Viðhald
Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi vinnuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum rafkerfis eða vökvakerfis.
Viðvörun
Hætta er á meiðslum á fólki eða dauða ef unnið er við vinnuvélina áður en allir aflgjafar hafa verið aftengdir.
Aftengið alla aflgjafa vinnuvélarinnar áður en viðhaldi er sinnt.
Öryggi við viðhaldsvinnu
-
Stöðvið vinnuvélina, svissið af, setjið stöðuhemilinn á, fjarlægið lykilinn og bíðið þar til allir hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en breytingar eru gerðar eða viðhaldi sinnt á vinnuvélinni.
-
Framkvæmið aðeins viðhald samkvæmt leiðbeiningum í þessari handbók. Ef þörf er á miklum viðgerðum eða notandi vill leita aðstoðar skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
-
Tryggið að vinnuvélin sé í öruggu ástandi með því að herða allar rær, bolta og skrúfur.
-
Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.
-
Ekki athuga eða breyta keðjustrekkingunni þegar vél dráttartækisins er í gangi.
-
Losið varlega uppsafnaðan þrýsting í íhlutum.
-
Styðjið við vinnuvélina með búkkum eða geymslustandi þegar unnið er undir henni. Aldrei treysta á vökvakerfi dráttartækisins til að halda vinnuvélinni uppi.
-
Athugið festibolta tindanna daglega til að ganga úr skugga um að þeir séu hertir með tilskildu átaki.
-
Eftir viðhald eða breytingar á vinnuvélinni skal ganga úr skugga um að vélarhlífin sé lokuð og fest og að allar hlífar séu á sínum stað.
Smurning
Vinnuvélin smurð
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 25 klukkustundirnar |
|
Á 40 klukkustunda fresti |
|
-
Notið alhliða smurfeiti fyrir ökutæki.
-
Smyrjið allar legur, fóðringar og keðjur.
Nokkrir smurkoppar eru á vinnuvélinni (Mynd 52 og Mynd 53).
-
Hreinsið smurkoppana.
-
Dælið smurfeitinni inn í legurnar og fóðringarnar.
-
Þurrkið umframfeiti af.
Dráttarvagninn smurður
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Eftir fyrstu 25 klukkustundirnar | |
Árlega eða fyrir geymslu |
Notið alhliða smurfeiti fyrir ökutæki.
-
Hreinsið smurkoppana (Mynd 54).
-
Dælið smurfeitinni inn í legurnar og fóðringarnar.
-
Þurrkið umframfeiti af.
Hjólalegur smurðar
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Á 300 klukkustunda fresti |
|
Hreinsið hjólalegurnar.
Skoðun á hjólbörðum og hjólum
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Athugið loftþrýsting í hjólbörðum dráttartækisins daglega. Frekari upplýsingar eru í notendahandbókinni fyrir dráttartækið.
-
Stillið loftþrýstinginn í hjólbörðum valfrjálsa dráttarvagnsins á 69 kPa (10 psi), eða eins og framleiðandi hjólbarðans ráðleggur.
-
Leitið að miklum skemmdum eða sliti á hjólbörðunum.
-
Tryggið að felgurærnar séu vel hertar og að enga vanti.
Öryggi tengt vökvakerfi
-
Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.
-
Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.
-
Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.
-
Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.
-
Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.
Forskrift fyrir glussa
Vinnuvélin kemur frá verksmiðjunni fyllt með fyrsta flokks glussa. Athugið stöðu glussans áður en vinnuvélin er ræst í fyrsta skipti og daglega eftir það. Ráðlagður glussi fyrir glussaskipti er eftirfarandi:
Toro Premium Transmission/Hydraulic Tractor Fluid (fæst í 19 lítra fötum eða 208 lítra tunnum. Hlutanúmer má finna í varahlutaskrá eða hjá dreifingaraðila Toro.) |
Aðrar gerðir glussa: Ef tilgreindur glussi er ekki í boði er hægt að nota aðrar gerðir alhliða UTHF-glussa en þeir mega þó eingöngu vera hefðbundnir jarðolíuglussar, ekki tilbúnir eða lífbrjótanlegir. Forskriftirnar verða að falla innan uppgefins sviðs fyrir alla efniseiginleika og glussinn þarf að uppfylla uppgefna iðnaðarstaðla. Leitið upplýsinga hjá söluaðila glussa um hvort glussinn uppfylli þessar forskriftir.
Note: Toro tekur ekki ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa og því skal eingöngu nota vörur frá áreiðanlegum framleiðendum sem geta ábyrgst vörur sínar.
Efniseiginleikar: | |
Seigja, ASTM D445 | cSt @ 40°C 55 til 62 |
Seigjustuðull, ASTM D2270 | 140 til 152 |
Rennslismark, ASTM D97 | -37°C til -43°C |
Forskriftir iðnaðarstaðla:: API GL-4, AGCO Powerfluid 821 XL, Ford New Holland FNHA-2-C-201.00, Kubota UDT, John Deere J20C, Vickers 35VQ25 og Volvo WB-101/BM | |
Note: Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.
Vökvakerfið skoðað
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Leitið eftir leka í vökvakerfinu. Ef leki finnst skal herða tengið eða skipta út eða gera við skemmda hlutinn.
-
Leitið eftir sliti eða sýnilegum skemmdum á vökvaslöngum.
-
Kannið stöðu glussans í geyminum fyrir vinnuvélar með valfrjálsu vökvaknúnu afleininguna. Fyllið á geyminn, ef þörf er á.
-
Athugið stöðu glussans í dráttartækinu fyrir vinnuvélar sem nota vökvaafl frá dráttartækinu. Frekari upplýsingar eru í notendahandbókinni fyrir dráttartækið.
Viðhaldi sinnt á botni og skammtara
Afturhlerinn skoðaður
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Athugið hvort stillanlegur hluti afturhlerans opnist og lokist án þess að festast.
Geymsla og skoðun á upphækkanlegu fótunum
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Geymið upphækkanlega fætur í uppréttri stöðu fyrir akstur. Á beintengda Truckster-vagninum skal geyma upphækkanlegu fæturna aftan á vinnuvélinni.
-
Athugið hvort krókpinninn og upphækkanlegi fóturinn séu skemmdir og að öryggispinninn sé á sínum stað. (Skiptið um öryggispinna ef þá vantar eða þeir eru skemmdir).
-
Athugið hvort króktengingarnar séu vel hertar.
Skoðun á öðrum íhlutum
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Leitið eftir sliti á tönnum disksins í tvöfalda dreifibúnaðinum. Skiptið þeim út þegar slit er orðið mikið.
-
Leitið eftir sprungumyndun eða tæringu í húsi tvöfalda dreifibúnaðarins. Skiptið um slitplötur eftir þörfum.
-
Athugið hvort öryggismerkingar séu óskemmdar og læsilegar. Ef ekki skal skipta þeim út.
Viðhaldi sinnt á færibandinu
Þétti færibandsins og þétti afturhlerans skoðað
Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
---|---|
Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
-
Leitið eftir sliti eða skemmdum á öllum gúmmíþéttum. Skiptið um þétti eða gerið við þau ef þau fara að leka.
-
Athugið og stillið sköfuna fyrir hreinsun færibandsins. Gangið úr skugga um að skafan snerti færibandið yfir alla breiddina.
Skoðun á færibandinu og keflunum
-
Gangið úr skugga um að færibandið færist beint yfir keflin og renni ekki til – lagfærið það ef þörf krefur; sjá Stefna færibandsins stillt.
-
Leitið eftir sliti eða sýnilegum skemmdum á legum keflanna að framan og aftan á tveggja mánaða fresti.
-
Athugið ástand og strekkingu drifkeðjunnar og keðjuhjólanna.
Important: Leitið að föstu efni milli botns færibandsins, færibandsins og keflanna. Frekari upplýsingar eru í Vinnuvélin þrifin.
Strekking færibands stillt
Strekkið aðeins færibandið ef það rennur af, ef því hefur verið skipt út eða ef það hefur verið losað til að skipta um aðra íhluti.
-
Setjið stýriborða færibandsins í brautir keflanna að framan og aftan.
-
Herðið stillirærnar tvær á færibandinu jafnt þar til færibandið liggur þétt að.
Note: Fjarlægið hlífina á millikeflinu að framan og hlífina á rennunni að aftan.
-
Fullhlaðið vinnuvélina með þyngsta efninu sem áætlað er að nota.
-
Haldið enda strekkistangarinnar kyrrum með lyklunum tveimur og losið síðan stoppróna, sem er róin sem er næst enda stangarinnar (Mynd 55).
-
Kveikið á færibandinu og athugið hvort beltið renni af.
-
Ef svo er skal stöðva færibandið og herða báðar stillirærnar um hálfan snúning. Ekki ofherða það.
-
Endurtakið skref 5 og 6 þar til færibandið hættir að renna af.
-
Herðið stopprærnar og setjið upp gulu öryggishlífarnar
Stefna færibandsins stillt
Færibandakerfið stjórnar stefnu sinni sjálft. Bæði fremri og aftari keflin eru með gróp í miðjunni fyrir stýriborða færibandsins. Stundum færist færibandið upp úr grópunum. Gerið eftirfarandi til að stilla stefnu færibandsins:
-
Ákvarðið til hvorrar hliðar beltið leitar.
-
Takið öryggishlífarnar af báðum framhornunum.
-
Haldið enda strekkistangarinnar kyrrum, þeim megin sem færibandið leitar til, losið stoppróna og herðið síðan stilliróna um tvær hliðar á rónni (Mynd 55).
-
Herðið báðar stopprærnar og kveikið á færibandinu.
-
Fylgist með stefnunni. Endurtekið ofangreind skref þar til færibandið fer aftur í rétta stöðu.
Important: Sýnið þolinmæði! Ekki ofherða færibandið.
-
Setjið báðar öryggishlífarnar upp.
Vinnuvélin þrifin
Salt, tjara, trjákvoða, áburður eða íðefni geta skemmt lakkið á vinnuvélinni. Þvoið þessi óhreinindi af eins fljótt og hægt er með hreinsiefni og vatni. Hugsanlega þarf að nota önnur hreinsiefni eða leysa, en gangið úr skugga um að þessi efni megi nota á lakkaða fleti.
Viðvörun
Eldfimir vökvar og hreinsiefni sem gefa frá sér eitraðar gufur eru hættuleg heilsu manna.
Ekki nota eldfima vökva eða hreinsiefni sem gefa frá sér eitraðar gufur. Fylgið tilmælum framleiðanda.
Important: Ekki nota háþrýstidælu. Hún getur fjarlægt lakk, öryggismerkingar og smurfeiti og einnig skemmt íhluti.
-
Fjarlægið aukabúnaðinn fyrir þrif og þvoið hann sér.
-
Fjarlægið þráðlausu fjarstýringuna.
-
Þvoið yfirbyggingu vinnuvélarinnar með volgu vatni og mildu hreinsiefni
-
Skolið leifar af hreinsiefnum af með hreinu vatni áður en þær þorna.
-
Fjarlægið sköfusamstæðuna fyrir hreinsun færibandsins aftan á vinnuvélinni (Mynd 56).
-
Lyftið framhluta vinnuvélarinnar eins hátt og þörf er á.
-
Ef vinnuvélin er á bíl skal nota lyftitjakk dráttartækisins. (Sjá eigendahandbók dráttartækisins.)
-
Ef vinnuvélin er á dráttarvagni eða beintengdum Truckster-vagni skal nota upphækkanlega fótinn á vagninum.
-
Opnið afturhlerann alveg og sprautið vatni inn í skammtarann og á svæðið í kringum afturhlerann. Skoðið hliðarþéttin og skiptið þeim út ef þörf er á.
-
Finnið hreinsunarmerkinguna framan á vinnuvélinni (Mynd 57) og sprautið með garðslöngu í gegnum möskvann á framhlífinni þar til ekkert efni er eftir á undirvagninum (Mynd 58).
Note: Þegar hlífarnar eru fjarlægðar fyrir smurningu skal nýta tækifærið til að þvo burt allt efni sem hefur orðið eftir.
-
Skoðið skammtarann, botnhlífina, færibandið, botninn og keflin til að ganga úr skugga um að allt efni hafi verið hreinsað burt.
-
Látið vinnuvélina síga aftur í venjulega vinnustöðu
-
Setjið upp sköfusamstæðuna fyrir hreinsun færibands. Ýtið festistönginni fyrir sköfuna á færibandið. Gangið úr skugga um að skafan sé eins lóðrétt og hægt er, en snerti þó færibandið.