Inngangur

Þessi vinnuvél er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Hún er hönnuð fyrir flutning, skömmtun og áburð efnis á jarðveg. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann (ef hann er til staðar) á raðnúmersplötunni með fartæki.

g269187

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar 2 orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér.

  • Lesið efni þessarar notendahandbókar og notendahandbókar Workmans-bílsins til hlítar áður en vinnuvélin er notuð. Gangið úr skugga um að allir sem nota vinnuvélina kunni að nota hana og Workman-bílinn og skilji viðvaranirnar.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnubílnum. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota vinnuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á vinnuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á vinnubílnum.

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en þjónustu er sinnt eða stífla er losuð. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal58-6520
decal100-7679
decal105-0708
decal99-0016
decal117-4979
decal132-1316
decal133-8061
decal138-5940
decal138-5941
decal138-5949

Uppsetning

Beisli sett á

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Beisli1
Splitti4
Splittbolti2
  1. Stingið beislið í gegnum tengirör að framan, grind vinnuvélar og tengirörið að aftan (Mynd 3).

    g269253
  2. Staðsetjið götin á beislinu við götin á tengirörunum og festið beislið við rörin með 2 splittboltum og 4 lássplittum (Mynd 4).

    g269254

Krókur settur á dráttarbeisli dráttarvélar

  1. Staðsetjið klofa króksins við beislið þannig að beislið sé í sömu hæð og dráttarbiti dráttarvélarinnar (Mynd 5).

    g269296
  2. Festið krókklofann við beislið með 2 boltum, 4 skinnum og 2 lásróm (Mynd 5).

  3. Herðið boltana og lásrærnar í 183 til 223 N m.

  4. Festið krókinn við dráttarbitann með krókpinnanum og splittinu (Mynd 5).

Valfrjáls beislistjakkur festur

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Tjakkur (aukabúnaður)1

Valfrjáls tjakkur festur við beislið

  1. Rennið tjakknum á rör tjakkfestingar á beisli (Mynd 6).

    g280872
  2. Staðsetjið göt á tjakknum við göt rörafestingarinnar og festið tjakkinn með splittboltunum (Mynd 6).

Rafleiðslukerfi sett upp

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Samsetning rafleiðslukerfis (rafkerfi dreifara, rafkerfi stjórnbúnaðar og rafkerfi dráttartækis)1
  1. Stingið tengi rafleiðslukerfis dreifara í raftengi á segulloka vinnuvélarinnar (Mynd 7).

    g012647
  2. Leiðið kapalskó á rafleiðslu dráttartækis að rafhlöðu dráttarvélarinnar.

  3. Tengið kapalskóinn fyrir svarta vírinn í rafleiðslu dráttartækisins við mínuskapal rafgeymisins.

  4. Setjið kapalskóinn fyrir rauða vírinn saman við plúskapal rafgeymisins.

  5. Takið lykkjutengi allra rafleiðslnanna úr sambandi og tengið saman rafleiðslu dreifara, stjórnbúnaðar og dráttartækis.

    Note: Til að koma í veg fyrir óhreinindi eða tæringu á tengipinnum rafleiðslu skal tengja lykkjutengin við raftengi í hvert skipti sem rafleiðsla ökutækisins er tekin úr sambandi við rafleiðslu dreifarans.

  6. Leiðið rafleiðslu dreifara meðfram beisli og festið hana við beislið með plastböndum.

  7. Stingið tengi á rafleiðslu stjórnbúnaðar í samband við tengi á rafleiðslu dreifara.

  8. Leiðið að rafleiðslu stjórnbúnaðar í stöðu stjórnanda dráttarvélarinnar og festið rafleiðsluna meðfram grindinni með plastböndum.

Note: Rafleiðslukerfi eru með tengi sem hægt er að fjarlægja og gera stjórnanda kleift að tengja rafleiðslu dráttartækisins varanlega við dráttarvélina og rafleiðslu dreifarans við vinnuvélina.

Festing hlífðarplata

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Hlífðarplata4
Burðarbolti8
Flöt skinna8
Lásró8
  1. Setjið hlífðarplötu á eins og sýnt er á Mynd 8.

    g012648
  2. Festið hlífðarplötu á festinguna með tveimur burðarboltum, tveimur flötum skinnum og tveimur lásróm.

  3. Endurtakið skref 1 og 2 fyrir hlífðarplöturnar á hinum festingunum þremur.

Yfirlit yfir vöru

Skömmtunarstýring

g266287

Læsingarhnúður skömmtunarhliðsins og stillingarhandfangið eru vinstra megin aftan á vinnuvélinni og eru notuð til að stilla og læsa hliðinu í æskilega opna hæð (Mynd 9).

  1. Losið læsingarhnúð skömmtunarhliðsins nógu mikið til að hliðið og hnúðurinn hreyfist óhindrað í raufinni.

  2. Færið stillingarhandfangið til að setja hliðið í æskilega stöðu og herðið læsingarhnúð skömmtunarhliðsins til að festa hliðið.

Handstýringarrofi

Ýtið á handstýringarrofann til að hefja eða stöðva flæði efnis úr dreifaranum (Mynd 10).

g269331
LengdMeð beislinu254 cm
Án beislisins153,7 cm
Breidd 185 cm
Hæð 107,9 cm
Nettóþyngd 660 kg
Rúmmál skammtara 0,7 m³
Hámarkshleðsla efnis 930 kg
HámarksdráttarhraðiTómur24 km/klst.
Fullhlaðið13 km/klst.

Nauðsynleg tengitæki

Vökvabremsusett dreifaraHlutanúmer 106-9680

Aukabúnaður

Beislistjakkur (CE)Hlutanúmer 106-9699
MOBIL EAL 224 H lífbrjótanlegur glussi (5 US gallona ílát)Hlutanúmer 100-7674
OlíusíaHlutanúmer 86-3010
Aukarafleiðslur ökutækisHlutanúmer 99-0198

Ráðlagður aukabúnaður

HandinngjafarbúnaðurGerðarnr. 07420

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

  • Vinnuvélin er með aðra jafnvægis-, þyngdar- og stjórnunareiginleika í samanburði við sumar aðrar gerðir af búnaði. Lesið vandlega efni þessarar notendahandbókar áður en vinnuvélin er notuð. Lærið á öll stjórntæki og flýtistöðvunareiginleika.

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við vinnuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Kynnið ykkur örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en þjónustu er sinnt eða stífla er losuð. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

  • Lærið að stöðva vinnuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

  • Hafið allar hlífar og öryggisbúnað á sínum stað. Ef hlíf, öryggisbúnaður eða merking er ólæsileg eða vantar skal gera við eða skipta út viðkomandi hlut áður en vinnuvélin er notuð.

  • Herðið allar lausar rær, bolta og skrúfur til að tryggja öruggt ástand vinnuvélarinnar. Gangið úr skugga um að íhlutir vinnuvélarinnar séu fastir og á sínum stað.

  • Leitið upplýsinga um hvort dráttartækið henti fyrir notkun með verkfæri af þessari þyngd hjá birgi eða framleiðanda ökutækisins.

  • Gerið ekki breytingar á þessum búnaði.

  • Beislið er svæðið á vinnuvélinni þar sem krókurinn tengist við dráttartækið. Þyngd beislisins hefur áhrif á stöðugleika vinnuvélarinnar.

    • Neikvæð eða jákvæð þyngd beislis getur valdið meiðslum þegar vinnuvélin er tengd við eða losuð frá dráttartækinu. Við uppsetningu skal ganga úr skugga um að valfrjálsa búkkanum sé komið rétt fyrir.

    • Þegar þyngd beislisins er þvinguð upp í krók dráttartækisins veldur það neikvæðri beislisþyngd.

    • Þegar þyngd beislisins er þvinguð niður á krók dráttartækisins veldur það jákvæðri beislisþyngd.

  • Aldrei festa vinnuvélina við eða losa hana frá dráttarvélinni ef það er efni í skammtaranum. Beislið getur snúist upp og valdið meiðslum.

Sérstakar leiðbeiningar fyrir Workman og aðrar dráttarvélar

Important: Notið dráttarvél með krók og hemla sem þola 680 kg.

Note: Bætið þyngd á pall dráttarvélarinnar til að fá betra grip þegar vinnuvélin er dregin.

  • Flestar dráttarvélar með flotdekkjum geta dregið vinnuvélina yfir golfflatir.

  • Dráttarvél með fjórhjóladrifi er best fyrir hæðótt eða hallandi landslag á flötum.

  • Notið hemla eftirvagns þegar vinnuvélin er notuð í hæðóttu landslagi. Sérstakur hemlabúnaður fyrir eftirvagn er í boði fyrir Workman-ökutækið. Hægt er að aðlaga þennan búnað að öðrum dráttarvélum með 12 V hemlaljós.

Vinnuvélin skoðuð fyrir notkun

Meðan á notkun stendur

Öryggi við notkun

  • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

  • Notið ekki vinnuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnubílnum. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Haldið höndum og fótum fjarri skammtaranum.

  • Sitjið þegar bíllinn er á hreyfingu.

  • Notkun vinnuvélarinnar krefst árvekni. Slys geta orðið ef ökutækið er ekki notað á öruggan hátt. Það getur oltið og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða. Akið gætilega og gerið eftirfarandi til að koma í veg fyrir að veltu eða stjórnmissi:

    • Gætið fyllstu varúðar, dragið úr hraða og haldið öruggri fjarlægð frá sandgryfjum, skurðum, vatni, skábrautum, óþekktum svæðum eða annarri hættu.

    • Dragið úr hraða hlaðinnar vinnuvélar þegar ekið er yfir ójafnt undirlag til að forðast að vinnuvélin verði óstöðug.

    • Vinnið eingöngu á vinnuvélinni með góða yfirsýn til að forðast holur og duldar hættur.

    • Lítið aftur fyrir og niður áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

    • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, runnum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

    • Sýnið aðgát þegar unnið er í miklum halla. Akið beint upp og niður halla. Dragið úr hraða þegar taka á krappar beygjur eða þegar beygt er í halla. Forðist að taka beygjur í halla þar sem það er hægt.

    • Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er á blautu yfirborði, á miklum hraða eða með fullhlaðna vinnuvél. Stöðvunartími lengist þegar fullur farmur er á vinnuvélinni. Skiptið yfir í lægri gír áður en ekið er upp eða niður halla.

    • Forðist að nema staðar og taka af stað skyndilega. Ekki fara úr bakkgír í framgír eða öfugt án þess að stöðva vinnuvélina alveg.

    • Forðist krappar beygjur, skyndilegar stefnubreytingar og annan glæfraakstur sem getur valdið því að ökumaðurinn missi stjórn á vinnuvélinni.

    • Hafið gætur á umhverfinu þegar vinnuvélinni er beygt eða ekið aftur á bak. Gangið úr skugga um að svæðið sé autt og haldið öllum nærstöddum fyrir utan vinnusvæðið. Akið varlega.

    • Hægið á og sýnið aðgát í beygjum og þegar vinnuvélinni er ekið yfir vegi eða gangstíga. Umferð frá hægri á alltaf réttinn.

    • Verið alltaf vakandi fyrir og forðist hindranir fyrir ofan vinnuvélina, svo sem trjágreinar, dyrastafi, göngubrýr o.s.frv. Tryggið að nægt rými sé fyrir ofan ökutækið og höfuð ökumanns.

    • Vinnið eingöngu á vinnuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota vinnuvélina þegar hætta er á eldingum.

    • Ef óvissa ríkir um örugga notkun skal hætta vinnu og ráðfæra sig við yfirmann.

    • Skiljið vinnuvélina ekki eftir eftirlitslausa þegar dráttartækið er í gangi.

  • Tryggið að vinnuvélin sé tengd við dráttartækið fyrir hleðslu.

  • Ekki aka með meiri þyngd en hleðslumörk vinnuvélarinnar eða dráttartækisins segja til um.

  • Stöðugleiki farms getur verið breytilegur – til dæmis hefur hár farmur hærri þungamiðju. Lækkið hámarkshleðslumörkin til að tryggja betri stöðugleika, ef þörf er á.

  • Gerið eftirfarandi til að forðast að vinnuvélin velti:

    • Fylgist vel með hæð og þyngd farmsins. Hærri og þyngri farmur getur aukið hættu á að vinnuvélin velti.

    • Dreifið farminum jafnt, fram og aftur og til hliðanna.

    • Sýnið aðgát í beygjum og forðist hættulegar stefnubreytingar.

    • Tryggið alltaf að vinnuvélin sé tengd við ökutækið fyrir hleðslu.

    • Setjið ekki stóra eða þunga hluti í skammtarann. Það getur skemmt færibandið og keflin. Tryggið einnig að áferð farmsins sé samfelld. Vinnuvélin getur óvænt skotið út litlum steinum í sandinum.

  • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

    • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    • Drepið á vinnuvélinni.

    • Setjið stöðuhemilinn á.

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

    • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

  • Ekki standa fyrir aftan vinnuvélina við losun.

  • Losið farminn af dreifaranum eða aftengið hann frá ökutækinu á jafnsléttu.

  • Tryggið að vinnuvélin sé tengd við dráttartækið fyrir losun.

  • Slökkvið á tengitækinu þegar vinnuvélin nálgast fólk, ökutæki, heimkeyrslur eða gangbrautir.

  • Ef vinnuvélin er búin vökvahemlum í eftirvagni getur vökvinn í vökvarásinni ofhitnað við mikla notkun hemlanna. Notið alltaf lægri gír þegar farið er niður langar brekkur. Notið bremsurnar með hléum til að leyfa kælingu fyrir bæði ökutækið og dreifarann.

Öryggi í halla

  • Farið yfir tæknilýsinguna fyrir ökutækið til að tryggja að því sé ekki ekið í of miklum halla.

  • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar vinnuvélinni er ekið í halla.

  • Stjórnandinn þarf að meta og kanna aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

  • Stjórnandinn verður að fara yfir hallaupplýsingarnar sem taldar eru upp hér að neðan fyrir notkun vinnuvélarinnar í halla. Hafið vinnuskilyrði dagsins í huga til að ákvarða hvort nota eigi vinnuvélina á vinnusvæðinu. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun vinnuvélarinnar í halla.

  • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja vinnuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar. Beygið hægt og rólega.

  • Vinnið ekki á vinnuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleiki eru skert.

  • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að vinnuvélin velti.

  • Hafið í huga að vinnuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að vinnuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á vinnuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli vinnuvélarinnar og hvers kyns hættu.

Vinnuvélin studd með valfrjálsum tjakk

Notið tjakkinn þegar vinnuvélin er losuð frá dráttarvélinni.

  1. Fjarlægið splittboltann.

  2. Snúið tjakknum lóðrétt (Mynd 11).

    g280875
  3. Festið hann við rörafestinguna með splittboltanum (Mynd 11).

  4. Lengið tjakkinn til að styðja við vinnuvélina.

Geymsla tjakksins (aukabúnaður)

  1. Tengið vinnuvélina við dráttartækið.

  2. Setjið tjakkinn í efstu stöðu.

  3. Fjarlægið splittboltann.

  4. Snúið tjakknum lárétt (Mynd 12).

    g280874
  5. Festið tjakkinn við rörafestinguna með splittboltanum (Mynd 12).

Notkun vinnuvélarinnar

Important: Lesið alltaf til hlítar notendahandbók dráttarvélarinnar áður en vinnuvélin er notuð.

  1. Gangsetjið dráttarvélina; frekari upplýsingar eru í notendahandbók dráttarvélarinnar.

  2. Áður en efni er bætt á skammtarann skal aka dráttarvélinni og dreifaranum til að ganga úr skugga um að reimin hreyfist mjúklega.

    Note: Þegar vinnuvélin er notuð í köldu veðri; sjá Undirbúningur fyrir notkun í köldu veðri.

  3. Setjið sand eða annað efni sem á að dreifa í skammtarann; sjá Skammtarinn hlaðinn.

    Important: Ef skammtarinn er ofhlaðinn geta dekkin flast út til hliðanna og skilið eftir för á flötunum í fyrstu umferðunum. Athugið loftþrýsting í öllum hjólbörðum; sjá Loftþrýstingur hjólbarða kannaður

  4. Flytjið vinnuvélina á svæðið sem á að dreifa á.

  5. Stillið skömmtunarhliðið á æskilegan streymishraða og læsið stöðu hliðsins með læsingarhnúð skömmtunarhliðsins.

    Þegar sandur er borinn á skal skoða frekari upplýsingar í Streymishraði sands.

  6. Best er að færa dráttarvélina í LáGA stöðu. Akið dráttarvélinni áfram á æskilegum aksturshraða.

  7. Ýtið á handstýringarrofa til að hefja eða stöðva flæði efnis úr dreifaranum.

Skammtarinn hlaðinn

  • Hámarksmagn efnis í skammtarann er 0,7 m³.

  • Yfirleitt vegur þurr sandur 1602 kg/m³ og blautur sandur 1922 til 2082 kg/m³. Yfirálag verður á vinnuvélinni ef meira en 930 kg af sandi eru sett í skammtarann.

  • Dreifið jafnt úr hleðslunni í allar áttir.

  • Flutningur eða dreifing með fullri hleðslu getur valdið því að sandurinn færist til. Þessi tilfærsla á sér oftast stað þegar snúið er við, farið upp eða niður brekkur, skyndileg hraðabreyting á sér stað eða ekið er yfir óslétt yfirborð. Hlass á hreyfingu getur það valdið veltu. Sýnið aðgát við flutning eða dreifingu með fulla hleðslu.

  • Þungur farmur eykur hemlunarvegalengd og dregur úr getu þinni til að snúa hratt við án þess að velta.

Streymishraði sands

Streymishraði sands fer eftir stillingu hliðsins. Sandur er með mismunandi raka og grófleika (kornastærð), sem hefur áhrif á streymishraða. Taka þarf tillit til þessara þátta þegar ákveðið er hversu mikinn sand þarf fyrir dreifinguna. Prófið lítið svæði til að ákvarða rétt magn. Opnið hliðið á hærra kvarðamerki til að auka streymishraða.

Vinnuvélin er yfirborðsdrifin sem tryggir jafnt streymi milli flata þegar hún er dregin á 3,2 til 13 km/klst.

Varúðarráðstafanir fyrir sand

Vinnuvélin er búin sveigjanlegum skömmtunarhliðskanti (Mynd 13) og fjaðrandi losunarbúnaði til að minnka líkur á því að sandklumpar eða steinar festist meðan á notkun stendur. Til að tryggja langan endingartíma færibandsins skal sigta út eða leita að beittum steinum í sandinum sem geta skemmt færibandið.

g012651

Undirbúningur fyrir notkun í köldu veðri

Hægt er að nota vinnuvélina í köldu veðri þótt það takmarkist við grip drifhjólanna. Með ákveðnum takmörkunum er hægt að nota vinnuvélina til að dreifa blöndu af salti/sandi á gangstéttir sem hálkuvörn. PVC-plastið í færibandinu verður mjög stíft í köldu veðri og þá þarf meira afl til að stjórna færibandinu. Endingartími færibandsins styttist um u.þ.b. 50% þegar það er notað við hitastig undir 5°C.

Important: Ekki nota dreifarann við hitastig sem er -7°C eða lægra.

  1. Strekkið færibandið með því að stilla gormþrýstinginn á 101 mm; sjá Strekking færibandsins.

  2. Keyrið færibandið áður en efni er sett á skammtarann til að tryggja að færibandakerfið hreyfist óhindrað.

    Important: Ef færibandskefli/drifkefli rennur til getur það valdið skemmdum á færibandi eða kefli.

Important: Áður en vinnuvélin er notuð í hlýju veðri skal stilla strekkingu færibandsins á 112 mm gormþrýsting.

Ábendingar um notkun

  • Efnisnotkunarkerfi dreifarans er yfirborðsdrifið þannig að draga þarf vinnuvélina til að athuga virkni færibandsins og burstans.

  • Dreifing virkar best þegar vinnuvélin er dregin á 3,2 til 13 km/klst. Vinnuvélin lagar sig að breytingum á ökuhraða og mun veita stöðuga dreifingu þótt ökuhraðinn breytist þegar farið er eina umferð yfir flötina. Stjórnandi vinnuvélar/umsjónarmaður ætti að velja stillingu hliðsins (hækkun/lækkun um 1/8 í einu, alveg upp í 13) og taka eina umferð til að finna út hvort streymishraðinn sé ásættanlegur.

    Þegar sandur er borinn á skal skoða frekari upplýsingar í Streymishraði sands.

  • Þegar vinnuvélin fer af stað hefst notkunin þegar handstýringarrofinn er virkjaður. Stjórnandi gæti þurft að æfa sig í að hefja og stöðva flæði efnis á viðkomandi svæði flatar eða teigs.

  • Gangið úr skugga um að dreifarinn sé rétt tengdur við dráttartækið áður en skammtarinn er hlaðinn til að koma í veg fyrir að hann sporðreisist eða aðra óvænta hreyfingu beislisins. Ekki losa dreifarann frá dráttartækinu á meðan efni er í skammtaranum. Beislið getur snúist upp og valdið meiðslum.

  • Dreifarinn er breiðari en flestar dráttarvélar. Áður en ekið er í gegnum þröngt svæði eins og hlið, dyragætt o.s.frv. skal athuga breidd þess áður en haldið er áfram og hafa nóg pláss til að geta snúið vinnuvélinni við.

  • Dreifarinn bætir aukinni dráttarþyngd við dráttarvélina. Akið varlega.

    • Akið hvorki á þjóðvegum né á almennum vegum.

    • Hægið alltaf á dráttarvélinni áður en komið er að beygju og þegar beygja er tekin.

    • Hægið alltaf á dráttarvélinni þegar ekið er á ókunnugu svæði eða yfir gróft yfirborð.

    • Hægið alltaf á dráttarvélinni þegar akstursstefnu er breytt eða áður en hún er stöðvuð.

    • Þegar vinnuvélinni er snúið eða ekið í brekku skal alltaf hægja á dráttarvélinni, síðan snúa vinnuvélinni til að missa ekki stjórn og hugsanlega velta henni.

    • Ekki taka skyndilegar eða krappar beygjur. Ekki breyta skyndilega um akstursstefnu í halla, brekku, á skábraut eða svipuðu yfirborði.

    • Stillið alltaf hraða dráttarvélarinnar í samræmi við undirlagið, t.d. blautt eða hált yfirborð, lausan sand eða möl, í litlu skyggni eins og dimmri eða bjartri lýsingu, þoku, úða eða rigningu.

    • Sýnið sérstaka aðgát þegar ekið er með þungan farm niður halla eða brekku. Akið ökutækinu beint upp og niður halla eða brekkur þegar það er hægt. Akið ekki þvert á halla, ef því er við komið. Hætta er á að vinnuvélin velti, sem getur valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

    Viðvörun

    Alvarleg meiðsli verða ef dráttartækið sporðreisist eða veltur í brekku.

    • Aldrei skal reyna að snúa dráttartækinu við ef það stöðvast eða vélin drepur á sér í brekku.

    • Bakkið alltaf beint aftur niður brekku í bakkgír.

    • Ekki bakka niður brekku í hlutlausum gír eða með því að stíga á kúplinguna og nota aðeins hemlana.

    • Ekki bæta plötum á hliðarnar eða ofan á skammtarann til að auka burðargetuna. Viðbótarþyngdin mun valda því að dráttartækið sporðreisist eða veltur sem leiðir til alvarlegra meiðsla.

    • Akið ekki þvert í brekku, akið alltaf beint upp eða niður. Forðist að taka beygjur í brekku. Ekki sleppa kúplingunni“ eða hemla harkalega. Skyndileg hraðabreyting getur valdið veltu.

  • Á þröngum svæðum þar sem ekki er hægt að aka í beinni línu yfir flöt, má bakka vinnuvélinni inn á svæðið án skaða og hefja dreifingu þegar ekið er áfram.

  • Lítið aftur fyrir áður en bakkað er af stað og gætið þess að enginn sé fyrir aftan. Bakkið rólega og fylgist vel með vinnuvélinni.

  • Gætið fyllstu varúðar og hægið á þegar vinnu- og dráttarvélinni er bakkað.

  • Ráðlagður hámarksdráttarhraði vinnuvélarinnar er 24 km/klst. þegar hún er tóm og 13 km/klst. þegar hún er hlaðin. Eins og á við um alla eftirvagna skal ávallt sýna aðgát þegar tekin er beygja eða ekið aftur á bak. Verið vakandi fyrir fólki eða hlutum í grennd við akstursleið dreifarans.

  • Gætið að umferð þegar ekið er við eða yfir vegi. Víkið alltaf fyrir gangandi vegfarendum og öðrum ökutækjum.

  • Ef dreifarinn byrjar að titra óeðlilega mikið skal stöðva dráttarvélina, setja stöðuhemilinn á, drepa á vélinni, taka lykilinn úr og bíða þar til allir hlutir á hreyfingu hafa stöðvast. Gera við slit eða skemmdir áður en vinnuvélin er dregin.

  • Ef hljóð vegna holumyndun byrjar að heyrast á meðan vinnuvélinni er ekið yfir golfvöllinn skal hægja ferðina, fara aftur með hana í viðhald og greina orsökina. Ekki draga á meiri hraða en 13 km/klst. Þessi vinnuvél var ekki hönnuð til að aka um á þjóðvegum. Innri vökvakerfisíhlutir munu skemmast ef vinnuvélin er dregin á meira hraða en 24 km/klst.

  • Áður en viðhaldsvinnu er sinnt eða breytingar gerðar á dreifaranum:

    • Stöðvið dráttarvélina og setjið stöðuhemilinn á.

    • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

  • Gætið þess að festingar séu vel hertar. Setjið í alla íhluti sem voru fjarlægðir í viðhaldsvinnunni eða þegar breytingar voru gerðar.

  • Gætið þess að hjólaskóflan eða smáskóflan rekist ekki í og skemmi skammtarann þegar hann er fylltur af efni til dreifingar. Þótt skammtarinn sé hannaður nógu breiður fyrir flestar skóflur er hann ekki nógu sterkbyggður til að þola högg, sem gæti beyglað málmplötuna.

  • Best er að fylla á með þurru efni, en þó er hægt að dreifa blautum sandi með vinnuvélinni. Hugsanlega þarf að breyta stillingu hliðsins en efnið ætti að flæða út og dreifast nokkuð jafnt og þétt. Ef færibandið rennur til skal athuga strekkingu þess og fjarlægja uppsafnað efni.

  • Kornastærð og raki efnis sem á að dreifa getur verið mismunandi. Efnið getur einnig innihaldið óhreinindi sem geta annaðhvort skemmt gróður eða vinnuvélar til notkunar á flötum. Hafið alltaf umsjón með uppruna efnis sem ætlað er til dreifingar og farið varlega við meðhöndlun efnis og hleðslu.

  • Hæðargler er hægra megin að framan á skammtaranum til að fylgjast með eftirstandandi efni við dreifingu. Gott er að kíkja inn um hæðarglerið og skoða magn í skammtara áður en dreifing er hafin til að tryggja að efnið klárist ekki í miðri umferð.

  • Sérstakir hreyfanlegir driföxlar á vinnuvélinni eru hannaðir til að knýja stöðugt vökvakerfið þegar vinnuvélinni er ekið yfir óslétt yfirborð flatar eða teigs. Farið ávallt hægt í stalla til að koma í veg fyrir skyndilegt átak öxlana á grassverðinum og til að minnka líkur á að hjólför myndist þegar farið er inn á flötina.

    Viðvörun

    Hætta er á að flækjast í eða klemmast á milli snúningshluta vinnuvélarinnar.

    Haldið öruggri fjarlægð frá bursta og færibandi á meðan búnaðurinn er í gangi.

  • Örugg notkun hefst áður en dreifaranum er ekið út fyrir vinnu dagsins. Lesið til hlítar notkunarleiðbeiningarnar í notendahandbók Toro Workman eða annarra dráttarvéla áður en dreifarinn er notaður.

Eftir notkun

Öryggi eftir notkun

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en þjónustu er sinnt eða stífla er losuð. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

  • Forðist mjúkt undirlag vegna þess að upphækkanlegi fóturinn gæti sokkið og valdið því að vinnuvélin velti.

  • Drepið á vinnuvélinni þegar hún er flutt eða ekki í notkun.

  • Haldið öllum hlutum vinnuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

  • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar og setjið nýjar í stað merkinga sem vantar.

Viðhald

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Öryggi við viðhaldsvinnu

  • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

    • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    • Drepið á vinnuvélinni.

    • Setjið stöðuhemilinn á.

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

    • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

  • Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

  • Framkvæmið aðeins viðhald samkvæmt leiðbeiningum í þessari handbók. Ef þörf er á miklum viðgerðum eða notandi vill leita aðstoðar skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

  • Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

  • Ekki athuga eða breyta keðjustrekkingunni þegar vél ökutækisins er í gangi.

  • Losið varlega uppsafnaðan þrýsting í íhlutum.

  • Setjið alltaf búkka undir vinnuvélina þegar unnið er undir henni.

  • Eftir viðhald eða breytingar á vinnuvélinni skal ganga úr skugga um að allar hlífar séu á sínum stað.

  • Haldið öllum hlutum vinnuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

  • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

  • Notið eingöngu upprunalega varahluti frá Toro til að tryggja örugga notkun og bestu afköst vinnuvélarinnar. Varahlutir frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Eftir fyrstu klukkustundina
  • Herðið felgubolta.
  • Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Herðið felgubolta.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum.
  • Athugið vökvaleiðslur og slöngur
  • Kannið stöðu glussa.
  • Á 40 klukkustunda fresti
  • Athugið stöðu og slit bursta.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Smyrjið í alla smurkoppa.
  • Herðið felgubolta.
  • Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann þegar ráðlagður glussi var ekki notaður eða þegar fyllt var á geyminn með vökva af annarri gerð.
  • Skiptið um glussann þegar ráðlagður glussi var ekki notaður eða þegar fyllt var á geyminn með vökva af annarri gerð.
  • Á 1.000 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussasíuna ef ráðlögð glussasía er notuð.
  • Á 2.000 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann ef ráðlagður glussi er notaður.
  • Undirbúningur fyrir viðhald

    Viðhald undirbúið

    1. Slökkvið á handstýringarrofanum fyrir dreifarann.

    2. Færið vinnuvélina á jafnsléttu.

    3. Setjið stöðuhemil dráttarvélarinnar á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    Vinnuvélinni lyft

    1. Tæmið skammtarann.

    2. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    3. Notið hlífðarplöturnar sem lyftipunkta.

      g012654
    4. Notið búkka til að styðja við vinnuvélina.

    5. Þegar unnið er í hjólunum skal snúa þeim upp eða niður til að sjá felguboltana.

      Important: Ef hjólin eru fjarlægð og þau sett á skal herða felguboltana eins og tilgreint er í Hersla felguboltanna. Röng hersla getur valdið bilun á hjóli eða að það losni undan.

    Smurning

    Forskrift fyrir smurfeiti

    Litíumfeiti nr. 2

    Smurning á legum og fóðringum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Smyrjið í alla smurkoppa.
    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Smyrjið hvern smurkopp eins og lýst er í smurkoppatöflu með tiltekinni smurfeiti.

    Smurkoppatafla

    StaðsetningMagn
    Rúlluskaftslega (Mynd 15)4
    Burstaskaftslega (Mynd 15)1
    Snúningslega (Mynd 16)4
    Hjólalega (Mynd 16)4

    Important: Smyrjið legurnar þannig að smá feiti komi út á milli lega og húsa. Of mikil feiti getur valdið ofhitnun eða skemmdum á þéttingum.

    g012652
    g012653

    Note: Smyrjið ekki drifkeðjurnar nema þær verði stífar af ryði. Ef keðjan ryðgar skal smyrja hana létt með þurri gerð af smurefni. Þetta dregur úr líkum á að sandur eða annað dreifingarefni safnist fyrir og festist við keðjuna.

    Viðhald drifkerfis

    Loftþrýstingur hjólbarða kannaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum.
    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Kannið loftþrýsting í hjólbörðum.

      Loftþrýstingurinn á að mælast 138 til 207 kPa (20 til 30 psi).

    3. Ef loftþrýstingur í dekkjum er of lágur eða of hár skal bæta við lofti eða fjarlægja loft úr dekkjum þar til loftþrýstingurinn mælist 138 til 207 kPa (20 til 30 psi).

    Hersla felguboltanna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu klukkustundina
  • Herðið felgubolta.
  • Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Herðið felgubolta.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Herðið felgubolta.
  • Important: Ef ekki er viðhaldið réttri herslu getur það valdið bilun á hjóli eða að það losni undan.

    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Herðið 20 felgubolta í 109 til 122 N m.

    Strekking hjóladrifskeðjunnar

    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Losið um burðarbolta og rær sem festa glussamótorinn/dæluna við öxulfestingu (Mynd 17).

      g012661
    3. Snúið keðjuhjólasamstæðu mótors (Mynd 17) þar til hjóladrifskeðjan sveigist um 3,2 mm.

      Note: Aðgengi að keðjunni er í gegnum opið í neðri hluta öxulfestingar.

      Important: Ekki spenna keðjuna of mikið því þá slitnar hún hraðar. Ekki spenna keðjuna of lítið því það veldur sliti á keðjuhjóli.

    4. Herðið festiboltana.

    Strekking færibandakeðjunnar

    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Fjarlægið keðjuhlífina (Mynd 18).

      g012659
    3. Losið um bolta og rær sem festa mótorinn og keðjuhjólasamstæðuna við aðalgrindina (Mynd 19).

    4. Snúið mótor og keðjuhjólasamstæðu (Mynd 19) í festiraufum þar til færibandskeðjan sveigist um 3,2 mm.

      Important: Ekki spenna keðjuna of mikið því þá slitnar hún hraðar. Ekki spenna keðjuna of lítið því það veldur sliti á keðjuhjóli.

      g012660
    5. Herðið festibolta (Mynd 19).

    6. Setjið keðjuhlíf (Mynd 18) á.

    Viðhald reimar

    Strekking færibandsins

    Þegar færibandið er rétt stillt ætti þjöppuð lengd hvers þrýstigorms að vera 112 mm. Stillið færibandið sem hér segir:

    1. Tæmið skammtarann.

    2. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    3. Losið aftari festiróna (Mynd 20).

      g012662
    4. Stillið fremri festiróna og þjappið gorminn í 112 mm.

    5. Herðið festiróna að aftan.

    6. Endurtakið skref 3 til 5 á hinni hlið vinnuvélarinnar.

    7. Mælið fjarlægðina á milli miðpunkta beltarúlluskaftanna á hvorri hlið vinnuvélarinnar til að tryggja að mælingarnar séu eins (Mynd 21).

      Jöfn fjarlægð mælist u.þ.b. 895 mm.

      g012663

    Skipt um færiband

    Vinnuvélin undirbúin

    1. Tæmið skammtarann.

    2. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    3. Athugið hvort skammtaraþétti eru slitin og skömmtunarhliðskantur með slitnar brúnir (Mynd 22).

      Skiptið út slitnum eða skemmdum íhlutum til að tryggja rétta notkun nýja færibandsins.

      g012664

    Færibandskeðja fjarlægð

    1. Fjarlægið keðjuhlífina (Mynd 23).

      g012659
    2. Fjarlægið höfuðhlekk af keðjunni og takið keðjuna af litla keðjuhjólinu (Mynd 24).

      Ef þörf krefur skal losa um bolta mótorsins til að fjarlægja höfuðhlekkinn.

      g012666

    Sleðabrautin tekin í sundur

    1. Losið um fremri og aftari festirærnar á spennustönginni til að losa gormspennuna (Mynd 25).

      g012667
    2. Á báðum hliðum vinnuvélarinnar skal fjarlægja 2 bolta, 2 skinnur og 2 lásrær sem festa skammtarann við sleðagrindurnar (Mynd 26).

      g012668
    3. Snúið skammtaranum aftur á bak og hallið honum upp að vegg, stólpa, stiga o.s.frv. (Mynd 27).

      Important: Ekki láta skammtarann hvíla á afturhluta vinnuvélarinnar til að koma í veg fyrir skemmdir á burstanum eða vökvatengjunum.Gætið þess að skammtaranum sé snúið yfir miðju og/eða hann látinn hvíla upp við vegg eða stólpa til að koma í veg fyrir að hann falli óvart á svæðið sem unnið er á (Mynd 27).

      g012669
    4. Á hægri hlið vinnuvélarinnar skal losa um 2 bolta sem festa sleðagrindina við hægri hlífðargrindina (Mynd 28). Gangið úr skugga um að boltarnir séu nógu lausir svo hægt sé að reisa upp sleðabrautina.

      g012670
    5. Á vinstri hlið vinnuvélarinnar skal fjarlægja 2 bolta og 2 skinnur sem festa sleðagrindina við vinstri hlífðargrindina (Mynd 29).

      g012671

    Færibandið tekið af

    Skerið færibandi í sundur og takið af rúllunum.

    Færiband sett á

    1. Stingið lyftistöng í gegnum opið á vinstri sleðagrindinni og lyftið stönginni til að reisa grindina örlítið upp; sjá Mynd 29 í Sleðabrautin tekin í sundur.

    2. Setjið færibandið yfir lyftistöngina og rúllurnar eins langt og hægt er.

    3. Stingið færibandsverkfæri úr plasti á milli hverrar rúllu og færibands.

      Snúið rúllunum þar til hvert verkfæri er staðsett utan á hverri rúllu. Stingið verkfærinu fram hjá rifu í miðju færibandsins.

    4. Rennið færibandi og færibandsverkfæri lengra inn á rúllur þar til færibandið er fyrir miðju á rúllunum.

    5. Fjarlægið færibandsverkfæri.

    6. Hagræðið færibandinu þannig að rifa færibandsins passi í raufar hverrar rúllu.

    Sleðabrautin sett saman

    1. Á vinstri hlið vinnuvélarinnar skal setja sleðagrindina á vinstri hlífðargrindina (Mynd 30) með 2 boltum og 2 skinnum sem voru fjarlægð í Sleðabrautin tekin í sundur og herða boltana.

      g012671
    2. Á hægri hlið vinnuvélarinnar skal herða 2 bolta sem festa sleðagrindina við hægri hlífðargrindina (Mynd 31).

      g012670
    3. Leggið skammtarann varlega niður á sleðagrindurnar; sjá Mynd 27 af Sleðabrautin tekin í sundur.

    4. Á báðum hliðum vinnuvélarinnar skal festa skammtarann við sleðagrindurnar (Mynd 32) með 2 boltum, 2 skinnum og 2 lásróm sem voru fjarlægð í Sleðabrautin tekin í sundur.

      g012668
    5. Strekkið færibandið; sjá Strekking færibandsins.

    Uppsetning færibandskeðjunnar

    1. Komið keðjunni fyrir á litla keðjuhjólinu og festið hana með höfuðhlekknum (Mynd 33).

      g012666
    2. Ef losað er um bolta mótorsins skal strekkja færibandskeðjuna, sjá Strekking færibandakeðjunnar.

    3. Setjið keðjuhlífina (Mynd 34) á.

      g012659

    Viðhald vökvakerfis

    Öryggi tengt vökvakerfi

    • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    Glussalagnir og slöngur skoðaðar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið vökvaleiðslur og slöngur
  • Leitið daglega eftir leka, beygluðum lögnum, lausum festingum, sliti, lausum tengjum, veðrun og tæringu af völdum íðefna á glussalögnum og slöngum. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir fyrir notkun vinnuvélarinnar.

    Forskriftir fyrir glussa

    Geymirinn er fylltur í verksmiðju með hágæða glussa. Athugið hæð glussans áður en vélin er gangsett í fyrsta sinn og daglega þar á eftir, sjá Staða glussa könnuð.

    Ráðlagður glussi fyrir glussaskipti: Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid sem fæst í 19 l fötum eða 208 l tunnum.

    Note: Þegar notaður er ráðlagður vökvi á vinnubílnum er ekki þörf á því að skipta eins oft um vökva og síur.

    Aðrar gerðir af glussa: Í tilvikum þegar Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid er ekki tiltækur er hægt að nota aðra hefðbundna jarðolíuglussa með sömu forskriftir og alla tilgreinda efnislega eiginleika og uppfylla staðla í iðnaði. Notið ekki syntetískan vökva. Leitið ráða hjá söluaðila smurefnisins til að fá ábendingar um hentugan glussa.

    Note: Toro tekur enga ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa og þar af leiðandi skal eingöngu nota vörur frá áreiðanlegum framleiðendum sem geta ábyrgst vörur sínar.

    Glussi með slitvörn og háan seigjuvísi/lág rennslismörk, ISO VG 46

    Efniseiginleikar: 
     Seigja, ASTM D445cSt @ 40°C 44 til 48
     Seigjustuðull, ASTM D2270140 eða hærri
     Rennslismark, ASTM D97-37°C til -+45°C
     Forskriftir iðnaðarstaðla:Eaton Vickers 694 (I-286-S, M-2950-S/35VQ25 eða M-2952-S)

    Note: Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Important: Þolmikill, sérframleiddur og vistvænn glussi frá Toro er eini sérframleiddi, lífbrjótanlegi glussinn samþykktur af Toro. Slíkur glussi er samhæfur við gúmmílíkið sem er notað í vökvakerfum Toro og hentar til notkunar við ólík hitastig. Slíkur glussi er samhæfur við hefðbundnar jarðolíur. Hins vegar ætti að vökvakerfið vandlega með hefðbundnum glussa til að ná fram hámarks lífbrjótanleika og afköstum. Olían fæst í 19 l fötum eða 208 l tunnum hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Staða glussa könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið stöðu glussa.
    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Hreinsið svæðið í kringum áfyllingarstút og lok glussageymisins og takið lokið af (Mynd 35).

      g280776
    3. Kannið stöðu glussans.

      Staðan ætti að vera 1/2 leið upp að síunni í áfyllingarstútnum (Mynd 35).

    4. Bætið tilgreindum glussa á ef staðan er lág.

    5. Setjið lokið á glussageyminn (Mynd 35).

    Skipt um glussasíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann þegar ráðlagður glussi var ekki notaður eða þegar fyllt var á geyminn með vökva af annarri gerð.
  • Á 1.000 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussasíuna ef ráðlögð glussasía er notuð.
    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Hreinsið svæðið í kringum síu og glussagrein, komið fyrir afrennslispönnu undir síunni og fjarlægið síuna (Mynd 36).

      g280778
    3. Smyrjið pakkningu nýju síunnar með tilgreindum glussa; sjá Forskriftir fyrir glussa.

    4. Hreinsið festisvæði síunnar á glussagreininni (Mynd 36).

    5. Þræðið síuna á síufestinguna að pakkningagrein, herðið síðan síuna um hálfan snúning.

    6. Dragið vinnuvélina til að knýja vökvakerfið og athugið hvort vökvakerfið leki.

    Skipt um glussann

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann þegar ráðlagður glussi var ekki notaður eða þegar fyllt var á geyminn með vökva af annarri gerð.
  • Á 2.000 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann ef ráðlagður glussi er notaður.
  • Rúmtak glussageymis: u.þ.b. 9,5 l

    Important: Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro ef glussinn mengast því tappa verður af öllu vökvakerfinu. Mengaður glussi virðist mjólkurlitaður eða svartur þegar hann er borinn saman við hreina olíu.

    1. Framkvæmið skrefin í Viðhald undirbúið.

    2. Komið fyrir afrennslispönnu með 9,5 l rúmtak undir glussagreininni (Mynd 37).

      g280774g280775
    3. Fjarlægið bakflæðisslönguna af tenginu á glussagreininni og tappið öllum glussanum af (Mynd 37).

    4. Setjið bakflæðisslönguna á og herðið (Mynd 37).

    5. Hreinsið svæðið í kringum áfyllingarstút og lok glussageymisins og takið lokið af; sjá (Mynd 35 í Staða glussa könnuð).

    6. Bætið við u.þ.b. 9,5 l af tilgreindum glussa; sjá Forskriftir fyrir glussa.

      Important: Notið eingöngu tilgreindan glussa. Annar glussi getur valdið skemmdum á íhlutum vökvakerfisins.

    7. Athugið glussastöðuna og bætið nógu miklu við eins og lýst er í Staða glussa könnuð.

      Important: Ekki yfirfylla geyminn af glussa.

    8. Setjið lokið á glussageymi; sjá Mynd 35 íStaða glussa könnuð.

    Viðhald bursta

    Staða og slit bursta skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 40 klukkustunda fresti
  • Athugið stöðu og slit bursta.
  • Burstinn verður að komast í næga snertingu við færibandið til að dreifa úr efni dreifarans án þess þó að það takmarki snúning burstans. Hægt er að setja stífan pappír á milli færibandsins og burstans til að athuga stillinguna.

    1. Setjið stífan pappír á milli færibandsins og burstans til að athuga stillinguna.

    2. Gangið úr skugga um að burstinn sé í sömu hæð yfir alla lengdina.

    3. Kannið ástand á hárum burstans.

      Skiptið um bursta ef hárin eru mikið slitin. Skiptið um bursta eða stillið stöðu burstans ef hárin eru mismikið notuð; sjá Staða burstans stillt.

    Staða burstans stillt

    Note: Ef rakt dreifingarefni er notað gæti þurft að stilla stöðu burstans þannig að hárin sópi efni á milli eyrna færibandsins án þess að vera í of mikilli snertingu við sjálft færibandið.

    1. Losið um rærnar sem festa leguhúsið (Mynd 38) við hægri hlið vinnuvélarinnar.

      g012657
    2. Losið um rærnar sem festa burstamótorinn (Mynd 39) við vinstri hlið vinnuvélarinnar.

      g012658
    3. Rennið burstanum í stöðu hægra megin og herðið rærnar.

    4. Rennið burstanum í stöðu vinstra megin og herðið rærnar.

    5. Setjið stífan pappír á milli burstans og færibandsins.

      Burstinn verður að vera í sömu hæð yfir alla lengdina.

    6. Herðið rærnar ef burstastaðan er rétt.

      Ef burstastaðan er ekki rétt skal endurtaka skref 1 til 6.

    Þrif

    Vinnuvélin þrifin

    • Þrífið vinnuvélina vandlega, sérstaklega skammtarann að innan. Hreinsið allan sand úr skammtaranum og af svæði færibandsins.

    • Notið eingöngu vatn eða mild hreinsiefni til að þrífa vinnubílinn eftir þörfum. Nota má tusku til að þrífa vinnubílinn.

    Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa vinnubílinn.

    Important: Ekki nota háþrýstibúnað til að þrífa vinnubílinn. Þvottur með háþrýstibúnaði getur skemmt rafkerfið, losað um mikilvægar merkingar eða skolað í burtu mikilvægri smurfeiti af núningsstöðum. Forðist mikla notkun vatns við leiðslur og glussagrein.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    • Drepið á vinnubílnum, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnubílnum að kólna áður en hann er stilltur, þjónustaður, þrifinn eða settur í geymslu.

    • Geymið ekki vinnubílinn eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

    Undirbúningur vinnuvélar fyrir geymslu

    • Leggið vinnuvélinni á hörðu og sléttu undirlagi, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en stigið er af vinnuvélinni.

    • Þegar valfrjálsi tjakkurinn er settur á skal snúa honum úr láréttri stöðu (við akstur) í lóðrétta stöðu.

    • Þrífið dreifarann vandlega, sérstaklega skammtarann að innan. Hreinsa á allan sand úr skammtaranum og af svæði færibandsins.

    • Herðið allar festingar.

    • Smyrjið í alla smurkoppa og legur. Þurrkið af umframsmurefni.

    • Geyma skal tækið á skuggsælum stað til að lengja endingartíma færibandsins. Þegar það er geymt úti er mælt með því að hylja skammtarann með yfirbreiðslu.

    • Athugið strekkingu drifkeðjunnar. Stillið strekkinguna, ef með þarf.

    • Athugið strekkingu færibandsins. Stillið strekkinguna, ef með þarf.

    • Þegar dreifari er tekin úr geymslu skal athuga hvort færibandið hreyfist mjúklega áður en efni er bætt í skammtarann.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Erfitt er að tengja eða aftengja víra stjórntækis.
    1. Dráttarvélin er með rangan tengil.
    2. Tengingar til að kveikja/slökkva hafa víxlast fyrir hemlaleiðslur.
    1. Kaupið aukabeisli af viðurkenndum dreifingaraðila Toro.
    2. Lagfærið tengingarnar.
    Það er erfitt að draga dreifarann með dráttarvélinni.
    1. Hjólamótorarnir/dælurnar snúast ekki.
    2. Kveikt er á segulliða hemils.
    3. Glussinn er heitur.
    1. Vökvaleiðslan snýr öfugt.
    2. Kannið rafleiðslur.
    3. Leiðréttið ástandið.
    Glussi lekur úr vinnuvélinni.
    1. Laus tengi.
    2. Olíusían er laus.
    3. O-hring vantar á tengi.
    4. Of mikill glussi er í glussageyminum.
    1. Herðið tengin.
    2. Herðið olíusíuna.
    3. Komið fyrir O-hringnum sem vantar.
    4. Tappið glussa af geyminum.
    Færibandið og/eða burstinn virkar ekki.
    1. Leiðslur segulliðans eru ekki að gefa 12 V.
    2. Handstýringarrofinn er slitinn eða skemmdur.
    3. Glussamótorarnir/dælurnar snúast ekki.
    4. Færibandið snuðar.
    1. Athugið öryggi og rafmagnstengingar.
    2. Athugið leiðni í gegnum rofann og athugið díóðuna í raftengi segulliða.
    3. Athugið hjóladrifskeðjuna.
    4. Athugið strekkingu færibandsins.
    Færibandið er vanstillt eða fer af sporinu.
    1. Rúllurnar eru ekki jafnt miðjaðar.
    2. Færiband er rangt strekkt.
    3. Lásrær legunnar sem festa rúlluna eru ekki hertar.
    4. Rifa færibandsins fellur ekki að rauf í rúllunum.
    1. Stilla fjarlægð til hliðanna.
    2. Gangið úr skugga um að þjöppun gormanna sé eins á hvorri hlið vinnuvélarinnar.
    3. Herðið lásrær legunnar.
    4. Hagræðið rifu færibandsins þannig að hún falli að rauf í rúllunum.

    Útlistanir

    Yfirlit yfir vökvakerfi 138-5972

    g280721

    Rafmagnsteikning 100-7687

    g269551