Þessi vara er ætluð til heimilisnota. Hún
er hönnuð til að fjarlægja allt að 15 cm
djúpan snjó af pöllum, gangstéttum og litlum
innkeyrslum. Hún er ekki hönnuð til að fjarlægja
annað efni en snjó, og er ekki heldur hönnuð til
að hreinsa malaryfirborð. Aðeins fullorðnir einstaklingar
mega nota vöruna. Hún er hönnuð fyrir notkun
með 60 V Li-ion rafhlöðu frá Toro. Þessar
rafhlöður eru hannaðar til hleðslu með 60 V
Li-ion hleðslutækjum frá Toro eingöngu. Notkun
þessara vara við annað en tilætlaða notkun
getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.
Rafhlaða og hleðslutæki fylgja ekki
með gerð 31803T.
Lesið þessar upplýsingar vandlega til að
læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi
á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl
og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á
réttri og öruggri notkun vörunnar.
Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar,
þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni,
upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um
söluaðila og vöruskráningu.
Þegar þörf er á þjónustu,
varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal
hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila
eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer
vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar-
og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin
í kassann hér á síðunni.
Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð,
varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því
að skanna QR-kóðann (ef hann er til staðar) á
raðnúmersplötunni með fartæki.
Öryggistákn
Öryggistáknið (Mynd 1) sem sýnt er í
handbókinni og á snjóblásaranum auðkennir
mikilvæg öryggistilmæli sem nauðsynlegt er að
fylgja til að koma í veg fyrir slys.
Öryggistáknið birtist fyrir ofan upplýsingar
sem vara við óöruggum aðgerðum eða aðstæðum
og á eftir því kemur orðið HÆTTA, VIÐVÖRUN eða VARÚÐ.
HÆTTA gefur til kynna einstaklega
hættulegar aðstæður sem munu leiða til dauða eða alvarlegra meiðsla ef ekki er
gætt að þeim.
VIÐVÖRUN gefur til kynna hugsanlega
hættu sem gæti valdið dauða
eða alvarlegum meiðslum ef ekki er komið í veg
fyrir hana.
VARÚÐ gefur til kynna hugsanlega
hættu sem getur valdið minni háttar
eða alvarlegri meiðslum ef ekki er komið í veg
fyrir hana.
Í þessari handbók eru notuð tvö
önnur orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt vekur athygli á sérstökum
vélrænum upplýsingum og Athugið undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að huga
sérstaklega að.
 |
Ef aðstoðar er óskað
má finna kennslumyndbönd á www.Toro.com/support
eða hafa samband við viðurkenndan þjónustu-
og söluaðila áður en vörunni er skilað.
|