Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Þessi sláttuvél er ætluð til einkanota. Hún er hönnuð fyrir grasslátt á vel viðhöldnum lóðum í einkaeigu. Hún er ekki ætluð til að slá runnagróður eða til notkunar í landbúnaði. Hún er hönnuð til notkunar með Li-ion rafhlöðu af gerð 81860 (fylgir með gerð 21863). Notkun þessara vara í öðrum en tilætluðum tilgangi getur verið bæði þér og nærstöddum hættuleg.
Rafhlaða og hleðslutæki fylgja ekki með gerð 21863T.
Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.
Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.
Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.
Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.
Ef aðstoðar er óskað má finna kennslumyndbönd á www.Toro.com/support eða hafa samband í síma 1-888-384-9939 áður en vörunni er skilað. |
MIKILVÆGAR ÖRYGGIS-
LEIÐBEININGAR
VIÐVÖRUN – Þegar rafknúin sláttuvél er notuð skal ávallt lesa og fylgja öryggisviðvörunum og leiðbeiningum til að draga úr hættu á eldsvoða, raflosti eða meiðslum, þ.m.t. eftirfarandi:
I. Þjálfun
Sá sem stýrir sláttuvélinni ber ábyrgð þeirri hættu sem kann að skapast, slysum sem kunna að verða á öðrum eða skemmdum á eigum annarra.
Leyfið ekki börnum að nota eða leika sér með sláttuvélina, rafhlöðuna eða hleðslutækið. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að takmarka notkun við ákveðinn aldur.
Leyfið ekki fólki með skerta líkamlega eða andlega getu eða sem skortir reynslu eða þekkingu að nota sláttuvélina, rafhlöðuna eða hleðslutækið nema viðkomandi fái aðstoð eða handleiðslu um örugga notkun þess og að það skilji hætturnar sem felast í notkun þess.
Áður en sláttuvélin, rafhlaðan og hleðslutækið eru notuð skal lesa allar leiðbeiningar og viðvörunarmerkingar á þessum hlutum.
Lærið á stjórntækin og rétta notkun sláttuvélarinnar, rafhlöðunnar og hleðslutækisins.
II. Undirbúningur
Haldið nærstöddum, einkum börnum og gæludýrum, utan vinnusvæðisins.
Ekki nota sláttuvélina nema hlífar og annar öryggisbúnaður, s.s. hlífar og grassafnarar, séu á sínum stað og virki sem skyldi.
Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem gætu truflað virkni hennar eða sem sláttuvélin gæti kastað til.
Áður en sláttuvélin er notuð skal ganga úr skugga um að hnífurinn, bolti hnífsins og hnífasamstæðan séu ekki slitin eða skemmd. Skiptið um skemmda eða ólæsilega miða.
Notið aðeins rafhlöðuna sem Toro hefur tilgreint. Notkun annars aukabúnaðar og tengibúnaðar getur aukið hættu á áverkum og eldsvoða.
Ef hleðslutækinu er stungið í samband við innstungu sem er ekki 100 til 240 V getur myndast eldhætta eða hætta á raflosti. Ekki stinga hleðslutækinu í samband við innstungu sem er ekki 100 til 240 V. Fyrir annars konar tengingar skal nota millistykki á kló sem samsvarar viðkomandi innstungu.
Notið ekki skemmda eða breytta rafhlöðu eða hleðslutæki sem gæti virkað á ófyrirsjáanlegan hátt og valdið eldhættu, sprengihættu eða hættu á áverkum.
Ef rafmagnssnúra hleðslutækisins er skemmd skal láta viðurkenndan þjónustu- og söluaðila skipta um hana.
Notið ekki aðrar rafhlöður en hleðslurafhlöður.
Hlaðið rafhlöðuna eingöngu með hleðslutæki sem Toro hefur tilgreint. Hleðslutæki sem hentar einni gerð rafhlöðu kann að valda hættu á eldsvoða ef það er notað fyrir aðra gerð rafhlöðu.
Hlaðið rafhlöðuna eingöngu í vel loftræstu rými.
Ekki láta rafhlöðu eða hleðslutæki komast í snertingu við eld eða hitastig yfir 68 °C.
Fylgið öllum leiðbeiningum um hleðslu og ekki hlaða rafhlöðuna utan þess hitasviðs sem tilgreint er í leiðbeiningunum. Að öðrum kosti gæti rafhlaðan skemmst og valdið aukinni eldhættu.
Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn (ekki vera berfætt(ur) eða í sandölum) og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og berið ekki hangandi skartgripi sem hætta er á að festist í hreyfanlegum hlutum. Notið rykgrímu þar sem ryk er til staðar við notkun.
III. Notkun
Snerting við hníf á hreyfingu veldur alvarlegum meiðslum. Haldið höndum og fótum fjarri hnífnum og öðrum hreyfanlegum hlutum sláttuvélarinnar. Haldið öruggri fjarlægð frá öllum losunaropum.
Notkun þessarar sláttuvélar við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.
Slökkvið á akstursdrifinu (ef það er til staðar) áður en sláttuvélin er ræst.
Ekki halla sláttuvélinni þegar mótorinn er ræstur.
Komið í veg fyrir að kveikt sé á sláttuvélinni fyrir misgáning – gangið úr skugga um að ræsihnappurinn sé ekki í svissinum áður en rafhlaðan er tengd og unnið er við sláttuvélina.
Sýnið árvekni á meðan unnið er á sláttuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.
Stöðvið sláttuvélina, fjarlægið ræsihnappinn, fjarlægið rafhlöðuna og bíðið eftir að allir hlutar stöðvist áður en sláttuvélin er stillt, viðhaldi hennar sinnt, hún þrifin eða sett í geymslu.
Fjarlægið rafhlöðuna og ræsihnappinn úr sláttuvélinni þegar hún er skilinn eftir eftirlitslaus eða áður en skipt er um aukabúnað.
Þvingið aldrei sláttuvélina – leyfið henni að vinna betur og á öruggari hátt á þeim hraða sem hún var hönnuð fyrir.
Sýnið aðgát – vinnið af vandvirkni og notið heilbrigða skynsemi við alla notkun sláttuvélarinnar. Notið ekki sláttuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.
Gætið fyllstu varúðar þegar bakkað er eða sláttuvélin er dregin í átt að stjórnanda.
Haldið góðri fótfestu og jafnvægi allan tímann sem unnið er, sérstaklega í halla. Sláið þvert á halla, aldrei upp og niður. Gætið fyllstu varúðar við stefnubreytingar í halla. Ekki slá í mjög miklum halla. Gangið með sláttuvélina, hlaupið aldrei.
Ekki beina efni sem er losað að öðru fólki. Forðist að losa efni við vegg eða aðra hindrun þar sem efnið getur endurkastast á stjórnandann. Stöðvið hnífinn þegar farið er yfir möl.
Verið vakandi fyrir holum, skorningum, ójöfnum, grjóti eða öðrum huldum hlutum. Ójafnt undirlag getur leitt til þess að stjórnandi missi jafnvægið eða fótfestu.
Blautt gras eða lauf geta leitt til alvarlegra meiðsla ef einstaklingur rennur og kemst í snertingu við hnífinn. Forðist að slá í bleytu eða rigningu.
Ef sláttuvélin lendir á einhverjum hlut eða byrjar að titra skal umsvifalaust slökkva á henni, fjarlægja ræsihnappinn, fjarlægja rafhlöðuna og bíða þess að allir hlutar stöðvist áður en leitað er að skemmdum á sláttuvélinni. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.
Stöðvið sláttuvélina og fjarlægið ræsihnappinn áður en hún er dregin.
Við ranga notkun kann vökvi að leka úr rafhlöðunni. Forðist snertingu við hann. Ef til snertingar við vökva kemur skal skola svæðið með vatni. Ef vökvinn berst í augu skal leita læknis. Vökvi úr rafhlöðunni getur valdið húðertingu eða brunasárum.
IV. Viðhald og geymsla
Stöðvið sláttuvélina, fjarlægið ræsihnappinn, fjarlægið rafhlöðuna og bíðið eftir að allir hlutar stöðvist áður en sláttuvélin er stillt, viðhaldi hennar sinnt, hún þrifin eða sett í geymslu.
Reynið ekki að gera við sláttuvélina nema eins og tilgreint er í notkunarleiðbeiningunum. Látið viðurkenndan þjónustu- og söluaðila sinna viðhaldsvinnu eða viðgerðum á sláttuvélinni með réttum varahlutum.
Klæðist hönskum og hlífðargleraugum þegar unnið er við sláttuvélina.
Brýnið bitlausan hníf báðum megin til að viðhalda jafnvægi. Hreinsið hnífinn og tryggið að jafnvægi sé á honum.
Skiptið um hníf ef hann er beyglaður, slitinn eða brotinn. Ójafn hnífur veldur titringi sem getur skemmt mótorinn og valdið meiðslum á fólki.
Þegar unnið er við hnífinn skal hafa í huga að hann getur áfram snúist þótt drepið hafi verið á aflgjafanum.
Athugið reglulega hvort graspokinn sé götóttur eða slitinn og skiptið ónýtum poka út fyrir nýjan Toro-poka [varahlutur].
Til að tryggja hámarksafköst skal eingöngu nota ósvikna varahluti og fylgihluti frá Toro. Aðrir varahlutir og aukabúnaður geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.
Sinnið viðhaldi sláttuvélarinnar – haldið skurðarbrúnum beittum og hreinum svo sláttuvélin virki sem best og veiti sem mest öryggi. Haldið handföngum þurrum, hreinum og lausum við olíu og feiti. Haldið öryggishlífum á sínum stað og í nothæfu ástandi. Haldið hnífum beittum. Notið aðeins rétta hnífa þegar þeim er skipt út.
Athugið hvort skemmdir hlutir eru á sláttuvélinni – ef hlífar eða aðrir hlutar eru skemmdir skal leggja mat á það hvort sláttuvélin geti starfað eðlilega. Athugið hvort hreyfanlegir hlutar eru vanstilltir, hvort hreyfing er hindruð, hvort hlutir eða festingar eru brotnar, og leitið eftir öðru ástandi sem getur haft áhrif á virkni sláttuvélarinnar. Nema annað sé tilgreint í leiðbeiningunum skal láta viðurkenndan þjónustu- og söluaðila gera við eða skipta um skemmda hlíf eða hlut.
Þegar rafhlaðan er ekki í notkun skal halda henni frá málmhlutum á borð við bréfaklemmur, mynt, lykla, nagla og skrúfur sem geta myndað tengingu á milli rafskauta. Skammhlaup í rafhlöðuskautum getur orsakað bruna eða eldsvoða.
Athugið reglulega hersluna á boltunum sem halda hnífnum og mótornum.
Þegar ekki er verið að nota sláttuvélina skal geyma hana innandyra á þurrum og öruggum stað þar sem börn ná ekki til.
VARÚÐ – röng notkun á rafhlöðu getur valdið eldhættu eða hættu á efnabruna. Ekki taka rafhlöðuna í sundur. Ekki hita rafhlöðuna í meira en 68 °C eða brenna hana. Skiptið rafhlöðunni eingöngu út fyrir ósvikna rafhlöðu frá Toro. Ef önnur gerð rafhlöðu er notuð getur það valdið bruna eða sprengingu. Geymið rafhlöður þar sem börn ná ekki til og í upprunalegum umbúðum þar til á að nota þær.
Ekki brenna rafhlöðuna. Rafhlaðan getur sprungið. Lesið og fylgið gildandi lögum varðandi sérstakar leiðbeiningar um förgun.
GEYMIÐ ÞESSAR
LEIÐBEININGAR
Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar. |
Gerð 81860
Note: Rafhlaðan er ekki fullhlaðin við kaup. Lesið Hleðsla rafhlöðu áður en sláttuvélin er notuð í fyrsta sinn.
Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:
Festing (fylgir ekki með) | 2 |
Ef þess er óskað er hægt að festa hleðslutækið á öruggan hátt á vegg með því að nota festigötin aftan á hleðslutækinu.
Festið það upp innandyra (til dæmis í bílskúr eða á öðrum þurrum stað), nálægt rafmagnsinnstungu og þar sem börn ná ekki til.
Frekari upplýsingar um festingu hleðslutækisins eru á Mynd 2.
Rennið hleðslutækinu yfir festinguna sem hefur verið staðsett á réttum stað til að festa það (festing fylgir ekki).
Ef handfangið er lagt niður eða reist upp á rangan hátt er hætta á að snúrurnar skemmist, sem aftur leiðir til óöruggra notkunarskilyrða.
Varist að skemma snúrur þegar handfangið er lagt niður eða reist upp.
Gætið þess að snúrurnar liggi ekki utan á handfanginu.
Ef snúra skemmist skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila Toro.
Important: Fjarlægið og fargið hlífðarplasti af mótornum og takið annað plast eða umbúðir af sláttuvélinni.
Takið handfangið úr lás (A á Mynd 3).
Lyftið handfanginu í öfuga átt við akstursstefnu (B á Mynd 3).
Haldið í handfangið á meðan því er læst til að forðast að klemma hendurnar.
Haldið handfangslásnum þar til pinninn smellur á réttan stað og handfangið læsist í rétta stöðu (C á Mynd 3).
Hlaðið/geymið rafhlöðuna við | 5 til 40 °C* |
Notið rafhlöðuna við | -30 til 49 °C* |
Notið sláttuvélina við | 0 til 49 °C* |
*Hleðslutími lengist ef rafhlaðan er ekki hlaðin innan þessa hitasviðs.
Geymið sláttuvélina, rafhlöðuna og hleðslutækið á lokuðu, hreinu og þurru svæði.
Important: Notið rafhlöðuna eingöngu við viðeigandi hitastig; sjá Tæknilýsing.
Gangið úr skugga um að loftunaropin á rafhlöðunni séu ekki rykug eða skítug.
Lyftið lokinu á rafhlöðuhólfinu (A á Mynd 8).
Látið holrúmið í rafhlöðunni flútta við tunguna á sláttuvélinni og rennið rafhlöðunni inn í hólfið þangað til hún smellur á sinn stað (B á Mynd 8).
Setjið lokið á rafhlöðuhólfið (C á Mynd 8).
Stillið sláttuhæðina eins og hentar hverju sinni. Stillið öll dekkin á sömu sláttuhæð (Mynd 9).
Gangið úr skugga um að rafhlaðan sé í sláttuvélinni; frekari upplýsingar eru í Rafhlaðan sett í.
Setjið ræsihnappinn inn í rafmagnsstartarann (A á Mynd 10).
Þrýstið hnífastjórnstönginni upp að handfanginu (B á Mynd 10).
Ýtið á ræsihnappinn og haldið honum inni þar til mótorinn fer í gang (C á Mynd 10).
Haldið einfaldlega um efra handfangið með olnbogana upp að líkamanum, gangið áfram og sláttuvélin mun sjálfkrafa fylgja hraða ykkar (Mynd 11).
Note: Ef ekki er hægt að draga sláttuvélina auðveldlega aftur á bak þegar akstursdrifinu er sleppt skal stöðva, halda höndunum á handfanginu og leyfa sláttuvélinni að fara nokkra sentímetra áfram til að taka hjóladrifið af. Einnig má reyna að teygja sig undir efra handfangið að málmhandfanginu og ýta sláttuvélinni áfram um nokkra sentímetra. Ef enn er erfitt að draga sláttuvélina aftur á bak skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
Þessi sláttuvél er afhent með búnaði sem býður upp á að gras og lauf séu losuð aftur í grassvörðinn.
Ef graspokinn er á sláttuvélinni og losunarstöngin er í safnarastöðu skal færa handfangið í losunarstöðu. Nánar í Notkun losunarstangar. Ef hliðarlosunarrennan er á sláttuvélinni skal taka hana af. Nánar í Losunarrenna á hliðarlosunaropi fjarlægð.
Notið graspokann til að safna grasi og laufi við slátt.
Ef hliðarlosunarrennan er á sláttuvélinni skal taka hana af. Nánar í: Losunarrenna á hliðarlosunaropi fjarlægð. Ef losunarstöngin er í losunarstöðu skal færa handfangið í safnarastöðu. Nánar í: Notkun losunarstangar.
Pokinn er fjarlægður með því að fylgja skrefunum í Graspokinn settur á í öfugri röð.
Eiginleikinn til að stjórna losun býður upp á að safna afskurði í pokann eða losa hann aftur niður í grassvörðinn með pokann á sláttuvélinni.
Til að safna afskurði í pokann skal ýta á hnappinn á losunarstönginni og færa stöngina áfram þar til hnappurinn á henni smellur upp (Mynd 13).
Til að losa eða láta afskurð fara út á hliðinni skal ýta á hnappinn á stönginni og færa stöngina aftur á bak þar til hnappurinn á henni smellur upp.
Important: Til að allt virki rétt skal fjarlægja allt gras og afskurð úr losunaropinu og opinu umhverfis það (Mynd 14) áður en stillingu losunarstangarinnar er breytt.
Notið losun út frá hlið þegar mjög hátt gras er slegið.
Ef graspokinn er á sláttuvélinni og losunarstöngin er í safnarastöðu skal færa handfangið í losunarstöðu. Nánar í Losunarrenna á hliðarlosunaropi fjarlægð.
Losið og lyftið hliðarhlífinni upp og festið losunarrennu á hliðarlosunaropið (Mynd 15).
Til að fjarlægja losunarrennu á hliðarlosunaropi skal lyfta hliðarhlífinni upp, fjarlægja losunarrennuna og loka hliðarlosunarhlífinni tryggilega.
Sleppið hnífastjórnstönginni (A á Mynd 16).
Takið ræsihnappinn úr rafmagnsstartaranum (B á Mynd 16).
Fjarlægið rafhlöðuna. Nánar í Rafhlaðan fjarlægð úr sláttuvélinni.
Note: Ávallt skal fjarlægja rafhlöðuna þegar sláttuvélin er ekki í notkun.
Lyftið lokinu á rafhlöðuhólfinu.
Ýtið á klinkuna á rafhlöðunni til að losa rafhlöðuna og takið hana úr.
Lokið rafhlöðuhólfinu.
Forðist að slá í harða hluti. Aldrei ýta/aka sláttuvélinni viljandi yfir hluti.
Virknin verður best ef skipt er um hnífa fyrir hvert sláttutímabil.
Skiptið hnífunum út fyrir nýja hnífa frá Toro þegar með þarf.
Sláið eingöngu einn þriðja af hæð grass í hvert skipti. Hafið sláttuhæðina hærri til að rafhlaðan endist lengur.
Ekki slá gras niður fyrir 51 mm nema það sé gisið eða komið sé fram á haust og grasvöxtur orðinn hægur.
Þegar gras yfir 15 cm hæð er slegið skal byrja á að slá í efstu sláttuhæðarstillingu og fara hægt yfir og slá því næst í lægri stillingu til að tryggja að grasflöturinn líti vel út. Ef grasið er of hátt gæti sláttuvélin stíflast og mótorinn stöðvast.
Blautt gras eða lauf eiga það til að klessast saman og valda stíflum í sláttuvélinni eða stöðva mótorinn. Forðist að slá í bleytu.
Varist mögulega eldhættu í miklu þurrviðri. Fylgið öllum staðbundnum viðvörunum um eldhættu og losið allt þurrt gras og lauf úr sláttuvélinni.
Breytið um sláttustefnu. Þetta dreifir afskurðinum betur yfir grassvörðinn.
Ef útlit grassvarðarins er óviðunandi skal reyna eitt eða fleira af eftirfarandi:
Skiptið um hnífa eða látið brýna þá.
Farið hægar yfir við slátt.
Hækkið sláttuhæðina.
Sláið grasið oftar.
Tryggið að yfirferðir skarist við slátt.
Að slætti loknum skal ganga úr skugga um að um helmingur grassvarðarins sjáist í gegnum slegið laufþykknið. Hugsanlega þarf að fara oftar en einu sinni yfir lauf.
Ef laufin ná meira en 13 cm hæð á flötinni skal slá í hærri sláttuhæð og slá svo aftur yfir svæðið í lægri stillingu.
Farið hægar yfir ef sláttuvélin nær ekki að tæta laufin nógu fínt.
Important: Rafhlaðan er ekki fullhlaðin við kaup. Áður en sláttuvélin er notuð í fyrsta sinn skal setja rafhlöðuna í hleðslutækið og hlaða hana þangað til LED-ljósið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin. Lesið um allar varúðarráðstafanir.
Important: Hlaðið rafhlöðuna eingöngu við viðeigandi hitastig. Nánar í Tæknilýsing.
Note: Hægt er að ýta á hnappinn fyrir hleðsluljósið hvenær sem er til að sýna hleðslustöðuna (LED-gaumljós).
Gangið úr skugga um að loftunaropin á rafhlöðunni og hleðslutækinu séu ekki rykug eða skítug.
Látið holrúmið á rafhlöðunni (Mynd 17) flútta við tunguna á hleðslutækinu.
Gangið úr skugga um að loftunaropin á hleðslutækinu séu ekki rykug eða skítug.
Rennið rafhlöðunni inn í hleðslutækið þangað til hún situr föst (Mynd 17).
Til að fjarlægja rafhlöðuna skal renna henni aftur á bak út úr hleðslutækinu.
Frekari upplýsingar um túlkun LED-gaumljóssins á hleðslutækinu eru í eftirfarandi töflu.
Gaumljós | Gefur til kynna |
Slökkt | Engin rafhlaða í |
Grænt blikkar | Rafhlaðan er í hleðslu |
Grænt | Rafhlaðan er hlaðin |
Rautt | Rafhlaðan og/eða hleðslutækið er utan viðeigandi hitasviðs |
Rautt blikkar | Bilun í hleðslu rafhlöðu* |
*Frekari upplýsingar er að finna í .
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Best er að þrífa sláttuvélina stuttu eftir slátt.
Færið sláttuvélina yfir á slétt, steypt undirlag.
Drepið á mótornum og bíðið þar til hlutar á hreyfingu hafa stöðvast áður en stillingum er breytt.
Stillið sláttuvélina á lægstu sláttuhæð. Frekari upplýsingar eru í Sláttuhæð stillt.
Skolið svæðið undir afturhlífinni þar sem afskurðurinn fer undan sláttuvélinni í graspokann.
Note: Skolið svæðið þar sem hægt er að velja um losun (ef það er til staðar) með losunarstöngina bæði í fremstu og öftustu stillingu.
Festið garðslöngu sem tengd er við krana við skoltengið (Mynd 18).
Skrúfið frá vatninu.
Ræsið mótorinn og látið hann ganga þar til afskurður hættir að losna undan sláttuvélinni.
Drepið á mótorum.
Skrúfið fyrir vatnið og aftengið garðslönguna frá sláttuvélinni.
Ræsið mótorinn og látið hann ganga í nokkrar mínútur til að þurrka undir sláttuvélinni og koma í veg fyrir ryð.
Drepið á mótorum og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er sett í geymslu á lokuðu svæði.
Stillið sláttuvélinni upp í láréttri geymslustöðu. Sjá nánar á Sláttuvélin geymd í lóðréttri geymslustöðu.
Skolið afskurð undan sláttuvélinni.
Ef handfangið er lagt niður eða reist upp á rangan máta er hætta á að snúrurnar skemmist, sem aftur leiðir til óöruggra notkunarskilyrða.
Varist að skemma snúrur þegar handfangið er lagt niður eða reist upp.
Ef snúra skemmist skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila Toro.
Fjarlægið ræsihnappinn (Mynd 19).
Haldið í handfangið á meðan læsingarnar eru losaðar til að forðast að klemma hendurnar.
Losið handfangslæsingarnar þar til auðvelt er að hreyfa efra handfangið til.
Ýtið handfanginu fram á við. Hægt er að setja það í lóðrétta stöðu eða leggja það alveg niður eins og sýnt er á Mynd 20.
Important: Látið snúrurnar liggja utan við handfangslásana þegar handfangið er fært til.
Skoðið Handfangið reist upp til að fá upplýsingar um hvernig handfangið er reist upp.
Hægt er að geyma sláttuvélina í lóðréttri stöðu svo að hún taki minna pláss.
Ef handfangið er lagt niður eða reist upp á rangan máta er hætta á að snúrurnar skemmist, sem aftur leiðir til óöruggra notkunarskilyrða.
Varist að skemma snúrur þegar handfangið er lagt niður eða reist upp.
Ef snúra skemmist skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila Toro.
Fjarlægið ræsihnappinn og rafhlöðuna úr sláttuvélinni.
Gangið úr skugga um að sláttuhæðin sé stillt á 92 mm eða lægra. Ef svo er ekki skal lækka hana. Sjá nánar í Sláttuhæð stillt.
Losið handfangslásana (Mynd 21).
Ýtið handfanginu fram á við og leggið það alveg niður.
Important: Látið snúrurnar liggja utan við handfangshnúðana þegar handfangið er lagt niður.
Festið handfangslásana.
Lyftið sláttuvélinni upp að framan með handfanginu og færið hana í geymslu (Mynd 22).
Fjarlægið ræsihnappinn og rafhlöðuna úr sláttuvélinni áður en viðhaldi eða þrifum á henni er sinnt.
Notið aðeins varahluti og aukabúnað sem framleiðandinn mælir með.
Reglulega skal yfirfara sláttuvélina og sinna viðhaldi. Látið viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila sinna viðgerðum á sláttuvélinni.
Engin þörf er á að smyrja sláttuvélina. Smurning allra lega í verksmiðjunni á að endast út endingartíma sláttuvélarinnar.
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Árlega |
|
Important: Nota þarf herslulykil til að festa hnífinn rétt. Ef herslulykill er ekki til staðar eða stjórnandi treystir sér ekki til að sinna þessari vinnu skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.
Skiptið tafarlaust um hnífinn ef hann skemmist eða brotnar. Ef hnífseggin verður bitlaus eða skörðótt skal láta brýna hnífinn eða skipta honum út.
Þegar unnið er við hnífinn skal hafa í huga að hann getur áfram snúist þótt drepið hafi verið á aflgjafanum. Hnífurinn er beittur. Snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki.
Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífinn.
Fjarlægið ræsihnappinn og rafhlöðuna úr sláttuvélinni.
Notið spýtu til að halda hnífnum stöðugum (Mynd 23).
Fjarlægið hnífinn og haldið öllum festingum til haga (Mynd 23).
Setjið nýja hnífinn og allar festingar á sláttuvélina (Mynd 24).
Important: Látið sveigðu endana á hnífnum snúa upp í átt að vélarhúsinu.
Notið herslulykil til að herða bolta hnífsins í 68 Nm.
Stillið akstursdrifið þegar nýr akstursvír er settur á eða akstursdrifið er vanstillt.
Snúið stillirónni rangsælis til að losa vírinn (Mynd 25).
Stillið strekkingu vírsins (Mynd 25) með því að toga hann aftur eða ýta honum fram og halda honum þar.
Note: Ýtið vírnum í átt að mótornum til að strekkja. Togið vírinn frá mótornum til að minnka strekkingu.
Snúið stillirónni réttsælis til að festa vírinn.
Note: Herðið róna tryggilega með topplykli eða lykli.
Important: Hyljið skaut rafhlöðunnar með sterku límbandi þegar hún er tekin úr. Ekki reyna að eyðileggja rafhlöðuna, taka hana í sundur eða fjarlægja einhverja hluta hennar.
Frekari upplýsingar um rétta endurvinnslu rafhlöðunnar er að fá hjá sveitarfélaginu eða næsta viðurkennda dreifingaraðila Toro.
Important: Geymið sláttuvélina, rafhlöðuna og hleðslutækið eingöngu við viðeigandi hitastig; sjá Tæknilýsing.
Important: Ef sláttuvélin er geymd í eitt ár eða lengur þarf að fjarlægja rafhlöðuna úr henni og hlaða hana þar til tvö eða þrjú LED-ljós verða græn á rafhlöðunni. Ekki geyma rafhlöðu fullhlaðna eða án hleðslu. Þegar nota á sláttuvélina á ný þarf að hlaða rafhlöðuna þar til vinstra gaumljósið á hleðslutækinu verður grænt eða öll 4 LED-ljós rafhlöðunnar verða græn.
Takið vöruna úr sambandi við rafmagn (þ.e. takið rafhlöðuna úr) og leitið að skemmdum eftir notkun.
Hreinsið aðskotahluti af tækinu.
Þegar sláttuvélin er ekki í notkun skal geyma hana, rafhlöðuna og hleðslutækið þar sem börn ná ekki til.
Geymið sláttuvélina, rafhlöðuna og hleðslutækið fjarri ætandi efnum á borð við efni til garðyrkjuvinnu og afísingarsalt.
Ekki geyma rafhlöðuna utandyra eða í ökutæki til að lágmarka hættu á alvarlegum meiðslum á fólki.
Geymið sláttuvélina, rafhlöðuna og hleðslutækið á lokuðu, hreinu og þurru svæði.
Fylgið eingöngu skrefunum sem lýst er í þessum leiðbeiningum. Öll frekari skoðun, viðhaldsvinna og viðgerðir, sem eigandi getur ekki sinnt, skulu fara fram á vottaðri þjónustumiðstöð eða hjá öðrum hæfum fagaðila.
Problem | Possible Cause | Corrective Action |
---|---|---|
Sláttuvélin fer ekki í gang. |
|
|
Sláttuvélin höktir. |
|
|
Sláttuvélin nær ekki fullu afli. |
|
|
Hleðsla rafhlöðunnar endist stutt. |
|
|
Hleðslutækið virkar ekki. |
|
|
LED-ljósið á hleðslutækinu er rautt. |
|
|
LED-ljósið á hleðslutækinu blikkar rautt. |
|
|
Erfitt er að fjarlægja rafhlöðuna úr sláttuvélinni. |
|
|
Sláttuvélin gefur frá sér hljóðmerki. |
|
|
Sláttuvélin slær verr en áður eða illa. |
|
|
Slátturinn er ójafn. |
|
|
Sláttuvélin titrar. |
|
|