Inngangur

Þessi vinnuvél er notuð til að úða á gras og er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Úðarinn er sérstaklega hannaður fyrir úðun á vel viðhöldnum grasflötum í almenningsgörðum, á golfvöllum, íþróttavöllum og atvinnusvæðum.

Þessi vinnuvél er sérstaklega hönnuð fyrir notkun utan vega og henni er ekki ætlað að vera ekið mikið á almenningsvegum. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

g237021

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar 2 orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Notkun vélarinnar á skógivaxið, runnavaxið eða grasivaxið landsvæði telst brjóta í bága við almenningsauðlindalöggjöf Kaliforníu, hluta 4442 eða 4443, nema vélin sé búin neistavara, samkvæmt skilgreiningu í hluta 4442, henni sé haldið í góðu vinnuástandi eða hún hefur verið byggð, útbúin og viðhaldið þannig að komið sé í veg fyrir eldsvoða.

Meðfylgjandi notendahandbók fyrir vél inniheldur upplýsingar um umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og útblástursreglugerð Kaliforníu fyrir útblásturskerfi, viðhald þeirra og ábyrgð. Hægt er að panta varahluti hjá framleiðanda vélarinnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Vélarútblástur frá þessari vöru inniheldur efni sem Kaliforníuríki eru kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Rafgeymaskaut og tengihlutir innihalda blý og blýsambönd, efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Hætta er á meiðslum við ranga notkun eða rangt viðhald af hendi stjórnanda eða eiganda. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu (Mynd 2), sem merkir Aðgát, Viðvörun eða Hætta – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Þessi vinnuvél er hönnuð í samræmi við tilskipun SAE J2258.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið meiðslum á fólki. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

  • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vélin er gangsett.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnubílnum. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Notið viðeigandi hlífðarbúnað til að varast snertingu við íðefni. Íðefni sem notuð eru í úðarakerfinu kunna að vera hættuleg og eitruð.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota vinnubílinn án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á vinnubílnum og í nothæfu ástandi.

  • Haldið öruggri fjarlægð frá losunarsvæði úðastútanna og úðafoki. Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins.

  • Aldrei skal leyfa börnum að vinna á vinnuvélinni.

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en stigið er af vinnuvélinni. Leyfið vinnubílnum að kólna áður en hann er stilltur, þjónustaður, þrifinn eða settur í geymslu.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Ekki er farið yfir öll tengitæki sem hægt er að nota með þessari vinnuvél í þessari handbók. Frekari öryggisupplýsingar eru í notendahandbókinni sem fylgir með hverju tengitæki.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal106-9206
decal120-0616
decal120-0617
decal120-0622
decal125-4125
decal125-4128
decal125-4129
decal125-6694
decal133-8062
decal137-4289
decal125-8114
decal127-3935
decal127-3937
decal127-3939
decal127-6976
decal127-6979
decal127-6981
decal127-6982
decal127-6984
decal130-8293
decal144-6007
decal133-0382
decal127-3941

Uppsetning

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnubílsins út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Note: Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á frekari upplýsingum um úðastjórnkerfið skal ráðfæra sig við notandahandbókina sem fylgir kerfinu.

Important: Þessi úðari er seldur án úðastúta.Kaupa verður stútana og setja þá upp til að hægt sé að nota úðarann. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro til að fá upplýsingar um hvaða sett og aukabúnaður eru í boði. Eftir að stútarnir hafa verið settir upp og áður en úðarinn er notaður í fyrsta sinn skal kvarða úðarennslið og hjáveituloka hlutans svo að þrýstingur og úðahraði sé sá sami fyrir alla hluta þegar slökkt er á einum eða fleiri hlutum. Frekari upplýsingar eru í Úðarennsli kvarðað og Hjáveitulokar hlutar kvarðaðir.

Uppsetning á áfyllingarstút með sogvörn

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

90° tengi1
Hraðtengi1
Millistykki fyrir slöngu1
Festing fyrir áfyllingarstút1
Kragabolti (5/16 x 3/4 to.)1
Slanga með sogvörn1
  1. Setjið festingu áfyllingarstútsins yfir skrúfgatið á geyminum og festið hana með kragabolta (5/16 x 3/4 to.) eins og sýnt er á Mynd 3.

    g001488
  2. Stingið snittaða enda 90° hnésins í gegnum festinguna og skrúfið hraðtengið upp á hann svo það liggi þétt við festinguna (Mynd 3).

    Note: Komið hnénu fyrir þannig að opni endinn snúi að stóra opinu á festingunni og í átt að opinu á geyminum svo að vatnið fari í boga inn í geyminn þegar hann er fylltur.

  3. Festið millistykkið fyrir slönguna við hraðtengið (Mynd 3).

  4. Læsið millistykkinu með því að snúa sveifunum í átt að millistykkinu og festa þær með klofsplittum (Mynd 3).

  5. Stingið slöngu með sogvörn í gegnum stóra opið á festingunni og festið hana á hrjúfa endann á 90° hnénu (Mynd 3).

    Important: Ekki lengja slönguna svo hún komist í snertingu við vökvann í geyminum.

Yfirlit yfir vöru

g033285
g033286
g204239

Inngjafarfótstig

Inngjafarfótstigið (Mynd 7) gerir notanda kleift að breyta aksturshraða úðarans. Aksturshraðinn eykst eftir því sem stigið er fastar á fótstigið. Ef fótstiginu er sleppt hægir úðarinn á sér og snúningshraði vélarinnar fer niður í lausagang.

g023035

Kúplingsfótstig

Stíga þarf kúplingsfótstigið (Mynd 7) alveg niður til að aftengja tengslin þegar vélin er gangsett eða skipt er um gír. Sleppið fótstiginu rólega með gírskiptinguna í gír til að koma í veg fyrir óþarfa slit á gírskiptingunni og tengdum íhlutum.

Important: Ekki halda fæti á kúplingsfótstiginu við akstur. Sleppa þarf kúplingsfótstiginu alveg því annars fer kúplingin að snuða – sem myndar hita og slit. Aldrei skal nota kúplinguna til að halda vinnuvélinni í kyrrstöðu í halla; það kann að skemma kúplinguna.

Hemlafótstig

Notið hemlafótstigið til að stöðva eða hægja á úðaranum (Mynd 7).

Varúð

Hemlar geta slitnað eða verið rangt stilltir, sem veldur meiðslum á fólki.

Ef hægt er að stíga hemlafótstigið það langt niður að minna en 2,5 cm (1 to.) eru að gólfi skal stilla eða lagfæra hemlana.

Stöðuhemill

Stöðuhemillinn er stór stöng vinstra megin við sætið (Mynd 8). Setjið stöðuhemilinn á þegar farið er úr sætinu til að koma í veg fyrir að úðarinn færist óvænt til. Togið stöngina upp og aftur til að setja stöðuhemilinn á. Ýtið henni áfram og niður til að taka stöðuhemilinn af. Ef úðaranum er lagt í miklum halla skal setja stöðuhemilinn á og setja skorður við þá hlið hjólanna sem vísar niður í hallann.

g023036

Brekkuaðstoð

Brekkuaðstoð kemur í veg fyrir að úðarinn renni eða kippist til með því að halda honum tímabundið í halla þegar þú færir fótinn af hemlafótstiginu yfir á inngjafarfótstigið. Stígið á kúplinguna og fast á hemlafótstigið til að virkja brekkuaðstoð. Þegar brekkuaðstoðin er virk birtist brekkuaðstoðartáknið á upplýsingaskjánum; sjá hugbúnaðarhandbók Multi Pro 1750-úðara. Brekkuaðstoð heldur vinnuvélinni í tvær sekúndur eftir að hemlafótstiginu er sleppt.

Note: Brekkuaðstoðin heldur vinnuvélinni aðeins tímabundið, ekki er hægt að nota hana í staðinn fyrir stöðuhemilinn.

Driflæsing

Driflæsingin býður upp á læsingu afturöxulsins til að auka grip. Hægt er að setja driflæsinguna (Mynd 6) á þegar úðarinn er á ferð. Færið stöngina fram og til hægri til að setja driflæsinguna á.

Note: Hugsanlega þarf að aka vinnuvélinni áfram og beygja örlítið til að setja driflæsinguna á eða taka hana af.

Varúð

Sé vinnuvélinni beygt með driflæsinguna virka getur það valdið því að notandi missi stjórn á vinnuvélinni.

Ekki vinna með driflæsinguna á ef taka þarf krappar beygjur eða aka hratt; sjá Notkun driflæsingar.

Innsog

Innsogið er lítill hnúður fyrir aftan hraðasviðsvalið (Mynd 6). Togið innsogið upp til að gangsetja kalda vél. Þegar vélin er komin í gang er innsogið stillt af til að tryggja mjúkan gang. Ýtið innsoginu niður í SLöKKTA stöðu eins fljótt og auðið er. Heit vél þarf aðeins lítið eða ekkert innsog.

Hraðasviðsval

Hraðasviðsvalið (Mynd 6) er með fimm stöður: þrjá gíra áfram, HLUTLAUSAN GíR og BAKKGíR. Aðeins er hægt að gangsetja vélina þegar hraðasviðsvalið er í HLUTLAUSRI stöðu.

Sviss

Svissinn (Mynd 6) er með þrjár stöður: STöðVUNARSTöðU, GANGSTöðU og GANGSETNINGARSTöðU. Snúið lyklinum réttsælis í GANGSETNINGARSTöðU til að gangsetja vélina og sleppið honum í GANGSSTöðU þegar vélin hefur verið gangsett. Snúið lyklinum í STöðVUNARSTöðU til að drepa á vélinni.

Aðalljósarofi

Kveikið og slökkvið á rofanum til að stjórna aðalljósunum (Mynd 6). Ýtið honum fram til að kveikja á ljósunum og aftur til að slökkva á þeim.

Inngjafar-/hraðalássrofi

Þegar hraðasviðsvalið er í HLUTLAUSRI stöðu er hægt að nota inngjafarfótstigið til að auka snúningshraða vélarinnar og ýta síðan rofanum undir upplýsingaskjánum fram til að stilla vélina á þann hraða. Þetta er nauðsynlegt til að keyra íðefnahristing þegar vinnuvélin er kyrrstæð eða nota tengitæki á borð við handúðara (Mynd 6).

Important: Til að rofinn virki verður hraðasviðsvalið að vera í HLUTLAUSRI stöðu og stöðuhemillinn á.

Eldsneytismælir

Eldsneytismælirinn er ofan á eldsneytisgeyminum, vinstra megin á vinnuvélinni, og sýnir magn eldsneytis í geyminum.

Aðalhlutarrofi

Aðalhlutarrofinn (Mynd 6) er á hlið stjórnborðsins hægra megin við ökumannssætið. Með honum er hægt að ræsa og stöðva úðunina. Ýtið á rofann til að kveikja eða slökkva á úðakerfinu.

Rofar fyrir vinstri, mið- og hægri hluta

Rofarnir fyrir vinstri, mið- og hægri hluta eru á stjórnborðinu (Mynd 6). Ýtið viðkomandi rofa fram til að kveikja á samsvarandi hluta og aftur til að slökkva á honum. Þegar kveikt er á rofanum logar ljós á honum. Þessir rofar hafa aðeins áhrif á úðakerfið þegar kveikt er á aðalhlutarofanum.

Dælurofi

Dælurofinn er á stjórnborðinu, hægra megin við sætið (Mynd 6). Ýtið þessum rofa fram til að kveikja á dælunni eða aftur til að stöðva hana.

Important: Aðeins er hægt að kveikja á rofanum þegar vélin er í hægum lausagangi til að koma í veg fyrir skemmdir á dæludrifinu.

Úðahraðarofi

Úðahraðarofinn er á stjórnborðinu, hægra megin við sætið (Mynd 6). Ýtið rofanum fram og haldið honum inni til að auka þrýsting í úðakerfinu, eða ýtið honum aftur og haldið honum inni til að minnka þrýstinginn.

Eftirlitsrofi (hraðalæsing)

Eftirlitsrofinn er á stjórnborðinu, hægra megin við sætið (Mynd 6). Snúið lyklinum rangsælis í LæSTA stöðu til að gera úðahraðarofann óvirkan og koma þannig í veg fyrir að einhver breyti úðahraðanum óvart. Snúið lyklinum réttsælis í OPNA stöðu til að virkja úðahraðarofann.

Lyftirofar fyrir bómuhluta

Lyftirofarnir fyrir bómuhluta eru á stjórnborðinu og eru notaðir til að lyfta ytri bómuhlutunum.

Vinnustundamælir

Vinnustundamælirinn sýnir heildarfjölda klukkustunda sem vélin hefur verið í gangi. Þessi tala er sýnd á fyrstu skjámynd upplýsingaskjásins. Vinnustundamælirinn fer í gang þegar lyklinum er snúið í GANGSTöðU.

Staðsetning froðumerkingarrofa (aukabúnaður)

Ef froðumerkingarsettið er uppsett er rofum sem stjórna aðgerðum þess bætt á stjórnborðið. Úðarinn er seldur með plasttöppum á þessum stöðum.

Stýriloki (hraðastjórn)

Þessi loki, sem er fyrir aftan geyminn (Mynd 9), stjórnar vökvamagninu sem veitt er til hlutanna eða bakflæðinu í geyminn.

g204247

Aðalhlutarloki

Aðalhlutarlokinn (Mynd 9) stýrir rennslinu til rennslismælisins og hlutalokanna.

Rennslismælir

Rennslismælirinn mælir rennslishraða vökvans sem upplýsingaskjákerfið notar (Mynd 9).

Hjáveitulokar hluta

Þessir lokar kveikja eða slökkva á hægri, mið- og vinstri hlutunum (Mynd 9).

Afsláttarloki fyrir hjáveitu hlutar

Afsláttarlokinn fyrir hjáveitu hlutar beinir vökvarennsli fyrir hluta í geyminn þegar slökkt er á hlutanum. Hægt er að stilla hjáveitu hlutar til að tryggja að þrýstingur hlutans sé stöðugur óháð því hversu mögum hlutum er kveikt á. Frekari upplýsingar eru í Hjáveitulokar hluta stilltir.

Hristingsloki

Þessi loki er aftan á geyminum (Mynd 9). Þegar kveikt er á hristingi er rennslinu beint í gegnum hrististútana í geyminum. Þegar slökkt er á hristingi er rennslinu beint í gegnum dælusogið.

Þrýstimælir

Þrýstimælirinn er á stjórnborðinu (Mynd 6). Þessi mælir sýnir þrýsting vökvans í kerfinu í psi og kPa.

LCD-upplýsingaskjár

LCD-upplýsingaskjárinn birtir upplýsingar um vinnuvélina og rafhlöðuna, t.d. núverandi hleðslustöðu, hraða, greiningarupplýsingar og fleira (Mynd 6).

Nánari upplýsingar eru í hugbúnaðarhandbók Multi Pro 1750.

Hristingsspjaldloki

Hristingsspjaldlokinn er notaður til að draga úr rennslinu sem er í boði fyrir hristingsrásina. Hann eykur rennsli til hlutanna.

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

Þyngd með hefðbundnu úðakerfi, tómt, án stjórnanda953 kg
Þyngd með hefðbundnu úðakerfi, fullt, án stjórnanda1678 kg
Hámarksheildarþyngd ökutækis (GVW) (á jafnsléttu)1814 kg
Heildarlengd með hefðbundnu úðakerfi343 cm
Heildarhæð með hefðbundnu úðakerfi191 cm
Heildarhæð með hefðbundnu úðakerfi að toppi hlutanna sem geymdir eru í X“-stöðu246 cm
Heildarbreidd með hefðbundnum úðakerfishlutum sem geymdir eru í X“-stöðu178 cm
Fríbil frá jörðu14 cm
Hjólhaf155 cm
Rúmtak geymis (með CE 5% yfirflæði)662 l (175 bandarísk gallon)

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnubílsins út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við vinnuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Kynnið ykkur örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

    • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    • Setjið gírskiptinguna í HLUTLAUSA stöðu (beinskipting) eða í STöðUGíR (sjálfskipting).

    • Setjið stöðuhemilinn á.

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

    • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

  • Lærið að stöðva vinnuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

  • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota vinnuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

  • Ekki nota vinnuvélina ef hún virkar ekki rétt eða er skemmd á einhvern hátt. Leiðréttið vandann áður en vinnuvélin eða tengitækið er notað.

  • Tryggið að öll glussaleiðslutengi séu vel hert og allar slöngur séu í góðu ástandi áður en þrýstingi er hleypt á kerfið.

Öryggi í kringum eldsneyti

  • Gætið ýtrustu varúðar við meðhöndlun eldsneytis. Það er mjög eldfimt og eldsneytisgufur eru sprengifimar.

  • Drepið í sígarettum, vindlum, pípum og öðrum kveikjuvöldum.

  • Notið eingöngu samþykkt eldsneytisílát.

  • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á eldsneytisgeyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

  • Fyllið hvorki á né tappið af eldsneyti í lokuðu rými.

  • Geymið ekki vinnubílinn eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  • Ef eldsneyti hellist niður skal ekki reyna að gangsetja vélina og forðast að kveikja minnsta neista þar til eldsneytisgufurnar hafa dreifst.

Efnaöryggi

Íðefni sem notuð eru í úðarakerfinu kunna að vera hættuleg og fólki og dýrum og þau kunna að skemma plöntur, jarðveg og aðrar eignir.

  • Lesið upplýsingarnar um hvert íðefni. Neitið að nota eða vinna á úðaranum ef þessar upplýsingar eru ekki til staðar.

  • Áður en unnið er við úðarakerfi skal ganga úr skugga um að það hafi verið hlutleyst og skolað þrisvar í samræmi við ráðleggingar framleiðenda íðefna og að allir lokar hafi verið opnaðir og lokaðir þrisvar sinnum.

  • Tryggið að nægilegt magn af hreinu vatni og sápu sé í grenndinni og þvoið strax af íðefni sem komist er í snertingu við.

  • Lesið vandlega og fylgið viðvörunarmerkingum íðefna og öryggisblöðum fyrir íðefni sem notuð eru og fylgið varúðarráðstöfunum í samræmi við ráðleggingar framleiðanda íðefnisins.

  • Verjið ávallt líkamann þegar íðefni eru notuð. Notið viðeigandi persónuhlífar til að varast snertingu við íðefni, t.d. eftirfarandi:

    • hlífðargleraugu og/eða andlitshlíf

    • efnaþolinn búning

    • öndunar- eða hlífðargrímu

    • efnaþolna hanska

    • gúmmístígvél eða annan sterkbyggðan skófatnað

    • hrein föt, sápu og einnota þurrkur til að þrífa með

  • Fáið rétta þjálfun áður en íðefni eru notuð eða meðhöndluð.

  • Notið rétt íðefni fyrir verkið.

  • Fylgið leiðbeiningum framleiðanda íðefnisins varðandi notkun efnisins á öruggan hátt. Ekki fara yfir ráðlagðan notkunarþrýsting kerfisins.

  • Ekki fylla á, kvarða eða hreinsa vinnuvélina á meðan fólk, sérstaklega börn, eða gæludýr eru á svæðinu.

  • Meðhöndlið íðefni á vel loftræstu svæði.

  • Neytið ekki matar, drykkjar eða tóbaks meðan unnið er nálægt íðefnum.

  • Ekki hreinsa úðastúta með því að blása í gegnum þá eða setja þá í munninn.

  • Þvoið alltaf hendur og önnur óvarin svæði eins fljótt og hægt er eftir að unnið er með íðefni.

  • Geymið íðefni í upprunalegum umbúðum og á öruggum stað.

  • Fargið ónotuðum íðefnum og íðefnaílátum á viðeigandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda íðefnisins og staðbundnum reglum.

  • Íðefni og gufur eru hættulegar; aldrei má fara inn í geyminn eða setja höfuðið yfir eða í opið á geyminum.

  • Fylgið öllum lögum og reglugerðum fyrir dreifingu eða úðun íðefna.

Vinnuvélin undirbúin

Smurolía athuguð

Vélin er afhent með olíu í sveifarhúsinu. Engu að síður verður að kanna hæð smurolíunnar fyrir og eftir fyrstu gangsetningu vélarinnar.

  1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

  2. Takið olíukvarðann úr og strjúkið af honum með hreinum klút (Mynd 10).

  3. Stingið olíukvarðanum í rörið og gangið úr skugga um að hann sé kyrfilega fastur. Fjarlægið olíukvarðann og athugið olíuhæðina.

    g023037
  4. Ef olíuhæðin er lág skal fjarlægja áfyllingarlokið af lokahlífinni (Mynd 10) og hella olíu í áfyllingaropið þar til olíuhæðin nær upp að FULL-merkinu á olíukvarðanum. Frekari upplýsingar um rétta olíugerð og seigjustig eru í Smurolíuvinna.

    Note: Fyllið hægt á og athugið olíuhæðina jafnóðum meðan á áfyllingu stendur. Yfirfyllið ekki.

  5. Festið olíukvarðann tryggilega.

Loftþrýstingur í hjólbörðum kannaður

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum á átta klukkustunda fresti eða daglega.
  • Setjið 138 kPa (20 psi) af lofti í hjólbarðana. Leitið einnig eftir sliti eða skemmdum á hjólbörðunum.

    Note: Skiptið um slitna eða skemmda hjólbarða.

    Áfylling eldsneytis

    Eldsneytisforskrift

    JarðolíueldsneytiNotið blýlaust bensín með oktantölu upp á 87 eða hærri (flokkunaraðferð (R+M)/2).
    Etanólblandað eldsneytiNotið blýlausa bensínblöndu með allt að 10% etanóli (blýlaust bensín+etanól) eða 15% MTBE (metýltertbútýleter). Etanól og MTBE eru ekki eins.
    Ekki má nota bensín með 15% etanóli (E15). Aldrei nota bensín sem inniheldur meira en 10% etanól, svo sem E15 (15% etanólinnihald), E20 (20% etanólinnihald) eða E85 (allt að 85% etanólinnihald). Notkun bensíns sem ekki hefur verið samþykkt getur valdið neikvæðum áhrifum á afköst og/eða skemmdum á vél sem ekki falla undir ábyrgð.

    Important: Notið aðeins hreint, nýtt eldsneyti (ekki eldra en 30 daga) til að ná sem bestum árangri.

    • Ekki nota bensín sem inniheldur metanól.

    • Ekki geyma bensín í eldsneytisgeyminum eða eldsneytisílátum yfir vetrartímann nema notað sé varðveisluefni fyrir eldsneyti.

    • Ekki blanda olíu saman við bensín.

    Fyllt á eldsneytisgeyminn

    Rúmtak eldsneytisgeymisins er u.þ.b. 19 l.

    Note: Eldsneytisgeymirinn inniheldur mæli sem sýnir eldsneytishæð; athugið hann oft.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Hreinsið svæðið í kringum eldsneytislokið (Mynd 11).

      g023038
    3. Skrúfið eldsneytislokið af.

    4. Fyllið geyminn þar til eldsneytisyfirborðið er um 2,5 cm frá efsta hluta geymisins (neðri brún áfyllingarstútsins).

      Note: Þetta býður upp á útþenslurými fyrir eldsneytið. Yfirfyllið ekki geyminn.

    5. Festið eldsneytislokið tryggilega á geyminn.

    6. Þurrkið upp eldsneyti sem hellist niður.

    Tilkeyrsla nýrrar vinnuvélar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 100 klukkustundirnar
  • Fylgið eftirfarandi viðmiðunarreglum fyrstu 100 vinnustundirnar til að tryggja rétt afköst og langan endingartíma úðarans:
    • Athugið vélaolíu- og vökvahæð reglulega og verið vakandi fyrir vísbendingum um að einhver íhluti úðarans sé að ofhitna.

    • Eftir að köld vél er gangsett skal gefa henni um 15 sekúndur til að hitna áður en hraði er aukinn.

    • Til að fínstilla hemlakerfið skal slípa (tilkeyra) hemlana á eftirfarandi hátt:

      1. Hellið 454 l af vatni í geyminn.

      2. Færið vinnuvélina á opið og slétt svæði.

      3. Akið vinnuvélinni á fullum hraða.

      4. Stígið hratt á hemlana.

        Note: Stöðvið vinnuvélina í beinni línu án þess að læsa hjólbörðunum.

      5. Bíðið í 1 mínútu til að leyfa hemlunum að kólna.

      6. Endurtakið skref 3 til 5 9 sinnum í viðbót.

    • Forðist að þenja vélina.

    • Akið úðaranum á breytilegum hraða við notkun. Forðist að taka hratt af stað og stöðva snögglega.

    • Upplýsingar um sérstakar, tíðar skoðanir eru í .

    Úðarinn undirbúinn

    Val á stút

    Note: Skoðið leiðbeiningarnar um val á stút sem eru fáanlegar í gegnum viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    Hægt er að setja allt að þrjá mismunandi stúta á úðahausana. Gerið eftirfarandi til að velja þann stút sem óskað er eftir:

    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, drepið á vélinni og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Stillið aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu og stillið úðadælurofann á SLöKKTA stöðu.

    3. Snúið úðahausunum í átt að réttum stút.

    4. Framkvæmið rennsliskvörðun fyrir úðara; sjá Úðarennsli kvarðað.

    5. Framkvæmið kvörðun á hjáveituloka hlutar; sjá Hjáveitulokar hlutar kvarðaðir.

    Val á sogsíu

    Staðalbúnaður: 50 möskva sogsía (blá)

    Notið töfluna fyrir sogsíur til að auðkenna möskvann fyrir úðastútana sem notaðir eru út frá íðefnum eða lausnum með sama seigjustig og vatn.

    Tafla með sogsíum

    Litakóði úðastúts (rennslishraði)Möskvastærð*Litakóði síu
    Gulur (0,2 gallon/mín.)50Blár
    Rauður (0,4 gallon/mín.)50Blár
    Brúnn (0,5 gallon/mín.)50 (eða 30)Blár (eða grænn)
    Grár (0,6 gallon/mín.)30Grænn
    Hvítur (0,8 gallon/mín.)30Grænn
    Blár (1,0 gallon/mín.)30Grænn
    Grænn (1,5 gallon/mín.)30Grænn
    *Möskvastærð sogsíanna í þessari töflu byggist á úðaefnum eða lausnum með sama seigjustig og vatn.

    Important: Þegar þykkari íðefnum eða lausnum með lausnardufti (með hærra seigjustig) er úðað gæti þurft að nota grófari möskva fyrir valfrjálsu sogsíuna; sjá Mynd 12.

    g214212

    Þegar úðað er með meiri úðahraða skal íhuga að nota valfrjálsa sogsíu með grófari möskva; sjá Mynd 13.

    g214214

    Val á þrýstisíu

    Tiltækar möskvastærðir eru meðal annars:

    Staðalbúnaður: 50 möskva sogsía (blá)

    Notið töfluna fyrir þrýstisíur til að auðkenna möskvann fyrir úðastútana sem notaðir eru út frá íðefnum eða lausnum með sama seigjustig og vatn.

    Tafla með þrýstisíum

    Litakóði úðastúts (rennslishraði)Möskvastærð*Litakóði síu
    Eftir þörfum fyrir íðefni eða lausnir með lágt seigjustig eða lítinn úðahraða100Grænn
    Gulur (0,2 gallon/mín.)80Gulur
    Rauður (0,4 gallon/mín.)50Blár
    Brúnn (0,5 gallon/mín.)50Blár
    Grár (0,6 gallon/mín.)50Blár
    Hvítur (0,8 gallon/mín.)50Blár
    Blár (1,0 gallon/mín.)50Blár
    Grænn (1,5 gallon/mín.)50Blár
    Eftir þörfum fyrir íðefni eða lausnir með hátt seigjustig eða mikinn úðahraða30Rauður
    Eftir þörfum fyrir íðefni eða lausnir með hátt seigjustig eða mikinn úðahraða16Brúnn
    *Möskvastærð þrýstisíanna í þessari töflu er byggð á úðaefnum eða lausnum með seigju sem jafngildir vatni.

    Important: Þegar þykkari íðefnum eða lausnum með lausnardufti (með hærra seigjustig) er úðað gæti þurft að nota grófari möskva fyrir valfrjálsu þrýstisíuna; sjá Mynd 14.

    g214211

    Þegar úðað er með meiri úðahraða skal íhuga að nota valfrjálsa þrýstisíu með grófari möskva; sjá Mynd 15.

    g214240

    Val á síu í enda stúts (aukabúnaður)

    Note: Notið valfrjálsa síu í enda stúts til að vernda enda úðastútsins og auka endingu hans.

    Notið töfluna fyrir síu í enda stúts til að auðkenna möskvann fyrir úðastútana sem notaðir eru út frá íðefnum eða lausnum með sama seigjustig og vatn.

    Tafla fyrir síu í enda stúts

    Litakóði úðastúts (rennslishraði)Möskvastærð síu*Litakóði síu
    Gulur (0,2 gallon/mín.)100Grænn
    Rauður (0,4 gallon/mín.)50Blár
    Brúnn (0,5 gallon/mín.)50Blár
    Grár (0,6 gallon/mín.)50Blár
    Hvítur (0,8 gallon/mín.)50Blár
    Blár (1,0 gallon/mín.)50Blár
    Grænn (1,5 gallon/mín.)50Blár
    *Möskvastærð stútsíanna í þessari töflu byggist á úðaefnum eða lausnum með sama seigjustig og vatn.

    Important: Þegar þykkari íðefnum eða lausnum með lausnardufti (með hærra seigjustig) er úðað gæti þurft að nota grófari möskva fyrir valfrjálsu endasíuna; sjá Mynd 16.

    g214246

    Þegar úðað er með meiri úðahraða skal íhuga að nota endasíu með grófari möskva; sjá Mynd 17.

    g214245

    Fyllt á geymana

    Fyllt á ferskvatnsgeyminn

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í ferskvatnsgeyminn.

    Note: Ferskvatnsgeymirinn er notaður til að veita ferskvatn til að þvo íðefni af húð, úr augum eða af öðru yfirborði ef útsetning á sér stað.

    Fyllið ávallt ferskvatnsgeyminn af hreinu vatni áður en íðefni eru meðhöndluð eða blönduð.

    • Til að fylla á geyminn skal skrúfa lokið af efst á geyminum, fylla geyminn af ferskvatni og setja lokið á (Mynd 18).

    • Til að opna kranann á ferskvatnsgeyminum skal snúa sveifinni á krananum (Mynd 18).

    g239015

    Fyllt á úðageyminn

    Setjið upp valfrjálsa forblöndunarsettið fyrir íðefni til að tryggja sem besta blöndun og hreinlæti ytri geymisins.

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    Important: Gangið úr skugga um að íðefnin sem notuð verða henti fyrir notkun með VitonTM (sjá merkimiða framleiðanda; þar ætti að koma fram ef þau eru ekki samhæf). Notkun á íðefni sem ekki er samhæft VitonTM skemmir O-hringina í úðaranum, sem veldur leka.

    Important: Gangið úr skugga um að réttur úðahraði hafi verið stilltur áður en geymirinn er fylltur af íðefnum.

    1. Hreinsið frostlöginn úr úðakerfinu með því að keyra hlutana.

    2. Stöðvið úðarann á jafnsléttu, færið hraðasviðsvalið í HLUTLAUSA stöðu, drepið á vélinni og setjið stöðuhemilinn á.

    3. Gangið úr skugga um að afrennslisloki geymisins sé lokaður.

    4. Ákvarðið magn vatns sem þarf til að blanda það magn íðefnis sem þarf samkvæmt fyrirmælum framleiðanda íðefnisins.

    5. Opnið lokið á úðageyminum.

      Note: Lokið á úðageyminum er efst á miðjum geyminum. Til að opna lokið skal snúa framhluta loksins rangsælis og opna það. Hægt er að fjarlægja sigtið að innan til að hreinsa það. Til að loka geyminum skal loka og snúið framhelmingnum réttsælis.

    6. Bætið 3/4 af nauðsynlegu vatnsmagni í úðageyminn með því að nota áfyllingarstút með sogvörn.

      Important: Notið alltaf hreint ferskvatn í úðageyminn. Ekki hella óblönduðu efni í tóman geymi.

      g239016
    7. Gangsetjið vélina og stillið úðadælurofann á KVEIKTA stöðu.

    8. Stígið inngjafarfótstigið niður í gólfið og stillið inngjafarlásinn á KVEIKTA stöðu.

    9. Stillið aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu.

    10. Snúið hristingslokanum á KVEIKTA stöðu.

    11. Bætið viðeigandi magni af íðefnaþykkni í geyminn í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda íðefnisins.

      Important: Ef notað er lausnarduft án fullrar hristingar skal blanda duftið við lítið magn af vatni til að búa til grugglausn áður en því er bætt í geyminn.

    12. Bætið afganginum af vatninu í geyminn.

      Note: Til að ná fram betri hristingi skal lækka úðahraðastillinguna.

      Important: Eftir að fyllt hefur verið á geyminn í fyrsta skipti skal athuga hvort geymisólarnar liggi ekki þétt að. Herðið eftir þörfum.

    Geymisólar skoðaðar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið geymisólarnar.
  • Important: Séu festingar geymisólanna hertar of mikið getur það valdið afmyndun og skemmdum á geyminum og ólunum.

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    1. Fyllið aðalgeyminn af vatni.

    2. Athugið hvort einhver hreyfing er á milli geymisólanna og geymisins (Mynd 20).

      g028263
    3. Ef geymisólarnar liggja lausar við geyminn skal herða sjálflæsandi rærnar og boltana efst á ólunum þar til ólarnar liggja upp við yfirborð geymisins (Mynd 20).

      Note: Ekki herða festingar geymisólarinnar of mikið.

    Úðarennsli kvarðað

    Kvarða skal úðarennslið áður en úðarinn er notaður í fyrsta sinn, ef skipt er um stúta eða eftir þörfum.

    Búnaður sem stjórnandi þarf að hafa: Skeiðklukka sem getur mælt ± 1/10 úr sekúndu og ílát með merkingum fyrir hverja 50 ml.

    Vinnuvélin undirbúin

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    1. Fyllið úðageyminn af hreinu vatni.

      Note: Tryggið að nægt vatn sé í geyminum til að ljúka kvörðuninni.

    2. Setjið stöðuhemilinn á og gangsetjið vélina.

    3. Stillið dælurofann á KVEIKTA stöðu og kveikið á hristingnum.

    4. Stígið á inngjafarfótstigið þar til hámarkssnúningshraða vélarinnar er náð og setjið inngjafarlássrofann í KVEIKTA stöðu.

    Gripprófun framkvæmd

    1. Stillið hlutarrofana þrjá og aðalhlutarrofann á KVEIKTA stöðu.

    2. Snúið eftirlitsrofanum (hraðalæsing) í OPNA stöðu.

    3. Undirbúið gripprófun með því að nota ílátið með merkingunum.

    4. Byrjið á 2,75 börum (40 psi) og notið úðahraðarofann til að stilla úðaþrýstinginn þannig að gripprófunin gefur af sér magnið sem skráð er í töflunni hér að neðan.

      Note: Endurtakið prófunina þrisvar og notið meðaltalið.

      Litur stútsMillilítrum safnað á 15 sekúndumÚnsum safnað á 15 sekúndum
      Gulur1896,4
      Rauður37812,8
      Brúnn47316,0
      Grár56719,2
      Hvítur75725,6
      Blár94632,0
      Grænn1.41948,0
    5. Þegar gripprófunin hefur gefið af sér magnið sem skráð er í töflunni hér að ofan skalt stilla eftirlitsrofann (hraðalæsing) á LæSTA stöðu.

    6. Slökkvið á aðalhlutarrofanum.

    Kvörðun úðarennslis framkvæmd

    1. Opnið kvörðunarvalmyndina á upplýsingaskjánum og veljið FLOW CAL á eftirfarandi hátt:

      Note: Ef heimaskjástáknið er valið verður kvörðun hætt.

      1. Ýtið tvisvar á miðjuvalhnappinn á upplýsingaskjánum til að opna valmyndirnar.

      2. Opnið kvörðunarvalmyndina með því að ýta á hægri valhnappinn á upplýsingaskjánum.

      3. Veljið FLOW CAL með því að auðkenna FLOW CAL og ýtið á hægri valhnappinn á upplýsingaskjánum.

      4. Á næstu skjámynd skal færa inn þekkt magn af vatni sem verður úðað út úr hlutunum fyrir kvörðunarferlið; sjá grafið hér að neðan.

      5. Ýtið á hægri valhnappinn á upplýsingaskjánum.

    2. Færið inn rennslismagn samkvæmt töflunni hér að neðan með því að nota plús (+) og mínus (-) táknin.

      Litur stútsLítrarBandarísk gallon
      Gulur4211
      Rauður8322
      Brúnn10628
      Grár12533
      Hvítur16744
      Blár20855
      Grænn31483
    3. Kveikið á aðalhlutarrofanum í 5 mínútur.

      Note: Á meðan vinnuvélin úðar sýnir upplýsingaskjárinn magn vökvans sem hann telur.

    4. Eftir að hafa úðað í 5 mínútur skal velja gátmerkið með því að ýta á miðjuhnappinn á upplýsingaskjánum.

      Note: Það er ásættanlegt að gallonin sem birt eru við kvörðunarferlið passi ekki við þekkt magn af vatni sem slegið var inn á upplýsingaskjánum.

    5. Slökkvið á aðalhlutarrofanum.

      Note: Kvörðun er nú lokið.

    Úðarahraði kvarðaður

    Kvarða skal úðarahraðann áður en úðarinn er notaður í fyrsta sinn, ef skipt er um stúta eða eftir þörfum.

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    1. Fyllið á geyminn með hreinu vatni.

    2. Merkið fjarlægð milli 45 og 152 m á opnu og flötu svæði.

      Note: Toro mælir með því að merkja 152 m til að fá nákvæmari niðurstöður.

    3. Gangsetjið vélina og akið að upphafi merktu vegalengdarinnar.

      Note: Látið miðju framdekkjanna liggja við upphafslínuna til að fá sem nákvæmasta mælingu.

    4. Opnið kvörðunarvalmyndina á upplýsingaskjánum og veljið SPEED CAL.

      Note: Ef heimaskjástáknið er valið verður kvörðun hætt.

    5. Veljið örina áfram (→) á upplýsingaskjánum.

    6. Færið inn merktu vegalengdina á upplýsingaskjáinn með því að nota plús (+) og mínus (-) táknin.

    7. Setjið vinnuvélina í fyrsta gír og keyrið merktu vegalengdina í beinni línu í fullri inngjöf.

    8. Stöðvið vinnuvélina við enda merktu vegalengdarinnar og veljið gátmerkið á upplýsingaskjánum.

      Note: Hægið á hraðanum og látið vinnuvélina stöðvast til að láta miðju framdekkjanna liggja við endalínuna til að fá sem nákvæmasta mælingu.

      Note: Kvörðun er nú lokið.

    Hjáveitulokar hlutar kvarðaðir

    Kvarða skal hjáveitu úðarahlutans áður en úðarinn er notaður í fyrsta sinn, ef skipt er um stúta eða eftir þörfum

    Important: Veljið opið og flatt svæði til að framkvæma þetta.

    Vinnuvélin undirbúin

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    1. Fyllið úðageyminn til hálfs af hreinu vatni.

    2. Lækkið úðahlutana.

    3. Setjið hraðasviðsvalið í HLUTLAUSA stöðu og setjið stöðuhemilinn á.

    4. Stillið hlutarrofana þrjá á KVEIKTA stöðu en hafið áfram slökkt á aðalhlutarrofanum.

    5. Stillið dælurofann á KVEIKTA stöðu og kveikið á hristingnum.

    6. Stígið á inngjafarfótstigið þar til hámarkssnúningshraða vélarinnar er náð og setjið inngjafarlássrofann í KVEIKTA stöðu.

    7. Opnið kvörðunarvalmyndina á upplýsingaskjánum og veljið TEST SPEED.

      Note: Ef heimaskjástáknið er valið verður kvörðun hætt.

    8. Færið inn prófunarhraðann 5,6 km/klst. með því að nota plús (+) og mínus (-) táknin og veljið síðan heimaskjástáknið.

    9. Snúið eftirlitsrofanum (hraðalæsing) í OPNA stöðu og snúið aðalhlutarrofanum í KVEIKTA stöðu.

    Hjáveitulokar hluta stilltir

    1. Stillið úðahraðann samkvæmt töflunni hér að neðan með því að nota úðahraðarofann.

      Litur stútsSI (metrakerfi)EnsktGras
      Gulur159 l/ha17 gpa0,39 gpk
      Rauður319 l/ha34 gpa0,78 gpk
      Brúnn394 l/ha42 gpa0,96 gpk
      Grár478 l/ha51 gpa1,17 gpk
      Hvítur637 l/ha68 gpa1,56 gpk
      Blár796 l/ha85 gpa1,95 gpk
      Grænn1190 l/ha127 gpa2,91 gpk
    2. Slökkvið á vinstri hlutanum og stillið hjáveituhnúð hlutar (Mynd 21) þar til þrýstingurinn er við það stig sem áður var stillt (almennt 2,75 bör eða 40 psi).

      Note: Númerin á hjáveituhnúðnum og nálinni eru aðeins til hliðsjónar.

      g028047
    3. Kveikið á vinstri hlutanum og slökkvið á hægri hlutanum.

    4. Stillið hjáveituhnúð hægri hlutans (Mynd 21) þar til þrýstingurinn er við það stig sem áður var stillt (almennt 2,75 bör eða 40 psi).

    5. Kveikið á hægri hlutanum og slökkvið á miðhlutanum.

    6. Stillið hjáveituhnúð miðhlutans (Mynd 21) þar til þrýstingurinn er við það stig sem áður var stillt (almennt 2,75 bör eða 40 psi).

    7. Slökkvið á hverjum hluta.

    8. Slökkvið á dælunni.

      Note: Kvörðun er nú lokið.

    Hjáveitulokar hristingar og aðalhlutar stilltir

    Staða hjáveitulokahnúðs hristingar

    • Hjáveituloki hristingar er í alveg opinni stöðu eins og sýnt er á Mynd 22A.

    • Hjáveituloki hristingar er í lokaðri (0) stöðu eins og sýnt er á Mynd 22B.

    • Hjáveituloki hristingar er í millistöðu (stilltur miðað við þrýstingsmælinn fyrir úðakerfið) eins og sýnt er á Mynd 22C.

    g214029

    Hjáveituloki hristingar kvarðaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Kvarðið hristings-hjáveitulokann.
  • Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    Veljið opið og flatt svæði til að framkvæma þetta.

    1. Fyllið úðageyminn af hreinu vatni.

    2. Staðfestið að stjórnloki hristingar sé opinn. Ef hann hefur verið stilltur skal opna hann alveg núna.

    3. Setjið stöðuhemilinn á og gangsetjið vélina.

    4. Stillið hraðasviðsvalið á HLUTLAUSA stöðu.

    5. Stillið dælurofann á KVEIKTA stöðu.

    6. Stígið á inngjafarfótstigið til að ná hámarkssnúningshraða vélarinnar og stillið inngjafarlásinn.

    7. Stillið hlutarrofana þrjá á SLöKKTAstöðu.

    8. Stillið aðalhlutarrofann á KVEIKTA stöðu.

    9. Stillið kerfisþrýstinginn á HáMARK.

    10. Ýtið hristingarrofanum í SLöKKTA stöðu og lesið af þrýstingsmælinum.

      • Ef þrýstingurinn er áfram 6,9 bör (100 psi) er hjáveituloki hristingar rétt kvarðaður.

      • Ef annar þrýstingur kemur fram á mælinum skal halda áfram í næsta skref.

    11. Stillið hjáveituloka hristingar (Mynd 23) aftan á hristingarrofanum þar til þrýstingurinn á mælinum er 6,9 bör (100 psi).

      g028049
    12. Ýtið dælurofanum í SLöKKTA stöðu, færið inngjafarstöngina í LAUSAGANG og snúið svissinum í SLöKKTA stöðu.

    Hjáveituloki aðalhlutar stilltur

    Important: Notið ekki hreinsað vatn (grávatn) í úðageyminn þegar því er við komið.

    Note: Stillingar á hjáveituloka aðalhlutar minnkar eða eykur rennslið sem sent er til hristingsstútanna í geyminum þegar aðalhlutarrofinn er stilltur á SLöKKTA stöðu.

    1. Fyllið úðageyminn til hálfs af hreinu vatni.

    2. Færið vinnuvélina á opið og slétt svæði.

    3. Setjið stöðuhemilinn á.

    4. Stillið hraðasviðsvalið á HLUTLAUSA stöðu.

    5. Stillið dælurofann á KVEIKTA stöðu.

    6. Stillið hristingsrofann á KVEIKTA stöðu.

    7. Stillið aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu.

    8. Aukið snúningshraða vélarinnar í fulla inngjöf og stillið inngjafarlásinn á KVEIKTA stöðu.

    9. Stillið hjáveituhandfang aðalhlutar til að stjórna hristingu í geyminum (Mynd 23).

    10. Minnkið inngjöf niður í lausagang.

    11. Stillið hristingarrofann og dælurofann á SLöKKTA stöðu.

    12. Drepið á vinnuvélinni.

    Úðadælan fundin

    Úðadælan er undir sætinu (Mynd 24).

    g216323

    Meðan á notkun stendur

    Öryggi við notkun

    Almennt öryggi

    • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

    • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

    • Klæðist viðeigandi persónuhlífum samkvæmt tilmælum í Efnaöryggi“.

    • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnubílnum. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

    • Notið ekki vinnubílinn veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

    • Flytjið ekki farþega á vinnuvélinni.

    • Vinnið eingöngu á vinnuvélinni með góða yfirsýn. Forðist holur og dulda hættu.

    • Áður en vélin er gangsett skal tryggja að notandi sé á svæði stjórnanda, skiptingin sé í HLUTLAUSRI stöðu (beinskipting) eða í STöðUGíR (sjálfskipting) og að stöðuhemillinn sé á.

    • Sitjið þegar vélin er á hreyfingu. Haldið báðum höndum á stýrinu þegar það er hægt og haldið ávallt hand- og fótleggjum á svæði stjórnanda.

    • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, runnum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

    • Lítið aftur áður en bakkað er til að tryggja að enginn sé fyrir aftan vinnuvélina. Bakkið rólega.

    • Aldrei úða þegar fólk, sérstaklega börn, eða gæludýr eru nærri.

    • Ekki aka vinnuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum og vegköntum. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer fram af brúninni eða bakkinn gefur eftir.

    • Dragið úr hraða þegar unnið er á ójöfnu undirlagi og nálægt gangstéttarbrúnum, holum og öðrum skyndilegum breytingum á undirlagi. Farmur getur hreyfst til og valdið því að vinnuvélin verður óstöðug.

    • Skyndilegar breytingar á undirlagi kunna að valda því að stýrið kippist snöggt til, sem gæti valdið meiðslum á hendi og handlegg. Haldið laust um stýrið og forðist að snerta stýrisarmana.

    • Stöðvið vinnuvélina, drepið á vélinni, takið lykilinn úr, setjið stöðuhemilinn á og leitið eftir skemmdum eftir að vinnuvélin hefur rekist á hlut eða ef vinnuvélin titrar óeðlilega. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

    • Hægið á og sýnið aðgát í beygjum og þegar vinnuvélinni er ekið yfir vegi eða gangstíga. Umferð frá hægri á alltaf réttinn.

    • Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er á blautu yfirborði, á miklum hraða eða með fullhlaðna vinnuvél. Stöðvunartími- og vegalengd eykst við þessar aðstæður.

    • Snertið ekki vélina eða hljóðkútinn þegar vélin er í gangi eða stuttu eftir að drepið hefur verið á henni. Þessi svæði kunna að vera nógu heit til að valda brunasárum.

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

      • Setjið gírskiptinguna í HLUTLAUSA stöðu (beinskipting) eða í STöðUGíR (sjálfskipting).

      • Slökkvið á úðadælunni.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Látið vélina aldrei ganga á svæðum þar sem útblásturslofttegundir safnast upp.

    • Ekki nota vinnuvélina þegar hætta er á eldingum.

    • Notið eingöngu aukabúnað og tengitæki sem samþykkt eru af Toro.

    Öryggi veltigrindar

    Note: Ef stýrishús vinnuvéla sem þessi notendahandbók nær yfir er sett upp af Toro gegnir það einnig hlutverki veltigrindar.

    • Ekki fjarlægja veltigrindina af vinnuvélinni.

    • Festið sætisbeltið og tryggið að hægt sé að losa það hratt í neyðartilvikum. Notið sætisbeltið undantekningalaust.

    • Fylgist vandlega með fyrirstöðum fyrir ofan vinnubílinn og komið í veg fyrir að vinnubíllinn komist í snertingu við þær.

    • Tryggið að veltigrindin sé í góðu ásigkomulagi með því að skoða hana reglulega og leita eftir skemmdum og herða allar festingar tryggilega.

    • Haldið sætisbeltum við og þrífið eftir þörfum.

    • Skiptið um alla íhluti veltigrindarinnar sem hafa skemmst. Ekki gera við hana eða breyta henni.

    Öryggi í halla

    Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar vinnuvélinni er ekið í halla.

    • Skoðið leiðbeiningarnar fyrir notkun í halla hér að neðan og kannið aðstæður til að ákvarða hvort hægt er að nota vinnuvélina við viðkomandi skilyrði á viðkomandi degi og á viðkomandi vinnusvæði. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun vinnuvélarinnar í halla.

    • Metið og kannið aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

    • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja vinnuvélinni í halla. Akið upp og niður halla. Forðist skyndilegar hraða- eða stefnubreytingar. Ef beygja þarf vinnuvélinni skal gera það hægt og rólega niður brekku, ef hægt er. Gætið varúðar þegar vinnuvélinni er bakkað.

    • Notið ekki vinnuvél ef óvissa er um spyrnu, stýringu eða stöðugleika hennar.

    • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að vinnuvélin velti.

    • Hafið í huga að vinnuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að vinnuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á vinnuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli vinnuvélarinnar og hvers kyns hættu.

    • Gætið sérstakrar varúðar þegar vinnuvélin er notuð með tengitæki; þau kunna að hafa áhrif á stöðugleika vinnuvélarinnar.

    • Ef vélin drepur á sér eða vinnuvélin byrjar að missa hraða á leið upp halla skal stíga hægt á hemlana og bakka svo rólega beint niður hallann.

    • Hafið gírskiptinguna alltaf í gír (ef við á) þegar vinnuvélinni er ekið niður brekku.

    • Leggið vinnuvélinni ekki í halla.

    • Þyngd efnisins í geyminum getur breytt stjórn vinnuvélarinnar. Fylgið þessum viðmiðunarreglum til að forðast stjórnmissi og meiðsli á fólki:

      • Þegar unnið er með þungan farm skal draga úr hraða til að hafa nægilega hemlunarvegalengd. Ekki hemla skyndilega. Gætið sérstakrar varúðar í brekkum.

      • Fljótandi farmur færist til, sérstaklega þegar snúið er við, farið upp eða niður brekkur, skyndileg hraðabreyting á sér stað eða ekið er yfir óslétt yfirborð. Farmur sem færist til getur valdið því að vinnuvélin velti.

    Talstöðvarfesting

    Notið talstöðvarfestinguna til að geyma talstöð á meðan vinnuvélinni er ekið (Mynd 25).

    g317230

    Notkun vinnuvélarinnar

    Vélin gangsett

    1. Sitjið í ökumannssætinu, setjið lykilinn í svissinn og snúið lyklinum réttsælis í GANGSTöðU.

    2. Stígið á kúplinguna og færið hraðasviðsvalið í HLUTLAUSA stöðu.

    3. Tryggið að dælurofinn sé í SLöKKTRI stöðu.

    4. Ef vélin er köld skal toga innsogshnúðinn upp.

      Important: Notið ekki innsogið ef vélin er heit.

    5. Snúið lyklinum í GANGSETNINGARSTöðU þar til vélin fer í gang.

      Important: Haldið ekki lyklinum í GANGSETNINGARSTöðU lengur en í 10 sekúndur. Ef vélin fer ekki í gang eftir 10 sekúndur skal bíða í eina mínútu áður en reynt er aftur. Ekki reyna að ýta eða draga úðarann til að koma vélinni í gang.

    6. Þegar vélin er komin í gang skal ýta innsogshnúðnum rólega niður.

    Vinnuvélinni ekið

    1. Takið stöðuhemilinn af.

    2. Stígið kúplingsfótstigið alveg niður.

    3. Setjið gírstöngina í fyrsta gír.

    4. Sleppið kúplingsfótstiginu mjúklega um leið og stigið er á inngjafarfótstigið.

    5. Þegar vinnuvélin er kominn á nægilegan hraða skal taka fótinn af inngjafarfótstiginu, stíga kúplingsfótstigið alveg niður, setja gírstöngina í næsta gír og sleppa svo kúplingsfótstiginu um leið og stigið er á inngjafarfótstigið. Endurtakið ferlið þar til æskilegum hraða er náð.

      Important: Stöðvið vinnuvélina alltaf þegar skipta á í bakkgír úr framgír eða í framgír úr bakkgír.

      Note: Forðist að láta vélina ganga lengi í lausagangi.

      Notið töfluna hér að neðan til að ákvarða aksturshraða tómrar vinnuvélar þegar snúningshraði vélarinnar er 3.400 sn./mín.

      GírHlutfallHraði (km/klst.)Hraði (míl./klst.)
      166,4:15,63,5
      238,1:19,86,1
      319,6:119,211,9
      R80,7:14,72,9

      Note: Rafgeymirinn tapar hleðslu ef svissinn er skilinn eftir í KVEIKTRI stöðu í langan tíma án þess að vélin sé í gangi.

      Important: Ekki reyna að ýta eða draga vinnubílinn í gang. Slíkt getur leitt til skemmda á aflrásinni.

    Inngjafarlás stilltur

    Note: Til að stilla inngjafarlásinn þarf stöðuhemillinn að vera á, kveikt þarf að vera á úðadælunni og hraðavalið þarf að vera í HLUTLAUSRI stöðu.

    1. Stígið á inngjafarfótstigið til að ná æskilegum snúningshraða vélarinnar (sn./mín.).

    2. Setjið inngjafarlássrofann á stjórnborðinu í KVEIKTA stöðu.

    3. Setjið rofann í SLöKKTA stöðu eða stígið á hemla- eða kúplingsfótstigið til að losa inngjafarlásinn.

    Hraðalás stilltur

    Note: Áður en hraðalásinn er stilltur þarf notandinn að sitja í.

    1. Stígið á inngjafarfótstigið til að ná æskilegum snúningshraða vélarinnar.

    2. Setjið hraðalássrofann á stjórnborðinu í KVEIKTA stöðu.

    3. Setjið rofann í SLöKKTA stöðu eða stígið á hemla- eða kúplingsfótstigið til að losa hraðalásinn.

    Drepið á vélinni

    1. Stígið á kúplinguna og hemlafótstigið til að stöðva úðarann.

    2. Togið stöðuhemilinn upp og aftur.

    3. Takið hraðasviðsvalið úr gír og setjið það í HLUTLAUSA stöðu.

    4. Snúið svisslyklinum í STöðVUNARSTöðU.

    5. Takið lykilinn úr svissinum til að koma í veg fyrir gangsetningu í ógáti.

    Notkun driflæsingar

    Driflæsingin eykur grip úðarans með því að samlæsa afturdekkjunum til að eitt hjól spóli ekki. Þetta getur auðveldað akstur með þungan farm yfir blautan grassvörð eða við hálar aðstæður, upp halla eða á sandi. Mikilvægt er að hafa í huga að þetta aukna grip er eingöngu ætlað fyrir tímabundna takmarkaða notkun. Notkun hennar kemur ekki í staðinn fyrir örugga notkun sem þegar hefur verið fjallað um í tengslum við mikinn halla og þungan farm.

    Driflæsingin veldur því að bæði afturdekk snúast á sama hraða. Þegar driflæsingin er á er erfiðara að taka krappar beygjur og þær geta skemmt grassvörð. Notið driflæsinguna eingöngu þegar á þarf að halda, á litlum hraða og eingöngu í fyrsta eða öðrum gír.

    Viðvörun

    Hætta er á alvarlegum meiðslum við veltu í halla.

    • Viðbótargripið sem driflæsingin býður upp á getur skapað hættu, t.d. við akstur upp halla sem er of brattur fyrir beygjur. Sýnið aðgát þegar unnið er með driflæsinguna á, sérstaklega í miklum halla.

    • Ef tekin er kröpp beygja á miklum hraða með driflæsinguna á og innra afturdekkið lyftist upp er hætta á stjórnmissi sem gæti valdið því að úðarinn renni til. Notið driflæsinguna eingöngu á litlum hraða.

    Notkun úðarans

    Til að nota Multi Pro úðarann þarf fyrst að fylla úðageyminn, síðan setja lausnina á vinnusvæðið og að lokum þrífa geyminn. Ljúkið þessum þremur skrefum í röð til að forðast að skemma úðarann. Til dæmis ætti ekki að blanda og bæta íðefnum í úðageyminn að kvöldi til og úða næsta morgun. Þetta veldur því að íðefnin skilja sig og gætu skemmt íhluti úðarans.

    Varúð

    Íðefni eru hættuleg og geta valdið meiðslum á fólki.

    • Lesið leiðbeiningarnar á merkimiðum íðefna áður en þau eru meðhöndluð og fylgið öllum ráðleggingum og varúðarráðstöfunum framleiðenda.

    • Látið íðefni ekki komast í snertingu við húð. Ef slíkt gerist skal þvo viðkomandi svæði vel með sápu og hreinu vatni.

    • Notið hlífðargleraugu og annan hlífðarbúnað sem framleiðandi viðkomandi íðefnis mælir með.

    Multi Pro úðarinn var sérstaklega hannaður til að vera endingargóður. Mismunandi efni voru valin af sérstökum ástæðum á mismunandi stöðum til að uppfylla þetta markmið. Því miður er ekkert eitt efni sem hentar fullkomlega fyrir alla fyrirsjáanlega notkun.

    Sum íðefni eru meira tærandi en önnur og hvert íðefni bregst á mismunandi hátt við ýmsum efnum. Sum þykkt (t.d. lausnarduft, viðarkol) er meira tærandi og veldur meira sliti en eðlilegt getur talist. Ef íðefni er fáanlegt í samsetningu sem myndi auka endingu úðarans skal nota þá samsetningu.

    Eins og alltaf, munið að hreinsa úðarann vel eftir hverja notkun. Þetta er það sem tryggir best langa og vandræðalausa endingu úðarans.

    Úðun

    Important: Til að tryggja að lausnin haldist vel blönduð skal nota hristingareiginleikann þegar lausn er í geyminum. Til að hristingin virki þarf að vera kveikt á dælunni og vélin þarf að ganga hraðar en í lausagangi. Ef vinnuvélin er stöðvuð og þörf er á hristingu skal setja stöðuhemilinn á, kveikja á dælunni, stíga inngjafarfótstigið niður í gólf og stilla inngjafarlásinn í KVEIKTA stöðu.

    1. Lækkið hlutana í rétta stöðu.

    2. Stillið úðadælurofann á KVEIKTA stöðu.

    3. Stillið aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu, stillið hlutarrofana þrjá á KVEIKTA stöðu.

    4. Akið að staðnum þar sem úða á.

    5. Stillið aðalhlutarrofann á KVEIKTA stöðu til að hefja úðun.

      Note: Á upplýsingaskjánum sjást hlutarnir þar sem kveikt er á úðun.

      Note: Þegar geymirinn er við það að tæmast getur hristingin myndað froðu í geyminum. Til að koma í veg fyrir þetta skal slökkva á hristingarlokanum. Einnig er hægt að setja froðuhamlandi efni í geyminn.

    6. Notið hraðarofann til að stilla og velja markmið.

    7. Þegar úðun er lokið skal stilla aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu til að slökkva á öllum hlutum og stilla síðan dælurofann á SLöKKTA stöðu.

    Staðsetning úðahluta

    Lyftirofar fyrir bómuhluta á stjórnborði úðarans gera þér kleift að færa ytri úðahlutana á milli flutningsstöðu og úðastöðu án þess að fara úr ökumannssætinu. Stöðvið vinnuvélina, þegar það er hægt, áður en stöðu úðahluta er breytt.

    Ytri úðahlutar færðir niður í úðastöðu

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Notið lyftirofana fyrir bómuhlutann til að lækka ytri hlutana.

      Note: Bíðið þar til ytri úðahlutarnir ná fullri og framlengdri úðastöðu.

    Ytri úðahlutar færðir upp í flutningsstöðu

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Notið lyftirofana fyrir bómuhlutann til að lyfta ytri úðahlutunum þar til þeir hafa færst alveg inn á flutningsgrind bómuhlutans og mynda X“-flutningsstöðuna og lyftitjakkarnir eru dregnir inn að fullu.

      Important: Sleppið lyftirofa/-rofum bómuhlutans þegar ytri úðahlutarnir eru komnir í æskilega stöðu. Keyrsla hreyfiliða gegn vélrænum hemlum getur skemmt lyftitjakkana og/eða aðra íhluti vökvakerfis.

      g239336

    Important: Til að koma í veg fyrir skemmdir á lyftitjakkinum skal ganga úr skugga um að hreyfiliðarnir séu dregnir inn að fullu áður en vinnuvélin er flutt.

    Notkun flutningsgrindar bómuhlutans

    Úðarinn er búinn flutningsgrind fyrir bómuhlutann sem er með einstakan öryggisbúnað. Ef úðahlutinn snertir óvart einhvern hlut fyrir ofan hann á meðan hann er í flutningsstöðu er hægt að ýta úðahlutanum/-hlutunum út úr flutningsgrindinni. Ef þetta gerist munu úðahlutarnir liggja nánast lárétt aftan við vinnuvélina. Þó að þessi hreyfing skemmi ekki úðahlutana ætti að færa þá strax í flutningsgrindina.

    Important: Úðahlutarnir geta skemmst ef þeir eru fluttir í annarri stöðu en X“-flutningsstöðunni í flutningsgrindinni.

    Til að setja ytri úðahlutana aftur í flutningsgrindina skal lækka úðahlutann/-hlutana í úðastöðu og lyfta síðan úðahlutanum/-hlutunum aftur í flutningsstöðu. Tryggið að lyftitjakkarnir séu dregnir alveg inn til að koma í veg fyrir skemmdir á hreyfiliðastönginni.

    Ráðleggingar um notkun

    • Ekki láta svæði sem þegar hafa verið úðuð skarast.

    • Fylgist með stífluðum stútum. Skiptið um slitna eða skemmda stúta.

    • Notið aðalhlutarrofann til að stöðva úðarennslið áður en úðarinn er stöðvaður. Þegar hann stöðvast skal nota inngjafarstýringu vélarinnar til að halda snúningshraða vélarinnar uppi til að halda hristingu áfram.

    • Betri niðurstöður fást ef úðarinn er á hreyfingu þegar kveikt er á úðahlutunum.

    Stífla losuð úr stút

    Ef stútur stíflast við úðun skal hreinsa stútinn á eftirfarandi hátt:

    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, drepið á vélinni og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Stillið aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu og stillið síðan úðadælurofann á SLöKKTA stöðu.

    3. Fjarlægið stíflaða stútinn og hreinsið hann með því að nota úðabrúsa með vatni og tannbursta.

    4. Setjið stútinn á.

    Eftir notkun

    Öryggi eftir notkun

    Almennt öryggi

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

      • Setjið gírskiptinguna í HLUTLAUSA stöðu (beinskipting) eða í STöðUGíR (sjálfskipting).

      • Slökkvið á úðadælunni.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

      • Leyfið vinnubílnum að kólna áður en hann er stilltur, þjónustaður, þrifinn eða settur í geymslu.

    • Þegar notkun vinnuvélarinnar er lokið þann daginn skal þrífa allar íðefnaleifar af ytra byrði vinnuvélarinnar og tryggja að kerfið hafi verið hlutleyst og skolað þrisvar í samræmi við ráðleggingar framleiðenda íðefnanna og að allir lokar hafi verið opnaðir og lokaðir þrisvar; sjá Efnaöryggi“.

    • Leyfið vélinni að kólna áður en vinnuvélin er sett í geymslu innandyra.

    • Geymið aldrei vinnuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, t.d. í vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

    • Haldið öllum hlutum vinnuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

    • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar og setjið nýjar í stað merkinga sem vantar.

    Úðarinn þrifinn

    Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa vinnuvélina.

    Úðakerfið þrifið

    Geymirinn tæmdur

    1. Stöðvið úðarann, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Finnið afrennslisloka geymisins vinstra megin á vinnuvélinni, fyrir framan eldsneytisgeyminn (Mynd 27).

      g237187
    3. Lyftið lokanum og færið hann inn þar til festipinnar lokans losna úr rifunum í festingu afrennslislokans, og færið lokann aftur á bak (Mynd 27).

    4. Stillið enda lokans af við afrennslisílátið og snúið lokahandfanginu rangsælis í opna stöðu (Mynd 27).

    5. Þegar geymirinn er alveg tómur skal snúa handfangi afrennslislokans í lokaða stöðu og setja lokann á festingu afrennslislokans (Mynd 27).

      Important: Fargið íðefnum úr úðageyminum samkvæmt staðbundnum reglum og leiðbeiningum frá framleiðanda efnisins.

    Innri íhlutir úðarans hreinsaðir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir hverja notkun
  • Þrífið úðarann. Meðan á skolun stendur skal auka dæluhraðann til að opna öryggislokann og hreinsa afgangsvökva úr lokum og slöngum.
  • Important: Notið aðeins hreint vatn við hreinsun úðarans.

    Important: Alltaf verður að tappa af og skola úðarann, þar með talið alla uppsetta fylgihluti úðakerfisins, strax eftir hverja notkun. Ef úðarinn er ekki skolaður og hreinsaður geta íðefni þornað og stíflað leiðslur, síur, loka, hausa, dælur og aðra íhluti.

    Notið viðurkennda hreinsunar- og skolunarsettið fyrir þessa vinnuvél. Frekari upplýsingar fást hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Note: Eftirfarandi ráðleggingar og leiðbeiningar gera ráð fyrir að skolunarsettið frá Toro sé ekki uppsett.

    Hreinsið úðakerfið og alla uppsetta fylgihluti úðarans eftir hverja úðun. Til að hreinsa úðakerfið að fullu verður að skola það þrisvar sinnum.

    1. Fyllið á geyminn með að minnsta kosti 190 l af hreinu vatni og lokið hleranum.

    2. Í fyrsta og annað sinn sem kerfið er skolað er hægt að nota hreinsi-/hlutleysandi efni í vatnið eftir þörfum.

      Note: Við lokaskolunina skal einungis nota hreint og tært vatn.

    3. Lækkið ytri úðahlutana í úðastöðu.

    4. Ræsið vélina, stillið úðadælurofann á KVEIKTA stöðu og stígið á inngjafarfótstigið til að auka snúningshraða vélarinnar.

    5. Stillið hristingsrofann á KVEIKTA stöðu.

    6. Notið úðahraðarofann til að auka þrýstinginn í háa stillingu.

    7. Stillið hlutarrofana og aðalhlutarrofann á KVEIKTA stöðu.

    8. Skoðið stútana til að ganga úr skugga um að þeir úði allir rétt.

    9. Úðið öllu vatninu úr geyminum í gegnum stútana.

    10. Stillið aðalhlutarrofann á SLöKKTA stöðu, stillið síðan hristingarrofann og úðadælurofann á SLöKKTA stöðu og drepið á vélinni.

    11. Endurtakið skref 1 til 10 að minnsta kosti tvisvar sinnum í viðbót til að tryggja að úðakerfið hafi verið hreinsað að fullu.

      Important: Alltaf þarf að ljúka þremur skolunarlotum til að tryggja að úðakerfið og fylgihlutir þess hafi verið hreinsað að fullu, til að koma í veg fyrir skemmdir á kerfinu.

    Ytri íhlutir úðarans hreinsaðir

    1. Hreinsið sog- og þrýstisíur; sjá Sogsían þrifin og Þrýstisían þrifin.

      Important: Ef lausnarduft var notað þarf að hreinsa sigtið eftir hvern geymi.

    2. Notið garðslöngu til að skola af ytri byrði úðarans með hreinu vatni.

    3. Fjarlægið stútana og hreinsið þá í höndunum.

      Note: Skiptið um skemmda eða slitna stúta.

      Note: Ef vinnuvélin er með valfrjálsar stútsíur skal hreinsa þær áður en stútarnir eru settir á; sjá Þrif á valfrjálsum stútsíum.

    Sogsían þrifin

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir hverja notkun
  • Þrífið sogsíuna.Hreinsið sogsíuna (oftar þegar lausnarduft er notað).
    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á dælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Efst á úðageyminum skal fjarlægja splittið sem festir slöngutengið sem tengt er við stóru slönguna úr síuhúsinu (Mynd 28).

      g033577
    3. Fjarlægið slönguna og slöngutengið frá síuhúsinu (Mynd 28).

    4. Dragið sogsigtið úr síuhúsinu í geyminum (Mynd 29).

      g033578
    5. Þrífið sogsíuna með hreinu vatni.

      Important: Skiptið um síu ef hún er skemmd eða ef ekki er hægt að hreinsa hana.

    6. Setjið sogsíuna í síuhúsið þar til sían situr tryggilega.

    7. Komið slöngunni og slöngutenginu fyrir í síuhúsinu efst á geyminum og festið festinguna og húsið við splittið sem var fjarlægt í skrefi 2.

    Þrýstisían þrifin

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir hverja notkun
  • Þrífið þrýstisíuna.Hreinsið þrýstisíuna (oftar þegar lausnarduft er notað).
    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðaradælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Setjið afrennslispönnu undir þrýstisíuna (Mynd 30).

      g033293
    3. Snúið botntappanum rangsælis og fjarlægið hann frá skál þrýstisíunnar (Mynd 30).

      Note: Leyfið skálinni að tæmast.

    4. Snúið skálinni rangsælis og fjarlægið síuhausinn (Mynd 30).

    5. Fjarlægið þrýstisíueininguna (Mynd 30).

    6. Hreinsið þrýstisíueininguna með hreinu vatni.

      Important: Skiptið um síu ef hún er skemmd eða ef ekki er hægt að hreinsa hana.

    7. Athugið þéttið fyrir botntappann (staðsettur innan í skálinni) og þéttið fyrir skálina (staðsett innan í síuhausnum) í leit að skemmdum og sliti (Mynd 30).

      Important: Skiptið um skemmd eða slitin þétti fyrir tappann, skálina eða bæði.

    8. Setjið þrýstisíueininguna í síuhausinn (Mynd 30).

      Note: Gangið úr skugga um að sían sitji almennilega í síuhausnum.

    9. Komið skálinni fyrir á síuhausnum og herðið með höndunum (Mynd 30).

    10. Setjið afrennslislokið á festinguna neðst á skálinni og herðið lokið með höndunum (Mynd 30).

    Þrif á valfrjálsum stútsíum

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðaradælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Fjarlægið stútinn af úðahausnum (Mynd 31).

      g209504
    3. Fjarlægið stútsíuna (Mynd 31).

    4. Þrífið stútsíuna með hreinu vatni.

      Important: Skiptið um síu ef hún er skemmd eða ef ekki er hægt að hreinsa hana.

    5. Setjið stútsíuna í (Mynd 31).

      Note: Gangið úr skugga um að sían sitji tryggilega.

    6. Setjið stútinn á úðahausinn (Mynd 31).

    7. Endurtakið skref 2 til 6 fyrir hina úðastútana.

    Þrif á stút og einstefnulokablöðku

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Hreinsið stútinn og einstefnulokablöðkuna.Þrífið stútinn og einstefnulokablöðkuna ef stútur lekur eftir að slökkt er á hlutarrofum.
    1. Snúið blöðkulokinu rangsælis og fjarlægið lokið af stútnum (Mynd 32).

      g239582
    2. Fjarlægið einstefnulokablöðkuna af lokinu eða stútnum (Mynd 32).

    3. Hreinsið lokið, blöðkuna og stútinn með hreinu vatni (Mynd 32).

    4. Komið blöðkunni fyrir innan í lokinu og látið odd blöðkunnar snúa í átt að lokinu (Mynd 32).

      g239583
    5. Setjið lokið og blöðkuna á stútinn og herðið með höndunum (Mynd 32).

    6. Endurtakið skref 1 til 5 fyrir hina úðastútana.

    Úðakerfið varið gegn frosti og tæringu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir hverja notkun
  • Verjið úðakerfið í lok hvers dags.
  • Tæknilýsing frostlagar

    Tæknilýsing frostlagar: própýlenglýkól frostlögur án eiturefna fyrir húsbíla“ með tæringarvörn

    Important: Notið einungis própýlenglýkól með tæringarvörn. Notið ekki endurnýtt própýlenglýkól. Notið ekki frostlög með etýlenglýkóli.Notið ekki própýlenglýkól með vatnsleysanlegum alkóhólum (metanóli, etanóli eða ísóprópanóli) eða viðbættri saltlausn.

    Frostlögurinn undirbúinn

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Bætið frostlegi við geyminn á eftirfarandi hátt:

      • Fyrir tilbúinn (forblandaðan) própýlenglýkól frostlög fyrir húsbíla – bætið 10 gallonum af própýlenglýkól frostlegi fyrir húsbíla á geyminn.

      • Fyrir óblandaðan própýlenglýkól frostlög á húsbíla skal framkvæma eftirfarandi skref:

        1. Bætið 10 gallona blöndu af própýlenglýkól frostlegi fyrir húsbíla og vatni á úðarageyminn. Undirbúið frostlagarblönduna samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda fyrir styrk sem ætlaður er fyrir -45°C (-50°F) að lágmarki.

          Important: Notið aðeins hreint vatn við hreinsun úðarans.

        2. Gangsetjið vélina og stillið úðadælurofann á KVEIKTA stöðu.

        3. Stígið á inngjafarfótstigið til að auka vélarhraðann.

        4. Stillið hristingsrofann á KVEIKTA stöðu.

          Leyfið frostleginum og vatninu að fara um kerfið í 3 mínútur eða lengur.

    Frostleginum úðað

    Ráðlagt verkfæri: gegnsætt gripílát.

    1. Færið vélina yfir á afrennslissvæðið og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Lækkið ytri bómuhlutana.

    3. Stillið rofa vinstri, miðju og hægri hluta og rofa aðalhluta á KVEIKTA stöðu.

    4. Leyfið úðakerfinu að úða þar til frostlögurinn kemur út um stútana.

      Note: Própýlenglýkól frostlögur fyrir húsbíla er oftast bleikur á litinn. Notið gripílátið til að taka sýni af því sem kemur út um nokkra stútana.

    5. Slökkvið á rofa aðalhluta, 3 hlutarofum, hristirofa, úðadælurofa og vél.

    Úðarinn fluttur

    Notið eftirvagn eða pall þegar vélin er færð langar vegalengdir.

    • Notið skábrautir í fullri breidd við að aka vinnuvélinni á eftirvagn eða pall.

    • Bindið ytri úðahluta við flutningsarma bómuhlutans.

    • Bindið vélina tryggilega við flutningsökutækið; Mynd 34 sýnir festilykkjur vélarinnar.

    g216272

    Úðarinn dreginn

    Í neyðartilvikum er hægt að draga vinnuvélina stuttar vegalengdir. Þó skal ekki gera þetta undir venjulegum kringumstæðum.

    Viðvörun

    Hætta er á stjórnmissi þegar dregið er á of miklum hraða. Slíkt getur leitt til meiðsla á fólki.

    Aldrei má draga úðarann hraðar en 8 km/klst.

    Dráttur úðarans krefst aðkomu tveggja einstaklinga. Ef flytja þarf vinnuvélina um langan veg skal nota vörubíl eða eftirvagn; sjá Úðarinn fluttur.

    1. Festið dráttartaug í grindina.

    2. Setjið hraðasviðsvalið í HLUTLAUSA stöðu og takið stöðuhemilinn af.

    3. Dragið úðarann á minna en 8 km/klst. (5 mílur/klst.).

    Viðhald

    Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi vinnuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum.Frekari upplýsingar um úðakerfið er að finna í skýringarmynd úðakerfisins í .

    Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnubílsins út frá hefðbundinni vinnustöðu.

    Öryggi við viðhaldsvinnu

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

      • Setjið gírskiptinguna í HLUTLAUSA stöðu (beinskipting) eða í STöðUGíR (sjálfskipting).

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

    • Viðhald, viðgerðir, stillingar eða skoðanir á vinnuvélinni skulu eingöngu vera í höndum hæfs og vottaðs starfsfólks.

    • Áður en viðhaldi er sinnt skal hreinsa og skola úðarann vandlega; sjá Efnaöryggi.

    • Efni sem notuð eru í úðakerfinu geta verið hættuleg og eitruð þér, aðstandendum, dýrum, plöntum, jarðvegi eða öðrum eigum.

      • Lesið vandlega og fylgið viðvörunarmerkingum íðefna og öryggisblöðum fyrir íðefni sem notuð eru og fylgið varúðarráðstöfunum í samræmi við ráðleggingar framleiðanda íðefnisins.

      • Verjið ávallt húðina nálægt íðefnum. Notið viðeigandi persónuhlífar til að verjast snertingu við íðefni, þar á meðal eftirfarandi:

        • hlífðargleraugu og/eða andlitshlíf

        • efnaþolinn búning

        • öndunar- eða hlífðargrímu

        • efnaþolna hanska

        • gúmmístígvél eða annan sterkbyggðan skófatnað

        • hrein föt, sápu og einnota þurrkur til að þrífa með

      • Neitið að nota eða vinna með úðarann ef öryggisupplýsingar um íðefni eru ekki tiltækar.

      • Ekki fylla á, kvarða eða hreinsa vinnuvélina á meðan fólk, sérstaklega börn, eða gæludýr eru á svæðinu.

      • Meðhöndlið íðefni á vel loftræstu svæði.

      • Hafið hreint vatn innan handar, sérstaklega þegar fyllt er á úðageyminn.

      • Neytið ekki matar, drykkjar eða tóbaks meðan unnið er nálægt íðefnum.

      • Ekki hreinsa úðastúta með því að blása í gegnum þá eða setja þá í munninn.

      • Þvoið alltaf hendur og önnur óvarin svæði eins fljótt og hægt er eftir að unnið er með íðefni.

      • Íðefni og gufur eru hættulegar; aldrei má fara inn í geyminn eða setja höfuðið yfir eða í opið á geyminum.

    • Tryggið að allar festingar séu vel hertar til að viðhalda góðu ástandi vinnuvélarinnar.

    • Til að draga úr eldhættu skal hreinsa smurfeiti, íðefni, gras, lauf og óhreinindi úr vélarrýminu.

    • Ef vélin þarf að vera í gangi við stillingu skal halda höndum, fótum, fatnaði og öðrum líkamshlutum fjarri vélinni og hlutum á hreyfingu. Haldið öllum fjarri.

    • Stillið ekki aksturshraða vinnuvélarinnar. Látið viðurkenndan dreifingaraðila Toro athuga aksturshraðann til að tryggja öryggi og nákvæmni.

    • Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro ef gera þarf umfangsmikla viðgerð á vélinni eða fá tæknilega aðstoð.

    • Hvers kyns breytingar á vinnuvélinni kunna að hafa áhrif á virkni hennar, afköst eða endingu, auk þess sem hætta skapast á meiðslum á fólki eða dauða. Slík notkun getur fellt úr gildi vöruábyrgð.

    • Setjið alltaf búkka undir vinnuvélina þegar unnið er undir henni.

    • Losið varlega uppsafnaðan þrýsting í íhlutum.

    Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Skoðið loftsíuna í kolefnishylkinu.
  • Skipta um síu í viðarkolahylki.
  • Eftir fyrstu 100 klukkustundirnar
  • Fylgið eftirfarandi viðmiðunarreglum fyrstu 100 vinnustundirnar til að tryggja rétt afköst og langan endingartíma úðarans:
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum á átta klukkustunda fresti eða daglega.
  • Skoðið geymisólarnar.
  • Athugið kælisvæði vélarinnar.
  • Athugið smurolíuna.
  • Kannið þrýsting í hjólbörðum.
  • Eftir hverja notkun
  • Þrífið úðarann. Meðan á skolun stendur skal auka dæluhraðann til að opna öryggislokann og hreinsa afgangsvökva úr lokum og slöngum.
  • Þrífið sogsíuna.Hreinsið sogsíuna (oftar þegar lausnarduft er notað).
  • Þrífið þrýstisíuna.Hreinsið þrýstisíuna (oftar þegar lausnarduft er notað).
  • Verjið úðakerfið í lok hvers dags.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Smyrjið dæluna.
  • Hreinsið og olíuberið svampeiningu loftsíunnar(oftar við rykugar aðstæður þegar um mikil óhreinindi er að ræða).
  • Athugið tengingarnar við rafgeyminn.
  • Athugið hæð geymasýrunnar.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Smyrjið alla smurkoppa.
  • Smyrjið lamir hlutanna.
  • Hreinsið kælisvæði vélarinnar(oftar við rykugar aðstæður þegar um mikil óhreinindi er að ræða).
  • Skiptið um smurolíu(oftar þegar unnið er við mikið álag eða háan hita).
  • Skiptið um smurolíusíuna.
  • Skiptið um eldsneytissíu.
  • Herðið felgurærnar.
  • Athugið ástand og slit hjólbarðanna.
  • Athugið innskeifni framhjóla.
  • Skoðið hemlana.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um pappírseiningu loftsíunnar(oftar við rykugar aðstæður þegar um mikil óhreinindi er að ræða).
  • Skiptið um kertin.
  • Skoðið loftsíuna í kolefnishylkinu.
  • Skipta um síu í viðarkolahylki.
  • Athugið stillingu leiðslu mismunadrifsins.
  • Athugið stöðuhemilinn.
  • Athugið glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi.
  • Skoðið allar slöngur og tengingar í leit að skemmdum og hvort sé rétt sett saman.
  • Þrífið rennslismælinn(oftar þegar lausnarduft er notað).
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Ljúkið öllu árlegu viðhaldsferli sem tilgreint er í notendahandbók vélarinnar.
  • Skoðið eldsneytisleiðslurnar.
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
  • Skiptið um sogsíu.
  • Skiptið um þrýstisíuna.
  • Skoðið dælublöðkurnar og skiptið þeim út ef þörf er á(leitið til viðurkennds dreifingaraðila Toro).
  • Skoðið einstefnuloka dælunnar og skiptið um ef þörf krefur(leitið til viðurkennds dreifingaraðila Toro).
  • Skoðið lamir nælonfóðringa.
  • Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi og hreinsið sigti.
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Árlega
  • Kvarðið hristings-hjáveitulokann.
  • Hreinsið stútinn og einstefnulokablöðkuna.Þrífið stútinn og einstefnulokablöðkuna ef stútur lekur eftir að slökkt er á hlutarrofum.
  • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notandahandbók vélarinnar.

    Gátlisti fyrir daglegt viðhald

    Afritið þessa blaðsíðu til að skrá reglubundið viðhald.

    ViðhaldsatriðiVika:
    Mán.Þri.Mið.Fim.Fös.Lau.Sun.
    Athugið virkni aksturshemils og stöðuhemils.       
    Athugið virkni gírskiptingar/hlutlauss gírs.       
    Athugið eldsneytisstöðu.       
    Kannið stöðu smurolíu.       
    Athugið olíuhæðina í sambyggðum gírkassa og drifi.       
    Skoðið loftsíuna.       
    Skoðið kælifanir vélarinnar.       
    Hlustið eftir óeðlilegum vélarhljóðum.       
    Hlustið eftir óvenjulegum vinnsluhljóðum.       
    Kannið þrýsting í hjólbörðum.       
    Leitið eftir leka.       
    Athugið virkni verkfæris.       
    Athugið virkni inngjafarinnar.       
    Þrífið sogsigtið.       
    Athugið innskeifni.       
    Smyrjið alla smurkoppa.1       
    Blettun og lakkskemmdir.       

    1Strax eftir hvern þvott óháð uppgefnum tíma á milli þrifa

    Athugasemdir um atriði/svæði sem þarf að athuga betur

    Skoðun framkvæmd af:
    HlutiDagsetningUpplýsingar
    1  
    2  
    3  
    4  
    5  
    6  
    7  
    8  
    9  
    10  
    11  
    12  

    Varúð

    Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vélina og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.

    Takið lykilinn úr svissinum og aftengið kertavírinn áður en viðhaldi er sinnt. Setjið vírinn til hliðar til að hann komist ekki í snertingu við kertin.

    Undirbúningur fyrir viðhald

    Úðaranum lyft

    Í hvert skipti sem vél er gangsett vegna reglubundins viðhalds og/eða vélargreiningu skulu afturhjól úðarans vera 2,5 cm (1 tommu) frá jörðu með tjakka undir afturöxlinum.

    Hætta

    Úðari á tjakki getur verið óstöðugur og runnið af tjakkinum og valdið meiðslum á hverjum þeim sem er undir honum.

    • Aldrei má gangsetja úðarann á meðan hann er á tjakki.

    • Takið lykilinn alltaf úr svissinum áður en stigið er af úðaranum.

    • Setjið skorður við hjólbarða úðarans þegar hann er á tjakki.

    Lyftipunkturinn framan á úðaranum er undir fremri þverbitanum (Mynd 35A). Lyftipunkturinn aftan á úðaranum er á afturgrindinni, á bak við aftanverðar festilykkjur (Mynd 35B).

    g028108

    Smurning

    Vinnuvélin smurð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Smyrjið alla smurkoppa.
  • Smurfeiti: Litíumfeiti nr. 2

    Sjá Mynd 36 fyrir staðsetningar smurkoppa.

    g216476
    1. Þurrkið af smurkoppnum til að óhreinindi eða aðskotahlutir komist ekki inn í leguna eða fóðringuna.

    2. Dælið smurfeiti í leguna eða fóðringuna.

    3. Þurrkið umframfeiti af.

    Úðadælan smurð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Smyrjið dæluna.
  • Smurfeiti: Mobil XHP 461

    1. Lyftið úðaranum; sjá Úðaranum lyft.

    2. Finnið úðadæluna.

      Note: Dælan er staðsett undir sætinu; sjá Úðadælan fundin.

    3. Þurrkið af 2 ytri smurkoppum (Mynd 37A og Mynd 37B).

      g216324g216325
    4. Dælið smurfeiti í báða ytri smurkoppana (Mynd 37A og Mynd 37B).

    5. Þurrkið umframfeiti af.

    Lamir hluta smurðar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Smyrjið lamir hlutanna.
  • Important: Ef löm hlutar er skoluð með vatni skal hreinsa allt vatn og óhreinindi af löminni og bæta nýrri feiti á.

    Smurfeiti: Litíumfeiti nr. 2

    1. Þurrkið af smurkoppnum til að aðskotaefni komist ekki inn í leguna eða fóðringuna.

    2. Dælið smurfeiti í leguna eða fóðringuna við hvern smurkopp (Mynd 38).

      g002014
    3. Þurrkið af alla umframfeiti.

    4. Endurtakið þetta ferli fyrir hvern snúningshluta.

    Viðhald vélar

    Vélaröryggi

    Drepið á vélinni áður en olían er könnuð eða olíu hellt á sveifarhúsið.

    Loftinntakssía skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið kælisvæði vélarinnar.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Hreinsið kælisvæði vélarinnar(oftar við rykugar aðstæður þegar um mikil óhreinindi er að ræða).
  • Athugið og þrífið loftinntakssíuna framan á vélinni fyrir hverja notkun eða daglega eftir þörfum.

    Unnið við loftsíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Hreinsið og olíuberið svampeiningu loftsíunnar(oftar við rykugar aðstæður þegar um mikil óhreinindi er að ræða).
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um pappírseiningu loftsíunnar(oftar við rykugar aðstæður þegar um mikil óhreinindi er að ræða).
  • Svamp- og pappaeiningar fjarlægðar

    1. Setjið stöðuhemillinn á, stöðvið dæluna, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

    2. Sleppið klinkunni aftan á sætinu og lyftið sætinu fram á við.

    3. Hreinsið í kringum loftsíuna til að koma í veg fyrir að óhreinindi komist í vélina og valdi skemmdum (Mynd 39).

      g001980
    4. Losið um hnúðinn á loftsíuhlífinni og fjarlægið hlífina (Mynd 39).

    5. Rennið svampeiningunni varlega af pappírseiningunni (Mynd 39).

    6. Fjarlægið hlífðarróna, lokið og pappaeininguna (Mynd 39).

    Svampeiningin hreinsuð

    1. Þvoið svampeininguna með fljótandi sápu og volgu vatni.

    2. Skolið eininguna vandlega þegar hún er hrein.

    3. Þurrkið eininguna með því að kreista hana í hreinum klút.

    4. Berið 30 til 59 ml af olíu á eininguna (Mynd 40).

      Important: Skiptið um svampeininguna ef hún er rifin eða slitin.

      g001981
    5. Kreistið eininguna til að dreifa úr olíunni.

    Pappírseiningin skoðuð

    Leitið eftir rifum, olíumengun, skemmdum á gúmmíþétti, miklum óhreinindum eða öðrum skemmdum á pappírseiningunni (Mynd 41). Skiptið síunni út ef eitthvað af þessu á við.

    Important: Ekki þrífa pappírseininguna með þrýstilofti eða vökva, eins og leysi, bensíni eða steinolíu.

    g001982

    Important: Til að koma í veg fyrir skemmdir á vélinni skal alltaf nota vinnuvélina með öllum svamp- og pappírseiningum loftsíunnar uppsettum.

    Svamp- og pappírseiningar settar í

    1. Rennið svampeiningunni varlega á pappírseiningu loftsíunnar (Mynd 39).

    2. Rennið loftsíunni og hlífinni á löngu stöngina.

    3. Komið hlífðarrónni fyrir á móti hlífinni og herðið með fingrunum (Mynd 39).

      Note: Gangið úr skugga um að gúmmíþéttið liggi flatt upp að loftsíugrunninum og hlífinni.

    4. Setjið loftsíulokið og hnúðinn á (Mynd 39).

    5. Lokið og læsið sætinu.

    Smurolíuvinna

    Rúmtak sveifarhúss er 2,0 l með síunni.

    Notið gæðasmurolíu sem uppfyllir eftirfarandi forskriftir:

    • Áskilin API-flokkun: SJ eða hærri.

    • Olía sem mælt er með: SAE 10W30 (yfir 0 °F)

    • Önnur olía: SAE 5W30 (undir 32°F)

    Toro Premium Engine Oil-smurolía er fáanleg hjá næsta dreifingaraðila með seigjustigi 10W30 eða 5W30. Upplýsingar um hlutarnúmer er að finna í varahlutaskránni.

    Smurolía athuguð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið smurolíuna.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Ljúkið öllu árlegu viðhaldsferli sem tilgreint er í notendahandbók vélarinnar.
  • Vélin er afhent með olíu í sveifarhúsinu. Engu að síður verður að kanna stöðu smurolíunnar fyrir og eftir fyrstu gangsetningu vélarinnar.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Takið olíukvarðann úr og strjúkið af honum með hreinum klút (Mynd 42). Stingið olíukvarðanum í rörið og gangið úr skugga um að hann sé kyrfilega fastur. Fjarlægið olíukvarðann og athugið olíuhæðina.

      g023037
    3. Ef olíuhæðin er lág skal fjarlægja áfyllingarlokið af lokahlífinni (Mynd 42) og hella olíu í áfyllingaropið þar til olíuhæðin nær upp að FULL-merkinu á olíukvarðanum. Fyllið hægt á og athugið olíuhæðina jafnóðum meðan á áfyllingu stendur. Yfirfyllið ekki.

    4. Festið olíukvarðann tryggilega.

    Skipt um smurolíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu(oftar þegar unnið er við mikið álag eða háan hita).
    1. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í fimm mínútur. Þetta hitar upp olíuna og þannig er auðveldara að tappa henni af.

    2. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðadælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    3. Sleppið klinkunni aftan á sætinu og lyftið sætinu fram á við.

      Varúð

      Íhlutir undir sætinu eru heitir ef úðarinn hefur verið í gangi. Hætta er á brunasárum við snertingu við heita íhluti.

      Bíðið þar til úðarinn hefur kólnað áður en viðhaldi er sinnt eða íhlutir undir vélarhlífinni eru snertir.

    4. Setjið ílát undir olíuafrennslið.

    5. Fjarlægið botntappann (Mynd 43).

      g023045
    6. Þegar olían hefur tæmst alveg skal skipta um botntappann og snúa honum í 13,6 Nm.

    7. Fargið notuðu olíunni á viðurkenndri endurvinnslustöð.

    8. Hellið rólega um það bil 80% af tilgreindu magni af olíu í olíuáfyllingarrörið (Mynd 42).

    9. Athugið olíuhæðina.

    10. Bætið rólega við meiri olíu þar til FULL-merkinu á olíukvarðanum er náð.

      Important: Ef of mikil olía er sett á sveifarhúsið getur það valdið skemmdum á vélinni.

    Skipt um smurolíusíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíusíuna.
    1. Tappið olíunni af vélinni; sjá Skipt um smurolíu, skref 1 til 7.

    2. Fjarlægið olíusíuna (Mynd 43).

    3. Þurrkið pakkningu síutengisins.

    4. Berið þunnt lag af nýrri olíu á gúmmípakkninguna á nýju síunni.

    5. Setjið nýju olíusíuna á síutengið. Snúið olíusíunni réttsælis þar til gúmmíþéttið snertir síutengið og herðið svo síuna um hálfan snúning í viðbót (Mynd 43).

    6. Fyllið sveifarhúsið með réttri tegund af nýrri olíu; sjá Skipt um smurolíu, skref 8 til og með 10.

    7. Fargið notuðu olíusíunni á viðurkenndri endurvinnslustöð.

    Skipt um kerti

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um kertin.
  • Gerð: Champion RC-12YC (eða samsvarandi)

    Loftbil: 0,76 mm

    Gangið úr skugga um að bilið á milli miðjunnar og hliðarrafskauta sé rétt áður en kertin eru sett í. Notið kertalykil til að skrúfa kertin í og úr og kertabilsverkfæri/föler til að kanna og stilla bilið.

    Kertin fjarlægð

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðadælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Sleppið klinkunni aftan á sætinu og lyftið sætinu fram á við.

    3. Togið vírana af kertunum (Mynd 44).

    4. Hreinsið svæðið í kringum kertin til að koma í veg fyrir að óhreinindi komist í vélina og valdi skemmdum.

    5. Fjarlægið kertin og málmskinnurnar.

      g001985

    Kertin skoðuð

    1. Skoðið miðju kertanna (Mynd 45).

      Note: Ef ljósbrún eða grá húð sést á einangruninni vinnur vélin rétt. Svört húð á einangruninni gefur yfirleitt til kynna að loftsían sé skítug.

      Important: Ekki þrífa kertin. Skiptið alltaf um kerti ef það er þakið svörtum óhreinindum, með slitin rafskaut, olíuborið eða sprungið.

    2. Skoðið bilið á milli miðjunnar og hliðarrafskauta (Mynd 45) og beygið hliðarrafskautið ef bilið er ekki rétt.

      g000533

    Kertin sett í

    1. Komið kertunum og málmskinnunum fyrir.

    2. Herðið kertin í 24,4 til 29,8 Nm.

    3. Þrýstið vírunum á kertin (Mynd 44).

    4. Lokið og læsið sætinu.

    Viðhald eldsneytiskerfis

    Skipt um eldsneytissíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um eldsneytissíu.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skoðið eldsneytisleiðslurnar.
    1. Setjið stöðuhemillinn á, stöðvið dæluna, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

    2. Sleppið klinkunni aftan á sætinu og lyftið sætinu fram á við.

    3. Klemmið slönguna af sitt hvorum megin við eldsneytissíuna til að koma í veg fyrir að gas hellist úr slöngunum þegar sían er fjarlægð.

    4. Setjið afrennslispönnu undir síuna.

    5. Kreistið saman endana á hosuklemmunum og rennið þeim frá síunni (Mynd 46).

    6. Fjarlægið síuna úr eldsneytisleiðslunum.

      g001986
    7. Setjið nýja síu í og færið hosuklemmurnar nálægt síunni.

      Gangið úr skugga um að stefnuörin vísi í átt að vélinni.

    Kolefnishylkið þjónustað

    Loftsía kolefnishylkis skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skoðið loftsíuna í kolefnishylkinu.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skoðið loftsíuna í kolefnishylkinu.
  • Skoðið opið neðst á loftsíu kolefnishylkisins til að ganga úr skugga um að það sé hreint og laust við óhreinindi og laust efni (Mynd 47).

    g033149

    Skipt um síu í viðarkolahylki

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skipta um síu í viðarkolahylki.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skipta um síu í viðarkolahylki.
    1. Fjarlægið hrjúfa tengið á kolefnishylkissíunni af slöngunni neðst á kolefnishylkinu og fjarlægið síuna (Mynd 47).

      Note: Fargið gömlu síunni.

    2. Stingið hrjúfa tenginu á nýju kolefnishylkissíunni inn í slönguna neðst á kolefnishylkinu.

    Eldsneytisgeymirinn tæmdur

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 400 klukkustunda fresti
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn ef eldsneytiskerfið mengast eða ef ætlunin er að geyma vinnuvélina í lengri tíma. Notið nýtt og hreint eldsneyti til að skola geyminn.

    1. Flytjið eldsneytið úr geyminum í viðurkennt eldsneytisílát með vökvasugu, eða takið tankinn úr vélinni og hellið eldsneytinu úr stútnum í eldsneytisílátið.

      Note: Ef eldsneytisgeymirinn er fjarlægður skal einnig fjarlægja eldsneytis- og bakflæðisslöngurnar úr geyminum áður en geymirinn er fjarlægður.

    2. Skiptið um eldsneytissíu; sjá Skipt um eldsneytissíu.

    3. Skolið geyminn með nýju og hreinu eldsneyti ef með þarf.

    4. Komið geyminum aftur fyrir ef hann var fjarlægður.

    5. Fyllið á geyminn með nýju og hreinu eldsneyti.

    Viðhald rafkerfis

    Öryggi tengt rafkerfi

    • Aftengið rafgeyminn áður en gert er við vinnubílinn. Aftengið mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

    • Hlaðið rafgeyminn á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafgeymirinn er tengdur eða aftengdur.

    • Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

    Staðsetning öryggja

    Í rafkerfinu eru tvö öryggjabox og ein laus rauf. Öryggin eru staðsett undir sætinu (Mynd 48).

    g023046

    Viðhald rafgeymis

    Important: Ekki gefa rafgeymi vinnuvélarinnar start.

    Tryggið að rafgeymirinn sé ávallt hreinn og fullhlaðinn. Notið pappírsþurrkur til að þrífa rafgeyminn og rafgeymahólfið. Þegar tæring er til staðar á rafgeymisskautunum verður að þrífa þau með lausn sem inniheldur fjóra hluta vatns og einn hluta matarsóda. Smyrjið þunnt lag af feiti á rafgeymisskautin til að koma í veg fyrir tæringu.

    Spenna: 12 V með 280 amper við kaldræsingu við 0 °F

    Rafgeymir fjarlægður

    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðadælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Rafgeymirinn er hægra megin á vinnuvélinni, aftan við dæluna (Mynd 48).

    3. Aftengið mínusjarðtenginguna (svört) frá rafgeymaskautinu.

      Viðvörun

      Rangt lagðir rafgeymiskaplar geta valdið skemmdum á úðaranum og köplunum sem leitt geta til neistaflugs. Neistar geta kveikt í gasi frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

      • Aftengið alltaf mínusrafgeymiskapalinn (svartur) áður en plúskapallinn (rauður) er aftengdur.

      • Tengið alltaf plúsrafgeymiskapalinn (rauður) áður en mínuskapallinn (svartur) er tengdur.

      Viðvörun

      Rafgeymaskaut eða verkfæri úr málmi geta valdið skammhlaupi á málmhlutum úðarans með meðfylgjandi neistaflugi. Neistar geta kveikt í gasi frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

      • Þegar rafgeymirinn er tekinn úr eða settur í þarf að koma í veg fyrir að rafgeymaskautin snerti málmhluta úðarans.

      • Komið í veg fyrir að verkfæri úr málmi valdi skammhlaupi á milli rafgeymaskautanna og málmhluta úðarans.

      • Haldið rafgeymisólinni ævinlega á réttum stað til að vernda rafgeyminn og halda honum tryggilega föstum.

    4. Aftengið plúskapal rafgeymisins (rauður) frá rafgeymaskautinu.

    5. Fjarlægið festingar rafgeymisins (Mynd 48).

    6. Fjarlægið rafgeyminn.

    Rafgeymir settur í

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Athugið tengingarnar við rafgeyminn.
    1. Stillið rafgeyminn á rafgeymakassanum þannig að rafgeymaskautin snúi að framhlið úðarans.

    2. Setjið rafgeymisfestinguna á og festið hana með festingunum sem voru áður fjarlægðar (Mynd 48).

      Important: Haldið rafgeymisfestingunni ævinlega á réttum stað til að vernda rafgeyminn og halda honum tryggilega föstum.

    3. Tengið jákvæða (rauða) kapalinn við jákvæða (+) rafgeymaskautið og neikvæða (svarta) kapalinn við neikvæða (-) rafgeymaskautið með boltum og vængjaróm. Setjið gúmmíhettuna á plússkaut rafgeymisins.

    4. Setjið rafgeymishlífina á og festið hana með hnúðunum tveimur (Mynd 48).

    Hæð geymasýru athuguð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Athugið hæð geymasýrunnar.
  • Note: Þegar vinnuvélin er í geymslu skal athuga hæð geymasýrunnar á 30 daga fresti.

    1. Losið um hnúðana á hliðum rafgeymakassans og fjarlægið rafgeymishlífina (Mynd 48).

    2. Fjarlægið áfyllingarlokin. Ef geymasýran nær ekki að áfyllingarlínunni skal bæta við nauðsynlegu magni af eimuðu vatni; sjá Vatni bætt á rafgeyminn.

      Hætta

      Geymasýra inniheldur brennisteinssýru sem er banvæn og veldur alvarlegum brunasárum.

      • Ekki drekka rafvökva og gætið þess að hann komist ekki snertingu við húð, augu eða fatnað. Notið hlífðargleraugu til að verja augu og gúmmíhanska til að verja hendur.

      • Fylla skal á rafgeyminn þar sem gott aðgengi er að hreinu vatni til að skola húðina.

    Vatni bætt á rafgeyminn

    Besti tíminn til að bæta eimuðu vatni á rafgeyminn er rétt áður en vélin er tekin í notkun. Þá blandast vatnið saman við geymasýrulausnina.

    1. Hreinsið efsta hluta rafgeymisins með pappírsþurrku.

    2. Fjarlægið áfyllingarlokin af rafgeyminum og fyllið varlega á hvert hólf með eimuðu vatni þar til vökvahæðin nær að áfyllingarlínunni. Setjið áfyllingarlokin á aftur.

      Important: Ekki yfirfylla rafgeyminn. Geymasýran mun flæða yfir aðra íhluti úðarans og valda alvarlegri tæringu og niðurbroti.

    Hleðsla rafgeymis

    Viðvörun

    Hleðsla rafgeymisins myndar sprengifimar lofttegundir.

    Aldrei reykja nærri rafgeymi og hann þarf að verja gegn neistaflugi og opnum eldi.

    Important: Hafið rafgeyminn alltaf fullhlaðinn (1,260 eðlisþyngd). Þetta er sérstaklega mikilvægt til að koma í veg fyrir skemmdir á rafgeyminum við hitastig undir 0 C.

    1. Fjarlægið rafgeyminn úr undirvagninum; sjá Rafgeymir fjarlægður.

    2. Athugið hæð geymasýru; sjá Hæð geymasýru athuguð.

    3. Tengið 3 til 4 A hleðslutæki fyrir rafgeymi við rafgeymaskautin. Hlaðið rafgeyminn við 3 til 4 A í fjórar til átta klukkustundir (12 V).

      Important: Gætið þess að yfirhlaða ekki rafgeyminn.

    4. Setjið rafgeyminn upp á undirvagninum. Frekari upplýsingar eru í Rafgeymir settur í.

    Geymsla rafgeymis

    Ef setja á vinnuvélina í geymslu í meira en 30 daga skal taka rafgeyminn úr og fullhlaða hann. Geymið hann annaðhvort á hillu eða á vinnubílnum. Ef rafgeymirinn er geymdur á vinnubílnum skal hafa kaplana áfram ótengda. Geymið rafgeyminn í svölu umhverfi til að koma í veg fyrir að hann afhlaðist of hratt. Gangið úr skugga um að rafgeymirinn sé fullhlaðinn til að koma í veg fyrir að það frjósi á honum.

    Viðhald drifkerfis

    Skoðun á felgum og hjólbörðum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið þrýsting í hjólbörðum.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Herðið felgurærnar.
  • Athugið ástand og slit hjólbarðanna.
  • Athugið þrýsting í hjólbörðum á 8 klukkustunda fresti eða daglega til að tryggja réttan þrýsting. Setjið 138 kPa (20 psi) af lofti í hjólbarðana. Leitið einnig eftir sliti eða skemmdum á hjólbörðunum.

    Athugið hjólin til að ganga úr skugga um að þau séu tryggilega fest eftir fyrstu 8 vinnustundirnar og síðan á 100 vinnustunda fresti eftir það. Herðið fremri og aftari felgurærnar í 102 til 108 Nm.

    Athugið ástand hjólbarða að minnsta kosti á 100 vinnustunda fresti. Slys við notkun eins og þegar ekið er á kantstein getur skemmt hjólbarða eða felgu og valdið vanstillingu á stýri. Skoðið ástand hjólbarða eftir slys.

    Stilling driflæsingarleiðslu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Athugið stillingu leiðslu mismunadrifsins.
    1. Færið stöng mismunadrifsins í stöðuna OFF (slökkt).

    2. Losið um festirærnar sem halda leiðslu mismunadrifsins fastri við festinguna á sambyggða gírkassanum og drifinu (Mynd 49).

      g002425
    3. Stillið festirærnar þannig að 0,25 til 1,5 mm fríbil verði á milli króks gormsins og ytra þvermál opsins á stöng sambyggða gírkassans og drifsins.

    4. Herðið festirærnar þegar viðhaldsvinnu er lokið.

    Innskeifni framhjóla stillt

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Athugið innskeifni framhjóla.
  • Innskeifnin ætti að vera 0 til 6 mm.

    1. Fyllið á geyminn með um það bil 331 lítra af vatni.

    2. Athugið og fyllið loft á alla hjólbarða; sjá Loftþrýstingur í hjólbörðum kannaður.

    3. Keyrið úðarann nokkrum sinnum fram og til baka til að slaka á A-fjöðruninni og keyrið hann síðan áfram að minnsta kosti 3 m.

    4. Mælið fjarlægðina á milli framhjólanna við öxulhæð, bæði framan og aftan á framhjólunum (Mynd 50).

      Note: Nota þarf festingu eða stillimæli til að mæla afturhluta framdekkja í öxulhæð. Notið sömu festingu eða stillimæli til að mæla nákvæmlega framhluta framdekkja í öxulhæð (Mynd 50).

      Framhluti dekkjanna á að vera 0 til 6 mm nær en afturhluti framdekkjanna.

      g002006
    5. Ef mælingin er ekki innan tilgreindra marka skal losa festirærnar á báðum endum millistanganna (Mynd 51).

      g002007
    6. Snúið báðum millistöngunum til að færa framhlið hjólbarðans inn eða út á við.

      Note: Millistangirnar mæla sömu lengdina.

    7. Herðið festiró tengistangarinnar þegar stillingin er rétt.

    8. Gangið úr skugga um að stýrið hreyfist alla leið í báðar áttir.

    Viðhald hemla

    Skoðun hemlavökva

    Hemlavökvageymirinn kemur frá verksmiðjunni fullur af DOT 3-hemlavökva. Athugið stöðuna áður en vélin er gangsett á hverjum degi.

    g023047
    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemillinn á, stöðvið dæluna, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

    2. Vökvahæðin ætti að vera upp að FULL-línunni á geyminum.

    3. Ef vökvahæðin er lág skal þrífa svæðið í kringum lok geymisins, fjarlægja lokið og fylla á geyminn upp að réttri vökvahæð. Yfirfyllið ekki.

    Hemlaskoðun

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið hemlana.
  • Hemlar eru mikilvægir öryggisíhlutir úðarans. Framkvæmið eftirfarandi skoðanir:

    • Skoðið hemlaskóna m.t.t. slits eða skemmda. Ef þykkt borða (hemlaklossi) er undir 1,6 mm skal skipta um hemlaskó.

    • Skoðið bakplötuna og aðra íhluti m.t.t. óeðlilegs slits eða aflögunar. Ef aflögun finnst skal skipta um tilheyrandi íhluti.

    Stöðuhemillinn stilltur

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Athugið stöðuhemilinn.
    1. Fjarlægið plasthandfangið.

    2. Losið stilliskrúfuna sem festir hnúðinn við stöðuhemilsstöngina (Mynd 53).

      g023036
    3. Snúið hnúðnum þar til 18 til 23 kg af afli er krafist til að hreyfa stöngina.

    4. Herðið stilliskrúfuna.

    Viðhald vökvakerfis

    Öryggi tengt vökvakerfi

    • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    Forskrift fyrir glussa

    Gerð vökva: Dexron III ATF.

    Rúmtak geymis: u.þ.b. 7 l

    Athugun á glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Athugið glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi.
    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðadælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Takið olíukvarðann fyrir sambyggðan gírkassa og drif úr og strjúkið af honum með hreinum klút (Mynd 54).

      g002002

      Important: Ekki hleypa óhreinindum eða öðrum aðskotaefnum ofan í áfyllingaropið þegar gírolía er athuguð.

    3. Stingið olíukvarðanum í rörið og gangið úr skugga um að hann sé kyrfilega fastur. Fjarlægið olíukvarðann og athugið olíuhæðina.

    4. Vökvahæð sambyggðs gírkassa og drifs á að ná efst á flata hluta olíukvarðans. Ef svo er ekki skal fylla geyminn með tilgreindum glussa; sjá Forskrift fyrir glussa.

    5. Festið olíukvarðann tryggilega.

    Skipt um glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi og hreinsið sigti.
    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemillinn á, stöðvið dæluna, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

    2. Setjið afrennslispönnu undir botntappann á geyminum.

    3. Fjarlægið botntappann úr hlið geymisins og látið glussann renna í afrennslispönnuna (Mynd 55).

      g002003
    4. Skráið snúningsátt vökvaslöngunnar og 90° tengisins sem tengt er við sigtið.

    5. Fjarlægið vökvaslönguna og 90° tengið (Mynd 56).

      g002004
    6. Fjarlægið sigtið og hreinsið það með bakskolun í hreinum fituhreinsi.

    7. Látið sigtið þorna.

    8. Setjið sigtið í þegar olíu er tappað af.

    9. Festið vökvaslönguna og 90° tengið við sigtið.

    10. Setjið botntappann aftur í og herðið.

    11. Fyllið geyminn með u.þ.b. 7 l af Dexron III ATF.

      Important: Notið eingöngu tilgreinda glussa. Annar glussi gæti valdið skemmdum á vökvakerfinu.

    12. Gangsetjið vélina og akið úðaranum til að fylla vökvakerfið.

    13. Athugið hæð glussans og fyllið á eftir þörfum.

    Skipt um glussasíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Notið nýja Toro-síu (hlutarnr. 54-0110).

    Important: Notkun annarra sía getur ógilt ábyrgð tiltekinna íhluta.

    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemillinn á, stöðvið dæluna, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

    2. Hreinsið festisvæðið í kringum síuna.

    3. Setjið afrennslispönnu undir síuna.

    4. Fjarlægið síuna (Mynd 57).

      g204330
    5. Smyrjið þétti nýju síunnar.

    6. Gangið úr skugga um að festisvæðið í kringum síuna sé hreint.

    7. Skrúfið síuna á þar til þéttið snertir festiplötuna og herðið síuna um hálfan hring.

    8. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í tvær mínútur til að lofttæma kerfið.

    9. Drepið á vélinni, athugið glussahæðina og leitið eftir leka; sjá Skipt um glussa/olíu í sambyggðum gírkassa og drifi.

    Vökvaleiðslur og slöngur skoðaðar

    Leitið daglega eftir lekum, beygluðum lögnum, lausum festingum, sliti, lausum tengjum, veðrun og tæringu af völdum íðefna á glussalögnum og slöngum. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir fyrir notkun.

    Viðhald úðakerfis

    Slöngur skoðaðar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skoðið allar slöngur og tengingar í leit að skemmdum og hvort sé rétt sett saman.
  • Skoðið hverja slöngu í úðakerfinu í leit að sprungum, leka eða öðrum skemmdum. Á sama tíma skal skoða tengingar og festingar í leit að svipuðum skemmdum. Skiptið um slitnar eða skemmdar slöngur og tengi.

    Skipt um sogsíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 400 klukkustunda fresti
  • Skiptið um sogsíu.
  • Note: Ákveðið viðeigandi möskvastærð sogsíu sem þarf fyrir verkið; sjá Val á sogsíu.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á dælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Efst á úðageyminum skal fjarlægja splittið sem festir slöngutengið sem tengt er við stóru slönguna úr síuhúsinu (Mynd 58).

      g033577
    3. Fjarlægið slönguna og slöngutengið frá síuhúsinu (Mynd 58).

    4. Fjarlægið gömlu sogsíuna úr síuhúsinu í geyminum (Mynd 59).

      Note: Fargið gömlu síunni.

      g033578
    5. Setjið nýju sogsíuna í síuhúsið.

      Note: Gangið úr skugga um að sían sitji tryggilega.

    6. Komið slöngunni og slöngutenginu fyrir í síuhúsinu efst á geyminum og festið festinguna og húsið við splittið sem var fjarlægt í skrefi 2.

    Skipt um þrýstisíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 400 klukkustunda fresti
  • Skiptið um þrýstisíuna.
    1. Færið vélina á jafnsléttu, slökkvið á úðadælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Setjið afrennslispönnu undir þrýstisíuna (Mynd 60).

      g033293
    3. Snúið botntappanum rangsælis og fjarlægið hann frá skál þrýstisíunnar (Mynd 60).

      Note: Leyfið skálinni að tæmast.

    4. Snúið skálinni rangsælis og fjarlægið hana af síuhausnum (Mynd 60).

    5. Fjarlægið gömlu þrýstisíueininguna (Mynd 60).

      Note: Fargið gömlu síunni.

    6. Athugið O-hringinn fyrir botntappann (staðsettur innan í skálinni) og O-hringinn fyrir skálina (staðsettur innan í síuhausnum) í leit að skemmdum og sliti (Mynd 60).

      Note: Skiptið um skemmda eða slitna O-hringi fyrir tappann, skálina eða bæði.

    7. Setjið nýju þrýstisíueininguna í síuhausinn (Mynd 60).

      Note: Gangið úr skugga um að sían sitji almennilega í síuhausnum.

    8. Setjið skálina á síuhausinn og herðið með höndunum (Mynd 60).

    9. Setjið tappann í skálina og herðið með höndunum (Mynd 60).

    Skipt um stútsíu

    Note: Ákveðið viðeigandi möskvastærð stútsíunnar sem þarf fyrir verkið; sjá Val á síu í enda stúts (aukabúnaður).

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á úðaradælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Fjarlægið stútinn af úðahausnum (Mynd 61).

      g209504
    3. Fjarlægið gömlu stútsíuna (Mynd 61).

      Note: Fargið gömlu síunni.

    4. Setjið í nýju stútsíuna (Mynd 61).

      Note: Gangið úr skugga um að sían sitji tryggilega.

    5. Setjið stútinn á úðahausinn (Mynd 61).

    Dælan skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 400 klukkustunda fresti
  • Skoðið dælublöðkurnar og skiptið þeim út ef þörf er á(leitið til viðurkennds dreifingaraðila Toro).
  • Skoðið einstefnuloka dælunnar og skiptið um ef þörf krefur(leitið til viðurkennds dreifingaraðila Toro).
  • Note: Eftirfarandi vélarhlutar teljast íhlutir sem slitna við notkun nema þeir reynist gallaðir og falla ekki undir ábyrgðina sem fylgir þessari vél.

    Látið viðurkenndan dreifingaraðila Toro athuga eftirfarandi innri dæluíhluti í leit að skemmdum:

    • Dælublöðkur

    • Einstefnulokasamstæður dælu

    Skiptið um íhluti ef þörf krefur.

    Skoðun á lömum nælonfóðringa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 400 klukkustunda fresti
  • Skoðið lamir nælonfóðringa.
    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á dælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Framlengið ytri bómuhluta að úðastöðu og styðjið við bómurnar með stoðum eða stroffum og lyftibúnaði.

    3. Með stuðning undir þyngd bómunnar skal fjarlægja boltann og róna sem festa snúningspinnann við bómusamstæðuna (Mynd 62).

      g022367
    4. Fjarlægið boltann og róna sem festa snúningspinnann og fjarlægið pinnann (Mynd 62).

    5. Fjarlægið bómuna og snúningsfestinguna af miðjurammanum til að komast að nælonfóðringunum.

    6. Fjarlægið og skoðið nælonfóðringarnar við fram- og afturhlið snúningsfestingarinnar (Mynd 62).

      Note: Skiptið um slitnar eða skemmdar fóðringar.

    7. Berið örlitla olíu á nælonfóðringarnar og setjið þær í snúningsfestinguna (Mynd 62).

    8. Setjið bómuna og snúningsfestinguna í miðjurammann og stillið götin af (Mynd 62).

    9. Setjið snúningspinnann í og festið hann með boltanum og rónni sem voru fjarlægð í skrefi 4.

    10. Endurtakið skref 2 til 9 fyrir hinn ytri bómuhlutann.

    Hæðarstilling bóma

    Notið eftirfarandi aðferð til að stilla hæð vinstri og hægri bómuhlutanna þegar þeir eru í úðastöðunni.

    1. Framlengið bómurnar að úðastöðunni.

    2. Fjarlægið klofsplittið úr snúningspinnanum (Mynd 63).

      g013780
    3. Lyftið bómunni upp og fjarlægið pinnann (Mynd 63) og látið bómuna síga rólega til jarðar.

    4. Skoðið pinnann í leit að skemmdum og skiptið um ef þörf krefur.

    5. Notið skrúflykil á flatar hliðar hreyfiliðastangar til að gera hana óvirka, losið síðan um festiróna til að hægt sé að stilla stöng kósans (Mynd 64).

      g014220
    6. Snúið stöng kósans í hreyfiliðastönginni til að stytta eða lengja framlengdan hreyfiliða í æskilega stöðu (Mynd 64).

      Note: Snúa þarf stöng kósans í heila eða hálfa hringi til að hægt sé að sameina stöngina og bómuna.

    7. Þegar æskilegri stöðu hefur verið náð skal herða festiróna til að festa hreyfiliðann og stöng kósans.

    8. Lyftið bómunni til að stilla af snúninginn við hreyfiliðastöngina.

    9. Haldið um bómuna og stingið pinnanum í gegnum bæði bómusnúninginn og hreyfiliðastöngina (Mynd 63).

    10. Með pinnann á sínum stað skal sleppa bómunni og festa pinnann með splittinu sem var áður fjarlægt.

    11. Endurtakið verklagið fyrir hverja legu hreyfiliðastangar ef þörf krefur.

    Þrif

    Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa vinnuvélina.

    Rennslismælir þrifinn

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Þrífið rennslismælinn(oftar þegar lausnarduft er notað).
    1. Skolið vandlega og tæmið allt úðakerfið.

    2. Fjarlægið rennslismælinn af úðaranum og skolið hann með hreinu vatni.

    3. Fjarlægið spangarhringinn á uppstreymishliðinni (Mynd 65).

      g012934
    4. Hreinsið túrbínuna og túrbínunöfina til að fjarlægja málmflísar og lausnarduft.

    5. Skoðið túrbínublöðin í leit að sliti.

      Note: Haldið á túrbínunni og snúið henni. Hún ætti að snúast óhindrað með mjög lítilli mótstöðu. Ef svo er ekki skal skipta henni út.

    6. Setjið rennslismælinn saman.

    7. Notið þrýstiloft á lágum þrýstingi (50 kPa eða 5 psi) til að tryggja að túrbínan snúist óhindrað.

      Note: Ef túrbínan snýst ekki óhindrað skal losa sexkantspinnann neðst á túrbínunöfinni um 1/16 snúning þar til hún snýst óhindrað.

    Úðaralokar þrifnir

    Hreyfiliði loka fjarlægður

    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á dælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Fjarlægið þriggja pinna tengið á hreyfiliða lokans úr þriggja tengla tenginu á rafleiðsluknippi úðarans.

    3. Fjarlægið splittið sem festir hreyfiliðann við soggreinarlokann fyrir hraðastjórnun, hristing, aðalhluta eða hlutaloka (Mynd 66).

      Note: Þrýstið báðum leggjum geymisins saman þegar þeim er ýtt niður.

      Note: Geymið hreyfiliðann og splittið fyrir uppsetningu í Uppsetning á hreyfiliða loka.

      g028237
    4. Fjarlægið hreyfiliðann frá soggreinarlokanum.

    Soggreindarloki hraðastjórnunar fjarlægður

    1. Fjarlægið klemmur og þétti sem festa soggreinina fyrir hraðastjórnlokann (Mynd 67).

      Note: Geymið klemmur og þétti fyrir uppsetningu í Uppsetning soggreinarloka hraðastjórnunar.

      g033304
    2. Fjarlægið splittið sem festir úttakstengi við soggrein fyrir hraðastjórnlokann (Mynd 68).

      g033313
    3. Fjarlægið 2 kragabolta og 2 lásrær sem festa hraðastjórnlokann við lokafestinguna og fjarlægið soggreinarlokann úr vélinni (Mynd 68).

      Note: Ef þörf krefur skal losa um festibúnaðinn fyrir þrýstisíuhausinn til að gera auðveldara um vik að fjarlægja hraðastjórnlokann.

    Hristings-sogreinarloki fjarlægður

    1. Fjarlægið klemmurnar og pakkningarnar sem festa greinina fyrir hristingslokann (Mynd 69) við hristingshjáveitulokann, stýrilokann, aðalhlutarlokann og millitengi (hristingsspjaldloki).

      Note: Geymið klemmur og þétti fyrir uppsetningu í Uppsetning hristings-soggreinarloka.

    2. Fjarlægið splittið sem festir úttakstengi við soggrein fyrir hristingslokann (Mynd 69).

      g033327
    3. Fjarlægið kragabolta og lásró sem festir hristingslokann við lokafestinguna og fjarlægið soggreinarlokann úr vélinni (Mynd 70).

      g033307

    Aðahluta-soggreinarloki fjarlægður

    1. Fjarlægið klemmur og þétti sem festa soggreinina fyrir aðahlutalokann (Mynd 71) við aðalhluta-hjáveitulokann, hristingslokann og aðalhluta-soggreinarlokann (við slönguendann fyrir rennslismælinn).

      Note: Geymið klemmur og þétti fyrir uppsetningu í Uppsetning aðalhluta-soggreinarloka.

    2. Fjarlægið splittið sem festir úttakstengi við soggrein fyrir aðalhlutalokann (Mynd 71).

      g033328
    3. Fjarlægið kragabolta og lásró sem festir aðahlutalokann við lokafestinguna og fjarlægið soggreinarlokann úr vélinni (Mynd 72).

      g033309

    Hluta-soggreinaloki fjarlægður

    1. Fjarlægið klemmur og þétti sem festa soggreinina fyrir hlutalokann (Mynd 73) við aðliggjandi hlutaloka (ef vinstri hlutaloki og rörtengi).

      g028236
    2. Fjarlægið splittin sem festa úttakstengið við soggreinarhlutalokann og soggreinarlokann við hjáveitutengið (Mynd 74).

      g028238
    3. Fyrir vinstri eða hægri hlutaloka skal fjarlægja kragabolta og lásrær sem festa hlutaloka við lokafestinguna og fjarlægja soggreinarhlutalokann úr vélinni; fyrir hlutalokann í miðjunni skal fjarlægja soggreinarhlutalokann úr vélinni (Mynd 75).

      g028239

    Soggreinarlokinn þrifinn

    1. Staðsetjið ventillegginn þannig að hann sé í lokaðri stöðu (Mynd 76B).

      g027562
    2. Fjarlægið báðar endatappasamstæðurnar af sitthvorum enda soggreinarinnar (Mynd 77 og Mynd 78).

      g028243
      g028240
    3. Snúið ventilleggnum þannig að kúlan sé í opinni stöðu (Mynd 76A).

      Note: Þegar ventilleggurinn er samsíða rennsli lokans rennur kúlan út.

    4. Fjarlægið leggsplittið úr raufunum í leggjatenginu í soggreininni (Mynd 77 og Mynd 78).

    5. Fjarlægið leggsplittið og ventilleggjasætin úr soggreininni (Mynd 77 og Mynd 78).

    6. Setjið höndina inn í soggreinina og fjarlægið ventilleggjasamstæðuna (Mynd 77 og Mynd 78).

    7. Hreinsið soggreinina að innanverðu og kúlulokann, ventilleggjasamstæðuna, leggjagripið og endatengin að utanverðu.

    Soggreinarloki settur saman

    Efni sem stjórnandi þarf að hafa: Glært sílíkonfeiti.

    Important: Notið eingöngu sílíkonfeiti þegar lokinn er settur saman.

    1. Athugið ástand á O-hringjum úttakstengis (eingöngu hlutalokasoggreinar), O-hringjum endatappa, O-hringjum í aftursæti og lokasæti í leit að skemmdum eða sliti (Mynd 77 og Mynd 78).

      Note: Skiptið um skemmda eða slitna O-hringi eða sæti.

    2. Berið sílíkonfeiti á ventillegginn og setjið hann í ventilleggjasætið (Mynd 77 og Mynd 78).

    3. Komið ventilleggnum og sætinu fyrir inni í soggreinina og festið legginn og sætið með leggsplitti (Mynd 77 og Mynd 78).

    4. Gangið úr skugga um að O-hringur í aftursæti og lokasæti séu rétt staðsett og sitji í endatappatenginu (Mynd 77 og Mynd 78)

    5. Komið endatappasamstæðunni fyrir á soggreininni þar til flans endatappatengis snertir soggreinina (Mynd 77 og Mynd 78), snúið síðan endatappatenginu um 1/8 til 1/4 snúning í viðbót.

      Note: Gætið þess að skemma ekki enda tengisins.

    6. Stingið boltanum í lokahúsið (Mynd 79).

      Note: Ventilleggurinn ætti að passa inn í drifrauf kúlunnar. Ef ventilleggurinn passar ekki skal stilla stöðu kúlunnar (Mynd 79).

      g027565
    7. Snúið ventilleggjasamstæðunni þannig að lokinn sé lokaður (Mynd 76B)

    8. Endurtakið skref 4 og 5 fyrir hina lokatengissamstæðuna.

    Uppsetning soggreinarloka hraðastjórnunar

    1. Komið þétti fyrir milli flansa hraðastjórnloka soggreinar og þrýstisíuhauss (Mynd 80A).

      Note: Ef þörf krefur skal losa um festibúnaðinn fyrir þrýstisíuhausinn eftir þörfum til að búa til pláss.

      g033311
    2. Setjið saman soggrein hraðastjórnloka, þétti og þrýstisíuhaus með kragaklemmu og herðið með höndunum (Mynd 80A).

    3. Komið þétti fyrir milli flansa hraðastjórnloka og hristings-soggreinarloka (Mynd 80A).

    4. Setjið saman soggrein hraðastjórnloka, þétti og soggrein hristingsloka með kragaklemmu og herðið með höndunum (Mynd 80A).

    5. Tengið hraðastjórnloka við lokafestingu með 2 kragaboltum og 2 lásróm (Mynd 80A) sem var fjarlægt í skrefi 3 af Soggreindarloki hraðastjórnunar fjarlægður og herðið róna og boltann í 10 til 12 N m.

    6. Tengið úttakstengi við tengið neðst á soggreininni fyrir hraðastjórnlokann (Mynd 80B).

    7. Festið tengið og úttakstengið með því að stinga splitti inn í innstungurnar á úttakstenginu (Mynd 80B).

    8. Ef losað var um festibúnaðinn fyrir þrýstisíuhausinn skal herða róna og boltann í 10 til 12 N m.

    Uppsetning hristings-soggreinarloka

    1. Stillið af flans hristings-soggreinarloka, 1 þétti og flans hristings-hjáveituloka (Mynd 81A).

      Note: Ef þörf krefur skal losa um festibúnaðinn fyrir aðalhlutalokann eftir þörfum til að búa til pláss.

      g033329
    2. Setjið saman hristings-hjáveituloka, þétti og hristings-soggreinarloka með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 81A).

    3. Komið þétti fyrir milli flansa hraðastjórnloka og hristings-soggreinarloka (Mynd 81B).

    4. Setjið saman þétti og hristings-soggreinarloka með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 81B).

    5. Komið þétti fyrir milli flansa hristings-soggreinarloka og aðalhlutaloka (Mynd 81B).

    6. Setjið saman hristings-soggreinarloka, þétti og aðalhlutaloka með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 81B).

    7. Setjið saman hristings-soggreinarloka og innstungu með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 81C).

    8. Festið endatappatengið við úttakstengið með því að stinga splitti inn í innstungurnar á úttakstenginu (Mynd 81C).

    9. Tengið hristingsloka við lokafestingu með kragabolta og lásró sem var fjarlægt í skrefi 3 af Hristings-sogreinarloki fjarlægður og herðið róna og boltann í 1017 til 1243 N cm.

    10. Ef losað var um festibúnaðinn fyrir aðalhlutalokann skal herða róna og boltann í 1978 til 2542 N cm.

    Uppsetning aðalhluta-soggreinarloka

    1. Stillið af flans aðalhluta-soggreinarloka, 1 þétti og flans aðalhluta-hjáveituloka (Mynd 82A).

      g033330
    2. Setjið saman aðalhluta-soggreinarloka, þétti og aðalhluta-hjáveituloka með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 82A).

    3. Stillið af flans aðalhluta-soggreinarloka, þétti og hristings-soggreinarloka (Mynd 82B).

    4. Setjið saman aðahluta-soggreinarloka, þétti og hristings-soggreinarloka með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 82B)

    5. Stillið af flans aðalhluta-soggreinarloka, þétti og aðalhlutahús (Mynd 82B).

    6. Setjið saman aðalhluta-soggreinarloka og innstungu með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 82B).

    7. Festið endatappatengið við úttakstengið með því að stinga splitti inn í úttakstengið (Mynd 82B).

    8. Tengið hristingsloka við lokafestingu með kragabolta og lásró sem var fjarlægt í skrefi 3 af Aðahluta-soggreinarloki fjarlægður og herðið róna og boltann í 1017 til 1243 N cm.

    Uppsetning hlutalokasoggreinar

    1. Stingið efra endatappatengi soggreinarlokans inn í hjáveitutengið (Mynd 83A).

      Note: Ef þörf krefur skal losa um festibúnaðinn fyrir hjáveitutengið til að búa til pláss.

      g238558
    2. Festið endatappatengið við hjáveitutengið með því að stinga splitti inn í innstungurnar á hjáveitutenginu (Mynd 83A).

    3. Tengið úttakstengið á neðra endatappatengi soggreinarlokans (Mynd 83A).

    4. Festið endatappatengið við úttakstengið með því að stinga splitti inn í innstungurnar á úttakstenginu (Mynd 83A).

    5. Komið þétti fyrir milli flansa rörtengis og hlutalokasoggreinar (Mynd 83B).

    6. Setjið saman rörtengi, þétti og hlutalokasoggrein með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 83B).

    7. Ef setja á upp 2 hlutalokur lengst til vinstri skal koma þétti fyrir milli flansa tveggja aðliggjandi hlutalokasoggreina (Mynd 83B).

    8. Setjið saman 2 aðliggjandi hlutalokasoggreinar og þétti með klemmu og herðið með höndunum (Mynd 83B).

    9. Fyrir vinstri eða hægri bómuhlutalokana skal tengja lokurnar við lokafestingu með kragabolta og lásró sem var fjarlægt í skrefi 3 af Hluta-soggreinaloki fjarlægður og herðið rærnar og boltana í 10 til 12 N m.

    10. Ef losað var um festibúnaðinn fyrir hjáveitutengið skal herða róna og boltann í 10 til 12 N m.

    Uppsetning á hreyfiliða loka

    1. Komið hreyfiliðanum fyrir á soggreinarlokanum og (Mynd 66).

    2. Festið hreyfiliðann og lokann með splittinu sem var fjarlægt í skrefi 3 af Hreyfiliði loka fjarlægður.

    3. Tengið þriggja pinna tengið á rafleiðsluknippi hreyfiliða lokans við þriggja tengla tengið á rafleiðsluknippi úðarans.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

      • Slökkvið á úðadælunni.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

      • Leyfið vinnubílnum að kólna áður en hann er stilltur, þjónustaður, þrifinn eða settur í geymslu.

    • Geymið ekki vinnubílinn eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

    Úðakerfið undirbúið

    1. Leggið úðaranum á jafnsléttu, setjið stöðuhemilinn á, slökkvið á dælunni, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    2. Hreinsið óhreinindi af vinnuvélinni allri, þ.m.t. af fönum strokkloks vélarinnar og húsi blásarans.

      Important: Vinnuvélina má þrífa með mildu hreinsiefni og vatni. Ekki nota háþrýstibúnað til að þrífa vinnuvélina. Háþrýstiþvottur getur skemmt rafkerfið eða skolað í burtu nauðsynlegri smurfeiti af núningsstöðum. Forðist mikla notkun vatns, sérstaklega nærri stjórnborðinu, ljósunum, vélinni og rafgeyminum.

    3. Hreinsið úðakerfið; sjá .

    4. Hreinsið kúlulokann í lokasamstæðunni; sjá Soggreinarlokinn þrifinn.

    5. Undirbúið úðakerfið eins og hér segir:

      1. Tæmið ferskvatnsgeyminn.

      2. Tæmið úðakerfið eins vel og hægt er.

      3. Undirbúið alkóhólfrían frostlög með ryðvörn ætlaður húsbílum samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

      4. Bætið frostleginum við ferskvatnsgeyminn, úðageyminn og valfrjálsan skolunargeymi ef hann er uppsettur.

      5. Ef skolunargeymirinn er uppsettur skal dæla frostleginum úr honum og inn í úðageyminn.

      6. Látið úðadæluna ganga í nokkrar mínútur til að frostlögurinn fái að renna í gegnum úðakerfið og uppsettan aukabúnað.

        Úðið frostleginum út um úðastútana.

      7. Tæmið ferskvatnsgeyminn og úðakerfið eins vel og hægt er.

    6. Notið lyftirofa bómuhlutans til að lyfta upp ytri bómuhlutum. Lyftið hlutunum upp þar til þeir eru komnir í flutningsstöng bómunnar og mynda flutningsstöðuna X“ og þar til tjakkar hlutans hafa verið dregnir alveg inn.

      Note: Gangið úr skugga um að tjakkarnir séu dregnir alveg inn til að koma í veg fyrir skemmdir á hreyfiliðastönginni.

    Framkvæmd viðhaldsvinnu

    1. Skoðið hemlana; sjá Hemlaskoðun.

    2. Skiptið um loftsíuna; frekari upplýsingar eru í Unnið við loftsíuna.

    3. Smyrjið úðarann; sjá Smurning.

    4. Skiptið um smurolíu; sjá Skipt um smurolíu.

    5. Kannið loftþrýsting í hjólbörðum; sjá Loftþrýstingur í hjólbörðum kannaður.

    Undirbúningur fyrir vél og rafgeymi

    1. Við geymslu í meira en 30 daga skal undirbúa eldsneytiskerfið á eftirfarandi máta:

      1. Bætið jarðolíublönduðu varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti á geyminn.

        Fylgið leiðbeiningum um blöndun frá framleiðanda varðveisluefnisins. Ekki nota alkóhólblönduð varðveisluefni (etanól eða metanól).

        Note: Varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti er best að blanda í ferskt eldsneyti allt árið um kring.

      2. Látið vélina ganga til að dreifa meðhöndluðu eldsneyti í gegnum eldsneytiskerfið (5 mínútur).

      3. Drepið á vélinni, bíðið þar til hún kólnar og tappið af eldsneytisgeyminum.

      4. Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til hún drepur á sér.

      5. Setjið innsogið á.

      6. Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til ekki er hægt að gangsetja hana aftur.

      7. Fargið eldsneyti á viðeigandi máta. Endurvinnið það í samræmi við staðbundnum kröfum.

        Important: Ekki geyma eldsneyti með varðveisluefni/bætiefni lengur en 90 daga.

    2. Fjarlægið kertin og kannið ástand þeirra; sjá Kertin fjarlægð.

    3. Eftir að kertin hafa verið tekin úr vélinni skal hella tveimur matskeiðum af smurolíu í hvort kertagatið.

    4. Notið rafknúna startarann til að gangsetja vélina og dreifa olíunni um strokkinn.

    5. Komið kertunum fyrir og herðið með ráðlögðu hersluátaki; sjá Kertin sett í.

      Note: Ekki tengja vírinn við kertið/kertin.

    6. Fjarlægið rafgeyminn af grindinni, athugið hæð geymasýrunnar og hlaðið rafgeyminn að fullu, sjá Viðhald rafgeymis.

      Note: Ekki tengja rafgeymiskaplana við rafgeymaskautin við geymslu.

      Important: Hlaða verður rafgeyminn að fullu til að koma í veg fyrir að hann frjósi og skemmist við lægra hitastig en 0°C. Fullhlaðin rafgeymir heldur hleðslu sinni í um það bil 50 daga við lægra hitastig en 4°C. Þegar líkur eru á að hitastigið verði hærra en 4°C skal athuga vatnshæð rafgeymisins og hlaða hann á 30 daga fresti.

    Vinnuvélin undirbúin

    1. Skoðið og herðið alla bolta, rær og skrúfur. Gerið við eða skiptið um skemmda hluta.

    2. Kannið ástand allra úðaslangna, skiptið um þær sem eru skemmdar eða slitnar.

    3. Herðið öll slöngutengi.

    4. Lakkið yfir rispaða eða óvarða málmfleti. Lakk er fáanlegt hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    5. Geymið vinnuvélina í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði.

    6. Takið lykilinn úr og geymið á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.

    7. Breiðið yfir vinnuvélina til að verja hana og halda henni hreinni.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Startarinn gangsetur ekki.
    1. Hraðasviðsvalið er í öðrum gír en hlutlausum.
    2. Raftengingar eru tærðar eða lausar.
    3. Öryggi er sprungið eða laust.
    4. Rafgeymirinn er tómur.
    5. Öryggissamlæsingarkerfið er bilað.
    6. Ræsir eða ræsiliði er bilaður.
    7. Innri vélarhlutarnir eru fastir.
    1. Stígið á hemlafótstigið og færið hraðasviðsvalið í hlutlausa stöðu.
    2. Gangið úr skugga um raftengingar hafi góða tengingu.
    3. Lagfærið eða skiptið örygginu út.
    4. Hlaðið rafgeyminn eða skiptið honum út.
    5. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    6. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    7. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Gangsetning virkar en vélin fer ekki í gang.
    1. Eldsneytisgeymirinn er tómur.
    2. Óhreinindi, vatn eða gamalt eldsneyti er í eldsneytiskerfinu.
    3. Eldsneytisleiðslan er stífluð.
    4. Kertaleiðslan er aftengd.
    5. Kerti er skemmt eða óhreint.
    6. Útsláttarrofinn fær ekki straum.
    7. Svissinn er bilaður.
    1. Fyllið á geyminn með nýju eldsneyti.
    2. Tæmið og hreinsið eldsneytiskerfið; bætið við nýju eldsneyti.
    3. Hreinsið eða skiptið um eldsneytiskerfið.
    4. Tengið kertin.
    5. Skiptið um kerti.
    6. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    7. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Vélin fer í gang en heldur ekki áfram að ganga.
    1. Loftun eldsneytisgeymis er takmörkuð.
    2. Óhreinindi eða vatn er í eldsneytiskerfinu.
    3. Eldsneytissían er stífluð.
    4. Öryggi er sprungið eða laust.
    5. Eldsneytisdælan er biluð.
    6. Blöndungurinn er bilaður.
    7. Lausir vírar eða lélegar tengingar.
    8. Strokkloksþéttið er brotið.
    1. Skiptið um eldsneytislok.
    2. Tæmið og hreinsið eldsneytiskerfið; bætið við nýju eldsneyti.
    3. Skiptið um eldsneytissíu.
    4. Lagfærið eða skiptið örygginu út.
    5. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    6. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    7. Athugið og herðið rafleiðslur.
    8. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Vélin gengur en höktir eða missir úr.
    1. Óhreinindi, vatn eða gamalt eldsneyti er í eldsneytiskerfinu.
    2. Kertaleiðsla er laus.
    3. Kerti er bilað.
    4. Lausir vírar eða lélegar tengingar.
    5. Vélin ofhitnar.
    1. Tæmið og hreinsið eldsneytiskerfið; bætið við nýju eldsneyti.
    2. Tengið kertaleiðsluna.
    3. Skiptið um kerti.
    4. Athugið og herðið rafleiðslur.
    5. Sjá orsakir og aðgerðir í kaflanum Vélin ofhitnar.
    Vélin helst ekki í lausagangi.
    1. Loftun eldsneytisgeymis er takmörkuð.
    2. Óhreinindi, vatn eða gamalt eldsneyti er í eldsneytiskerfinu.
    3. Kerti er skemmt eða bilað.
    4. Lausagangsgöng blöndungs eru stífluð.
    5. Stillibolti lausagangshraða er rangt stilltur.
    6. Eldsneytisdælan er biluð.
    7. Lítil þjöppun.
    8. Loftsíueiningin er óhrein.
    1. Skiptið um eldsneytislok.
    2. Tæmið og hreinsið eldsneytiskerfið; bætið við nýju eldsneyti.
    3. Skiptið um kerti.
    4. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    5. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    6. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    7. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    8. Hreinsið eða skiptið um eininguna.
    Vélin ofhitnar.
    1. Olíuhæð sveifarhússins er ekki rétt.
    2. Óhóflegt álag.
    3. Loftinntakssíurnar eru óhreinar.
    4. Kælifanir og loftgöng undir blásturshúsi vélarinnar og/eða loftinntakssíunni sem snýst eru stífluð.
    5. Eldsneytisblandan er þunn.
    1. Fyllið eða tæmið að fulla merkinu.
    2. Dragið úr álaginu; hægið á aksturshraða.
    3. Hreinsið eftir hverja notkun.
    4. Hreinsið eftir hverja notkun.
    5. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Vélin missir afl.
    1. Olíuhæð sveifarhússins er ekki rétt.
    2. Loftsíueiningin er óhrein.
    3. Óhreinindi, vatn eða gamalt eldsneyti er í eldsneytiskerfinu.
    4. Vélin ofhitnar.
    5. Kerti er skemmt eða óhreint.
    6. Loftunaropið á loftunartengi eldsneytisgeymisins er stíflað.
    7. Lítil þjöppun.
    1. Fyllið eða tæmið að fulla merkinu.
    2. Hreinsið eða skiptið um.
    3. Tæmið og hreinsið eldsneytiskerfið; bætið við nýju eldsneyti.
    4. Sjá orsakir og aðgerðir í kaflanum Vélin ofhitnar.
    5. Skiptið um kerti.
    6. Skiptið um eldsneytislok.
    7. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Óeðlilegur titringur eða hávaði er til staðar.
    1. Festiboltar vélarinnar eru lausir.
    2. Það er vandamál með vélina.
    1. Herðið festiboltana.
    2. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Vinnuvélin starfar ekki eða er hægfara í báðar áttir því að vélin koðnar niður eða drepur á sér.
    1. Stöðuhemillinn er á.
    1. Takið stöðuhemilinn af.
    Ekki er hægt að aka vinnuvélinni í hvora áttina.
    1. Hraðasviðsvalið er í hlutlausri stöðu.
    2. Stöðuhemillinn er á eða losnar ekki.
    3. Gírskiptingin er biluð.
    4. Leiðrétta þarf tengibúnaðinn eða skipta honum út.
    5. Lykill drifskafts eða hjólnafar hefur skemmst.
    1. Stígið á hemilinn og setjið hraðasviðsvalið í gír.
    2. Takið stöðuhemilinn af eða athugið tengibúnaðinn.
    3. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    4. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    5. Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Hluti úðar ekki.
    1. Raftengingin á hlutalokanum er óhrein eða ekki í sambandi.
    2. Öryggi er sprungið.
    3. Slanga er klemmd.
    4. Hjáveita hlutar er ekki rétt stillt.
    5. Hlutalokinn er skemmdur.
    6. Rafkerfið er skemmt.
    1. Slökkvið handvirkt á lokanum. Aftengið rafmagnstengið á lokanum og hreinsið allar leiðslur og tengið síðan aftur.
    2. Athugið öryggin og skiptið um ef þörf krefur.
    3. Gerið við eða skiptið um slönguna.
    4. Stillið hjáveitu hlutarins.
    5. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    6. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Það slokknar ekki á hluta.
    1. Hlutalokinn er skemmdur.
    1. Takið hlutalokann í sundur; sjá kaflann Úðaralokar þrifnir“. Skoðið alla hlutina og skiptið um þá sem eru skemmdir.
    Hlutaloki lekur.
    1. Þétti eða lokasæti er slitið eða skemmt.
    1. Takið lokann í sundur og skiptið um þétti með lokaviðgerðarsettinu; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.
    Úðastúturinn/stútarnir leka þegar slökkt er á hlutarofanum/rofunum
    1. Óhreinindi hafa safnast upp á milli stútsins og einstefnulokablöðkunnar.
    1. Hreinsið stútinn og blöðkuna; sjá Þrif á stút og einstefnulokablöðku“.
    Þrýstingsfall verður þegar kveikt er á hluta.
    1. Hjáveita hlutar er ekki rétt stillt.
    2. Það er fyrirstaða í lokahúsi hlutans.
    3. Stútsía er skemmd eða stífluð.
    1. Stillið hjáveitu hlutarins.
    2. Fjarlægið inn- og úttakstengin á hlutalokanum og fjarlægið allar fyrirstöður.
    3. Fjarlægið og skoðið alla stúta.
    Þegar slökkt er á öllum hlutum verður þrýstingsbreyting þegar hristirofanum er skipt yfir í kveikta stöðu.
    1. Hristings-hjáveitulokinn er ekki kvarðaður.
    1. Kvarðið hristings-hjáveitulokann.
    Þegar úðað er með mörgum hlutum breytist þrýstingurinn þegar slökkt er á hluta.
    1. Hjáveituloki hluta er ekki kvarðaður fyrir valda úðastúta.
    1. Kvarðið hjáveituloka hluta.
    Við lok úðavinnu er meiri vökvi í geyminum en búist var við.
    1. Vökvaþörfin var ekki rétt reiknuð
    2. Úðakerfið er ekki kvarðað
    1. Sjá stútatöflu fyrir réttan stút fyrir úðahraða.
    2. Framkvæmið rennsliskvörðun og hraðakvörðun.
    Vökvinn á úðageyminum klárast óvænt meðan á úðavinnu stendur.
    1. Vökvaþörfin var ekki rétt reiknuð.
    2. Úðakerfið er ekki kvarðað.
    1. Sjá stútatöflu fyrir réttan stút fyrir úðahraða.
    2. Framkvæmið rennsliskvörðun og hraðakvörðun.

    Útlistanir

    Teikning af úðakerfi

    g028078