Inngangur

Þessi vinnuvél er gerð til að tæta og fjarlægja trjástubba og grunnt liggjandi rætur. Henni er ekki ætlað að brjóta grjót eða vinna á öðru efni en viði og jarðvegi við stubbinn.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Hægt er að hafa samband við Toro í gegnum www.Toro.com til að nálgast upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um staðsetningu söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

g254494

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar 2 orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Notkun vélarinnar á skógivaxið, runnavaxið eða grasivaxið landsvæði telst brjóta í bága við almenningsauðlindalöggjöf Kaliforníu, hluta 4442 eða 4443, nema vélin sé búin neistavara, samkvæmt skilgreiningu í hluta 4442, henni sé haldið í góðu vinnuástandi eða hún hefur verið byggð, útbúin og viðhaldið þannig að komið sé í veg fyrir eldsvoða.

Meðfylgjandi notendahandbók vélarinnar inniheldur upplýsingar um Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og útblástursreglugerð Kaliforníu fyrir útblásturskerfi, viðhald þeirra og ábyrgð. Hægt er að panta varahluti hjá framleiðanda vélarinnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Vélarútblástur frá þessari vöru inniheldur efni sem Kaliforníuríki eru kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Hætta er á meiðslum við ranga notkun eða rangt viðhald af hendi stjórnanda eða eiganda. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu (Mynd 2), sem merkir Aðgát, Viðvörun eða Hætta – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Reglur um örugga notkun

Þessi vara getur valdið aflimun. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli eða dauðaslys.

Viðvörun

Útblástur vélar inniheldur kolsýring, lyktarlausa, eitraða lofttegund sem er lífshættuleg við innöndun.

Ekki láta vélina ganga innandyra eða í lokuðum rýmum.

Þjálfun

  • Lesið notandahandbókina og annað lesefni til þjálfunar. Geti stjórnandi eða vélvirki ekki lesið íslensku er það á ábyrgð eiganda að útskýra innihald handbókarinnar fyrir viðkomandi.

  • Lærið örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Allir stjórnendur og vélvirkjar skulu fá þjálfun. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa notendurna.

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna með eða við búnaðinn. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk um aldur stjórnanda.

  • Eigandinn/notandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum og meiðslum sem hann sjálfur eða aðrir verða fyrir, sem og á eignatjóni.

Undirbúningur

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hönskum, hlífðargleraugum, síðum buxum, vinnuskóm með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

  • Skoðið svæðið þar sem nota á búnaðinn og fjarlægið hluti sem hann getur skotið frá sér, á borð við grjót, leikföng og víra.

  • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota vinnuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

Öryggi í kringum eldsneyti

  • Sýnið sérstaka aðgát við meðhöndlun eldsneytis. Það er mjög eldfimt og eldsneytisgufur eru sprengifimar.

  • Drepið í sígarettum, vindlum, pípum og öðrum kveikjuvöldum.

  • Notið eingöngu samþykkt eldsneytisílát.

  • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á eldsneytisgeyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

  • Fyllið hvorki á né tappið af eldsneyti í lokuðu rými.

  • Geymið ekki vinnubílinn eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  • Ef eldsneyti hellist niður skal ekki reyna að gangsetja vélina og forðast að kveikja minnsta neista þar til eldsneytisgufurnar hafa dreifst.

Vinnsla

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnubílnum. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Látið vél aldrei ganga í lokuðu rými.

  • Vinnið eingöngu í góðri lýsingu og varist holur og faldar hættur.

  • Tryggið að öll drif séu í hlutlausri stöðu og setjið stöðuhemilinn á áður en vélin er gangsett. Gangsetjið vélina eingöngu frá stjórnstöð.

  • Notið vinnuvélina aldrei án tryggilega festra hlífa á réttum stöðum. Tryggið að allar samlæsingar séu tengdar og stilltar og að þær virki rétt.

  • Ekki má breyta stillingu gangráðs vélarinnar eða setja vélina í yfirsnúning.

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á og drepið á vélinni áður en stjórnstöðin er yfirgefin.

  • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem hreyfast.

  • Horfið aftur fyrir vinnuvélina og niður fyrir hana áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

  • Notkun vinnuvélarinnar er bönnuð ef stjórnandi er þreyttur, veikur eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Sýnið aðgát þegar vinnuvélin er sett á eða tekin af kerru eða vagni.

  • Tryggið að annað fólk sé ekki innan þess svæðis sem vinnuvélin er notuð á. Stöðvið vinnuvélina ef einhver kemur inn á svæðið.

  • Rykkið aldrei í stjórntæki; notið rólega samfellda hreyfingu.

  • Verið vakandi fyrir umferð þegar unnið er nærri eða farið er yfir vegi.

  • Ekki snerta hluta sem kunna að vera heitir eftir notkun. Leyfið þeim að kólna áður en viðhald, stilling eða þjónusta fer fram á vinnuvélinni.

  • Látið merkja fyrir niðurgröfnum leiðslum áður en byrjað er að tæta og ekki tæta inn á merktu svæðin.

  • Ekki nota vinnuvélina þegar hætta er á eldingum.

Viðhald og geymsla

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á og drepið á vélinni. Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en vélin er stillt, þrifin eða gert er við hana.

  • Hreinsið óhreinindi af tætara, drifum, hljóðkútum og vél til að draga úr líkum á eldsvoða. Þurrkið upp olíu- eða eldsneytisleka.

  • Bíðið þar til vélin hefur kólnað áður en vinnuvélin er sett í geymslu og ekki geyma hana nærri opnum loga.

  • Aldrei leyfa óþjálfuðu starfsfólki að þjónusta vinnuvélina.

  • Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku.

  • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum á hreyfingu. Ef þess er kostur skal ekki breyta neinum stillingum þegar vélin er í gangi.

  • Fjarlægið kertavíra áður en viðgerðum er sinnt.

  • Haldið öllum hlutum í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur. Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

  • Tryggið herslu róa og bolta. Haldið búnaðinum í góðu ásigkomulagi.

  • Aldrei eiga við öryggisbúnað.

  • Gætið þess að gras, lauf og önnur óhreinindi safnist ekki upp á vinnuvélinni. Þurrkið upp olíu- eða eldsneytisleka. Bíðið þar til vinnuvélin hefur kólnað áður en hún er sett í geymslu.

  • Ef vinnuvélin rekst í hlut skal setja stöðuhemilinn á, drepa á vélinni, bíða þar til allir hreyfanlegir hlutar stöðvist og skoða vinnuvélina. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir áður en vinnuvélin er sett í gang.

  • Notið eingöngu varahluti frá Toro.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal117-4979
decal119-4690
decal119-4692
decal119-4693
decal119-4721
decal130-8322
decal133-8056
decal119-4701
decal132-4004

Yfirlit yfir vöru

g205066

Lærið á stjórntækin (Mynd 3) áður en vélin er gangsett og unnið er á vinnuvélinni.

Öryggisstöng

Öryggisstöngin stjórnar vélinni. Togið öryggisstöngina að handfanginu þegar vélin er gangsett og notið vinnuvélina. Sleppið öryggisstönginni til að drepa á vélinni (Mynd 3).

Inngjafarstöng

Inngjafarstöngin stjórnar snúningshraða vélarinnar. Þegar stöngin er niðri, í AFTENGDRI stöðu, gengur vélin í lausagangi. Þetta er einnig gangsetningarstaðan. Þegar snúningshraði vélarinnar eykst, í TENGDRI stöðu, er miðflóttakúplingin tengd og skurðarhjólið snýst.

g014499

Stöðuhemill

Stöðuhemillinn kemur í veg fyrir að vinstra hjólið snúist til að vinnuvélin fari ekki af stað og til að auðvelt sé að hreyfa vinnuvélina til hliðanna þegar verið er að tæta stubb (Mynd 5).

g205069

Vinnustundamælir

Vinnustundamælirinn birtir fjölda vinnustunda sem skráðar hafa verið á vinnuvélinni.

Innsog

Notið innsogið (Mynd 3) til að gangsetja kalda vél. Færið innsogið í LOKAðA stöðu áður en togað er í gangsetningarsnúruna. Þegar vélin er komin í gang skal færa innsogið í OPNA stöðu. Ekki nota innsogið ef vélin er þegar heit eða heitt er í veðri.

Gangsetningarsnúra

Togið snöggt í gangsetningarsnúruna (Mynd 6) til að setja af stað snúning í vélinni og gangsetja hana. Upplýsingar um rétta gangsetningaraðferð eru í Vélin gangsett.

Eldsneytisloki

Eldsneytislokinn (Mynd 6) er fyrir neðan innsogið. Færið eldsneytislokann í KVEIKTA stöðu áður en vélin er gangsett.

g015174

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

Skurðardýpt30 cm
Lengd193 cm
Breidd75 cm
Hæð107 cm
Þyngd109 kg

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Important: Kannið vökvastöðu og hreinsið óhreinindi af vinnuvélinni áður en vinna hefst. Tryggið að hvorki fólk né rusl sé inni á vinnusvæðinu. Einnig þarf að tryggja að vitað sé hvar veituleiðslur liggja og búið sé að merkja staðsetningu þeirra.

Fyrir gangsetningu

  • Mokið jarðvegi frá og fjarlægið steina frá stubbnum sem gætu truflað vinnuna. Gangið úr skugga um að aðskotahlutir liggi ekki í jarðveginum, á borð við rafmagnssnúrur, gaddavír o.s.frv.

  • Sagið eða styttið stubbinn með vélsög.

  • Lesið allar öryggismerkingar á vinnuvélinni.

  • Lesið um öryggisreglugerðir og verklag við stöðvun í þessari handbók.

  • Gangið úr skugga um að allar hlífar séu á sínum stað og að þær séu í góðu ásigkomulagi.

  • Gangið úr skugga um að blöð og tennur séu á sínum stað og í góðu ásigkomulagi.

  • Tryggið sérstaklega að málmhlutir á borð við víra, nagla o.s.frv., sem geta skotist frá vinnuvélinni og valdið meiðslum á nærstöddum eða skemmt búnaðinn, sé ekki að finna á vinnusvæðinu, skeranum og stubbnum.

Áfylling eldsneytis

Hætta

Við sérstakar aðstæður getur eldsneyti verið sérstaklega eldfimt og mjög sprengifimt. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

  • Fyllið á eldsneytisgeyma utandyra, á opnu svæði, með kalda vél. Þurrkið upp allan eldsneytisleka.

  • Aldrei fylla á eldsneytisgeyma á yfirbyggðum eftirvagni.

  • Aldrei reykja við meðhöndlun eldsneytis og haldið því fjarri opnum eldi, annars er hætta á að neistaflug geti kveikt í eldsneytisgufum.

  • Geymið eldsneyti í samþykktu íláti og geymið þar sem börn ná ekki til. Kaupið aldrei meira en 30 daga birgðir af eldsneyti.

  • Notið vinnuvélina eingöngu með útblásturskerfið í heild sinni uppsett og í góðu ásigkomulagi.

Hætta

Við tilteknar aðstæður við eldsneytisáfyllingu kann stöðurafmagn að mynda neista sem geta kveikt í eldsneytisgufunum. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

  • Setjið eldsneytisílát alltaf á jörðina, fjarri ökutæki, áður en áfylling hefst.

  • Ekki fylla á eldsneytisílát inni í ökutæki eða á vörubílspalli eða eftirvagni þar sem gólfteppi eða pallklæðning úr plasti getur einangrað ílátið og hægt á útleiðslu stöðurafmagns.

  • Þegar því verður við komið skal taka búnaðinn af pallinum eða eftirvagninum og fylla á eldsneyti með hjólin á jörðinni.

  • Ef þetta er ekki hægt skal fylla á búnaðinn á vörubíl eða eftirvagni með eldsneytisíláti í stað stúts á eldsneytisdælu.

  • Ef nota þarf eldsneytisdælustút skal halda honum stöðugt í snertingu við brún ops eldsneytisgeymisins eða ílátsins þar til áfyllingu er lokið.

Viðvörun

Eldsneyti er hættulegt eða banvænt við inntöku. Langtímaváhrif frá gufum geta valdið alvarlegum meiðslum og veikindum.

  • Forðist innöndun gufa í langan tíma.

  • Haldið andlitinu frá stútnum og opi eldsneytisgeymisins.

  • Haldið eldsneyti í öruggri fjarlægð frá augum og húð.

Ráðlagt eldsneyti

  • Best er að nota eingöngu hreint og nýtt (ekki yfir 30 daga gamalt) blýlaust bensín með oktantölu upp á 87 eða hærri (flokkunaraðferð (R+M)/2).

  • Etanól: Hægt er að nota bensín með allt að 10% etanóli (blýlaust bensín+etanól) eða 15% MTBE (metýltertbútýleter). Etanól og MTBE eru ekki eins. Ekki má nota bensín með 15% etanóli (E15). Aldrei nota bensín sem inniheldur meira en 10% etanól, svo sem E15 (15% etanólinnihald), E20 (20% etanólinnihald) eða E85 (allt að 85% etanólinnihald). Notkun bensíns sem ekki hefur verið samþykkt getur valdið neikvæðum áhrifum á afköst og/eða skemmdum á vél sem ekki falla undir ábyrgð.

  • Ekki nota bensín sem inniheldur metanól.

  • Ekki geyma bensín í eldsneytisgeyminum eða eldsneytisílátum yfir vetrartímann nema notað sé varðveisluefni fyrir eldsneyti.

  • Ekki blanda olíu saman við bensín.

Notkun varðveisluefnis/bætiefnis

Notið ávallt varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti á vinnuvélina til að halda eldsneytinu fersku lengur þegar það er notað samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda eldsneytisvarðveisluefnisins.

Important: Ekki nota íblöndunarefni í eldsneyti sem innihalda metanól eða etanól.

Bætið varðveisluefni/bætiefni í nýtt eldsneyti í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda efnisins.

Áfylling á eldsneytisgeyminn

  1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Drepið á aflvélinni og bíðið þar til vélin hefur kólnað.

  3. Hreinsið svæðið í kringum eldsneytislokið og fjarlægið það (Mynd 7).

    g014513
  4. Fyllið eldsneytisgeyminn þar til eldsneytið er um 6 til 13 mm frá neðri brún áfyllingarstútsins.

    Important: Þetta býður upp á útþenslurými fyrir eldsneytið. Stútfyllið aldrei eldsneytisgeyminn.

  5. Festið eldsneytislokið tryggilega á.

  6. Þurrkið upp eldsneyti sem hellist niður.

Daglegt viðhald

Fara skal í gegnum ferli fyrir hverja notkun/daglegt ferli sem lýst er í áður en unnið er á vinnuvélinni í upphafi hvers dags.

Vélin gangsett

  1. Færið eldsneytislokann í OPNA stöðu, alveg til hægri (Mynd 8).

    g015174
  2. Færið innsogið í KVEIKTA stöðu (Mynd 8).

    Note: Hugsanlega þarf ekki að nota innsog á volga eða heita vél.

  3. Færið inngjafarstöngina í óTENGDA stöðu.

  4. Togið öryggisstöngina að handfanginu og ýtið handfanginu nógu langt niður til að skurðarhjólið lyftist frá jörðu.

  5. Togið létt í gangsetningarsnúruna þar til vart verður við viðnám og togið svo snöggt í hana (Mynd 8). Sleppið gangsetningarsnúrunni rólega á sinn stað.

  6. Eftir að vélin er komin í gang skal færa innsogið hægt í SLöKKTA stöðu. Ef vélin byrjar að hiksta skal færa innsogið aftur í KVEIKTA stöðu þar til vélin hefur náð að hitna. Að því loknu skal færa það aftur í SLöKKTA stöðu.

Drepið á aflvélinni

  1. Færið inngjöfina í óTENGDA stöðu.

    Note: Ef vélin hefur unnið undir miklu álagi eða er heit skal láta hana ganga í eina mínútu áður en öryggisstönginni er sleppt. Þannig nær vélin að kólna áður en drepið er á henni. Í neyðartilvikum er hægt að drepa tafarlaust á vélinni.

  2. Sleppið öryggisstönginni til að drepa á vélinni.

  3. Færið eldsneytislokann í LOKAðA stöðu, alveg til vinstri.

Stubbur tættur

Hætta

Vinnuvélin getur valdið aflimun.

  • Klæðist alltaf öryggisskóm með skrikvörn.

  • Haldið vinnustöðu á meðan unnið er með vinnuvélinni og haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

  • Haldið öllum nærstöddum í öruggri fjarlægð frá vinnuvélinni.

  • Stöðvið vinnuvélina umsvifalaust ef fólk eða dýr koma inn á vinnusvæðið.

Viðvörun

Þegar stubbar eru tættir skjótast viðarspænir, jarðvegur og önnur óhreinindi út í loftið, sem aftur getur meitt þig eða nærstadda.

  • Notið ávallt hlífðargleraugu og klæðist buxum með síðum skálmum við notkun tætarans.

  • Haldið nærstöddum í öruggri fjarlægð frá tætaranum.

Viðvörun

Tætarinn myndar mikinn hávaða þegar stubbar eru tættir. Þessi hávaði getur valdið heyrnarskaða.

Notið ávallt heyrnarhlífar við notkun tætarans.

  1. Stillið inngjöfina á óTENGDA stöðu, gangsetjið vélina og gefið vinnuvélinni tvær mínútur til að hitna.

  2. Ýtið handfanginu nógu langt niður til að skurðarhjólið lyftist frá jörðu (Mynd 9).

    g024547
  3. Færið vinnuvélina að stubbnum og setjið stöðuhemilinn á.

  4. Færið inngjöfina í TENGDA stöðu. Skurðarhjólið byrjar að snúast.

  5. Færið skurðarhjólið til hliðar (Mynd 9) og látið það svo síga um 1 til 2,5 cm ofan í fremra hornið ofan á stubbinum.

    g024062
  6. Sveiflið skurðarhjólinu til hliðanna sitt á hvað og látið það síga um 1 til 2,5 cm í hvert skipti áður en skurðarhjólið er fært, þar til búið er að tæta fremri hluta stubbsins niður að yfirborði jarðvegarins (A til D á Mynd 10).

  7. Lyftið skurðarhjólinu, takið stöðuhemilinn af og færið vinnuvélina nokkra sentimetra áfram. Setjið stöðuhemilinn á.

  8. Endurtakið skref 5 og 7 þar til búið er að fjarlægja allan stubbinn (E til H á Mynd 10).

  9. Setjið inngjöfina í óTENGDA stöðu og ýtið handfanginu nógu langt niður til að skurðarhjólið lyftist frá jörðu. Bíðið þar til skurðarhjólið hættir að snúast áður en stöðuhemillinn er tekinn af og vinnuvélin toguð af stubbnum.

    Note: Ekki láta framenda vinnuvélarinnar snerta jörðina fyrr en skurðarhjólið hefur stöðvast.

  10. Drepið á vélinni; sjá Drepið á aflvélinni.

Vinnuvélinni lyft

Notið handföngin sem sýnd eru á Mynd 11 til að lyfta vinnuvélinni.

g205090

Viðhald

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Important: Hægt er að halla vinnuvélinni aftur á bak eða á hliðina til að hreinsa eða þjónusta hana; þó aðeins tvær mínútur í senn. Ef vinnuvélinni er haldið í þessari stöðu of lengi getur eldsneyti komist í sveifarhúsið og valdið skemmdum á vélinni. Ef þetta gerist skal skipta um olíu á vélinni. Togið því næst í gangsetningarsnúruna til að vélin taki nokkra snúninga áður en vélin er gangsett á ný.

Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Eftir fyrstu 20 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Smyrjið vinnuvélina.
  • Skoðið loftsíuna(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Hreinsið vélarsíuna.
  • Kannið strekkingu reimarinnar.
  • Kannið ástand tanna; snúið eða skiptið um tennur sem eru slitnar eða skemmdar og herðið rær á öllum tönnum.
  • Hreinsið óhreinindi af vinnuvélinni.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Þjónustið loftsíu(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu.
  • Skoðið kertið.
  • Hreinsið gruggskálina.
  • Skiptið um reimina.
  • Á 300 klukkustunda fresti
  • Skiptið um kerti.
  • Á 600 klukkustunda fresti
  • Skiptið um loftsíu.
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Skiptið um smurolíu.
  • Hreinsið gruggskálina.
  • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notandahandbók vélarinnar.

    Smurning

    Vinnuvélin smurð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Smyrjið vinnuvélina.
  • Gerð smurfeiti: alhliða smurfeiti.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Þurrkið af smurkoppunum með tusku.

    4. Tengið smursprautuna við hvern smurkopp fyrir sig.

    5. Sprautið smurfeiti í smurkoppana tvo, einn á hvorri skurðarhjólslegu.

    6. Dælið feiti í smurkoppana þar til hún sprautast út úr legunum (u.þ.b. 3 dælingar).

      Important: Dælið smurfeiti rólega og varlega til að koma í veg fyrir skemmdir á legupakkningunum.

    7. Þurrkið umframfeiti af smurkoppinum og svæðinu í kringum leguna.

      g024551

    Viðhald vélar

    Unnið við loftsíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið loftsíuna(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Þjónustið loftsíu(oftar við aurugar eða rykugar aðstæður).
  • Á 600 klukkustunda fresti
  • Skiptið um loftsíu.
  • Loftskiljusían grípur stærstu óhreinindaagnirnar og safnar í ílát. Þegar óhreinindalag hefur myndast á botni ílátsins þarf að þrífa loftskiljuhúsið, loftrásirnar og loftinntakssíuna.

    Loftskiljuhúsið þjónustað

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Fjarlægið skrúfurnar þrjár sem festa loftskiljuhúsið við loftsíuhlífina.

    4. Fjarlægið húsið með loftinntakssíunni á og fjarlægið loftrásirnar.

      g014508

      Note: Loftrásirnar mega vera í efri hlutanum eða fylgja með húsinu þegar það er fjarlægt.

    5. Hreinsið íhlutina með vatni, hreinsiefni og bursta og þurrkið þá síðan vandlega.

    6. Setjið loftrásirnar í loftskiljuhúsið.

    7. Setjið loftskiljuhúsið á sinn stað og tryggið að það falli í efri hlutann.

      Important: Ekki beita afli; stillið það af áður en skrúfurnar eru settar í.

    8. Festið loftskiljuhúsið með skrúfunum þremur.

    Viðhald loftsíueininga

    Svamp- og pappaeiningar fjarlægðar

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Fjarlægið vængjaróna og lyftið loftsíuhlífinni (Mynd 14).

      g014509
    4. Fjarlægið svampeininguna (Mynd 14).

    5. Fjarlægið vængjaróna ofan af pappírseiningunni og fjarlægið pappírseininguna (Mynd 14).

    Svampeining loftsíu þjónustuð

    1. Þrífið svampeininguna með mildu hreinsiefni og vatni.

    2. Vindið vatnið úr einingunni með hreinum klút.

    3. Dýfið í nýja smurolíu.

    4. Kreistið umframolíu úr einingunni með þurrum klút.

    Pappaeining loftsíu þjónustuð

    1. Hreinsið pappaeininguna með því að banka rykið varlega af henni. Ef hún er mjög skítug skal skipta um hana (Mynd 14).

    2. Leitið eftir rifum, olíumengun eða skemmdum á gúmmíþétti einingarinnar.

    3. Skiptið um pappírseininguna ef hún er skemmd.

      Important: Ekki þrífa pappírseininguna.

    Svamp- og pappaeiningar settar í

    1. Setjið pappírseininguna í loftsíuhúsið og festið með vængjarónni.

    2. Setjið svampeininguna yfir pappírseininguna.

    3. Setjið loftsíuhlífina á og festið hana með vængjarónni.

    Smurolíuvinna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 20 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu.
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Skiptið um smurolíu.
  • Forskriftir fyrir smurolíu

    Note: Skiptið oftar um olíu þegar unnið er í miklu ryki eða sandi.

    Olíugerð: olía með API-flokkun SJ eða hærri.

    Rúmtak sveifarhúss: 1,1 l

    Seigja: Sjá töluna hér að neðan.

    g013375

    Smurolíuhæð könnuð

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Gangið úr skugga um að olíuhæðin sé eins og sýnt er á Mynd 16.

    g205123g035136

    Skipt um smurolíu

    1. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í fimm mínútur.

      Note: Þetta hitar upp olíuna og þannig er auðveldara að tappa henni af.

    2. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    3. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    4. Skiptið um olíu eins og sýnt er á (Mynd 17).

      g205123g031623
    5. Hellið rólega um 80% af ráðlögðu magni smurolíunnar í áfyllingarrörið og bætið svo rólega við þar til hún hefur náð merkinu fyrir fullan geymi (Mynd 18).

      g206640
    6. Fargið notuðu olíunni á endurvinnslustöð.

    Viðhald kertis

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið kertið.
  • Á 300 klukkustunda fresti
  • Skiptið um kerti.
  • Tryggið að bilið á milli miðjunnar og hliðarrafskauta sé rétt áður en kertið er sett í. Notið kertalykil til að skrúfa kertið í og úr og kertabilsverkfæri/föler til að kanna og stilla bilið. Setjið nýtt kerti í, ef með þarf.

    Gerð: BPR6ES (NKG) eða samsvarandi

    Loftbil: 0,70 til 0,80 mm

    Kertið fjarlægt

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni, bíðið eftir að allir hlutar á hreyfingu stöðvist og leyfið vélinni að kólna.

    3. Fjarlægið kertin (Mynd 19).

      g205129g027478

    Kertið skoðað

    Important: Ekki þrífa kertin. Skiptið alltaf um kerti ef það er: þakið svörtum óhreinindum, með slitin rafskaut, olíuborið eða sprungið.

    Ef brúnn eða grár litur sést á einangruninni vinnur vélin rétt. Svört húð á einangruninni gefur yfirleitt til kynna að loftsían sé skítug.

    Stillið bilið á 0,70 til 0,80 mm.

    g027479

    Kertið sett í

    g028109

    Vélarsían hreinsuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið vélarsíuna.
  • Fjarlægið uppsafnað gras, mold og önnur óhreinindi af síu vélarinnar fyrir hverja notkun. Þetta tryggir viðeigandi kælingu og réttan snúningshraði vélar og dregur úr hættu á ofhitnun og vélrænum skemmdum í vélinni.

    g242388

    Viðhald eldsneytiskerfis

    Gruggskál hreinsuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Hreinsið gruggskálina.
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Hreinsið gruggskálina.
  • Gruggskálin undir eldsneytislokanum á að fanga óhreinindi í eldsneytinu.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Færið eldsneytislokann í SLöKKTA stöðu, alveg til vinstri.

    4. Losið gruggskálina (Mynd 23).

      g014507
    5. Hreinsið safnskálina og o-hringinn með hreinsiefni og þurrkið vandlega.

      Note: Gætið þess að o-hringurinn týnist ekki.

    6. Setjið o-hringinn í gróp skálarinnar og setjið gruggskálina aftur á.

    7. Snúið eldsneytislokanum á KVEIKTA stöðu, alveg til hægri, og leitið eftir leka.

      Note: Ef leki er til staðar þarf að skipta um o-hringinn.

    Viðhald hemla

    Stöðuhemillinn stilltur

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Losið stilliskrúfuna á hlið hemlastangarhnúðsins. Snúið hnúðnum réttsælis til að herða hemilinn; snúið hnúðnum rangsælis til að losa hemilinn.

      Note: Vinstra hjólið á að læsast fast þegar þú hemillinn er settur á.

    4. Herðið stilliskrúfuna.

    Viðhald reimar

    Strekking reimar stillt

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið strekkingu reimarinnar.
  • Note: Skoðið reimina í gegnum opið ofan á reimarhlífinni. Stillið eftir þörfum.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Losið boltana tvo sem festa reimarhlífina við vinnuvélina þar til hægt er að fjarlægja reimarhlífina (Mynd 24).

      Note: Boltar og skinnur eru föst við reimarhlífina.

      g205161
    4. Fjarlægið reimarhlífina (Mynd 24).

    5. Losið fjóra festibolta vélarplötunnar og boltana tvo sem festa aftari hluta reimarhlífarinnar við vélina (Mynd 25ogMynd 26).

      g242386
    6. Losið strekkibolta reimarinnar og festiróna. Rennið vélinni að kasthjólshúsinu til að losa reimina (Mynd 26).

      g016617
    7. Stillið strekkingu reimarinnar með því að herða strekkiboltann og festiróna gagnvart vélarfestiplötunni til að ýta vélinni aftur.

    8. Leggið réttskeið yfir tengslin og kasthjólstrissurnar. Strekkið reimina þannig að hægt sé að sveigja hana um 10 mm þegar ýtt er á hana með 6,8 kg þrýstingi á miðjuna (þegar verið er að stilla notaða reim) eða 8 kg þrýstingi þegar verið er að setja upp nýja reim (Mynd 27).

      g017434
    9. Tryggið að trissurnar séu stilltar af og að vélin sé samhliða grindinni (vísi ekki að hliðinni), herðið því næst fjóra festibolta vélarplötunnar og boltana fjóra sem festa aftari hluta reimarhlífarinnar við vélina.

    10. Setjið reimarhlífina á og herðið boltana (Mynd 24).

    Skipt um reim

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um reimina.
  • Note: Skipti um reimina ef hún sýnir merki um slit, sprungur, gljáa eða skemmdir.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Losið boltana sem festa reimarhlífina við vinnuvélina þar til hægt er að taka hlífina af.

    4. Fjarlægið reimarhlífina (Mynd 24).

    5. Losið fjóra festibolta vélarplötunnar og boltana tvo sem festa aftari hluta reimarhlífarinnar við vélina (Mynd 25ogMynd 26).

    6. Losið strekkibolta og festiró reimarinnar og rennið vélinni að kasthjólshúsinu til að losa reimina (Mynd 26).

    7. Skiptið um reimina.

    8. Stillið strekkingu nýju reimarinnar í 8 kg átak og 10 mm sveigju í miðjunni; sjá Strekking reimar stillt.

    9. Herðið fjóra festibolta vélarplötunnar og boltana fjóra sem festa aftari hluta reimarhlífarinnar við vélina.

    10. Setjið reimarhlífina á og festið hana með skinnunum og boltunum sem tekin voru af henni.

    Viðhald tætara

    Skipt um tönn

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið ástand tanna; snúið eða skiptið um tennur sem eru slitnar eða skemmdar og herðið rær á öllum tönnum.
  • Vegna þess hve tennur slitna hratt þarf að snúa þeim eða skipta um þær reglulega (Mynd 28). Áður en tönn er snúið eða henni er skipt út skal skoða allar tannafestingarnar á hjólinu, þar á meðal flötinn sem kemur í veg fyrir að tennurnar snúist. Ef tannfesting er skemmd þarf að skipta um hjólið. Herðið rær í 68 Nm fyrir allar tennur sem ekki þarf að snúa eða skipta um.

    g034325

    Hver tönn er með þrjár innfellingar sem þýðir að hægt er að snúa þeim tvisvar til að nota nýja egg áður en skipta þarf um tönn. Tönn er snúið með því að losa róna sem heldur tönninni fastri (Mynd 29). Ýtið tönninni fram og snúið henni ⅓ úr hring til að fá upp ónotaða egg. Herðið festiró tannarinnar í 68 Nm.

    Skipt er um tönn með því að fjarlægja festiró tannarinnar og setja síðan nýja tönn, skinnu og ró á sama stað (Mynd 29). Herðið festiró tannarinnar í 68 Nm.

    g034223

    Þrif

    Óhreinindi hreinsuð af vinnuvélinni

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið óhreinindi af vinnuvélinni.
  • Reglubundin hreinsun og þrif lengja endingu vinnuvélarinnar. Þrífið vinnuvélina strax eftir notkun, áður en óhreinindin harðna.

    Fyrir þrif skal ganga úr skugga um að eldsneytislokið sé tryggilega fest til að ekki sé hætta á að vatn komist í geyminn.

    Sýnið aðgát við notkun háþrýstibúnaðar þar sem hann getur skemmt öryggismerkingar, leiðbeiningarmerki og vélina

    Important: Smyrjið skurðarhjólslegurnar eftir þrif.

    Geymsla

    Við geymslu í meira en 30 daga skal undirbúa vinnuvélina á eftirfarandi máta:

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    3. Fjarlægið óhreinindi af ytri íhlutum búnaðarins, sérstaklega vélinni. Hreinsið óhreinindi og viðarspæni utan af fönum á strokkloki vélarinnar og húsi blásarans.

      Important: Vélina má þrífa með mildu hreinsiefni og vatni.

    4. Við geymslu í meira en 30 daga skal undirbúa vinnuvélina á eftirfarandi máta:

      1. Bætið varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti við nýtt eldsneyti í geyminum. Fylgið leiðbeiningum um blöndun frá framleiðanda varðveisluefnisins. Ekki nota alkóhólblönduð varðveisluefni (etanól eða metanól).

      2. Látið vélina ganga til að dreifa meðhöndluðu eldsneyti í gegnum eldsneytiskerfið í fimm mínútur.

      3. Drepið á vélinni, bíðið þar til hún kólnar og tappið af eldsneytisgeyminum með dælu.

      4. Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til hún drepur á sér.

      5. Setjið innsogið á.

      6. Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til ekki er hægt að gangsetja hana aftur.

      7. Fargið eldsneyti á viðeigandi máta. Endurvinnið það í samræmi við staðbundnum kröfum.

      Important: Ekki geyma eldsneyti sem inniheldur varðveisluefni/bætiefni lengur en framleiðandi eldsneytisvarðveisluefnisins mælir með.

    5. Hreinsið gruggskálina; frekari upplýsingar eru í Gruggskál hreinsuð.

    6. Skiptið um loftsíuna; frekari upplýsingar eru í Unnið við loftsíuna.

    7. Skiptið um smurolíu; frekari upplýsingar eru í Skipt um smurolíu.

    8. Fjarlægið kertið og kannið ástand þess; frekari upplýsingar eru í Viðhald kertis.

    9. Eftir að kertið hefur verið tekið úr vélinni skal hella tveimur matskeiðum af smurolíu í kertagatið.

    10. Togið rólega í gangsetningarsnúruna til að snúa vélinni og dreifa olíunni um strokkinn.

    11. Setjið kertið í en ekki tengja vírinn við kertið.

    12. Smyrjið legur skurðarhjólsins; frekari upplýsingar eru í Vinnuvélin smurð.

    13. Skoðið og herðið alla bolta, rær og skrúfur. Gerið við eða skiptið um skemmda hluta.

    14. Lakkið yfir rispaða eða óvarða málmfleti. Lakk fæst hjá næsta viðurkennda þjónustu- og söluaðila.

    15. Geymið vinnuvélina í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði.

    16. Breiðið yfir vinnuvélina til að verja hana og halda henni hreinni.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Vélin fer ekki í gang.
    1. Öryggisstöngin er í slökktri stöðu.
    2. Ef viðkomandi gerð tætara er með vél með rofa er rofinn í slökktri stöðu.
    3. Afsláttarloki eldsneytis er lokaður.
    4. Innsogið er opið.
    5. Eldsneytisgeymirinn er tómur.
    6. Kertavírinn er laus eða aftengdur.
    1. Togið öryggisstöngina að handfanginu.
    2. Færið rofann í kveikta stöðu.
    3. Opnið afsláttarloka eldsneytis.
    4. Lokið innsoginu fyrir gangsetningu kaldrar vélar.
    5. Fyllið á geyminn með nýju eldsneyti.
    6. Kannið bilið við rafskautið og hreinsið eða skiptið um kertið.
    Vélin höktir.
    1. Innsogið er lokað.
    2. Loftsían er stífluð.
    3. Eldsneytisleiðslan er stífluð.
    4. Vatn eða óhreinindi hafa komist í eldsneytið.
    5. Kertin eru slitin eða rafskautin skítug.
    1. Opnið innsogið.
    2. Hreinsið eða skiptið um loftsíuna.
    3. Hreinsið gruggskálina.
    4. Tappið af eldsneytisgeyminum og fyllið á hann með nýju eldsneyti.
    5. Kannið bilið við rafskautið og hreinsið eða skiptið um kertið.
    Reimin skrikar eða fellur af trissunum.
    1. Reimin er ekki nægilega strekkt.
    1. Stillið strekkingu reimarinnar. Minnkið skurðardýptina.
    Skurðarhjólið snýst ekki.
    1. Snúningshraði vélarinnar er ekki nógu mikill til að knýja miðflóttakúplinguna.
    2. Reimin er ekki nægilega strekkt.
    3. Klossar kúplingarinnar eru slitnir.
    1. Færið inngjöfina í tengda stöðu.
    2. Stillið strekkingu reimarinnar.
    3. Skiptið um kúplinguna.
    Skurðarhjólið heldur áfram að snúast.
    1. Snúningshraði vélarinnar er of mikill.
    2. Reimin er dottin af trissunum eða biluð.
    3. Gormar kúplingarinnar eru slappir eða bilaðir.
    1. Færið inngjöfina í ótengda stöðu.
    2. Skiptið um reimina.
    3. Skiptið um kúplinguna.
    Stöðuhemillinn heldur ekki.
    1. Stöðuhemillinn er vanstilltur.
    2. Hemlaklossarnir eru slitnir.
    1. Stillið stöðuhemilinn.
    2. Skiptið um hemilinn.