Inngangur

Þessi rafhlaða/hleðslutæki er ætlað til heimilisnota. 81802- og 81805-hleðslutæki eru hönnuð fyrir hleðslu 81820, 81825, 81850, 81860 og 81875 Toro Flex-Force Li-ion rafhlaða. Ekki má hlaða aðrar gerðir rafhlaða með þeim. Notkun þessara vara við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Rafhlöður af gerðunum 81820, 81825, 81850, 81860 og 81875 eru hannaðar til notkunar með flestum Flex-Force Power System-vörum.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Öryggi

MIKILVÆGAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR

  1. GEYMIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR – Þessi handbók hefur að geyma mikilvægar öryggis- og notkunarleiðbeiningar fyrir rafhlöður af gerðunum 81820, 81825, 81850, 81860 og 81875 og hleðslutæki af gerðinni 81802 og 81805.

  2. Áður en hleðslutækið er notað skal lesa allar leiðbeiningarnar og varúðarmerkingarnar á hleðslutækinu, rafhlöðunni og vörunni sem rafhlaðan er notuð í.

  3. VARÚÐ – Til að draga úr hættu á meiðslum skal eingöngu hlaða rafhlöður af gerðunum 81820, 81825, 81850, 81860 og 81875 í hleðslutækjum af gerðinni 81802 og 81805. Aðrar gerðir rafhlaða geta sprungið og valdið meiðslum á fólki og skemmdum.

  4. VIÐVÖRUN – Ef hleðslutækinu er stungið í samband við innstungu sem er ekki 100 til 240 V getur myndast eldhætta eða hætta á raflosti. Ekki stinga hleðslutækinu í samband við innstungu sem er ekki 100 til 240 V. Fyrir annars konar tengingar skal nota millistykki á kló sem samsvarar viðkomandi innstungu.

  5. VARÚÐ – Röng notkun á rafhlöðu getur valdið eldhættu eða hættu á efnabruna. Ekki taka rafhlöðuna í sundur. Ekki hita rafhlöðuna meira en 68 °C eða brenna hana. Skiptið rafhlöðunni eingöngu út fyrir ósvikna rafhlöðu frá Toro. Ef önnur gerð rafhlöðu er notuð getur það valdið bruna eða sprengingu. Geymið rafhlöður þar sem börn ná ekki til og í upprunalegum umbúðum þar til á að nota þær.

  6. Þessi tæki uppfylla 15. hluta reglna FCC. Notkun stjórnast af eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækin mega ekki valda skaðlegri truflun; og (2) tækin þurfa að vera móttækileg fyrir hvers kyns truflun, þar á meðal óæskilegri truflun.

I. Þjálfun

  1. Ekki leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við þetta tæki. Leyfið eingöngu fólki með þroska, þjálfun, þekkingu og líkamlega burði að vinna á eða við tækið.

  2. Leyfið ekki börnum að nota eða leika sér með rafhlöðuna eða hleðslutækið. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að takmarka aldur notenda.

II. Undirbúningur

  1. Notið tæki eingöngu með þar til greindum rafhlöðum. Notkun rafhlaða af annarri gerð getur valdið hættu á meiðslum og/eða eldi.

  2. Ekki nota skemmdar eða breyttar rafhlöður eða hleðslutæki. Virkni slíkra rafhlaða/hleðslutækis kann að vera óútreiknanleg og getur valdið hættu á eldi, sprengingu eða meiðslum.

  3. Ef rafmagnssnúra hleðslutækisins er skemmd skal láta viðurkenndan þjónustu- og söluaðila skipta um hana.

III. Notkun

  1. Notið ekki aðrar rafhlöður en hleðslurafhlöður.

  2. Hlaðið rafhlöðuna eingöngu með hleðslutæki sem Toro hefur tilgreint. Hleðslutæki sem hentar einni gerð rafhlöðu kann að valda hættu á eldsvoða ef það er notað fyrir aðra gerð rafhlöðu.

  3. Hlaðið rafhlöðuna eingöngu í vel loftræstu rými.

  4. Ekki láta rafhlöðu eða hleðslutæki komast í snertingu við eld eða hitastig yfir 100 °C.

  5. Fylgið öllum leiðbeiningum um hleðslu og ekki hlaða rafhlöðuna utan þess hitasviðs sem tilgreint er í leiðbeiningunum. Að öðrum kosti gæti rafhlaðan skemmst og valdið aukinni eldhættu.

  6. Við ranga notkun kann vökvi að leka úr rafhlöðunni. Forðist snertingu við hann. Ef til snertingar við vökva kemur skal skola svæðið með vatni. Ef vökvinn berst í augu skal leita læknis. Vökvi úr rafhlöðunni getur valdið ertingu eða brunasárum.

IV. Viðhald og geymsla

  1. Ekki láta börn þrífa eða vinna við hleðslutækið eftirlitslaust.

  2. Þegar rafhlaðan er ekki í notkun skal halda henni frá málmhlutum á borð við bréfaklemmur, mynt, lykla, nagla og skrúfur sem geta myndað tengingu á milli tengja. Skammhlaup í rafhlöðuskautum getur orsakað bruna eða eldsvoða.

  3. Ekki gera við rafhlöðuna eða hleðslutækið. Látið viðurkennda þjónustu- og söluaðila þjónusta rafhlöðuna eða hleðslutækið með eins varahlutum til að tryggja óskert öryggi vörunnar.

  4. Ekki brenna rafhlöðuna. Rafhlaðan getur sprungið. Lesið og fylgið gildandi lögum varðandi hugsanlegar sérstakar leiðbeiningar um förgun.

GEYMIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal137-9496
decal137-9495
decal140-8472
decal144-6019
decal140-8486
decal140-8488
decal140-8490
decal140-8492
decal137-9461

Uppsetning

Hleðslutækið fest (valkvætt)

Ef þess er óskað er hægt að festa hleðslutækið á öruggan hátt á vegg með því að nota festigötin aftan á hleðslutækinu.

Festið það upp innandyra (til dæmis í bílskúr eða á öðrum þurrum stað), nálægt rafmagnsinnstungu og þar sem börn ná ekki til.

Frekari upplýsingar um festingu hleðslutækisins eru á Mynd 1.

Rennið hleðslutækinu yfir festingarnar sem hafa verið staðsettar á réttum stöðum til að festa það á sínum stað (festingar fylgja ekki).

g290534

Yfirlit yfir vöru

Hleðslutæki

Gerð8180281805
Gerð60 V MAX Li-ion hleðslutæki60 V MAX Li-ion hraðhleðslutæki
Inntak100 til 240 V AC 50/60 Hz 2,0 A að hámarki100 til 240 V AC 50/60 Hz 5,0 A að hámarki
ÚttakHÁM. 60 V DC 2,0 AHÁM. 60 V DC 5,5 A

Rafhlaða

Gerð8182081825818508186081875
Afköst rafhlöðu2,0 Ah2,5 Ah4,0 Ah6,0 Ah7,5 Ah
108 Wh135 Wh216 Wh324 Wh405 Wh

Uppgefin afköst frá framleiðanda = hámark 60 V og málgildi 54 V. Raunspenna ræðst af álagi.

Viðeigandi hitasvið

Hlaðið rafhlöðuna við5 °C til 40 °C*
Notið rafhlöðuna við-30 °C til 49 °C
Geymið rafhlöðu/hleðslutæki við5 °C til 40 °C*

*Hleðslutími lengist ef rafhlaðan er ekki hlaðin á þessu bili. Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið á lokuðu, hreinu og þurru svæði.

Notkun

Hleðsla rafhlöðu

Important: Rafhlaðan er ekki fullhlaðin við kaup. Áður en verkfærið er notað í fyrsta sinn skal setja rafhlöðuna í hleðslutækið og hlaða hana þangað til LED-ljósið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin. Lesið allar varúðarráðstafanir.

Important: Hlaðið rafhlöðuna eingöngu við viðeigandi hitastig; sjá Tæknilýsing.

Note: Hægt er að ýta á hnappinn fyrir hleðsluljósið hvenær sem er til að sýna hleðslustöðuna (LED-gaumljós).

  1. Gangið úr skugga um að loftunaropin á rafhlöðunni og hleðslutækinu séu ekki rykug eða skítug.

    g290533
  2. Látið holrúmið á rafhlöðunni (Mynd 2) flútta við tunguna á hleðslutækinu.

  3. Rennið rafhlöðunni inn í hleðslutækið þangað til hún situr föst (Mynd 2).

  4. Til að fjarlægja rafhlöðuna skal renna henni aftur á bak út úr hleðslutækinu.

  5. Frekari upplýsingar um túlkun LED-gaumljóssins á hleðslutækinu eru í eftirfarandi töflu.

    GaumljósGefur til kynna
    SlökktEngin rafhlaða í
    Grænt blikkarRafhlaðan er í hleðslu
    GræntRafhlaðan er hlaðin
    RauttRafhlaðan og/eða hleðslutækið er yfir eða undir viðeigandi hitasviði
    Rautt blikkarBilun í hleðslu rafhlöðu*

*Frekari upplýsingar er að finna í .

Important: Geyma má rafhlöðuna í hleðslutækinu í stutta stund á milli þess sem hún er notuð.Ef ekki á að nota rafhlöðuna í lengri tíma skal fjarlægja hana úr hleðslutækinu; frekari upplýsingar eru í Geymsla.

Viðhald

Ekki er þörf á viðhaldi og þjónustu við venjulegar kringumstæður.

Notið þurran klút þegar þurrkað er af búnaðinum.

Ekki taka búnaðinn í sundur ef hann skemmist. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.

Geymsla

Important: Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið eingöngu við viðeigandi hitastig; sjá Tæknilýsing.

Important: Ef verkfærið er geymt í eitt ár eða lengur þarf að fjarlægja rafhlöðuna úr því og hlaða hana þar til tvö eða þrjú LED-ljós verða græn á rafhlöðunni. Ekki geyma rafhlöðu fullhlaðna eða án hleðslu. Þegar nota á verkfærið á ný þarf að hlaða rafhlöðuna þar til vinstra gaumljósið á hleðslutækinu verður grænt eða öll 4 LED-ljós rafhlöðunnar loga græn.

  • Takið vöruna úr sambandi við rafmagn (þ.e. takið rafhlöðuna úr) og leitið að skemmdum eftir notkun.

  • Hreinsið aðskotahluti af tækinu.

  • Ekki geyma vél með rafhlöðuna í.

  • Þegar verkfærið er ekki í notkun skal geyma það, rafhlöðuna og hleðslutækið þar sem börn ná ekki til.

  • Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið fjarri ætandi efnum á borð við efni til garðyrkjuvinnu og afísingarsalt.

  • Ekki geyma rafhlöðuna utandyra eða í ökutæki til að lágmarka hættu á alvarlegum meiðslum á fólki.

  • Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið á lokuðu, hreinu og þurru svæði.

Rafhlaðan undirbúin fyrir endurvinnslu

Important: Hyljið skaut rafhlöðunnar með sterku límbandi þegar hún er tekin úr. Ekki reyna að eyðileggja rafhlöðuna, taka hana í sundur eða fjarlægja einhverja hluta hennar.

Frekari upplýsingar um rétta endurvinnslu rafhlöðunnar er að fá hjá sveitarfélaginu eða næsta viðurkennda dreifingaraðila Toro.

Bilanaleit

Fylgið eingöngu skrefunum sem lýst er í þessum leiðbeiningum. Öll frekari skoðun, viðhaldsvinna og viðgerðir, sem eigandi getur ekki sinnt, skulu fara fram á vottaðri þjónustumiðstöð eða hjá öðrum hæfum fagaðila.

ProblemPossible CauseCorrective Action
Hleðsla rafhlöðunnar endist stutt.
  1. Rafhlaðan er yfir eða undir viðeigandi hitasviði.
  1. Færið rafhlöðuna á þurran stað þar sem hitastigið er á milli 5 °C og 40 °C.
Hleðslutækið virkar ekki.
  1. Hleðslutækið er yfir eða undir viðeigandi hitasviði.
  2. Ekkert rafmagn er á innstungunni sem hleðslutækinu var stungið í samband við.
  1. Takið hleðslutækið úr sambandi og færið það á þurran stað þar sem hitastigið er á milli 5 °C og 40 °C.
  2. Hafið samband við vottaðan rafvirkja til að gera við innstunguna.
LED-ljósið á hleðslutækinu er rautt.
  1. Hleðslutækið og/eða rafhlaðan er yfir eða undir viðeigandi hitasviði.
  1. Takið hleðslutækið úr sambandi og færið það og rafhlöðuna á þurran stað þar sem hitastigið er á milli 5 °C og 40 °C.
LED-ljósið á hleðslutækinu blikkar rautt.
  1. Villa kom upp í tengingu rafhlöðunnar og hleðslutækisins.
  2. Rafhlaðan hefur lítinn styrk.
  1. Takið rafhlöðuna úr hleðslutækinu, takið hleðslutækið úr sambandi við innstunguna og bíðið í 10 sekúndur. Stingið hleðslutækinu aftur í samband við innstunguna og setjið rafhlöðuna í hleðslutækið. Ef LED-gaumljósið á hleðslutækinu blikkar enn rautt skal endurtaka þetta ferli. Ef LED-gaumljósið á hleðslutækinu blikkar enn rautt eftir tvær tilraunir skal farga rafhlöðunni á viðeigandi máta á endurvinnslustöð fyrir rafhlöður.
  2. Fargið rafhlöðunni á viðeigandi máta á endurvinnslustöð fyrir rafhlöður.
Verkfærið fer ekki í gang eða höktir.
  1. Raki er á leiðslum rafhlöðunnar.
  2. Rafhlaðan er ekki að fullu sett í.
  1. Bíðið þar til rafhlaðan þornar eða þurrkið af henni.
  2. Takið rafhlöðuna úr verkfærinu og setjið hana aftur í til að tryggja að hún sé að fullu sett í og föst.