Inngangur

Blásarinn er dreginn með vinnuvél sem er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Hann er sérstaklega hannaður til að blása burtu óæskilegum aðskotahlutum og óhreinindum á vel viðhöldnum grasflötum í almenningsgörðum, á golfvöllum, íþróttavöllum og atvinnusvæðum. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmerinu (ef hann er til staðar) með fartæki.

g341649

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar 2 orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Notkun vélarinnar á skógivaxið, runnavaxið eða grasivaxið landsvæði telst brjóta í bága við almenningsauðlindalöggjöf Kaliforníu, hluta 4442 eða 4443, nema vélin sé búin neistavara, samkvæmt skilgreiningu í hluta 4442, henni sé haldið í góðu vinnuástandi eða hún hefur verið byggð, útbúin og viðhaldið þannig að komið sé í veg fyrir eldsvoða.

Meðfylgjandi notendahandbók vélarinnar inniheldur upplýsingar um Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og útblástursreglugerð Kaliforníu fyrir útblásturskerfi, viðhald þeirra og ábyrgð. Hægt er að panta varahluti hjá framleiðanda vélarinnar.

DOT-hjólbarðaupplýsingarnar eru staðsettar á hlið hvers hjólbarða. Þessar upplýsingar sýna uppgefið gildi fyrir burðargetu og hraða. Þegar skipt er um hjólbarða skal nota hjólbarða með sömu eða meiri uppgefinni getu. Tryggið að hjólbarðarnir uppfylli þyngdarskilyrði vinnuvélarinnar.

Important: Breytingar á vinnuvélinni án sérstaks samþykkis ábyrgs aðila gætu ógilt heimild þína til notkunar búnaðarins.Ekki breyta vinnuvélinni án sérstaks samþykkis ábyrgs aðila.

Ef ekki er farið eftir öryggisráðstöfunum getur það leitt til bilunar í búnaði, afturköllunar heimilda til notkunar búnaðarins og meiðsla á fólki.

Eigandi vinnuvélarinnar og stjórnendur verða að hlíta öllum gildandi lögum um uppsetningu og rekstur vélarinnar í viðkomandi landi, ríki eða stað. Sé þessu ekki fylgt getur það leitt til viðurlaga og ógilt heimild notandans til að nota vinnuvélina.

Rafsegulsviðssamhæfi

Innanlands: Þetta tæki uppfyllir 15. hluta reglna FCC. Notkun er háð eftirtöldum tveimur skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda skaðlegum truflunum og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni.

Þessi búnaður myndar og notar útvarpsbylgjur og ef hann er ekki settur upp og notaður á viðeigandi hátt, í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda, getur hann valdið truflunum á útvarps- og sjónvarpsmóttöku. Búnaðurinn hefur verið gerðarprófaður og telst samræmast takmörkunum fyrir tölvubúnað í B-flokki undir FCC í samræmi við tæknilýsingu í undirhluta J í 15. hluta reglna FCC, eins og fram kemur hér að ofan. Hins vegar er engin trygging fyrir því að truflanir eigi sér ekki stað á tilteknu svæði. Ef þessi búnaður veldur truflunum á útvarps- eða sjónvarpsmóttöku, sem hægt er að ákvarða með því að kveikja og slökkva á búnaðinum, er notandinn hvattur til að beita einni eða fleiri eftirfarandi ráðstafana til að koma í veg fyrir truflanirnar:Endurstillið móttökuloftnetið, flytjið fjarstýrða móttakarann með hliðsjón af útvarps-/sjónvarpsloftnetinu eða stingið stjórnbúnaðinum í aðra innstungu svo stjórnbúnaðurinn og útvarpið/sjónvarpið séu á sitthvorri greininni.

Ef nauðsyn krefur ætti notandinn að ráðfæra sig við söluaðilann eða reyndan fjarskipta-/sjónvarpstæknimann til að fá frekari tillögur.Notandanum gæti þótt eftirfarandi bæklingur frá FCC (Federal Communications Commission) gagnlegur: How to Identify and Resolve Radio-TV Interference Problems“. Þessi bæklingur fæst hjá U.S. Government Publishing Office, Washington, DC 20402. Birgðanr. 004-000-00345-4.

FCC-kenni: W7OMRF24J40MDME-Base, OA3MRF24J40MA-Hand Held

IC: 7693A-24J40MDME-Base, 7693A-24J40MA-Hand Held

Notkun er háð eftirtöldum tveimur skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda truflunum, og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess.

Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Japan

Þráðlaus fjarstýring:

Graphic

RF2CAN:

Graphic

Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Mexíkó

Þráðlaus fjarstýring:

Graphic

RF2CAN:

Graphic

Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Kóreu

(merking fylgir með í öðru setti)

Þráðlaus fjarstýring:

Graphic

RF2CAN:

Graphic

Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Singapúr

Þráðlaus fjarstýring:

TWM240007_IDA_N4021–15

RF2CAN:

TWM-240005_IDA_N4024-15

Vottun á rafsegulsviðssamhæfi í Marokkó

AGREE PAR L’ANRT MAROC

Numero d’agrement:

MR 14092 ANRT 2017

Delivre d’agrement:

29/05/2017

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Vélarútblástur frá þessari vöru inniheldur efni sem Kaliforníuríki eru kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Rafgeymaskaut og tengihlutir innihalda blý og blýsambönd, efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Þessi vinnuvél er hönnuð í samræmi við tilskipun ANSI B71.4-2017.

Almennt öryggi

Þessi vara getur skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

  • Lesið efni þessarar notendahandbókar og notendahandbókar dráttarvélarinnar til hlítar áður en vinnuvélin er notuð. Gangið úr skugga um að allir sem nota vöruna kunni að nota hana og dráttarvélina og skilji viðvaranirnar.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Ekki setja hendur eða fætur nærri íhlutum á hreyfingu.

  • Ekki nota vinnuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á vinnuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið börnum, nærstöddum og gæludýrum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á vinnuvélinni.

  • Drepið á vinnubílnum, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnubílnum að kólna áður en hann er stilltur, þjónustaður, þrifinn eða settur í geymslu.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal115-5106
decal115-5113
decal119-6165
decal131-6766
decal133-8062
decal140-6767
decal140-6843

Uppsetning

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Rafgeymirinn tengdur

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Grafo 112X-feiti (Toro hlutarnr. 505-47)
  1. Fjarlægið splittin tvö sem festa rafgeymishlífina við rafgeymishólfið og fjarlægið hlífina (Mynd 3).

    g029816
  2. Tengið plúskapalinn (rauður) við plússkaut rafgeymisins og herðið T-boltann og róna.

  3. Tengið mínuskapalinn (svartur) við mínusskaut rafgeymisins og herðið T-boltann og róna.

  4. Berið Grafo 112X-feiti á rafgeymisskautin (Toro hlutarnr. 505-47).

  5. Rennið einangrun plúskapalsins yfir plússkautið.

  6. Setjið rafgeymishlífina á rafgeymishólfið og festið með tveimur splittum (Mynd 3).

Tengibúnaðurinn festur við blásarann

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Blásarasamstæða 1
Tengibúnaður 1
Bolti (ā…œ x 3 to.) 2
Sjálflæsandi ró (ā…œ to.) 2
Klofi 1
Bolti (5/8 x 4–1/2 to.) 2
Lásró (5/8 to.) 2
  1. Setjið blásarann á flatt og jafnt yfirborð og setjið skorður við dekkin.

  2. Lyftið vinnuvélinni upp að framan og setjið búkka undir.

  3. Rennið tengibúnaðarhólknum í festingarnar á grindinni (Mynd 4).

    Note: Hægt er að snúa hólknum um 180° fyrir mismunandi hæð tengibúnaðar.

    Important: Stillið tengibúnaðarhólkinn í rétta lengd til að blásarinn snerti ekki dráttarökutækið í beygjum.

    g007878
  4. Festið tengibúnaðarhólkinn við grindarfestingarnar (Mynd 4) með tveimur boltum (3/8 x 3 to.) og tveimur sjálflæsandi róm (3/8 to.).

  5. Herðið sjálflæsandi rærnar og boltana í 40 N⋅m (30 ft-lb).

Blásarinn tengdur við dráttarökutækið

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Krókpinni 1
Klofi 1
  1. Bakkið dráttarökutækinu upp að blásaranum.

  2. Hafið búkka undir tengibúnaðarhólknum og tryggið að hólkurinn sé samsíða undirlaginu.

  3. Fjarlægið boltana tvo og lásrærnar tvær sem festa klofann (Mynd 5) við tengibúnaðarhólkinn.

    g341668
  4. Hækkið eða lækkið klofann til að stilla hann af við krók dráttarökutækisins.

    Important: Gangið úr skugga um að blásaragrindin sé samsíða undirlaginu.

  5. Festið klofann á tengibúnaðarhólkinn með tveimur boltum og tveimur lásróm (Mynd 5).

  6. Herðið lásrærnar og boltana í 203 N⋅m (150 ft-lb).

  7. Tengið klofa blásarans við krók dráttarökutækisins með pinnanum og splittinu (Mynd 6).

    Important: Ef blásarinn snertir dráttarbílinn í beygju skal lengja tengibúnaðarhólkinn út frá blásaranum með því að færa tengibúnaðarhólkinn í fremstu götin á grindarfestingunum; frekari upplýsingar eru í Tengibúnaðurinn festur við blásarann.

    g008175

Rafhlöðurnar settar í fjarstýringuna

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Þráðlaus fjarstýring1
AAA-rafhlöður4
  1. Losið skrúfurnar sex sem festa fram- og afturhlið fjarstýringarinnar saman og fjarlægið bakhliðina (Mynd 7).

    Note: Hafið gúmmíþéttið og stálpakkninguna í grópinni, ef hægt er, þegar bakhliðin er fjarlægð.

    g341770
  2. Verið vakandi fyrir skautun rafhlaðna eins og sýnt er á Mynd 8 þegar nýjar rafhlöður eru settar í rafhlöðuhólfið.

    Note: Til að koma í veg fyrir skemmdir á rafhlöðuhólfinu þegar rafhlöður eru settar í skal hafa auga með viðeigandi skautamerkingum (Mynd 8) í rafhlöðuhólfinu. Ef rafhlöðurnar eru settar rangt í virkar fjarstýringin ekki. Þetta hefur engin áhrif á vinnuvélina.

    g341771g341769
  3. Gangið úr skugga um að stálpakkningin og gúmmíþéttið (Mynd 7) sitji í rásinni í framhliðinni.

  4. Leggið spottahringinn yfir spottapinnann (Mynd 7).

  5. Leggið bakhliðina og framhliðina saman og festið með sex skrúfum (Mynd 7).

  6. Herðið skrúfurnar í 1,5 til 1,7 N⋅m (13 til 15 in-lb).

Yfirlit yfir vöru

Þráðlaus fjarstýring

LED-ljós

LED-ljósið gefur til kynna tengingu á milli fjarstýringarinnar og þráðlausu stjórneiningarinnar (Mynd 9).

g029818

Hnappur til að drepa á vél

Ýtið á hnappinn til að DREPA á VéL til að drepa á vélinni (Mynd 9).

Ræsihnappur

Þegar vinnuvélin hefur verið undirbúin fyrir gangsetningu með fjarstýringu skal ýta á RæSIhnappinn til að gangsetja vélina (Mynd 9). Frekari upplýsingar um gangsetningarröðina eru í Vélin keyrð.

Hnappur fyrir stefnu blásarastúts

Ýtið á hnappinn til að SNúA STúT TIL VINSTRI eða hnappinn til að SNúA STúT TIL HæGRI til að snúa blásarastútnum í þá átt sem óskað er eftir (Mynd 9).

Hnappur fyrir snúningshraða vélar

  • Ýtið á hnappinn til að AUKA SNúNINGSHRAðA VéLAR (kanínutákn) til að auka snúningshraða vélarinnar (Mynd 9).

  • Ýtið á hnappinn til að DRAGA úR SNúNINGSHRAðA VéLAR (skjaldbökutákn) til að draga úr snúningshraða vélarinnar.

  • Með því að ýta á hnappinn til að AUKA SNúNINGSHRAðA VéLAR og hnappinn til að DRAGA úR SNúNINGSHRAðA VéLAR samtímis er vélin stillt aftur á lausagang.

Inngjafarstöng

Notið inngjafarstöngina til að stilla snúningshraða vélarinnar (Mynd 10).

g341941

Innsog

Stillið innsogið með innsogsstönginni við gangsetningu kaldrar vélar (Mynd 10).

Vinnustundamælir

Vinnustundamælirinn (Mynd 10) sýnir heildarfjölda vinnustunda vélarinnar.

Sviss

Notið svissinn (Mynd 11) þegar vélin er gangsett og drepið er á henni af stjórnstokknum. Svissinn er með þrjár stöður:

  • STöðVUN

  • GANGUR/AUKABúNAðUR

  • RæSINGARSTAðA

Note: Notið stöðu gangs/aukabúnaðar þegar vinnuvélinni er stjórnað með fjarstýringunni.

g341833

Greiningarljós

Greiningarljósið (Mynd 12) er undir vinnustundamælinum.

Greiningarljósið gefur til kynna stöðu rafeindakerfisins og stöðu tengingar við fjarstýringuna. Greiningarljósið logar til að gefa til kynna eftirfarandi ástand vinnuvélar og fjarstýringar:

  • Rafkerfi vinnuvélarinnar virkar eðlilega.

  • Þráðlausa stjórneiningin nær ekki tengingu við fjarstýringuna.

  • TEC-stjórnbúnaðurinn greinir bilun.

g342079

Tæknilýsing fjarskiptabúnaðar

Tíðni2,4 GHz
Hámarksafl19,59 dBm

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir vinnuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun vinnuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnubílsins út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Fyrir notkun

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Aldrei leyfa börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við vinnuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Kynnið ykkur örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Drepið á vinnubílnum, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, þjónustuð, þrifin eða sett í geymslu. Lærið að stöðva vinnuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

  • Tryggið að allar hlífar, öryggisbúnaður og merkingar séu á sínum stað. Gerið við eða skiptið um öryggisbúnað og setjið nýjar merkingar í stað þeirra sem eru ólæsilegar eða vantar. Ekki nota vinnubílinn ef þessir hlutir eru ekki til staðar eða virka ekki rétt.

  • Gangið úr skugga um að dráttarvélin henti fyrir notkun með verkfæri af þessari þyngd hjá birgi eða framleiðanda dráttarvélarinnar.

  • Gerið ekki breytingar á þessum búnaði.

Öryggi í kringum eldsneyti

  • Gætið ýtrustu varúðar við meðhöndlun eldsneytis. Það er mjög eldfimt og eldsneytisgufur eru sprengifimar.

  • Drepið í sígarettum, vindlum, pípum og öðrum kveikjuvöldum.

  • Notið eingöngu samþykkt eldsneytisílát.

  • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á eldsneytisgeyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

  • Fyllið hvorki á né tappið af eldsneyti í lokuðu rými.

  • Geymið ekki vinnuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  • Ef eldsneyti hellist niður skal ekki reyna að gangsetja vélina og forðast að kveikja minnsta neista þar til eldsneytisgufurnar hafa dreifst.

Eldsneytisforskrift

Important: Notkun eldsneytis sem ekki hefur verið samþykkt getur valdið neikvæðum áhrifum á afköst og/eða skemmdum á vél sem ekki falla undir ábyrgð.

Gerð

Lágmarksoktanatala er

87 (BNA) eða 91 (oktantala við rannsóknir; utan BNA)

Etanól*, styrkur

Ekki yfir 10%

Metanólstyrkur

Núll

Styrkur MTBE* (metýltertbútýleter)

Ekki yfir 15%

Olía

Bætið ekki á eldsneytið

*Etanól og MTBE eru ekki eins.

  • Notið aðeins hreint, nýtt (ekki eldra en 30 daga) eldsneyti frá áreiðanlegum dreifingaraðila.

  • Ekki geyma bensín í eldsneytisgeyminum eða eldsneytisílátum yfir vetrartímann nema notað sé varðveisluefni fyrir eldsneyti.

Notkun varðveisluefnis/bætiefnis

Notið varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti á vinnuvélina til að njóta eftirfarandi ávinnings:

  • Heldur eldsneytinu fersku lengur þegar það er notað samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda eldsneytisvarðveisluefnisins. Ef um lengri geymslu er að ræða er mælt með því að eldsneytisgeymirinn sé tæmdur.

  • Vél er hreinsuð þegar hún gengur

  • Komið er í veg fyrir uppsöfnun kvoðu í eldsneytiskerfinu, sem getur truflað gangsetningu

Important: Ekki nota íblöndunarefni í eldsneyti sem innihalda metanól eða etanól.

Bætið varðveisluefni/bætiefni í nýtt eldsneyti í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda efnisins.

Note: Varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti er best að blanda í ferskt eldsneyti. Notið alltaf varðveisluefni fyrir eldsneyti til að lágmarka möguleika á uppsöfnun kvoðu í eldsneytiskerfinu.

Áfylling á eldsneytisgeyminn

Rúmtak eldsneytisgeymis: 18,9 l

Important: Notið ekki önnur íblöndunarefni fyrir eldsneyti en eldsneytisvarðveisluefni/-bætiefni; sjá Notkun varðveisluefnis/bætiefnis.

  1. Drepið á vélinni.

  2. Hreinsið svæðið í kringum eldsneytislokið og skrúfið lokið af (Mynd 13).

    Note: Lok eldsneytisgeymisins er með mæli sem sýnir eldsneytisstöðuna.

    g341695
  3. Fyllið eldsneyti á eldsneytisgeyminn þar til yfirborð þess er um 6 til 13 mm fyrir neðan neðri brún áfyllingarstútsins.

    Note: Þetta býður upp á útþenslurými fyrir eldsneytið. Stútfyllið aldrei eldsneytisgeyma.

  4. Skrúfið eldsneytislokið tryggilega aftur á (Mynd 13).

  5. Þurrkið upp eldsneyti sem hellist niður.

Daglegt viðhald

Fara skal í gegnum ferli fyrir hverja notkun/daglegt ferli sem lýst er í áður en unnið er á vinnuvélinni í upphafi hvers dags.

Meðan á notkun stendur

Öryggi við notkun

Almennt öryggi

  • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

  • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

  • Notið ekki vinnuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða meiðsla eða eignatjóns.

  • Lofti er blásið út af þónokkrum krafti og getur valdið meiðslum eða falli. Haldið öruggri fjarlægð frá blásarastútnum þegar vinnuvélin er í notkun.

  • Haldið öllum nærstöddum í öruggri fjarlægð; drepið á vinnuvélinni ef nærstaddir koma inn á vinnusvæðið, ekki beina stútnum að þeim.

  • Ekki nota vinnuvélina þegar hún er ekki tengd við dráttarökutæki.

  • Ekki skal láta vélina ganga inni í eða beina blásarastútnum inn í lokað rými án fullnægjandi loftræstingar. Útblástur vélar inniheldur kolsýring, lyktarlausa lofttegund sem er banvæn við innöndun.

  • Leyfið aldrei farþega á vinnuvélinni og haldið nærstöddu fólki og gæludýrum í öruggri fjarlægð frá vinnuvélinni meðan á vinnu stendur.

  • Vinnið eingöngu á vinnuvélinni með góða yfirsýn til að forðast holur og duldar hættur.

  • Lítið aftur fyrir og niður áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

  • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, runnum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

  • Látið vélina aldrei ganga á svæðum þar sem útblásturslofttegundir safnast upp.

  • Skiljið vinnuvélina aldrei eftir í gangi án eftirlits.

  • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

    • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    • Setjið stöðuhemil dráttarökutækis á.

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr (ef hann er til staðar).

    • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

  • Þegar vinnuvélinni er ekið á vegum skal fylgja umferðarreglum og nota allan viðbótarbúnað sem lög kunna að krefjast, svo sem ljós, stefnuljós, merki um hægfara ökutæki og annað sem krafist er.

  • Ef vinnuvélin titrar óeðlilega mikið skal stöðva hana tafarlaust, drepa á vélinni, taka lykilinn úr, bíða þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast og leita eftir skemmdum. Gerið við skemmdir áður en vinna hefst.

  • Dragið úr hraða þegar unnið er á ójöfnu undirlagi og nálægt gangstéttarbrúnum, holum og öðrum skyndilegum breytingum á undirlagi.

  • Sýnið aðgát í beygjum og forðist hættulegar stefnubreytingar til að koma í veg fyrir að velta vinnuvélinni.

Öryggi í halla

  • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar vinnuvélinni er ekið í halla.

  • Farið yfir tæknilýsingu dráttarökutækisins til að tryggja að því sé ekki ekið í of miklum halla.

  • Metið og kannið aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

  • Farið yfir hallaupplýsingarnar sem taldar eru upp hér að neðan fyrir notkun vinnuvélarinnar í halla. Farið yfir vinnusvæðið, áður en vinnuvélin er notuð, til að ákveða hvort hægt sé að nota hana með hliðsjón af skilyrðum á svæðinu á viðkomandi degi. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun vinnuvélarinnar í halla.

    • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja vinnuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar. Beygið hægt og rólega.

    • Vinnið ekki á vinnuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleiki eru skert.

    • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að vinnuvélin velti.

    • Hafið í huga að vinnuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á vinnuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Vinnuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli vinnuvélarinnar og hvers kyns hættu.

Greiningarljós

Greiningarljósið (Mynd 14) gefur til kynna stöðu rafkerfisins og stöðu tengingar við fjarstýringuna.

g342080

Blikkkóði við ræsingu kerfis

Blikkkóði við ræsingu kerfis keyrir í hvert skipti sem svissað er á rafkerfi vinnuvélarinnar með eðlilegum hætti.

Blikkkóði við ræsingu kerfis er keyrður þegar svissinum er snúið í GANGSTöðU og greiningarljósið blikkar í eftirfarandi mynstri:

  • Ljósið lýsir í fimm sekúndur.

  • Ljósið slokknar í fimm sekúndur.

  • Ljósið blikkar þrisvar sinnum á sekúndu þar til ýtt er á hnapp á fjarstýringunni.

Blikkkóði tengivillu

Blikkkóði tengivillu er keyrður þegar þráðlausa stjórneiningin nær ekki tengingu við fjarstýringuna.

Blikkkóði tengivillu er keyrður þegar svissinum er snúið í GANGSTöðU og greiningarljósið blikkar hratt.

Möguleg vandamál í tengingu við fjarstýringu geta verið:

  • Þráðlausa stjórneiningin hefur ekki móttekið merki frá fjarstýringunni innan 10 sekúndna frá því að svissað hefur verið á GANGSTöðU.

  • Fjarstýringin er of langt frá vinnuvélinni.

  • Lítil hleðsla er á rafhlöðu fjarstýringarinnar.

  • Þráðlausa stjórneiningin er ekki pöruð við fjarstýringu.

Blikkkóði virkrar bilunar

Blikkkóði virkrar bilunar er keyrður þegar TEC-stjórnbúnaðurinn greinir bilun.

Blikkkóði virkrar bilunar er keyrður þegar svissinum er snúið í GANGSTöðU og greiningarljósið blikkar í eftirfarandi mynstri:

  • Ljósið lýsir í fimm sekúndur.

  • Ljósið blikkar hratt (með eða án hléa).

Vélin gangsett

Á stjórnstokki

Varúð

Gangsetning vélarinnar ræsir vinnuvélina tafarlaust sem veldur hættu á að rusl, sandur og ryk sem fýkur af stað skaði nærstatt fólk.

  • Haldið nærstöddu fólki í öruggri fjarlægð frá vinnusvæðinu.

  • Drepið á vinnuvélinni ef nærstaddir koma inn á vinnusvæðið.

  1. Gangið úr skugga um að blásarinn sé tryggilega festur við dráttarbílinn áður en vélin er gangsett.

  2. Færið innsogið (Mynd 15) í KVEIKTA stöðu ef vélin er köld.

    Note: Hugsanlega þarf ekki að nota innsog á volga eða heita vél. Færið innsogið í SLöKKTA stöðu eftir að vélin er komin í gang.

    g341942
  3. Færið inngjafarstöngina (Mynd 15) mitt á milli hægrar og hraðrar stöðu.

  4. Snúið svissinum í GANGSETNINGARSTöðU.

    Important: Haldið ekki svissinum í gangsetningarstöðu lengur en 10 sekúndur í einu. Ef vélin fer ekki í gang skal bíða í 10 sekúndur til að leyfa startaranum að kólna á milli þess sem reynt er að gangsetja. Ef startarinn nær ekki að kólna á milli gangsetningartilrauna er hætta á að hann skemmist.

  5. Sleppið lyklinum þegar vélin fer í gang.

  6. Ef innsogið er í KVEIKTRI stöðu skal færa handfangið rólega í SLöKKTA stöðu þegar vélin er orðin heit.

Drepið á vélinni

Á stjórnstokki
  1. Færið inngjafarstöngina í 3/4 inngjöf.

  2. Snúið svissinum í STöðVUNARSTöðU.

Notkun fjarstýringarinnar

Fjarstýringin verður virk þegar ýtt er á einhvern hnapp. Til að spara rafhlöðuna er fjarstýringin aðeins virk í þrjár sekúndur. Slökkt er sjálfkrafa á henni að þeim tíma liðnum nema ýtt sé á hnapp. Þegar fjarstýringin rennur út á tíma og slökkt er á henni slokknar fjarstýringarljósið (Mynd 16). Fjarstýringin verður virk um leið og ýtt er á hnapp á henni.

g029818

Þráðlausa stjórneiningin og TEC-stjórnbúnaðurinn eru stillt aftur á orkusparnað (þar til aðgerð er framkvæmd) ef þráðlausa stjórneiningin er óvirk í meira en 2,5 klukkustundir án merkis frá fjarstýringunni. Orkusparnaðarstillingin er lágstraumsstaða þráðlausu stjórneiningarinnar. Í orkusparnaðarstillingu er þráðlausa stjórneiningin ekki með tengingu við fjarstýringuna og virkjar ekki úttak né virkni af nokkru tagi.

  • Í biðstillingu er vélin ekki í gangi (drepið á henni) og fjarstýringin stjórnar ekki neinni virkni.

  • Til að vekja þráðlausu stjórneininguna úr biðstillingu er svissinum snúið í SLöKKTA stöðu og síðan í GANGSTöðU.

  • Til að koma í veg fyrir að þráðlausa stjórneiningin sé stillt á biðstillingu skal nota fjarstýringuna til að snúa blásarastútnum eða breyta snúningshraða vélarinnar á 2,5 klukkustunda fresti eða oftar.

Vélin keyrð

Notkun þráðlausu fjarstýringarinnar

Viðvörun

Hlutar sem snúast geta valdið alvarlegum meiðslum.

  • Haldið höndum, fótum, hári og fatnaði frá öllum hreyfanlegum hlutum til að koma í veg fyrir meiðsli.

  • Notið aldrei vinnuvélina ef hlífar hafa verið fjarlægðar.

  1. Undirbúið vinnuvélina; frekari upplýsingar eru í Vinnuvélin undirbúin.

  2. Framkvæmið gangsetningarröðina; sjá Framkvæmd gangsetningarraðar.

  3. Gangsetjið vélina með fjarstýringunni; sjá Vélin gangsett.

Vinnuvélin undirbúin

  1. Gangið úr skugga um að blásarinn sé tryggilega festur við dráttarökutækið áður en vél blásarans er gangsett.

  2. Áður en köld vél er gangsett skal færa innsogið (Mynd 17) í KVEIKTA stöðu.

    Note: Hugsanlega þarf ekki að nota innsog á volga eða heita vél. Færið innsogið í SLöKKTA stöðu eftir að vélin er komin í gang.

    g341942
  3. Snúið svissinum í GANG-/AUKABúNAðARSTöðU.

    Note: Ef svissinn er skilinn eftir í GANGSTöðU í langan tíma skal snúa honum í SLöKKTA stöðu en vélin er gangsett.

  4. Framkvæmið gangsetningarröð; sjá Framkvæmd gangsetningarraðar.

Framkvæmd gangsetningarraðar

Áður en hægt er að gangsetja vélina með fjarstýringunni þarf að virkja gangsetningarskilyrði vélarinnar sem hér segir:

  1. Ýtið á GANGSETNINGARHNAPPINN (Mynd 18) á fjarstýringunni.

    Note: Mest mega líða þrjár sekúndur á milli þess sem ýtt er á hnappana. Ef ekki er ýtt á næsta hnappinn í gangsetningarröðinni innan þriggja sekúndna frá hnappinum á undan er sjálfkrafa slökkt á röðinni og byrja þarf frá upphafi til að virkja hana.

    Note: Ef ýtt er á einhvern annan hnapp en næsta viðeigandi hnapp í röðinni er sjálfkrafa slökkt á röðinni.

    g343718
  2. Ýtið á hnappinn til að SNúA STúT TIL VINSTRI.

  3. Ýtið á hnappinn til að SNúA STúT TIL HæGRI.

    Note: Ýta þarf á hnappinn til að GANGSETJA VéL innan 10 sekúndna eftir að ýtt er á hnappinn til að SNúA STúT TIL HæGRI til að gangsetja vélina; sjá Vélin gangsett.

Vélin gangsett

Varúð

Gangsetning vélarinnar ræsir vinnuvélina tafarlaust sem veldur hættu á að rusl, sandur og ryk sem fýkur af stað skaði nærstatt fólk.

  • Haldið nærstöddu fólki í öruggri fjarlægð frá vinnusvæðinu.

  • Drepið á vinnuvélinni ef nærstaddir koma inn á vinnusvæðið.

  1. Haldið inni RæSIHNAPPI VéLARINNAR (Mynd 19) á fjarstýringunni þar til vélin fer í gang.

    Important: Ekki halda hnappinum til að GANGSETJA VéL lengur en í 10 sekúndur í senn. Ef vélin fer ekki í gang skal bíða í 10 sekúndur til að leyfa startaranum að kólna á milli þess sem reynt er að gangsetja. Ef startarinn nær ekki að kólna á milli gangsetningartilrauna er hætta á að hann skemmist.

    g343720
  2. Ef innsogið er í KVEIKTRI stöðu skal færa handfangið í SLöKKTA stöðu þegar vélin er orðin heit.

    Note: Ef vélin stöðvast eða byrjar að hiksta skal færa innsogið aftur að KVEIKTRI stöðu í nokkrar sekúndur og stilla svo snúningshraða vélar á æskilegan hraða. Endurtakið eftir þörfum.

  3. Stillið snúningshraða vélarinnar með fjarstýringunni með því að ýta á hnappinn til að AUKA SNúNINGSHRAðA VéLAR eða hnappinn til að MINNKA SNúNINGSHRAðA VéLAR (Mynd 19).

Ábendingar um gangsetningu vélar

  • Tímamörkin lengjast ekki þegar ýtt er á hnappinn til að GANGSETJA VéL.

    Note: Startarastjórnun er virk í 10 sekúndur eftir að ýtt er á hnappinn til að SNúA STúT TIL HæGRI.

  • Ef gangsetning vélar rennur út á tíma þarf að byrja upp á nýtt á henni til að hægt sé að gangsetja vélina með fjarstýringunni.

    Note: Bíða þarf í 10 sekúndur eftir að hnappinum til að GANGSETJA VéL er sleppt áður en farið er aftur í gegnum gangsetningarröðina.

  • Ef gangsetningarröð er hætt eða gangsetning rennur út á tíma er fjarstýringin stillt aftur á að SNúA STúT TIL VINSTRI og SNúA STúT TIL HæGRI.

Drepið á vélinni

  1. Ýtið á hnappinn til að DRAGA úR SNúNINGSHRAðA VéLAR (Mynd 20) á fjarstýringunni til að draga úr snúningshraða vélarinnar (í um það bil 3/4 inngjöf).

    g343719
  2. Ýtið á hnappinn til að DREPA á VéL (Mynd 20).

  3. Þegar vinnuvélin er yfirgefin skal snúa svissinum í SLöKKTA stöðu og taka lykilinn úr.

Stilling stefnu blásarastúts

Snúið stút til vinstri eða hægri með því að ýta á hnappinn til að SNúA STúT TIL VINSTRI eða á hnappinn til að SNúA STúT TIL HæGRI á fjarstýringunni (Mynd 21).

g343715

Vinnuvélin fjarlægð af vinnusvæðinu

Important: Lyftið blásarastútnum áður en vinnuvélin er fjarlægð af vinnusvæðinu. Ef blásarastúturinn er látinn vísa niður meðan á flutningi stendur getur hann rekist í jörðina og skemmst.

Stútsstöðumælir

Stútsstöðumælirinn (Mynd 22) er á bak við túrbínuhúsið, fyrir ofan eldsneytisgeyminn.

Note: Merkingin á stútsstöðumælinum gefur til kynna stöðu stútsins út frá undirlaginu.

g314786

Rauður bendill og grænn bendill (Mynd 22) eru á blásarastútnum.

Stilling stúts

  • Þegar rauði bendillinn sést á stútsstöðumælinum er blásarastúturinn stilltur á að blása út til hægri frá vinnuvélinni.

  • Þegar græni bendillinn sést á stútsstöðumælinum er blásarastúturinn stilltur á að blása út til vinstri frá vinnuvélinni.

Stútshorn

Bendillinn og mælirinn gefa til kynna horn blásarastútsins á eftirfarandi hátt:

  • Þegar bendillinn er á sama litaða svæði á merkingunni gefur það til kynna að opið sé stillt meira samhliða undirlaginu.

  • Þegar bendillinn er á svæði í öðrum lit á merkingunni gefur það til kynna að opið sé stillt meira í átt að undirlaginu.

Notkun aukabúnaðarljósa

  1. Ef vélin er ekki í gangi skal snúa svissinum í GANG-/AUKABúNAðARSTöðU.

  2. Til að KVEIKJA eða SLöKKVA á ljósinu er ýtt á fjarstýringarhnappana (Mynd 23) í eftirfarandi röð:

    1. Hnappur til að GANGSETJA VéL

    2. Hnappur til að DRAGA úR SNúNINGSHRAðA VéLAR

    g342134g343717

Ráðleggingar um notkun

  • Æfið notkun blásarans. Blásið í sömu átt og vindurinn blæs til að koma í veg fyrir að efni fjúki aftur inn á hreinsaða svæðið.

  • Keyrið vélina á fullri inngjöf þegar verið er að blása rusli af vinnusvæði.

  • Stillið stöðu blásarastútsins þannig að loftinu sé blásið undir ruslið.

  • Sýnið aðgát þegar blásið er torf sem nýbúið er að leggja; loftstraumurinn getur valdið skaða á grasinu.

Eftir notkun

Öryggi eftir notkun

Almennt öryggi

  • Leggið vinnuvélinni á stöðugu og jöfnu yfirborði; drepið á vélinni, takið lykilinn úr, bíðið eftir að allir hlutar á hreyfingu stöðvist og leyfið vinnuvélinni að kólna áður hún er stillt, gert er við hana, hún þrifin eða sett í geymslu.

  • Aftengið vinnuvélina eingöngu frá dráttarökutækinu á jafnsléttu.

  • Þegar vinnuvélin er aftengd skal alltaf skorða hjólin til að koma í veg fyrir að hún renni af stað.

  • Geymið ekki vinnuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  • Haldið öllum hlutum vinnuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur.

  • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar og setjið nýjar í stað merkinga sem vantar.

Öryggi við drátt

  • Áður en vinnuvélin er dregin skal stjórnandi kynna sér staðbundnar reglugerðir um drátt eftirvagna, auk þess sem fylgja skal öryggisreglugerðum Samgöngustofu um drátt eftirvagna.

  • Drepið alltaf á vélinni og beinið blásarastútnum upp áður en hann er fluttur.

  • Notið eingöngu vinnuvélar með sérstökum tengibúnaði til að draga tengitæki/eftirvagna. Tengið tengitæki/eftirvagna eingöngu við tengibúnaðinn.

  • Leitið alltaf eftir sliti á tengibúnaðinum. Ekki draga vinnuvélina ef hún er skemmd eða tengibúnað eða keðjur vantar.

  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum vinnuvélarinnar. Loftþrýstingur í köldum hjólbörðum á að vera 241 kpa (35 psi). Kannið einnig slit hjólbarðanna.

  • Festið öryggiskeðjur vinnuvélarinnar ávallt tryggilega við dráttarökutækið.

  • Ekki draga vinnuvélina hraðar en 88 km/klst. Ráðlagður hraði við drátt utan vegar er ekki meiri en 24 km/klst.

  • Forðist að nema staðar og taka af stað skyndilega. Slíkt getur valdið því að ökutækið renni til eða þá að blásarinn leggist upp að dráttarökutækinu. Betri dráttur er tryggður með því að taka af stað og stöðva með mjúkum og samfelldum hætti.

  • Forðist krappar beygjur til að koma í veg fyrir veltu.

  • Skorðið hjólin eftir að lagt er til að blásarinn renni ekki af stað.

Notkun fjarstýringar

  • Ef ekki er farið eftir öryggisráðstöfunum getur það leitt til bilunar í búnaði, afturköllunar heimilda til notkunar búnaðarins og meiðsla á fólki.

  • Notið réttar raflagnir og viðhaldið þeim á viðeigandi hátt. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda búnaðarins. Rangar, lausar og slitnar raflagnir geta valdið kerfisbilun, skemmdum á búnaði og truflunum á vinnu.

  • Breytingar á vinnuvélinni sem ekki eru sérstaklega samþykktar af framleiðanda ógilda ábyrgðina.

  • Eigandi vinnuvélarinnar og stjórnendur verða að hlíta öllum gildandi lögum um uppsetningu og rekstur vélarinnar í viðkomandi landi, ríki eða stað. Sé þessu ekki fylgt getur það leitt til viðurlaga og ógilt heimild notandans til að nota vinnuvélina.

  • Gangið úr skugga um að enginn sé á eða við vinnuvélina eða svæðið í kring áður en notkun hefst. Ekki virkja fjarstýringuna fyrr en tryggt er að það sé í lagi.

  • Notið rakan klút til að þrífa fjarstýringuna. Fjarlægið leðju, steypu og óhreinindi eftir vinnu til að koma í veg fyrir að hnappar, handföng, raflagnir og rofar verði stíf eða stíflist.

  • Komið í veg fyrir að vökvi komist inn í fjarstýringuna eða grunneininguna. Ekki nota háþrýstibúnað til að þrífa fjarstýringuna eða grunneininguna.

  • Notið og geymið vinnuvélina eingöngu við tilgreint vinnslu- og geymsluhitastig.

Flutningur

  • Sýnið aðgát þegar vinnuvélin er sett á eða tekin af kerru eða vagni.

  • Notið skábrautir í fullri breidd þegar vinnuvélinni er ekið upp á eftirvagn eða vörubílspall.

  • Bindið vinnuvélina tryggilega niður með stroffum, keðjum eða reipum. Stroffur að framan og aftan eiga að liggja niður og út frá vinnuvélinni.

Viðhald

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi vinnuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum rafkerfis eða vökvakerfis.

Öryggi við viðhaldsvinnu

  • Gerið eftirfarandi áður en vinnuvélin er þrifin, þjónustuð eða stillt:

    • Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr, aftengið kertin og bíðið eftir að allir hlutar á hreyfingu hafi stöðvast.

    • Skorðið dekkin.

    • Losið vinnuvélina frá dráttarvélinni.

    • Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

  • Framkvæmið aðeins viðhald samkvæmt leiðbeiningum í þessari handbók. Ef þörf er á miklum viðgerðum eða aðstoð skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

  • Styðjið við vinnuvélina með blökkum eða búkkum þegar unnið er undir henni.

  • Tryggið að allar hlífar séu á sínum stað að viðhaldi eða stillingu vinnuvélarinnar lokinni.

  • Ekki leyfa óþjálfuðu starfsfólki að þjónusta vinnubílinn.

  • Notið búkka til að styðja við vinnuvélina eða íhluti þegar á þarf að halda.

  • Losið varlega uppsafnaðan þrýsting í íhlutum.

  • Ekki hlaða rafgeyminn á meðan unnið er við vinnubílinn.

  • Til að draga úr eldhættu skal hreinsa smurfeiti, gras, lauf og óhreinindi úr vélarrýminu.

  • Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

  • Ef vélin þarf að vera í gangi við stillingu skal halda höndum, fótum, fatnaði og öðrum líkamshlutum fjarri vélinni og hlutum á hreyfingu. Haldið nærstöddum í öruggri fjarlægð frá vinnubílnum.

  • Hreinsið upp olíu og eldsneyti sem lekur niður.

  • Haldið öllum hlutum í góðu ásigkomulagi og tryggið að festingar séu vel hertar. Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

  • Ekki breyta ætlaðri virkni öryggisbúnaðar eða skerða þá vörn sem öryggisbúnaður veitir. Kannið hvort hann virki rétt með reglulegu millibili.

  • Ekki setja vélina í yfirsnúning með því að breyta stillingum gangráðsins. Látið kanna hámarkssnúningshraða vélar með snúningshraðamæli hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro til að tryggja öryggi og nákvæmni.

  • Ef þörf er á meiriháttar viðgerðum eða aðstoð skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.

  • Hvers kyns breytingar á vinnubílnum kunna að hafa áhrif á virkni hans, afköst eða endingu, auk þess sem hætta skapast á meiðslum á fólki eða dauða. Slík notkun getur fellt úr gildi vöruábyrgð Toro Company.

Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Athugið ástand og strekkingu reimarinnar.
  • Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Kannið herslu á felguróm.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið stöðu smurolíu.
  • Hreinsið vélarsíuna og olíukælinn.
  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum.
  • Skoðið klemmu blásarastútsins.
  • Hreinsið stýribrautir stútsins.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Hreinsið svamp loftsíunnar og leitið að skemmdum á síueiningunni.(oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi).
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Athugið ástand og strekkingu reimarinnar.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um síueiningu loftsíunnar(oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi).
  • Skiptið um smurolíu.Skiptið oftar um olíu þegar unnið er í miklu ryki eða sandi.
  • Skoðið ástand hjólbarðanna.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um olíusíuna.Skiptið oftar um olíusíu þegar unnið er í miklu ryki eða sandi.
  • Skoðið kertin.
  • Skiptið um kolefnishylkisloftsíuna (oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi).
  • Skiptið um kolefnishylki losunarleiðslusíunnar.
  • Á 500 klukkustunda fresti
  • Skiptið um eldsneytissíu.
  • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notendahandbók vélarinnar.

    Gátlisti fyrir daglegt viðhald

    Afritið þessa blaðsíðu til að skrá reglubundið viðhald.

    Viðhaldsatriði

    Vika:

    Mán.

    Þri.

    Mið.

    Fim.

    Fös.

    Lau.

    Sun.

    Athugið stöðu smurolíu.

           

    Hreinsið vélarsíuna og olíukælinn.

           

    Skoðið forhreinsara loftsíunnar.

           

    Kannið loftþrýsting í hjólbörðum.

           

    Athugið herslu festiklemmu blásarastútsins

           

    Hreinsið stýribrautir stútsins.

           

    Hlustið eftir óeðlilegum vélarhljóðum.

           

    Leitið eftir leka.

           

    Lagið lakkskemmdir.

           

    Athugasemdir um atriði/svæði sem þarf að athuga betur

    Skoðun framkvæmd af:

    Atriði

    Dagsetning

    Upplýsingar

       
       
       
       
       

    Undirbúningur fyrir viðhald

    Varúð

    Ef viðeigandi viðhaldi er ekki sinnt á vinnubílnum er hætta á ótímabærri bilun í kerfum bílsins, sem sett getur stjórnanda eða nærstadda í hættu.

    Sinnið reglulegu viðhaldi á vinnubílnum og haldið honum í góðu ásigkomulagi, eins sagt er til um í þessum leiðbeiningum.

    Viðvörun

    Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vélina og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum.

    Takið lykilinn úr svissinum og aftengið kertavírinn áður en viðhaldi er sinnt. Setjið vírana til hliðar til að þeir komist ekki í snertingu við kertin.

    Vinnuvélin undirbúin

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutar á hreyfingu hafi stöðvast.

    3. Skorðið dekkin.

    4. Losið vinnuvélina frá dráttarvélinni.

    5. Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

    6. Tengið kertavírinn.

    Undirbúningur vinnuvélar fyrir rafsuðuviðgerðir

    Important: Ef rafhlaðan er ekki aftengd er hætta á varanlegum skemmdum á þráðlausu stjórneiningunni og TEC-stjórnbúnaðinum.

    • Aftengið mínuskapalinn frá rafgeyminum áður en suðuvinna fer fram á vinnuvélinni.

    • Tengið mínuskapalinn við rafgeyminn þegar suðuvinnu er lokið.

    Viðhald vélar

    Vélaröryggi

    • Drepið á vélinni áður en olían er könnuð eða olíu hellt á sveifarhúsið.

    • Ekki breyta gangráðshraðanum eða setja vélina á yfirsnúning.

    Unnið við loftsíuna

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 25 klukkustunda fresti
  • Hreinsið svamp loftsíunnar og leitið að skemmdum á síueiningunni.(oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi).
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um síueiningu loftsíunnar(oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi).
  • Loftsía athuguð

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Leitið eftir skemmdum á loftsíunni sem mögulega gætu valdið loftleka. Gangið úr skugga um að hlífin í kringum loftsíuna sé þéttlokuð (Mynd 24).

      Note: Skiptið um skemmda loftsíuhlíf eða loftsíuhús.

      g002097
    3. Losið klinkurnar sem festa loftsíuhlífina við loftsíuhúsið (Mynd 24).

    4. Aðskiljið loftsíuhlífina frá loftsíuhúsinu, og hreinsið hlífina að innanverðu (Mynd 24).

    5. Rennið loftsíueiningunni gætilega úr loftsíuhúsinu.

      Note: Forðist að reka síuna utan í loftsíuhúsið til að dreifa ekki ryki út um allt.

    6. Skoðið loftsíueininguna.

      Note: Skoðið þéttienda síunnar.

      Important: Skiptið um skemmda síu.

    Skipt um loftsíu

    1. Hreinsið útfallsop fyrir óhreinindi sem er á loftsíuhlífinni.

    2. Fjarlægið úttakslokann úr gúmmíi af lokinu, hreinsið opið og skiptið um úttakslokann.

    3. Losið klinkurnar sem festa loftsíuhlífina við loftsíuhúsið og fjarlægið hlífina (Mynd 25).

      g002097
    4. Rennið loftsíueiningunni (Mynd 25) gætilega úr loftsíuhúsinu.

      Note: Forðist að reka síuna utan í loftsíuhúsið til að dreifa ekki ryki út um allt.

    5. Kannið hvort nýja sían hafi skemmst í flutningum.

      Note: Skoðið þéttienda síunnar.

      Important: Ekki setja skemmda síu í.

    Uppsetning loftsíu

    Important: Notið vélina ávallt með allri loftsíusamstæðunni í til að koma í veg fyrir að vélin skemmist.

    Important: Ekki nota skemmda síu.

    Note: Ekki er ráðlagt að þrífa notuðu loftsíueininguna vegna þess að efni síunnar kann að skemmast.

    1. Hreinsið útfallsop fyrir óhreinindi sem er á loftsíuhlífinni.

    2. Fjarlægið úttakslokann úr gúmmíi af lokinu, hreinsið opið og skiptið um úttakslokann.

    3. Setjið loftsíueininguna í loftsíuhúsið (Mynd 26).

      Note: Gangið úr skugga um að sían sé nógu þétt með því að ýta á ytri brún síunnar þegar hún er sett í. Ekki ýta á sveigjanlegan miðhluta síunnar.

      g002097
    4. Stillið loftsíuhlífina af við loftsíuhúsið og festið hlífina við húsið með klinkunum (Mynd 26).

    Forskriftir vélarolíu

    Gerð olíu: Hreinsiolía (API-flokkun SJ eða hærri)

    Seigjustig olíu: Sjá töfluna að neðan:

    g341978

    Smurolíuhæð könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið stöðu smurolíu.
  • Note: Ráðlagt er að athuga smurolíuhæðina þegar vélin er köld og áður en vélin hefur verið gangsett þann daginn. Ef vélin hefur þegar verið gangsett skal bíða í a.m.k. 10 mínútur áður en smurolíuhæðin er athuguð.

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Þrífið svæðið í kringum olíukvarðann og olíuáfyllingarlokið á ventlahlífinni (Mynd 28 og Mynd 29).

      g341987
      g341990
    3. Takið olíukvarðann úr og strjúkið af honum (Mynd 28).

    4. Setjið olíukvarðann alla leið niður í olíukvarðarörið (Mynd 30).

    5. Dragið olíukvarðann út og skoðið endann.

      Note: Olíuhæðin á að vera við efri hluta merkingarinnar á kvarðanum.

      g341993
    6. Ef olíuhæðin er undir merkingunni á olíukvarðanum skal skrúfa olíuáfyllingarlokið af, fylla á með tilgreindri smurolíu þar til olíuhæðin er við efri hluta merkingarinnar og setja olíuáfyllingarlokið aftur á; sjá Forskriftir vélarolíu.

      Important: Yfirfyllið ekki sveifarhúsið með olíu og gangsetjið vélina þannig. Slíkt getur valdið skemmdum á vélinni.

    7. Setjið olíukvarðann alla leið niður í olíukvarðarörið.

    Skipt um olíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu.Skiptið oftar um olíu þegar unnið er í miklu ryki eða sandi.
  • Rúmtak sveifarhúss: 2 l – með síunni

    1. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í fimm mínútur.

      Note: Auðveldara er að tappa heitri olíu af.

    2. Leggið vinnuvélinni þannig að aftöppunarhliðin sé örlítið neðar en gagnstæð hlið til að tryggja að öll olían renni út.

    3. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sæti stjórnanda.

    4. Setjið ílát undir afrennslið. Snúið olíuafrennslislokanum til að tappa olíunni af (Mynd 31).

      Note: Hægt er að renna slöngu upp á afrennslislokann til að auðveldara sé að hafa stjórn á olíurennslinu. Slangan fylgir ekki með vinnuvélinni.

    5. Lokið afrennslislokanum eftir að búið er að tappa allri olíunni af.

      Note: Fargið notuðu olíunni á endurvinnslustöð.

      g002148
    6. Hellið rólega um það bil 80% af tilgreindri olíu í áfyllingarstútinn (Mynd 32) á ventlahlífinni; sjá Forskriftir vélarolíu.

      g341990
    7. Kannið olíuhæðina; sjá Smurolíuhæð könnuð.

    8. Fyllið rólega á olíu til að ná olíuhæðinni upp að efri hluta merkingarinnar á olíukvarðanum.

    Skipt um olíusíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um olíusíuna.Skiptið oftar um olíusíu þegar unnið er í miklu ryki eða sandi.
  • Rúmtak sveifarhúss: 2 l – með síunni

    1. Tappið olíunni af vélinni; sjá Skipt um olíu.

    2. Fjarlægið gömlu síuna og þurrkið af pakkningarsvæðinu (Mynd 33).

      g341989
    3. Berið þunnt lag af nýrri olíu á gúmmípakkninguna á nýju síunni (Mynd 33).

    4. Setjið nýju olíusíuna á síutengið, snúið olíusíunni réttsælis þar til gúmmíþéttið snertir síutengið og herðið svo síuna um 2/3 til einn snúning í viðbót (Mynd 34).

      g001056
    5. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið (Mynd 33) og fyllið á vélina með 2 l af tilgreindri olíu; sjá Forskriftir vélarolíu og Skipt um olíu.

    6. Látið vélina ganga í um þrjár mínútur, drepið síðan á vélinni og athugið hvort olía leki í kringum olíusíuna.

    7. Athugið smurolíuhæðina og bætið við smurolíu ef með þarf.

    Viðhald kerta

    Gerð kertis: Champion® RC12YC, Champion® Platinum 3071 eða samsvarandi

    Loftbil: 0,76 mm

    Kertin skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skoðið kertin.
    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Hreinsaðu svæðið í kringum kertin (Mynd 35).

      g341988
    3. Aftengið kertavírana frá kertunum (Mynd 35).

    4. Fjarlægið kertið og pakkninguna með kertalykli.

    5. Skoðið miðju kertanna (Mynd 36). Ef brúnn eða grár litur sést á einangruninni vinnur vélin rétt. Svört húð á einangruninni gefur yfirleitt til kynna að loftsían sé skítug.

      Note: Ef kertið er skemmt eða slitið skal setja nýtt kerti í.

      g326888

      Important: Skiptið alltaf um kerti ef það er þakið svörtum óhreinindum, með slitin rafskaut, olíuborið eða sprungið.

    6. Mælið loftbilið á milli miðju- og hliðarrafskautanna (Mynd 36). Loftbilið ætti að vera 0,76 mm.

      Note: Ef loftbilið er ekki rétt skal beygja hliðarrafskautið til að stilla loftbilið.

    7. Skrúfið kertið í vélina og herðið kertið í 27 N m (20 ft-lb).

    8. Endurtakið skref 2 til 6 á hinum strokknum.

    Vélarsían og olíukælirinn hreinsuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið vélarsíuna og olíukælinn.
  • Skoðið og hreinsið vélarsíuna og olíukælinn fyrir hverja notkun. Hreinsið uppsafnað gras, mold og önnur óhreinindi af olíukælinum og vélarsíunni (Mynd 37).

    g002355

    Viðhald eldsneytiskerfis

    Kolefnishylkið þjónustað

    Skipt um kolefnishylkisloftsíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um kolefnishylkisloftsíuna (oftar þegar unnið er í miklu ryki eða sandi).
    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Fjarlægið og fargið kolefnishylkisloftsíunni (Mynd 38).

      g029820
    3. Setjið nýju loftsíuna í.

    Skipt um kolefnishylki losunarleiðslusíunnar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um kolefnishylki losunarleiðslusíunnar.
  • Note: Leitið endrum og eins eftir óhreinindum í losunarleiðslusíunni. Skiptið um síuna ef hún virðist vera óhrein.

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Færið fjaðurspenntu hosuklemmurnar báðum megin við kolefnishylki losunarleiðslusíunnar frá síunni (Mynd 39).

      g018506
    3. Fjarlægið kolefnishylkið og fargið því (Mynd 39).

    4. Setjið nýja síu í slönguna þannig að örin á síunni vísi í átt að einstefnulokaum og festið hana með hosuklemmunum (Mynd 39).

    Skipt um eldsneytissíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 500 klukkustunda fresti
  • Skiptið um eldsneytissíu.
  • Setjið aldrei skítuga síu aftur í eftir að hún hefur verið fjarlægð af eldsneytisleiðslunni.

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Bíðið þar til vinnuvélin hefur kólnað.

    3. Kreistið saman endana á hosuklemmunum og rennið þeim frá síunni (Mynd 40).

      g342101
    4. Fjarlægið síuna úr eldsneytisleiðslunum.

    5. Setjið nýja síu í og færið hosuklemmurnar nálægt síunni (Mynd 40).

    Unnið við eldsneytisgeymi

    Hætta

    Við sérstakar aðstæður getur eldsneyti verið sérstaklega eldfimt og mjög sprengifimt. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

    • Tappið eldsneyti af eldsneytisgeyminum þegar vélin er orðin köld. Þetta skal gera utan dyra og á opnu svæði. Þurrkið upp allan eldsneytisleka.

    • Aldrei reykja þegar eldsneyti er tappað af og haldið eldsneyti fjarri opnum eldi, annars er hætta á að neistaflug geti kveikt í eldsneytisgufum.

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Losið hosuklemmuna við eldsneytissíuna og rennið henni upp eldsneytisleiðsluna í áttina frá eldsneytissíunni (Mynd 40).

    4. Aftengið eldsneytisleiðsluna frá eldsneytissíunni (Mynd 40).

      Note: Tappið eldsneytinu af í eldsneytisílát eða afrennslispönnu (Mynd 40).

      Note: Nú er besti tíminn til að setja upp nýja eldsneytissíu því eldsneytisgeymirinn er tómur.

    5. Stingið eldneytisleiðslunni í eldsneytissíuna. Rennið hosuklemmunni nálægt eldsneytissíunni til að festa eldsneytisleiðsluna (Mynd 40).

    Viðhald rafkerfis

    Important: Áður en rafsuðuvinna fer fram á vinnuvélinni skal aftengja stjórnbúnaðinn og taka mínuskapalinn úr sambandi við rafgeyminn til að koma í veg fyrir skemmdir á rafkerfinu.

    Öryggi tengt rafkerfi

    • Aftengið rafgeyminn áður en gert er við vinnuvélina. Aftengið mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

    • Hlaðið rafgeyminn á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafhlaðan er tengd eða aftengd. Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

    Öryggi

    Skipt um öryggi vélarinnar

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Hjá startaramótornum skal skilja í sundur öryggjafestingu rafleiðslukerfis vélarinnar (Mynd 41).

      g233945
    3. Fjarlægið opna öryggið úr öryggjafestingunni.

    4. Setjið nýtt öryggi (30 A) í öryggjafestinguna.

    5. Setjið öryggjafestinguna saman (Mynd 41).

    Skipt um öryggi vinnuvélarinnar

    1. Fjarlægið lok öryggjaboxins innan í stjórnstokknum að framan (Mynd 42).

      g233941
    2. Fjarlægið opna öryggið úr öryggjaboxinu (Mynd 42).

    3. Setjið nýtt öryggi í öryggisboxið (Mynd 43).

      g341792
    4. Setjið lokið á öryggjaboxið

    Öryggjaboxið er hluti af rafleiðslukerfi vinnuvélarinnar. Það er á bak við móttökutækið á hægri hlið stjórnstokksins (Mynd 42).

    Viðhald drifkerfis

    Loftþrýstingur hjólbarða kannaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið loftþrýsting í hjólbörðum.
  • Kannið þrýsting í hjólbörðum (Mynd 44).

    Réttur loftþrýstingur í hjólbörðum er 96,5 kPa (14 psi).

    g001055

    Hersla felguróa

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Kannið herslu á felguróm.
  • Viðvörun

    Ef réttri herslu er ekki viðhaldið getur það leitt til þess að hjól bili eða losni af.

    Herðið felgurærnar í 95 til 122 N⋅m (70 til 90 ft-lb).

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Herðið felgurærnar í 95 til 122 N⋅m (70 til 90 ft-lb).

    Hjólbarðaskoðun

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 100 klukkustunda fresti
  • Skoðið ástand hjólbarðanna.
  • Óhöpp við vinnu geta valdið skemmdum á hjólbörðum eða felgum. Skoðið því ástand hjólbarða eftir slík óhöpp.

    DOT-hjólbarðaupplýsingarnar eru staðsettar á hlið hvers hjólbarða. Þessar upplýsingar sýna uppgefið gildi fyrir burðargetu og hraða. Þegar skipt er um hjólbarða skal nota hjólbarða með sömu eða meiri uppgefinni getu.

    er dæmi um slit hjólbarða vegna of lítils loftþrýstings.

    g010294

    er dæmi um slit hjólbarða vegna of mikils loftþrýstings.

    g010293

    Viðhald reimar

    Stilling á strekkingu stútstýringarreimar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 8 klukkustundirnar
  • Athugið ástand og strekkingu reimarinnar.
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Athugið ástand og strekkingu reimarinnar.
  • Ef stútstýringarreimin snuðar þegar stefna stútsins er stillt þarf að stilla strekkingu reimarinnar.

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Losið boltana tvo og sjálflæsandi rærnar tvær sem festa mótorfestinguna við húsfestinguna á grind vinnuvélarinnar (Mynd 47).

      g015845
    3. Stingið átaksmælinum í trissufestinguna eins og sýnt er á Mynd 47.

    4. Snúið mótorfestingunni frá blásarastútnum (Mynd 47) þar til átaksmælirinn sýnir 22,6 til 26,0 Nāˆ™m (200 til 230 in-lb).

    5. Haldið reiminni strekktri á meðan boltarnir tveir og sjálflæsandi rærnar tvær eru hert.

    Viðhald blásara

    Klemma blásarastúts skoðuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Skoðið klemmu blásarastútsins.
    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Leitið eftir sliti eða skemmdum á klemmu blásarastútsins (Mynd 48).

      g008799
    3. Skoðið klemmu blásarastútsins daglega til að tryggja að hún haldi vel við (Mynd 48).

      Important: Klemma blásarastútsins getur losnað ef blásarastúturinn rekst í hindrun eða jörðina.

    4. Ef klemman er laus skal herða ró hennar í 5,1 til 5,7 N m (45 til 50 in-lb).

    Hreinsun stýribrauta stúts

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið stýribrautir stútsins.
    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Fjarlægið gras, óhreinindi eða uppsöfnun óhreininda við og á milli stýribrauta stútsins (Mynd 49).

      Note: Ef óhreinindi eru til staðar á stýribrautunum getur það heft snúning stútsins og mögulega valdið skemmdum á mótornum.

      g017855

    Viðhald fjarstýringar

    Fjarstýring og þráðlaus stjórneining

    Fjarstýringin þarf að ná tengingu við þráðlausu stjórneininguna til að hægt sé að nota fjarstýringarkerfið. Fjarstýringin er tengd við þráðlausu stjórneininguna í verksmiðjunni. Þegar endurheimta þarf tengingu milli fjarstýringar og þráðlausrar stjórneiningar (t.d. þegar ný fjarstýring eða aukafjarstýring er tengd við fyrirliggjandi grunneiningu eða þegar skipta þarf um tíðni vegna staðbundinna truflana) er frekari upplýsingar að finna í Tenging fjarstýringarinnar og stjórneiningarinnar.

    Aðeins er hægt að tengja Pro Force-fjarstýringu við þráðlausu Pro Force-stjórneininguna. Þegar Pro Force-fjarstýring er tengd við aðra þráðlausa Pro Force-stjórneiningu er fjarstýringin aftengd frá upprunalegu Pro Force-vinnuvélinni.

    Note: Staðbundin truflun við notkun getur aftengt fjarstýringuna frá þráðlausu stjórneiningunni. Þráðlausa stjórneiningin velur bestu tíðnina af mörgum mögulegum þegar tengingu er komið á og af þeim sökum skal færa vinnuvélina á svæðið þar sem truflun eða aftenging átti sér stað og endurtaka tengingaferlið til að tryggja bestu mögulegu tengingu.

    Tenging fjarstýringarinnar og stjórneiningarinnar

    Important: Lesið yfir allt ferlið áður en hafist er handa.

    1. Búið vinnuvélina undir viðhald; sjá Vinnuvélin undirbúin.

    2. Snúið svissinum í STöðVUNARSTöðU.

    3. Haldið á fjarstýringunni nálægt þráðlausu stjórneiningunni stjórnborðinu á opnu svæði í beinni og óheftri sjónlínu við loftnetið (Mynd 50).

      g343880
    4. Haldið hnappinum til að SNúA STúT TIL VINSTRI og hnappinum til að SNúA STúT TIL HæGRI samtímis inni (Mynd 51).

      Note: LED-ljósið blikkar um það bil einu sinni á sekúndu.

      g343716
    5. Haldið báðum hnöppunum inni þar til LED-ljósið byrjar að blikka um það bil tvisvar á sekúndu.

    6. Sleppið báðum hnöppum.

    7. Haldið hnappinum til að SNúA STúT TIL VINSTRI inni (Mynd 51).

      Note: LED-ljósið blikkar um það bil tvisvar á sekúndu.

    8. Haldið hnappinum til að SNúA STúT TIL VINSTRI (Mynd 51) áfram inni og snúið svissinum í GANGSTöðU.

      Note: LED-ljósið á að loga stöðugt ef ferlið heppnast. Það getur tekið allt að 20 sekúndur þar til LED-ljósið logar stöðugt.

    9. Sleppið hnappinum til að SNúA STúT TIL VINSTRI (Mynd 51) og snúið svissinum í STöðVUNARSTöðU.

      Note: Fjarstýringarkerfið er tilbúið til notkunar með viðkomandi fjarstýringu.

    Skipt um rafhlöður í fjarstýringu

    Tæknilýsing rafhlaða: AAA (1,5 V)

    Magn: 4

    1. Losið skrúfurnar sex sem festa fram- og afturhlið fjarstýringarinnar saman og fjarlægið bakhliðina (Mynd 52).

      Note: Hafið gúmmíþéttið og stálþéttið í rásinni, ef hægt er, þegar bakhliðin og rafhlöðurnar eru fjarlægðar.

      g341770
    2. Fjarlægið tómu rafhlöðurnar og fargið þeim í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.

    3. Verið vakandi fyrir skautun rafhlaða eins og sýnt er á Mynd 53 þegar nýjar rafhlöður eru settar í rafhlöðuhólfið.

      Note: Fylgið skautamerkingunum (Mynd 53) í rafhlöðuhólfinu þegar rafhlöðurnar eru settar í til að koma í veg fyrir skemmdir á rafhlöðuhólfinu. Vinnuvélin skemmist ekki þótt rafhlöðurnar séu settar rangt í fjarstýringuna en fjarstýringin kemur aftur á móti ekki til með að virka.

      g341771g341769
    4. Gangið úr skugga um að stálþéttið og gúmmíþéttið sitji í rásinni í framhliðinni og leggið bakhliðina rétt upp að framhliðinni (Mynd 52).

    5. Leggið spottahringinn yfir spottapinnann (Mynd 52).

    6. Leggið bakhliðina og framhliðina saman og festið með sex skrúfum (Mynd 52).

    7. Herðið skrúfurnar í 1,5 til 1,7 N⋅m (13 til 15 in-lb).

    Bilanakóðar bilanagreiningar

    Leyst úr bilanakóðum

    Ef bilanagreiningarljósið gefur til kynna bilun í kerfinu skal framkvæma eftirfarandi:

    Bilanakóðatafla

    Bilanakóði

    Blikkmynstur bilanagreiningarljóss

    Lýsing á bilun

    Orsakir bilana

    11

    Eitt blikk—hlé—eitt blikk—langt hlé—mynstrið er endurtekið

    TEC-stjórnbúnaðurinn eða þráðlausa stjórneiningin nær ekki tengingu.

    Tengill rafleiðslukerfisins á TEC-stjórnbúnaður eða þráðlausu stjórneiningunni er laus, tærður eða skemmdur.

    Rafleiðslukerfið er skemmt; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    Þráðlausa stjórneiningin er skemmd; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    12

    Eitt blikk—hlé—tvö blikk—langt hlé—mynstrið er endurtekið

    Hugbúnaðarútgáfan í TEC-stjórnbúnaðinum, þráðlausu stjórneiningunni eða fjarstýringunni er ósamhæfur við einn af hinum íhlutunum.

    Tengdu fjarstýringuna; sjá notendahandbók vinnuvélarinnar

    Setjið upp réttan hugbúnað; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    13

    Eitt blikk—hlé—þrjú blikk—langt hlé—mynstrið er endurtekið

    Röng fjarstýring er tengd við þráðlausu stjórneininguna.

    Fjarstýringin er tengd við aðra Pro Force-vinnuvél.

    Fjarstýringin tilheyrir rangri gerð vinnuvélar, s.s. MH-400 með ProPass-fjarstýringu.

    14

    Eitt blikk—hlé—fjögur blikk—langt hlé—mynstrið er endurtekið

    ETR-rafrás var rofin vegna lágs olíuþrýstings (10 sekúndur eða lengur).

    Kannið stöðu smurolíu og fyllið á eftir þörfum.

    Þrýstirofi smurolíu er skemmdur eða slitinn; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    Rafleiðslukerfið er skemmt; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro.

    15

    Eitt blikk—hlé—fimm blikk—langt hlé—mynstrið er endurtekið

    ETR-rafrás var rofin vegna lágrar rafgeymisspennu í vinnuvél (minni en 5,5 V).

    Kannið ástand rafgeymiskaplanna. Gangið úr skugga um að festingar kaplanna séu vel hertar.

    Prófið rafgeyminn og hlaðið hann ef þörf krefur; frekari upplýsingar eru í þjónustuhandbókinni. Skiptið um rafgeymi ef með þarf.

    Prófið riðstraumsrafal vélarinnar; frekari upplýsingar eru í þjónustuhandbókinni. Skiptið um riðstraumsrafal ef með þarf.

    Prófið spennustilli/afriðil vélarinnar; frekari upplýsingar eru í þjónustuhandbókinni. Skiptið um spennustilli/afriðil ef með þarf.

    Greiningarstilling opnuð og kóðarnir skoðaðir

    1. Snúið svissinum í STöðVUNARSTöðU.

    2. Fjarlægið lokið í snúrunni af eins pinna tenglinum og eins pinna innstungunni (Mynd 54A).

    3. Stingið eins pinna tenglinum í eins pinna innstunguna (Mynd 54B).

      g029822
    4. Snúið lyklinum í GANGSTöðU.

    5. Fylgist með blikkmynstursröð greiningarljóssins til að sjá hvort eftirfarandi merki koma fram og skoðið síðan bilanakóðatöfluna:

      • Fjöldi og röð blikka í hverri blikkmynstursröð.

      • Röð og lengd hvers hlés í hverri blikkmynstursröð.

      Note: Ef margir bilanakóðar eru virkir blikkar hver bilanakóði fyrir sig með löngu hléi á milli. Eftir að allir bilanakóðar hafa verið birtir er röð bilanakóðanna endurtekin. Ef engin virk bilun er til staðar mun blikkar bilanagreiningarljósið stöðugt einu sinni á sekúndu.

    Endurstilling bilanakóða

    1. Snúið svissinum í GANGSTöðU.

    2. Takið eins pinna tengilinn úr eins pinna innstungunni (Mynd 55).

      g342081
    3. Stingið eins pinna tenglinum í eins pinna innstunguna (Mynd 55).

      Note: Bilanagreiningarljósið blikkar stöðugt einu sinni á sekúndu.

    Greiningarstillingu lokað

    1. Svissið AF (Mynd 56).

      g341833
    2. Takið eins pinna tengilinn úr eins pinna innstungunni (Mynd 57).

      g342082
    3. Setjið eins pinna tengilinn og eins pinna innstunguna á lokið í snúrunni (Mynd 57).

    Þrif

    Vinnuvélin þrifin

    Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa vinnuvélina.

    Important: Þrýstiþvoið ekki vinnuvélina.

    • Þrífið vinnuvélina með mildu hreinsiefni og vatni.

    • Ekki nota of mikið vatn, sérstaklega nærri stjórnborðinu.

    Förgun úrgangs

    Smurolía, rafgeymar og rafhlöður fjarstýringarinnar eru mengunarvaldar í umhverfinu. Þeim skal farga í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    Drepið á vinnubílnum, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnubílnum að kólna áður en hann er stilltur, þjónustaður, þrifinn eða settur í geymslu.

    Vinnuvélin sett í geymslu

    1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu, drepið á vélinni, takið lykilinn úr svissinum, bíðið eftir að allir hlutar á hreyfingu stöðvist og aftengið vírinn frá kertinu.

    2. Fjarlægið grasafskurð og óhreinindi af ytra byrði vinnuvélarinnar, sérstaklega af vélinni. Hreinsið óhreinindi og hismi utan af fönum á strokkloki vélarinnar og húsi blásarans.

      Important: Vinnuvélina má þrífa með mildu hreinsiefni og vatni. Ekki þrífa vinnuvélina með háþrýstiþvotti. Forðist notkun of mikils vatns.

    3. Skiptið um loftsíuna; frekari upplýsingar eru í Unnið við loftsíuna.

    4. Skiptið um olíu á sveifarhúsi; sjá Skipt um olíu.

    5. Kannið þrýsting í hjólbörðum; sjá Loftþrýstingur hjólbarða kannaður.

    6. Búið vinnuvélina undir geymslu ef ekki á að nota hana í 30 daga eða lengur. Undirbúið vinnuvélina undir geymslu á eftirfarandi máta:

      1. Bætið jarðolíublönduðu varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti á geyminn. Fylgið leiðbeiningum um blöndun frá framleiðanda varðveisluefnisins. Ekki nota alkóhólblönduð varðveisluefni (etanól eða metanól).

        Note: Varðveisluefni/bætiefni fyrir eldsneyti er best að blanda í ferskt eldsneyti og best er að nota það alltaf.

      2. Látið vélina ganga til að dreifa meðhöndluðu eldsneyti í gegnum eldsneytiskerfið (5 mínútur).

      3. Drepið á vélinni, bíðið þar til hún kólnar og tappið af eldsneytisgeyminum; sjá Unnið við eldsneytisgeymi.

      4. Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til hún drepur á sér.

      5. Setjið innsogið á. Gangsetjið vélina og látið hana ganga þar til ekki er hægt að gangsetja hana.

      6. Fargið eldsneyti á viðeigandi máta. Endurvinnið það samkvæmt gildandi reglum.

      Important: Ekki geyma eldsneyti sem inniheldur varðveisluefni/bætiefni lengur en framleiðandi eldsneytisvarðveisluefnisins mælir með.

    7. Fjarlægið kertið/kertin og kannið ástand þess/þeirra; sjá Kertin skoðuð. Eftir að kerti hafa verið tekin úr vélinni skal hella tveimur matskeiðum af smurolíu í kertagatið/kertagötin. Notið startarann til að gangsetja vélina og dreifa olíunni um strokkinn. Setjið kertið/kertin aftur í. Ekki tengja vírinn við kertið/kertin.

    8. Skoðið og herðið allar festingar. Gerið við eða skiptið um skemmda hluti eða hluti sem vantar.

    9. Lakkið yfir rispaða eða óvarða málmfleti. Lakk er fáanlegt hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    10. Geymið vinnuvélina í hreinni, þurri vélageymslu eða geymslusvæði. Takið lykilinn úr svissinum og geymið þar sem börn eða óviðkomandi ná ekki til. Breiðið yfir vinnuvélina til að verja hana og halda hreinni.