Inngangur

Þessi sláttuvél er ætluð til notkunar fagaðila með áskilda þekkingu og þjálfun. Hún er hönnuð fyrir grasslátt á vel viðhöldnum lóðum í einkaeigu eða í eigu fyrirtækja eða stofnana. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki

g315569

Í þessari handbók er bent á mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Heildar- eða rauntog: Heildar- eða rauntog þessarar vélar var metið af framleiðanda vélarinnar á rannsóknarstofu í samræmi við SAE J1940 eða J2723. Raunverulegt tog vélarinnar í þessum flokki sláttuvéla er mun lægra þegar búið er að stilla hana í samræmi við öryggis-, útblásturs- og vinnslukröfur. Frekari upplýsingar eru í upplýsingum frá framleiðanda vélarinnar sem fylgja með sláttuvélinni.

Ekki eiga við öryggisbúnað sláttuvélarinnar eða gera hann óvirkan og kannið reglulega hvort hann virki rétt. Ekki reyna að stilla eða á annan hátt eiga við snúningshraðastýringu vélarinnar; slíkt kann að leiða til óöruggra vinnuskilyrða sem leitt geta til meiðsla á fólki.

Öryggi

Þessi sláttuvél er hönnuð í samræmi við tilskipun EN ISO 5395.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öllum öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir alvarleg meiðsl á fólki eða dauða.

  • Lesið vandlega og fylgið leiðbeiningum og viðvörunum í þessari notendahandbók og á sláttuvélinni og tengitækjum áður en vélin er gangsett.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri hlutum á hreyfingu eða undir sláttuvélina. Haldið öruggri fjarlægð frá öllum losunaropum.

  • Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Ekki leyfa börnum að stjórna sláttuvélinni. Leyfið eingöngu fólki með þroska, þjálfun, þekkingu og líkamlega burði að stjórna sláttuvélinni.

  • Stöðvið sláttuvélina, drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en unnið er við sláttuvélina, fyllt er á eldsneyti eða stífla í sláttuvélinni er losuð.

Röng notkun eða viðhald þessarar sláttuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decaloemmarkt
decal112-8760
decal116-7581
decal116-8528
decal116-9313
decal120-9570
decal136-9078
decal127-6865
decal130-9656
decal139-5405
decal145-3851
decal116-7583

Uppsetning

Important: Fjarlægið og fargið hlífðarplasti af vélinni og takið annað plast eða umbúðir af sláttuvélinni.

Uppsetning handfangsins

Viðvörun

Ef handfangið er lagt niður eða reist upp á rangan máta er hætta á að snúrurnar skemmist, sem aftur leiðir til óöruggra notkunarskilyrða.

  • Varist að skemma snúrur þegar handfangið er lagt niður eða reist upp.

  • Ef snúra skemmist skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila Toro.

g235869

Olía sett á vélina

Important: Sláttuvélin er afhent án olíu á vél. Áður en vélin er gangsett þarf því að hella olíu á hana.

g235721

Graspokinn settur saman

g238450

Yfirlit yfir vöru

g276361
g019644
g340478
g276362
GerðÞyngdLengdBreiddHæð
2220785 kg169 cm81 cm97 cm
    

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir sláttuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Note: Miðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.

  • Lærið á örugga notkun búnaðarins, stjórntækin og öryggismerkingarnar.

  • Gangið úr skugga um að allar hlífar og öryggisbúnaður, á borð við hlífar og/eða grassafnara, séu á sínum stað og virki rétt.

  • Skoðið sláttuvélina reglulega til að kanna hvort hnífar og hnífaboltar séu slitnir eða skemmdir.

  • Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem geta valdið truflunum á vinnslu hennar eða sem hún gæti skotið frá sér.

  • Snerting við hníf á hreyfingu veldur alvarlegum meiðslum. Ekki setja fingur undir húsið.

Öryggi í kringum eldsneyti

  • Eldsneyti er mjög eldfimt og mjög sprengifimt. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

    • Til að koma í veg fyrir að stöðurafmagn valdi íkveikju í eldsneytinu skal setja ílátið og/eða sláttuvélina beint á jörðina áður en fyllt er á, ekki á ökutæki eða annan hlut.

    • Fyllið á eldsneytisgeyminn utandyra, á opnu svæði, með kalda vél. Þurrkið upp eldsneytisleka.

    • Ekki meðhöndla eldsneyti á meðan reykt er eða nálægt óvörðum loga eða neistaflugi.

    • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á geyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

    • Ekki reyna að gangsetja vélina ef eldsneyti hefur hellst niður. Forðist að mynda aðstæður til íkveikju fyrr en eldsneytisgufur hafa gufað upp.

    • Geymið eldsneyti í samþykktu íláti og geymið þar sem börn ná ekki til.

  • Eldsneyti er skaðlegt eða lífshættulegt við inntöku. Langtímaváhrif frá gufum geta valdið alvarlegum meiðslum og veikindum.

    • Forðist innöndun gufa í langan tíma.

    • Haldið höndum og andliti í öruggri fjarlægð frá stútnum og opi eldsneytisgeymisins.

    • Haldið eldsneyti í öruggri fjarlægð frá augum og húð.

Fyllt á eldsneytisgeyminn

GerðBlýlaust bensín
Lágmarksoktanatala87 (Bandaríkin) eða 91 (oktantala við rannsóknir; utan Bandaríkjanna)
EtanólEkki yfir 10%
MetanólEkkert
MTBE (metýltertbútýleter)Ekki yfir 15%
OlíaBlandið ekki við eldsneytið

Notið aðeins hreint, nýtt (ekki eldra en 30 daga) eldsneyti frá áreiðanlegum dreifingaraðila.

Important: Til að lágmarka vandamál við ræsingu skal bæta stöðgara/bætiefni fyrir eldsneyti saman við nýtt eldsneyti, í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda stöðgara/bætiefnis.

Fyllið á eldsneytisgeyminn eins og sýnt er á Mynd 10.

Note: Rúmtak eldsneytisgeymisins er 3,76 l.

g230458

Smurolíuhæð könnuð

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið smurolíuhæð og fyllið á eftir þörfum.
  • Important: Hætta er á skemmdum á vélinni ef hún er gangsett þegar olíuhæð í sveifarhúsinu er of lág eða of há.

    g235721

    Hæð handfangs stillt

    Þrjár hæðarstillingar eru í boði fyrir handfangið, allt eftir þörfum stjórnanda (Mynd 12).

    g235868
    1. Fjarlægið báða bolta handfangsins og rær þeirra.

    2. Færið handfangið í æskilega hæð.

    3. Festið handfangið með boltunum og rónum.

    Sláttuhæð stillt

    Viðvörun

    Við stillingu sláttuhæðarstanganna er hætta á að hendurnar komist í snertingu við hníf á hreyfingu sem hefur í för með sér hættu á alvarlegum meiðslum.

    • Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutar á hreyfingu hafa stöðvast áður en sláttuhæð er stillt.

    • Ekki setja fingur undir húsið við stillingu sláttuhæðarinnar.

    Sláttuhæðinni er stjórnað með stöngum að framan og aftan, vinstra megin á sláttuvélinni. Sláttuvélin er hækkuð og lækkuð með því að stinga stönginni í, hækka eða lækka sláttuvélina og taka stöngina svo aftur úr.

    g232160

    Virkni hnífastöðvunarkerfis könnuð

    Fyrir hverja notkun skal ganga úr skugga um að hnífarnir stöðvist innan þriggja sekúndna eftir að stjórnstönginni er sleppt.

    Notkun graspokans

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið virkni hnífastöðvunarkerfisins. Hnífarnir ættu að stöðvast innan þriggja sekúndna eftir að stjórnstönginni er sleppt. Ef það gerist ekki skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.
  • Hægt er að nota graspokann til að kanna virkni hnífastöðvunarkerfisins.

    1. Fjarlægið hlífina af losunaropi að aftan.

    2. Setjið tóman graspoka á sláttuvélina.

    3. Gangsetjið vélina.

    4. Setjið hnífana af stað.

      Note: Pokinn ætti að blása upp, sem gefur til kynna að hnífarnir snúist.

    5. Hafið augun á pokanum um leið og stjórnstönginni er sleppt.

      Note: Ef ekki byrjar að leka úr pokanum innan þriggja sekúndna eftir að stjórnstönginni er sleppt er virkni hnífastöðvunarkerfisins mögulega skert, sem getur leitt til óöruggra notkunarskilyrða, ef ekkert er að gert. Látið viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila skoða og þjónusta sláttuvélina.

    6. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    Graspoki ekki notaður

    1. Færið sláttuvélina yfir á steypt undirlag á skjólsælum stað.

    2. Stillið öll hjólin í 89 mm sláttuhæð.

    3. Takið síðu úr dagblaði og krumpið saman þannig að kúlan komist auðveldlega undir sláttuvélina (um 75 mm í þvermál).

    4. Setjið dagblaðskúluna um 13 cm fyrir framan sláttuvélina.

    5. Gangsetjið vélina.

    6. Setjið hnífana af stað.

    7. Sleppið stjórnstönginni og byrjið að telja niður þrjár sekúndur.

    8. Um leið og þrjár sekúndur líða skal ýta sláttuvélinni hratt yfir dagblaðskúluna.

    9. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    10. Gangið fram fyrir sláttuvélina og athugið með dagblaðskúluna.

      Note: Ef kúlan fór ekki undir sláttuvélina skal endurtaka skref 4 til 10.

      Important: Ef kúlan hefur afkuðlast eða tæst stöðvuðust hnífarnir ekki rétt, sem leitt getur til óöruggra notkunarskilyrða. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.

    Meðan á notkun stendur

    Öryggi við notkun

    Almennt öryggi

    • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

    • Sýnið árvekni á meðan unnið er á sláttuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

    • Notið ekki sláttuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

    • Hnífurinn er beittur; snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr svissinum (ef hann er til staðar) og bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast áður en vinnustaðan er yfirgefin.

    • Haldið óviðkomandi utan vinnusvæðis. Haldið smábörnum utan vinnusvæðis og í umsjá fullorðins einstaklings sem ekki er að vinna á sláttuvélinni. Stöðvið sláttuvélina ef einhver kemur inn á svæðið.

    • Lítið alltaf niður og aftur fyrir ykkur áður en sláttuvélinni er bakkað.

    • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.

    • Blautt gras eða lauf geta leitt til alvarlegra meiðsla þegar einstaklingur rennur og kemst í snertingu við hnífinn. Forðist að slá í bleytu.

    • Sýnið sérstaka aðgát þegar komið er að blindhornum, runnum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

    • Ekki beina efni sem er losað að öðru fólki. Forðist að losa efni við vegg eða aðra hindrun þar sem efnið getur endurkastast á stjórnandann. Stöðvið hnífinn þegar farið er yfir möl.

    • Verið vakandi fyrir holum, skorningum, ójöfnum, grjóti eða öðrum huldum hlutum. Ójafnt undirlag getur leitt til þess að stjórnandi missi jafnvægið eða fótfestu.

    • Ef sláttuvélin rekst í hlut eða byrjar að titra skal tafarlaust drepa á vélinni, taka lykilinn úr svissinum (ef hann er til staðar), bíða þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast og aftengja vírinn frá kertinu áður en leitað er eftir skemmdum á sláttuvélinni. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

    • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr svissinum (ef hann er til staðar) og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en vinnustaðan er yfirgefin.

    • Ef vélin var í gangi er hún heit og getur valdið alvarlegum brunasárum. Haldið öruggri fjarlægð frá heitri vél.

    • Látið vélina aðeins ganga á vel loftræstum svæðum. Útblástur inniheldur kolsýring, sem er lyktarlaus, banvæn lofttegund.

    • Leitið reglulega eftir sliti á íhlutum grassafnarans og losunarrennunnar og skiptið þeim út með varahlutum frá Toro þegar þess gerist þörf.

    Öryggi í halla

    • Sláið þvert á halla; aldrei upp og niður. Gætið fyllstu varúðar við stefnubreytingar í halla.

    • Ekki slá í mjög miklum halla. Léleg fótfesta getur valdið slysi vegna falls.

    • Sýnið aðgát þegar slegið er nálægt háum bökkum, skurðum eða vegköntum.

    Vélin gangsett

    1. Tengið vírinn við kertið (Mynd 6).

    2. Opnið afsláttarloka eldsneytis (Mynd 14).

      Note: Stöngin er samhliða eldsneytisleiðslunni þegar afsláttarlokinn er opinn.

      g276446
    3. Færið inngjöfina í stöðu INNSOGS (A á Mynd 15).

    4. Togið lítillega í handfangið þar til vart verður við viðnám og kippið þá í það (B á Mynd 15).

    5. Færið inngjöfina í HRAðA stöðu þegar vélin fer í gang (C á Mynd 15).

      Note: Ef vélin fer ekki í gang eftir þrjá kippi skal endurtaka skref 3 til 5.

    g232243

    Notkun akstursdrifs og tenging hnífa

    Akstursdrifið er notað með því að toga og halda akstursstönginni upp að handfanginu (Mynd 16).

    g237184

    Hnífarnir eru tengdir með því að gera eftirfarandi:

    1. Ýtið stöng læsingar hnífastjórnunar fram og haldið henni þar til að losa hnífastjórnstöngina (A á Mynd 17).

    2. Togið hnífastjórnstöngina að handfanginu og sleppið stöng læsingar hnífastjórnunar; hnífurinn á að tengjast (A á Mynd 17).

    3. Sleppið hnífastjórnstönginni til að aftengja hnífinn (B á Mynd 17). Stöng læsingar hnífastjórnunar læsir hnífastjórnstönginni.

    g237185

    Drepið á vélinni

    1. Færið inngjöfina á SLöKKTA stöðu og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Lokið afsláttarloka eldsneytis og aftengið vírinn frá kertinu ef ekki á að nota sláttuvélina eða skilja á hana eftir eftirlitslausa um tíma.

    Stöðuhemill settur á

    Setjið stöðuhemilinn á með því að toga hemlastöngina upp að handfanginu (Mynd 18).

    g276567

    Stöðuhemill tekinn af

    Takið stöðuhemilinn af með því að ýta hemlastönginni niður frá handfanginu (Mynd 19).

    g276568

    Afskurði ekki safnað

    Þessi sláttuvél er afhent með búnaði sem býður upp á að gras og lauf séu losuð aftur í grassvörðinn. Sláttuvélin undirbúin fyrir losun í grassvörð:

    • Ef losunarrennan er á hliðarlosunaropinu skal taka hana af og setja losunarhlífina á; sjá Losunarrenna á hliðarlosunaropi fjarlægð.

    • Ef graspokinn er á sláttuvélinni skal taka hann af; sjá Graspokinn tekinn af.

    • Ef hlífin er ekki á losunaropi að aftan skal grípa í handfangið, lyfta hlífinni að aftan og setja hana í losunaropið þar til hún smellur á sinn stað; sjá Mynd 20.

    g019812

    Afskurður settur í poka

    Notið graspokann til að safna grasi og laufi við slátt.

    Ef losunarrennan er á hliðarlosunaropinu skal taka hana af og setja losunarhlífina á til að safna afskurði í pokann; sjá Losunarrenna á hliðarlosunaropi fjarlægð.

    Graspokinn settur á

    1. Lyftið og haldið hlífinni að aftan uppi (A á Mynd 21).

    2. Takið hlífina af með því að toga klinkuna niður með þumlinum og toga hlífina frá sláttuvélinni (B á Mynd 21).

    3. Setjið pokastöngina í hökin neðst á handfanginu og ruggið pokanum fram og til baka til að tryggja að stöngin sitji neðst í hökunum (C á Mynd 21).

    4. Látið hlífina síga þar til hún liggur á graspokanum.

    g235892

    Graspokinn tekinn af

    Pokinn er fjarlægður með því að fylgja skrefunum í Graspokinn settur á í öfugri röð.

    Afskurður losaður út frá hlið

    Notið losun út frá hlið þegar mjög hátt gras er slegið.

    Losunarrenna sett á hliðarlosunarop

    Important: Gangið úr skugga um að hlífin sé á losunaropinu að aftan áður en afskurður er losaður í grassvörð.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Takið graspokann af ef hann er á sláttuvélinni; sjá Graspokinn tekinn af.

    3. Setjið hlífina á losunaropið að aftan (A á Mynd 22).

    4. Fjarlægið losunarhlífina á hliðarlosunaropinu með því að toga upp gorminn sem heldur hlífinni fastri og fjarlægja svo hlífina (B og C á Mynd 22).

    5. Setjið losunarrennuna á hliðarlosunaropið með því að toga gorminn upp, setja rennuna á opið og slaka gorminum yfir flipana ofan á losunarrennunni (D og E á Mynd 22).

    g235903

    Losunarrenna á hliðarlosunaropi fjarlægð

    Losunarrennan á hliðarlosunaropinu er fjarlægð með því að fylgja skrefunum í Losunarrenna sett á hliðarlosunarop í öfugri röð.

    Ábendingar um notkun

    Almennar ráðleggingar

    • Lesið öryggisleiðbeiningar og þessa handbók vandlega áður en unnið er á sláttuvélinni.

    • Hreinsið burtu spýtnabrak, grjót, víra, greinar og aðra aðskotahluti sem hnífarnir geta slegist í og skotið í burtu.

    • Haldið öllum, og þá sérstaklega börnum og gæludýrum, fjarri vinnusvæðinu.

    • Forðist að reka hnífana í tré, veggi, kantsteina og aðra gegnheila hluti. Aldrei ýta/aka sláttuvélinni viljandi yfir hluti.

    • Ef hnífarnir slást í hlut eða sláttuvélin byrjar að titra skal tafarlaust drepa á vélinni, aftengja vírinn frá kertinu og leita eftir skemmdum á sláttuvélinni.

    • Haldið hnífum beittum út sláttutíðina. Brýnið niður rákir á hnífunum með reglulegu millibili.

    • Skiptið hnífunum út fyrir nýja hnífa frá Lawn-Boy, þegar með þarf.

    • Sláið eingöngu þurrt gras eða lauf. Blautt gras eða lauf eiga það til að klessast saman og valda stíflum í sláttuvélinni eða stöðva vélina.

    • Hreinsið undan sláttuvélinni eftir hvern slátt. Frekari upplýsingar eru í Hreinsað undan sláttuvélinni.

    • Viðhaldið vélinni í góðu ásigkomulagi.

    • Stillið snúningshraða vélarinnar á hröðustu stillingu til að tryggja besta mögulega slátt.

    • Hreinsið loftsíuna með reglulegu millibili. Tæting feykir upp meiri afskurði og ryki, sem getur stíflað loftsíuna og dregið úr afköstum vélarinnar.

    Grassláttur

    • Gras vex mismunandi hratt á mismunandi tímum ársins. Í sumarhita er best að slá gras í 51 mm, 64 mm eða 83 mm hæð. Sláið eingöngu einn þriðja af hæð grass í hvert skipti. Ekki slá gras niður fyrir 51 mm nema það sé gisið eða komið sé fram á haust og grasvöxtur orðinn hægur.

    • Þegar gras yfir 15 cm hæð er slegið skal byrja á að slá í efstu sláttuhæðarstillingu og fara hægt yfir og slá því næst í lægri stillingu til að tryggja að grassvörðurinn líti vel út. Ef grasið er of hátt og samlímdar laufahrúgur liggja á grassverðinum er hætta á að sláttuvélin stíflist eða vélin drepi á sér.

    • Breytið um sláttustefnu. Þetta dreifir afskurðinum betur yfir grassvörðinn.

    Ef útlit grassvarðarins er óviðunandi skal reyna eitt eða fleira af eftirfarandi:

    • Brýnið hnífana.

    • Farið hægar yfir við slátt.

    • Hækkið sláttuhæðina.

    • Sláið grasið oftar.

    • Tryggið að yfirferðir skarist við slátt.

    Lauf slegin

    • Að slætti loknum skal ganga úr skugga um að um helmingur grassvarðarins sjáist í gegnum slegið laufþykknið. Hugsanlega þarf að fara oftar en einu sinni yfir lauf.

    • Til að dreifa vel úr laufum skal stilla öll hjól á sömu sláttuhæð.

    • Farið hægar yfir ef sláttuvélin nær ekki að tæta laufin nógu fínt.

    Eftir notkun

    Öryggi eftir notkun

    Almennt öryggi

    • Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.

    • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttuvélinni til að koma í veg fyrir eldhættu. Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.

    • Aldrei geyma vinnuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

    Öryggi við flutning

    • Sýnið aðgát þegar sláttuvélin er fermd eða affermd.

    • Festið sláttuvélina til að hún renni ekki til.

    • Lokið eldsneytislokanum áður en sláttuvélin er fermd fyrir flutning.

    Hreinsað undan sláttuvélinni

    Hreinsið vandlega undan sláttuvélinni til að tryggja hámarksafköst við slátt. Hægt er að spúla eða skafa afskurð undan sláttuvélinni.

    Skolað undan sláttuvél

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir hverja notkun
  • Hreinsið undan sláttuvélinni.
    1. Færið sláttuvélina á steypt undirlag eða malbik þar sem aðgangur er að garðslöngu.

    2. Gangsetjið vélina.

    3. Skrúfið frá vatninu, haldið slöngunni í handfangshæð og beinið vatnsbununni á undirlagið rétt framan við hægra afturhjólið (Mynd 23).

      g002275

      Note: Hnífarnir soga vatnið undir sláttuvélina og skola burtu afskurðinum. Látið vatnið buna þar til afskurður hættir að skolast undan sláttuvélinni.

    4. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    5. Skrúfið fyrir vatnið.

    6. Gangsetjið sláttuvélina og látið hana ganga í nokkrar mínútur til að þurrka sláttuvélina og íhluti hennar.

    Skafið undan sláttuvélinni

    Ef ekki næst að skola öll óhreinindi undan sláttuvélinni þarf að skafa restina í burtu.

    1. Aftengið vírinn frá kertinu.

    2. Tappið eldsneytinu af eldsneytisgeyminum; sjá Eldsneytisgeymirinn tæmdur og sían hreinsuð.

    3. Hallið sláttuvélinni á hliðina, þannig að loftsían snúi upp, þar til efri hluti handfangsins liggur á jörðinni.

    4. Fjarlægið óhreinindi og grasafskurð með trésköfu; forðist suðubrúnir og skarpar brúnir.

    5. Reisið sláttuvélina við.

    6. Fyllið á eldsneytisgeyminn.

    7. Tengið vírinn við kertið.

    Hjólin þrifin

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 40 klukkustunda fresti
  • Hreinsið hjólin og tannhjólin.
    1. Takið afturhjólin af og hreinsið óhreinindi af svæðinu í kringum tannhjólið.

      g291315
    2. Berið dálitla gengjufeiti á tannhjólin að þvotti loknum.

      Note: Ef sláttuvélin er notuð við erfið skilyrði þarf að þrífa hjólin oftar en ráðleggingar segja til um til að auka endingu tannhjólanna.

      Note: Ekki háþrýstiþvo legurnar til að koma í veg fyrir skemmdir á leguþéttunum.

    Viðhald

    Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 5 klukkustundirnar
  • Sinnið viðhaldi á drifkerfi hnífa.
  • Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið smurolíuhæð og fyllið á eftir þörfum.
  • Kannið virkni hnífastöðvunarkerfisins. Hnífarnir ættu að stöðvast innan þriggja sekúndna eftir að stjórnstönginni er sleppt. Ef það gerist ekki skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.
  • Skoðið loftsíuna.
  • Skoðið hnífana og sinnið viðhaldi á þeim, ef með þarf.
  • Skoðið hnífana.
  • Kannið virkni stöðuhemilsins.
  • Eftir hverja notkun
  • Hreinsið undan sláttuvélinni.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Hreinsið svampforhreinsarann (oftar við rykug skilyrði).
  • Á 40 klukkustunda fresti
  • Hreinsið hjólin og tannhjólin.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu án olíusíunnar (oftar við rykugar aðstæður).
  • Kannið ástand reimanna.
  • Skoðið eldsneytisslönguna og skiptið um ef með þarf.
  • Fjarlægið óhreinindi undan reimarhlífinni.
  • Sinnið viðhaldi á drifkerfi hnífa.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu með olíusíunni (oftar við rykugar aðstæður).
  • Skoðið kertið.
  • Hreinsið síu eldsneytisgeymisins.
  • Skiptið um eldsneytissíuna.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um olíusíu.
  • Á 250 klukkustunda fresti
  • Skiptið um reim hnífahemilskúplingarinnar.
  • Skiptið um drifreimina.
  • Á 300 klukkustunda fresti
  • Skiptið um pappírssíuna (oftar við rykug skilyrði).
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Tæmið eldsneytisgeyminn fyrir viðgerðir eða geymslu.
  • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í handbók vélarinnar.

    Öryggi við viðhaldsvinnu

    • Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.

    • Aftengið kertavírinn frá kertinu áður en viðhaldi er sinnt.

    • Klæðist hönskum og hlífðargleraugum þegar unnið er við sláttuvélina.

    • Hnífurinn er beittur; snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki. Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífinn. Ekki gera við eða breyta hnífnum/hnífunum.

    • Aldrei eiga við öryggisbúnað. Kannið hvort hann virki rétt með reglulegu millibili.

    • Eldsneytisleki getur átt sér stað þegar sláttuvélinni er hallað. Eldsneyti er eldfimt og sprengifimt og getur valdið meiðslum á fólki. Látið vélina ganga þar eldsneyti klárast eða tappið eldsneyti af með handdælu; aldrei sjúga eldsneytið úr geyminum.

    • Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

    Unnið við loftsíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið loftsíuna.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Hreinsið svampforhreinsarann (oftar við rykug skilyrði).
  • Á 300 klukkustunda fresti
  • Skiptið um pappírssíuna (oftar við rykug skilyrði).
  • Important: Ekki láta vélina ganga án loftsíunnar; slíkt getur valdið alvarlegum skemmdum í vélinni.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Fjarlægið lokið og hreinsið það vandlega (Mynd 25).

      g006591
    4. Fjarlægið svampforhreinsarann af pappírssíunni (Mynd 25) og skiptið um pappírssíuna ef hún er mjög skítug.

      Important: Ekki reyna að hreinsa pappírssíuna.

    5. Þrífið svampforhreinsarann með mildu hreinsiefni og vatni og þurrkið hann.

      Note: Ekki bera olíu á svampforhreinsarann.

    6. Setjið svampforhreinsarann á pappírssíuna.

    7. Setjið loftsíuna á.

    8. Setjið lokið á.

    Skipt um smurolíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu án olíusíunnar (oftar við rykugar aðstæður).
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu með olíusíunni (oftar við rykugar aðstæður).
  • Note: Látið vélina ganga í nokkrar mínútur til að hita olíuna upp áður en skipt er um hana. Heit olía rennur betur og ber meiri óhreinindi með sér.

    Forskriftir smurolíu

    Rúmtak fyrir smurolíu0,65 l* án olíusíu; 0,85 l* með olíusíu
    Seigjustig olíuSAE 30 eða SAE 10W-30 hreinsiolía
    API-þjónustuflokkunSJ eða hærri

    *Afgangsolía situr eftir í sveifarhúsinu eftir að olíu er tappað af. Ekki hella olíu á sveifarhúsið þannig að rúmtakið fyllist. Fyllið olíu á sveifarhúsið í samræmi við eftirfarandi skref.

    1. Færið sláttuvélina á jafnsléttu.

    2. Frekari upplýsingar eru í Öryggi við viðhaldsvinnu.

    3. Takið olíukvarðann úr með því að snúa lokinu rangsælis og toga það út (Mynd 26).

      g194742
    4. Hallið sláttuvélinni á hliðina (þannig að loftsían vísi upp) til að tappa notaðri olíu af í gegnum áfyllingarleiðslu fyrir olíu (Mynd 27).

      g019648
    5. Þegar búið er að tappa notuðu olíunni af er sláttuvélin reist við.

    6. Hellið um 3/4 af olíurúmtaki vélarinnar í áfyllingarleiðslu fyrir olíu.

    7. Bíðið í þrjár mínútur á meðan olían lekur niður í vélina.

    8. Þurrkið olíukvarðann með hreinum klút.

    9. Setjið olíukvarðann í áfyllingarleiðsluna og takið hann aftur úr.

    10. Lesið olíuhæðina af olíukvarðanum (Mynd 26).

      • Ef olíukvarðinn sýnir of lága olíuhæð skal hella litlu magni af olíu í áfyllingarleiðsluna, bíða í þrjár mínútur og endurtaka skref 8 til 10 þar til olíukvarðinn sýnir rétta olíuhæð.

      • Of olíukvarðinn sýnir of háa olíuhæð skal tappa umframolíu af þar til olíukvarðinn sýnir rétta olíuhæð.

      Important: Hætta er á skemmdum á vélinni ef hún er gangsett þegar staða smurolíu í vélinni er of lág eða of há.

    11. Festið olíukvarðann tryggilega.

    12. Endurvinnið notaða olíu á viðeigandi máta.

    Skipt um olíusíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um olíusíu.
    1. Látið vélina ganga til að hita upp olíuna.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Aftengið vírinn frá kertinu.

    4. Tappið smurolíunni af; sjá Skipt um smurolíu.

    5. Setjið tusku undir olíusíuna til að taka við olíu sem kann að leka þegar sían er fjarlægð.

    6. Fjarlægið olíusíuna (Mynd 28).

      Note: Gangið úr skugga um að pakkning olíusíunnar losni með síunni.

      g276457
    7. Berið olíu á pakkningu nýju síunnar með fingrinum (Mynd 29).

      g002805
    8. Skrúfið nýju síuna í þar til pakkningin snertir síusætið og herðið svo í höndunum um 2/3 úr hring í viðbót.

    9. Fyllið á sveifarhúsið með nýrri olíu þar til olíukvarðinn sýnir rétta olíuhæð; sjá Smurolíuhæð könnuð.

    10. Tengið vírinn við kertið.

    11. Látið vélina ganga í þrjár mínútur.

    12. Drepið á vélinni, bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast og athugið hvort olía hafi lekið meðfram síunni.

    13. Bætið við olíu til að bæta upp fyrir olíuna sem fer í síuna; sjá Olía sett á vélina

    14. Endurvinnið notaðar olíusíur í samræmi við lög á hverjum stað.

    Viðhald kertis

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið kertið.
  • Notið NGK BPR5ES-kerti eða samsvarandi.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Hreinsið svæðið í kringum kertið.

    4. Takið kertið úr strokklokinu.

      Important: Skiptið um sprungin, menguð eða skítug kerti. Ekki þrífa rafskautin vegna þess að aðskotahlutir sem komast í strokk geta skemmt vélina.

    5. Stillið kertabilið á 0,76 mm; sjá Mynd 30.

      g000533
    6. Setjið kertið og pakkninguna í.

    7. Herðið kertið í 22 N∙m (16 ft-lb).

    8. Tengið vírinn við kertið.

    Ástand reimanna kannað

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Kannið ástand reimanna.
    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Fjarlægið reimarhlífina (Mynd 6) með því að fjarlægja boltana fjóra sem festa hana við sláttuvélina.

    3. Leitið eftir sprungum, slitnum brúnum, ummerkjum um bruna eða öðrum skemmdum á reimunum.

    4. Skiptið um skemmdar reimar.

    5. Ef skipt er um drifreim hnífs þarf að stilla hana. Frekari upplýsingar eru í Viðhald drifkerfis hnífa.

    6. Festið reimarhlífina með boltunum fjórum sem fjarlægðir voru í skrefi 2.

    Eldsneytisgeymirinn tæmdur og sían hreinsuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Skoðið eldsneytisslönguna og skiptið um ef með þarf.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Hreinsið síu eldsneytisgeymisins.
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Tæmið eldsneytisgeyminn fyrir viðgerðir eða geymslu.
  • Note: Sía (sigti) eldsneytisgeymisins er innan í eldsneytisgeyminum, við úttakið. Þessi sía er hluti af eldsneytisgeyminum og hana er ekki hægt að fjarlægja.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til hún hefur kólnað.

      Important: Tappið eingöngu eldsneyti af kaldri vél.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Lokið afsláttarloka eldsneytis.

    4. Aftengið eldsneytisleiðsluna með því að losa hosuklemmuna hjá blöndungnum.

    5. Opnið afsláttarloka eldsneytis og tappið öllu eldsneyti af geyminum og úr eldsneytisleiðslunni í vottað eldsneytisílát.

    6. Fjarlægið eldsneytisgeyminn af sláttuvélinni.

    7. Hellið dálitlu eldsneyti í eldsneytisgeyminn, hristið það um geyminn og hellið í vottað eldsneytisílát.

    8. Setjið eldsneytisgeyminn og eldsneytisleiðsluna á.

    Skipt um eldsneytissíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um eldsneytissíuna.
    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Lokið afsláttarloka eldsneytis (Mynd 31).

      g277609
    4. Fjarlægið eldsneytissíuna (Mynd 31) af eldsneytisleiðslunni með því að losa hosuklemmurnar um eldsneytissíuna.

    5. Setjið nýja eldsneytissíu á eldsneytisleiðsluna með hosuklemmunum sem fjarlægðar voru í skrefi 4.

    Viðhald drifkerfis hnífa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 5 klukkustundirnar
  • Sinnið viðhaldi á drifkerfi hnífa.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Fjarlægið óhreinindi undan reimarhlífinni.
  • Sinnið viðhaldi á drifkerfi hnífa.
    1. Losið fjórðungssnúningsfestingarnar tvær á hleranum á reimarhlífinni og fjarlægið hlerann (Mynd 32).

      g208925
    2. Burstið eða blásið óhreinindum innan úr reimarhlífinni og af öllum hlutum innan hennar.

    3. Stillið föler á milli 0,13 og 0,76 mm, haldið honum upp að fyrirstöðunni og rennið honum niður fyrir aftan strekkigorm reimarinnar; sjá Mynd 33.

      decal116-8528

      Note: Ef sýnilegt bil er á milli fölersins og gormsins þarf að herða stilliboltann og róna þar til fölerinn rétt kemst á milli (Mynd 32).

      Important: Ekki ofherða stilliboltann. Það gæti skemmt drifreim hnífsins.

    4. Setjið hlerann á reimarhlífina.

    Unnið við hnífana

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið hnífana og sinnið viðhaldi á þeim, ef með þarf.
  • Important: Nota þarf átaksmæli til að setja hnífana rétt á. Ef átaksmælir er ekki til staðar eða stjórnandi treystir sér ekki til að sinna þessari vinnu skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.

    Kannið bit hnífanna og leitið eftir sliti eða skemmdum í hvert skipti sem eldsneytið klárast; sjá Skoðun hnífa. Ef brún hnífs er bitlaus eða skörðótt þarf að brýna hnífinn eða skipta honum út fyrir nýjan. Tafarlaust þarf að skipta slitnum, bognum, skemmdum eða sprungnum hnífum út fyrir nýja hnífa frá Lawn-Boy.

    Hætta

    Slitinn eða skemmdur hnífur getur brotnað og hluti úr hnífnum skotist í stjórnandann eða nærstadda og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

    • Leitið reglulega eftir sliti eða skemmdum á hnífunum.

    • Skiptið út slitnum eða skemmdum hnífum.

    Note: Haldið hnífum beittum út sláttutíðina vegna þess að beittir hnífar skila hreinum skurði í stað þess að rífa í og tæta upp grasið. Rifið og tætt gras verður brúnt á endunum og það hægir á vexti og eykur hættu á sjúkdómum.

    Viðhald hnífa undirbúið

    Hallið sláttuvélinni á hliðina, þannig að loftsían snúi upp, þar til efri hluti handfangsins liggur á jörðinni.

    Viðvörun

    Hnífarnir eru beittir; snerting við hníf getur valdið alvarlegum meiðslum á fólki.

    • Aftengið vírinn frá kertinu.

    • Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífana.

    Skoðun hnífa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið hnífana.
    1. Skoðið skurðarbrúnirnar (Mynd 34). Ef brúnir eru orðnar bitlausar eða skörðóttar þarf að taka hnífana af og brýna þá eða skipta þeim út.

      g017223
    2. Skoðið hnífana, sérstaklega sveigða svæðið á þeim (Mynd 34). Ef vart verður við skemmdir, slit eða skarðamyndum á þessu svæði skal tafarlaust skipta hnífum út fyrir nýja.

      Hætta

      Ef hnífur fær að slitna myndast skarð á milli sveigða og flata hluta hnífsins. Fyrir rest kann stykki að brotna af hnífnum og skjótast undan sláttuvélinni með viðeigandi hættu fyrir stjórnanda eða nærstadda.

      • Leitið reglulega eftir sliti eða skemmdum á hnífunum.

      • Aldrei reyna að rétta boginn hníf eða sjóða í brotinn eða sprunginn hníf.

      • Leitið eftir bognum hnífum; sjá Leitað eftir beyglum á hnífum.

    Leitað eftir beyglum á hnífum

    1. Snúið hnífum þar til þeir snúa eins og sýnt er á Mynd 35.

      g016532
    2. Mælið frá flötu svæði að skurðarbrún á staðsetningum A og B (Mynd 35) og skráið mælingarnar.

    3. Snúið hnífunum þannig að hinir endarnir séu á staðsetningum A og B.

    4. Endurtakið mælinguna í skrefi 2 og skráið þær niður.

      Note: Ef munurinn á málum A og B í skrefum 2 og 4 er meiri en ⅛ úr tommu þarf að skipta um hnífana; sjá Hnífar fjarlægðir.

      Viðvörun

      Beyglaður eða skemmdur hnífur getur brotnað og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða stjórnanda eða nærstaddra.

      • Skiptið beygluðum eða skemmdum hníf alltaf út fyrir nýjan hníf.

      • Ekki sverfa eða búa til skarpar skorur á brúnir eða yfirborð hnífsins.

    Hnífar fjarlægðir

    Skiptið um hnífa sem rekast í harða hluti, eru vanstilltir, beyglaðir eða slitnir. Notið eingöngu nýja hnífa frá Toro.

    1. Notið trékubb til að halda hnífunum stöðugum og snúið hnífaboltanum rangsælis eins og sýnt er á Mynd 36.

      g232790
    2. Fjarlægið báða hnífana eins og sýnt er á Mynd 37.

      g016530
    3. Leitið eftir sliti eða skemmdum á pinnum hnífadrifanna.

    Uppsetning hnífa

    Viðvörun

    Rangt uppsettir hnífar geta skemmt sláttuvélina eða slasað stjórnanda eða nærstadda.

    Fylgið leiðbeiningum við uppsetningu hnífanna.

    1. Setjið fyrsta hnífinn lóðréttan á, ásamt öllum festingum sem sýndar eru á Mynd 37.

      Note: Herðið boltann með fingrunum.

      Important: Látið sveigða endann snúa að sláttuvélinni. Tryggið að upphækkanir hvors hnífadrifs sitji í innfellingum á viðkomandi drifi og að pinnarnir báðum megin á hvoru hnífadrifi sitji í götum viðkomandi hnífs.

    2. Styðjið við hnífana með spýtukubbi og snúið hnífaboltanum réttsælis með átaksmæli eins og sýnt er á Mynd 38; herðið hvorn bolta í 82 N∙m (60 ft-lb).

      g232801
    3. Snúið uppsetta hnífnum 1/4 úr hring þar til hann er lóðréttur og setjið hinn hnífinn á á sama hátt (sjá skref 1).

      Note: Hnífarnir ættu að liggja hornrétt þannig að þeir myndi T“ eins og sýnt er á Mynd 39.

      g016536
    4. Herðið hinn hnífinn; sjá skref 2.

    5. Snúið hnífunum heilan hring með höndunum til að tryggja að þeir rekist ekki saman.

      Note: Ef hnífarnir snertast eru þeir ekki rétt uppsettir. Endurtakið skref 1 til 3 þar til hnífarnir snerta ekki lengur hvor annan.

    Skipt um drifreim hnífs

    Skiptið um drifreim hnífs eftir þörfum.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Fjarlægið reimarhlífina (Mynd 6) með því að fjarlægja boltana fjóra sem festa hana við sláttuvélina.

      Note: Geymið boltana sem notaðir eru til að festa reimarhlífina við sláttuvélina.

    4. Fjarlægið óhreinindi undan reimarhlífinni.

    5. Fjarlægið reimarhlíf hnífahemilskúplingar og festingar.

      Note: Geymið reimarhlífina og festingarnar.

      g208922
    6. Fjarlægið reim hnífahemilskúplingarinnar af trissunni vinstra megin að framan.

    7. Losið stilliboltann (Mynd 32).

    8. Fjarlægið fasta lausahjólið og festingarnar (Mynd 41).

      Note: Geymið lausahjólið og festingarnar.

      g208924
    9. Fjarlægið drifreim hnífsins.

    10. Stillið götin fyrir hægra og vinstra keðjuhjólið af við götin á húsinu eins og sýnt er á Mynd 41.

      Note: Haldið keðjuhjólunum föstum með stífu eða skrúfjárni.

    11. Þegar búið er að festa keðjuhjólin á sinn stað skal setja drifreim hnífsins og fasta lausahjólið á.

      Note: Tryggið að tennurnar gangi inn í keðjuhjólin.

    12. Herðið reimina í ráðlagða strekkingu; sjá Viðhald drifkerfis hnífa.

    13. Fjarlægið stífuna eða skrúfjárnið úr keðjuhjólunum.

    14. Gangið úr skugga um að hnífarnir undir húsinu séu rétt stilltir; sjá Skoðun hnífa.

    15. Setjið upp reim hnífahemilskúplingar, reimarhlíf hnífahemilskúplingar og festingar.

    16. Festið reimarhlífina með boltunum fjórum sem fjarlægðir voru í skrefi 3.

    17. Tengið vírinn við kertið.

    18. Kannið virkni stjórnstangarinnar og hnífahemilskúplingarinnar.

    Skipt um reim hnífahemilskúplingar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 250 klukkustunda fresti
  • Skiptið um reim hnífahemilskúplingarinnar.
    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Fjarlægið boltana fjóra sem festa reimarhlífina við sláttuvélina.

      Note: Geymið boltana sem notaðir eru til að festa reimarhlífina við sláttuvélina.

    4. Fjarlægið reimarhlífina.

    5. Fjarlægið óhreinindi undan reimarhlífinni.

    6. Fjarlægið drifreimina; sjá Drifreim fjarlægð.

    7. Fjarlægið reimarhlíf hnífahemilskúplingarinnar (Mynd 42).

      Note: Geymið festingar reimarhlífar hnífahemilskúplingarinnar.

      g208922
    8. Fjarlægið reim hnífahemilskúplingarinnar af trissu hemlaskálarinnar og fjarlægið því næst reimina af sláttuvélinni.

      Note: Haldið um annan hnífinn með hanska eða tusku og snúið hnífadrifinu til að auðveldara sé að fjarlægja reim hnífahemilskúplingarinnar.

    9. Framkvæmið skrefin hér ofan í öfugri röð þegar reimin er sett á aftur.

    10. Stillið vír hnífahemilskúplingarinnar; sjá Hemlavír hnífs stilltur.

    Hemlavír hnífs stilltur

    Stillið hemlavír hnífsins þegar nýr vír er settur á eða þegar skipt er um reim hnífahemilskúplingarinnar.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Fjarlægið reimarhlífina (Mynd 6) með því að fjarlægja boltana fjóra sem festa hana við sláttuvélina.

      Note: Geymið boltana sem notaðir eru til að festa reimarhlífina við sláttuvélina.

    4. Fjarlægið óhreinindi undan reimarhlífinni.

    5. Losið vírklemmuskrúfuna (Mynd 43).

      g208921
    6. Togið í vírslífina til að taka slakann af (Mynd 44).

      Note: Ekki strekkja gorminn.

      g208926
    7. Merkið vírklemmuna (Mynd 45) og stillið svo slífina þar til slakinn er um 11 mm (Mynd 46).

      g208923
      g208920
    8. Herðið vírklemmuskrúfuna í 11 til 14 N∙m (99 til 121 to.-lb) til að festa stillinguna.

    9. Festið reimarhlífina með boltunum fjórum sem fjarlægðir voru í skrefi 3.

    10. Tengið vírinn við kertið.

    11. Kannið virkni hnífahemilskúplingarinnar.

    Skipt um drifreim

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 250 klukkustunda fresti
  • Skiptið um drifreimina.
  • Drifreim fjarlægð

    Note: Geymið vélbúnað sem fjarlægður er í þessu ferli, nema gömlu drifreimina, til að hægt sé að setja hann upp í Drifreimin sett á.

    1. Drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast.

    2. Aftengið vírinn frá kertinu.

    3. Fjarlægið boltana fjóra sem festa reimarhlífina við sláttuvélina.

    4. Fjarlægið reimarhlífina.

    5. Fjarlægið óhreinindi undan reimarhlífinni.

    6. Ef graspokinn er á sláttuvélinni skal taka hann af. Frekari upplýsingar eru í Graspokinn tekinn af.

    7. Lyftið og haldið hlífinni að aftan uppi.

    8. Fjarlægið gluggann að aftan, undir losunarhlífinni að aftan, með því að fjarlægja boltann sem heldur honum föstum (Mynd 47).

      g280620
    9. Fjarlægið hlífina með því að fjarlægja boltana tvo sem halda henni fastri (Mynd 48).

      g280624
    10. Snúið lausahjólinu á gatið á gírkassanum með því að snúa lausahjólsrónni réttsælis með topplykli.

      g281194
    11. Haldið lausahjólinu yfir gatinu og stingið skrúfjárni í gatið þar til það nær gripi á lausahjólinu.

      g280736
    12. Notið skrúfjárnið til að halda lausahjólinu frá þar til nýja drifreimin hefur verið sett á.

    13. Framan á sláttuvélinni skal taka reimina af trissu vélarinnar og síðan taka hana af trissu gírkassans.

    Drifreimin sett á

    1. Nýja drifreimin er sett fyrst á trissu gírkassans og síðan á trissu vélarinnar, og lausahjólinu er haldið frá á meðan.

    2. Takið skrúfjárnið úr gatinu á gírkassanum til að setja lausahjólið aftur í strekkta stöðu.

    3. Notið gluggann að aftan, undir losunarhlífinni að aftan, til að ganga úr skugga um að nýja drifreimin sitji rétt.

    4. Setjið hlífina á með boltunum tveimur sem fjarlægðir voru í skrefi 9 af Drifreim fjarlægð.

    5. Setjið gluggann, undir losunarhlífinni að aftan, aftur á með sama bolta og fjarlægður var í 8 af Drifreim fjarlægð.

    Stöðuhemilsvírinn stilltur

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið virkni stöðuhemilsins.
  • Stillið stöðuhemilsvírinn í hvert skipti sem nýr stöðuhemilsvír er settur upp eða þegar stöðuhemillinn er vanstilltur.

    1. Takið stöðuhemilinn af; sjá Stöðuhemill tekinn af.

    2. Snúið stillirónni rangsælis til að losa vírinn (Mynd 51).

      g285474
    3. Stillið strekkingu vírsins (Mynd 51) með því að toga eða ýta vírslífinni og halda henni í þeirri stöðu.

      Note: Togið vírslífina að vélinni til að strekkja (eykur einnig álagið á hemlaklemmuna); ýtið vírslífinni frá vélinni til að draga úr strekkingu (minnkar einnig álag á hemlaklemmu).

      Important: Stillið vírslífina í litlum skrefum til að forðast að strekkja of mikið. Of mikil strekking getur valdið því að stöðuhemillinn haldi við sláttuvélina jafnvel þótt hann hafi verið losaður. Rétt strekking tryggir að hjól sláttuvélarinnar snúast óheft þegar stöðuhemillinn hefur verið losaður og þeim er haldið föstum þegar stöðuhemillinn er á.

    4. Snúið stillirónni réttsælis til að festa vírinn.

      Note: Herðið róna tryggilega með topplykli eða lykli.

    Akstursdrifið stillt

    Aðeins fyrir gerðir með akstursdrif

    Stillið akstursdrifið þegar nýr akstursvír er settur á eða akstursdrifið er vanstillt.

    1. Snúið stillirónni rangsælis til að losa vírinn (Mynd 52).

      g282366
    2. Stillið strekkingu vírsins (Mynd 52) með því að toga hann fram eða ýta honum aftur og halda honum þar.

      Note: Togið vírinn að vélinni til að strekkja; ýtið vírnum frá vélinni til að minnka strekkingu.

      Note: Stillið vírinn í litlum skrefum til að forðast að strekkja hann of mikið.

    3. Snúið stillirónni réttsælis til að festa vírinn.

      Note: Herðið róna tryggilega með topplykli eða lykli.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.

    Almennar upplýsingar

    Geymið sláttuvélina á svölum, hreinum og þurrum stað. Breiðið yfir sláttuvélina til að verja hana og halda henni hreinni.

    1. Sinnið ráðlögðu árlegu viðhaldi; sjá .

    2. Hreinsið undan sláttuvélinni; sjá Hreinsað undan sláttuvélinni.

    3. Fjarlægið hismi, óhreinindi og gróm af ytri hlutum vélarinnar, hlífum og ofan af sláttuvélinni.

    4. Kannið ástand hnífanna, sjá Skoðun hnífa.

    5. Þjónustið loftsíuna; sjá Unnið við loftsíuna.

    6. Herðið allar rær, bolta og skrúfur.

    7. Blettið ryðbletti og rispur á lakki með lakki frá viðurkenndum sölu- og þjónustuaðila.

    Eldsneytiskerfið undirbúið

    Við síðustu eldsneytisáfyllingu ársins skal setja eldsneytisstöðgara í eldsneytið samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda vélarinnar. Tæmið eldsneytisgeyminn áður en sláttuvélin er sett í geymslu eftir síðasta slátt.

    1. Látið sláttuvélina ganga þar til eldsneytið klárast og vélin drepur á sér.

    2. Gangsetjið vélina á ný.

    3. Látið vélina ganga til hún drepur á sér. Þegar ekki er lengur hægt að gangsetja vélina er eldsneytið alveg búið.

    Vélin undirbúin

    1. Skiptið um smurolíu og olíusíu á meðan vélin er enn heit; sjá Skipt um smurolíu og Skipt um olíusíu.

    2. Fjarlægið kertið.

    3. Notið olíudós til að hella um 30 ml af smurolíu á vélina í gegnum kertagatið.

    4. Togið nokkrum sinnum rólega í gangsetningarbandið til að dreifa olíunni um strokkinn.

    5. Setjið kertið í en ekki tengja vírinn við það. Festið vírinn þannig að hann komist ekki í snertingu við kertið.

    Sláttuvélin tekin úr geymslu

    1. Skoðið og herðið allar festingar.

    2. Takið kertið úr og snúið vélinni hratt með gangsetningarbandinu til að blása umframolíu úr strokknum.

    3. Skoðið kertið og skiptið um það ef það skítugt, slitið eða sprungið; sjá notendahandbók vélarinnar.

    4. Setjið kertið í og herðið með ráðlögðu hersluátaki, 20 N∙m (180 to.-lb).

    5. Sinnið nauðsynlegu viðhaldi; sjá .

    6. Kannið stöðu smurolíu; sjá Smurolíuhæð könnuð.

    7. Fyllið á eldsneytisgeyminn með nýju eldsneyti; sjá Fyllt á eldsneytisgeyminn.

    8. Tengið vírinn við kertið.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Vélin fer ekki í gang.
    1. Eldsneytisgeymirinn er tómur eða staðið eldsneyti er í eldsneytiskerfinu.
    2. Afsláttarloki eldsneytis er lokaður.
    3. Inngjafarstöngin er ekki í réttri stöðu.
    4. Eldsneytiskerfið inniheldur óhreinindi, vatn eða staðið eldsneyti.
    5. Vírinn er ekki tengdur við kertið.
    6. Kertið er holótt eða mengað eða bil þess rangt.
    7. Óhreinindi í eldsneytissíunni.
    1. Tappið af og/eða fyllið á eldsneytisgeyminn með nýju eldsneyti. Ef vandamálið er viðvarandi skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.
    2. Opnið afsláttarloka eldsneytis.
    3. Færið inngjafarstöngina í stöðu innsogs.
    4. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    5. Tengið vírinn við kertið.
    6. Skoðið kertið og stillið bilið ef með þarf. Skiptið um holótt, mengað eða sprungið kerti.
    7. Skiptið um eldsneytissíu og hreinsið sigtið í geyminum.
    Erfitt er að gangsetja vélina eða hún missir afl.
    1. Loftsían er skítug og heftir loftflæði.
    2. Staða smurolíu er lág eða óhreinindi eru í smurolíu.
    3. Loftunarslanga eldsneytisgeymisins er stífluð.
    4. Óhreinindi í eldsneytissíunni.
    5. Eldsneytiskerfið inniheldur óhreinindi, vatn eða staðið eldsneyti.
    6. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    7. Kertið er holótt eða mengað eða bil þess rangt.
    1. Hreinsið forhreinsara loftsíunnar og/eða skiptið um pappírssíu.
    2. Athugið smurolíuna. Skiptið um olíu ef óhreinindi eru í henni eða fyllið á ef staðan er of lág.
    3. Hreinsið eða skiptið um loftunarslöngu eldsneytisgeymisins.
    4. Skiptið um eldsneytissíu og hreinsið sigtið í geyminum.
    5. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    6. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    7. Skoðið kertið og stillið bilið ef með þarf. Skiptið um holótt, mengað eða sprungið kerti.
    Vélin höktir.
    1. Vírinn er ekki tryggilega tengdur við kertið.
    2. Kertið er holótt eða mengað eða bil þess rangt.
    3. Inngjafarstöngin er ekki í hraðri stöðu.
    4. Loftsían er skítug og heftir loftflæði.
    5. Óhreinindi í eldsneytissíunni.
    1. Tengið vírinn tryggilega við kertið.
    2. Skoðið kertið og stillið bilið ef með þarf. Skiptið um holótt, mengað eða sprungið kerti.
    3. Færið inngjafarstöngina í hraða stöðu.
    4. Hreinsið forhreinsara loftsíunnar og/eða skiptið um pappírssíu.
    5. Skiptið um eldsneytissíu og hreinsið sigtið í geyminum.
    Sláttuvélin eða vélin titrar óeðlilega mikið.
    1. Beyglaður eða vanstilltur hnífur.
    2. Festibolti fyrir hníf er laus.
    3. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    4. Festiboltar vélarinnar eru lausir.
    5. Vélartrissan, lausahjólið eða hnífatrissan er laus.
    6. Trissa vélarinnar er skemmd.
    7. Hnífadrifið er beyglað.
    8. Reimin er skemmd.
    1. Stillið hnífinn/hnífana. Skiptið um beyglaðan hníf.
    2. Herðið festibolta hnífs.
    3. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    4. Herðið festiboltana.
    5. Herðið lausar trissur/hjól.
    6. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    7. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    8. Skiptið um reimina.
    Sláttur er ójafn.
    1. Hjólin fjögur eru ekki stillt í sömu hæð.
    2. Hnífarnir eru bitlausir.
    3. Alltaf er slegið í sömu átt.
    4. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    5. Hnífadrifið er beyglað.
    1. Stillið öll hjólin fjögur í sömu hæð.
    2. Brýnið og jafnvægisstillið hnífana.
    3. Breytið sláttumynstrinu.
    4. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    5. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Losunarrennan stíflast.
    1. Inngjafarstöngin er ekki í hraðri stöðu.
    2. Sláttuhæðin er of lág.
    3. Slegið er of hratt.
    4. Grasið er blautt.
    5. Afskurður og óhreinindi eru föst undir sláttuvélinni.
    1. Færið inngjafarstöngina í hraða stöðu.
    2. Aukið sláttuhæðina; ef með þarf skal slá aðra umferð með lægri sláttuhæð.
    3. Hægið á hraðanum.
    4. Bíðið þar til grasið hefur þornað áður en slegið er.
    5. Hreinsið undan sláttuvélinni.
    Ekki er hægt að aka sláttuvélinni.
    1. Akstursdrifsvírinn er vanstilltur eða skemmdur.
    2. Óhreinindi eru á reimarsvæðinu.
    3. Reimin er skemmd.
    1. Stillið akstursdrifsvírinn; skiptið um vírinn ef með þarf.
    2. Hreinsið óhreinindi af reimarsvæðinu.
    3. Skiptið um reimina.
    Hnífarnir snúast ekki eða snuða.
    1. Reim hnífahemilskúplingar eða tímareim er slitin, laus eða skemmd.
    2. Reim hnífahemilskúplingar hefur losnað af trissunni.
    3. Reim hnífahemilskúplingar er slitin, laus eða skemmd.
    1. Stillið reim hnífahemilskúplingar; stillið strekkingu tímareimar; skiptið um reimar ef með þarf.
    2. Athugið hvort reimin er skemmd og hafið samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila ef þörf krefur.
    3. Stillið reim hnífahemilskúplingar; skiptið um hana ef með þarf.
    Hnífarnir rekast saman.
    1. Hnífarnir eru rangt settir upp eða vanstilltir.
    2. Festistykki hnífanna eru slitin, laus eða skemmd.
    3. Tímareimin er slitin, laus eða skemmd.
    4. Tímakeðjuhjól eða lausahjól er slitið, laust eða skemmt.
    1. Setjið hnífana rétt upp.
    2. Skiptið um festistykki hnífa.
    3. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    4. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.