Note: Endurnýtið allan festingavélbúnað sem var fjarlægður og var ekki skipt úr með vélbúnaði í settinu.

Vinnubíllinn undirbúin

  1. Leggið vinnubílnum á jafnsléttu.

  2. Setjið stöðuhemilinn á.

  3. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

g038447

Farmpallur settur í viðhaldsstöðu

Note: Ef dráttarbitinn er settur upp á vélinni verður að fjarlægja hann áður en pallurinn er settur í viðhaldsstöðu.

Setjið stífuna í viðhaldsstöðuna (Mynd 2).

g036022

Uppsetning lyftiarma

GraphicGraphicGraphic
1x5x5x
  1. Fjarlægið fyrirliggjandi bolta og ró úr rörinu á afturgrindinni (rammi A af Mynd 3).

    Note: Fleygið boltanum og rónni.

  2. Fjarlægið fyrirliggjandi plastskrúfurnar tvær úr rörinu á afturgrindinni (rammi B af Mynd 3).

    Note: Geymið báðar skrúfurnar.

  3. Setjið lyftiarmana á rörið á afturgrindinni með því að nota fimm kragabolta (⅜ x 2-½ to.) og fimm kragarær (⅜ to.), eins og sýnt er í ramma C af Mynd 3.

    Herðið kragaboltana (⅜ x 2½ to.) í 37 til 45 N∙m.

  4. Setjið plastskrúfurnar tvær sem voru fjarlægðar áður upp aftur í rörið á afturgrindinni (rammi D af Mynd 3).

g381446

Uppsetning lyftikrækju

Graphic
1x
  1. Fjarlægið fyrirliggjandi boltana tvo úr farmpallsstönginni (rammi A af Mynd 4).

  2. Notið boltana tvo til að setja lyftikrækjuna upp á farmpallsstöngina og herðið boltana í 15 til 16 N∙m, eins og sýnt er í ramma B af Mynd 4.

g035996

Uppsetning lyftiplötu

GraphicGraphic
1x6x
  1. Fjarlægið fyrirliggjandi boltana sex og pallspelkurnar af farmpallinum (rammi A af Mynd 5).

    Note: Fleygið boltunum og pallspelkunum.

  2. Notið boltana sex til að setja lyftikrækjuna upp á farmpallsstöngina og herðið boltana í 15 til 16 N∙m, eins og sýnt er í ramma B af Mynd 5.

g035960

Uppsetning hreyfiliða

Eingöngu vinnubílar með blýsýrurafgeymi
GraphicGraphicGraphic
1x1x1x

Important: Eingöngu skal setja hreyfiliðastoppið upp á vinnubílum með blýsýrurafgeymi; ekki setja hreyfiliðastoppið upp á vinnubílum með Li-ion rafhlöðum.

Setjið hreyfiliðann upp á festikraga rafhlöðubakka með því að nota boltann og róna (Mynd 6).

g035998

Uppsetning öryggis

Graphic
1x

Setjið öryggið(15 A) upp í öryggjaboxinu (Mynd 7, Mynd 8, Mynd 9 og Mynd 10).

Fyrir sett af gerðinni 07143 með raðnúmeri vinnubíls 403448000 og eldra

g379041

Fyrir sett af gerðinni 07144 með raðnúmeri vinnubíls 403446000 og eldra

g282496

Fyrir sett af gerðinni 07143 með raðnúmeri vinnubíls 403448001 og nýrra

g282493

Fyrir sett af gerðinni 07144 með raðnúmeri vinnubíls 403446001 og nýrra

g282495

Uppsetning rofa

Raðnúmer vinnuvélar 411599999 og fyrir

Graphic
1x
  1. Fjarlægið plasthlífina af mælaborðinu (rammi A af Mynd 11).

    Note: Fleygið plasthlífinni.

  2. Isetjið upp rofatengilinn um opið á mælaborðinu (rammi B af Mynd 11).

  3. Setjið rofann upp á rofatenglilinn (rammi C af Mynd 11).

  4. Gætið þess að rofinn snúi rétt(rammi D af Mynd 11).

g036019

Raðnúmer vinnuvélar 411600000 og eftir

Graphic
1x
  1. Skerið út opið á mælaborðsmerkingunni fyrir rofann (kassi A af Mynd 12).

  2. Isetjið upp rofatengilinn um opið á mælaborðinu (rammi B af Mynd 12).

  3. Setjið rofann upp á rofatenglilinn (rammi C af Mynd 12).

  4. Gætið þess að rofinn snúi rétt(rammi D af Mynd 12).

g378587

Uppsetning lyftitjakks

GraphicGraphicGraphicGraphic
1x2x2x1x

Important: Notið kapalfestingu til að festa leiðsluna á lyftitjakkinum við leiðsluknippið, fjarri hvössum eða hreyfanlegum hlutum. Gætið þess að hafa nægilegan slaka á leiðsluknippinu til að það geti hreyfst í allar mögulegar áttir.

  1. Setjið upp lyftitjakkinn með því að nota splittbolta og klofsplitti (rammi A af Mynd 13).

  2. Tengið leiðsluknippið og festið það við brautirnar á vinnubílnum með kapalfestingunum (rammi B af Mynd 13).

  3. Snúið lyftitjakknum í hring upp á við, í 45° horn, og notið svo blokk til að styðja við lyftitjakkinn (rammi C af Mynd 14).

  4. Ýtið rofanum upp á við til að lengja lyftitjakkinn (rammi D af Mynd 14).

  5. Setjið framlengda hluta lyftitjakksins upp á pallinn með því að nota splittbolta og klofsplitti (rammi E af Mynd 14).

g036021

Important: Notið blokk til að styðja við lyftitjakkinn, þannig að hann teygi sig fram í 45° horni.

g185788

Fjarlægið stífusamstæðuna

Fjarlægið boltana tvo (⅜ x 2½ to.), kragarærnar 2 (⅜ to.) og boltana 3 (5/16 x ¾ to.) úr stífusamstæðunni og fjarlægið svo stífusamstæðuna (Mynd 15).

g036807

Notkun

Important: Hætta er á veltu ef ekið er með pallinn uppi. Hætta er á skemmdum á grind pallsins ef ekið er með pallinn uppi.

  • Aðeins má aka vinnubílnum þegar pallurinn er niðri.

  • Þegar efni hefur verið sturtað af pallinum er pallurinn látinn síga.

Varúð

Pallurinn getur verið þungur og valdið hættu á að kremjast fyrir hendur og aðra líkamshluta.

Haldið höndum og öðrum líkamshlutum í öruggri fjarlægð þegar pallurinn er látinn síga niður.

Klinku á palli læst og aflæst

Important: Aflæsið klinkunni á pallinum þegar rafmagnslyftan er notuð til að hækka pallinn eða láta hann síga.

Important: Læsið klinkunni á pallinum þegar tengibúnaður að aftan er notaður.

Til að aflæsa klinkunni á pallinum skal toga hana í átt að stjórnanda (Mynd 16).

Til að læsa klinkunni á pallinum skal toga festingu klinkunnar í átt að miðju vinnubílsins, þar til það heyrist smellur þegar hún læsist á réttum stað (Mynd 16).

g037384

Pallurinn hækkaður og látinn síga

Important: Aflæsið klinkunni á pallinum þegar rafmagnslyftan er notuð til að hækka pallinn eða láta hann síga.

Ýtið rofanum upp til að hækka pallinn (Mynd 17).

Ýtið rofanum miður til að láta pallinn síga (Mynd 17).

g036086