Inngangur

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar. Geymið þessa handbók til síðari nota.

Hægt er að hafa samband við Toro í gegnum www.Toro.com til að nálgast upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um staðsetningu söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni.

g017365

Skrifið gerð og raðnúmer í reitina hér að neðan:

Í þessari handbók er bent á mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þegar hestöfl vélar eru tilgreind fyrir tiltekna gerð, voru heildarhestöfl vélarinnar mæld í rannsóknarstofu af vélarframleiðandanum samkvæmt SAE J1349. Raunveruleg hestöfl véla í þessum flokki sláttuvéla er mun lægra þegar búið er að stilla vélarnar í samræmi við öryggis-, útblásturs- og vinnslukröfur.

Öryggi

Þessi sláttuvél er hönnuð í samræmi við tilskipun EN ISO 5395.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

  • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vélin er gangsett.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota vinnuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á vinnuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropum. Haldið öllum nærstöddum í öruggri fjarlægð frá sláttuvélinni.

  • Haldið börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á vinnubílnum.

  • Stöðvið sláttuvélina og drepið á vélinni áður en viðhaldsvinnu er sinnt, fyllt er á eldsneytið eða losað er um stíflur.

Röng notkun eða viðhald þessarar sláttuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Frekari öryggisupplýsingar er að finna á viðeigandi stöðum í þessari handbók.

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Skoðið sláttuvélina reglulega til að kanna hvort slit eða skemmdir séu á hnífunum, boltum hnífanna og skurðarbúnaðinum.

  • Skoðið svæðið þar sem nota á vinnuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.

  • Lærið á örugga notkun búnaðarins, stjórntækin og öryggismerkingarnar.

  • Gangið úr skugga um að allar hlífar og öryggisbúnaður sé á sínum stað og starfi á réttan hátt.

  • Við stillingu skurðarhæðar getur aðilinn sem stillir komist í snertingu við hnífinn sem er á hreyfingu og orðið fyrir alvarlegum meiðslum.

    • Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Takið kertavírinn úr kertinu á meðan skurðarhæðin er stillt.

Öryggi í kringum eldsneyti

Hætta

Eldsneyti er mjög eldfimt og mjög sprengifimt. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

  • Til að koma í veg fyrir að stöðurafmagn valdi íkveikju í eldsneytinu skal setja ílátið og/eða sláttuvélina beint á jörðina áður en fyllt er á, ekki á ökutæki eða annan hlut.

  • Fyllið á eldsneytisgeyminn utandyra, á opnu svæði, með kalda vél. Þurrkið upp eldsneytisleka.

  • Ekki meðhöndla eldsneyti á meðan reykt er eða nálægt óvörðum loga eða neistaflugi.

  • Geymið eldsneyti í samþykktu íláti og geymið þar sem börn ná ekki til.

Viðvörun

Eldsneyti er skaðlegt eða lífshættulegt við inntöku. Langtímaváhrif frá gufum geta valdið alvarlegum meiðslum og veikindum.

  • Forðist innöndun gufa í langan tíma.

  • Haldið höndum og andliti í öruggri fjarlægð frá stútnum og opi eldsneytisgeymisins.

  • Haldið eldsneyti í öruggri fjarlægð frá augum og húð.

Öryggi við notkun

Almennt öryggi

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og berið ekki skartgripi.

  • Notið ekki sláttuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Hnífurinn er beittur; snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki. Drepið á vélinni og bíðið eftir að allir hlutar hafi stöðvast áður en vinnustaðan er yfirgefin.

  • Þegar losað er um stjórntæki fyrir nærveru stjórnanda ætti vélin að drepa á sér og blaðið ætti að stöðvast innan 3 sekúndna. Ef slíkt gerist ekki, skal umsvifalaust hætta notkun sláttuvélarinnar og hafa samband við viðurkenndan þjónustuaðila.

  • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.

  • Blautt gras eða lauf geta leitt til alvarlegra meiðsla ef einstaklingur rennur og kemst í snertingu við hnífinn. Forðist að slá í bleytu, ef hægt er.

  • Sýnið sérstaka aðgát þegar komið er að blindhornum, runnum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

  • Verið vakandi fyrir holum, skorningum, ójöfnum, grjóti eða öðrum huldum hlutum. Ójafnt undirlag getur valdið slysi vegna falls.

  • Stöðvið sláttuvélina og skoðið hnífana ef þeir rekast í hlut eða ef sláttuvélin titrar óeðlilega. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

  • Drepið á vélinni og bíðið eftir að allir hlutar hafi stöðvast áður en vinnustaðan er yfirgefin.

  • Hljóðkúturinn kann að vera heitur ef vélin var í gangi og getur valdið alvarlegum brunasárum. Haldið öruggri fjarlægð frá heitum hljóðkútnum.

  • Notið eingöngu aukabúnað og tengitæki sem samþykktur er af Toro® Company.

Öryggi í halla

Viðvörun

Akstur vélarinnar í meira en 45 gráðu halla veldur alvarlegum vélarskemmdum vegna skorts á smurningu. Meðal annars geta lokarnir fests, stimplarnir geta rispast og legur sveifarinnar geta brunnið.

  • Áður en unnið er í brekku skal skoða svæði gaumgæfilega og mæla raunverulegan halla þar sem sláttuvélin verður notuð.

  • Í sláttuvélinni er 4-strokka Honda-vél sem ekki skal keyra í meira en 45 gráðu halla.

  • Ekki slá blautt gras. Léleg fótfesta getur valdið slysi vegna falls.

  • Sýnið aðgát þegar slegið er nálægt háum bökkum, skurðum eða vegköntum.

  • Gætið þess að hafa hendurnar ávallt á handföngunum við notkun sláttuvélarinnar.

  • Þegar slegið er ofan frá í miklum halla og auka þarf skurðarbreiddina skal nota stækkanlegt handfang af réttri gerð.

Öryggi eftir notkun

Almennt öryggi

  • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttuvélinni til að koma í veg fyrir eldhættu. Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.

  • Leyfið vélinni að kólna áður en vinnuvélin er sett í geymslu innandyra.

  • Aldrei geyma vinnuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

Öryggi við flutning

  • Sýnið aðgát þegar sláttuvélin er fermd eða affermd.

  • Gangið tryggilega frá sláttuvélinni.

  • Ekki grípa í vélina til að lyfta sláttuvélinni vegna þess að hvassar brúnir geta valdið meiðslum.

Öryggi við viðhaldsvinnu

  • Aftengið kertavírinn frá kertinu áður en viðhaldi er sinnt.

  • Klæðist hönskum og hlífðargleraugum þegar unnið er við sláttuvélina.

  • Hnífurinn er beittur; snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki. Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífinn.

  • Aldrei eiga við öryggisbúnað. Kannið hvort hann virki rétt með reglulegu millibili.

  • Eldsneytisleki getur átt sér stað þegar sláttuvélinni er hallað. Eldsneyti er eldfimt og sprengifimt og getur valdið meiðslum á fólki. Látið vélina ganga þar til eldsneyti klárast eða tappið eldsneyti af með handdælu; aldrei sjúga eldsneytið úr geyminum.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Important: Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal111-9826
decal111-5393
g017410

Uppsetning

Handfangið sett saman

  1. Rennið tveimur fóðringum á grindina.

    g017333
  2. Komið neðra handfanginu fyrir á milli fóðringanna og festið það með einum bolta fyrir handfangið, tveimur skinnum og einni ró.

    Note: Komið neðra handfanginu fyrir á milli fóðringanna hægra megin við hemlasamstæðuna.

  3. Endurtakið þetta á hinni hlið sláttuvélarinnar.

  4. Látið opin á efra handfanginu flútta við neðra handfangið.

    g209291
  5. Rennið U-boltanum í gegnum efra og neðra handfangið og festið hann með skinnu og handhjóli.

  6. Tengið inngjöfina við handfangið að utanverðu og festið með ró og stjörnuskrúfu.

    g209280

Fótskörinni komið fyrir

Festið fótskörina við boltann hægra megin við neðra handfangið með ró og tveimur skinnum (Mynd 6).

Note: Komið fótskörinni fyrir með því að nota neðra opið í fótskörinni eins og sýnt er á Mynd 6.

g027870

Fyllt á vélina með olíu

Important: Sláttuvélin er afhent án olíu á vél. Fyllið á vélina með olíu áður en vélin er gangsett.

Hámarksáfylling: 0,59 l (20 fl oz), gerð: Multigrade Mineral 10W-30 olía með API-þjónustuflokk SF, SG, SH, SJ, SL eða betra.

  1. Færið sláttuvélina á jafnsléttu.

  2. Fjarlægið olíukvarðann (Mynd 7).

    g017332
  3. Hellið olíu varlega um olíuáfyllingaropið, bíðið í 3 mínútur og athugið olíuhæðina á olíukvarðanum með því að þurrka af olíukvarðanum og síðan stinga honum inn en ekki skrúfa olíuáfyllingaropið á (Mynd 8).

    g017338

    Note: Fyllið olíu á sveifarhúsið þar til olíukvarðinn tilgreinir að smurolíuhæðin sé rétt eins og kemur fram á Mynd 7. Ef vélin er yfirfyllt af olíu skal fjarlægja umframolíuna samkvæmt leiðbeiningum í Skipt um smurolíu.

  4. Stingið olíukvarðanum á sinn stað og herðið kyrfilega með höndunum.

    Important: Skiptið um smurolíu eftir fyrstu 5 vinnustundirnar og skiptið síðan um hana árlega þar á eftir. Frekari upplýsingar eru í Skipt um smurolíu.

Yfirlit yfir vöru

g017341
g017335
GerðBreidd sláttarBreidd vöru
02604510 mm635 mm
02606535 mm635 mm

Notkun

Fyllt á eldsneytisgeyminn

  • Best er að nota eingöngu hreint, nýtt og blýlaust bensín með oktantölu upp á 87 eða hærri (flokkunaraðferð (R+M)/2).

  • Ildað eldsneyti sem inniheldur allt að 10% etanól eða 15% MTBE miðað við rúmmál er ásættanlegt.

  • Notið ekki etanólblöndur af bensíni eins og E15 eða E85 sem innihalda meira en 10% af etanóli miðað við rúmmál. Komið geta fram vandamál við afkastagetu og/eða vélarskemmdir sem hugsanlega falla ekki undir ábyrgðina.

  • Ekki nota bensín sem inniheldur metanól.

  • Ekki geyma bensín í eldsneytisgeyminum eða eldsneytisílátum yfir vetrartímann nema notað sé varðveisluefni fyrir eldsneyti.

  • Ekki blanda olíu saman við bensín.

Fyllið á eldsneytisgeyminn með nýju, blýlausu bensíni af næstu bensínstöð (Mynd 11).

Important: Bæta skal varðveisluefni í eldsneytið allt árið um kring og blanda því við eldsneyti sem er ekki eldra en 30 daga gamalt til að koma í veg fyrir að vandamál verði við gangsetningu.

Frekari upplýsingar eru í notendahandbók vélarinnar.

g017340

Smurolíuhæð könnuð

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið stöðu smurolíu.
    1. Færið sláttuvélina á jafnsléttu.

    2. Takið olíukvarðann úr og strjúkið af honum með hreinum klút.

    3. Stingið olíukvarðanum inn í olíuáfyllingaropið en gætið þess að skrúfa hann ekki fastan.

    4. Fjarlægið olíukvarðann og athugið olíuhæðina.

    5. Frekari upplýsingar um hvernig skal ákvarða viðeigandi olíuhæð á olíukvarðanum er að finna í Mynd 12).

      g017332
    6. Þegar olíuhæðin er lág skal hella olíu varlega um olíuáfyllingaropið, bíða í 3 mínútur og athuga olíuhæðina á olíukvarðanum með því að þurrka af olíukvarðanum og síðan stinga honum inn en ekki skrúfa olíuáfyllingarlokið á opið.

      Note: Hámarksáfylling: 0,59 l (20 fl oz) Multigrade Mineral 10W-30 olía með API-þjónustuflokk SF, SG, SH, SJ, SL eða betra.

      Note: Fyllið olíu á sveifarhúsið þar til olíukvarðinn tilgreinir að smurolíuhæðin sé rétt eins og kemur fram á Mynd 12. Ef vélin er yfirfyllt af olíu skal fjarlægja umframolíuna samkvæmt leiðbeiningum í Skipt um smurolíu.

    7. Stingið olíukvarðanum á sinn stað og herðið kyrfilega með höndunum.

      Important: Skiptið um smurolíu eftir fyrstu 5 vinnustundirnar og skiptið síðan um hana árlega þar á eftir. Frekari upplýsingar eru í Skipt um smurolíu.

    Sláttuhæð stillt

    Viðvörun

    Við stillingu skurðarhæðar getur aðilinn sem stillir komist í snertingu við hnífinn sem er á hreyfingu og orðið fyrir alvarlegum meiðslum.

    • Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Notið hlífðarhanska þegar skurðareiningin er meðhöndluð.

    Varúð

    Hljóðkúturinn kann að vera heitur ef vélin var í gangi og getur valdið alvarlegum brunasárum. Haldið öruggri fjarlægð frá heitum hljóðkútnum.

    Stillið sláttuhæðina eins og hentar hverju sinni.

    1. Snúið eldsneytisrofanum í SLöKKTA stöðu.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Leggið sláttuvélina á hliðina og látið olíukvarðann snúa niður.

    4. Notið hlífðarhanska og fjarlægið bolta hnífsins og skurðareininguna.

    5. Færið milliskinnurnar í rétta hæð og komið síðan skurðareiningunni aftur fyrir eins og sýnt er á Mynd 13.

      g017336

      Note: Stóra milliskinnan skal á öllum stundum vera beint fyrir neðan spaðahjólið.

    6. Notið átaksmæli til að herða bolta hnífsins með 25 N-m hersluátaki.

    Vélin gangsett

    1. Færið stjórntæki inngjafar í innsogsstöðu og gangið úr skugga um að eldsneytisrofinn sé í KVEIKTRI stöðu.

      g017346
    2. Haldið stjórntækjum fyrir viðveru stjórnandans að handfanginu.

      g017334
    3. Setjið fótinn á þiljuna og hallið sláttuvélinni að ykkur (Mynd 16).

      g017329
    4. Togið snúningssveifina út.

    Note: Hafið samband við viðurkenndan þjónustuaðila ef sláttuvélin fer ekki í gang eftir nokkrar tilraunir.

    Innsogið stillt

    Notið stjórntæki inngjafarinnar til að stilla innsogið (Mynd 17).

    g017367

    Drepið á vélinni

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Gangið úr skugga um að vélin drepi á sér innan 3 sekúndna frá því að stjórntækjum fyrir viðveru stjórnandans er sleppt.
  • Sleppið stjórntækjum fyrir viðveru stjórnanda til að drepa á vélinni (Mynd 18).

    Important: Þegar stjórntækjum fyrir nærveru stjórnanda er sleppt ætti bæði vélin og hnífurinn að stöðvast innan 3 sekúndna. Ef búnaðurinn stöðvast ekki á fullnægjandi hátt skal umsvifalaust hætta notkun sláttuvélarinnar og hafa samband við viðurkenndan þjónustuaðila.

    g017366

    Flutningur

    • Sýnið aðgát þegar vinnubíllinn er settur á eða tekinn af eftirvagni eða palli.

    • Bindið sláttuvélina tryggilega niður með stroffum, keðjum eða reipum. Stroffurnar að framan og aftan verða að liggja niður og út frá sláttuvélinni.

    Ábendingar um notkun

    Almennar ráðleggingar varðandi slátt

    • Skoðið svæðið þar sem nota á vinnuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.

    • Forðist að slá í harða hluti. Aldrei ýta/aka sláttuvélinni viljandi yfir hluti.

    • Ef hnífarnir slást í hlut eða sláttuvélin byrjar að titra skal tafarlaust drepa á vélinni, aftengja vírinn frá kertinu og leita eftir skemmdum á sláttuvélinni.

    • Virknin verður best ef skipt er um hnífa fyrir hvert sláttutímabil.

    • Skiptið hnífunum út fyrir nýja hnífa frá Toro þegar með þarf.

    Grassláttur

    • Sláið eingöngu einn þriðja af hæð grass í hvert skipti. Ekki slá gras niður fyrir hæstu stillingu (34 mm eða 1,3 tommur) nema það sé gisið eða komið sé fram á haust og grasvöxtur orðinn hægur. Frekari upplýsingar eru í Sláttuhæð stillt.

    • Ekki er ráðlagt að slá gras sem er hærra en 15 cm. Ef grasið er of hátt gæti sláttuvélin stíflast og vélin stöðvast.

    • Blautt gras eða lauf eiga það til að klessast saman og valda stíflum í sláttuvélinni eða stöðva vélina. Sláið eingöngu þurrt gras, ef slíku er við komið.

      Viðvörun

      Blautt gras eða lauf geta valdið alvarlegum meiðslum ef einstaklingur rennur og kemst í snertingu við hnífinn. Sláið eingöngu þurrt gras, ef slíku er við komið.

    • Varist mögulega eldhættu í miklu þurrviðri. Fylgið öllum staðbundnum viðvörunum um eldhættu og losið allt þurrt gras og lauf úr sláttuvélinni.

    • Ef útlit grassvarðarins er óviðunandi skal reyna eitt eða fleira af eftirfarandi:

      • Skiptið um hnífa eða látið brýna þá.

      • Farið hægar yfir við slátt.

      • Hækkið sláttuhæðina.

      • Sláið grasið oftar.

      • Tryggið að yfirferðir skarist við slátt.

    Lauf slegin

    • Að slætti loknum skal ganga úr skugga um að um helmingur grassvarðarins sjáist í gegnum slegið laufþykknið. Hugsanlega þarf að fara oftar en einu sinni yfir lauf.

    • Ekki er ráðlagt að slá gras sem er hærra en 15 cm. Ef laufblaðsþekjan er of há gæti sláttuvélin stíflast og mótorinn stöðvast.

    • Farið hægar yfir ef sláttuvélin nær ekki að tæta laufin nógu fínt.

    Viðhald

    Note: Miðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

    Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 5 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Gangið úr skugga um að vélin drepi á sér innan 3 sekúndna frá því að stjórntækjum fyrir viðveru stjórnandans er sleppt.
  • Hreinsið gras og óhreinindi undan allri sláttuvélinni.
  • Eftir hverja notkun
  • Hreinsið gras og óhreinindi undan allri sláttuvélinni.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið kertið og skiptið um ef með þarf.
  • Árlega
  • Skiptið um loftsíuna. Skipta verður oftar um loftíuna þegar unnið er við mjög rykugar aðstæður.
  • Skiptið um smurolíu.
  • Árlega skal skipta um hníf eða láta brýna hann (oftar ef bitið tapast hratt).
  • Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu

    Viðvörun

    Eldsneytisleki getur átt sér stað þegar sláttuvélinni er hallað. Eldsneyti er eldfimt og sprengifimt og getur valdið meiðslum á fólki.

    Látið vélina ganga þar eldsneyti klárast eða tappið eldsneyti af með handdælu, aldrei sjúga eldsneytið úr geyminum.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið kertavírinn frá kertinu (Mynd 19) áður en viðhaldsvinnu er sinnt.

      Important: Leggið ávallt sláttuvélina á hliðina og látið olíukvarðann snúa upp. Þegar sláttuvélinni er hallað í aðra átt kann olía að fylla ventlabúnaðinn og í slíku tilviki tekur um 30 mínútur að tappa olíunni af.

      g017342
    3. Tengið kertavírinn við kertið þegar viðhaldsvinnu er lokið.

    Skipt um loftsíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Skiptið um loftsíuna. Skipta verður oftar um loftíuna þegar unnið er við mjög rykugar aðstæður.
    1. Ýtið klinkuflipunum efst á loftsíuhlífinni niður (Mynd 20).

      g017339
    2. Opnið hlífina.

    3. Fjarlægið síuna (Mynd 20).

    4. Skoðið síuna og skiptið um ef hún er skemmd eða mjög óhrein.

    5. Skoðið loftsíuna.

      1. Skiptið um síuna ef hún er skemmd eða gegnumdreypt í olíu eða eldsneyti.

      2. Þegar sían er óhrein skal slá henni í hart yfirborð nokkrum sinnum eða blása þrýstilofti af minni þrýstingi en 207 kPa (30 psi) í gegnum þá hlið síunnar sem snýr að vélinni.

        Note: Ekki bursta óhreinindin af síunni, burstun þrýstir óhreinindum inn í trefjarnar.

    6. Notið rakan klút til að þrífa óhreinindi af loftsíuhúsinu og -hlífinni.

      Important: Gætið þess að óhreinindi berist ekki í loftrásina þegar þurrkað er.

    7. Komið síunni fyrir á sínum stað.

    8. Setjið lokið á.

    Skipt um smurolíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 5 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Árlega
  • Skiptið um smurolíu.
    1. Látið vélina ganga í nokkrar mínútur til að hita olíuna upp áður en skipt er um hana.

      Note: Heit olía rennur betur og ber meiri óhreinindi með sér.

    2. Gangið úr skugga um að eldsneytisgeymirinn innihaldi lítið sem ekkert eldsneyti og að eldsneytið leki ekki þegar sláttuvélin er lögð á hliðina.

    3. Aftengið vírinn frá kertinu. Frekari upplýsingar eru í Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.

    4. Fjarlægið olíukvarðann.

    5. Leggið sláttuvélina á hliðina og látið olíukvarðann snúa niður til að tappa af notaðri olíu um olíuáfyllingarslönguna.

    6. Komið sláttuvélinni aftur í vinnslustöðu.

    7. Hellið olíu varlega um olíuáfyllingaropið, bíðið í 3 mínútur og athugið olíuhæðina á olíukvarðanum með því að þurrka af olíukvarðanum og síðan stinga honum inn en ekki skrúfa olíuáfyllingarlokið á opið.

      Note: Hámarksáfylling: 0,59 l (20 fl oz), gerð: Multigrade Mineral 10W-30 olía með API-þjónustuflokk SF, SG, SH, SJ, SL eða betra.

      Note: Fyllið olíu á sveifarhúsið þar til olíukvarðinn tilgreinir að smurolíuhæðin sé rétt eins og kemur fram á (Mynd 21). Ef vélin er yfirfyllt af olíu skal fjarlægja umframolíu samkvæmt leiðbeiningum í 5.

      g017332
    8. Stingið olíukvarðanum á sinn stað og herðið kyrfilega með höndunum.

    9. Fargið notaðri olíu á endurvinnslustöð.

    Viðhald kertis

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið kertið og skiptið um ef með þarf.
  • Notið Champion RN9YC-kerti eða samsvarandi.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Hreinsið svæðið í kringum kertið.

    4. Takið kertið úr strokklokinu.

      Important: Skiptið um sprungin, menguð eða skítug kerti. Ekki þrífa rafskautin vegna þess að aðskotahlutir sem komast í strokk geta skemmt vélina.

    5. Stillið kertabilið á 0,76 mm eins og sýnt er á Mynd 22.

      g017548
    6. Setjið kertið og pakkninguna í.

    7. Herðið kertið með 20 N-m snúningsátaki.

    8. Tengið vírinn við kertið.

    Skipt um hníf

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Árlega skal skipta um hníf eða láta brýna hann (oftar ef bitið tapast hratt).
  • Important: Nota þarf herslulykil til að festa hnífinn rétt. Ef herslulykill er ekki til staðar eða stjórnandi treystir sér ekki til að sinna þessari vinnu skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.

    Skoðið hnífinn í hvert sinn sem sláttuvélin verður eldsneytislaus. Skiptið tafarlaust um hnífinn ef hann skemmist eða brotnar. Ef brún hnífs er bitlaus eða skörðótt þarf að brýna hnífinn eða skipta honum út fyrir nýjan.

    Viðvörun

    Hnífurinn er beittur. Snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki.

    • Aftengið vírinn frá kertinu.

    • Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífinn.

    1. Takið kertavírinn úr kertinu. Frekari upplýsingar er að finna í kaflanum um undirbúning viðhaldsvinnu.

    2. Leggið sláttuvélina á hliðina og látið olíukvarðann snúa upp.

    3. Notið viðarbút til að halda hnífnum stöðugum.

      g209201
    4. Fjarlægið hnífinn (snúið bolta hnífsins rangsælis) og geymið allar festingar á öruggum stað.

    5. Komið nýja hnífnum (snúið bolta hnífsins réttsælis) og öllum festingunum fyrir á sínum stað.

      Important: Látið sveigða enda hnífsins snúa að vélarhúsinu.

    6. Notið átaksmæli til að herða bolta hnífsins með 25 N-m hersluátaki.

      Important: Bolti sem er hertur með 25 N-m (18 ft-lb) hersluátaki er mjög vel hertur. Á meðan hnífurinn hvílir á viðarbút skal setja líkamsþyngdina á skrallið eða skiptilykilinn og herða boltann þéttingsfast. Afar erfitt er að ofherða þennan bolta.

    Vinnuvélin þrifin

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið gras og óhreinindi undan allri sláttuvélinni.
  • Eftir hverja notkun
  • Hreinsið gras og óhreinindi undan allri sláttuvélinni.
  • Viðvörun

    Sláttuvélin kann að losa um óhreinindi undan vélarhúsinu.

    • Notið hlífðargleraugu.

    • Verið áfram í vinnslustöðu (fyrir aftan handfangið).

    • Ekki leyfa óviðkomandi aðilum að standa á svæðinu.

    1. Leggið sláttuvélina á hliðina og látið olíukvarðann snúa niður.

    2. Notið bursta eða þrýstiloft til að fjarlægja gras og óhreinindi af útblásturshlífinni, efra skerminum og nálægum þiljum.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Vélin fer ekki í gang.
    1. Vírinn er ekki tengdur við kertið.
    2. Loftgat í eldsneytisloki er stíflað.
    3. Kertið er holótt eða mengað eða bil þess rangt.
    4. Eldsneytisgeymirinn er tómur eða staðið eldsneyti er í eldsneytiskerfinu.
    1. Tengið vírinn við kertið.
    2. Þrífið op eldsneytisloksins eða skiptið um eldsneytislokið.
    3. Skoðið kertið og stillið bilið ef með þarf. Skiptið um holótt, mengað eða sprungið kerti.
    4. Tappið af og/eða fyllið á eldsneytisgeyminn með nýju eldsneyti. Ef vandamálið er viðvarandi skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.
    Erfitt er að gangsetja vélina eða hún missir afl.
    1. Loftgat í eldsneytisloki er stíflað.
    2. Loftsían er óhrein og heftir loftflæði.
    3. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    4. Kertið er holótt eða mengað eða bil þess rangt.
    5. Smurolíustaða vélarinnar er of lág, of há eða smurolían er mjög óhrein.
    6. Gamalt eldsneyti er í eldsneytisgeyminum.
    1. Þrífið op eldsneytisloksins eða skiptið um eldsneytislokið.
    2. Hreinsið forhreinsara loftsíunnar og/eða skiptið um pappírssíuna.
    3. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    4. Skoðið kertið og stillið bilið ef með þarf. Skiptið um holótt, mengað eða sprungið kerti.
    5. Athugið smurolíuna. Skiptið um olíuna ef hún er óhrein, fyllið á eða tappið af olíu til að olíuhæðin nái merkingunni Full“ á olíukvarðanum.
    6. Tappið af og fyllið á eldsneytisgeyminn með nýju eldsneyti.
    Vélin höktir.
    1. Vírinn er ekki tengdur við kertið.
    2. Kertið er holótt eða mengað eða bil þess rangt.
    3. Loftsían er óhrein og heftir loftflæði.
    1. Tengið vírinn við kertið.
    2. Skoðið kertið og stillið bilið ef með þarf. Skiptið um holótt, mengað eða sprungið kerti.
    3. Hreinsið forhreinsara loftsíunnar og/eða skiptið um pappírssíuna.
    Sláttuvélin eða vélin titrar óeðlilega mikið.
    1. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    2. Festiboltar vélarinnar eru lausir.
    3. Festibolti blaðsins er laus.
    4. Blaðið er beyglað eða er ekki í jafnvægi.
    1. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    2. Herðið festiboltana.
    3. Herðið festiboltann.
    4. Jafnvægisstillið blaðið. Skiptið um blaðið ef það er beyglað.
    Sláttur er ójafn.
    1. Alltaf er slegið í sömu átt.
    2. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    3. Hnífurinn er bitlaus.
    1. Breytið sláttumynstrinu.
    2. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    3. Brýnið og jafnvægisstillið blöðin.