Viðhald
Ekki er þörf á viðhaldi og þjónustu við venjulegar kringumstæður.
Notið þurran klút þegar þurrkað er af búnaðinum.
Ekki taka búnaðinn í sundur ef hann skemmist. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
Geymsla
Important: Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið eingöngu við viðeigandi hitastig; sjá Tæknilýsing.
Important: Ef verkfærið er geymt í eitt ár eða lengur þarf að fjarlægja rafhlöðuna úr því og hlaða hana þar til tvö eða þrjú LED-ljós verða græn á rafhlöðunni. Ekki geyma rafhlöðu fullhlaðna eða án hleðslu. Þegar nota á verkfærið á ný þarf að hlaða rafhlöðuna þar til vinstra gaumljósið á hleðslutækinu verður grænt eða öll 4 LED-ljós rafhlöðunnar loga græn.
-
Takið vöruna úr sambandi við rafmagn (þ.e. takið rafhlöðuna úr) og leitið að skemmdum eftir notkun.
-
Hreinsið aðskotahluti af tækinu.
-
Ekki geyma vél með rafhlöðuna í.
-
Þegar verkfærið er ekki í notkun skal geyma það, rafhlöðuna og hleðslutækið þar sem börn ná ekki til.
-
Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið fjarri ætandi efnum á borð við efni til garðyrkjuvinnu og afísingarsalt.
-
Ekki geyma rafhlöðuna utandyra eða í ökutæki til að lágmarka hættu á alvarlegum meiðslum á fólki.
-
Geymið verkfærið, rafhlöðuna og hleðslutækið á lokuðu, hreinu og þurru svæði.
Rafhlaðan undirbúin fyrir endurvinnslu
Important: Hyljið skaut rafhlöðunnar með sterku límbandi þegar hún er tekin úr. Ekki reyna að eyðileggja rafhlöðuna, taka hana í sundur eða fjarlægja einhverja hluta hennar.
Frekari upplýsingar um rétta endurvinnslu rafhlöðunnar er að fá hjá sveitarfélaginu eða næsta viðurkennda dreifingaraðila Toro.