Inngangur

Þessi sláttuvél, með keflisblaði, stýri og sæti fyrir ökumann, er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Hún er aðallega hönnuð til að slá gras af grassverði sem er vel viðhaldið. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

g279286

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ táknar mikilvægar, almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Rafmagnssnúran fyrir þessa vöru inniheldur blý, sem er efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Rafgeymaskaut og tengihlutir innihalda blý og blýsambönd, efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Sláttuvélin er hönnuð í samræmi við staðlana EN ISO 5395 (að loknu uppsetningarferli) og ANSI B71.4-2017.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér.

  • Lesið vandlega efni þessarar notendahandbókar áður en vélin er gangsett.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á sláttuvélinni.

  • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal115-8226
decal119-9346
decal133-8061
decal137-8037
decal137-8058
decal137-8127
decal137-9712
decal139-5613
decal139-8320
decal139-8321
decal139-8471
decal139-8554
decal137-8052
decal137-9713

Uppsetning

Uppsetning veltigrindar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Veltigrindarsamstæða1
Sexkantsbolti (⅜ x 1½ tommur)8
Ró (⅜ tommur)8
  1. Fjarlægið stoðina úr efsta hluta kassans.

  2. Takið veltigrindina úr kassanum.

  3. Notið 8 sexkantsbolta (⅜ x 1½ tommur) og 8 rær (⅜ tommur) til að festa veltigrindina við tilheyrandi festingar á báðum hliðum sláttuvélarinnar (Mynd 3).

    Note: Fáið aðstoð við að staðsetja og festa veltigrindina við sáttuvélina.

    g277676
  4. Herðið festingarnar í 51 til 65 N∙m.

Uppsetning sætis

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Sætissett (sérpöntun; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro)1

Pantið sætissett (hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro) og skoðið meðfylgjandi uppsetningarleiðbeiningar til að setja sætið í.

Uppsetning viðhaldsmerkingar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Viðhaldsmerking (hlutarnr. 137-8052)1

Setjið upp viðhaldsmerkingu (hlutarnr. 137-8052) á sætið; sjá Mynd 4 með gæðasæti (gerðarnr. 04729) eða Mynd 5 með venjulegu sæti (gerðarnr. 04508).

g277096
g277097

Uppsetning stýris

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Stýri1
Lok1
Skinna1
Lásró1
  1. Berið samsetningarfeiti á stýrisskaftið.

  2. Setjið hjólið á stýrisskaftið (Mynd 6).

    g288302
  3. Tengið aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

  4. Setjið lykilinn í svissinn og snúið honum á KVEIKTA stöðu.

  5. Farið í akstursupplýsingaskjámyndina á upplýsingaskjánum; sjá Notkun LCD-upplýsingaskjásins.

  6. Snúið stýrinu þar til beygjuhornið (neðst á skjánum) sýnir “. Ekki snúa stýrinu lengra en stoppin leyfa.

  7. Snúið svissinum á SLöKKTA stöðu og takið lykilinn úr.

  8. Aftengið aðalafltenglana.

  9. Framkvæmið eftirfarandi skref án þess að snúa stýrisskaftinu:

    1. Takið stýrið af stýrisskaftinu.

    2. Setjið stýrisskaftið upp í stöðunni sem sýnd er á Mynd 7.

      g288301
  10. Festið stýrið á stýrisskaftið með skinnunni og lásrónni (Mynd 8).

    g010834
  11. Herðið lásróna í 27 til 35 N∙m.

  12. Setjið lokið á stýrið.

Uppsetning króka fyrir graskörfu

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Krókur fyrir graskörfu6
Flansboltar12

Notið 12 flansbolta til að setja upp 6 króka fyrir graskörfu á stangarendum fjaðraarmanna (Mynd 9).

g015492

Uppsetning sláttubúnaðar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Sláttubúnaður (sérpöntun; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro)3
Graskarfa3
Rafmagnsmótvægi3
Skrúfur6
O-hringur3
  1. Undirbúið sláttubúnaðinn fyrir uppsetningu; sjá frekari upplýsingar í notendahandbók sláttubúnaðarins.

  2. Berið feiti inn í ríla driftengisins.

  3. Setjið O-hring á hvorn keflamótor, eins og sýnt er á Mynd 10.

    g256064
  4. Festið rafmagnsmótvægið við fyrirliggjandi mótvægi með tveimur skrúfum eins og sýnt er á Mynd 11.

    g036342
  5. Setjið upp sláttubúnaðinn; sjá Uppsetning sláttubúnaðar.

  6. Setjið báðar graskörfurnar upp á krókunum.

Tenging aðalafltengla

Stingið aðalafltenglunum neðarlega á veltigrindinni vinstra megin á sláttuvélinni í samband (Mynd 12).

g293202

Stillingum sláttuvélar breytt

Notið upplýsingaskjáinn til að breyta stillingum sláttuvélarinnar; sjáStillingum sláttuvélar breytt á upplýsingaskjá.

Uppsetning CE-merkingar

Ef þess er krafist (lönd sem krefjast CE-samhæfis)

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Merking með framleiðsluári1
CE-viðvörunarmerking (hlutarnr. 139-8321)1
CE-merking (hlutarnr. 93-7252)1

Setja skal upp eftirfarandi merkingar ef sláttuvélin er notuð í landi sem gerir kröfur um samhæfi við CE-staðla:

  • Merking með framleiðsluári og CE-merking: Setjið merkingarnar á rör grindarinnar fyrir neðan sætið og á raðnúmeraplötuna; sjá Mynd 13.

    g280284
  • CE-viðvörunarmerking: Setjið CE-viðvörunarmerkinguna (hlutarnr. 139-8321) yfir viðvörunarmerkinguna sem þegar er til staðar (hlutarnr. 139-8320) á stýrishlífinni; sjá Mynd 14.

    g235881

Þrýstingur hjólbarða minnkaður

Hjólbarðarnir eru yfirfylltir í verksmiðjunni fyrir flutning. Minnkið þrýstinginn niður að réttum gildum áður en kveikt er á sláttuvélinni; sjá Þrýstingur hjólbarða kannaður.

Hleðslutæki rafhlöðu fest á vegg

Valfrjálst

Hægt er að festa hleðslutækið á vegg með því að nota festigötin aftan á hleðslueiningunni. Notið skrúfur með 6 mm þvermáli skrúfgangs og 11 mm höfuðþvermáli.

Important: Skoðið vinnusvæðið til að ákvarða bestu staðsetninguna fyrir örugga og skilvirka notkun hleðslutækisins.

Rafhlöðurnar hlaðnar

Hlaðið rafhlöðurnar; sjá Li-ion rafhlöður settar í hleðslu.

Yfirlit yfir vöru

g289915
g267033

Sviss

Svissinn er með tvær stöður: KVEIKTA og SLöKKTA (Mynd 17).

Notið svissinn til að gangsetja og drepa á sláttuvélinni; sjá Sláttuvélin gangsett og Drepið á sláttuvélinni.

g292048

Stjórnrofi

Með stjórnrofanum (Mynd 16) er hægt að velja milli tveggja akstursvalkosta og HLUTLAUSA stöðu.

  • NEUTRAL (Hlutlaus staða) – hlutlaus gír og bakslípun

  • MOW (Sláttustaða) – notuð við slátt

  • TRANSPORT (Flutningsstaða) – notuð við akstur

Hægt er að skipta úr SLáTTUSTöðU í FLUTNINGSSTöðU eða úr FLUTNINGSSTöðU í SLáTTUSTöðU (en ekki í HLUTLAUSA STöðU) á meðan sláttuvélin er á hreyfingu; engar skemmdir hljótast af því

Hægt er að færa rofann úr FLUTNINGSSTöðU eða SLáTTUSTöðU í HLUTLAUSA STöðU og þá stöðvast sláttuvélin. Ef reynt er að skipta úr HLUTLAUSRI STöðU í SLáTTUSTöðU eða FLUTNINGSSTöðU þegar fótstigið er ekki í HLUTLAUSRI STöðU birtist áminning.

Stýripinni til að hækka/lækka

Stýripinninn til að hækka/lækka (Mynd 16) er notaður til að hækka og lækka sláttubúnaðinn. Með stýripinnanum eru kefli sláttubúnaðarins tengd eða aftengd, eftir því í hvaða stöðu stjórnrofinn er í:

  • Stjórnrofi í HLUTLAUSRI stöðu: Sláttubúnaðurinn er hækkaður eða lækkaður þegar stýripinninn er færður fram eða aftur, en keflin tengjast ekki fyrr en sláttuvélin er sett í bakslípunarstillingu.

  • Stjórnrofi í SLáTTUSTöðU: Stýripinninn er færður fram við sláttuvinnu til að lækka sláttubúnaðinn og setja keflin í gang. Togið stýripinnann aftur til að stöðva keflin og hækka sláttubúnaðinn.

    Togið stýripinnann stuttlega aftur og sleppið honum svo til að stöðva keflin án þess að hækka sláttubúnaðinn. Þegar stýripinninn er færður aftur fram fara keflin í gang og með því að toga hann aftur til baka hækkar sláttubúnaðurinn. Þennan eiginleika verður að tengja á upplýsingaskjánum; sjá Léttstöðvunarseinkun breytt.

  • Stjórnrofi í FLUTNINGSSTöðU: Hægt er að hækka sláttubúnaðinn en keflin tengjast ekki. Áminning birtist á upplýsingaskjánum ef reynt er að lækka sláttubúnaðinn.

Inngjafarfótstig

Inngjafarfótstigið (Mynd 18) er með þrjá eiginleika: einn til að aka sláttuvélinni áfram, einn til að aka aftur á bak og einn til að stöðva sláttuvélina. Stígið á efri hluta fótstigsins til að aka áfram; stígið á neðri hlutann til að aka aftur á bak eða til að draga úr hraða við akstur áfram.

Sláttuvélin er stöðvuð með því að setja fótstigið í HLUTLAUSA stöðu. Ekki láta hælinn hvíla á inngjafarfótstiginu í BAKKSTöðU þegar sláttuvélin ekur áfram (Mynd 19).

g014603
g005105

Hægt er að stilla hámarksaksturshraða með eftirfarandi hætti:

  • 3,2 til 8 km/klst. sláttuhraði áfram

  • 8 til 16 km/klst. aksturshraði

  • 3,2 til 4,8 km/klst. hraði aftur á bak

Læsingarfótstig stýrisarms

Stígið á fótstigið (Mynd 18) og hækkið eða lækkið stýrisarminn eins og hentar stjórnanda, sleppið síðan fótstiginu til að læsa arminum.

Hemlafótstig

Stígið á hemlafótstigið (Mynd 20) til að stöðva sláttuvélina.

g236365

Stöðuhemill

Notið stöðuhemilinn (Mynd 20) til að koma í veg fyrir að sláttuvélin hreyfist. Stígið á hemlafótstigið og ýtið efri hlutanum fram til að setja stöðuhemilinn á og festa hann. Stígið á hemlafótstigið þar til festingin losnar til að losa stöðuhemilinn.

Upplýsingaskjár

Notkun LCD-upplýsingaskjásins

Upplýsingaskjárinn birtir upplýsingar um sláttuvélina, á borð við vinnslustöðu, ýmsar greiningar og aðrar upplýsingar um sláttuvélina (Mynd 24). Hann inniheldur upphafsskjámynd, aðalupplýsingaskjámynd, upplýsingaskjámynd fyrir mótor sláttubúnaðarins og akstursupplýsingaskjámynd.

  • Upphafsskjámynd: sýnir núverandi upplýsingar sláttuvélarinnar í nokkrar sekúndur eftir að lykillinn hefur verið færður í stöðuna KVEIKT.

  • Aðalupplýsingaskjámynd (Mynd 21): sýnir núverandi upplýsingar sláttuvélarinnar á meðan lykillinn er í stöðunni KVEIKT. Þessi skjámynd sýnir hleðslustöðu rafhlöðunnar og straumstyrk sláttuvélarinnar.

    g292768
  • Upplýsingaskjámynd fyrir mótor sláttubúnaðarGraphic (Mynd 22): sýnir hraða og straum á hverjum mótor sláttubúnaðarins fyrir sig.

    g292767
  • AkstursupplýsingaskjámyndGraphic (Mynd 23): sýnir núverandi stýrishorn og straumstyrk fyrir hvern akstursmótor.

    g292769
  • Aðalvalmynd: sjá Valmyndaratriði upplýsingaskjás.

Note: Graphic Varið undir Protected Menus“ – eingöngu aðgengilegt með því að slá in PIN-númer; sjá Varðar valmyndir opnaðar.

Hægt er að skipta á milli aðalskjámyndar, upplýsingaskjámyndar fyrir mótor sláttubúnaðar og akstursupplýsingaskjámyndarinnar með því að ýta á hægri hnappinn og velja viðeigandi ör.

g020650
  • Vinstri hnappur, opna valmynd/til baka – ýtið á þennan hnapp til að opna valmyndir upplýsingaskjásins. Hægt er að nota hann til að fara út úr opnum valmyndum.

  • Miðhnappur – notið þennan hnapp til að fletta niður valmyndir.

  • Hægri hnappur – notið þennan hnapp til að opna valmynd þar sem ör til hægri gefur til kynna meira efni eða til að velja valmöguleika.

Note: Virkni hnappanna getur breyst eftir því hvað þarf að gera hverju sinni. Hnapparnir eru merktir með tákni sem sýnir núverandi virkni.

Lýsing á táknum upplýsingaskjás

VIÐHALDSTÍMIGefur til kynna hvenær framkvæma skal áætlaða viðhaldsvinnu
GraphicVinnustundamælir
GraphicUpplýsingatákn
GraphicStjórnrofi er í FLUTNINGSSTöðU.
GraphicStjórnrofi er í SLáTTUSTöðU.
GraphicGefur til kynna hvenær sláttubúnaði er lyft.
GraphicGefur til kynna hvenær sláttubúnaður er látinn síga.
GraphicStjórnandi verður að sitja í sætinu
GraphicGaumljós stöðuhemils – gefur til kynna hvenær stöðuhemill er á
GraphicStjórnrofi er í HLUTLAUSRI stöðu.
GraphicAflúttak er tengt
GraphicStöðvun eða slökkt
GraphicSviss
GraphicPIN-númer
GraphicCAN-gagnabraut
GraphicUpplýsingaskjár
GraphicRofi
GraphicStjórnandi verður að sleppa rofa
GraphicStjórnandi skal skipta yfir í tilgreinda stöðu
GraphicAkstursmótor
GraphicFarið aftur í fyrri skjámynd
GraphicAtriði ekki valið/virkt
GraphicAtriði valið/virkt
GraphicKefli
GraphicGaumljós rafræns stöðuhemils – gefur til kynna hvenær rafrænn stöðuhemill er á
Tákn eru oft sameinuð til að mynda setningar. Hér á eftir eru nokkur dæmi:
GraphicStjórnandi skal setja sláttuvélina í hlutlausan gír
GraphicSetjist niður eða setjið stöðuhemilinn á

Valmyndaratriði upplýsingaskjás

Til að komast í aðalvalmyndina úr aðalskjámynd, upplýsingaskjámynd mótors sláttubúnaðar eða akstursupplýsingaskjámynd skal ýta á hvaða hnapp sem er og svo á hnappinn sem samsvarar tákninu Graphic. Við það opnast AðALVALMYNDIN.

Í eftirfarandi töflum eru lýsingar á þeim valkostum sem eru í boði á valmyndunum:

Aðalvalmynd

ValmyndaratriðiLýsing
FAULTS (bilanir)Valmyndin FAULTS inniheldur lista yfir nýlegar bilanir. Frekari upplýsingar um valmyndina FAULTS er að finna í þjónustuhandbókinni eða hjá næsta viðurkennda dreifingaraðila Toro.
SERVICE (þjónusta)Valmyndin SERVICE inniheldur upplýsingar um sláttuvélina, svo sem vinnustundir, tölulegar upplýsingar og kvörðun. Einnig er hægt að virkja bakslípunaraðgerð sláttubúnaðarins. Sjá nánar í töflunni Service (þjónusta).
DIAGNOSTICS (bilanagreining)Valmyndin DIAGNOSTICS inniheldur yfirlit yfir núverandi ástand og gögn sláttuvélarinnar. Þessar upplýsingar er hægt að nota til að greina ákveðnar bilanir og fá skjótar upplýsingar um á hvaða stjórnbúnaði er kveikt eða slökkt, ásamt yfirliti yfir gildi stjórntækja (t.d. gildi frá skynjara).
SETTINGS (stillingar)Valmyndin SETTINGS gerir stjórnanda kleift að sérstilla og breyta færibreytum grunnstillingar á upplýsingaskjánum. Sjá nánar í töflunni Stillingar.
ABOUT (um)Valmyndin ABOUT sýnir tegundarnúmer, raðnúmer og hugbúnaðarútgáfu sláttuvélarinnar. Sjá nánar í töflunni Um.

Faults (bilanir)

ValmyndaratriðiLýsing
CURRENTSýnir hversu mikið hefur verið svissað á (það er fjölda vinnustunda sem svissinn hefur verið á KVEIKTRI stöðu).
LASTSýnir hvenær síðast var svissað á áður en bilunin átti sér stað.
FIRSTSýnir hvenær fyrst var svissað á áður en bilunin átti sér stað.
OCCURRENCESSýnir hversu oft bilun hefur komið upp.

Service (þjónusta)

ValmyndaratriðiLýsing
HOURSSýnir heildarfjölda vinnustunda sem svissað hefur verið á og kefli og bakslípun hafa verið í gangi.
COUNTSSýnir fjölda slátta, léttstöðvana og bakslípunar.
BACKLAPTengir/aftengir bakslípunaraðgerð sláttubúnaðarins (þegar aðgerðin er tengd er hægt að nota þessa stillingu til að aftengja hana eða með því að setja lykilinn í SLöKKTA stöðu).
CALIBRATION GraphicGerir notanda kleift að kvarða stýrisbúnaðinn, aksturskerfið og lyftudrif. Frekari upplýsingar um kvörðun eru í þjónustuhandbókinni.

Stillingar

ValmyndaratriðiLýsing
UNITS (einingar)Stjórnar einingunum sem eru notaðar á upplýsingaskjánum. Hægt er að velja á milli breskra eininga eða metrakerfiseininga.
LANGUAGE (tungumál)Stjórnar því hvaða tungumál er notað á upplýsingaskjánum.
BACKLIGHT (baklýsing)Stjórnar birtustigi LCD-skjásins.
CONTRAST (skerpa)Stjórnar skerpu LCD-skjásins.
PROTECTED MENUS (varðar valmyndir)Veitir aðgang að vörðum valmyndum með innslætti aðgangskóða.
PROTECT SETTINGS Graphic (varnarstillingar)Stjórnar vörðum valmyndum.
RESET DEFAULTSGraphic (endurstilla á sjálfgefið)Endurstillir upplýsingaskjáinn á sjálfgefnar stillingar.
TAPOFF TIMEGraphic (tími léttstöðvunar)Stjórnar léttstöðvunarseinkun.
REEL SPEEDGraphic (keflahraði)Stjórnar hraða kefla.
BACKLAP RPMGraphic (snúningshraði bakslípunar)Stjórnar hraða bakslípunar í sn./mín.
CLIP CONTROLGraphic (skurðarstjórnun)KVEIKIR/SLEKKUR á sjálfvirka skurðarstjórnunareiginleikanum.
BLADE COUNTGraphic (hnífafjöldi)Stillir fjölda hnífa á hverju kefli. Þessi stilling er aðeins nauðsynleg ef SKURðARSTJóRNUN er stillt á KVEIKT.
HEIGHT OF CUT (HOC)Graphic (sláttuhæð)Stillir sláttuhæðina sem óskað er eftir. Þessi stilling er aðeins nauðsynleg ef SKURðARSTJóRNUN er stillt á KVEIKT.
MAX MOWGraphic (hámarkssláttuhraði)Stillir hámarkshraða sláttuvélarinnar við slátt.
MAX TRANSPORTGraphic (hámarksflutningshraði)Stillir hámarkshraða sláttuvélarinnar við akstur.
MAX REVERSEGraphic (hámarkshraði í bakkgír)Stillir hámarkshraða sláttuvélarinnar þegar henni er bakkað.
SLOW & TURNGraphic (hægja og beygja)Kveikir eða slekkur á eiginleikanum til að hægja á sláttuvélinni eða beygja.
3WD KITGraphic (þríhjóladrifssett)Tengir eða aftengir þríhjóladrifssettið.
BATT. RESERVE (varabirgðir rafhlöðu)Stillir fjarlægðina sem þarf til að flytja sláttuvélina á verkstæði þegar rafhlaðan er að tæmast.

Um

ValmyndaratriðiLýsing
MODELSýnir tegundarnúmer sláttuvélarinnar.
SNSýnir raðnúmer sláttuvélarinnar.
S/W RevSýnir endurskoðun hugbúnaðar aðalstjórnbúnaðarins.
INFOCENTERGraphicSýnir endurskoðun hugbúnaðar upplýsingaskjásins.
CU1 GraphicSýnir endurskoðun hugbúnaðar sláttubúnaðarmótorsins fyrir miðju.
CU2 GraphicSýnir endurskoðun hugbúnaðar vinstri sláttubúnaðarmótorsins að framan.
CU3 GraphicSýnir endurskoðun hugbúnaðar hægri sláttubúnaðarmótorsins að framan.
LL1 GraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu sláttubúnaðarins fyrir miðju.
LL2 GraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu vinstri sláttubúnaðarins að framan.
LL3 GraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu hægri sláttubúnaðarins að framan.
TRACTION1GraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu hægri akstursmótors að framan.
TRACTION2GraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu vinstri akstursmótors að framan.
STEERINGGraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu akstursmótors að aftan.
PRECHARGEGraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu stjórnbúnaðar forhleðslu.
BATTERYGraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu rafhlöðu.
CAN BUSGraphicSýnir stöðu gagnabrautar sláttuvélarinnar.
TRACTION3GraphicSýnir hlutarnúmer hugbúnaðar og endurskoðunarútgáfu þríhjóladrifssettsins (ef það er til staðar).

Note: Graphic Varið undir Protected Menus“ – eingöngu aðgengilegt með því að slá in PIN-númer; sjá Varðar valmyndir opnaðar.

Varðar valmyndir opnaðar

Note: Sjálfgefið PIN-númer sláttuvélarinnar er annaðhvort 0000 eða 1234.Ef skipt er um PIN-númer og það gleymist þarf að leita aðstoðar hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

  1. Á MAIN MENU (aðalvalmynd) skal nota miðhnappinn til að fletta niður á valmyndina SETTINGS (stillingar) og ýta á hægri hnappinn.

  2. Á valmyndinni SETTINGS skal nota miðhnappinn til að fletta niður á valmyndina PROTECTED MENU (varin valmynd) og ýta á hægri hnappinn.

  3. PIN-númerið er fært inn með því að ýta á miðhnappinn þar til rétti fremsti tölustafurinn birtist og síðan er ýtt á hægri hnappinn til að fara á næsta tölustaf. Endurtakið þetta skref þar til búið er að færa inn alla tölustafina og ýtið þar næst einu sinni enn á hægri hnappinn.

  4. Ýtið á miðhnappinn til að staðfesta PIN-númerið.

    Bíðið þar til rauða gaumljósið á upplýsingaskjánum kviknar.

    Note: Ef PIN-númerið er rétt og varða valmyndin opnast sést orðið PIN“ efst til hægri á skjámyndinni.

Hægt er að skoða og breyta stillingum í Protected Menu“ (varin valmynd). Þegar búið er að opna Protected Menu“ er flett niður á valkostinn Protect Settings“ (varnarstillingar). Notið hægri hnappinn til að breyta stillingunni.

  • Ef varnarstillingar eru stilltar á OFF (slökkt) er hægt að skoða og breyta stillingum Protected Menu“ og skoða upplýsingaskjámyndir mótors sláttubúnaðar og aksturs án þess að slá inn PIN-númerið.

  • Ef varnarstillingar eru stilltar á ON (kveikt) eru varnarvalkostir faldir og færa þarf inn PIN-númer til að breyta stillingu Protected Menu“.

Þegar PIN-númerið hefur verið stillt skal svissinum AF og svo aftur á til að virkja og vista þennan eiginleika.

Note: Svissið AF og svo á til að læsa vörðu valmyndinni.

Aðgangsorð sláttuvélarinnar stillt

Hægt er að stilla aðgangsorð fyrir upplýsingaskjáinn til að stjórnandi geti aðeins opnað ákveðnar skjámyndir upplýsingaskjásins með því að færa inn aðgangsorð. Frekari upplýsingar um skjámyndir upplýsingaskjásins sem eru læstar með aðgangsorði eru í Valmyndaratriði upplýsingaskjás.

  1. Í STILLINGAVALMYNDINNI skal velja PROTECT SETTINGS (varnarstillingar).

  2. Stillið PROTECT SETTINGS á ON (kveikt).

  3. Sláið inn fjögurra tölustafa aðgangsorð þegar beðið er um það.

  4. Svissið AF til að vista aðgangsorðið.

Note: Ef aðgangsorð notanda gleymist er hægt að fá tímabundið aðgangsorð hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

Gaumljós bilanaskráningar

Ef bilun kemur upp birtist bilanakóði á upplýsingaskjánum og rautt blikkandi ljós fyrir ofan skjáinn.

Bilunin er vistuð í annál undir valmyndinni FAULTS (bilanir), en þar getur notandi eða dreifingaraðili skoðað og greint vandamálið sem leiddi til bilanakóðans.

Yfirlit yfir bilanir má sjá í þjónustuhandbókinni eða hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

Aðalafltenglar

Takið sláttuvélina ávallt úr sambandi við aflgjafa áður en hún er hlaðin eða viðhaldsvinnu sinnt og fyrir uppsetningu, fjarlægingu eða viðhaldsvinnu á sláttubúnaðinum. Þetta er gert með því að taka í sundur aðalafltenglana (Mynd 25) neðarlega á veltigrindinni, vinstra megin á aksturseiningunni. Tengið tenglana aftur saman áður en unnið er á sláttuvélinni.

g293203

Varúð

Ef rafmagnið er ekki tekið af vinnuvélinni er hætta á að einhver setji vinnuvélina óvart í gang og það getur leitt til alvarlegra meiðsla.

Aftengið tenglana alltaf áður en unnið er við sláttuvélina.

Upplýsingar um stærð og þyngd sláttuvélarinnar eru í Mynd 26 og Tæknilýsingartafla sláttuvélar.

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

g289936

Tæknilýsingartafla sláttuvélar

Breidd sláttar151 cm
Sporvídd hjóla126 cm
Hjólhaf127 cm
Heildarlengd (með körfum)249 cm
Heildarbreidd180 cm
Heildarhæð205 cm
Þyngd*738 kg
*Sláttuvél með sláttubúnaði með 11 hnífum, án stjórnanda og með venjulegu sæti.

Tæknilýsingartafla raflagna

Rafspenna48 V
RafstraumurDC (Graphic)
Amperstundir213,6 AH
IP-flokkunIP 65

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Leyfið aldrei börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við sláttuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Lærið örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

  • Lærið að stöðva sláttuvélina og drepa á henni á skjótan máta.

  • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og öryggisbúnaður séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota sláttuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

  • Skoðið ávallt sláttuvélina fyrir slátt til að tryggja að sláttubúnaðurinn sé í góðu ásigkomulagi.

  • Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.

Merkingar sláttubúnaðar

Upplýsingaskjárinn notar tölurnar 1, 2 og 3 til að merkja hvern sláttubúnað (t.d. CU1, CU2 og CU3 í valmyndinni ABOUT (um)).

  • 1 á við um sláttubúnað fyrir miðju (Mynd 27)

  • 2 á við um vinstri sláttubúnað að framan (Mynd 27)

  • 3 á við um hægri sláttubúnað að framan (Mynd 27)

g289940

Stillingum sláttuvélar breytt á upplýsingaskjá

Hægt er að nota upplýsingaskjáinn til að breyta eftirfarandi stillingum sláttuvélarinnar:

Note: Sérhver stilling er varin með aðgangsorði. Færa þarf inn aðgangsorð til að breyta stillingunum.

Léttstöðvunarseinkun breytt

Farið í valkostinn TAPOFF TIME (tími léttstöðvunar) til að breyta seinkun léttstöðvunar. Eiginleikinn fyrir léttstöðvunarseinkun gerir stjórnanda kleift að slökkva á sláttubúnaðinum án þess að lyfta honum. Seinkunarstillingin segir til um hámarkstímann sem stýripinninn til að hækka/lækka má vera í afturstöðunni til að virkja þennan eiginleika.

Í eftirfarandi töflu má sjá valkosti fyrir tímaseinkun og samsvarandi stighækkandi tölur:

Valkostir fyrir léttstöðvunarseinkun

Stighækkandi talaSeinkunartími (sekúndur)
1Slökkt
20,050
30,100
40,150
50,200
60,250
70,300
80,350
90,400
100,450

Note: Verksmiðjustillingin er 1, en sú tala slekkur á eiginleikanum.

Keflahraða við slátt breytt

Farið í valkostinn REEL SPEED (keflahraði) til að breyta keflahraðanum meðan slegið er. Hægt er að breyta þessari stillingu þegar SLöKKT er á skurðarstjórnun; sjá Skurðarstjórnunareiginleiki stilltur.

Í eftirfarandi töflu má sjá valkosti fyrir keflahraða og samsvarandi stighækkandi tölur:

Valkostir fyrir keflahraða við slátt

Stighækkandi talaKeflahraði (sn./mín.)
1800
2950
31100
41250
51400
61550
71700
81850
92000

Note: Verksmiðjustillingin er 2000 sn./mín. (stighækkandi tala 9).

Keflahraða við bakslípun breytt

Farið í valkostinn BACKLAP RPM (snúningshraði bakslípunar) til að breyta keflahraða meðan bakslípun er í gangi.

Í eftirfarandi töflu má sjá valkosti fyrir keflahraða og samsvarandi stighækkandi tölur:

Valkostir fyrir keflahraða við bakslípun

Stighækkandi talaKeflahraði (sn./mín.)
1200
2240
3280
4320
5360
6400
7440
8480
9520

Note: Verksmiðjustillingin er 200 sn./mín. (stighækkandi tala 1).

Skurðarstjórnunareiginleika breytt

Virkni RDS-kerfis (hraðakerfi sem fylgir radíus)

Til að ná fram samfelldum fyrsta flokks slætti og jöfnum grassverði eftir slátt er sláttuvélin búin Radius Dependent Speed™-kerfi (RDS) sem bíður einkaleyfisvottunar. RDS-kerfið er skurðarstjórnuneiginleiki og óháður aksturshraðaeiginleiki sem breytir hraða hvers keflamótors og akstursmótors fyrir sig þannig að hægt er að halda stöðugum slætti og draga úr því að sláttubúnaðurinn skrapi grassvörðinn í beygjum við slátt.

Þegar sláttuvélin tekur beygjur við slátt (t.d. í hreinsunarumferð) snýst keflið sem vísar inn í beygjuna hægar en keflið sem vísar utan í beygjuna. Miðkeflið vegur upp á móti hraða keflanna að innan- og utanverðu þannig að allir þrír hlutar sláttubúnaðarins ná sama slætti. Því skarpari sem beygjan er, þeim mun meiri munur er á hraða keflanna. Auk þess sér RDS-kerfið um að stilla keflahraðann til samræmis ef hraði sláttuvélarinnar breytist við slátt svo hægt sé að viðhalda stöðugum slætti. Eiginleikinn dregur úr þynningu grassvarðarins með innanverðu kefli (samanborið við aðrar sláttuvélar með sæti), en það getur einnig minnkað myndun þrefaldra hringja.

RDS-kerfið stillir einnig hraða hvers hjólamótors fyrir sig í beygjum, svipað og gerist þegar hraða keflamótors er breytt í beygju. Keflamótorinn að innanverðu minnkar snúningshraðann og snýst hægar en keflamótorinn að utanverðu í beygju. Þetta dregur úr því að hjólin skrapi svörðinn í beygjunni og getur einnig minnkað myndun þrefaldra hringja.

Skurðarstjórnunareiginleiki stilltur

Farið í valkostinn CLIP CONTROL (skurðarstjórnun) til að stilla RDS-kerfið.

  • Skurðarstjórnun stillt á ON (kveikt): Sláttuvélin notar stillingarnar úr valkostunum HEIGHT OF CUT (HOC) (sláttuhæð) og BLADE COUNT (hnífafjöldi) ásamt vinstri og hægri hjólahraða til að ákvarða hraða hvors keflis.

  • Skurðarstjórnun stillt á OFF (slökkt): Sláttuvélin notar stillingarnar úr valkostinum REEL SPEED (keflahraði). Keflin snúast á stöðugum hraða.

Note: Verksmiðjustillingin er ON (kveikt).

Stilling sláttuhæðar

Farið í valkostinn HEIGHT OF CUT (HOC) (sláttuhæð) til að stilla sláttuhæðina. Skurðarstjórnunareiginleikinn verður að vera stilltur á ON (kveikt) til að nota þennan eiginleika; sjá Skurðarstjórnunareiginleiki stilltur.

Note: Verksmiðjustillingin er 3,2 mm.

Fjölda hnífa sláttubúnaðar breytt

Farið í valkostinn BLADE COUNT (hnífafjöldi) til að breyta fjölda hnífa í sláttubúnaðinum. Ákvarðið fjölda hnífa sláttubúnaðarins og veljið viðeigandi gildi (5, 8, 11 eða 14).

Note: Verksmiðjustillingin er 11.

Stilling hámarkssláttuhraða

Farið í valkostinn MAX MOW (hámarkssláttuhraði) til að stilla hámarkssláttuhraðann. Hægt er að stilla hraðann á bilinu 4,8 km/klst. til 8,0 km/klst. í 0,3 km/klst. skrefum.

Note: Verksmiðjustillingin er 6,1 km/klst..

Stilling hámarksflutningshraða

Farið í valkostinn MAX TRANSPORT (hámarksflutningshraði) til að stilla hámarksflutningshraðann. Hægt er að stilla hraðann á bilinu 8,0 km/klst. til 16,0 km/klst. í 0,8 km/klst. skrefum.

Note: Verksmiðjustillingin er 16,0 km/klst.

Stilling hámarkshraða í bakkgír

Farið í valkostinn MAX REVERSE (hámarkshraði í bakkgír) til að stilla hámarkshraðann þegar sláttuvélinni er bakkað. Hægt er að stilla hraðann á bilinu 3,2 km/klst. til 4,8 km/klst. í 0,8 km/klst. skrefum.

Note: Verksmiðjustillingin er 4,0 km/klst.

Stilling eiginleika til að hægja og beygja

Farið í valkostinn SLOW & TURN (hægja og beygja) til að stilla eiginleikann til að hægja á sláttuvélinni og beygja. Þessi eiginleika hægir á hraða sláttuvélarinnar þegar hún tekur beygjur á milli umferða á grasflöt.

Note: Verksmiðjustillingin er OFF (slökkt).

Aftenging þríhjóladrifssetts

Farið í valkostinn 3WD KIT (þríhjóladrifssett) til að aftengja þríhjóladrifssett, ef það er til staðar.

Ef slökkt er á þessum eiginleika tengist settið aftur þegar svissað er af og svo aftur á til að ræsa (aðeins á sláttuvélum með þríhjóladrifssett).

Note: Þegar þríhjóladrifssett er fyrst sett upp tengist það sjálfkrafa.

Stilling varabirgða rafhlöðu

Farið í valkostinn BATT. RESERVE (varabirgðir rafhlöðu) til að stilla fjarlægðina sem þarf til að flytja sláttuvélina á verkstæði. Þessi eiginleiki gerir stjórnanda kleift að tryggja næga rafhleðslu (þegar rafhlaðan er að tæmast) til að flytja sláttuvélina á verkstæði þar sem hægt er að hlaða hana; sjá Eftirlit með hleðslustöðu rafhlöðukerfis.

Note: Hægt er að stilla fjarlægðina á bilinu 0,8 km til 8 km í 0,8 km skrefum.

Skilaboð upplýsingaskjás

Við kvörðun sláttuvélarinnar birtast skilaboð á upplýsingaskjánum. Þessum skilaboðum er ætlað að leiðbeina notandanum í gegnum kvörðunarferlið.

Í eftirfarandi töflu má sjá lista yfir öll skilaboð sem birtast:

Skilaboð

Númer skilaboðaSkilaboðatexti á upplýsingaskjá
1Return pedal to neutral“ (setja fótstig í hlutlausa stöðu)
4Move pedal to max forward and hold“ (færa fótstig í hámarksstöðu áfram og halda)
5Max forward calibration passed“ (kvörðun hámarksstöðu áfram tókst)
9Max forward calibration failed“ (kvörðun hámarksstöðu áfram mistókst). Voltage out of spec“ (spenna utan marka)
13Move pedal to max reverse and hold“ (færa fótstig í hámarksstöðu aftur á bak og halda)
14Max reverse calibration passed“ (kvörðun hámarksstöðu aftur á bak tókst)
16Max reverse calibration failed“ (kvörðun hámarksstöðu aftur á bak mistókst). Voltage out of spec“ (spenna utan marka)
17Calibration failed“ (kvörðun mistókst). Pedal position unknown“ (óþekkt staða fótstigs)
18Return pedal to neutral“ (setja fótstig í hlutlausa stöðu). Continue?“ (halda áfram?)
100Calibration is engaged“ (kvörðun í gangi)
101Calibration is complete“ (kvörðun lokið)
102Cycle the key switch“ (svissa af og á)
110Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Component not responding“ (íhlutur svarar ekki)
111Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Component not ready“ (íhlutur ekki tilbúinn)
112Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Fault active“ (virk bilun)
113Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Not in seat“ (ekki í sæti)
114Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Not in neutral“ (ekki í hlutlausum gír)
115Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). In neutral“ (í hlutlausum gír)
116Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Parking brake is engaged“ (stöðuhemill er á)
300Return pedal to neutral“ (setja fótstig í hlutlausa stöðu)
301Center steering wheel“ (miðja stýri). Continue?“ (halda áfram?)
302Manually center rear wheel“ (miðja afturhjól handvirkt). Continue?“ (halda áfram?)
303Steer rear wheel max left“ (stýra afturhjóli alveg til vinstri). Continue?“ (halda áfram?)
304Steer rear wheel max right“ (stýra afturhjóli alveg til hægri). Continue?“ (halda áfram?)
305Rear wheel center out of range“ (miðja afturhjóls utan marka)
306Rear wheel angle out of range“ (horn afturhjóls utan marka)
400Caution: Machine must be on jack stands“ (varúð: sláttuvél verður að vera á búkka). Continue?“ (halda áfram?)
401Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Contactor open“ (snerta opin)
402Inhibit calibration“ (kvörðun hindruð). Pedal in Neutral“ (fótstig í hlutlausri stöðu)
403Return pedal to neutral“ (setja fótstig í hlutlausa stöðu)
404Wait for wheels to stop“ (bíða þar til hjól stöðvast)
405Move pedal to max forward and hold“ (færa fótstig í hámarksstöðu áfram og halda)
406Calibration active“ (kvörðun virk). Hold pedal“ (halda fótstigi)
500Lift/Lower extend active“ (hækkun/lækkun við útdrátt virk)
501Lift/Lower retract active“ (hækkun/lækkun við inndrátt virk)
502Move joystick to lower position“ (færa stýripinna í lækkunarstöðu)
503Move joystick to raise position“ (færa stýripinna í hækkunarstöðu)
504Is the cutting unit installed?“ (er sláttubúnaðurinn uppsettur?) Continue?“ (halda áfram?)
1100Traction diagnostic messages enabled“ (kveikt á bilanagreiningarskilaboðum fyrir akstur)
1101Steering diagnostic messages enabled“ (kveikt á bilanagreiningarskilaboðum fyrir stýri)

Stýri hallað

Hægt er að halla stýrinu í þægilega stöðu fyrir notkun.

  1. Losið boltana (Mynd 28) sem halda stýrinu föstu við stýrisarminn.

    g280422
  2. Hallið stýrinu í þægilega stöðu.

  3. Herðið boltana (Mynd 28) til að festa stýrið í valdri stöðu.

Daglegt viðhald

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Leitið eftir sliti, skurðum eða öðrum skemmdum á sætisbeltunum. Skiptið um sætisbelti ef einhver hluti þeirra virkar ekki rétt.
  • Framkvæmið eftirfarandi aðgerðir daglega áður en sláttuvélin er ræst:

    Meðan á notkun stendur

    Öryggi við notkun

    Almennt öryggi

    • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

    • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

    • Notkun vinnuvélarinnar er bönnuð ef stjórnandi er þreyttur, veikur eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

    • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

    • Áður en vélin er gangsett þarf að tryggja að öll drif séu í hlutlausri stöðu, stöðuhemillinn sé á og að stjórnandinn sitji í sætinu.

    • Flytjið ekki farþega á sláttuvélinni.

    • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Ef samstarfsfólk þarf að vera á svæðinu skal gæta varúðar og tryggja að graskörfurnar séu settar upp á sláttuvélinni.

    • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn til að forðast holur og duldar hættur.

    • Forðist slátt í blautu grasi. Skert grip getur valdið því að sláttuvélin renni til.

    • Haldið höndum og fótum fjarri sláttubúnaðinum.

    • Lítið aftur fyrir og niður áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

    • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, trjástubbum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

    • Stöðvið sláttubúnaðinn þegar ekki er verið að slá.

    • Hægið á og sýnið aðgát í beygjum og þegar vinnuvélinni er ekið yfir vegi eða gangstíga. Umferð frá hægri á alltaf réttinn.

    • Skiljið ekki sláttuvél eftir í gangi án eftirlits.

    • Áður en svæði stjórnanda er yfirgefið skal gera eftirfarandi:

      • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

      • Látið sláttubúnaðinn síga niður að jörðu og tryggið að hann sé aftengdur.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á sláttuvélinni og takið lykilinn úr.

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.

    Öryggi veltigrindar

    • Ekki má fjarlægja neina íhluti veltigrindarinnar.

    • Gangið úr skugga um að sætisbeltið sé fest og hægt sé að losa það hratt í neyðartilvikum.

    • Notið sætisbeltið undantekningalaust.

    • Fylgist vandlega með fyrirstöðum fyrir ofan sláttuvélina og komið í veg fyrir að sláttuvélin komist í snertingu við þær.

    • Tryggið að veltigrindin sé góðu ásigkomulagi með því að skoða hana reglulega og leita eftir skemmdum og herða allar festingar tryggilega.

    • Skiptið um alla skemmda íhluti veltigrindarinnar. Ekki gera við þá eða breyta þeim.

    Öryggi í halla

    • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar sláttuvélinni er ekið í halla.

    • Metið og kannið aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

    • Farið yfir hallaupplýsingarnar sem taldar eru upp hér að neðan fyrir notkun sláttuvélarinnar í halla. Farið yfir vinnusvæðið, áður en sláttuvélin er notuð, til að ákveða hvort hægt sé að nota hana með hliðsjón af skilyrðum á svæðinu á viðkomandi degi. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun sláttuvélarinnar í halla.

    • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja sláttuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar. Beygið hægt og rólega.

    • Vinnið ekki á sláttuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleiki eru skert.

    • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að sláttuvélin velti.

    • Hafið í huga að sláttuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að sláttuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á sláttuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Sláttuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli sláttuvélarinnar og hvers kyns hættu.

    • Auðkennið hættur neðst í hallanum. Ef hættur eru til staðar skal slá hallann með vél sem stjórnað er af fótgangandi stjórnanda.

    • Lækkið sláttubúnaðinn niður að jörðu á meðan unnið er í halla, ef því verður við komið. Sláttuvélin getur orðið óstöðug þegar sláttubúnaðurinn er uppi á meðan unnið er í halla.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er með grassafnkerfi eða önnur tengitæki. Slíkur búnaður getur breytt stöðugleika sláttuvélarinnar og valdið því að hún verði stjórnlaus.

    Tilkeyrsla sláttuvélarinnar

    Tilkeyrsla sláttuvélarinnar verður að fara fram á 8 klukkustundum.

    Þar sem fyrstu vinnustundirnar skipta miklu máli fyrir áreiðanleika sláttuvélarinnar síðar meir skal fylgjast vel með aðgerðum og afköstum til að greina og leiðrétta öll smávægileg vandamál, sem gætu leitt til meiriháttar bilana þegar fram í sækir. Skoðið sláttuvélina oft meðan á tilkeyrslu stendur til að greina lausar festingar eða aðrar bilanir.

    Sláttuvélin gangsett

    Note: Skoðið svæðin undir sláttubúnaðinum til að tryggja að engin óhreinindi séu til staðar.

    1. Setjist í sæti stjórnanda og festið sætisbeltið.

    2. Setjið lykilinn í svissinn og svissið á.

    Sláttuvélin skoðuð eftir gangsetningu

    1. Færið stjórnrofann í stöðuna MOW (sláttur).

    2. Takið stöðuhemilinn af.

    3. Færið stýripinnann til að hækka/lækka stuttlega fram.

      Sláttubúnaðurinn ætti að síga og öll keflin eiga að snúast.

    4. Færið stýripinnann til að hækka/lækka aftur.

      Sláttukeflin ættu að hætta að snúast og sláttubúnaðurinn að hækka í hæstu flutningsstöðu.

    Virkni öryggissamlæsingarkerfisins

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið öryggissamlæsingarkerfið.
  • Varúð

    Ef rofar öryggissamlæsingarinnar eru aftengdir eða skemmdir kann sláttuvélin að fara óvænt af stað og valda hættu á meiðslum á fólki.

    • Ekki fikta í samlæsingarrofunum.

    • Kannið virkni samlæsingarrofanna daglega og skiptið um skemmda rofa áður en unnið er á sláttuvélinni.

    Tilgangur öryggissamlæsingarkerfisins er að koma í veg fyrir að sláttuvélin sé notuð þegar hætta er á meiðslum eða skemmdum.

    Öryggissamlæsingarkerfið kemur í veg fyrir að sláttuvélin hreyfist nema þegar:

    • Stöðuhemillinn er ekki á.

    • Setið er í sæti stjórnanda.

    • Stjórnrofi er í stöðunni MOW (sláttur) eða stöðunni TRANSPORT (flutningur).

    Öryggissamlæsingarkerfið kemur einnig í veg fyrir að keflin snúist nema þegar stjórnrofinn er í stöðunni MOW (sláttur) (nema þegar sláttuvélin er í bakslípunarstillingu).

    Öryggissamlæsingarkerfið skoðað

    Framkvæmið eftirfarandi skref til að skoða samlæsingarkerfið:

    • Standið upp úr sætinu, gangsetjið sláttuvélina, takið stöðuhemilinn af, færið stjórnrofann í stöðuna MOW (sláttur) eða TRANSPORT (flutningur) og stígið á inngjafarfótstigið.

      Sláttuvélin ætti ekki að hreyfast úr stað þar sem stjórnandinn er ekki í sætinu. Það staðfestir að samlæsingarkerfið virki eins og það á að gera. Ef svo er ekki skal leiðrétta vandamálið.

    • Sitjið í sætinu, gangsetjið sláttuvélina, setjið stöðuhemilinn á, færið stjórnrofann í stöðuna MOW (sláttur) eða TRANSPORT (flutningur) og stígið á inngjafarfótstigið.

      Sláttuvélin ætti ekki að hreyfast úr stað þar sem stöðuhemillinn er á. Það staðfestir að samlæsingarkerfið virki eins og það á að gera. Ef svo er ekki skal leiðrétta vandamálið.

    • Sitjið í sætinu, gangsetjið sláttuvélina, takið stöðuhemilinn af, færið stjórnrofann í stöðuna NEUTRAL (hlutlaus staða) og stígið á inngjafarfótstigið.

      Sláttuvélin ætti ekki að hreyfast úr stað þar sem stjórnrofinn er í HLUTLAUSRI stöðu. Það staðfestir að samlæsingarkerfið virki eins og það á að gera. Ef svo er ekki skal leiðrétta vandamálið.

    • Sitjið í sætinu, færið inngjafarfótstig í HLUTLAUSA stöðu, færið stjórnrofann í HLUTLAUSA stöðu, setjið stöðuhemilinn á, gangsetjið sláttuvélina og færið stýripinnann til að hækka/lækka fram til að lækka sláttubúnaðinn.

      Sláttubúnaðurinn ætti að síga en ekki byrja að snúast. Ef keflin byrja að snúast virkar samlæsingarkerfið ekki eins og það á að gera; leiðréttið vandamálið áður en sláttuvélin er notuð.

    Sláttuvélinni ekið án þess að slá

    • Gangið úr skugga um að sláttubúnaðurinn sé í hæstu stöðu.

    • Sitjið í sætinu, festið sætisbeltið, takið stöðuhemilinn af og færið stjórnrofann í stöðuna TRANSPORT (flutningur) til að aka sláttuvélinni án þess að slá.

    • Gætið þess að hægja alltaf á sláttuvélinni þegar komið er að ósléttum grassvæðum og akið gætilega yfir miklar ójöfnur.

    • Kynnið ykkur breidd sláttuvélarinnar. Ekki reyna að komast á milli hluta sem liggja nálægt hvor öðrum, það gæti leitt til kostnaðarsamra viðgerða og vinnustöðvana.

    Flötin slegin

    Áður en lagt er af stað út á flöt til að slá ætti stjórnandinn að finna opið svæði til að æfa sig í notkun grundvallareiginleika sláttuvélarinnar (t.d. að gangsetja og stöðva vélina, hækka og lækka sláttubúnaðinn og taka beygjur).

    Skoðið flötina og fjarlægið öll óhreinindi og aðskotahluti sem gætu skemmt sláttubúnaðinn á meðan slegið er. Fjarlægið fána úr holum og finnið bestu stefnuna fyrir sláttinn. Miðið við fyrri sláttustefnu þegar stefna sláttuvélarinnar er ákveðin. Sláið alltaf með öðru mynstri en við fyrri slátt til að grasblöðin geti síður lagst niður og meiri líkur eru á að ná að slá grasið.

    Flötin klippt

    1. Byrjið á fyrsta jaðri flatarinnar til að hægt sé að nota borðasláttuaðferð.

      Note: Þannig er hægt að halda þjöppun í lágmarki og ná fram áferðarfallegu mynstri í flötina.

    2. Færið stjórnrofann í stöðuna SLáTTUR.

    3. Ýtið stýripinnanum til að hækka/lækka fram þegar framhluti graskarfanna fer yfir ytri jaðar flatarinnar.

      Note: Við það lækkar sláttubúnaðurinn að grassverðinum og keflin fara í gang.

      Important: Sláttubúnaðurinn fyrir miðju hækkar eða lækkar aðeins á eftir sláttubúnaðinum að framan. Því ætti stjórnandinn að æfa sig í að finna út rétta tímasetningu fyrir þessa aðgerð til að lágmarka hreinsunarumferðir og koma í veg fyrir fláningu á jaðrinum.Hækkun og lækkun sláttubúnaðarins fyrir miðju miðast við aksturshraða. Hægari aksturshraði leiðir til meiri hækkunar eða minni seinkunar en aukinn aksturshraði leiðir til minni hækkunar eða minni seinkunar. Sláttuvélin mælir aksturshraðann og uppfærir seinkunina þannig að allir þrír hlutar sláttubúnaðarins síga í röð.

    4. Reynið að láta sláttinn skarast sem minnst við fyrri umferð þegar snúið er til baka.

      Note: Hægt er að ímynda sér sjónlínu, sem nær u.þ.b. 1,8 til 3 m beint fyrir framan sláttuvélina og að jaðri þess hluta flatarinnar sem er ósleginn, til að auðvelda sér að halda beinni línu yfir flötina og til að halda jafnri fjarlægð frá brún fyrri umferðar (Mynd 30). Nýtið brún stýrisins sem hluta af sjónlínunni; þ.e. miðið stýrisbrúnina við punkt sem er alltaf hafður í sömu fjarlægð frá framhluta sláttuvélarinnar.

    5. Þegar framhluti graskarfanna fer yfir jaðar flatarinnar skal toga stýripinnann til að hækka/lækka aftur og halda honum þar til allir hlutar sláttubúnaðarins hafa hækkað. Við það stöðvast keflin og sláttubúnaðurinn lyftist.

      Important: Tímasetjið þetta skref rétt til að forðast að klippa af jaðarsvæðinu, en klippið samt sem áður eins mikið af flötinni og hægt er til að minnka gras sem þarf að slá eftir á í kringum ytri jaðarinn.

    6. Snúið sláttuvélinni stuttlega í öfuga átt og síðan í áttina að óslegna hlutanum. Þetta hjálpar til við að fækka vinnustundum og auðveldar undirbúning fyrir næstu umferð. Þessi hreyfing er eins og tár í laginu (Mynd 29) og undirbýr sláttuvélina fljótt fyrir næstu umferð.

      Note: Ef kveikt er á eiginleikanum Slow and Turn“ (hægja og beygja) hægir sláttuvélin á sér í beygjunni án þess að stjórnandinn þurfi að draga úr þrýstingi á inngjafarfótstigið.

      g229671

      Note: Reynið að taka eins stutta beygju og hægt er, nema þegar heitt er í veðri, en þá getur breiðari bogi dregið úr skemmdum á grassverði.

      g005116

      Important: Stöðvið aldrei sláttuvélina á flöt, sérstaklega þegar sláttubúnaðurinn er í gangi, slíkt getur valdið skemmdum á grassverðinum. Ef sláttuvélin er stöðvuð á flöt geta hjólin skilið eftir sig för eða dældir.

    Jaðar sleginn og verklok

    1. Ljúkið við að slá flötina með því að slá ytri jaðarinn. Skiptið um sláttustefnu frá fyrri slætti.

      Sjá leiðbeiningar um hvernig á að bæta útlit eftir slátt og draga úr myndun þrefaldra hringja í Virkni RDS-kerfis (hraðakerfi sem fylgir radíus).

      Note: Hafið ávallt veðurskilyrði og ástand grassvarðarins í huga og gætið þess að skipta um sláttustefnu frá fyrri slætti.

    2. Þegar lokið er við að slá ytri jaðarinn skal ýta stýripinnanum til að hækka/lækka létt aftur til að stöðva keflin (ef kveikt er á léttstöðvunarseinkun) og aka svo út af flötinni. Þegar allir hlutar sláttubúnaðarins eru komnir út fyrir flötina skal færa stýripinnann aftur til að lyfta sláttubúnaðinum.

      Note: Með þessu móti er hægt að fækka graskögglum sem verða eftir á flötinni.

    3. Setjið fánann aftur í.

    4. Tæmið allt gras úr graskörfunum áður en sláttuvélin er færð á næstu flöt.

      Note: Blautt og þungt gras veldur álagi á körfunum, fjöðrunarkerfi og hreyfiliðum. Það bætir óþarfa þyngd við sláttuvélina og dregur úr skilvirkni orkunýtingar.

    Eftirlit með hleðslustöðu rafhlöðukerfis

    Skoðið aðalupplýsingaskjáinn til að fylgjast með hleðslustöðu rafhlöðukerfisins; sjá Notkun LCD-upplýsingaskjásins.

    Áminningar um lága hleðslustöðu rafhlöðu

    • Þegar prósentustaða rafhleðslunnar lækkar birtist áminning um lága hleðslustöðu á upplýsingaskjánum. Ef sláttur stendur yfir þegar áminningin birtist skal ljúka við slátt á viðkomandi flöt og færa svo sláttuvélina á hleðslusvæði til að hlaða rafhlöðurnar; sjá Li-ion rafhlöður settar í hleðslu.

    • Ef hleðslustaðan verður of lág (þ.e. undir 10%) meðan sláttuvélin er í notkun birtist áminning á upplýsingaskjánum. Aðeins er hægt að færa sláttuvélina á hægum hraða þegar unnið er með þessa hleðslustöðu og ekki er hægt að virkja sláttubúnaðinn. Færið sláttuvélina á hleðslusvæði og hlaðið rafhlöðurnar; sjá Li-ion rafhlöður settar í hleðslu.

    Drepið á sláttuvélinni

    1. Færið sláttuvélina á jafnsléttu.

    2. Færið stjórnrofann í stöðuna NEUTRAL (hlutlaus staða).

    3. Setjið stöðuhemilinn á.

    4. Svissið AF til að drepa á sláttuvélinni.

    5. Takið lykilinn úr.

    Eftir notkun

    Öryggi eftir notkun

    Almennt öryggi

    • Setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

    • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttuvélinni, sérstaklega af sláttubúnaðinum og drifum, til að koma í veg fyrir íkviknun.

    • Aftengið aðalafltenglana þegar sláttuvélin er sett í geymslu eða dregin.

    • Aftengið drif tengitækis þegar verið er að draga sláttuvélina eða hún er ekki í notkun.

    • Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er sett í geymslu innandyra.

    • Haldið sætisbeltum við og þrífið eftir þörfum.

    • Geymið ekki sláttuvélina nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

    Öryggi við drátt

    • Notið eingöngu sláttuvélar með sérstökum tengibúnaði til að draga tengitæki/eftirvagna. Tengið tengitæki/eftirvagna eingöngu við tengibúnaðinn.

    • Fylgið ráðleggingum framleiðanda varðandi þyngdartakmarkanir fyrir búnaðinn sem er dreginn og hvernig á að draga í brekkum. Í brekkum getur þyngd dregna búnaðarins valdið því að sláttuvélin missi grip og verði stjórnlaus.

    • Aldrei skal leyfa börnum eða öðrum að sitja í eða á búnaði sem er dreginn.

    • Akið hægt og gerið ráð fyrir meiri stöðvunarvegalengd við drátt.

    Öryggi tengt rafhlöðu og hleðslutæki

    Almennt

    • Röng notkun eða viðhald hleðslutækisins kann að valda meiðslum. Farið eftir öllum öryggisleiðbeiningum til að draga úr hættu á því.

    • Notið eingöngu meðfylgjandi hleðslutæki til að hlaða rafhlöðuna.

    • Gangið úr skugga um að spennan sem notuð er í viðkomandi landi henti hleðslutækinu.

    • Þegar tengt er við rafveitu utan Bandaríkjanna skal nota millistykki á kló, ef með þarf, sem passar við innstungu á hverjum stað.

    • Ekki má hlaða sláttuvélina í rigningu eða bleytu.

    • Verjið hleðslutækið gegn bleytu; verjið það gegn rigningu og snjó.

    • Hætta er á eldsvoða, raflosti eða meiðslum þegar notaður er aukabúnaður sem Toro mælir ekki með eða selur.

    • Fylgið þessum leiðbeiningum og leiðbeiningum hvers þess búnaðar sem á að nota nærri hleðslutækinu til að draga úr hættu á sprengingu í rafhlöðu.

    • Rafhlöðurnar geta losað sprengifimar lofttegundir ef þær eru hlaðnar of mikið.

    • Ekki opna rafhlöðurnar.

    • Ef rafhlaða byrjar að leka skal forðast snertingu við vökvann. Ef til snertingar við vökva kemur skal skola svæðið með vatni og leita til læknis. Vökvi úr rafhlöðunni getur valdið ertingu eða brunasárum.

    • Leitið til viðurkennds dreifingaraðila til að þjónusta eða skipta um rafhlöðu.

    Þjálfun

    • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna með eða við hleðslutækið. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

    • Lesið vandlega og fylgið öllum leiðbeiningum á hleðslutækinu og í handbókinni áður en hleðslutækið er notað. Þekkið rétta notkun hleðslutækisins.

    Undirbúningur

    • Haldið nærstöddum og börnum í öruggri fjarlægð á meðan hleðsla stendur yfir.

    • Klæðist viðeigandi klæðnaði á meðan hleðsla stendur yfir, þar á meðal hlífðargleraugum, síðum buxum og góðum vinnuskóm með skrikvörn.

    • Drepið á vinnuvélinni og bíðið í 5 sekúndur, þangað til vinnuvélin hefur drepið á sér að fullu, áður en hleðsla er hafin. Ef þetta er ekki gert er hætta á neistahlaupi.

    • Tryggið að hleðsla fari fram á vel loftræstu svæði.

    • Lesið og fylgið öllum varúðarráðstöfunum fyrir hleðslu.

    • Hleðslutækið er eingöngu til notkunar á 120 og 240 VAC rafrásum og er búið jarðtengingarkló fyrir notkun með 120 VAC. Þegar notast er við 240 volta rafrásir þarf að fá rétta rafmagnssnúru hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Notkun

    • Farið vel með rafmagnssnúruna. Ekki taka hleðslutækið upp á rafmagnssnúrunni eða kippa í hana til að taka hleðslutækið úr sambandi. Verjið snúruna fyrir hita, olíu og hvössum brúnum.

    • Tengið hleðslutækið beint við innstungu með jarðtengingu (þriggja pinna). Ekki nota hleðslutækið með ójarðtengdri innstungu, ekki einu sinni með millistykki.

    • Ekki breyta meðfylgjandi rafmagnssnúru eða kló.

    • Forðist að missa verkfæri úr málmi nærri eða á rafhlöðuna; slíkt getur valdið neistamyndun eða skammhlaupi í rafmagnshlut sem leitt getur til sprengingar.

    • Fjarlægið málmhluti á borð við hringa, armbönd, hálsmen og úr þegar unnið er við Li-ion rafhlöðu. Li-ion rafhlaða getur myndað nægan straum til að valda alvarlegu brunasári.

    • Aldrei nota hleðslutækið nema í góðu skyggni eða lýsingu.

    • Notið viðeigandi framlengingarsnúru.

    • Ef rafmagnssnúran skemmist á meðan hún er í sambandi skal taka hana úr sambandi við innstunguna og fá nýja rafmagnssnúru hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    • Takið hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er ekki í notkun, áður en það er flutt til eða áður en það er þjónustað.

    Viðhald og geymsla

    • Geymið hleðslutækið á þurrum og öruggum stað innandyra, sem óviðkomandi hafa ekki aðgang að.

    • Ekki taka hleðslutækið í sundur. Farið með hleðslutækið til viðurkennds dreifingaraðila þegar þörf er á þjónustu eða viðgerð.

    • Takið rafmagnssnúruna úr sambandi við innstunguna áður en viðhald eða þrif fara fram til að draga úr hættu á raflosti.

    • Haldið við eða skiptið um öryggis- og leiðbeiningarmerkingar, eftir þörfum.

    • Ekki nota hleðslutækið með skemmdri snúru eða kló. Skiptið tafarlaust um skemmda snúru eða kló.

    • Ef hleðslutækið verður fyrir höggi, fellur í jörð eða skemmist á annan hátt skal taka það úr notkun; farið með það til viðurkennds dreifingaraðila Toro.

    Skoðun og hreinsun eftir slátt

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið og hreinsið sláttuvélina eftir slátt.
  • Skolið vel af sláttuvélinni eftir slátt með garðslöngu án stúts til að koma í veg fyrir að of mikill vatnsþrýstingur valdi mengun og skemmdum á þéttum, legum og rafbúnaði. Ekki skola raftengin með vatni.

    Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa sláttuvélina.

    Important: Ekki nota háþrýstibúnað til að skola sláttuvélina. Þvottur með háþrýstibúnaði getur skemmt rafkerfið, losað um mikilvægar merkingar eða skolað í burtu mikilvægri smurfeiti af núningsstöðum. Það gæti einnig þvingað vatn undir þéttingar og mengað hlífðarhús sem innihalda olíu eða feiti. Forðist mikla notkun vatns nálægt stjórnborðinu og rafhlöðum.

    Skoðið bit sláttubúnaðarins eftir að sláttuvélin hefur verið þrifin.

    Sláttuvélin flutt

    • Sýnið aðgát þegar sláttuvélin er sett á eða tekin af eftirvagni eða palli.

    • Notið skábraut í fullri breidd við að aka sláttuvélinni á eftirvagn eða pall.

    • Bindið sláttuvélina tryggilega niður með stroffum, keðjum eða reipum. Stroffur að framan og aftan verða að liggja niður og út frá sláttuvélinni (Mynd 31).

      g292693

    Sláttuvélin dregin

    Note: Frekari upplýsingar um þessa aðferð eru í Mynd 32.

    g267401

    Framkvæma þarf eftirfarandi aðgerð til að losa hreyfiliða hemils svo hægt sé að draga sláttuvélina:

    1. Setjið stöðuhemilinn á.

    2. Takið lykilinn úr og aftengið aðalafltenglana.

      Important: Ef aðalafltenglarnir eru tengdir meðan sláttuvélin er dregin getur rafbúnaður hennar skemmst.

    3. Aftengið rafknippatengi þríhjóladrifssettsins, ef það er uppsett, frá aðalrafknippinu.

      Important: Ef settið og rafknippi sláttuvélarinnar eru tengd við drátt getur rafbúnaður hennar skemmst.

    4. Skorðið hjólbarða að framan á báðum hliðum.

    5. Léttið á strekkingu gormsins með því að losa róna sem festir augaboltann við gormfestinguna (Mynd 32).

    6. Fjarlægið gorminn.

    7. Setjið skrall (⅜ tommu) í gegnum gatið á armfestingunni og ýtið hreyfiliðaöxlinum inn.

      Hætta

      Þegar hreyfiliðinn losnar frá hemlinum getur sláttuvélin ekið í hlutlausum gír. Sláttuvél í hlutlausum gír getur valdið alvarlegum meiðslum hjá nærstöddum.

      Ef ekki er verið að draga sláttuvélina skal nota stöðuhemilinn.

    8. Látið aðstoðarmann sitja í sætinu, festið sætisbeltið og notið hemilinn þegar sláttuvélin er dregin.

      Note: Þannig má hafa stjórn á sláttuvélinni meðan hún er dregin.

    9. Fjarlægið skorðurnar frá hjólbörðunum.

    10. Takið stöðuhemilinn af þegar sláttuvélin er tilbúin fyrir drátt.

    11. Notið hjólafestinguna að aftan til að draga sláttuvélina (Mynd 33).

      Important: Ekki aka hraðar en 5 km/klst. þegar sláttuvélin er dregin. Annars geta rafmagnsíhlutir skemmst.

      g270135

    Þegar sláttuvélin hefur verið dregin á áfangastað skal framkvæma eftirfarandi skref:

    1. Setjið stöðuhemilinn á.

    2. Fjarlægið stroffuna af hjólafestingunni.

    3. Setjið gorminn á eins og sýnt er á Mynd 32.

    4. Herðið augaboltaróna þar til gormlengdin er 11,4 cm þegar gormurinn er uppsettur (Mynd 32).

    Viðhald á Li-ion rafhlöðum

    Viðvörun

    Rafhlöðurnar eru háspennurafhlöður sem geta valdið brunasárum eða raflosti.

    • Ekki reyna að opna rafhlöðurnar.

    • Gætið fyllstu varúðar við meðhöndlun rafhlöðu með rofið ytra byrði.

    • Notið eingöngu hleðslutæki sem hannað er fyrir rafhlöðurnar (gerð 04012).

    Li-ion rafhlöðurnar geta haldið nægri hleðslu til að sinna tilætluðu hlutverki út endingartíma sinn. Fyrstu fjögur árin í notkun er heildarsvæðið sem hægt er að slá með hverri fullri hleðslulotu samtals 13.006 m2. Þessi afköst miðast við eftirfarandi skilyrði:

    • Keflis- og botnblöð eru beitt.

    • Snerting milli botnblaðs og keflis er stillt samkvæmt notendahandbókinni.

    • Hreinsarinn er stilltur á helming sláttuhæðar eða hærra.

    • Burstar fyrir rúllur að aftan eru stilltir á minnstu snertingu.

    • Fjarlægð fyrir flutning þarf að vera 13 kílómetrar.

    • Golfvöllurinn sem unnið er á er með litlum ójöfnum.

    Með tímanum styttist sá tími sem hægt er að vinna á einni hleðslu rafhlaðanna.

    Note: Afköstin ráðast af hversu langt þarf að aka sláttuvélinni, ójöfnum í undirlaginu, snertistillingu, biti botnblaðs og keflis, sem og öðrum þáttum sem fjallað er um í þessum hluta.

    Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum til að ná hámarksendingu og -notkun úr rafhlöðunum:

    • Ekki opna rafhlöðuna. Rafhlaðan inniheldur enga hluti sem sinna þarf viðhaldi á. Ábyrgðin fellur úr gildi ef pakkinn er opnaður. Rafhlöðurnar eru varðar með fiktviðvörunarbúnaði.

    • Geymið/leggið sláttuvélinni í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði í vari fyrir sólarljósi, hitagjöfum, rigningu og bleytu. Ekki geyma hana þar sem hitastig getur farið undir -30 °C eða yfir 60 °C. Hiti utan marka skemmir rafhlöðurnar. Mikill hiti við geymslu, sérstaklega þegar hleðslustaða er há, dregur úr endingu rafhlaðanna.

    • Ef sláttuvélin er geymd í meira en 10 daga þarf að tryggja að hún sé geymd á svölum og þurrum stað, fjarri sólarljósi, rigningu, bleytu og með minnst 50% hleðslu.

    • Þegar sláttuvélin er notuð í miklum hita eða sólarljósi kann rafhlaðan að ofhitna. Ef það gerist birtist hitaviðvörun á upplýsingaskjánum. Við þessi skilyrði aftengist sláttubúnaðurinn og sláttuvélin hægir á sér.

      Akið sláttuvélinni beint á svalan og skuggsælan stað, drepið á henni og leyfið rafhlöðunum að kólna að fullu áður en vinna er hafin á ný.

    • Stillið snertingu milli keflis og botnblaðs þannig að hún sé í lágmarki. Þetta minnkar aflið sem þarf til að keyra sláttubúnaðinn og fjölgar vinnustundum sem sláttuvélin getur unnið á einni hleðslu. Frekari upplýsingar eru í Athugun á bili milli keflis og botnblaðs.

    • Tryggið að biti botnblaða og kefla sé vel viðhaldið. Bitlaust blað eykur orkunotkun og fækkar vinnustundunum sem sláttuvélin getur unnið á einni hleðslu.

    • Ef hreinsari er notaður má hæð hans ekki vera meiri en helmingur sláttuhæðarinnar. Ef sláttuhæðin er yfir ½ tommu má hæð hreinsara ekki vera meiri en ¼ tommu.

    • Stillið snertingu milli rúllu og bursta að aftan þannig að hún sé í lágmarki. Þetta minnkar aflið sem þarf til að keyra sláttubúnaðinn og fjölgar vinnustundum sem sláttuvélin getur unnið á einni hleðslu.

    • Notið lýsingu (ef sláttuvélin er með ljósasetti) aðeins þegar þörf krefur.

    Flutningur á Li-ion rafhlöðum

    Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna og alþjóðleg flutningsyfirvöld krefjast þess að Li-ion rafhlöður séu fluttar í sérstökum pakkningum og eingöngu með flutningatækjum sem eru vottuð fyrir slíkan flutning. Í Bandaríkjunum má flytja rafhlöðu uppsetta í sláttuvélinni sem rafknúinn búnað, í samræmi við reglugerðir. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna eða önnur viðeigandi opinber stofnun annarra landa veitir nákvæmar upplýsingar um reglugerðir varðandi flutning rafhlaðanna eða sláttuvélarinnar með rafhlöðunum í.

    Hægt er að fá frekari upplýsingar um flutning á rafhlöðum hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Virkni Li-ion hleðslutækis

    Á Mynd 34 er hægt að sjá yfirlit yfir skjái og snúrur hleðslutækisins.

    g251620g251632

    Tengst við rafmagn

    Hleðslutækið er með þriggja pinna kló með jarðtengingu (gerð B) til að draga úr hættu á raflosti. Ef klóin passar ekki í vegginnstunguna eru aðrar jarðtengdar klær í boði; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    Ekki breyta hleðslutækinu eða kló rafmagnssnúrunnar á nokkurn hátt.

    Hætta

    Snerting við vatn meðan á hleðslu stendur getur valdið raflosti og meiðslum eða dauða.

    • Ekki meðhöndla klóna eða hleðslutækið með blautum höndum eða standandi í vatni.

    • Ekki má hlaða rafhlöðurnar í rigningu eða bleytu.

    Important: Leitið reglulega eftir götum eða sprungum í einangrun rafmagnssnúrunnar. Ekki nota skemmda snúru. Ekki láta snúruna liggja í vatni eða blautu grasi.

    1. Stingið hleðslukló rafmagnssnúrunnar í samsvarandi innstungu á hleðslutækinu.

      Viðvörun

      Skemmd hleðslusnúra getur valdið raflosti eða eldhættu.

      Skoðið rafmagnssnúruna vandlega áður en hleðslutækið er notað. Ef snúran er skemmd skal ekki nota hleðslutækið fyrr en búið er að útvega nýja snúru.

    2. Stingið vegginnstungukló rafmagnssnúrunnar í jarðtengda rafmagnsinnstungu.

    Li-ion rafhlöður settar í hleðslu

    Varúð

    Ef reynt er að hlaða rafhlöðurnar með hleðslutæki sem ekki er frá Toro getur það leitt til ofhitnunar og annarrar bilunar, sem getur svo valdið skemmdum og/eða meiðslum.

    Notið hleðslutæki af gerð 04012 til að hlaða rafhlöðurnar.

    Important: Hlaðið rafhlöðurnar eingöngu innan ráðlagðs hitasviðs; upplýsingar um ráðlagt hitasvið eru í eftirfarandi töflu:

    Note: Hleðslutækið virkar ekki við umhverfishitastig sem fer undir eða yfir lágmarks- og hámarkshitastigin sem sýnd eru í eftirfarandi töflu.

    Ráðlagt hitasvið fyrir hleðslu

    Hleðslusvið0 °C til 45 °C
    Hleðslusvið við lágan hita (minni straumur)-5 °C til 0 °C
    Hleðslusvið við háan hita (minni straumur)45 °C til 60 °C
    1. Leggið sláttuvélinni á svæði sem hugsað er til hleðslu.

    2. Setjið stöðuhemilinn á og færið stjórnrofann í stöðuna NEUTRAL (hlutlaus staða).

    3. Tryggið að sláttubúnaðurinn hafi verið aftengdur og látið hann síga að jörðu.

    4. Drepið á sláttuvélinni og takið lykilinn úr.

    5. Takið rafmagn af sláttuvélinni með því að aftengja aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

    6. Tryggið að tenglarnir séu ekki rykugir eða skítugir.

    7. Rennið úttakstengli hleðslutækisins í tengil hleðslutækisins á sláttuvélinni (Mynd 35).

      Note: Tengillinn er fyrir neðan aðalafltengilinn sem er fastur við sláttuvélina.

      g292546
    8. Tengið rafmagnssnúru hleðslutækisins við rafmagn; sjá Tengst við rafmagn.

    9. Fylgist með hleðslutækinu til að tryggja að rafhlöðurnar séu hlaðnar.

      Note: Hleðsluljósið ætti að blikka og hleðsluúttaksljósið ætti að loga.

    10. Aftengið hleðslutækið þegar sláttuvélin nær viðeigandi hleðslustigi; sjá Hleðslu lokið.

    Eftirlit með hleðslu og bilanagreining

    Note: LCD-stöðuskjárinn birtir skilaboð meðan á hleðslu stendur. Flest eru kerfisbundin.

    Ef bilun kemur upp blikkar gult villugaumljós eða logar rautt. Villuboð birtast á upplýsingaskjánum, einn tölustafur í einu, með forskeytinu E eða F (t.d. E-0-1-1).

    Upplýsingar um hvernig á að laga villu er að finna í . Ef lausn á vandamálinu er ekki að finna þar skal leita til viðurkennds dreifingaraðila Toro.

    Hleðslu lokið

    Þegar hleðslu er lokið logar grænt hleðsluljós (Mynd 34) og hleðsluúttaksljósið hverfur.

    1. Takið tengil hleðslutækisins úr sambandi við tengil sláttuvélarinnar.

    2. Setjið tengil hleðslutækisins og snúruna í geymslustöðu til að forðast skemmdir.

    3. Gangið úr skugga um að aðalafltenglarnir séu hreinir.

    4. Tengið aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

    5. Gangsetjið sláttuvélina; sjá Sláttuvélin gangsett.

    6. Athugið hleðslustöðuna; sjá Notkun LCD-upplýsingaskjásins.

    Viðhald

    Öryggi við viðhaldsvinnu

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

      • Færið stjórnrofann í stöðuna NEUTRAL (hlutlaus staða).

      • Tryggið að sláttubúnaðurinn hafi verið aftengdur og látið hann síga að jörðu.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á sláttuvélinni og takið lykilinn úr.

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

    • Eingöngu viðurkenndur viðgerðarmaður má sinna viðhaldi á sláttuvélinni.

    • Aftengið aðalafltenglana áður en viðhaldsvinna fer fram.

    • Ekki sinna viðhaldi með sláttuvélina gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

    • Setjið alltaf búkka undir sláttuvélina þegar unnið er undir henni.

    • Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku.

    • Haldið öllum hlutum sláttuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

    • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

    • Notið eingöngu upprunalega varahluti frá Toro til að tryggja örugga notkun og bestu afköst sláttuvélarinnar. Varahlutir frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

    Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Skiptið um gírolíu á akstursmótornum.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Leitið eftir sliti, skurðum eða öðrum skemmdum á sætisbeltunum. Skiptið um sætisbelti ef einhver hluti þeirra virkar ekki rétt.
  • Athugið öryggissamlæsingarkerfið.
  • Skoðið og hreinsið sláttuvélina eftir slátt.
  • Þrýstingur hjólbarða kannaður.
  • Athugið bilið á milli keflis og botnblaðs.
  • Skolið sláttuvélina (ekki með háþrýstivatni).
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Skoðið tengingar rafgeymiskapla.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Herðið felgurærnar.
  • Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um gírolíu á akstursmótornum.
  • Gátlisti fyrir daglegt viðhald

    Afritið þessa blaðsíðu til að skrá reglubundið viðhald.

    ViðhaldsatriðiVika:
    Mán.Þri.Mið.Fim.Fös.Lau.Sun.
    Athugið virkni öryggissamlæsingarkerfisins.       
    Athugið virkni verkfæris.       
    Athugið virkni hemils.       
    Athugið þrýsting í hjólbörðum.       
    Athugið bilið á milli keflis og botnblaðs.       
    Athugið stillingu sláttuhæðar.       
    Lagið lakkskemmdir.       
    Þrífið sláttuvélina.       
    Athugasemdir um atriði/svæði sem þarf að athuga betur
    Skoðun framkvæmd af:
    AtriðiDagsetningUpplýsingar
       
       
       
       
       

    Undirbúningur fyrir viðhald

    Sláttuvélinni lyft

    Hætta

    Vélrænir tjakkar eða vökvatjakkar geta fallið/gefið sig undan þyngd sláttuvélarinnar og valdið alvarlegum meiðslum.

    • Notið búkka til að styðja við sláttuvél sem er lyft.

    • Notið eingöngu vélræna tjakka eða vökvatjakka til að lyfta sláttuvélinni.

    1. Komið tjakki fyrir á einhverjum af eftirfarandi lyftipunktum fyrir tjakk (Mynd 36):

      • Þrep vinstra megin á sláttuvélinni

      • Festing fyrir tjakk hægra megin á sláttuvélinni

      • Hjólafesting aftan á sláttuvélinni

      g286954
    2. Þegar sláttuvélinni hefur verið lyft skal setja viðeigandi búkka undir eftirfarandi staði til að styðja sláttuvélina (Mynd 37):

      • Rafhlöðuhólf á afturhluta sláttuvélar

      • Pinnafestingar sláttubúnaðar á framhlið sláttuvélar

    g296353

    Vélarhlíf lyft

    1. Losið ólarnar báðum megin á vélarhlífinni (Mynd 38).

      g292114
    2. Lyftið hlífinni (Mynd 38).

    Viðhald rafkerfis

    Öryggi rafkerfis

    • Aftengið aðalafltenglana áður en gert er við vinnuvélina.

    • Hlaðið rafhlöðuna á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafhlaðan er tengd eða aftengd. Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

    Afl tekið af og sett á vinnuvélina

    Aðalafltenglarnir leiða rafmagn frá rafhlöðunum til vinnuvélarinnar. Takið rafmagnið af með því að aftengja tenglana; setjið rafmagnið á með því að tengja tenglana saman. Frekari upplýsingar eru í Aðalafltenglar.

    Staðsetning öryggja

    Staðsetning öryggja í 48 V kerfi

    Öryggin í 48 V rafkerfinu eru undir sætinu (Mynd 39).

    g288685

    Staðsetning öryggja í 12 V kerfi

    Öryggin í 12 V rafkerfinu eru undir hlífinni (Mynd 40) á hægri hlið sláttuvélarinnar.

    g279712

    Lýsingu á hverju öryggi í öryggjaboxinu er að finna á Mynd 41:

    g279711

    Staðsetning öryggja í kefladrifrás

    Öryggin fyrir kefladrifrás eru undir hlífinni vinstra megin á sláttuvélinni. Fjarlægið hlífina vinstra megin og hlíf öryggjaboxins til að komast að öryggjaboxinu (Mynd 42).

    g278267

    Lýsingu á hverju öryggi á merkingu öryggjaboxins er að finna á Mynd 43:

    g278268

    Staðsetning öryggis stjórnbúnaðar forhleðslu

    Öryggið sem ver stjórnbúnað forhleðslu er í þar til gerðri festingu á rafknippi sláttuvélarinnar vinstra megin við rafhlöðuna fyrir miðju (að aftan) (Mynd 44).

    g292133

    Staðsetning öryggja hjólamótors og rafkerfis

    • Öryggin fyrir hægri hjólamótorinn (60 A) eru undir sætinu (Mynd 45).

      g288688
    • Öryggið fyrir vinstri hjólamótorinn (60 A) er undir hlífinni á vinstri hlið sláttuvélarinnar, nálægt öryggjum kefladrifrásarinnar (Mynd 46).

      g282896
    • Öryggi rafkerfisins er undir aðalafltenglunum (Mynd 47).

      g296483

    Rafhlöðurnar þjónustaðar

    Note: Sláttuvélin er búin 8 Li-ion rafhlöðum.

    Fargið eða endurvinnið Li-ion rafhlöður í samræmi við staðbundnar reglur og landslög. Ef rafhlaða krefst þjónustu skal leita aðstoðar viðurkennds dreifingaraðila Toro.

    Eini hluti rafhlöðunnar sem notandi getur sinnt viðhaldi á eru merkingarnar. Ábyrgðin fellur úr gildi ef reynt er að opna rafhlöðu. Ef vandamál kemur upp með rafhlöðu skal leita aðstoðar hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Viðhald hleðslutækisins

    Important: Rafmagnsviðgerðir skulu eingöngu framkvæmdar hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Stjórnandinn getur sinnt litlu öðru viðhaldi en að verja hleðslutækið gegn skemmdum og veðri.

    Viðhald hleðslutækissnúranna

    • Hreinsið snúrurnar með rökum klút eftir hverja notkun.

    • Vindið snúrurnar upp þegar þær eru ekki í notkun.

    • Leitið reglulega eftir skemmdum á snúrunum og skiptið um þær þegar með þarf með varahlutum sem samþykktir eru af Toro.

    Hleðslutækiskassinn hreinsaður

    Hreinsið kassann með rökum klút eftir hverja notkun.

    Viðhald drifkerfis

    Þrýstingur hjólbarða kannaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Þrýstingur hjólbarða kannaður.
  • Haldið þrýstingi á öllum þremur hjólbörðunum breytilegum með hliðsjón af ástandi grassvarðarins, á bilinu 83 (lágm.) til 110 kPa (hám.).

    Important: Gætið þess að þrýstingurinn sé eins á öllum hjólbörðum. Ef þrýstingurinn er ekki eins á öllum hjólbörðum getur það haft áhrif afköst sláttuvélarinnar.

    Hersluátak á felguróm athugað

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Herðið felgurærnar.
  • Viðvörun

    Ef felgurærnar eru ekki rétt hertar gæti það leitt til meiðsla á fólki.

    Herðið felgurærnar að tilteknu hersluátaki með tilgreindu millibili.

    Hersluátak fyrir felguró: 108 til 122 N∙m

    Til að tryggja jafna álagsdreifingu skal herða felgurærnar með mynstrinu sem sýnt er á Mynd 48.

    g274650

    Skipt um gírolíu á akstursmótor

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skiptið um gírolíu á akstursmótornum.
  • Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um gírolíu á akstursmótornum.
  • Forskrift fyrir olíu: SAE 80W90

    Rúmtak gírolíu: um það bil 384 ml

    1. Lyftið sláttuvélinni; sjá Sláttuvélinni lyft.

      Important: Sláttuvélin verður að vera lárétt til að hægt sé að bæta við réttu olíumagni á gírkassann.Tryggið að sláttuvélin sitji lárétt á búkkunum.

    2. Framkvæmið eftirfarandi skref til að fjarlægja hjólbarðana hægra og vinstra megin:

      1. Losið og fjarlægið felgurærnar (Mynd 49).

        g280226
      2. Takið vinstri og hægri hjólbarðana af.

    3. Setjið afrennslispönnu undir samstæðu hjólamótorsins (Mynd 50).

      g322517
    4. Takið tappann úr botnopinu (Mynd 50).

      Note: Botnopið er neðst á gírkassanum.

      Note: Látið alla olíu renna úr gírkassanum.

    5. Þrífið tappann.

    6. Setjið botntappann aftur í botnopið (Mynd 50).

    7. Fjarlægið loftunarslönguna og tengið ofan af gírkassanum (Mynd 51).

      g322518
    8. Fyllið á gírkassann með 384 ml af tilgreindri olíu í gegnum áfyllingaropið.

    9. Setjið loftunarslönguna og tengið í áfyllingaropið (Mynd 51).

    10. Framkvæmið eftirfarandi skref til að setja upp hjólbarðana:

      1. Rennið hægri og vinstri hjólbörðunum upp á hjólnafirnar.

      2. Setjið felgurærnar á (Mynd 49).

      3. Herðið felgurærnar að tilgreindu hersluátaki sem gefið er upp í Hersluátak á felguróm athugað.

    Viðhald hemla

    Stilling á hemlum

    Ef hemlarnir ná ekki að halda sláttuvélinni kyrri þegar henni lagt er hægt að stilla hemlana. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro eða skoðið þjónustuhandbókina til að fá frekari upplýsingar.

    Viðhald sláttubúnaðar

    Öryggi hnífa

    Slitinn eða skemmdur hnífur eða botnblað getur brotnað og brotið getur skotist í stjórnandann eða nærstadda og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

    • Leitið reglulega eftir sliti eða skemmdum á hnífum og botnblöðum.

    • Sýnið aðgát við skoðun hnífanna. Notið hlífðarhanska og gætið varúðar við viðhald þeirra. Skiptið eingöngu um hnífa og botnblöð eða bakslípið þau; reynið aldrei að rétta þessa hluti eða sjóða í þá.

    • Gætið varúðar þegar sláttubúnaði er snúið á sláttuvélum með mörgum sláttubúnaðarhlutum, það getur valdið því að kefli á öðrum sláttubúnaði fari að snúast.

    Sláttubúnaður settur upp og fjarlægður

    Note: Þegar sláttubúnaður er ekki tengdur við sláttuvélina skal geyma keflamótora sláttubúnaðarins á geymslustaðnum framan á fjaðraörmunum til að forðast skemmdir á þeim.

    Important: Hækkið ekki fjaðraarminn í flutningsstöðu á meðan keflamótorarnir eru í festingunum á grind sláttuvélarinnar. Það gæti leitt til skemmda á mótorunum eða slöngum.

    Important: Þegar velta þarf sláttubúnaðinum við skal setja stuðning við afturhluta sláttubúnaðarins til að tryggja að hægt sé að komast að róm stillibolta botnstangarinnar (Mynd 52).

    g014596

    Uppsetning sláttubúnaðar

    Lækka verður fjaðraarmana til að setja upp sláttubúnaðinn. Framkvæmið eftirfarandi skref til að lækka fjaðraarmana:

    1. Leggið sláttuvélinni á hreinu og sléttu undirlagi.

    2. Stillið stjórnrofann á stöðuna NEUTRAL (hlutlaus staða).

    3. Setjið lykilinn í svissinn og snúið honum á KVEIKTA stöðu.

    4. Lækkið fjaðraarmana með stýripinnanum til að hækka/lækka.

    5. Setjið stöðuhemilinn á, drepið á sláttuvélinni og takið lykilinn úr.

    Framkvæmið eftirfarandi skref til að setja upp sláttubúnaðinn:

    1. Aftengið aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

      Varúð

      Ef rafmagnið er ekki tekið af sláttuvélinni gæti einhver sett sláttubúnaðinn í gang fyrir slysni og orðið fyrir alvarlegum meiðslum á höndum og fótum.

      Aftengið alltaf aðalafltenglana áður en unnið er við sláttubúnaðinn.

    2. Lyftið fóthvílunni upp og opnið hana til að komast að sláttubúnaðinum fyrir miðju (Mynd 53).

      Varúð

      Gætið þess að klemma ekki fingur ef fóthvílan skyldi lokast.

      Haldið fingrunum frá svæði fóthvílunnar á meðan hún er opin.

      g014602
    3. Komið sláttubúnaðinum fyrir undir fjaðraarminum fyrir miðju.

    4. Opnið klinkurnar á stöng fjaðraarmsins (Mynd 54) og ýtið fjaðraarminum niður þannig að stöngin nái yfir báðar hallastangir sláttubúnaðarins og tryggið að klinkurnar fari undir þverslá sláttubúnaðarins (Mynd 55).

      g014609
      g014611
    5. Lokið klinkunum með því að ýta þeim niður og utan um stöng sláttubúnaðarins og læsa þeim á sínum stað (Mynd 54).

      Note: Smellur heyrist þegar klinkurnar læsast á sinn stað.

    6. Þekið ríludrifskaftið á mótor sláttubúnaðarins með hreinni feiti (Mynd 56).

    7. Setjið mótorinn inn vinstra megin í sláttubúnaðinn (séð frá sæti stjórnanda) og togið festistöng mótorsins á sláttubúnaðinum í átt að mótornum þar til smellur heyrist beggja megin við mótorinn (Mynd 56).

      g036122
    8. Setjið graskörfu upp á körfukrókunum á fjaðraarminum.

    9. Endurtakið þetta fyrir hina hluta sláttubúnaðarins.

    10. Tengið aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

    Sláttubúnaður fjarlægður

    1. Leggið sláttuvélinni á hreinu og sléttu undirlagi, stillið stjórnrofann á NEUTRAL (hlutlaus staða) og notið stýripinnann til að hækka/lækka til að lækka sláttubúnaðinn.

    2. Setjið stöðuhemilinn á, drepið á sláttuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Aftengið aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

      Varúð

      Ef rafmagnið er ekki tekið af sláttuvélinni gæti einhver sett sláttubúnaðinn í gang fyrir slysni og orðið fyrir alvarlegum meiðslum á höndum og fótum.

      Aftengið alltaf aðalafltenglana áður en unnið er við sláttubúnaðinn.

    4. Ýtið festistöng mótorsins úr raufunum á mótornum í átt að sláttubúnaðinum og takið mótorinn af sláttubúnaðinum.

      g036123
    5. Flytjið mótorinn í geymsluna framan á fjaðraarminum (Mynd 58).

      g036124

      Note: Geymið keflamótora sláttubúnaðarins alltaf á geymslustaðnum framan á fjaðraörmunum við brýningu, stillingu sláttuhæðar og þegar önnur viðhaldsvinna fer fram á sláttubúnaðinum. Þetta er til að koma í veg fyrir skemmdir á þeim.

      Important: Hækkið ekki fjaðraarminn í flutningsstöðu á meðan keflamótorarnir eru í festingunum á grind sláttuvélarinnar. Það gæti leitt til skemmda á mótorunum eða slöngum. Ef nauðsynlegt er að færa aksturseininguna án þess að vera með uppsettan sláttubúnað skal festa sláttubúnaðinn við fjaðraarmana með plastböndum.

    6. Opnið klinkurnar á stöng fjaðraarmsins fyrir sláttubúnaðinn sem verið er að fjarlægja (Mynd 54).

    7. Losið klinkurnar af stöng sláttubúnaðarins.

    8. Rúllið sláttubúnaðinum út undan fjaðraarminum.

    9. Endurtakið skref 4 til 8 fyrir hina hluta sláttubúnaðarins, eftir þörfum.

    10. Tengið aðalafltenglana; sjá Aðalafltenglar.

    Athugun á bili milli keflis og botnblaðs

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið bilið á milli keflis og botnblaðs.
  • Athugið bilið á milli keflis og botnblaðs daglega áður en sláttuvélin er notuð, jafnvel þótt gæði fyrri sláttar hafi verið ásættanleg. Lítilsháttar snerting verður að vera til staðar út alla lengdina milli keflis og botnblaðs; sjá notendahandbók sláttubúnaðarins.

    Aftengið aðalafltenglana áður en keflin eru skoðuð; sjá Aðalafltenglar. Tengið þá aftur að skoðun lokinni.

    Sláttubúnaður bakslípaður

    Viðvörun

    Snerting við botnblöð, keflisblöð eða aðra hluta á hreyfingu getur valdið meiðslum.

    • Haldið fingrum, höndum og fatnaði fjarri botnblöðum, keflisblöðum og hreyfanlegum hlutum.

    • Reynið aldrei að snúa keflunum með höndum eða fótum á meðan sláttuvélin er í gangi.

    1. Leggið sláttuvélinni á sléttu undirlagi, látið sláttubúnaðinn síga, færið stjórnrofann á NEUTRAL (hlutlaus staða), setjið stöðuhemilinn á, drepið á sláttuvélinni og takið lykilinn úr.

    2. Grunnstillið bilið á milli keflis og botnblaðs þannig að það henti fyrir bakslípun á öllum sláttubúnaði sem á að bakslípa; sjá notendahandbók sláttubúnaðarins.

    3. Setjið lykilinn í svissinn og gangsetjið sláttuvélina.

    4. Farið í upplýsingaskjáinn, valmyndina SERVICE (þjónusta) og veljið BACKLAP (bakslípun).

    5. Stillið BAKSLíPUN á ON (kveikt).

    6. Opnið aðalvalmyndina og flettið niður að Settings (stillingar).

    7. Í STILLINGAVALMYNDINNI skal fletta á BACKLAP RPM (snúningshraði bakslípunar) og nota hnappinn ± til að velja æskilegan hraða fyrir bakslípun.

    8. Hafið stjórnrofann á NEUTRAL (hlutlaus staða) og færið stýripinnann til að hækka/lækka fram til að hefja bakslípun á tilgreindum keflum.

    9. Berið bakslípunarlöginn á með bursta með löngu skafti. Notið aldrei bursta með stuttu skafti.

    10. Ef keflin stöðvast eða hreyfast óreglulega við bakslípun skal velja hærri hraðastillingu fyrir keflin þar til hraðinn verður stöðugur.

    11. Ef breyta á stillingum sláttubúnaðar meðan á bakslípun stendur skal slökkva á keflunum með því að færa stýripinnann til að hækka/lækka aftur og drepa svo á sláttuvélinni. Þegar stillingum hefur verið breytt skal endurtaka skref 3 til 9.

    12. Endurtakið ferlið fyrir alla hluta sláttubúnaðar sem á að bakslípa.

    13. Þegar því er lokið er farið aftur í upplýsingaskjáinn og stillingin BACKLAP (bakslípun) stillt aftur á OFF (slökkt) eða lyklinum snúið á SLöKKTA stöðu til að setja sláttuvélina aftur í akstursstöðu áfram.

    14. Skolið allan bakslípunarvökva af sláttubúnaðinum. Stillið bilið á milli keflis og botnblaðs eftir þörfum. Færið stýringu keflahraða sláttubúnaðarins í æskilega stöðu fyrir slátt.

      Important: Notið ekki háþrýstivatn til að þrífa sláttubúnaðinn. Legur og þétti geta skemmst.

    Geymsla

    Ef geyma á sláttuvélina í lengri tíma skal fylgja skrefunum sem lýst er í Undirbúningur sláttuvélar fyrir geymslu.

    Öryggi við geymslu

    • Látið sláttubúnaðinn síga, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

    • Ekki geyma sláttuvélina nærri eldi, neistaflugi eða kveikiloga, eins og á vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

    • Geymið sláttuvélina innandyra á þurrum stað, þar sem börn ná ekki til og þar sem sól skín ekki á hana.

    Undirbúningur sláttuvélar fyrir geymslu

    1. Drepið ávallt á sláttuvélinni, takið lykilinn úr, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þrifin, gert er við hana eða hún sett í geymslu.

    2. Fjarlægið uppsöfnuð óhreinindi og gras. Brýnið kefli og botnblöð, ef með þarf; frekari upplýsingar er að finna í notendahandbók sláttubúnaðarins. Berið ryðvörn á botnblöð og keflisblöð.

    3. Lyftið sláttuvélinni og setjið búkka undir hana til að taka þyngdina af hjólbörðunum.

    4. Fyrir geymslu í lengri tíma skal fylgja kröfum fyrir geymslu rafhlöðu; sjá Kröfur fyrir geymslu rafhlöðu.

    Kröfur fyrir geymslu rafhlöðu

    Note: Ekki þarf að fjarlægja rafhlöðurnar úr sláttuvélinni fyrir geymslu.

    Upplýsingar um æskilegt hitastig við geymslu er að finna í eftirfarandi töflu:

    Kröfur um hitastig fyrir geymslu

    GeymsluskilyrðiKröfur um hitastig
    Eðlileg geymsluskilyrði-20 °C til 45 °C
    Mikill hiti – 1 mánuður eða minna45 °C til 60 °C
    Mikill kuldi – 3 mánuðir eða minna-30 °C til -20 °C

    Important: Hiti utan marka skemmir rafhlöðurnar.Hitastigið sem rafhlöðurnar eru geymdar við hefur áhrif á endingartíma þeirra. Geymsla í langan tíma við mjög háan hita styttir endingartíma rafhlöðunnar. Geymið sláttuvélina við eðlileg geymsluskilyrði sem gefin eru upp á töflunni fyrir æskilegt hitastig.

    • Áður en sláttuvélin er sett í geymslu skal hlaða eða afhlaða rafhlöðurnar í 40% til 60% hleðslu (50,7 til 52,1 volt).

      Note: 50% hleðsla er best til að tryggja hámarksendingu rafhlaða. Endingartími rafhlaðanna styttist ef þær eru hlaðnar í 100% hleðslu.Ef gert er ráð fyrir að sláttuvélin verði geymd í lengri tíma skal hlaða rafhlöðurnar í um 60% hleðslu.

    • Á sex mánaða fresti skal kanna hleðslustöðu rafhlaðanna og tryggja að hún sé á milli 40% og 60%. Ef hleðslan er undir 40% þarf að hlaða rafhlöðurnar í 40% til 60% hleðslu.

    • Hægt er að nota fjölmæli til að kanna hleðslustöðuna þegar dautt er á sláttuvélinni. Eftirfarandi tafla sýnir hvaða spenna samsvarar hvaða hleðslustöðu:

      SpennaHleðslustaða
      52,1 V60%
      51,4 V50%
      50,7 V40%
    • Takið hleðslutækið úr sambandi við rafmagn þegar hleðslu er lokið. Aftengið rafmagnstengilinn meðan á geymslu stendur til að lágmarka afhleðslu rafhlaðanna.

    • Ef hleðslutækið er haft á sláttuvélinni slekkur það á sér þegar rafhlöðurnar eru fullhlaðnar og ekki kviknar aftur á því fyrr en búið er að taka það úr sambandi og setja aftur í samband.

    Geymsla hleðslutækisins

    1. Takið rafmagnið af sláttuvélinni; sjá Afl tekið af og sett á vinnuvélina.

    2. Takið rafmagnssnúru hleðslutækisins úr sambandi og gerið hana upp.

    3. Leitið vandlega eftir sliti eða skemmdum á rafmagnssnúrunni. Skiptið um slitna eða skemmda snúru.

    4. Leitið vandlega eftir slitnum, lausum eða skemmdum íhlutum á hleðslutækinu. Leitið til viðurkennds dreifingaraðila Toro vegna viðgerða eða skiptum á íhlutum.

    5. Geymið hleðslutækið með rafmagnssnúrunni á hreinum, þurrum stað þar sem engin hætta er á að það fái högg eða skemmist eða liggi í ætandi gufum.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Kóði E-0-0-1 eða E-0-4-7
    1. Há rafhlöðuspenna
    1. Tryggið að rafhlöðuspennan sé rétt og kapaltengingar séu tryggar; tryggið að rafhlaðan sé í góðu ástandi.
    Kóði E-0-0-4
    1. Bilun greind í rafhlöðu eða stjórnkerfi rafhlöðu
    1. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Kóði E-0-0-7
    1. Hámarki amperstunda rafhlöðunnar náð
    1. Mögulegar orsakir eru t.d. lélegt ástand rafhlöðu, mikil afhleðsla rafhlöðu, illa tengd rafhlaða og/eða mikið sníkjuálag á rafhlöðu við hleðslu. Mögulegar lausnir: rafhlöðuskipti; Athugið jafnstraumstengingar. Aftenging sníkjuálags. Þessi villa hverfur þegar hleðslutækið er endurstillt með því að taka jafnstraum af því og setja á aftur.
    Kóði E-0-1-2
    1. Skautaskiptavilla
    1. Rafhlaðan er vitlaust tengd við hleðslutækið. Tryggið að tengingar rafhlöðunnar séu tryggar.
    Kóði E-0-2-3
    1. Villa vegna hárrar riðspennu (>270 VAC)
    1. Tengið hleðslutækið við riðstraum sem skilar jöfnum riðstraumi á milli 85–270 VAC /45–65 Hz.
    Kóði E-0-2-4
    1. Hleðslutæki fer ekki í gang
    1. Ekki kviknar rétt á hleðslutækinu. Aftengið riðstraumsinntakið og tengingu rafhlöðu í 30 sekúndur og reynið svo aftur.
    Kóði E-0-2-5
    1. Villa vegna flöktandi lágrar riðspennu
    1. Riðstraumur er óstöðugur. Hugsanleg ástæða er of lítil rafstöð eða alltof litlar inntakssnúrur. Tengið hleðslutækið við riðstraum sem skilar jöfnum riðstraumi á milli 85–270 VAC /45–65 Hz.
    Kóði E-0-3-7
    1. Endurforritun mistókst
    1. Hugbúnaðaruppfærsla eða forskriftarkeyrsla mistókst. Gangið úr skugga um að nýi hugbúnaðurinn sé réttur.
    Kóði E-0-2-9, E-0-3-0, E-0-3-2, E-0-4-6 eða E-0-6-0
    1. Samskiptavilla við rafhlöðu
    1. Tryggið að tenging merkjavíranna við rafhlöðuna sé trygg.
    ProblemPossible CauseCorrective Action
    F-0-0-1, F-0-0-2, F-0-0-3, F-0-0-4, F-0-0-5, F-0-0-6 eða F-0-0-7
    1. Innri villa í hleðslutæki
    1. Aftengið riðstraumstenginguna og rafhlöðutenginguna í minnst 30 sekúndur og reynið svo aftur. Ef þetta virkar ekki skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.