Inngangur

Þessi vinnuvél er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Hún er aðallega hönnuð fyrir skömmtun og dreifingu efna, við mismunandi rakastig, án þess að stíflast eða skila mjög breytilegri dreifingu.

Important: Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann (ef hann er til staðar) á raðnúmersplötunni með fartæki.

g237535

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar 2 orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Rafsegulsviðssamhæfni
Innanlands: Þetta tæki uppfyllir 15. hluta reglna FCC. Notkun er háð eftirtöldum tveimur skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda skaðlegum truflunum og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni.
Þessi búnaður myndar og notar útvarpsbylgjur og ef hann er ekki settur upp og notaður á viðeigandi hátt, í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda, getur hann valdið truflunum á útvarps- og sjónvarpsmóttöku. Búnaðurinn hefur verið gerðarprófaður og telst samræmast takmörkunum fyrir tölvubúnað í B-flokki undir FCC í samræmi við tæknilýsingu í undirhluta J í 15. hluta reglna FCC, eins og fram kemur hér að ofan. Hins vegar er engin trygging fyrir því að truflanir eigi sér ekki stað á tilteknu svæði. Ef þessi búnaður veldur truflunum á útvarps- eða sjónvarpsmóttöku, sem hægt er að ákvarða með því að kveikja og slökkva á búnaðinum, er notandinn hvattur til að beita einni eða fleiri eftirfarandi ráðstafana til að koma í veg fyrir truflanirnar:Endurstillið móttökuloftnetið, flytjið fjarstýrða móttakarann með hliðsjón af útvarps-/sjónvarpsloftnetinu eða stingið stjórnbúnaðinum í aðra innstungu svo stjórnbúnaðurinn og útvarpið/sjónvarpið séu á sitthvorri greininni.Ef nauðsyn krefur ætti notandinn að ráðfæra sig við söluaðilann eða reyndan útvarps-/sjónvarpstæknimann til að fá frekari tillögur.Notandanum gæti þótt eftirfarandi bæklingur frá FCC (Federal Communications Commission) gagnlegur: How to Identify and Resolve Radio-TV Interference Problems“. Þessi bæklingur fæst hjá U.S. Government Publishing Office, Washington, DC 20402. Birgðanr. 004-000-00345-4.
FCC-kenni: W7OMRF24J40MDME-Base, OA3MRF24J40MA-Hand Held
IC: 7693A-24J40MDME-Base, 7693A-24J40MA-Hand Held
Notkun er háð eftirtöldum tveimur skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda truflunum, og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess.
Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Japan
Þráðlaus fjarstýring:Graphic
RF2CAN:Graphic
Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Mexíkó
Þráðlaus fjarstýring:Graphic
RF2CAN:Graphic
Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Kóreu(merking fylgir með í öðru setti)
Þráðlaus fjarstýring:Graphic
RF2CAN:Graphic
Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Singapúr
Þráðlaus fjarstýring:TWM240008_IDA_N4023-15
RF2CAN:TWM-240005_IDA_N4024-15
Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Marokkó
AGREE PAR L’ANRT MAROC
  
NUMERO d’agrement: MR 14078 ANRT 2017
Delivre d'agrement::29/05/2017

DOT-hjólbarðaupplýsingarnar eru staðsettar á hlið hvers hjólbarða. Þessar upplýsingar sýna uppgefið gildi fyrir burðargetu og hraða. Þegar skipt er um hjólbarða skal nota hjólbarða með sömu eða meiri uppgefinni getu. Í Tæknilýsing er finna frekari upplýsingar til að tryggja að hjólbarðarnir uppfylli þyngdarskilyrði vinnuvélarinnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið meiðslum á fólki. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

  • Lesið efni þessarar notendahandbókar og notendahandbókar dráttartækisins til hlítar áður en vinnuvélin er notuð. Gangið úr skugga um að allir sem nota vinnuvélina kunni að nota hana og dráttartækið og skilji viðvaranirnar.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota vinnuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á vinnuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið nærstöddum í öruggri fjarlægð frá vinnuvélinni þegar hún er á ferð.

  • Haldið börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á vinnuvélinni.

  • Stöðvið vinnuvélina, svissið af, setjið stöðuhemilinn á, fjarlægið lykilinn og bíðið þar til allir hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en fyllt er á eldsneyti, stífla í vinnuvélinni er losuð eða viðhaldi er sinnt á vinnuvélinni.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Frekari öryggisupplýsingar er að finna þar sem við á í þessari handbók.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal119-6809
decal119-6808
decal119-6818
decal119-6854
decal119-6853
decal115-2047
decal119-0217
decal119-6820
decal119-6855
decal119-6856
decal119-6804
decal119-6805
decal119-6810
decal119-6817
decal119-6816
decal119-6815
decal119-6814
decal119-6806
decal119-6819
decal131-6766
decal133-8061

Uppsetning

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Uppsetning á grunngerð vinnuvélarinnar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Hlíf á skammtara1
Sexkantsbolti með kúptum haus (¼ x ā… to.) 3
Lásró3
  1. Fjarlægið grunngerð vinnuvélarinnar úr flutningskassanum.

  2. Fjarlægið boltann og róna aftan á tvöfalda dreifibúnaðinum sem festa flutningsfestingu lyftibúnaðar vinnuvélarinnar við dreifibúnaðinn (Mynd 3).

    g013203
  3. Fjarlægið boltana tvo og rærnar framan á tvöfalda dreifibúnaðinum sem festa flutningsfestingu lyftibúnaðar vinnuvélarinnar við dreifibúnaðinn (Mynd 4).

    g013204
  4. Lyftið tvöfalda dreifibúnaðinum úr skammtaranum með því að nota ytri handföngin og leggið dreifibúnaðareininguna á jörðina (Mynd 5).

    Note: Tvo þarf fyrir þetta skref.

    g013205
  5. Fjarlægið skrúfurnar fjórar úr fótum tvöfalda dreifibúnaðarins. Lyftið tvöfalda dreifibúnaðinum og fjarlægið frauðplastið og festingarnar (Mynd 6).

    g013207
  6. Setjið hlífina á skammtaranum upp með sexkantsboltum með kúptum haus (¼ x ā… tommu) og nælonlásrónum sem fylgdu með (Mynd 7).

    g030044

Rafmagnsknippi sett á

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Rafmagnsknippi1
Tengilfesting1
Tengilfesting, þung1
Borðabolti2
Sjálflæsandi ró2
Skrúfa2
Sjálflæsandi ró2

Rafmagnsknippi dráttartækisins veitir rafmagni til stjórnkerfa vinnuvélarinnar. Komið þessu knippi fyrir á ökutækinu sem á að nota til að stjórna vinnuvélinni. Ef fleira en eitt ökutæki er notað með vinnuvélinni skal kaupa annað rafmagnsknippi frá dreifingaraðila Toro.

  1. Festið tengilfestinguna við fastan punkt aftan á dráttartækinu með einni af meðfylgjandi festingum (Mynd 8).

    Note: Ef dráttartækið er búið sturtupalli skal tryggja að tengilfestingin komi ekki við neina hluta dráttartækisins.

    Important: Tryggið engar raflagnir séu lausar eða fyrir vélrænum íhlutum.

    g013261
  2. Leiðið og festið raflagnir frá rafgeyminum í rafmagnstengilinn (Mynd 9).

    g013262
  3. Leiðið raflagnirnar í gegnum tengilfestinguna og setjið svarta gúmmíkragann yfir raflagnirnar (Mynd 9).

  4. Festið tengilinn við tengilfestinguna með boltunum (¼ to.).

  5. Tengið rauða vírinn (afl) við plússkautið á rafgeyminum og svarta vírinn (jörð) við mínusskautið á rafgeyminum.

Framlengingarsett fyrir skammtara sett upp

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Framlenging fyrir skammtara (að framan)1
Framlenging fyrir skammtara (að aftan)1
Bolti9
Sjálflæsandi ró9
  1. Takið framlengingarnar fyrir skammtarann úr kassanum og finnið út hvor er að framan og hvor að aftan (Mynd 10 og Mynd 11).

    g013263
    g013264
  2. Festið framlengingarnar á skammtarann með meðfylgjandi festingum. Setjið rærnar utan á skammtarann.

    g237533

Skammtari festur á dráttarvagn

Aðeins stillingar fyrir dráttarvagn

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Bolti (5/16 x 1 to.)6
Sjálflæsandi ró (5/16 to.)6

Viðvörun

Sé botninum og skammtaranum lyft af vinnuvélinni á meðan þeir eru fastir við dráttarvagn, ProGator, Workman eða TDC-vagn getur það skemmt lyftifestingarnar og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.

Losið botninn frá dráttarvagninum, ProGator, Workman eða TDC-vagninum og lyftið aðeins pallinum og skammtaranum.

Note: Ef ProPass-dreifarinn er settur á eitthvað annað en dráttarvagn skal ráðfæra sig við uppsetningarleiðbeiningar fyrir viðkomandi notkun.

  1. Festið lyftibúnað við lyftifestinguna sem fest er innan á framlengingarsamstæðuna (Mynd 13).

    g013209
  2. Notið lyftibúnað til að koma skammtaranum fyrir yfir dráttarvagninum.

  3. Stillið af festigötin sex (þrjú á hvorri hlið) og komið boltunum (5/16 x 1 tomma) og sjálflæsandi rónum (5/16 tommu) fyrir.

    g013949
  4. Takið lyftifestinguna úr hliðum skammtarans og komið boltunum þar fyrir.

    Note: Geymið lyftifestinguna til síðari nota; ekki henda henni.

Rafleiðslukerfi tengt

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Rafleiðslukerfi1

Stingið rafleiðslukerfinu í samband við tengil rafmagnsknippisins á vinnuvélinni (Mynd 15 eða Mynd 16).

g237534
g013948

Fjarstýring til að kveikja/slökkva tengd

Gerð 44701

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Fjarstýring til að kveikja/slökkva1

Stingið tenglinum á fjarstýringunni til að kveikja/slökkva í tengilinn á vinnuvélinni (Mynd 17).

g013947

Þráðlausa fjarstýringin sett saman

Gerð 44751

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Þráðlaus fjarstýring1
AA-rafhlöður4
Segulfesting1
Skrúfur, litlar6
  1. Fjarlægið gúmmíteygjurnar sem halda báðum helmingum fjarstýringarinnar saman og fjarlægið bakhliðina.

  2. Setjið rafhlöðurnar í tengistöðina og passið upp á rétta skautun. Á stöðinni eru merkingar fyrir skautun fyrir hvert tengi (Mynd 18).

    Note: Ef rafhlöðurnar eru settar rangt í mun þráðlausa fjarstýringin ekki virka.

    g028875
  3. Gangið úr skugga um að stálþéttið og gúmmíþéttið sitji í rásinni í þráðlausu fjarstýringunni og setjið bakhliðina aftur á sinn stað (Mynd 18).

  4. Festið bakhliðina með sex skrúfum (Mynd 18) og herðið þær í 1,5 til 1,7 Nāˆ™m.

  5. Setjið þráðlausu fjarstýringuna í segulfestinguna, rennið festingarhelmingunum saman og herðið boltann í seglinum (Mynd 19).

    g028874

Þráðlausa fjarstýringin sett upp

Gerð 44751

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Fjarstýringarhalda1
Þráðlaus fjarstýringarsamstæða1

Setjið fjarstýringarhölduna í glasahaldara eða svipað op í dráttartækinu og geymið þráðlausu fjarastýringuna þar. Segull þráðlausu fjarstýringarinnar festist við öll stályfirborð.

g030466

Yfirlit yfir vöru

Flæðistjórnunarloki fyrir færiband

Gerð 44701

Vökvaknúinn flæðistjórnunarloki stýrir hraða færibandsins.

Hraðasta stillingin er 10 og er dæmigerð fyrir flesta notkun sem finna má á litakóðuðu merkingunum fyrir stjórnkerfið. Notið lægri stillingu fyrir mjög létta notkun.

g013344

Flæðistjórnunarloki fyrir aukabúnað

Gerð 44701
g013345

Vökvaknúinn flæðistjórnunarloki stýrir hraða aukabúnaðarins (tvöfaldur dreifibúnaður). Tákn dreifibúnaðarins gefur aðeins til kynna hraðahlutfallið fyrir þráðlausu fjarstýringuna. Fyrir hefðbundin vökvakerfi skal stilla stjórnina á viðeigandi litasvæði, sem hefst á punktalínunni, og stilla síðan hraðann innan litaða svæðisins eins og þörf er á.

Fjarstýring til að kveikja/slökkva

Gerð 44701

Notið rofana tvo á fjarstýringunni til að kveikja/slökkva til að ræsa færibandið eða aukabúnaðinn (Mynd 23). Stjórnandinn skal hafa fjarstýringuna til að kveikja/slökkva innan seilingar.

g013346

Neyðarstöðvunarhnappur

Gerð 44751

Þegar vinnu á vinnuvélinni er lokið skal alltaf ýta á NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN (Mynd 24) til að aftengja rafkerfið. Þegar vinna er hafin á vinnuvélinni þarf að toga NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN aftur út áður en kveikt er á þráðlausu fjarstýringunni.

Note: Þegar notkun vinnuvélarinnar er lokið skal ýta á neyðarstöðvunarhnappinn til að koma í veg fyrir afhleðslu rafgeymisins í dráttartækinu.

g237530

Virkni LED-ljóss fyrir bilanagreiningu

Þegar NEYðARSTöðVUNARHNAPPURINN er togaður upp kviknar á LED-ljósinu fyrir bilanagreiningu (Mynd 25) og það logar í 5 sekúndur, slokknar í 5 sekúndur og byrjar síðan að blikka við 3 Hz (þrjú blikk á sekúndu) þar til kveikt er á þráðlausu fjarstýringunni. Ef það kviknar á ljósinu í 5 sekúndur og það byrjar síðan að blikka við 10 Hz (með eða án 5 sekúndna hlés) er bilun til staðar í vinnuvélinni; sjá Bilunarkóðar athugaðir.

Note: Ef kveikt er á þráðlausu fjarstýringunni þegar NEYðARSTöðVUNARHNAPPURINN er togaður upp mun ljósið ekki blikka við 3 Hz (þrjú blikk á sekúndu) eftir að það slokknar á því í 5 sekúndur.

g237532

Þráðlaus fjarstýring

Gerð 44751
g029772
Þyngd
Grunngerð248 kg
Tvöfaldur dreifibúnaður68 kg
Fjarskiptatæki (gerð 44751)
Tíðni2,4 GHz
Hámarksafl19,59 dBm

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

  • Vinnuvélin er með aðra jafnvægis-, þyngdar- og stjórnunareiginleika í samanburði við sumar aðrar gerðir af dráttarbúnaði. Lesið vandlega efni þessarar notendahandbókar áður en vinnuvélin er notuð. Lærið á öll stjórntæki og flýtistöðvunareiginleika.

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við vinnuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Kynnið ykkur örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Lærið að stöðva vinnuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

  • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota vinnuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

  • Hafið allar hlífar og öryggisbúnað á sínum stað. Ef hlíf, öryggisbúnaður eða merking er ólæsileg eða vantar skal gera við eða skipta út viðkomandi hlut áður en vinnuvélin er notuð.

  • Herðið allar lausar rær, bolta og skrúfur til að tryggja öruggt ástand vinnuvélarinnar. Gangið úr skugga um að íhlutir vinnuvélarinnar séu fastir og á sínum stað.

  • Leitið upplýsinga um hvort dráttartækið henti fyrir notkun með verkfæri af þessari þyngd hjá birgi eða framleiðanda dráttartækisins.

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en stigið er af vinnuvélinni.

Daglegt eftirlit

Í byrjun hvers dags skal ljúka þessum öryggisathugunum áður en vinnuvélin er notuð. Tilkynna skal öll öryggisvandamál til yfirmanns. Frekari upplýsingar er að finna í öryggisleiðbeiningunum í þessari handbók.

Val á dráttartæki

Viðvörun

Alltaf skal nota viðeigandi dráttartæki til að færa vinnuvélina, jafnvel stuttar vegalengdir. Óhentugt dráttartæki getur skemmt vinnuvélina eða valdið meiðslum eða dauða.

Aðgangur að hnekkingu er ökumannsmegin á vökvakerfinu; sjá Mynd 43 í Handvirk hnekking.

Hentugt dráttartæki verður að hafa minnst 1405 kg dráttargetu.

Á dráttarvagni er hámarksburðargeta vinnuvélarinnar 907 kg og þyngd á króki er 113 kg. Töruþunginn (án farms) er 499 kg og þyngd á króki er 23 kg.

Þyngd á króki fyrir vinnuvél með 11 hö. vökvaaflseiningu við notkun með fullum farmi er 145 kg. Þyngd á króki án farms er 48 kg. Töruþunginn (án farms) er 599 kg.

Á beintengdum Truckster-vagni er hámarksburðargetan fyrir vinnuvélina 907 kg og 272 kg þyngd er flutt yfir á dráttartækið. Töruþunginn (án farms) er 544 kg og 52 kg þyngd er flutt yfir á dráttartækið.

Vinnuvélin tengd við dráttartæki

Viðvörun

Ef staðið er á milli vinnuvélarinnar og dráttartækisins við tengingu getur það valdið alvarlegum meiðslum.

Ekki standa á milli vinnuvélarinnar og dráttartækisins við tengingu.

  1. Stillið hæð króksins með því að snúa handfangi/handföngum upphækkanlegs fótar til að halda vinnuvélinni láréttri.

  2. Tengið U-laga krókinn á vinnuvélinni við dráttartækið með því að nota 18 mm öryggisvottaðan krókpinna og öryggisklemmu (fylgir ekki með). Stingið krókpinnanum í gegnum krókinn á vinnuvélinni og dráttarbitann á dráttarvagninum eða í gegnum meðfylgjandi festingu á beintengdum Truckster-vagni.

  3. Látið krókinn síga með upphækkanlegum fæti.

  4. Þegar full þyngd vinnuvélarinnar hefur verið flutt yfir á dráttarbita dráttartækisins af upphækkanlegum fæti skal toga í pinnann sem heldur fætinum á sínum stað.

  5. Geymið upphækkanlega fætur á eftirfarandi hátt:

    • Á dráttarvagni skal snúa fætinum í 90 gráður rangsælis þar til neðri hluti fótarins bendir í átt að afturhluta vinnuvélarinnar. Þetta er akstursstaðan.

    • Á beintengdum Truckster-vagni skal færa fæturna yfir á afturhluta vinnuvélarinnar og snúa þeim í 90 gráður þar til neðri hluti beggja fóta bendir í átt að miðju vinnuvélarinnar. Þetta er akstursstaðan

  6. Festið þrýstingsslönguna og bakflæðisslönguna við rétt vökvaúttök á dráttartækinu. Einstefnuloki er í bakflæðisslöngunni. Ef slöngunum er víxlað eru sumir eiginleikar vinnuvélarinnar keyrðir aftur á bak eða þeir virka ekki. Prófið vökvakerfið áður en vinnuvélin er notuð í fyrsta skipti.

    Important: Ekki láta vökvaleiðslurnar, rafmagnssnúruna og snúrurnar í fjarstýringuna dragast eftir jörðinni. Forðist staðsetningar þar sem þær kunna að klemmast eða hætta er á skurði.

  7. Stingið rafleiðslukerfinu í samband við rafmagnstengilinn á dráttartækinu.

  8. Athugið stöðu glussans í geyminum og fyllið á hann ef með þarf. Frekari upplýsingar eru í notendahandbók dráttartækisins.

Undirbúningur fyrir notkun

Vinnuvélin er búin einstöku litakóðuðu stjórnkerfi sem auðveldar uppsetningu vinnuvélarinnar. Aðeins þarf að velja dreifingu, auðkenna litinn og breyta hverri stillingu svo að hún samsvari litnum til að fá fullkomna dreifingu í hvert sinn.

Merking fyrir aðalnotkun

decal119-6814

Dreifing valin

Veljið dreifingu með því að lesa merkinguna fyrir aðalnotkun á afturhlera vinnuvélarinnar (Mynd 27).

g013715

Þessi merking sýnir tiltæk dreifingarsvið og flokkar þau eftir lit (Mynd 28). Hver litur stendur fyrir mismunandi dreifingarhraða, allt frá mjög léttri til mjög þéttrar dreifingar. Þéttleikinn er gefinn til kynna með skyggðu hringjunum (létt til þétt). Áætluð breidd er einnig gefin.

Tennurnar skoðaðar

Note: Vinnuvélin kemur með snúningstennurnar í STöðU B.

Léttari dreifingin (bláa svæðið) gefur til kynna að tryggja þurfi að snúningstennurnar séu í STöðU A (Mynd 29).

g013716

Þegar tennurnar eru í STöðU A eru innri boltarnir (næst miðju disksins) þétt upp við hlið tannarinnar og ytri boltarnir (næst jaðri disksins) fjarri hlið tannarinnar.

Þetta er mjög mikilvægt því þessi staða er hönnuð til að veita bestu dreifinguna á miklum hraða og með litlum sandi.

Fyrir þéttari stillingar (gyllta svæðið) ættu tennurnar að vera í STöðU B til að veita bestu dreifinguna með meira sandmagni og hægari diskhraða (Mynd 30).

g013717

Þegar tennurnar eru í STöðU B eru innri boltarnir (næst miðju disksins) fjarri hlið tannarinnar og ytri boltarnir (næst jaðri disksins) þétt upp við hlið tannarinnar.

Important: Röng staðsetning á tönn er algeng ástæða fyrir röngu dreifingarmynstri.

Afturhlerinn, hraði dreifibúnaðarins, rennan og hraði færibandsins stillt

Þegar rétt dreifing hefur verið valin og gengið hefur verið úr skugga um að tennurnar séu rétt stilltar skal stilla aðra hluti vinnuvélarinnar.

Hver stilling er gefin til kynna á vinnuvélinni með samsvarandi lituðum merkingum (Mynd 31).

g013718

Ef þú vilt létta dreifingu gefur bláa svæðið til kynna að afturhlerinn, hraði færibandsins, hraði dreifibúnaðarins og rennustilling grunneiningarinnar eigi að vera í bláu stöðunni (Mynd 31).

LÉTT
Áætluð breidd: 9,1 m
Staða tannar: A
Hraði færibands: 100%
Hraði dreifibúnaðar: blátt/100%
Afturhleri: blátt
Rennustilling: blátt

Til að fylla upp í loftunargöt skal færa allar stillingar á RAUTT.

MJÖG ÞÉTT
Áætluð breidd: 2,7 m
Staða tannar: B
Hraði færibands: 100%
Hraði dreifibúnaðar: rautt/15%
Afturhleri: rautt
Rennustilling: rautt

Afturhlerinn stilltur

Afturhlerinn stjórnar magni efnis sem flæðir frá ProPass (Mynd 32).

g013699

5 tommu afturhleranum er skipt niður í liti með æskilegri upphafslínu á hverju listasvæði (Mynd 33). Hægt er að auka eða draga út magni efnis með afturhleranum svo lengi sem viðkomandi heldur sér innan samsvarandi litasvæðis.

g013705

Note: Litir merkingarinnar sem sýndir eru á Mynd 33 samsvara litunum á merkingunni fyrir aðalnotkun (Mynd 27).

Hraði dreifibúnaðar stilltur

Note: Litir merkinganna sem sýndir eru á Mynd 35 og Mynd 36 samsvara litunum á merkingunni fyrir aðalnotkun (Mynd 27).

g013706

Hefðbundið vökvakerfi (gerð 44701): Stillið vökvastjórnbúnaðinn á upphafspunktalínuna á samsvarandi litasvæði (Mynd 35). Hægt er að breyta hraðanum eftir þörfum innan samsvarandi litasvæðis.

g013707

Þráðlaus stýring (gerð 44751): Stillið í samræmi við hlutfallið sem gefið er upp á litasvæðinu á merkingunni og í töflunni aftan á þráðlausu fjarstýringunni (Mynd 36).

decal119-6819

Rennan stillt

Rennustillingin stjórnar stöðu sandsins þegar hann fellur á diskana. Merkingin gefur ekki aðeins upp litakóðaða upphafsstöðu fyrir hverja notkun heldur sýnir hún einnig réttu stillinguna fyrir fínstillingu dreifingar; sjá Fínstilling.

g013709
g013710

Note: Litir merkingarinnar sem sýndir eru á Mynd 38 samsvara litunum á merkingunni fyrir aðalnotkun (Mynd 27).

Hraði færibands stilltur

Hraði færibands fyrir hverja stillingu er yfirleitt 100%. Þetta var gert til að fækka þáttunum sem stilla þarf í litakóðaða stjórnkerfinu um einn. Almennt ætti að nota afturhlerann til að draga úr efnismagni, ekki hraða færibandsins. Ef lágmarkshæð afturhlerans dugar hins vegar ekki til að draga úr efnisflæði skal hægja á færibandinu.

g013711

Fínstilling

Litakóðaða stjórnkerfið var hannað til að auðvelda stillingu fyrir fullkomna dreifingu. Hins vegar getur dreifingin engu að síður verið ójöfn, þar sem breyturnar eru margar, t.d. þyngd sands, kornastærð, rakainnihald og fleira.

Til að leiðrétta þetta er skýringarmynd á stillingum grunneiningarinnar sem gefur til kynna rétta stöðu hennar (Mynd 40).

g013710

Þegar dreifingarmynstrið er þétt innarlega í dreifingunni þarf einfaldlega að renna grunneiningunni inn – í átt að skammtaranum. Ef dreifingarmynstrið er þétt að utan skal renna grunneiningunni út – í átt frá skammtaranum.

Note: Litir merkingarinnar sem sýndir eru á Mynd 40 samsvara litunum á merkingunni fyrir aðalnotkun (Mynd 27).

Meðan á notkun stendur

Öryggi við notkun

  • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl, festið lausan fatnað og berið ekki hangandi skartgripi.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Notkun vinnuvélarinnar er bönnuð ef stjórnandi er þreyttur, veikur eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Leyfið aldrei farþega á vinnuvélinni og haldið nærstöddum og gæludýrum í öruggri fjarlægð frá vinnuvélinni meðan á vinnu stendur.

  • Haldið höndum og fótum fjarri skammtaranum.

  • Sitjið þegar dráttartækið er á hreyfingu.

  • Notkun vinnuvélarinnar krefst árvekni. Sé dráttartækinu ekki stjórnað á öruggan hátt getur það valdið slysi, veltu eða alvarlegum meiðslum eða dauða. Akið gætilega og gerið eftirfarandi til að koma í veg fyrir að veltu eða stjórnmissi:

    • Gætið fyllstu varúðar, dragið úr hraða og haldið öruggri fjarlægð frá sandgryfjum, skurðum, vatni, skábrautum, óþekktum svæðum eða annarri hættu.

    • Dragið úr hraða hlaðinnar vinnuvélar þegar ekið er yfir ójafnt undirlag til að forðast að vinnuvélin verði óstöðug.

    • Gætið að holum og öðrum duldum hættum.

    • Sýnið aðgát þegar unnið er í miklum halla. Akið beint upp og niður halla. Dragið úr hraða þegar taka á krappar beygjur eða þegar beygt er í halla. Forðist að taka beygjur í halla þar sem það er hægt.

    • Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er á blautu yfirborði, á miklum hraða eða með fullhlaðna vinnuvél. Stöðvunartími lengist þegar fullur farmur er á vinnuvélinni. Skiptið yfir í lægri gír áður en ekið er upp eða niður halla.

    • Forðist að nema staðar og taka af stað skyndilega. Ekki fara úr bakkgír í framgír eða öfugt án þess að stöðva vinnuvélina alveg.

    • Forðist krappar beygjur, skyndilegar stefnubreytingar og annan glæfraakstur sem getur valdið því að ökumaðurinn missi stjórn á vinnuvélinni.

    • Hafið gætur á umhverfinu þegar vinnuvélinni er beygt eða ekið aftur á bak. Gangið úr skugga um að svæðið sé autt og haldið öllum nærstöddum í öruggri fjarlægð. Akið varlega.

    • Gætið ykkar á umferð þegar ekið er við eða yfir vegi. Víkið alltaf fyrir gangandi vegfarendum og öðrum ökutækjum. Fylgið öllum umferðarreglum og staðbundnum reglugerðum um notkun vinnuvélarinnar við eða á þjóðvegum.

    • Verið alltaf vakandi fyrir og forðist hindranir fyrir ofan vinnuvélina, svo sem trjágreinar, dyrastafi, göngubrýr o.s.frv. Tryggið að nægt rými sé fyrir ofan dráttartækið og höfuð ökumanns.

    • Ekki nota vinnuvélina þegar hætta er á eldingum.

    • Ef óvissa ríkir um örugga notkun skal hætta vinnu og ráðfæra sig við yfirmann.

    • Skiljið vinnuvélina ekki eftir eftirlitslausa þegar hún er í gangi.

  • Tryggið að vinnuvélin sé tengd við dráttartækið fyrir hleðslu eða losun.

  • Ekki aka með meiri þyngd en hleðslumörk vinnuvélarinnar eða dráttartækisins segja til um.

  • Stöðugleiki farms getur verið breytilegur – til dæmis hefur hár farmur hærri þungamiðju. Lækkið hámarkshleðslumörkin til að tryggja betri stöðugleika, ef þörf er á.

  • Gerið eftirfarandi til að forðast að vinnuvélin velti:

    • Fylgist vel með hæð og þyngd farmsins. Hærri og þyngri farmur getur aukið hættu á að vinnuvélin velti.

    • Dreifið farminum jafnt, fram og aftur og til hliðanna.

    • Sýnið aðgát í beygjum og forðist hættulegar stefnubreytingar.

    • Tryggið alltaf að vinnuvélin sé tengd við dráttartækið fyrir hleðslu.

    • Setjið ekki stóra eða þunga hluti í skammtarann. Það getur skemmt færibandið og keflin. Tryggið einnig að áferð farmsins sé samfelld. Vinnuvélin getur óvænt skotið út litlum steinum í sandinum.

  • Ekki standa fyrir aftan vinnuvélina við losun eða dreifingu. Tvöfaldi dreifibúnaðurinn, krossfæribandið og vinnslubúnaðurinn geta skotið út ögnum og ryki á miklum hraða.

  • Losið farminn af vinnuvélinni eða aftengið hana frá dráttartækinu á jafnsléttu.

  • Ekki aka vinnuvélinni í fullreistri stöðu. Það eykur líkurnar á því að hún velti.

  • Ekki aka vinnuvélinni á varúðarsviðinu (gult/svart). Ef ekkert tengitæki er tengt við vinnuvélina skal aka henni í lækkaðri stöðu.

  • Slökkvið á tengitækinu þegar vinnuvélin nálgast fólk, ökutæki, heimkeyrslur eða gangbrautir.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar ekið er í halla, sérstaklega í beygjum.

    • Hætta er á að vinnuvélin velti eða hún eða dráttartækið missi grip ef ekið er í miklum halla með vinnuvélina fullhlaðna.

    • Takið léttari farm þegar ekið er í miklum halla og forðist að hlaða honum hátt.

Öryggi í halla

  • Farið yfir tæknilýsinguna fyrir dráttartækið til að tryggja að ekki sé farið fram úr getu þess í halla.

  • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar vinnuvélinni er ekið í halla.

  • Stjórnandinn þarf að meta og kanna aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

  • Stjórnandinn verður að fara yfir hallaupplýsingarnar sem taldar eru upp hér að neðan fyrir notkun vinnuvélarinnar í halla. Hafið vinnuskilyrði dagsins í huga til að ákvarða hvort nota eigi vinnuvélina á vinnusvæðinu. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun vinnuvélarinnar í halla.

  • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja vinnuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar. Beygið hægt og rólega.

  • Vinnið ekki á vinnuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleiki eru skert.

  • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að vinnuvélin velti.

  • Hafið í huga að vinnuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að vinnuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á vinnuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli vinnuvélarinnar og hvers kyns hættu.

Eiginleikar við notkun

Vinnuvélin er með jafnvægis-, þyngdar- og stjórnunareiginleika sem kunna að vera aðrir en í öðrum gerðum búnaðar sem er dreginn. Lesið þessa notendahandbók vandlega.

Verið vakandi fyrir fríbili frá jörðu þegar ekið er í halla með aukabúnað uppsettan. Fríbil frá jörðu fyrir vinnuvél á dráttarvagni er 33 cm án farms. Fríbil frá jörðu fyrir vinnuvél á beintengdum Truckster-vagni er 43 cm án farms.

Afli vinnuvélarinnar stjórnað

Slökkt eða kveikt á vinnuvélinni

Gerð 44701

Notið fjarstýringuna til að stöðva vinnuvélina þegar vinnu er lokið. Þegar vinna er hafin á vinnuvélinni skal gangsetja ökutækið eða afleininguna til að ná upp þrýstingi í vökvakerfinu og nota fjarstýringuna til að ræsa vinnuvélina.

Slökkt eða kveikt á vinnuvélinni

Gerð 44571

Þegar vinnu á vinnuvélinni er lokið skal alltaf ýta á NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN (Mynd 41) til að aftengja rafkerfið. Þegar vinna er hafin á vinnuvélinni þarf að toga NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN aftur út áður en kveikt er á þráðlausu fjarstýringunni.

g237530

Important: Þegar notkun vinnuvélarinnar er lokið skal ýta á NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN til að koma í veg fyrir afhleðslu rafgeymisins í dráttartækinu.

Notkun vinnuvélarinnar

  1. Fyllið skammtara vinnuvélarinnar með efninu sem á að dreifa.

  2. Gangið úr skugga um að tvöfaldi dreifibúnaðurinn sé uppsettur.

  3. Stillið hæð hliðsins í æskilega stöðu.

  4. Stillið báða flæðistjórnunarlokana á æskilega stillingu. Stillið hraða færibands og aukabúnaðar á æskilega stillingu (yfirleitt ætti hraði færibandsins að vera: þráðlaust – 100%, hefðbundið vökvakerfi – nr. 10).

  5. Leggið dráttartækinu 3 m fyrir framan svæðið sem dreifa á yfir.

  6. Gangið úr skugga um að slökkt sé á báðum rofunum á fjarstýringunni til að kveikja/slökkva. Á þráðlausum gerðum skal tryggja að eiginleikar fjarstýringarinnar séu stöðvaðir.

  7. Virkið vökvakerfið (annaðhvort í dráttartækinu eða vökvaknúnu afleiningu tengitækisins).

  8. Aukið snúningshraða dráttartækisins. Kveikið á aukabúnaðinum með fjarstýringunni til að kveikja/slökkva eða þráðlausu fjarstýringunni fyrir þráðlausar gerðir.

  9. Akið áfram að svæðinu sem dreifa á yfir, aukið snúningshraða dráttartækisins í ákjósanlegt notkunarsvið.

  10. Þegar aukabúnaður vinnuvélarinnar er beint fyrir ofan byrjun dreifingarsvæðisins skal nota fjarstýringuna til að kveikja/slökkva eða stjórntækin á þráðlausum gerðum til að kveikja á færibandinu.

    Note: Fyrir þráðlausar gerðir skal nota aðgerðina ALL START (ræsa allt) í staðinn fyrir aðgerðirnar OPTION START (ræsa aukabúnað) og FLOOR START (ræsa færiband) sem eina ræsiaðgerð. Aukabúnaðurinn er ræstur á undan færibandinu.

  11. Akið í beinni línu og dreifið efninu á stöðugum hraða þar til dreifingin nær að jöðrum dreifingarsvæðisins.

  12. Slökkvið á færibandinu, snúið vinnuvélinni við og stillið hana af fyrir næstu umferð.

  13. Áður en tekin er önnur umferð skal athuga dreifingarmynstrið á jörðinni. Aðlagið stillingar vinnuvélarinnar ef þörf er á.

  14. Endurtakið skref 10 til 13 þar til búið er að dreifa yfir svæðið eða skammtarinn er tómur

  15. Slökkvið á færibandinu og aukabúnaðinum, lækkið snúningshraða dráttartækisins og aftengið vökvakerfið.

    Note: Slökkvið alltaf fyrst á færibandinu.

Öryggi þráðlausrar fjarstýringar

Gerð 44751

Þráðlausa fjarstýringin virkjar hluti sem snúast hratt og getur valdið hættu á því að klemmast. Gangið úr skugga um að ProPass sé í sjónlínu þegar þráðlausa fjarstýringin er í notkun eða hún stillt eða forrituð.

Til að tryggja að virkjun dreifibúnaðarins og færibandsins hafi verið með vilja gerð þarf að ýta tvisvar á ræsihnappinn: einu sinni til að velja og einu sinni til að virkja. Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir óviljandi ræsingu þegar handvirkar breytingar eru gerðar á vinnuvélinni

Ef ekki er ýtt á neina hnappa í 10 sekúndur við forritun eða undirbúning fyrir notkun á þráðlausu fjarstýringunni fer hún í biðstöðu og fer aftur í síðasta kerfi eða stillingu sem var vistuð.

Varúð

Glussi sem spýtist út undir þrýstingi getur komist í gegnum húð og valdið alvarlegum meiðslum.

Slökkvið á þráðlausu fjarstýringunni og vinnubílnum (til að tryggja að ekkert vökvaflæði sé til staðar) áður en breytingar eru gerðar á tönnunum eða færibandinu.

Notkun vökvastjórnbúnaðar og aukabúnaðar

Gerð 44751

Fjarstýrt kerfi

Fjarstýrða kerfið samanstendur af þráðlausri fjarstýringu, +12 til +14,4 VDC grunneiningu og rafleiðslukerfi.

Þráðlaus fjarstýring

g029772

Hnappar

HnappurHeitiAðgerð
GraphicKVEIKT/SLöKKTKveikir eða slekkur á þráðlausu fjarstýringunni.
GraphicRæSA ALLTVeitir stjórn á aðgerðum færibandsins og aukabúnaðar, þ.m.t. kveikja/slökkva og birta hraða.
GraphicRæSA FæRIBANDVeitir stjórn á aðgerðum færibands skammtarans, þ.m.t. kveikja/slökkva og birta hraða færibandsins.
GraphicSTöðVA FæRIBANDStöðvar færibandið.
GraphicDRAGA úR HRAðA FæRIBANDSDregur úr hraða færibands.
GraphicAUKA HRAðA FæRIBANDSEykur hraða færibands.
GraphicFORSTILLING 1Forstillt gildi sem hægt er að vista fyrir hraða færibands og aukabúnaðar.
GraphicFORSTILLING 2
GraphicFORSTILLING 3
GraphicVISTANotað með hnappinumFORSTILLING til að vista eða búa til forstillingarminni.
GraphicRæSA AUKABúNAðVeitir stjórn á aðgerðum aukabúnaðar að aftan, þ.m.t. kveikja/slökkva og birta hraða aukabúnaðar.
GraphicSTöðVA AUKABúNAðStöðvar aukabúnaðinn.
GraphicDRAGA úR HRAðA AUKABúNAðARDregur úr hraða aukabúnaðar.
GraphicAUKA HRAðA AUKABúNAðAREykur hraða aukabúnaðar.
GraphicSTöðVA ALLTStöðvar bæði færiband og aukabúnað.

Kveikt á þráðlausu fjarstýringunni

Ýtið á hnappinn KVEIKT/SLöKKT á fjarstýringunni og bíðið þar til hún finnur grunneininguna. Gangið úr skugga um að ekki sé ýtt á aðra hnappa á þráðlausu fjarstýringunni meðan á ræsingunni stendur.

LED-stöðuljósið fyrir fjarstýringuna útskýrt

Gerð 44751

LED-stöðuljósið fyrir fjarstýringuna blikkar hægt við 2Hz (tvisvar á sekúndu) þegar þráðlausa fjarstýringin sendir en ekki er ýtt á neina hnappa og hnapparnir fyrir færibandið og aukabúnað eru virkir. Þegar ýtt er á hnapp blikkar ljósið við 10 Hz.

Lykilaðgerðir

  • Þegar kveikt er á þráðlausu fjarstýringunni ætti FLR OFF og OPT OFF að standa á skjánum eftir u.þ.b. 5 sekúndur. Ef orðin waiting for base“ (bíður eftir grunneiningu) birtast á skjánum skal tryggja að grunneiningin sé tengd við rafmagn og að NEYðARSTöðVUNARHNAPPURINN á grunneiningunni hafi verið togaður út.

  • Virkt vinnuminni er alltaf til staðar. Virkt vinnuminni er ekki forstilling. Þegar kveikt er á þráðlausu fjarstýringunni notar hún vinnustillinguna sem síðast var vistuð í virka vinnuminninu.

  • Notkunarröð ræsihnappa þráðlausu fjarstýringarinnar:

    1. Ef ýtt er einu sinni á ræsihnappinn (RæSA ALLT, RæSA FæRIBAND eða RæSA AUKABúNAð) er stilling virks vinnuminnis sem vistuð er í þráðlausu fjarstýringunni kölluð fram.

    2. Ýtt er á sama ræsihnappinn aftur til að kveikja á íhlutnum ef vökvakerfið er virkt (tölur byrja að birtast á skjánum).

    3. Ýtt er á sama ræsihnappinn í þriðja skiptið til að vista nýju stillinguna í vinnuminni fjarstýringarinnar.

  • Eftir að ýtt er á ræsihnappinn einu sinni til að sjá stillingu virka vinnuminnisins utan vinnustillingar hefur viðkomandi u.þ.b. 10 sekúndur til að byrja að breyta stillingunni eða einingunni áður en fjarstýringin slekkur á sér. Í vinnustillingu gildir þessi 10-sekúndna regla ekki.

  • Til að forrita forstillingu þarf að virkja eða tengja allar einingarnar fyrst.

  • Í forstillingu sérðu hraðahlutfall eininganna á skjánum til að virkja eða tengja þær. Ef OFF (slökkt) birtist á skjánum þarf að afturkalla forstillinguna.

Handvirk hnekking

Ef þráðlausa fjarstýringin er týnd, skemmd eða bilar er enn hægt að nota vinnuvélina til að ljúka við verkefni eða halda dreifingarverki áfram.

Aðgangur að hnekkingu er ökumannsmegin á vökvakerfinu (Mynd 43).

g030467
  • Til að stilla hraða færibands (Mynd 44) skal snúa rofanum réttsælis. Notið hámarkshraða færibandsins í litakóðaða stjórnkerfinu þegar ekkert vökvaflæði er til staðar. Þessi stilling er gagnleg þegar skammtarinn er fullur af sandi.

    decal119-6815
  • Til að stilla hraða dreifibúnaðarins (Mynd 44) skal nota flatt skrúfjárn og snúa skrúfunni réttsælis til að auka hraða dreifibúnaðarins eða rangsælis til að minnka hraða hans.

Note: Ef verið er að stilla vinnuvélina með vökvakerfið virkt þarf að slökkva á færibandinu ef ekki á að dreifa sandi um leið.

Að stillingu lokinni skal nota vökvaflæðisstjórnunina á dráttartækinu til að kveikja og slökkva á kerfinu við notkun.

Notkun þráðlausu fjarstýringarinnar

Gerð 44751

LCD-skjár

LCD-skjárinn rúmar tvær línur, hvor með átta stöfum. Hann sýnir stöðu og aðgerðir þegar ýtt er á hnappana á þráðlausu fjarstýringunni. Skjárinn er með stillanlega baklýsingu og skerpu. Breytingarnar eru vistaðar í virku vinnuminni fjarstýringarinnar. Þegar slökkt er á tækinu vistar skjárinn síðustu virku stillingu fyrir skerpu og baklýsingu og hún er notuð þegar kveikt er aftur á tækinu.

Baklýsing stillt

Haldið hnöppunum STöðVA ALLT og DRAGA úR HRAðA FæRIBANDS inni samtímis þar til réttri baklýsingu er náð á skjánum.

Graphic + Graphic

Note: Stillingarnar eru þrjár: OFF (slökkt), LOW (lítil) og HIGH (mikil). Baklýsing notar mestu rafhlöðuorkuna af öllum aðgerðum þráðlausu fjarstýringarinnar. Ef baklýsing er aukin eykst orkunotkunin og ending rafhlaðanna styttist. Því minni sem baklýsingin er því lengur endast rafhlöðurnar.

Skerpa aukin

Haldið hnöppunum STöðVA ALLT og AUKA HRAðA AUKABúNAðAR inni samtímis þar til réttri skerpu er náð á skjánum.

Graphic + Graphic

Note: Stillingarnar eru þrjár: OFF (slökkt), LOW (lítil) og HIGH (mikil).

Skerpa minnkuð

Haldið hnöppunum STöðVA ALLT og DRAGA úR HRAðA AUKABúNAðAR inni samtímis þar til réttri skerpu er náð á skjánum.

Graphic + Graphic

Note: Stillingarnar eru þrjár: OFF (slökkt), LOW (lítil) og HIGH (mikil).

Rafhlöðuending, vinnslutíðni og auðkenni grunneiningar og fjarstýringar skoðuð

Haldið hnöppunum STöðVA ALLT og STöðVA AUKABúNAð inni samtímis til að birta margar gerðir upplýsinga.

Graphic + Graphic

Þegar hnöppunum er haldið inni er flett í gegnum upplýsingar á skjánum á u.þ.b. tveggja sekúndna fresti. Fyrst koma upplýsingar um rafhlöðuendingu í prósentum eða núverandi rafhlöðuspenna, næst upplýsingar um vinnslutíðnina (rás) sem tækið notar, síðan auðkennisnúmer þráðlausu fjarstýringarinnar og að lokum auðkenni grunneiningarinnar.

Umhirða þráðlausu fjarstýringarinnar

Þó svo að þráðlausa fjarstýringin sé sterkbyggð má ekki missa hana á harða fleti. Þurrkið af fjarstýringunni með mjúkum klút, vættum í vatni eða mildri hreinsilausn. Forðist að rispa LCD-skjáinn.

Skipt um rafhlöður í þráðlausu fjarstýringunni

Þráðlausa fjarstýringin er knúin með fjórum rafhlöðum (AA-alkaline, 1,5 V hver) og hún vinnur á 2,4–3,2 V. Rafhlöðuending er u.þ.b. 300 klukkustundir (samfelld notkun með slökkt á baklýsingu) en lengd rafhlöðuendingar fer eftir notkunarþáttum, þá sérstaklega styrk baklýsingar – því meiri sem baklýsingin er því meiri rafhlöðuorka er notuð, sem skilar sér í styttri rafhlöðuendingu.

Important: Hafið alltaf nýjar rafhlöður við höndina þegar þráðlausa fjarstýringin er notuð.

  1. Losið boltann í seglinum á segulfestingu fjarstýringarinnar (Mynd 45).

    g028874
  2. Rennið hliðum festingarinnar í sundur og fjarlægið fjarstýringuna (Mynd 45).

  3. Losið skrúfurnar sex aftan á fjarstýringunni og fjarlægið bakhliðina (Mynd 46).

    Note: Hafið gúmmíþéttið og stálþéttið í rásinni, ef hægt er, þegar bakhliðin og rafhlöðurnar eru fjarlægðar.

    g028875
  4. Fjarlægið tómu rafhlöðurnar og fargið þeim í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.

  5. Setjið rafhlöðurnar í tengistöðina og passið upp á rétta skautun. Á stöðinni eru merkingar fyrir skautun fyrir hvert tengi (Mynd 46).

    Note: Ef rafhlöðurnar eru settar rangt í mun þráðlausa fjarstýringin ekki virka.

  6. Ef gúmmíþéttið og stálþéttið eru óvart fjarlægð skal koma þeim varlega fyrir í rásinni á þráðlausu fjarstýringunni (Mynd 46).

  7. Setjið bakhliðina aftur á, festið hana með skrúfunum sex sem voru áður losaðar (Mynd 46) og herðið þær í 1,5 til 1,7 Nāˆ™m.

  8. Setjið þráðlausu fjarstýringuna í segulfestinguna, rennið helmingunum saman til að festa þráðlausu fjarstýringuna og herðið boltann í seglinum (Mynd 45).

Þráðlausa fjarstýringin tengd við grunneininguna

Verksmiðjan tengir fjarstýringuna í upphafi við grunneininguna til að koma á samskiptum þar á milli. Stundum kemur þó fyrir að tengja þurfi fjarstýringuna aftur við grunneininguna.

  1. Ýtið á neyðarstöðvunarhnappinn til að taka afl af grunneiningunni og tryggið að slökkt sé á þráðlausu fjarstýringunni.

  2. Standið nálægt grunneiningunni, í beinni sjónlínu.

  3. Ýtið samtímis á hnappana KVEIKJA/SLöKKVA og STöðVA ALLT og haldið þeim inni.

    Graphic + Graphic

    Þráðlausa fjarstýringin fer í gegnum ræsingarskjámyndirnar og stoppar á ASSOC PENDING.

  4. Haldið áfram báðum hnöppunum inni og sleppið þeim síðan þegar ASSOC ACTIVE birtist (u.þ.b. 4 sekúndur).

    Á skjánum stendur PRESS STORE.

  5. Haldið hnappinum VISTA inni.

    Graphic

    Á fjarstýringunni stendur POW UP BASE.

  6. Haldið hnappinum VISTA áfram inni og togið út NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN til að ræsa grunneininguna.

    Þráðlausa fjarstýringin tengist við grunneininguna. Ef tengingin tekst stendur ASSOC PASS á skjánum.

  7. Sleppið hnappinum VISTA.

Important: Ef ASSOC EXIT stendur á skjánum tókst tengingin ekki.

Note: Skoðið tengingu þráðlausu fjarstýringarinnar og grunneiningarinnar með því að halda hnöppunum STöðVA ALLTog STöðVA AUKABúNAð samtímis. Flett er í gegnum upplýsingarnar og á skjánum koma fram valin rás og auðkenni grunneiningarinnar.

Graphic + Graphic

Færibandi og aukabúnaði stýrt með þráðlausu fjarstýringunni

Gerð 44751

Notið eftirfarandi verkferli til að stilla og stjórna færibandinu og aukabúnaðinum (t.d. tvöfalda dreifibúnaðinum eða öðru tengitæki):

  • Stilling og notkun færibands

  • Stilling og notkun aukabúnaðar

  • Stilling og notkun bæði færibands og aukabúnaðar

Stilling og notkun færibands

Þegar ýtt er fyrst á hnappinn RæSA FæRIBANDGraphic (þegar færibandið er ekki í gangi) er vistaða stillingin og S sýnt fyrir aftan FLR á skjá fjarstýringarinnar (þ.e. FLRS), sem gefur til kynna að þráðlausa fjarstýringin er aðeins til stillingar. Í þessari stillingu er hægt að færa stillinguna upp eða niður, en áfram er slökkt á færibandinu. Þetta gerir notandanum kleift að velja hraða færibandsins eða nota vistuðu stillinguna án þess að það fari óvænt af stað. Þegar hraðinn hefur verið valinn skal ýta á hnappinnRæSA FæRIBAND til að virkja færibandið á valdri stillingu (ef vökvakerfi er tengt fer færibandið í gang). Ýtið í þriðja sinn á RæSA FæRIBAND til að vista núverandi gildi í minni.

Note: Breytingar sem gerðar eru á stillingum færibandsins á meðan færibandið er í gangi eru strax virkar, en þær eru tímabundnar nema nýja stillingin sé vistuð með því að ýta aftur á RæSA FæRIBAND eftir að stillingunni er breytt. Dæmi: Breyting er gerð á meðan skjárinn sýnir FLRS, ýtt er á Ræsa færiband“ til að ræsa færibandið á breyttu stillingunni og síðan er slökkt á þráðlausu fjarstýringunni án þess að ýta aftur á RæSA FæRIBAND til að vista breytinguna. Næst þegar fjarstýringin er notuð fer stillingin aftur á það gildi sem áður var vistað.

Note: 10 sekúndna teljari fer í gang þegar ýtt er á RæSA FæRIBAND og FLRS (aðeins til stillingar) er sýnt. Ef ekki er ýtt á neinn hnapp á þessum 10 sekúndum fer skjárinn á FLR og fyrri staða/gildi er sýnt og virkjað. Teljarinn er endurstilltur á 10 sekúndur ef ýtt er á einhvern hnapp á meðan þráðlausa fjarstýringin er aðeins til stillingar.

  1. Ýtið á hnappinn RæSA FæRIBAND.

    Graphic

    Forskoðunargildi og FLRS er sýnt.

  2. Breytið hraðastillingunni með því að nota hnappinn AUKA HRAðA FæRIBANDS eða hnappinn DRAGA úR HRAðA FæRIBANDS.

    Graphic eða Graphic
  3. Ýtið á hnappinn RæSA FæRIBAND til að ræsa færibandið.

    Graphic
  4. Ýtið á hnappinn RæSA FæRIBAND til að vista gildið fyrir færibandið.

    Graphic

    Á skjánum stendur FLOOR STORE. Valda gildið er notað þegar færibandið er ræst síðar þar til stillingunni er aftur breytt.

Stilling og notkun aukabúnaðar

Þegar ýtt er fyrst á hnappinn RæSA AUKABúNAðGraphic (þegar aukabúnaðurinn er ekki í gangi) er vistaða stillingin og S sýnt fyrir aftan OPT á skjá þráðlausu fjarstýringarinnar (þ.e. OPTS), sem gefur til kynna að fjarstýringin er aðeins til stillingar. Í þessari stillingu er hægt að færa stillinguna upp eða niður, en áfram er slökkt á aukabúnaðinum. Þetta gerir notandanum kleift að velja hraða aukabúnaðarins eða nota vistuðu stillinguna án þess að hann hreyfist óvænt. Þegar hraðinn hefur verið valinn skal ýta á hnappinn RæSA AUKABúNAð til að virkja aukabúnaðinn á valdri stillingu (ef vökvakerfi er tengt fer aukabúnaðurinn í gang). Ýtið í þriðja sinn á RæSA AUKABúNAð til að vista núverandi gildi í minni.

Note: Breytingar sem gerðar eru á stillingum aukabúnaðarins á meðan aukabúnaðurinn er í gangi eru strax virkar, en þær eru tímabundnar nema nýja stillingin sé vistuð með því að ýta aftur á RæSA AUKABúNAð eftir að stillingunni er breytt. Dæmi: Breyting er gerð á meðan skjárinn sýnir OPTS, ýtt er á RæSA AUKABúNAð til að ræsa aukabúnaðinn á breyttu stillingunni og síðan er slökkt á þráðlausu fjarstýringunni án þess að ýta aftur á RæSA AUKABúNAð til að vista breytinguna. Næst þegar fjarstýringin er notuð fer stillingin aftur á það gildi sem áður var vistað.

Note: 10 sekúndna teljari fer í gang þegar ýtt er á RæSA AUKABúNAð og FLRS (aðeins til stillingar) er sýnt. Ef ekki er ýtt á neinn hnapp á þessum 10 sekúndum fer skjárinn á FLR og fyrri staða/gildi er sýnt og virkjað. Teljarinn er endurstilltur á 10 sekúndur ef ýtt er á einhvern hnapp á meðan þráðlausa fjarstýringin er aðeins til stillingar.

  1. Ýtið á hnappinn RæSA AUKABúNAð.

    Graphic

    Forskoðunargildi og FLRS er sýnt.

  2. Breytið hraðastillingunni með því að nota hnappinn AUKA HRAðA AUKABúNAðAR eða hnappinn DRAGA úR HRAðA AUKABúNAðAR.

    Graphic eða Graphic
  3. Ýtið á hnappinn RæSA AUKABúNAð til að ræsa aukabúnaðinn.

    Graphic
  4. Ýtið á hnappinn RæSA AUKABúNAð til að vista gildi aukabúnaðarins.

    Graphic

    Á skjánum stendur OPTION STORE. Valda gildið er notað þegar aukabúnaðurinn er ræstur síðar þar til stillingunni er aftur breytt.

Stilling og notkun bæði færibands og aukabúnaðar

Þegar ýtt er fyrst á hnappinn RæSA ALLTGraphic (þegar aukabúnaðurinn er ekki í gangi) eru vistuðu stillingarnar fyrir færibandið og aukabúnaðinn og S sýnt fyrir aftan FLR og OPT á skjá fjarstýringarinnar (þ.e. FLRS og OPTS), sem gefur til kynna að þráðlausa fjarstýringin er aðeins til stillingar. Í þessari stillingu er hægt að færa stillinguna upp eða niður, en áfram er slökkt á færibandinu og aukabúnaðinum. Þetta gerir notandanum kleift að velja hraða eða nota vistuðu stillingarnar án þess að búnaðurinn hreyfist óvænt. Þegar hraði hefur verið stilltur skal ýta á hnappinn RæSA ALLT til að virkja færibandið og aukabúnaðinn á valdri stillingu (ef vökvakerfi er tengt fer færibandið og aukabúnaðurinn í gang). Ýtið í þriðja sinn á RæSA ALLT til að vista núverandi gildi í minni.

Note: Breytingar sem gerðar eru á stillingunum á meðan færibandið og aukabúnaðurinn er í gangi eru strax virkar, en þær eru tímabundnar nema nýja stillingin sé vistuð með því að ýta aftur á RæSA ALLT eftir að stillingunni er breytt. Dæmi: Breyting er gerð á meðan skjárinn sýnir FLRS og OPTS, ýtt er á RæSA ALLT til að ræsa færibandið og aukabúnaðinn á breyttu stillingunni og síðan er slökkt á þráðlausu fjarstýringunni án þess að ýta aftur á RæSA ALLT til að vista breytinguna. Næst þegar fjarstýringin er notuð fara stillingarnar aftur á þau gildi sem áður voru vistuð.

Note: 10 sekúndna teljari hefst þegar ýtt er á RæSA ALLT og skjárinn sýnir að nú er aðeins hægt að stilla. Ef ekki er ýtt á neinn hnapp á þessum 10 sekúndum fer skjárinn á FLR og OPT og fyrri staða/gildi er sýnt og notað. Teljarinn er endurstilltur á 10 sekúndur ef ýtt er á einhvern hnapp á meðan þráðlausa fjarstýringin er aðeins til stillingar.

  1. Ýtið á hnappinn RæSA ALLT.

    Graphic

    Forskoðunargildin og FLRS og OPTS er sýnt.

  2. Breytið hraðastillingunum á eftirfarandi hátt:

    • Breytið hraðastillingu færibandsins með því að nota hnappinn AUKA HRAðA FæRIBANDS eða hnappinn DRAGA úR HRAðA FæRIBANDS.

      Graphic eða Graphic
    • Breytið hraðastillingu aukabúnaðarins með því að nota hnappinn AUKA HRAðA AUKABúNAðAR eða hnappinn DRAGA úR HRAðA AUKABúNAðAR.

      Graphic eða Graphic
  3. Ýtið á hnappinn RæSA ALLT til að ræsa færibandið og aukabúnaðinn.

    Graphic
  4. Ýtið á hnappinn RæSA ALLT til að vista gildin.

    Graphic

    Á skjánum stendur ALL STORE. Valda gildið er notað þegar aukabúnaðurinn er ræstur síðar þar til stillingunni er aftur breytt.

    Note: Ræsa verður bæði færibandið og aukabúnaðinn til að vista stillingarnar með því að nota hnappinn RæSA ALLT. Ef hvorki færibandið né aukabúnaðurinn eða aðeins annað þeirra er í gangi, verða annaðhvort bæði ræst eða það sem ekki var í gangi þegar ýtt er á hnappinn RæSA ALLT. Ekkert er vistað og þær stillingar fyrir færibandið og aukabúnaðinn sem áður voru vistaðar verða sýndar.Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að vistuðu skipanirnar fyrir færibandið og aukabúnaðinn eru notaðar tvisvar, einu sinni ef gefin er stök skipun með hnappinum RæSA FæRIBAND eða RæSA AUKABúNAð og einu sinni við sameinaða aðgerð með hnappinum RæSA ALLT, í báðum tilvikum er fjöldinn sá sami.

Forstillingar þráðlausu fjarstýringarinnar

Gerð 44751

Forstillingarhnappar 1, 2 og 3 stilltir

Þráðlausa fjarstýringin er með þrjá FORSTILLINGARHNAPPA sem hægt er að forrita með hraðastillingum fyrir færibandið og aukabúnaðinn. Hver FORSTILLINGARHNAPPUR virkar eins og forskoðunarstilling fyrir hnappinn RæSA ALLT, nema þeir nota önnur hraðagildi sem notandi skilgreinir.

Ef færibandið og/eða aukabúnaðurinn er í gangi á sama tíma og þú ýtir á FORSTILLINGARHNAPP er forskoðunargildi fyrir bæði færibandið og aukabúnaðinn sýnt. Ef síðan er ýtt á hnappinn RæSA ALLT er núverandi vinnslugildum skipt út fyrir forstilltu gildin. Ef ekki er ýtt á hnappinn RæSA ALLT innan 10 sekúndna fer kerfið aftur á gildin sem áður voru vistuð.

Notið eftirfarandi verkferli til að stilla gildi FORSTILLINGARHNAPPS:

  1. Ræsið bæði færibandið og aukabúnaðinn, hvort fyrir sig eða með því að nota hnappinn RæSA ALLT.

    Graphic
  2. Veljið hraða fyrir bæði færibandið og aukabúnaðinn með því að nota viðeigandi hnappa til að AUKA og DRAGA úR hraða fyrir hvert úttak.

  3. Haldið hnappinum VISTA inni og ýtið síðan á viðkomandi FORSTILLINGARHNAPP (1, 2 eða 3).

    Graphic síðan Graphic, Graphic eða Graphic

    Á skjánum stendur PRESET SAVED.

Note: Ef hnappinum VISTA er haldið inni og ýtt er á FORSTILLINGARHNAPP þegar slökkt er annaðhvort á færibandinu eða aukabúnaðinum verða engin ný gildi vistuð fyrir færibandið eða aukabúnaðinn. Forstillingarhnappurinn heldur gildinu sem áður var vistað.

Forstilling notuð

  1. Ýtið á viðkomandi FORSTILLINGARHNAPP (1, 2 eða 3) til að birta stillingar fyrir færibandið og aukabúnaðinn.

  2. Ýtið á hnappinn RæSA ALLT til að setja færibandið af stað sem og aukabúnaðinn (ef kveikt er á vökvakerfinu).

  3. Notið hnappana RæSA og STöðVA til að stjórna færibandinu og aukabúnaðinum.

Skammtarinn hlaðinn

Important: Flytjið ekki farþega í skammtaranum.

Important: Ekki aka með meiri þyngd en hleðslumörk vinnuvélarinnar eða dráttartækisins segja til um. Frekari upplýsingar eru í Tæknilýsing.

Important: Stöðugleiki farms getur verið breytilegur – til dæmis hefur hár farmur hærri þungamiðju. Lækkið hámarkshleðslumörkin til að tryggja betri stöðugleika, ef þörf er á.

  1. Tengið vinnuvélina við dráttartækið.

  2. Setjið efni í skammtarann.

    Important: Setjið ekki stóra eða þunga hluti í skammtarann. Efni sem er stærra en opið við afturhlerann getur skemmt færibandið og afturhlerann. Tryggið einnig að áferð farmsins sé samfelld. Vinnuvélin getur óvænt skotið út litlum steinum í sandinum.

    Gerið eftirfarandi til að forðast að vinnuvélin velti (sjá öryggismerkingar í þessari handbók):

    • Fylgist vel með hæð og þyngd farmsins. Hærri og þyngri farmur getur aukið hættu á að vinnuvélin velti.

    • Dreifið farminum jafnt, fram og aftur og til hliðanna.

    • Gætið ykkar í beygjum og forðist hættulega stefnubreytingu.

Skammtarinn tæmdur

Viðvörun

Vinnuvélin getur valdið aflimun.

Haldið höndum og fótum fjarri skammtarahlífinni á hlíf dreifibúnaðarins og dreifibúnaðinum þegar vinnuvélin er í gangi eða þegar vökvaknúna afleiningin, í dráttartækinu, er í gangi.

Ekki standa fyrir aftan vinnuvélina við losun eða dreifingu. Tvöfaldi dreifibúnaðurinn skýtur út ögnum og ryki á miklum hraða.

Ekki losa farm af vinnuvélinni í halla.

Viðvörun

Ef farmur er losaður af vinnuvélinni þegar hún er ekki tengd við dráttartæki getur farmurinn færst til og vinnuvélin oltið.

Tryggið að vinnuvélin sé tengd við dráttartækið fyrir losun.

Akstur

Vinnuvélin er aðeins hönnuð til notkunar utan vega. Ráðlagður hámarkshraði án farms er 24 km/klst.

Viðhaldið öruggri stjórn á vinnuvélinni. Forðist krappar beygjur, skyndilegar stefnubreytingar og annan glæfraakstur.

Hægið ferðina áður en beygt er, sérstaklega á blautu, sendnu og hálu yfirborði. Fríbil í beygjum er takmarkað ef aukabúnaður er uppsettur á vinnuvélinni.

Varúð

Ef vinnuvélin er notuð á óöruggan hátt getur það valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

Hafið gætur á umhverfinu þegar vinnuvélinni er beygt eða ekið aftur á bak. Gangið úr skugga um að svæðið sé autt og haldið öllum nærstöddum í öruggri fjarlægð. Akið varlega.

Slökkvið á aukabúnaðinum þegar vinnuvélin nálgast fólk, ökutæki, heimkeyrslur eða gangbrautir.

Note: Þungur farmur og blautt eða gróft yfirborð geta lengt tímann sem það tekur að stöðva og skert getu til að beygja snöggt og á öruggan hátt.

Eftir notkun

Öryggi eftir notkun

  • Leggið vinnuvélinni á stöðugu og sléttu undirlagi. Forðist mjúkt undirlag vegna þess að upphækkanlegi fóturinn gæti sokkið og valdið því að vinnuvélin velti.

  • Ekki aftengja vinnuvélina frá dráttartækinu í halla, eða án þess að læsa upphækkanlegu fótunum að framan og aftan.

  • Tryggið að aftari upphækkanlegi fóturinn og skammtarinn séu niðri. Setjið undirstöðu (t.d. viðarbút) undir afturfótinn þegar bilið að undirlagi er meira en 5 cm.

  • Þegar vinnuvélin er aftengd skal alltaf skorða hjólin til að koma í veg fyrir að hún renni af stað.

  • Haldið öllum hlutum vinnuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

  • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar og setjið nýjar í stað merkinga sem vantar.

Vinnuvélin aftengd frá dráttartæki

  1. Leggið dráttartækinu og vinnuvélinni á þurru og sléttu undirlagi.

  2. Setjið stöðuhemilinn á dráttartækinu á, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

  3. Setjið skorður við tvö hjól vinnuvélarinnar (að framan og aftan).

  4. Losið þrýstinginn á vökvakerfinu.

  5. Aftengið vökvaslöngurnar, vefjið þeim upp og geymið þær framan á vinnuvélinni.

  6. Aftengið rafmagnssnúruna frá dráttartækinu.

  7. Lækkið upphækkanlegu fæturna á eftirfarandi hátt:

    • Á dráttarvagni skal snúa fætinum í 90 gráður (réttsælis) niður til að halda vinnuvélinni uppi

    • Á beintengdum Truckster-vagni skal færa fæturna yfir á framhluta vinnuvélarinnar og snúa þeim í 90 gráður þar til neðri hluti beggja fóta vísar að jörðu.

  8. Lyftið vinnuvélinni með upphækkanlegu fótunum þar til þyngdin er losuð af dráttarbita dráttartækisins.

  9. Togið krókpinnann út.

  10. Gangið úr skugga um að engin tenging sé á milli vinnuvélarinnar og dráttartækisins.

Vinnuvélinni lagt

Leggið vinnuvélinni alltaf á jafnsléttu. Setjið skorður við tvö hjól vinnuvélarinnar (að framan og aftan ef hægt er að aka henni).

Viðvörun

Ef vinnuvélin er aftengd frá dráttartækinu í halla gæti það valdið því að vinnuvélin renni óvænt af stað.

Ekki aftengja vinnuvélina frá dráttartækinu í halla. Gangið úr skugga um að fremri upphækkanlegi fóturinn sé í stuðningsstöðu. 

Til að snúa upphækkanlega fætinum úr lóðréttri stöðu (stuðningur) í lárétta stöðu (akstur) skal toga út stoðpinnann á upphækkanlega fætinum og snúa honum. Gangið úr skugga um að upphækkanlegi fóturinn sé fastur við vinnuvélina og í réttri stöðu við notkun. Á Toro-dráttarvögnum er upphækkanlegi fóturinn á dráttarbeislinu (Mynd 47). Tveir upphækkanlegir fætur eru á beintengdum Truckster-vagni (Mynd 48). Notið geymslufestingarnar fyrir fæturna aftan á vagninum við notkun.

g013337
g013338

Notkun geymslustandsins

  1. Leggið vinnubílnum á geymslustað vinnuvélarinnar.

    Note: Geymslustaðurinn verður að vera hart og jafnt yfirborð.

  2. Aftengið raftenginguna frá vinnubílnum.

  3. Aftengið vökvaleiðslur vinnuvélarinnar frá vinnubílnum.

  4. Setjið vinnubílinn í hlutlausan gír, setjið stöðuhemilinn á og gangsetjið vélina.

  5. Notið lyftitjakk bílsins til að lyfta framhluta vinnuvélarinnar nógu hátt til að hægt sé að koma geymslustöndunum að framan fyrir.

  6. Drepið á vélinni.

    Viðvörun

    Hætta er á alvarlegum meiðslum eða dauða ef unnið er við vinnuvélina á geymslustandinum.

    Ekki fara undir vinnuvélina eða sinna viðhaldi á henni þegar hún er á geymslustandinum.

  7. Stingið geymslufótunum að framan og upphækkanlegu fótunum að aftan í hólkana á vinnuvélinni og festið þá með láspinnunum (Mynd 49).

    g013777
  8. Notið lyftitjakk ökutækisins til að lækka framhluta vinnuvélarinnar þar til geymslustandarnir að framan snerta jörðina.

  9. Lyftið upphækkanlegu geymslufótunum að aftan þar til enginn þrýstingur er á festipinnunum sem festa krosshólk vinnuvélarinnar við undirvagn Workman-bílsins.

  10. Fjarlægið splittin, krókpinnana og skinnurnar að aftan (Mynd 50).

    g013228
  11. Haldið lyftitjakknum með annarri hendi. Fjarlægið láspinna lyftitjakksins með hinni hendinni (Mynd 51).

    g013778
  12. Geymið tjakkana í geymslufestingunum. Læsið lásstöng vökvaknúna tjakksins á bílnum til að koma í veg fyrir að hann opnist óvart.

  13. Lyftið upphækkanlegu fótunum að aftan þar til hægt er að aka bílnum frá vinnuvélinni.

  14. Gangið í kringum vinnuvélina. Gangið úr skugga um að hún liggi ekki á grind vinnubílsins og að allir fjórir geymslufæturnir séu öruggir.

  15. Setjið vinnubílinn í hlutlausan gír, setjið stöðuhemilinn á og gangsetjið vélina.

  16. Losið stöðuhemilinn og akið vinnubílnum varlega áfram í burtu frá vinnuvélinni á geymslustandinum.

Vinnuvélin flutt

Important: Áður en vinnuvélinni er ekið á eða af eftirvagninum skal fjarlægja tvöfalda dreifibúnaðinn til að koma í veg fyrir að hann skemmist.

  • Sýnið aðgát þegar vinnuvélin er sett á eða tekin af eftirvagni eða palli.

  • Notið skábrautir í fullri breidd við að aka vinnuvélinni á eftirvagn eða pall.

Frekari upplýsingar um festistaði vinnuvélarinnar er að finna í notendahandbókinni fyrir dráttarvagninn og dráttartækið.

Note: Ef það er ekki hægt skal binda vélarhlífina fasta við grindina með stroffu eða taka hana af og flytja og festa aðskilið; að öðrum kosti er hætta á að vélarhlífin fjúki af við flutninga.

  1. Fjarlægið tvöfalda dreifibúnaðinn ef hann er uppsettur.

  2. Akið dráttartækinu upp skábrautina.

  3. Drepið á vélinni, fjarlægið lykilinn og setjið stöðuhemilinn á.

  4. Bindið vinnuvélina niður nálægt hjólunum með stroffum, keðjum eða vírum.

    Note: Í staðbundnum reglugerðum er að finna kröfur um festingar.

  5. Festið skorður við hjól vinnuvélarinnar við pallinn eða gólf eftirvagnsins.

Viðhald

Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi vinnuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum rafkerfis eða vökvakerfis.

Viðvörun

Hætta er á meiðslum á fólki eða dauða ef unnið er við vinnuvélina áður en allir aflgjafar hafa verið aftengdir.

Aftengið alla aflgjafa vinnuvélarinnar áður en viðhaldi er sinnt.

Öryggi við viðhaldsvinnu

  • Stöðvið vinnuvélina, svissið af, setjið stöðuhemilinn á, fjarlægið lykilinn og bíðið þar til allir hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en breytingar eru gerðar eða viðhaldi sinnt á vinnuvélinni.

  • Framkvæmið aðeins viðhald samkvæmt leiðbeiningum í þessari handbók. Ef þörf er á miklum viðgerðum eða notandi vill leita aðstoðar skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

  • Tryggið að vinnuvélin sé í öruggu ástandi með því að herða allar rær, bolta og skrúfur.

  • Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

  • Ekki athuga eða breyta keðjustrekkingunni þegar vél dráttartækisins er í gangi.

  • Losið varlega uppsafnaðan þrýsting í íhlutum.

  • Styðjið við vinnuvélina með búkkum eða geymslustandi þegar unnið er undir henni. Aldrei treysta á vökvakerfi dráttartækisins til að halda vinnuvélinni uppi.

  • Athugið festibolta tindanna daglega til að ganga úr skugga um að þeir séu hertir með tilskildu átaki.

  • Eftir viðhald eða breytingar á vinnuvélinni skal ganga úr skugga um að vélarhlífin sé lokuð og fest og að allar hlífar séu á sínum stað.

Smurning

Vinnuvélin smurð

Grunngerð
Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Eftir fyrstu 25 klukkustundirnar
  • Smyrja vinnuvélina.
  • Á 40 klukkustunda fresti
  • Smyrja vinnuvélina.Smyrjið vinnuvélina daglega þegar unnið er við mjög rykugar og skítugar aðstæður.
    • Notið alhliða smurfeiti fyrir ökutæki.

    • Smyrjið allar legur, fóðringar og keðjur.

    Nokkrir smurkoppar eru á vinnuvélinni (Mynd 52 og Mynd 53).

    1. Hreinsið smurkoppana.

    2. Dælið smurfeitinni inn í legurnar og fóðringarnar.

    3. Þurrkið umframfeiti af.

      g013352
      g013353

    Dráttarvagninn smurður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 25 klukkustundirnar
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Notið alhliða smurfeiti fyrir ökutæki.

    1. Hreinsið smurkoppana (Mynd 54).

    2. Dælið smurfeitinni inn í legurnar og fóðringarnar.

    3. Þurrkið umframfeiti af.

    g013354

    Hjólalegur smurðar

    Valfrjáls dráttarvagn
    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 300 klukkustunda fresti
  • Smyrja hjólalegur.
  • Hreinsið hjólalegurnar.

    Skoðun á hjólbörðum og hjólum

    Valfrjáls dráttarvagn
    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoða hjólbarða og hjól.
    • Athugið loftþrýsting í hjólbörðum dráttartækisins daglega. Frekari upplýsingar eru í notendahandbókinni fyrir dráttartækið.

    • Stillið loftþrýstinginn í hjólbörðum valfrjálsa dráttarvagnsins á 69 kPa (10 psi), eða eins og framleiðandi hjólbarðans ráðleggur.

    • Leitið að miklum skemmdum eða sliti á hjólbörðunum.

    • Tryggið að felgurærnar séu vel hertar og að enga vanti.

    Öryggi tengt vökvakerfi

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    Forskrift fyrir glussa

    Vinnuvélin kemur frá verksmiðjunni fyllt með fyrsta flokks glussa. Athugið stöðu glussans áður en vinnuvélin er ræst í fyrsta skipti og daglega eftir það. Ráðlagður glussi fyrir glussaskipti er eftirfarandi:

     Toro Premium Transmission/Hydraulic Tractor Fluid (fæst í 19 lítra fötum eða 208 lítra tunnum. Hlutanúmer má finna í varahlutaskrá eða hjá dreifingaraðila Toro.)

    Aðrar gerðir glussa: Ef tilgreindur glussi er ekki í boði er hægt að nota aðrar gerðir alhliða UTHF-glussa en þeir mega þó eingöngu vera hefðbundnir jarðolíuglussar, ekki tilbúnir eða lífbrjótanlegir. Forskriftirnar verða að falla innan uppgefins sviðs fyrir alla efniseiginleika og glussinn þarf að uppfylla uppgefna iðnaðarstaðla. Leitið upplýsinga hjá söluaðila glussa um hvort glussinn uppfylli þessar forskriftir.

    Note: Toro tekur ekki ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa og því skal eingöngu nota vörur frá áreiðanlegum framleiðendum sem geta ábyrgst vörur sínar.

    Efniseiginleikar:
    Seigja, ASTM D445cSt @ 40°C 55 til 62
    Seigjustuðull, ASTM D2270140 til 152
    Rennslismark, ASTM D97-37°C til -43°C
    Forskriftir iðnaðarstaðla:: API GL-4, AGCO Powerfluid 821 XL, Ford New Holland FNHA-2-C-201.00, Kubota UDT, John Deere J20C, Vickers 35VQ25 og Volvo WB-101/BM
     

    Note: Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Vökvakerfið skoðað

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoða vökvakerfið.
    • Leitið eftir leka í vökvakerfinu. Ef leki finnst skal herða tengið eða skipta út eða gera við skemmda hlutinn.

    • Leitið eftir sliti eða sýnilegum skemmdum á vökvaslöngum.

    • Kannið stöðu glussans í geyminum fyrir vinnuvélar með valfrjálsu vökvaknúnu afleininguna. Fyllið á geyminn, ef þörf er á.

    • Athugið stöðu glussans í dráttartækinu fyrir vinnuvélar sem nota vökvaafl frá dráttartækinu. Frekari upplýsingar eru í notendahandbókinni fyrir dráttartækið.

    Viðhaldi sinnt á botni og skammtara

    Afturhlerinn skoðaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoða afturhlerann.
  • Athugið hvort stillanlegur hluti afturhlerans opnist og lokist án þess að festast.

    Geymsla og skoðun á upphækkanlegu fótunum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Geyma og skoða upphækkanlegu fæturna.
    • Geymið upphækkanlega fætur í uppréttri stöðu fyrir akstur. Á beintengda Truckster-vagninum skal geyma upphækkanlegu fæturna aftan á vinnuvélinni.

    • Athugið hvort krókpinninn og upphækkanlegi fóturinn séu skemmdir og að öryggispinninn sé á sínum stað. (Skiptið um öryggispinna ef þá vantar eða þeir eru skemmdir).

    • Athugið hvort króktengingarnar séu vel hertar.

    Skoðun á öðrum íhlutum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoða aðra íhluti.
    • Leitið eftir sliti á tönnum disksins í tvöfalda dreifibúnaðinum. Skiptið þeim út þegar slit er orðið mikið.

    • Leitið eftir sprungumyndun eða tæringu í húsi tvöfalda dreifibúnaðarins. Skiptið um slitplötur eftir þörfum.

    • Athugið hvort öryggismerkingar séu óskemmdar og læsilegar. Ef ekki skal skipta þeim út.

    Viðhaldi sinnt á færibandinu

    Þétti færibandsins og þétti afturhlerans skoðað

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoða þétti færibandsins og þétti afturhlerans.
    • Leitið eftir sliti eða skemmdum á öllum gúmmíþéttum. Skiptið um þétti eða gerið við þau ef þau fara að leka.

    • Athugið og stillið sköfuna fyrir hreinsun færibandsins. Gangið úr skugga um að skafan snerti færibandið yfir alla breiddina.

    Skoðun á færibandinu og keflunum

    • Gangið úr skugga um að færibandið færist beint yfir keflin og renni ekki til – lagfærið það ef þörf krefur; sjá Stefna færibandsins stillt.

    • Leitið eftir sliti eða sýnilegum skemmdum á legum keflanna að framan og aftan á tveggja mánaða fresti.

    • Athugið ástand og strekkingu drifkeðjunnar og keðjuhjólanna.

      Important: Leitið að föstu efni milli botns færibandsins, færibandsins og keflanna. Frekari upplýsingar eru í Vinnuvélin þrifin.

    Strekking færibands stillt

    Strekkið aðeins færibandið ef það rennur af, ef því hefur verið skipt út eða ef það hefur verið losað til að skipta um aðra íhluti.

    1. Setjið stýriborða færibandsins í brautir keflanna að framan og aftan.

    2. Herðið stillirærnar tvær á færibandinu jafnt þar til færibandið liggur þétt að.

      Note: Fjarlægið hlífina á millikeflinu að framan og hlífina á rennunni að aftan.

    3. Fullhlaðið vinnuvélina með þyngsta efninu sem áætlað er að nota.

    4. Haldið enda strekkistangarinnar kyrrum með lyklunum tveimur og losið síðan stoppróna, sem er róin sem er næst enda stangarinnar (Mynd 55).

      g013351
    5. Kveikið á færibandinu og athugið hvort beltið renni af.

    6. Ef svo er skal stöðva færibandið og herða báðar stillirærnar um hálfan snúning. Ekki ofherða það.

    7. Endurtakið skref 5 og 6 þar til færibandið hættir að renna af.

    8. Herðið stopprærnar og setjið upp gulu öryggishlífarnar

    Stefna færibandsins stillt

    Færibandakerfið stjórnar stefnu sinni sjálft. Bæði fremri og aftari keflin eru með gróp í miðjunni fyrir stýriborða færibandsins. Stundum færist færibandið upp úr grópunum. Gerið eftirfarandi til að stilla stefnu færibandsins:

    1. Ákvarðið til hvorrar hliðar beltið leitar.

    2. Takið öryggishlífarnar af báðum framhornunum.

    3. Haldið enda strekkistangarinnar kyrrum, þeim megin sem færibandið leitar til, losið stoppróna og herðið síðan stilliróna um tvær hliðar á rónni (Mynd 55).

    4. Herðið báðar stopprærnar og kveikið á færibandinu.

    5. Fylgist með stefnunni. Endurtekið ofangreind skref þar til færibandið fer aftur í rétta stöðu.

      Important: Sýnið þolinmæði! Ekki ofherða færibandið.

    6. Setjið báðar öryggishlífarnar upp.

    Vinnuvélin þrifin

    Salt, tjara, trjákvoða, áburður eða íðefni geta skemmt lakkið á vinnuvélinni. Þvoið þessi óhreinindi af eins fljótt og hægt er með hreinsiefni og vatni. Hugsanlega þarf að nota önnur hreinsiefni eða leysa, en gangið úr skugga um að þessi efni megi nota á lakkaða fleti.

    Viðvörun

    Eldfimir vökvar og hreinsiefni sem gefa frá sér eitraðar gufur eru hættuleg heilsu manna.

    Ekki nota eldfima vökva eða hreinsiefni sem gefa frá sér eitraðar gufur. Fylgið tilmælum framleiðanda.

    Important: Ekki nota háþrýstidælu. Hún getur fjarlægt lakk, öryggismerkingar og smurfeiti og einnig skemmt íhluti.

    1. Fjarlægið aukabúnaðinn fyrir þrif og þvoið hann sér.

    2. Fjarlægið þráðlausu fjarstýringuna.

    3. Þvoið yfirbyggingu vinnuvélarinnar með volgu vatni og mildu hreinsiefni

    4. Skolið leifar af hreinsiefnum af með hreinu vatni áður en þær þorna.

    5. Fjarlægið sköfusamstæðuna fyrir hreinsun færibandsins aftan á vinnuvélinni (Mynd 56).

      g013355
    6. Lyftið framhluta vinnuvélarinnar eins hátt og þörf er á.

    7. Ef vinnuvélin er á bíl skal nota lyftitjakk dráttartækisins. (Sjá eigendahandbók dráttartækisins.)

    8. Ef vinnuvélin er á dráttarvagni eða beintengdum Truckster-vagni skal nota upphækkanlega fótinn á vagninum.

    9. Opnið afturhlerann alveg og sprautið vatni inn í skammtarann og á svæðið í kringum afturhlerann. Skoðið hliðarþéttin og skiptið þeim út ef þörf er á.

    10. Finnið hreinsunarmerkinguna framan á vinnuvélinni (Mynd 57) og sprautið með garðslöngu í gegnum möskvann á framhlífinni þar til ekkert efni er eftir á undirvagninum (Mynd 58).

      Note: Þegar hlífarnar eru fjarlægðar fyrir smurningu skal nýta tækifærið til að þvo burt allt efni sem hefur orðið eftir.

      g013714
      g237531
    11. Skoðið skammtarann, botnhlífina, færibandið, botninn og keflin til að ganga úr skugga um að allt efni hafi verið hreinsað burt.

    12. Látið vinnuvélina síga aftur í venjulega vinnustöðu

    13. Setjið upp sköfusamstæðuna fyrir hreinsun færibands. Ýtið festistönginni fyrir sköfuna á færibandið. Gangið úr skugga um að skafan sé eins lóðrétt og hægt er, en snerti þó færibandið.

    Geymsla

    Gerið eftirfarandi áður en vinnuvélin er sett í geymslu:

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en stigið er af vinnuvélinni.

    2. Þrífið vinnuvélina vandlega. Fjarlægið íhluti ef þörf er á.

    3. Fjarlægið þráðlausu fjarstýringuna.

    4. Gangið úr skugga um að ýtt sé á neyðarstöðvunarhnappinn.

    5. Skoðið allar festingar og herðið, ef þörf er á.

    6. Smyrjið alla smurkoppa og snúningspunkta. Þurrkið burtu umframsmurefni.

    7. Pússið með fínum sandpappír og blettið í lakkaða fleti sem hafa rispast, tærst eða flísast hefur úr.

    8. Geymið vinnuvélina innandyra, ef það er hægt.

    Bilanaleit

    Bilunarkóðar athugaðir

    Gerð 44751

    Ef LED-ljósið fyrir bilanagreiningu gefur til kynna kerfisbilun skal skoða bilunarkóðana til að ákvarða hvað sé bilað í vinnuvélinni; sjá Virkni LED-ljóss fyrir bilanagreiningu.

    Tafla yfir bilunarkóða

    KóðiBlikkmynstur LED-ljóssHegðunNánari upplýsingar
    Bilanir í vinnuvél
    11Eitt blikk, hlé, eitt blikk, langt hlé og þetta síðan endurtekiðSamskipti við grunneiningu rofnuðu.Tengillinn er ekki í sambandi, finnið og stingið lausa eða aftengda tengli rafleiðslukerfisins í samband.
    Eitthvað er að rafleiðslukerfinu; hafið samband við dreifingaraðila Toro.
    Grunneiningin er biluð; hafið samband við dreifingaraðila Toro.
    12Eitt blikk, hlé, tvö blikk, langt hlé og þetta síðan endurtekiðÚtgáfa grunneiningar og/eða þráðlausu fjarstýringarinnar passa ekki samanRangur hugbúanaður er uppsettur (setjið upp rétta hugbúnaðinn úr greiningareiginleika Toro). Hafið samband við dreifingaraðila Toro.
    13Eitt blikk, hlé, þrjú blikk, langt hlé og þetta síðan endurtekiðRöng þráðlaus fjarstýring – ekki innleidd í RevARöng vara tengd við þráðlausu fjarstýringuna (þ.e. reynt er að stjórna ProPass-einingu með þráðlausri fjarstýringu fyrir MH-400)

    Greiningarstilling opnuð og kóðarnir skoðaðir

    1. Ýtið NEYðARSTöðVUNARHNAPPINUM niður til að taka rafmagnið af.

    2. Togið tappann af hliðtengdu greiningartenglunum tveimur (Mynd 59, A).

    3. Tengið hliðtengdu greiningartenglana saman (Mynd 59, B).

      g238424
    4. Togið NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN upp til að hleypa rafmagni á.

    5. Teljið fjölda blikka til að finna rétta bilunarkóðann. Notið síðan töfluna yfir bilunarkóða til að finna rót vandans.

      Note: Ef margar villur koma upp blikkar ljósið fyrir báðar villurnar, síðan kemur langt hlé og blikkröðin er endurtekin.

    Bilunarkóði endurstilltur

    Þegar vandamálið hefur verið leyst skal endurstilla bilunarkóðana með því að aftengja greiningartenglana og tengja þá aftur. Ljósið fyrir bilanagreiningu blikkar samfellt í 1 Hz (1 blikk á sekúndu).

    Greiningarstillingu lokað

    1. Ýtið NEYðARSTöðVUNARHNAPPINUM niður til að taka rafmagnið af; sjá Neyðarstöðvunarhnappur.

    2. Aftengið hliðtengdu greiningartenglana (Mynd 59, B).

    3. Ýtið tappanum á hliðtengdu greiningartenglana tvo (Mynd 59, A).

    4. Togið NEYðARSTöðVUNARHNAPPINN upp til að hleypa rafmagni á.

    Skilaboð þráðlausu fjarstýringarinnar

    Gerð 44751

    Skilaboðatafla

    Birt skilaboðLýsing
    ASSOC PENDINGTengingu hefur ekki verið náð.
    ASSOC ACTIVEVerið er að reyna að tengja.
    POWER UP BASERæsa grunneiningu.
    ASSOC PASSTenging tókst.
    ASSOC EXITTengingarstillingu lokað.
    ASSOC FAILTenging mistókst.
    PRESS STOREÝtið á hnappinn VISTA.
    ALL STOREÖll núverandi gildi eru vistuð í virka vinnuminninu.
    OPTION STORENúverandi stilling fyrir aukabúnað er vistuð í virka vinnuminninu.
    BELT STORENúverandi stilling fyrir færiband er vistuð í virka vinnuminninu.
    PRESET 1 STORENúverandi stilling fyrir forstillingu 1 er vistuð í virka vinnuminninu.
    PRESET 2 STORENúverandi stilling fyrir forstillingu 2 er vistuð í virka vinnuminninu.
    PRESET 3 STORENúverandi stilling fyrir forstillingu 3 er vistuð í virka vinnuminninu.
    WAITING FOR BASEÞráðlausa fjarstýringin býður eftir svari frá grunneiningunni.
    HOPPER UPÞráðlausa fjarstýringin sendir skipun um að lyfta skammtaranum.
    HOPPER DOWNÞráðlausa fjarstýringin sendir skipun um að láta skammtarann síga.
    PROPASS REV XXVaran sem kerfið á að stjórna.
    MH400 REV XXVaran sem kerfið á að stjórna.
    BAT XX%Battery X.X VEndingartími rafhlöðu í prósentum.Endingartími rafhlöðu í voltum.
    CHANNEL XRásin sem kerfið notar.
    HH ID XXXXXXAuðkenni þráðlausu fjarstýringarinnar.
    BASE ID XXXXXXAuðkenni grunneiningarinnar
    FLR XX% OPT XX%Hraði færibands í prósentum.Hraði aukabúnaðar í prósentum.
    FLRS XX% OPTS XX%Sýnir vistaðan venjulegan hraða færibands og aukabúnaðar með 0% skipun úttaks, gerir stjórnandanum kleift að ákveða að nota núverandi stillingu eða breyta henni.
    FLR OFFOPT OFFSýnir stöðu færibands og aukabúnaðar þegar slökkt er á þeim.
    SERVICE ACTIVEÞjónustuverkfærið er virkt.
    SERVICE NO APPÞjónustan hefur ekkert gilt forrit til að keyra.