Inngangur

Þessi vinnuvél er smágrafa fyrir ýmiskonar jarðvinnslu og efnisflutninga sem tengjast landslagsmótun og verktakavinnu. Hún er hönnuð fyrir fjölbreytt úrval tengibúnaðar, sem hver um sig gegnir tilteknu hlutverki. Notið þessa vinnuvél í -18 til 38 °C hita. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

g311261

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar 2 orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Þetta tæki samræmist 15. hluta reglna FCC. Notkun er háð eftirtöldum skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda skaðlegum truflunum og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni. Breytingar eða aðlaganir sem Toro hefur ekki samþykkt með beinum hætti gætu fellt leyfi notandans til að nota búnaðinn úr gildi.

Auk þess hefur þessi búnaður verið prófaður þegar hann er í hleðslu og reynst samræmast takmörkunum fyrir stafræn tæki í B-flokki samkvæmt 15. hluta reglna FCC. Þessum takmörkunum er ætlað að veita hæfilega vernd gegn skaðlegri truflun í íbúðabyggð. Þessi búnaður myndar, notar og getur sent frá sér útvarpsbylgjur og ef hann er ekki settur upp og notaður í samræmi við leiðbeiningarnar getur hann valdið skaðlegum truflunum á þráðlausum fjarskiptum. Hins vegar er engin trygging fyrir því að truflanir eigi sér ekki stað á tilteknu svæði. Ef þessi búnaður veldur skaðlegum truflunum á útvarps- eða sjónvarpsmóttöku, sem hægt er að ákvarða með því að kveikja og slökkva á búnaðinum, eru notendur hvattir til að gera eina eða fleiri af eftirfarandi ráðstöfunum til að reyna að koma í veg fyrir truflanirnar:

  • Endurstilla eða færa móttökuloftnetið.

  • Auka bilið á milli búnaðarins og móttakarans.

  • Tengja búnaðinn við innstungu á annarri rás en þeirri sem móttakarinn er tengdur við.

  • Leita aðstoðar hjá söluaðila eða hjá reyndum útvarps-/sjónvarpsvirkja.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Rafmagnssnúran fyrir þessa vöru inniheldur blý, sem er efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Rafgeymaskaut og tengihlutir innihalda blý og blýsambönd, efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Almennt öryggi

Hætta

Niðurgrafnar veituleiðslur kunna að vera til staðar á vinnusvæðinu. Raflost eða sprenging getur hlotist af að grafa niður á slíkar leiðslur.

Látið merkja fyrir niðurgröfnum leiðslum á lóð eða vinnusvæði og grafið ekki á merktum svæðum. Leitið til næstu merkingaþjónustu eða veitufyrirtækis til að láta merkja lóð (í Bandaríkjunum er símanúmer merkingaþjónustu á landsvísu 811, í Ástralíu 1100).

Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli eða dauðaslys. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

  • Ekki fara yfir uppgefna lyftigetu þar sem það getur gert vinnuvélina óstöðuga og valdið stjórnmissi.

  • Ekki aka með þungt hlass með arma í uppréttri stöðu; akið alltaf með hlass nærri jörðu.

  • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar vinnuvélinni er ekið í brekku eða á ójöfnu yfirborði.

  • Akið vinnuvélinni upp eða niður halla með þyngri enda hennar upp í hallann og hlassið nálægt jörðu.Þyngdardreifing breytist eftir því hvaða tengitæki er notað. Þegar skófla er tóm er afturhlutinn þyngri endi vinnuvélarinnar og þegar hún er full er framhlutinn þyngri endinn. Flest tengitæki gera framhlutann að þyngri endanum.

  • Látið merkja fyrir niðurgröfnum leiðslum og öðrum hlutum á lóð eða vinnusvæði og grafið ekki á merktum svæðum.

  • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vinnuvélin er tekin í notkun.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á vinnuvélinni.

  • Haldið höndum og fótum í öruggri fjarlægð frá hlutum og tengitækjum á hreyfingu.

  • Ekki nota vinnuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar sem er á sínum stað á vinnuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins.

  • Stöðvið vinnuvélina, drepið á henni og fjarlægið lykilinn áður en viðhaldi er sinnt á vinnuvélinni eða stífla er losuð.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal93-6686
decal93-9084
decal98-4387
decal108-4723
decal130-2836
decal130-2837
decal132-9051
decal133-8061
decal137-9712
decal139-7707
decal139-7708
decal139-7709
decal139-7717
decal139-7718
decal139-7721
decal139-7738
decal139-8343
decal137-9713
decal139-7660

Uppsetning

Staða glussa könnuð

Áður en vinnuvélin er gangsett í fyrsta skipti skal kanna stöðu glussa, sjá Staða glussa könnuð.

Rafhlöðurnar hlaðnar

Hlaðið rafhlöðurnar; sjá Rafhlöðurnar hlaðnar.

Yfirlit yfir vöru

g281979

Stjórnborð

g281978

Sviss

Svissinn er með tvær stöður: KVEIKTA og SLöKKTA (Mynd 4).

Notið svissinn til að gangsetja og drepa á vinnuvélinni; sjá Vinnuvélin gangsett og Drepið á vinnuvélinni.

Akstursstjórnstangir

  • Ýtið akstursstjórnstöngunum fram til að aka áfram.

  • Togið akstursstjórnstangirnar aftur á bak til að bakka.

  • Beygið með því færa stöngina þeim megin áttarinnar sem á að beygja í HLUTLAUSA stöðu á meðan hinni er haldið í akstursstöðu.

    Note: Því lengra sem akstursstjórnstöngunum er ýtt í aðra hvora áttina því hraðar fer vinnuvélin í þá tilteknu átt.

  • Færið akstursstjórnstangirnar í HLUTLAUSA stöðu til að hægja á eða stöðva vinnuvélina.

Hallastöng tengitækis

  • Ýtið hallastöng tengitækisins rólega fram til að halla tengitækinu fram.

  • Togið hallastöng tengitækisins rólega aftur á bak til að halla tengitækinu aftur.

Stjórnstöng skófluarms

  • Ýtið stjórnstöng skófluarms rólega fram til að láta skófluarmana síga.

  • Togið stjórnstöng skófluarms rólega aftur á bak til að hífa skófluarmana.

Stjórnstöng fyrir vökvakerfi tengitækis

  • Togið stjórnstöng vökvakerfis tengitækis rólega út og ýtið henni niður til að stjórna vökvaknúnu tengitæki á meðan ekið er áfram.

  • Togið stjórnstöng vökvakerfis tengitækis rólega út og ýtið henni upp til að stjórna vökvaknúnu tengitæki á meðan ekið er aftur á bak. Þetta er einnig kallað HALDSTAðA þar sem hún veldur því að stjórnandi þarf ekki vera til staðar.

Stöðuhemilsstöng

  • Setjið stöngina niður (Mynd 5) til að setja stöðuhemilinn á.

  • Setjið stöngina upp (Mynd 5) til að taka stöðuhemilinn af.

g303557

Eco-stillingarrofi

Ýtið rofanum í KVEIKTA stöðu til að gera Eco-stillinguna virka. Notið Eco-stillingu til að draga úr snúningshraða mótorsins og minnka raforkunotkun.

Skriðstillingarrofi

Ýtið rofanum í KVEIKTA stöðu til að gera skriðstillinguna virka. Notið skriðstillinguna til að hægja á hraða vinnuvélarinnar þegar verið er að setja tengitæki á eða taka það af, hreyfa vinnuvélina lítillega til og beygja á vinnuvélinni.

Note: Skriðstilling hnekkir öllum öðrum stillingum (svo sem Eco-stillingu og tengitækisstillingu). Vinnuvélin endurheimtir þær stillingar þegar slökkt er á skriðstillingunni.

Upplýsingaskjár

Upplýsingaskjárinn birtir upplýsingar um vinnuvélina, á borð við vinnslustöðu, ýmsar greiningar og aðrar upplýsingar um vinnuvélina (Mynd 6). Upplýsingaskjárinn er með upphafsskjámynd og aðalupplýsingaskjámynd. Hægt er að skipta á milli upphafsskjámyndarinnar og aðalupplýsingaskjámyndarinnar hvenær sem er með því að ýta á hnappa upplýsingaskjásins og velja svo viðeigandi ör.

g264015
  • Vinstri hnappur, opna valmynd/til baka – ýtið á þennan hnapp til að opna valmyndir upplýsingaskjásins. Einnig er hægt að nota hann til að loka opinni valmynd.

  • Miðhnappur – notið þennan hnapp til að fletta niður valmyndir.

  • Hægri hnappur – notið þennan hnapp til að opna valmynd þar sem ör til hægri gefur til kynna meira efni.

Note: Virkni hnappanna getur breyst eftir því hvað þarf að gera hverju sinni. Hnapparnir eru merktir með tákni sem sýnir núverandi virkni.

Mynd 7 sýnir það sem kann að sjást á upplýsingaskjánum þegar unnið er á vinnuvélinni. Upphafsskjámyndin opnast í nokkrar sekúndur eftir að svissað er á og áður en vinnuskjámyndin opnast.

g315353

Lýsingar á táknum upplýsingaskjás

GraphicOpna valmynd
GraphicÁfram
GraphicTil baka
GraphicFletta niður
GraphicOpna/færa inn
GraphicSkipta um tengitækisstillingu.
GraphicHækka
GraphicLækka
GraphicLoka valmynd
GraphicMerkja við innslátt PIN-númers
GraphicStöðuhemill er á.
GraphicVinnustundamælir
GraphicRafhlöðuspenna
GraphicHleðsla rafhlöðu – hvert heilt strik stendur fyrir 10% hleðslu.
GraphicKveikt er á Eco-stillingu.
GraphicKveikt er á skriðstillingu.
GraphicKaldræsing
GraphicKveikt er á skóflustillingu.
GraphicKveikt er á vökvafleygsstillingu.

Valmyndir upplýsingaskjás

Ýtið á hnappinn til að opna valmynd, Graphic, á aðalskjánum til að opna valmyndakerfi upplýsingaskjásins. Við það opnast aðalvalmyndin. Í eftirfarandi töflum eru útskýringar á þeim valkostum sem eru í boði á valmyndunum:

Aðalvalmynd

ValmyndaratriðiLýsing
Faults (bilanir)Valmyndin FAULTS inniheldur lista fyrir nýlegar bilanir. Frekari upplýsingar um valmyndina FAULTS (bilanir) er að finna í þjónustuhandbókinni eða hjá næsta viðurkennda sölu- og þjónustuaðila Toro.
Service (þjónusta)Valmyndin Service“ inniheldur upplýsingar um vinnuvélina, svo sem vinnustundir og aðrar sambærilegar tölulegar upplýsingar.
Diagnostics (bilanagreining)Valmyndin Diagnostics“ sýnir stöðu rofa, skynjara og stjórnúttaks vinnuvélarinnar. Hægt er að nota hana til að bilanagreina tiltekin vandamál þar sem hún veitir skjótar upplýsingar um á hvaða stjórntækjum vinnuvélarinnar er kveikt og hverjum ekki.
Settings (stillingar)Valmyndin Settings“ gerir stjórnanda kleift að sérstilla og breyta færibreytum grunnstillingar á upplýsingaskjánum.
About (um)Valmyndin About“ sýnir tegundarnúmer, raðnúmer og hugbúnaðarútgáfu vinnuvélarinnar.

Faults (bilanir)

ValmyndaratriðiLýsing
Current (núverandi)Sýnir hversu mikið hefur verið svissað á (það er fjölda vinnustunda sem svissinn hefur verið á KVEIKTRI stöðu).
Last (síðast)Sýnir hvenær síðast var svissað á áður en bilunin átti sér stað.
First (fyrst)Sýnir hvenær fyrst var svissað á áður en bilunin átti sér stað.
Occurrences (tilvik)Sýnir hversu oft bilun hefur komið upp.

Service (þjónusta)

ValmyndaratriðiLýsing
Hours (vinnustundir)Sýnir heildarfjölda vinnustunda sem svissað hefur verið á, mótor hefur verið í gangi og Eco-stilling virk sem og tímann sem akstursstjórntæki hafa verið notuð.
Counts (teljarar)Sýnir hversu oft mótorinn hefur verið gangsettur og amperstundir rafhlöðunnar.

Diagnostics (bilanagreining)

ValmyndaratriðiLýsing
Battery (rafhlaða)Sýnir inntak og úttak rafhlöðunnar. Inntak er meðal annars núverandi spenna rafhlöðu; úttak er meðal annars straumur rafhlöðunnar og prósenta hleðslu.
Motor control (mótorstjórnun)Sýnir inntak og úttak mótorstjórnunar. Inntak er meðal annars snúningur sviss, hlutlaus staða, stöðuhemill, tengitæki, skriðstilling, Eco-stilling og lyfta/síga; notið þetta til að kanna inntakssvörun á vinnuvélinni. Úttak er meðal annars snúningshraði mótors (í sn./mín.) fasastraumur, jafnstraumur, hitastig stjórnbúnaðar og hitastig mótors.

Settings (stillingar)

ValmyndaratriðiLýsing
tungumálStjórnar því hvaða tungumál er notað á upplýsingaskjánum.
baklýsingStjórnar birtustigi LCD-skjásins
skerpaStjórnar skerpu LCD-skjásins.
varðar valmyndirVeitir aðgang að vörðum valmyndum með innslætti aðgangskóða.

um

ValmyndaratriðiLýsing
tegundSýnir tegundarnúmer vinnuvélarinnar
raðnúmerSýnir raðnúmer vinnuvélarinnar
S/W Rev (hugbúnaðarendurskoðun)Sýnir endurskoðun hugbúnaðar aðalstjórnbúnaðarins.
hugbúnaður mótorstjórnunarSýnir endurskoðun hugbúnaðar mótorstjórnbúnaðarins.
hugbúnaður rafhlöðuSýnir endurskoðun hugbúnaðar rafhlöðunnar.

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

Breidd89 cm
Lengd152 cm
Hæð125 cm
Þyngd (án tengitækis)938 kg
Uppgefin lyftigeta – með 74,8 kg stjórnanda og venjulegri skóflu234 kg
Veltimörk – með 74,8 kg stjórnanda og venjulegri skóflu590 kg
Hjólhaf71 cm
Losunarhæð (með venjulegri skóflu)120 cm
Seiling – full lyfta (með venjulegri skóflu)71 cm
Hæð í festipinna (mjó skófla í hefðbundinni stöðu)168 cm (66 tommur)

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við vinnuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að segja til um aldursmörk eða krefjast þjálfunar stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Lærið á örugga notkun búnaðarins, stjórntækin og öryggismerkingarnar.

  • Setjið stöðuhemilinn alltaf á, drepið á vinnuvélinni, takið lykilinn úr, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið vinnuvélinni að kólna áður hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu.

  • Lærið að stöðva vinnuvélina og drepa á henni á skjótan máta.

  • Gangið úr skugga um að öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota vinnuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

  • Finnið klemmuhættusvæði sem merkt eru á vinnuvélinni og tengitækjum; haldið höndum og fótum í öruggri fjarlægð frá þessum svæðum.

  • Áður en vinnuvélin er notuð með tengitæki skal tryggja að tengitækið sé rétt tengt og að það sé frá Toro. Lesið handbækur tengitækisins.

  • Leggið mat á svæðið til að ákvarða hvaða aukabúnað og tengitæki þarf til að vinna verkið á réttan hátt.

  • Látið merkja fyrir niðurgröfnum leiðslum og öðrum hlutum á lóð eða vinnusvæði og grafið ekki á merktum svæðum; greinið staðsetningu ómerktra hluta og bygginga, á borð við geymslutanka, brunna og rotþrær.

  • Leitið eftir ósléttu undirlagi eða földum hættum á svæðinu þar sem búnaðurinn verður notaður.

  • Tryggið að enginn sé innan þess svæðis sem vinnuvélin er notuð á. Stöðvið vinnuvélina ef einhver kemur inn á svæðið.

Daglegt viðhald

Fara skal í gegnum ferli fyrir hverja notkun/daglegt ferli sem lýst er í áður en unnið er á vinnuvélinni í upphafi hvers dags.

Stilling lærastuðnings

Losið hnúðana og hækkið eða lækkið stuðningspúðann í æskilega hæð til að stilla lærastuðninginn (Mynd 8). Hægt er að ná frekari stillingu með því að losa róna sem heldur púðanum á stilliplötunni og hreyfa plötuna upp eða niður eftir þörfum. Herðið allar festingar tryggilega að stillingu lokinni.

g006054

Meðan á notkun stendur

Öryggi við notkun

Almennt öryggi

  • Ekki fara yfir uppgefna lyftigetu þar sem það getur gert vinnuvélina óstöðuga og valdið stjórnmissi.

  • Ekki aka með hlass með armana uppi. Akið alltaf með hlass nálægt jörðu.

  • Notið eingöngu tengitæki og aukabúnað sem samþykkt eru af Toro. Tengitæki geta breytt stöðugleika og vinnslueiginleikum vinnuvélarinnar.

  • Vinnuvélar með vinnupall:

    • Látið skófluarmana síga áður en stigið er af vinnupallinum.

    • Ekki reyna að gera vinnuvélina stöðugri með því stíga öðrum fæti á jörðina. Ef stjórnandi missir stjórn á vinnuvélinni skal viðkomandi stíga af vinnupallinum og færa sig frá vinnuvélinni.

    • Ekki setja fæturna undir vinnupallinn.

    • Ekki aka vinnuvélinni af stað nema báðir fætur séu á vinnupallinum og hendurnar halda í stangirnar.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Horfið aftur fyrir vinnuvélina og niður fyrir hana áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

  • Rykkið aldrei í stjórntæki; notið rólega samfellda hreyfingu.

  • Eigandinn/notandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hönskum, hlífðargleraugum, síðum buxum, vinnuskóm með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

  • Ekki skal vinna á vinnuvélinni ef stjórnandi er þreyttur, veikur eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Aldrei aka með farþega og haldið gæludýrum og nærstöddum í öruggri fjarlægð frá vinnuvélinni.

  • Vinnið eingöngu í góðri lýsingu og varist holur og faldar hættur.

  • Tryggið að öll drif séu í hlutlausri stöðu áður en vinnuvélin er gangsett. Gangsetjið vinnuvélina aðeins frá svæði stjórnandans.

  • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, trjástubbum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

  • Hægið á í beygjum og þegar ekið er yfir vegi eða gangstíga. Hafið auga með umferð.

  • Stöðvið tengitækið þegar ekki er verið að vinna.

  • Stöðvið vinnuvélina, drepið á henni, takið lykilinn úr og skoðið vinnuvélina ef ekið er á fyrirstöðu. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir áður en vinna hefst á ný.

  • Aldrei skilja vinnuvélina eftir í gangi.

  • Gerið eftirfarandi áður en svæði stjórnanda er yfirgefið:

    • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    • Látið skófluarmana síga og gerið vökvakerfi tengitækis óvirkt.

    • Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

  • Ekki nota vinnuvélina þegar hætta er á eldingum.

  • Notið vinnuvélina aðeins á svæðum þar sem nægt pláss er til að aka um á öruggan máta. Varist nálægar hindranir. Ef öruggri fjarlægð er ekki haldið frá trjám, veggjum og öðrum hindrunum er hætta á meiðslum þegar vinnuvélinni er bakkað og stjórnandinn er ekki meðvitaður um umhverfið.

  • Verið vakandi fyrir hindrunum fyrir ofan vinnuvélina (s.s. rafmagnsvírum, greinum, þökum og dyraopum) áður en ekið er undir hluti og forðist að komast í snertingu við þær.

  • Ekki yfirfylla tengitækið og haldið hlassinu alltaf stöðugu þegar skófluörmunum er lyft. Hlutir í tengitækinu geta dottið af og valdið meiðslum.

Öryggi í halla

  • Akið vinnuvélinni upp eða niður halla með þyngri enda vinnuvélarinnar upp í hallann.Þyngdardreifing breytist eftir því hvaða tengitæki er notað. Þegar skófla er tóm er afturhlutinn þyngri endi vinnuvélarinnar og þegar hún er full er framhlutinn þyngri endinn. Flest tengitæki gera framhlutann að þyngri endanum.

  • Þegar skófluörmunum er lyft í halla hefur það áhrif á stöðugleika vinnuvélarinnar. Hafið skófluarmana í lágri stöðu í halla.

  • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Sérstaka aðgát þarf að sýna þegar vinnuvélinni er ekið í brekku eða á ójöfnu yfirborði.

  • Setjið saman eigin verkferli og reglur fyrir vinnu í halla. Þessi verkferli þurfa að innihalda skoðun vinnusvæðisins til að hægt sé að kanna hvort þar sé að finna of mikinn halla fyrir vinnuvélina. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

  • Hægið ferðina og sýnið aukna aðgát í brekkum. Ástand undirlags getur haft áhrif á stöðugleika vinnuvélarinnar.

  • Forðist að taka af stað eða nema staðar í halla. Ef vinnuvélin missir grip skal fara hægt, beint niður hallann.

  • Forðist að taka beygju í halla. Ef það reynist nauðsynlegt skal beygja hægt og halda þyngri hlutanum upp í hallann.

  • Tryggið að allar hreyfingar í halla séu hægar og jafnar. Ekki gera skyndilegar breytingar á hraða eða stefnu.

  • Ef stjórnanda finnst óþægilegt að vinna á vinnuvélinni í halla skal viðkomandi sleppa því.

  • Verið vakandi fyrir holum, skorningum eða ójöfnum í undirlagi sem geta velt vinnuvélinni. Hátt gras getur hulið hindranir.

  • Sýnið aðgát þegar unnið er á blautu undirlagi. Minna grip getur valdið því að vinnuvélin rennur til.

  • Skoðið svæðið til að tryggja að undirlagið sé nógu stöðugt til að halda vinnuvélinni.

  • Sýnið aðgát þegar unnið er á vinnuvélinni nærri eftirfarandi:

    • Þverhnípi

    • Skurðum

    • Bökkum

    • Vatni

    Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið vinnuvélinni í öruggri fjarlægð frá hvers kyns hættum.

  • Ekki taka tengitæki af eða setja þau á í halla.

  • Leggið vinnuvélinni ekki í brekku eða halla.

Öryggi veitulagna

  • Ef rekist er á veitulögn skal gera eftirfarandi:

    • Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    • Fjarlægið alla einstaklinga af vinnusvæðinu.

    • Hafið samband við viðeigandi neyðarþjónustu og veituyfirvöld til að tryggja öryggi svæðisins.

    • Ef ljósleiðari er skemmdur skal ekki líta í ljósið.

  • Ekki fara af vinnupalli stjórnanda ef rafspenna er á vinnuvélinni. Stjórnandinn er öruggur á meðan hann fer ekki af vinnupallinum.

    • Ef þú snertir einhvern hluta vélarinnar gætir þú jarðtengt þig.

    • Ekki leyfa öðrum einstaklingum að snerta eða nálgast vinnuvélina á meðan rafspenna er á henni.

    • Alltaf skal gera ráð fyrir því að rafspenna sé á vinnuvélinni ef hún rekst á raflögn eða fjarskiptalögn. Ekki reyna að fara úr vinnuvélinni.

  • Gas sem lekur er bæði eldfimt og sprengifimt og getur leitt til alvarlegs líkamstjóns eða dauða. Ekki má reykja við notkun vinnuvélarinnar.

Vinnuvélin gangsett

  1. Standið á vinnupallinum.

  2. Tryggið að stöðuhemillinn sé á og allar 4 stjórnstangirnar í HLUTLAUSRI stöðu.

  3. Setjið lykilinn í svissinn og snúið honum á KVEIKTA stöðu.

Note: Hugsanlega er erfitt að gangsetja vinnuvélina í miklum kulda. Tryggið að hitastig vinnuvélarinnar sé minnst -18 °C þegar reynt er að gangsetja hana.

Note: Þegar hitastig vinnuvélarinnar er undir -1 °C birtist kaldræsingartáknið (Mynd 9) á upplýsingaskjánum á meðan mótorinn eykur snúningshraðann í tvær mínútur. Meðan á þessu stendur skal ekki hreyfa akstursstjórntækin á meðan stöðuhemillinn er á; að öðrum kosti er drepið á mótornum og tvær mínúturnar endurstillast. Kaldræsingartáknið hverfur þegar mótorinn nær fullum snúningshraða.

g304012

Vinnuvélinni ekið

Notið akstursstjórnstangirnar til að aka vinnuvélinni. Því lengra sem akstursstjórnstangirnar eru hreyfðar í aðra hvora áttina því hraðar ekur vinnuvélin í viðkomandi átt. Sleppið akstursstjórnstöngunum til að stöðva vinnuvélina.

Orkusparnaðarstilling

Þegar vinnuvélin gengur í lausagangi verður orkusparnaðarstillingin virk eftir tiltekinn tíma.

Orkusparnaður 1

Eftir 5 til 7 sekúndur er hægt á snúningshraða mótorsins. Eðlilegur ganghraði er endurheimtur með því að hreyfa akstursstjórnstöng, hallastöng tengitækis eða stjórnstöng skófluarms.

Orkusparnaður 2

Mótorinn drepur á sér eftir 30 sekúndna lausagang. Hreyfið akstursstjórnstöngina snöggt tvisvar sinnum til að ræsa mótorinn aftur.

Orkusparnaður 3

Vinnuvélin drepur á sér eftir 5 mínútna lausagang. Svissið AF, setjið stöðuhemilinn á og svissið á til að gangsetja hana á ný.

Drepið á vinnuvélinni

  1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, látið skófluarmana síga og setjið stöðuhemilinn á.

  2. Tryggið að stjórnstöng vökvakerfis tengitækis sé í HLUTLAUSRI stöðu.

  3. Snúið svissinum í SLöKKTA stöðu og takið lykilinn úr.

Varúð

Börn og nærstaddir geta orðið fyrir meiðslum við að aka eða reyna að aka vinnuvél sem ekki er undir eftirliti.

Takið lykilinn alltaf úr og setjið stöðuhemilinn á þegar vinnuvélin er yfirgefin.

Notkun tengitækja

Tengitæki sett á

Important: Notið eingöngu tengitæki sem samþykkt eru af Toro. Tengitæki geta breytt stöðugleika og vinnslueiginleikum vinnuvélarinnar. Ábyrgð vinnuvélarinnar kann að falla úr gildi ef hún er notuð með ósamþykktum tengitækjum.

Important: Áður en tengitæki er sett á skal ganga úr skugga um að ekki séu óhreinindi eða aðskotahlutir á festiplötunum og að pinnarnir snúist óhindrað. Smyrjið pinnana ef þeir snúast ekki óhindrað.

  1. Setjið tengitækið á jafnsléttu með nægu plássi fyrir aftan það til að vinnuvélin komist að því.

  2. Gangsetjið vinnuvélina.

  3. Hallið festiplötu fyrir tengitæki fram.

  4. Rennið festiplötunni inn undir efri brún tengiplötu tengitækisins.

    g003710
  5. Lyftið skófluörmunum um leið og festiplötunni er hallað aftur á bak.

    Important: Lyftið tengitækinu nógu mikið til að það snerti ekki lengur undirlagið og hallið festiplötunni alveg aftur.

  6. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

  7. Festið hraðtengipinnana og tryggið að þeir sitji fastir í festiplötunni.

    Important: Ef pinnarnir snúast ekki í fasta stöðu er festiplatan ekki rétt stillt af við götin á tengiplötu tengitækisins. Skoðið tengiplötuna og þrífið ef með þarf.

    Viðvörun

    Ef hraðtengipinnarnir ganga ekki alla leið í gegnum festiplötuna fyrir tengitækið getur tengitækið fallið á stjórnanda eða nærstadda.

    Tryggið að hraðtengipinnarnir séu að fullu í gegnum og fastir í festiplötunni fyrir tengitækið.

    g003711

Vökvaslöngur tengdar

Viðvörun

Glussi sem spýtist út undir þrýstingi getur rofið húð og valdið alvarlegum meiðslum. Komist glussi undir húð þarf læknir sem hefur reynslu af slíkum meiðslum að hreinsa hann með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda; annars er hætta á drepi.

  • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

  • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

  • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka; aldrei nota hendurnar.

Varúð

Vökvatengi, vökvaleiðslur/-lokar og glussi geta verið heit. Hætta er á brunasárum við snertingu við heita íhluti.

  • Klæðist hönskum þegar unnið er við vökvatengin.

  • Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en snert er á íhlutum vökvakerfisins.

  • Ekki snerta glussa sem lekið/hellst hefur niður.

Ef tengitækið er vökvaknúið skal tengja vökvaslöngurnar eins og hér segir:

  1. Snúið og haldið lyklinum í stöðunni ÞRýSTINGSMINNKUN VöKVAKERFIS og ýtið stjórnrofa vökvakerfisins fram og til baka til að minnka þrýsting í vökvatengjum.

  2. Snúið lyklinum í SLöKKTA stöðu og takið lykilinn úr.

  3. Fjarlægið hlífarnar af vökvatengjum vinnuvélarinnar.

  4. Tryggið að öll aðskotaefni hafi verið hreinsuð af vökvatengjunum.

  5. Ýtið karltengi tengitækisins í kventengi vinnuvélarinnar.

    Note: Þegar karltengi tengitækisins er tengt í fyrsta skipti þarf að losa allan uppsafnaðan þrýsting í tengitækinu.

  6. Ýtið kventengi tengitækisins á karltengi vinnuvélarinnar.

  7. Togið í slöngurnar til að ganga úr skugga um að tengingin sé trygg.

Tengitæki tekið af

  1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

  2. Látið tengitækið síga til jarðar.

  3. Ef tengitækið er knúið með vökvakerfi skal snúa og halda lyklinum í stöðunni ÞRýSTINGSMINNKUN VöKVAKERFIS og ýta stjórnrofa vökvakerfisins fram og til baka til að minnka þrýsting í vökvatengjum.

  4. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

  5. Losið hraðtengipinnana með því að snúa þeim út.

  6. Ef tengitækið er vökvaknúið skal renna krögunum aftur á vökvatengjunum og aftengja þau.

    Important: Tengið tengitækisslöngurnar saman til að koma í veg fyrir að óhreinindi komist í vökvakerfið við geymslu.

  7. Setjið hlífarnar á vökvatengi vinnuvélarinnar.

  8. Gangsetjið vinnuvélina, hallið tengiplötunni fram og bakkið vinnuvélinni frá tengitækinu.

Notkun upplýsingaskjásins

Skipt um tengitækisstillingu

  1. Ýtið á miðhnappinn, þegar vinnuskjámyndin er opin, til að opna skjámyndina Attachment Change“ (skipt um tengitæki).

  2. Ýtið á miðhnappinn eða hægri hnappinn til að skipta á milli vökvafleygsstillingar og skóflustillingar.

    Note: Kveikið á Eco-stillingunni þegar vökvafleygsstillingin er valin. Þegar vökvafleygsstillingin, Graphic, er notuð með Eco-stillingunni er hægt á snúningshraða (sn./mín.) mótorsins til að draga úr orkunotkun við notkun tengitækja. Skóflustillingin Graphic heldur sama snúningshraða.

  3. Ýtið á vinstri hnappinn til að fara aftur á vinnuskjámyndina.

g304809

Varðar valmyndir opnaðar

Note: Sjálfgefið PIN-númer vinnuvélarinnar er annaðhvort 0000 eða 1234.Ef skipt er um PIN-númer og það gleymist þarf að leita aðstoðar hjá viðurkenndum þjónustu- og söluaðila.

  1. Á MAIN MENU (aðalvalmynd) skal nota miðhnappinn til að fletta niður á valmyndina SETTINGS (stillingar) og ýta á hægri hnappinn (Mynd 13).

    g264775
  2. Á valmyndinni SETTINGS skal nota miðhnappinn til að fletta niður á valmyndina PROTECTED MENU (varin valmynd) og ýta á hægri hnappinn (Mynd 14A).

    g264249
  3. PIN-númerið er fært inn með því að ýta á miðhnappinn þar til rétti fremsti tölustafurinn birtist og síðan er ýtt á hægri hnappinn til að fara á næsta tölustaf (Mynd 14B og Mynd 14C). Endurtakið þetta skref þar til búið er að færa inn alla tölustafina og ýtið þar næst einu sinni enn á hægri hnappinn.

  4. Ýtið á miðhnappinn til að staðfesta PIN-númerið (Mynd 14D).

    Note: Ef PIN-númerið er rétt og varða valmyndin opnast sést orðið PIN“ efst til hægri á skjámyndinni.

Hægt er að skoða og breyta stillingum í PROTECTED MENU. Þegar búið er að opna PROTECTED MENU er flett niður á valkostinn PROTECT SETTINGS (varnarstillingar). Notið hægri hnappinn til að breyta stillingunni. Ef varnarstillingar eru stilltar á OFF (slökkt) er hægt að skoða og breyta stillingum PROTECTED MENU án þess að slá inn PIN-númerið. Ef varnarstillingar eru stilltar á ON (kveikt) eru varnarvalkostir faldir og færa þarf inn PIN-númer til að breyta stillingu PROTECTED MENU.

Eftir notkun

Öryggi eftir notkun

Almennt öryggi

  • Setjið stöðuhemilinn á (ef hann er til staðar), lækkið skófluarmana, drepið á vinnuvélinni, takið lykilinn úr, bíðið þar til öll hreyfing hennar hefur stöðvast og leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þrifin, sett í geymslu eða þjónustuð.

  • Hreinsið óhreinindi af tengitækjunum og drifum til að draga úr líkum á eldsvoða.

  • Haldið öllum hlutum í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

  • Ekki snerta hluta sem kunna að vera heitir eftir notkun. Leyfið þeim að kólna áður en viðhald, stilling eða þjónusta fer fram á vinnuvélinni.

  • Sýnið aðgát þegar vinnuvélin er sett á eða tekin af kerru eða vagni.

Öryggi tengt rafhlöðu og hleðslutæki

Almennt

  • Röng notkun eða viðhald hleðslutækisins kann að valda meiðslum. Farið eftir öllum öryggisleiðbeiningum til að draga úr hættu á því.

  • Notið eingöngu meðfylgjandi hleðslutæki til að hlaða rafhlöðuna.

  • Gangið úr skugga um að spennan sem notuð er í viðkomandi landi henti hleðslutækinu.

  • Þegar tengt er við rafveitu utan Bandaríkjanna skal nota millistykki á kló, ef með þarf, sem passar við innstungu á hverjum stað.

  • Verjið hleðslutækið gegn bleytu; verjið það gegn rigningu og snjó.

  • Hætta er á eldsvoða, raflosti eða meiðslum þegar notaður er aukabúnaður sem Toro mælir ekki með eða selur.

  • Fylgið þessum leiðbeiningum og leiðbeiningum hvers þess búnaðar sem á að nota nærri hleðslutækinu til að draga úr hættu á sprengingu í rafhlöðu.

  • Ekki opna rafhlöðurnar.

  • Ef rafhlaða byrjar að leka skal forðast snertingu við vökvann. Ef til snertingar við vökva kemur skal skola svæðið með vatni og leita til læknis. Vökvi úr rafhlöðunni getur valdið ertingu eða brunasárum.

  • Leitið til viðurkennds þjónustu- og söluaðila til að þjónusta eða skipta um rafhlöðu.

Þjálfun

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna með eða við hleðslutækið. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Lesið vandlega og fylgið öllum leiðbeiningum á hleðslutækinu og í handbókinni áður en hleðslutækið er notað. Þekkið rétta notkun hleðslutækisins.

Undirbúningur

  • Haldið nærstöddum og börnum í öruggri fjarlægð á meðan hleðsla stendur yfir.

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði á meðan hleðsla stendur yfir, þar á meðal hlífðargleraugum, síðum buxum og góðum vinnuskóm með skrikvörn.

  • Drepið á vinnuvélinni og bíðið í 5 sekúndur, þangað til vinnuvélin hefur drepið á sér að fullu, áður en hleðsla er hafin. Ef þetta er ekki gert er hætta á neistahlaupi.

  • Tryggið að hleðsla fari fram á vel loftræstu svæði.

  • Lesið og fylgið öllum varúðarráðstöfunum fyrir hleðslu.

  • Hleðslutækið er eingöngu til notkunar á 120 og 240 VAC rafrásum og er búið jarðtengingarkló fyrir notkun með 120 VAC. Þegar notast er við 240 volta rafrásir þarf að fá rétta rafmagnssnúru hjá viðurkenndum sölu- og þjónustuaðila.

Notkun

  • Farið vel með rafmagnssnúruna. Ekki taka hleðslutækið upp á rafmagnssnúrunni eða kippa í hana til að taka hleðslutækið úr sambandi. Verjið snúruna fyrir hita, olíu og hvössum brúnum.

  • Tengið hleðslutækið beint við innstungu með jarðtengingu (þriggja pinna). Ekki nota hleðslutækið með ójarðtengdri innstungu, ekki einu sinni með millistykki.

  • Ekki breyta meðfylgjandi rafmagnssnúru eða kló.

  • Forðist að missa verkfæri úr málmi nærri eða á rafhlöðuna; slíkt getur valdið neistamyndun eða skammhlaupi í rafmagnshlut sem leitt getur til sprengingar.

  • Fjarlægið málmhluti á borð við hringa, armbönd, hálsmen og úr þegar unnið er við Li-ion rafhlöðu. Li-ion rafhlaða getur myndað nægan straum til að valda alvarlegu brunasári.

  • Aldrei nota hleðslutækið nema í góðu skyggni eða lýsingu.

  • Notið viðeigandi framlengingarsnúru.

  • Ef rafmagnssnúran skemmist á meðan hún er í sambandi skal taka hana úr sambandi við innstunguna og fá nýja rafmagnssnúru hjá viðurkenndum þjónustu- og söluaðila Toro.

  • Takið hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er ekki í notkun, áður en það er flutt til eða áður en það er þjónustað.

Viðhald og geymsla

  • Geymið hleðslutækið á þurrum og öruggum stað innandyra, sem óviðkomandi hafa ekki aðgang að.

  • Ekki taka hleðslutækið í sundur. Farið með hleðslutækið til viðurkennds þjónustu- og söluaðila þegar þörf er á þjónustu eða viðgerð.

  • Takið rafmagnssnúruna úr sambandi við innstunguna áður en viðhald eða þrif fara fram til að draga úr hættu á raflosti.

  • Haldið við eða skiptið um öryggis- og leiðbeiningarmerkingar, eftir þörfum.

  • Ekki nota hleðslutækið með skemmdri snúru eða kló. Skiptið tafarlaust um skemmda snúru eða kló.

  • Ef hleðslutækið verður fyrir höggi, fellur í jörð eða skemmist á annan hátt skal taka það úr notkun; farið með það til viðurkennds þjónustu- og söluaðila.

Biluð vinnuvél færð

Important: Opnið dráttarlokana áður en vinnuvélin er dregin til að koma í veg fyrir skemmdir á vökvakerfinu.

  1. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

  2. Takið tappann úr hvorum dráttarloka (Mynd 15).

    g304099
  3. Losið rærnar á dráttarlokunum.

    g304100
  4. Snúið lokunum með sexkantslykli 1 hring rangsælis til að opna þá.

  5. Dragið vinnuvélina, eftir þörfum.

    Important: Ekki draga hana hraðar en 4,8 km/klst.

  6. Lokið dráttarlokunum og herðið rærnar þegar gert hefur verið við vinnuvélina.

    Important: Ekki ofherða dráttarlokana.

  7. Setjið tappana aftur í.

Vinnuvélin flutt

Notið sterkbyggðan eftirvagn eða vörubíl til að flytja vinnuvélina. Notið skábraut í fullri breidd. Tryggið að eftirvagninn eða vörubíllinn sé búinn öllum nauðsynlegum hemlum, ljósum og merkingum eins og krafist er samkvæmt lögum. Lesið öryggisleiðbeiningarnar vandlega. Þessar upplýsingar geta forðað stjórnanda eða nærstöddum frá meiðslum. Í staðbundnum reglugerðum er að finna kröfur fyrir eftirvagn og festingar.

Viðvörun

Hættulegt er að aka á götum eða þjóðvegi án stefnuljósa, ljósa, endurskinsmerkja eða merkingar um hægfara ökutæki og slíkt kann að leiða til slysa og meiðsla á fólki.

Ekki aka vinnuvélinni á götum eða vegum.

Val á eftirvagni

Viðvörun

Þegar vinnuvélinni er ekið á eða af eftirvagni eða vörubíl er aukin hætta á veltu og alvarlegum meiðslum eða dauða (Mynd 17).

  • Notið eingöngu skábrautir í fullri breidd.

  • Gangið úr skugga um að skábrautin sé minnst fjórum sinnum lengri en hæð eftirvagnsins eða vörubílspallsins frá jörðu. Þetta tryggir að halli skábrautarinnar frá jörðu sé ekki yfir 15 gráðum.

g229507

Vinnuvél ekið á vagn/pall

Viðvörun

Þegar vinnuvélinni er ekið á eða af eftirvagni eða vörubíl er aukin hætta á veltu og alvarlegum slysum eða dauða.

  • Gætið fyllstu varúðar þegar vinnuvél er ekið á skábraut.

  • Akið vinnuvél upp og niður skábrautina með þyngri endann upp í hallann.

  • Forðist skyndilega inngjöf eða hemlun þegar vinnuvélinni er ekið á skábraut þar sem slíkt getur valdið hættu á stjórnmissi eða veltu.

  1. Ef eftirvagn er notaður þarf að tengja hann við dráttarbílinn og festa öryggiskeðjurnar.

  2. Tengið hemla eftirvagnsins, ef við á.

  3. Látið skábrautina síga.

  4. Látið skófluarmana síga.

  5. Akið vinnuvélinni á eftirvagninn með þyngri endann upp í hallann og hlass í lágri stöðu, eins og sýnt er.

    • Ef vinnuvélin er með fullt tengitæki fyrir hlass (t.d. skóflu) eða tengitæki sem ekki er fyrir hlass (t.d. keðjugröfu) skal aka vinnuvélinni áfram upp skábrautina.

    • Ef vinnuvélin er með tómt tengitæki fyrir hlass eða ekkert tengitæki skal bakka vinnuvélinni upp skábrautina.

    g237904
  6. Látið skófluarmana síga alveg niður.

  7. Setjið stöðuhemilinn á (ef hann er til staðar), drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

  8. Notið málmfestilykkjurnar á vinnuvélinni til að festa hana tryggilega við eftirvagninn eða vörubílinn með stroffum, keðjum, vírum eða köðlum. Í staðbundnum reglugerðum er að finna kröfur um festingar.

    g304319

Vinnuvél ekið af vagni/palli

  1. Látið skábrautina síga.

  2. Akið vinnuvélinni af eftirvagninum með þyngri endann upp í hallann og hlass í lágri stöðu.

    • Ef vinnuvélin er með fullt tengitæki fyrir hlass (t.d. skóflu) eða tengitæki sem ekki er fyrir hlass (t.d. keðjugröfu) skal bakka henni niður skábrautina.

    • Ef vinnuvélin er með tómt tengitæki fyrir hlass eða ekkert tengitæki skal aka áfram niður skábrautina.

    g237905

Vinnuvélinni lyft

Lyftið vinnuvélinni á lyftipunktunum (Mynd 19).

g305397

Viðhald rafhlaðanna

Viðvörun

Rafhlöðurnar eru háspennurafhlöður sem geta valdið brunasárum eða raflosti.

  • Ekki reyna að opna rafhlöðurnar.

  • Gætið fyllstu varúðar við meðhöndlun rafhlöðu með rofið ytra byrði.

  • Notið eingöngu hleðslutæki sem hannað er fyrir rafhlöðurnar.

Li-ion rafhlöðurnar geta haldið nægri hleðslu til að sinna tilætluðu hlutverki út endingartíma sinn. Með tímanum styttist sá tími sem hægt er að vinna á einni hleðslu rafhlaðanna.

Note: Afköstin ráðast af hversu langt þarf að aka vinnuvélinni, ójöfnum í undirlaginu og öðrum þáttum sem fjallað er um í þessum hluta.

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum til að ná hámarksendingu og -notkun úr rafhlöðunum:

  • Ekki opna rafhlöðuna. Rafhlaðan inniheldur enga hluti sem sinna þarf viðhaldi á. Ábyrgðin fellur úr gildi ef pakkinn er opnaður. Rafhlöðurnar eru varðar með fiktviðvörunarbúnaði.

  • Geymið/leggið vinnuvélinni í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði í vari fyrir sólarljósi og hitagjöfum. Ekki geyma hana þar sem hitastig getur farið undir -30 °C eða yfir 60 °C. Hiti utan marka skemmir rafhlöðurnar. Mikill hiti við geymslu, sérstaklega þegar hleðslustaða er há, dregur úr endingu rafhlaðanna.

  • Ef vinnuvélin er geymd í meira en 10 daga þarf að tryggja að hún sé geymd á svölum stað, fjarri sólarljósi og með minnst 50% hleðslu.

  • Þegar vinnuvélin er notuð í miklum hita eða sólarljósi kann rafhlaðan að ofhitna. Ef það gerist birtist hitaviðvörun á upplýsingaskjánum. Vinnuvélin hægir á sér við þessi skilyrði.

    Akið vinnuvélinni beint á svalan og skuggsælan stað, drepið á henni og leyfið rafhlöðunum að kólna að fullu áður en vinna er hafin á ný.

  • Ef vinnuvélin er búin ljósum þarf að slökkva þau þegar þau eru ekki í notkun.

Rafhlöður fluttar

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna og alþjóðleg flutningsyfirvöld krefjast þess að Li-ion rafhlöður séu fluttar í sérstökum pakkningum og eingöngu með flutningatækjum sem eru vottuð fyrir slíkan flutning. Í Bandaríkjunum má flytja rafhlöðu uppsetta í vinnuvélinni sem rafknúinn búnað, í samræmi við reglugerðir. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna eða önnur viðeigandi opinber stofnun annarra landa veitir nákvæmar upplýsingar um reglugerðir varðandi flutning rafhlaðanna eða vinnuvélarinnar með rafhlöðunum í.

Upplýsingar um flutning eða förgun rafhlaðanna fást hjá viðurkenndum sölu- og þjónustuaðila.

Notkun hleðslutækisins

Á Mynd 22 er hægt að sjá yfirlit yfir skjái og snúrur hleðslutækisins.

g251620g251632

Tengst við rafmagn

Hleðslutækið er með þriggja pinna kló með jarðtengingu (gerð B) til að draga úr hættu á raflosti. Ef klóin passar ekki í vegginnstunguna eru aðrar jarðtengdar klær í boði; hafið samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.

Ekki breyta hleðslutækinu eða kló rafmagnssnúrunnar á nokkurn hátt.

Hætta

Snerting við vatn meðan á hleðslu stendur getur valdið raflosti og meiðslum eða dauða.

Ekki meðhöndla klóna eða hleðslutækið með blautum höndum eða standandi í vatni.

Important: Leitið reglulega eftir götum eða sprungum í einangrun rafmagnssnúrunnar. Ekki nota skemmda snúru. Ekki láta snúruna liggja í vatni eða blautu grasi.

  1. Stingið hleðslukló rafmagnssnúrunnar í samsvarandi innstungu á hleðslutækinu.

    Viðvörun

    Skemmd hleðslusnúra getur valdið raflosti eða eldhættu.

    Skoðið rafmagnssnúruna vandlega áður en hleðslutækið er notað. Ef snúran er skemmd skal ekki nota hleðslutækið fyrr en búið er að útvega nýja snúru.

  2. Stingið vegginnstungukló rafmagnssnúrunnar í jarðtengda rafmagnsinnstungu.

Rafhlöðurnar hlaðnar

Important: Hlaðið rafhlöðurnar eingöngu innan ráðlagðs hitasviðs; upplýsingar um ráðlagt hitasvið eru í eftirfarandi töflu:

Ráðlagt hitasvið fyrir hleðslu

Hleðslusvið0 til 45 °C
Hleðslusvið við lágan hita (minni straumur)-5 til 0 °C
Hleðslusvið við háan hita (minni straumur)45 til 60 °C

Ef hitastigið er undir -5 °C eru rafhlöðurnar ekki hlaðnar. Ef hitastigið fer yfir -5 °C skal taka hleðslutækið úr sambandi og stinga því aftur í samband til að hlaða rafhlöðurnar.

  1. Leggið vinnuvélinni á svæði sem hugsað er til hleðslu.

  2. Setjið stöðuhemilinn á.

  3. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

  4. Tryggið að tenglarnir séu ekki rykugir eða skítugir.

  5. Tengið rafmagnssnúru hleðslutækisins við rafmagn; sjá Tengst við rafmagn.

  6. Rennið hlíf hleðslutækisins upp og ýtið því frá (Mynd 23).

    g304908
  7. Stingið úttakstengli hleðslutækisins í tengil hleðslutækisins á vinnuvélinni.

    g306958
  8. Fylgist með hleðslutækinu til að tryggja að rafhlöðurnar séu hlaðnar.

    Note: Hleðsluljósið ætti að blikka og hleðsluúttaksljósið ætti að loga.Straumstyrkur vinnuvélarinnar, sýndur á upplýsingaskjánum, hækkar á meðan rafhlöðurnar eru í hleðslu. Ef straumstyrkurinn helst í 0 eru rafhlöðurnar ekki í hleðslu.

  9. Aftengið hleðslutækið þegar vinnuvélin nær viðeigandi hleðslustigi; sjá Hleðslu lokið.

  10. Snúið hlíf hleðslutækisins aftur á sinn stað og rennið henni niður yfir boltann (Mynd 23).

Eftirlit með hleðslu og bilanagreining

Note: LCD-stöðuskjárinn birtir skilaboð meðan á hleðslu stendur. Flest eru kerfisbundin.

Ef bilun kemur upp blikkar gult villugaumljós eða logar rautt. Villuboð birtast á upplýsingaskjánum, einn tölustafur í einu, með forskeytinu E eða F (t.d. E-0-1-1).

Upplýsingar um hvernig á að laga villu er að finna í . Ef lausn á vandamálinu er ekki að finna þar skal leita til viðurkennds þjónustu- og söluaðila.

Hleðslu lokið

Þegar hleðslu er lokið logar grænt hleðsluljós (Mynd 22) og upplýsingaskjár vinnuvélarinnar sýnir 10 heil strik. Takið tengil hleðslutækisins úr sambandi við tengil vinnuvélarinnar.

Viðhald

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Öryggi við viðhaldsvinnu

Varúð

Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vinnuvélina og valdið alvarlegum slysum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.

Takið lykilinn úr svissinum áður en viðhaldi er sinnt.

  • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, gerið vökvakerfi tengitækis óvirkt, látið tengitækið síga, tryggið að stöðuhemillinn sé á, drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr. Bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast og leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þrifin, sett í geymslu eða gert er við hana.

  • Ekki leyfa óþjálfuðu starfsfólki að þjónusta vinnuvélina.

  • Notið tjakka til að styðja við íhluti þegar á þarf að halda.

  • Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku; sjá Vökvaþrýstingur losaður.

  • Aftengið rafhlöðuna áður en viðgerðir fara fram; sjá Aðalafl tekið af.

  • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem hreyfast. Ef þess er kostur skal ekki stilla vinnuvélina á meðan hún er í gangi.

  • Haldið öllum hlutum í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur. Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

  • Ekki eiga við öryggisbúnað.

  • Notið eingöngu tengitæki sem samþykkt eru af Toro. Tengitæki geta breytt stöðugleika og vinnslueiginleikum vinnuvélarinnar. Ábyrgðin kann að falla úr gildi ef vinnuvélin er notuð með ósamþykktum tengitækjum.

  • Notið eingöngu varahluti frá Toro.

  • Ef viðhaldsvinna eða viðgerð krefst þess að skófluarmarnir séu hafðir í hífðri stöðu skal festa armana í uppréttri stöðu með vökvatjakkalásum.

Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Smyrjið vinnuvélina.(Smyrjið alltaf um leið og vinnuvélin hefur verið þrifin.)
  • Skoðið stöðurafmagnsborðann; skiptið um hann ef hann er slitinn eða hann vantar.
  • Skoðið hjólbarðana.
  • Prófið stöðuhemilinn.
  • Hreinsið óhreinindi af vinnuvélinni.
  • Leitið eftir lausum festingum.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Leitið eftir leka á vökvaleiðslum, lausum festingum, beygluðum leiðslum, lausum festistoðum, vélrænu sliti og ummerkjum eftir slit af völdum veðurs eða íðefna.(Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir fyrir notkun.)
  • Kannið stöðu glussans.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Herðið felgurærnar.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Árlega
  • Skiptið um glussann.
  • Árlega eða fyrir geymslu
  • Blettið í lakkskemmdir.
  • Undirbúningur fyrir viðhald

    Notkun tjakklásanna

    Viðvörun

    Skófluarmarnir geta sigið úr hífðri stöðu og kramið þá sem undir þeim lenda.

    Setjið tjakklásana á áður en viðhaldsvinna, sem krefst þess að skófluarmarnir séu uppi, fer fram.

    Tjakklásarnir settir á

    1. Takið tengitækið af.

    2. Hífið skófluarmana í efstu stöðu.

    3. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    4. Setjið tjakklása á báðar lyftutjakksstangirnar (Mynd 25).

      g005162
    5. Festið báða tjakklása með splitti og pinna (Mynd 25).

    6. Látið skófluarmana síga hægt þar til tjakklásarnir snerta tjakkhúsin og stangarendana.

    Tjakklásarnir teknir af og settir í geymslu

    Important: Takið tjakklásana af stöngunum og festið þá tryggilega í geymslustöðu áður en unnið er á vinnuvélinni.

    1. Gangsetjið vinnuvélina.

    2. Hífið skófluarmana í efstu stöðu.

    3. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    4. Fjarlægið splitti og pinna sem festa tjakklásana.

    5. Fjarlægið tjakklásana.

    6. Látið skófluarmana síga.

    7. Setjið tjakklásana á vökvaslöngurnar og festið þá með pinnum og splittum (Mynd 26).

      g319295

    Aðgangur að innri íhlutum

    Viðvörun

    Ef hlífar eru opnaðar eða fjarlægðar á meðan vinnuvélin er í gangi er hætta á að fólk komist snertingu við hluti á hreyfingu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla.

    Áður en hlífar eru opnaðar eða fjarlægðar skal drepa á vinnuvélinni, taka lykilinn úr svissinum og bíða þar til vinnuvélin hefur kólnað.

    Viðvörun

    Vifta í snúningi getur valdið meiðslum á fólki.

    • Ekki vinna á gröfunni án hlífa á viðeigandi stöðum.

    • Haldið fingrum, höndum og klæðnaði í öruggri fjarlægð frá viftu í snúningi.

    • Drepið á gröfunni og takið lykilinn úr áður en viðhaldsvinna fer fram.

    Vélarhlíf fjarlægð

    Note: Ef komast þarf að aðalafltenglum eða öryggi en ekki er hægt að lyfta skófluörmunum á öruggan máta til að fjarlægja hlífina eru frekari upplýsingar um aðgang að finna í Hlífin að framan fjarlægð.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Lyftið skófluörmunum og setjið tjakklásana á.

      Note: Ef ekki er hægt að lyfta skófluörmunum með afli vinnuvélarinnar skal toga stjórnstöng skófluarmanna aftur á bak og nota lyftibúnað til að lyfta skófluörmunum.

    3. Drepið á gröfunni, fjarlægið lykilinn og bíðið þess að hreyfanlegir hlutar stöðvist.

    4. Losið rærnar 4 til að festa vélarhlífina.

      g304438
    5. Opnið vélarhlífina og takið viftuna úr sambandi.

    6. Togið vélarhlífina af vinnuvélinni.

    Hlífin að framan fjarlægð

    Important: Fjarlægið eingöngu hlífina að framan til að komast að aðalafltenglum og öryggi þegar ekki er hægt að lyfta skófluörmunum á öruggan máta til að fjarlægja vélarhlífina.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, látið skófluarmana síga og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á gröfunni, fjarlægið lykilinn og bíðið þess að hreyfanlegir hlutar stöðvist.

    3. Fjarlægið boltana 4 sem festa hlífina, takið hana af og takið viftuna úr sambandi.

      g356986

    Aðalafl tekið af

    Áður en vinnuvélin er þjónustuð þarf að taka aflið af henni með því að aftengja aðalafltenglana (Mynd 29).

    Varúð

    Ef rafmagnið er ekki tekið af vinnuvélinni er hætta á að einhver setji vinnuvélina óvart í gang og það getur leitt til alvarlegra meiðsla.

    Aftengið tenglana alltaf áður en unnið er við vinnuvélina.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Lyftið skófluörmunum og setjið tjakklásana á.

    3. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    4. Fjarlægið vélarhlífina; sjá Vélarhlíf fjarlægð.

    5. Aftengið afltenglana 2 (Mynd 29).

    6. Vinnið að nauðsynlegum viðgerðum.

    7. Tengið tenglana aftur saman áður en unnið er á vinnuvélinni.

    g304040

    Smurning

    Vinnuvélin smurð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Smyrjið vinnuvélina.(Smyrjið alltaf um leið og vinnuvélin hefur verið þrifin.)
  • Gerð smurfeiti: alhliða smurfeiti

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, látið skófluarmana síga og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Þurrkið af smurkoppunum með tusku.

    4. Tengið smursprautuna við hvern smurkopp fyrir sig (Mynd 30 og Mynd 31).

      g304444
      g004209
    5. Dælið feiti í smurkoppana þar til hún sprautast út úr legunum (u.þ.b. 3 dælingar).

    6. Þurrkið umframfeiti af.

    Viðhald rafkerfis

    Öryggi tengt rafkerfi

    • Aftengið aðalafltenglana áður en gert er við vinnuvélina.

    • Hlaðið rafhlöðuna á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafhlaðan er tengd eða aftengd. Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

    Afl tekið af og sett á vinnuvélina

    Aðalafltenglarnir leiða rafmagn frá rafhlöðunum til vinnuvélarinnar. Takið rafmagnið af með því að aftengja tenglana; setjið rafmagnið á með því að tengja tenglana saman. Frekari upplýsingar eru í Aðalafl tekið af.

    Skipt um stöðurafmagnsborðann

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið stöðurafmagnsborðann; skiptið um hann ef hann er slitinn eða hann vantar.
    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, látið skófluarmana síga og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Skiptið um borðann undir pallinum eins og sýnt er á Mynd 32.

      g315429

    Rafhlöðurnar þjónustaðar

    Note: Vinnuvélin er búin 7 Li-ion rafhlöðum.

    Ekki opna rafhlöðurnar. Ef rafhlaða krefst þjónustu skal leita aðstoðar viðurkennds þjónustu- og söluaðila.

    Fargið eða endurvinnið Li-ion rafhlöður í samræmi við staðbundnar reglur og landslög.

    Viðhald hleðslutækisins

    Important: Rafmagnsviðgerðir skulu eingöngu framkvæmdar hjá viðurkenndum þjónustu- og söluaðila.

    Stjórnandinn getur sinnt litlu öðru viðhaldi en að verja hleðslutækið gegn skemmdum og veðri.

    Viðhald hleðslutækissnúranna

    • Hreinsið snúrurnar með rökum klút eftir hverja notkun.

    • Vindið snúrurnar upp þegar þær eru ekki í notkun.

    • Leitið reglulega eftir skemmdum á snúrunum og skiptið um þær þegar með þarf með varahlutum sem samþykktir eru af Toro.

    Hleðslutækiskassinn hreinsaður

    Hreinsið kassann með rökum klút eftir hverja notkun.

    Öryggið þjónustað

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Lyftið skófluörmunum og setjið tjakklásana á.

    3. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    4. Fjarlægið vélarhlífina; sjá Vélarhlíf fjarlægð.

    5. Takið rafmagnið af vinnuvélinni; sjá Aðalafl tekið af.

    6. Finnið öryggið og skiptið um það (Mynd 33).

      g304512
    7. Herðið rærnar í 12 til 18 Nm.

    8. Tengið aðalafltenglana.

    9. Setjið hlífina að framan á.

    Viðhald drifkerfis

    Skoðun hjólbarða

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið hjólbarðana.
  • Leitið eftir sliti á gripfleti þeirra. Skiptið um hjólbarða með slitna og grunna gripfleti.

    Skoðun felgurónna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Herðið felgurærnar.
  • Skoðið og herðið felgurærnar í 68 Nm.

    Viðhald hemla

    Stöðuhemill prófaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Prófið stöðuhemilinn.
    1. Setjið stöðuhemilinn á; sjá Stöðuhemilsstöng.

    2. Gangsetjið vinnuvélina.

    3. Reynið að aka vinnuvélinni varlega áfram eða aftur á bak.

      Note: Vinnuvélin kann að hreyfast lítið eitt áður en stöðuhemillinn stöðvar hana.

    4. Ef stöðuhemillinn stöðvar ekki vinnuvélina skal biðja viðurkenndan þjónustu- og söluaðila um að þjónusta hana.

    Viðhald vökvakerfis

    Öryggi tengt vökvakerfi

    • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    Vökvaþrýstingur losaður

    Gerið vökvakerfi tengitækis óvirkt og látið skófluarmana síga alveg niður til að losa þrýsting af vökvakerfinu á meðan vinnuvélin er í gangi.

    Þegar vinnuvélin er ekki í gangi er þrýstingurinn losaður með því að hreyfa stjórnstöng vökvakerfis tengitækis fram og aftur til að losa þrýsting af vökvakerfi tengitækis, hallastjórnstöng tengitækis hreyfð fram og aftur og stjórnstöng skófluarma ýtt fram til að láta skófluarmana síga (Mynd 34).

    g281214

    Forskriftir fyrir glussa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 25 klukkustunda fresti
  • Leitið eftir leka á vökvaleiðslum, lausum festingum, beygluðum leiðslum, lausum festistoðum, vélrænu sliti og ummerkjum eftir slit af völdum veðurs eða íðefna.(Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir fyrir notkun.)
  • Rúmtak glussageymis: 56 l

    Ráðlagður glussi: Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid

    Note: Þegar notaður er ráðlagður vökvi á vinnubílnum er ekki þörf á því að skipta eins oft um vökva og síur.

    Aðrar gerðir af glussa: Í tilvikum þegar Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid er ekki tiltækur er hægt að nota aðra hefðbundna jarðolíuglussa með sömu forskriftir og alla tilgreinda efnislega eiginleika og uppfylla staðla í iðnaði. Notið ekki syntetískan vökva. Leitið ráða hjá söluaðila smurefnisins til að fá ábendingar um hentugan glussa.

    Note: Toro tekur enga ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa og þar af leiðandi skal eingöngu nota vörur frá áreiðanlegum framleiðendum sem geta ábyrgst vörur sínar.

    Glussi með slitvörn og háan seigjuvísi/lág rennslismörk, ISO VG 46

    Efniseiginleikar: 
     Seigja, ASTM D445cSt @ 40°C 44 til 48
     Seigjustuðull, ASTM D2270140 eða hærri
     Rennslismark, ASTM D97-37°C til -+45°C
     Forskriftir iðnaðarstaðla:Eaton Vickers 694 (I-286-S, M-2950-S/35VQ25 eða M-2952-S)

    Note: Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum þjónustu- og söluaðila.

    Staða glussa könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 25 klukkustunda fresti
  • Kannið stöðu glussans.
  • Kannið stöðu glussans áður en vinnuvélin er gangsett í fyrsta skipti og svo á 25 vinnustunda fresti eftir það.

    Frekari upplýsingar eru í Forskriftir fyrir glussa.

    Important: Notið alltaf rétta gerð glussa. Óskilgreindir glussar skemma vökvakerfið.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, fjarlægið tengitæki, setjið stöðuhemilinn á, hífið skófluarmana og setjið tjakklásana á.

    2. Drepið á vinnuvélinni, takið lykilinn úr og leyfið vinnuvélinni að kólna.

    3. Fjarlægið vélarhlífina/hlífina að framan.

    4. Hreinsið svæðið í kringum áfyllingarstút glussageymisins (Mynd 35).

    5. Takið lokið af áfyllingarstútnum og kannið stöðu glussa á olíukvarðanum (Mynd 35).

      Glussastaða ætti að vera á milli merkinganna á kvarðanum.

      g005158
    6. Ef staðan er lág skal bæta við glussa þar til staðan er viðeigandi.

    7. Setjið lokið á áfyllingarstútinn.

    8. Setjið vélarhlífina/hlífina að framan á.

    9. Fjarlægið tjakklásana og setjið þá í geymslu og látið skófluarmana síga.

    Skipt um glussasíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussasíuna.
  • Important: Ekki nota olíusíu í bíla; slíkt kann að leiða til alvarlegra skemmda á vökvakerfinu.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, fjarlægið tengitæki, setjið stöðuhemilinn á, hífið skófluarmana og setjið tjakklásana á.

    2. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Fjarlægið vélarhlífina.

    4. Setjið afrennslispönnu undir síuna.

    5. Fjarlægið gömlu síuna (Mynd 36) og strjúkið af síutenginu.

      g003721
    6. Berið þunnt lag glussa á gúmmípakkninguna á nýju síunni (Mynd 36).

    7. Setjið nýju síuna á síutengið (Mynd 36). Herðið réttsælis þar til gúmmípakkningin snertir síutengið og herðið því næst hálfan snúning í viðbót.

    8. Hreinsið upp glussa sem hellist niður.

    9. Gangsetjið vinnuvélina og látið hana ganga í 2 mínútur til að lofttæma kerfið.

    10. Drepið á vinnuvélinni og leitið eftir leka.

    11. Kannið stöðu glussa í glussageyminum; sjá Staða glussa könnuð. Fyllið á glussa til að hækka stöðu hans á olíukvarðanum. Yfirfyllið ekki geyminn.

    12. Setjið vélarhlífina á.

    13. Fjarlægið tjakklásana og setjið þá í geymslu og látið skófluarmana síga.

    Skipt um glussann

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Árlega
  • Skiptið um glussann.
    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, fjarlægið tengitæki, setjið stöðuhemilinn á, hífið skófluarmana og setjið tjakklásana á.

    2. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Fjarlægið vélarhlífina.

    4. Setjið stóra afrennslispönnu undir vinnuvélina, sem getur tekið minnst 61 l (16 bandarísk gallon).

    5. Takið botntappann úr botni glussageymisins og tappið öllum glussanum úr (Mynd 37).

      g305431
    6. Setjið botntappann í.

    7. Fyllið á glussageyminn með glussa; sjá Forskriftir fyrir glussa.

      Note: Fargið notuðum glussa á vottaðri endurvinnslustöð.

    8. Setjið vélarhlífina á.

    9. Fjarlægið tjakklásana og setjið þá í geymslu og látið skófluarmana síga.

    Þrif

    Óhreinindi hreinsuð burtu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið óhreinindi af vinnuvélinni.
  • Viðvörun

    Röng notkun þrýstilofts til að þrífa vinnuvélina getur valdið alvarlegu líkamstjóni.

    • Notið viðeigandi hlífðarbúnað svo sem augnhlífar, heyrnarhlífar og rykgrímu.

    • Ekki miða þrýstilofti á nokkurn hluta líkamans eða á annað fólk.

    • Sjá leiðbeiningar framleiðanda loftþjöppunnar um öryggi og notkun.

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, látið skófluarmana síga og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Hreinsið öll óhreinindi af vinnuvélinni.

      Important: Blásið óhreinindum af í stað þess að skola þau af. Ef notast er við vatn skal koma í veg fyrir að það komist í rafmagnsbúnað og vökvaloka. Notið þrýstiloft til að hreinsa raftengla. Ekki nota hreinsiefni.

    4. Fjarlægið tjakklásana og setjið þá í geymslu og látið skófluarmana síga.

    Þvottur á vinnuvél

    Þegar vinnuvélin er háþrýstiþrifin skal gera eftirfarandi:

    • Klæðist viðeigandi persónuhlífum fyrir vatn undir miklum þrýstingi.

    • Hafið allar hlífar á sínum stað á vinnuvélinni.

    • Forðist að sprauta á rafmagnsíhluti.

    • Forðist að sprauta á brúnir merkinga.

    • Sprautið eingöngu á ytra byrði vinnuvélarinnar. Ekki sprauta beint í op á vinnuvélinni.

    • Sprautið eingöngu á óhreina hluta vinnuvélarinnar.

    • Notið 40 gráðu úðastút eða stærri. 40 gráðu stútar eru yfirleitt hvítir.

    • Haldið stút háþrýstidælunnar minnst 61 cm frá því yfirborði sem er verið að þrífa.

    • Notið eingöngu háþrýstidælur með þrýstingi undir 137,89 bar og streymi undir 7,6 l á mínútu.

    • Skiptið um skemmdar eða flagnandi merkingar.

    • Smyrjið alla í smurkoppa eftir þrif; sjá Vinnuvélin smurð.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    • Drepið á vinnuvélinni, takið lykilinn úr, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er sett í geymslu.

    • Ekki geyma vinnuvélina nálægt opnum eldi.

    Vinnuvélin sett í geymslu

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, látið skófluarmana síga og setjið stöðuhemilinn á.

    2. Drepið á vinnuvélinni og takið lykilinn úr.

    3. Fjarlægið óhreinindi af ytri íhlutum vinnuvélarinnar.

      Important: Þrífið vinnuvélina með mildu þvottaefni og vatni. Forðist mikla notkun vatns, sérstaklega nærri stjórnborðinu, vökvadælum og mótorum.

    4. Smyrjið vinnuvélina; sjá Vinnuvélin smurð.

    5. Herðið felgurærnar; sjá Skoðun felgurónna.

    6. Kannið stöðu glussa; sjá Staða glussa könnuð.

    7. Skoðið og herðið allar festingar. Gerið við eða skiptið um slitna, skemmda eða týnda hluta.

    8. Lakkið yfir rispur eða óvarða málmfleti með lakki sem fæst hjá næsta viðurkennda þjónustu- og söluaðila.

    9. Geymið vinnuvélina í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði. Fjarlægið lykilinn úr svissinum og geymið hann á stað sem auðvelt er að muna hvar er.

    10. Fyrir geymslu í lengri tíma skal fylgja kröfum fyrir geymslu rafhlöðu; sjá Kröfur fyrir geymslu rafhlöðu.

    11. Breiðið yfir vinnuvélina til að verja hana og halda henni hreinni.

    Kröfur fyrir geymslu rafhlöðu

    Note: Ekki þarf að fjarlægja rafhlöðurnar úr vinnuvélinni fyrir geymslu.

    Upplýsingar um æskilegt hitastig við geymslu er að finna í eftirfarandi töflu:

    Kröfur um hitastig fyrir geymslu

    GeymsluskilyrðiKröfur um hitastig
    Eðlileg geymsluskilyrði-20 til 45 °C
    Mikill hiti – 1 mánuður eða minna45 til 60 °C
    Mikill kuldi – 3 mánuðir eða minna-30 til -20 °C

    Important: Hiti utan marka skemmir rafhlöðurnar.Hitastigið sem rafhlöðurnar eru geymdar við hefur áhrif á endingartíma þeirra. Geymsla í langan tíma við mjög háan hita styttir endingartíma rafhlöðunnar. Geymið vinnuvélina við eðlileg geymsluskilyrði, sem gefin eru upp á töflunni hér á undan.

    • Áður en vinnuvélin er sett í geymslu skal hlaða eða afhlaða rafhlöðurnar í 40% til 60% hleðslu (50,7 til 52,1 volt).

      Note: 50% hleðsla er best til að tryggja hámarksendingu rafhlaða. Endingartími rafhlaðanna styttist ef þær eru hlaðnar í 100% hleðslu fyrir geymslu.Ef gert er ráð fyrir að vinnuvélin verði geymd í lengri tíma skal hlaða rafhlöðurnar í um 60% hleðslu.

    • Á sex mánaða fresti skal kanna hleðslustöðu rafhlaðanna og tryggja að hún sé á milli 40% og 60%. Ef hleðslan er undir 40% þarf að hlaða rafhlöðurnar í 40% til 60% hleðslu.

    • Takið hleðslutækið úr sambandi við rafmagn þegar hleðslu er lokið.

    • Ef hleðslutækið er haft á vinnuvélinni slekkur það á sér þegar rafhlöðurnar eru fullhlaðnar og ekki kviknar aftur á því fyrr en búið er að taka það úr sambandi og setja aftur í samband.

    Bilanaleit

    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Ekki er hægt að aka vinnuvélinni.
    1. Stöðuhemillinn er á.
    2. Glussastaða er lág.
    3. Vökvakerfið er skaddað.
    1. Takið stöðuhemilinn af.
    2. Fyllið á glussa í geyminum.
    3. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Þegar vinnuvélin er kyrrstæð síga skófluarmarnir meira en 7,6 cm á klukkustund (allt undir 7,6 cm á klukkustund er eðlilegt).
    1. Lokakeflið lekur.
    1. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Þegar vinnuvélin er kyrrstæð síga skófluarmarnir hratt niður um 5 cm og stoppa svo.
    1. Þétti í tjökkum leka.
    1. Skiptið um þéttin.
    Ekki er hægt að hlaða vinnuvélina.
    1. Hitastig er yfir 60 °C eða undir -5 °C.
    1. Hlaðið vinnuvélina við hitastig á milli -5 °C og 60 °C.
    Vélin fer ekki strax í gang eftir að slökkt hefur verið á henni.
    1. Vélin slökkti ekki alveg á sér.
    1. Leyfið vélinni að slökkva alveg á sér áður en hún er ræst aftur.
    Vinnuvélin fer ekki í gang aftur eftir lausagang.
    1. Orkusparnaðarstilling vinnuvélarinnar er virk.
    1. Hreyfið akstursstjórnstöngina snöggt tvisvar sinnum eða drepið á vinnuvélinni og gangsetjið hana aftur.
    ProblemPossible CauseCorrective Action
    Kóði E-0-0-1 eða E-0-4-7
    1. Há rafhlöðuspenna
    1. Tryggið að rafhlöðuspennan sé rétt og kapaltengingar séu tryggar; tryggið að rafhlaðan sé í góðu ástandi.
    Kóði E-0-0-4
    1. Bilun greind í rafhlöðu eða stjórnkerfi rafhlöðu
    1. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
    Kóði E-0-0-7
    1. Hámarki amperstunda rafhlöðunnar náð
    1. Mögulegar orsakir eru t.d. lélegt ástand rafhlöðu, mikil afhleðsla rafhlöðu, illa tengd rafhlaða og/eða mikið sníkjuálag á rafhlöðu við hleðslu. Mögulegar lausnir: rafhlöðuskipti; aftenging sníkjuálags. Þessi villa hverfur þegar hleðslutækið er endurstillt með því að taka jafnstraum af því og setja á aftur.
    Kóði E-0-1-2
    1. Skautaskiptavilla
    1. Rafhlaðan er vitlaust tengd við hleðslutækið. Tryggið að tengingar rafhlöðunnar séu tryggar.
    Kóði E-0-2-3
    1. Villa vegna hárrar riðspennu (>270 VAC)
    1. Tengið hleðslutækið við riðstraum sem skilar jöfnum riðstraumi á milli 85–270 VAC / 45–65 Hz.
    Kóði E-0-2-4
    1. Hleðslutæki fer ekki í gang
    1. Ekki kviknar rétt á hleðslutækinu. Aftengið riðstraumsinntakið og tengingu rafhlöðu í 30 sekúndur og reynið svo aftur.
    Kóði E-0-2-5
    1. Villa vegna flöktandi lágrar riðspennu
    1. Riðstraumur er óstöðugur. Hugsanleg ástæða er of lítil rafstöð eða alltof litlar inntakssnúrur. Tengið hleðslutækið við riðstraum sem skilar jöfnum riðstraumi á milli 85–270 VAC / 45–65 Hz.
    Kóði E-0-3-7
    1. Endurforritun mistókst
    1. Hugbúnaðaruppfærsla eða forskriftarkeyrsla mistókst. Gangið úr skugga um að nýi hugbúnaðurinn sé réttur.
    Kóði E-0-2-9, E-0-3-0, E-0-3-2, E-0-4-6 eða E-0-6-0
    1. Samskiptavilla við rafhlöðu
    1. Tryggið að tenging merkjavíranna við rafhlöðuna sé trygg.
    ProblemPossible CauseCorrective Action
    F-0-0-1, F-0-0-2, F-0-0-3, F-0-0-4, F-0-0-5, F-0-0-6 eða F-0-0-7
    1. Innri villa í hleðslutæki
    1. Aftengið riðstraumstenginguna og rafhlöðutenginguna í minnst 30 sekúndur og reynið svo aftur. Ef þetta virkar ekki skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.