinu.
-
-
Tengið kertavírinn við kertið.
Ventlabil kannað og stillt
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Á 300 klukkustunda fresti |
|
Important: Leitið ráða hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro varðandi viðhaldsvinnu eða viðgerðir.
Viðhald eldsneytiskerfis
Gruggskál hreinsuð
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Á 100 klukkustunda fresti |
|
-
Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
-
SLöKKVIð á afsláttarloka eldsneytis (Mynd 33).
-
Fjarlægið gruggskálina og O-hringinn (Mynd 33).
-
Athugið hvort O-hringurinn sé slitinn og skiptið um hann ef er slitinn eða skemmdur.
-
Þvoið gruggskálina með óeldfimu leysiefni og þurrkið vandlega.
-
Setjið O-hringinn í afsláttarloka eldsneytisins og komið gruggskálinni fyrir (Mynd 33). Herðið gruggskálina vandlega.
Viðhald rafkerfis
Öryggissamlæsingarkerfið skoðað
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Varúð
Ef rofar öryggissamlæsingarinnar eru aftengdir eða skemmdir kann vinnuvélin að fara óvænt af stað og valda hættu á meiðslum á fólki.
-
Ekki fikta í samlæsingarrofunum.
-
Kannið virkni samlæsingarrofanna daglega og skiptið um skemmda rofa áður en unnið er á vinnuvélinni.
Important: Ef öryggissamlæsingarkerfið virkar ekki eins og lýst er hér að neðan skal tafarlaust panta viðgerð hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.
-
Ef vinnuvélin er á flutningshjólunum skal lækka hana niður á keflin; sjá Vinnuvélin lækkuð niður á keflin.
-
Setjið stöðuhemilinn á, gangið úr skugga um að akstursfótstigin séu í HLUTLAUSRI stöðu og ræsið vélina.
-
Setjist í sætið.
-
Hafið stöðuhemilinn á og stígið varlega á akstursfótstig. Vélin ætti að drepa á sér eftir u.þ.b. 1 sekúndu.
-
Hafið vélina í gangi og stöðuhemil ekki á. Standið upp og gangið úr skugga um að vélin drepi á sér eftir 1 sekúndu.
Note: Öryggissamlæsingarkerfið er einnig hannað til þess að drepa á vélinni ef stjórnandinn stendur upp þegar vinnuvélin er á hreyfingu.
Viðhald hemla
Athugun á stöðuhemli
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Akið eða flytjið vinnuvélina á jafnsléttu.
-
Ef vinnuvélin er flutt skal aftengja hana frá dráttartækinu og lækka hana niður á keflin; sjá Vinnuvélin aftengd frá dráttartækinu og Vinnuvélin lækkuð niður á keflin.
-
Setjið stöðuhemilinn á.
-
Ræsið vélina og stillið vélarhraðann á LAUSAGANG.
-
Sitjið í sæti stjórnandans.
-
Stígið á annað hvort akstursfótstigið.
Important: Vinnuvélin ætti ekki að hreyfast. Ef hún hreyfist skal stilla stöðuhemilinn; sjá Stöðuhemill stilltur.
Note: Vélin drepur á sér eftir 1 sekúndu ef stigið er á akstursfótstig þegar stöðuhemillinn er á.
Stöðuhemill stilltur
-
Gætið þess að slökkt sé á vélinni.
-
Takið stöðuhemilinn af.
-
Stillið stöðuhemilinn svo sem hér segir:
-
Snúið stoppró hemilsins réttsælis til að auka hemlunarkraftinn (Mynd 34).
-
Snúið stoppró hemilsins rangsælis til að minnka hemlunarkraftinn (Mynd 34).
-
-
Athugið stöðuhemilinn; sjá Athugun á stöðuhemli.
-
Ræsið vélina og stillið vélarhraðann á LAUSAGANG.
-
Sitjið í sæti stjórnandans.
-
Takið stöðuhemilinn af.
-
Stígið á annað hvort akstursfótstigið.
Vinnuvélin ætti að hreyfast. Ef vinnuvélin hreyfist ekki þó stöðuhemillinn sé tekinn af skal endurtaka skref 3 til 8 þar til vinnuvélin hreyfist ekki þegar stöðuhemillinn er á en hreyfist þegar stöðuhemillinn er tekinn af.
-
Setjið stöðuhemilinn á og drepið á vélinni.
Viðhald vökvakerfis
Öryggi tengt vökvakerfi
-
Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.
-
Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.
-
Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.
-
Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.
-
Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.
Skoðun vökvaslanga og festinga
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Skoðið vökvakerfið til að leita eftir ummerkjum um leka, lausar festingar, slit, laus tengi, veðrun eða tæringu af völdum íðefna. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir áður en vinnuvélin er notuð.
Viðvörun
Glussi sem spýtist út undir þrýstingi getur rofið húð og valdið alvarlegum meiðslum.
-
Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð.
-
Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.
-
Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.
-
Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.
-
Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.
Glussahæð könnuð
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Note: Drepið á vélinni til að taka þrýsting af kerfinu áður en unnið er við einhvern hluta vökvakerfisins. Áður en vélin er ræst og þrýstingur settur á vökvaleiðslur þegar viðhaldi við vökvakerfið hefur verið sinnt skal ganga úr skugga um að allar slöngur og tengingar séu óskemmdar og þéttar. Skiptið um allar skemmdar slöngur og herðið lausar tengingar eftir þörfum.
-
Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
-
Hækkið sæti stjórnanda; sjá Sæti stjórnanda lyft upp.
-
Fjarlægið lokið og athugið glussastöðuna í geyminum (Mynd 35).
Glussinn ætti að hylja orðið COLD sem er þrykkt á plötu innan í geyminum.
-
Ef þörf krefur skal hella ráðlagða glussanum í geyminn þar til hann hylur merkinguna fyrir kaldan vökva.
Note: Á plötunni í geyminum eru merkingarnar HOT og COLD. Hellið í geyminn upp að hæðinni sem við á miðað við hitastig glussans. Vökvahæðin er mismunandi eftir því hvert hitastig glussans er. Merkingin fyrir kaldan vökva sýnir glussahæðina við 24 °C. Merkingin fyrir heitan vökva sýnir glussahæðina við 107 °C.Dæmi: Ef glussinn er við stofuhita, eða um 24 °C, skal aðeins fylla upp að merkingunni fyrir kaldan vökva. Ef glussinn er við 65 °C hita skal fylla hálfa leið á milli heita og kalda stigsins.
-
Setjið lokið á glussageyminum aftur á sinn stað og herðið það þar til það er kirfilega fast.
Important: Ekki ofherða lokið á geyminum.
-
Hreinsið upp glussa sem hellist niður.
-
Lækkið sæti stjórnanda; sjá Sæti stjórnanda sett niður.
Forskriftir fyrir glussa
Geymirinn er fylltur í verksmiðju með hágæða glussa. Athugið glussahæðina áður en vélin er gangsett í fyrsta sinn og daglega þar á eftir, sjá Glussahæð könnuð.
Ráðlagður glussi fyrir glussaskipti: Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid sem fæst í 19 l fötum eða 208 l tunnum.
Note: Þegar notaður er ráðlagður vökvi á vinnuvélina er ekki þörf á því að skipta eins oft um vökva og síur.
Aðrar gerðir af vökvum: Í tilvikum þegar Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid er ekki tiltækur er hægt að nota aðra hefðbundna jarðolíuglussa með sömu forskriftir og alla tilgreinda efnislega eiginleika og uppfylla staðla í iðnaði. Notið ekki syntetískan vökva. Leitið ráða hjá söluaðila smurefnisins til að fá ábendingar um hentugan glussa.
Note: Toro tekur enga ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa og þar af leiðandi skal eingöngu nota vörur frá áreiðanlegum framleiðendum sem geta ábyrgst vörur sínar.
Efniseiginleikar: | ||
Seigja, ASTM D445 | cSt @ 40°C (104°F) 44 til 48 | |
Seigjustuðull, ASTM D2270 | 140 eða hærri | |
Rennslismark, ASTM D97 | -37°C til -+45°C | |
Forskriftir iðnaðarstaðla: | Eaton Vickers 694 (I-286-S, M-2950-S/35VQ25 eða M-2952-S) |
Note: Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.
Skipt um glussa og síu
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 20 klukkustundirnar |
|
Á 400 klukkustunda fresti |
|
Important: Aðeins skal nota glussann sem tilgreindur er. Annar glussi getur valdið skemmdum á vökvakerfinu.
Undirbúningur fyrir skipti á glussa og síu
-
Akið eða flytjið vinnuvélina á jafnsléttu, sjá Vinnuvélin flutt.
-
Ef vélin er í gangi skal drepa á henni.
-
Setjið stöðuhemilinn á.
-
Ef vinnuvélin er á keflunum skal lyfta henni upp á flutningshjólin; sjá Vinnuvélinni lyft upp á flutningshjólin.
-
Hækkið sæti stjórnanda; sjá Sæti stjórnanda lyft upp.
-
Ef vélin var í gangi skal bíða eftir að vélin og vökvakerfið kólni.
Aftöppun glussa
-
Setjið 2 lítra afrennslispönnu undir glussageyminn (Mynd 36).
-
Takið glussaslönguna af festingunni í geyminum og tappið öllum glussanum af (Mynd 36).
-
Komið fyrir glussaslöngunni sem var fjarlægð í skrefi 2.
-
Þurrkið upp glussa sem hellist niður.
-
Fargið glussa sem fer til spillis samkvæmt þar að lútandi reglum.
Skipt um síuna
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 20 klukkustundirnar |
|
Á 400 klukkustunda fresti |
|
-
Hreinsið svæðið í kringum síuhausinn og glussasíuna.
-
Setjið tuskur undir glussasíuna (Mynd 37).
-
Fjarlægið glussasíuna varlega (Mynd 37).
-
Fyllið nýju síuna með tilgreinda glussanum og smyrjið þéttipakkninguna með honum.
-
Komið síunni fyrir á síuhausnum (Mynd 37), snúið henni með höndunum þar pakkningin snertir síuhausinn og herðið svo 3/4 úr snúningi til viðbótar.
-
Þurrkið upp glussa sem hellist niður.
-
Fargið gömlu síunni samkvæmt þar að lútandi reglum.
Glussageymirinn fylltur
-
Lækkið vinnuvélina niður á keflin; sjá Vinnuvélin lækkuð niður á keflin.
-
Takið lokið af glussageyminum (Mynd 38).
-
Fyllið geyminn með tilgreindum glussa; sjá Vinnuvélin lækkuð niður á keflin og Glussahæð könnuð.
-
Setjið lokið á geyminn (Mynd 38).
-
Þurrkið upp glussa sem hellist niður.
-
Gangsetjið vélina og látið hana ganga í hægum lausagangi í 3 til 5 mínútur.
Þegar vélin er gangsett rennur glussinn um hana og fjarlægir loft sem er fast í vökvakerfnu.
-
Athugið hvort glussi lekur úr geyminum, glussaslöngum eða glussasíunni.
Stöðvið allan leka.
-
Drepið á vélinni, athugið glussahæðina og bætið við glussa ef þörf krefur.
-
Lækkið sæti stjórnanda; sjá Sæti stjórnanda sett niður.
Viðhald á undirvagni
Loftþrýstingur hjólbarða kannaður
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Mælið loftþrýstinginn í hjólbörðum flutningshjólanna.
Loftþrýstingurinn á að vera 1,03 bör.
-
Ef þrýstingurinn er undir eða yfir 1,03 börum skal bæta við lofti eða fjarlægja loft úr hjólbörðunum þar til þrýstingurinn er 1,03 bör.
Leitað eftir lausum búnaði í vinnuvélinni
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 5 klukkustundirnar |
|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Athugið hvort lausar rær eða boltar eru í undirvagninum eða hvort vantar rær eða bolta.
Herðið lausar rær og bolta og skiptið um búnað sem vantar eins og þörf krefur.
Þrif
Vinnuvélin þrifin
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir hverja notkun |
|
Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa vinnuvélina.
-
Þrífið vinnuvélina með ferskvatni.
Note: Ekki nota háþrýstidælu til að þrífa vinnuvélina.
-
Þrífið óhreinindi af keflunum eins og á þarf að halda með því að úða vatni gegnum götin á hlífðarhúsum keflanna (Mynd 39).
-
Hreinsið óhreinindi frá svæðinu umhverfis vökvamótorinn (Mynd 40).
-
Hreinsið óhreinindi af vélinni og kælifönum vélarinnar (Mynd 41).