Inngangur

Þessi fjölnota vinnuvél er ætluð fyrir fagfólk og verktaka til atvinnunota. Hún er sérstaklega hönnuð fyrir grasslátt á vel viðhöldnum grasflötum í almenningsgörðum, á golfvöllum, íþróttavöllum og atvinnusvæðum. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.

Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.

Á www.Toro.com er að finna kennsluefni tengt öryggi og notkun vörunnar, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.

Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.

Important: Hægt er nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

g259772

Þessi handbók auðkennir mögulega hættu og í henni eru öryggismerkingar auðkenndar með öryggistáknum (Mynd 2), sem sýna hættu sem kann að valda alvarlegum meiðslum eða dauða ef ráðlögðum varúðarráðstöfunum er ekki fylgt.

g000502

Þessi handbók notar tvö orð til að auðkenna upplýsingar. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ táknar mikilvægar, almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.

Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.

Notkun vinnuvélarinnar á skógivaxið, runnavaxið eða grasivaxið landsvæði telst brjóta í bága við almenningsauðlindalöggjöf Kaliforníu, hluta 4442 eða 4443, nema vinnuvélin sé búin neistavara, samkvæmt skilgreiningu í hluta 4442, henni sé haldið í góðu vinnuástandi eða hún hefur verið byggð, útbúin og viðhaldið þannig að komið sé í veg fyrir eldsvoða.

Meðfylgjandi notendahandbók sláttuvélarinnar er ætluð til að veita upplýsingar um Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og útblástursreglugerð Kaliforníu fyrir útblásturskerfi, viðhald þeirra og ábyrgð. Hægt er að panta varahluti hjá framleiðanda sláttuvélarinnar.

Viðvörun

KALIFORNÍA

Viðvörun, tillaga 65

Kaliforníufylki er kunnugt um að útblástur frá dísilvélum og sumir hlutar þeirra geta valdið krabbameini, fæðingargöllum og öðrum æxlunarskaða.

Rafgeymaskaut og tengihlutir innihalda blý og blýsambönd, efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og æxlunarskaða. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Notkun á þessari vöru getur valdið snertingu við efni sem Kaliforníuríki er kunnugt um að geti valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða.

Öryggi

Þessi sláttuvél er hönnuð í samræmi við ANSI B71.4-2017 og EN ISO 5395 að loknu uppsetningarferli og uppsetningu CE-búnaðar samkvæmt samræmisyfirlýsingunni.

Almennt öryggi

Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki.

  • Lesið vandlega efni þessara notandahandbókar áður en vélin er gangsett.

  • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

  • Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.

  • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem snúast. Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropinu.

  • Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Aldrei skal leyfa börnum að vinna á sláttuvélinni.

  • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið að viðhaldi og viðgerðum, hún þrifin eða sett í geymslu.

Röng notkun eða viðhald þessarar vinnuvélar getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera ávallt vakandi fyrir öryggistákninu Graphic, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“ eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta á meiðslum á fólki eða dauða.

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal93-6681
decal93-7276
decal93-7818
decal94-3353
decal99-3444
decal106-6755
decal117-3270
decal117-4764
decalbatterysymbols
decal121-3628
decal121-3598
decal125-6688
decal133-8062
decal106-9290
decal121-3627
decal121-3623
decal136-3702
decal136-3713
decal136-3679

Uppsetning

Hornmælir athugaður

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Lófahallamælir1
  1. Leggið vélinni á jafnsléttu.

  2. Gangið úr skugga um að vélin sé á jafnsléttu með því að leggja lófahallamælinn (sem fylgir með sláttuvélinni) á þverslá grindarinnar hjá eldsneytisgeyminum (Mynd 3).

    Note: Lófahallamælirinn ætti að sýna 0° við aflestur.

    g349782
  3. Ef hallamælirinn sýnir ekki 0° skal færa vélina á annan stað til að fá 0° álestur.

    Note: Hornmælirinn, sem festur er á vélina, ætti nú einnig að sýna 0° (Mynd 4).

  4. Ef hornmælirinn sýnir ekki 0° skal losa skrúfurnar tvær og rærnar sem festa hornmælinn við festinguna, stilla mælinn á 0° aflestur og herða boltana.

    g031569

Uppsetning CE-merkingar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

CE-viðvörunarmerking1
Merking með framleiðsluári1
CE-merking1

Ef þessi vél verður notuð á Evrópska efnahagssvæðinu skal festa CE-viðvörunarmerkinguna (121-3598) yfir núverandi viðvörunarmerkingu (121-3628).

g278676

Ef þessi vél verður notuð á Evrópska efnahagssvæðinu skal festa merkingu framleiðsluárs og CE-merkingu við hliðina á raðnúmeraplötunni (Mynd 6).

g278675

Vélarhlífarklinku komið fyrir

Eingöngu CE-vottaðar sláttuvélar

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Festing vélarhlífarklinku1
Hnoð2
Skinna1
Skrúfa (¼ x 2 to.)1
Lásró (¼ to.)1
  1. Losið vélarhlífarklinkuna frá festingu hennar.

  2. Fjarlægið bæði hnoðin sem festa festingu vélarhlífarklinkunnar við vélarhlífina (Mynd 7).

    g012628
  3. Fjarlægið festingu vélarhlífarklinkunnar af vélarhlífinni.

  4. Þegar festigötin eru stillt af skal staðsetja CE-vottaða lásfestingu og festingu vélarhlífarklinkunnar á vélarhlífinni (Mynd 8).

    Note: Lásfestingin verður að snúa að vélarhlífinni. Ekki fjarlæga boltann og róna úr lásfestingararminum.

    g012629
  5. Komið skinnunum fyrir á innanverðum götum vélarhlífarinnar.

  6. Hnoðið festingarnar og skinnurnar við vélarhlífina (Mynd 8).

  7. Krækið klinkuna á festingu vélarhlífarinnar (Mynd 9).

    g012630
  8. Setjið boltann á hinn arminn á festingu vélarhlífarinnar til að festa klinkuna í stöðu (Mynd 10). Herðið boltann en ekki róna.

    g012631

Útblásturshlíf sett á

Eingöngu CE-gerðir

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Útblásturshlíf1
Borskrúfa4
  1. Komið útblásturshlífinni fyrir í kringum hljóðdeyfinn með því að láta festigötin passa við götin á grindinni (Mynd 11).

    g008875
  2. Festið útblásturshlífina við grindina með fjórum borskrúfum (Mynd 11).

Lyftiarmar stilltir

  1. Gangsetjið vélina, hækkið sláttubúnaðinn og gangið úr skugga um að bilið milli lyftiarms og gólfplötufestingar sé 5 til 8 mm eins og sýnt er áMynd 12.

    g031571

    Ef bilið er ekki innan þessara marka þarf að stilla það á eftirfarandi hátt:

    1. Losið um stoppboltana (Mynd 13).

      g031572
    2. Losið um festiróna á tjakknum (Mynd 14).

      g031573
    3. Takið pinnann úr stangarendanum og snúið splittboltanum.

    4. Setjið pinnann í og kannið bilið.

      Note: Endurtakið ferlið ef nauðsyn krefur.

    5. Herðið festiró klofans.

  2. Gangið úr skugga um að bilið milli lyftiarms og stoppbolta sé 0,13 til 1,02 mm eins og sýnt er á Mynd 13.

    Note: Ef bilið er ekki innan þessara marka skal stilla stoppboltana til að ná réttu bili.

  3. Gangsetjið vélina, hækkið sláttubúnaðinn og gangið úr skugga um að bilið milli slitólar ofan á slitstöng sláttubúnaðar að aftan og stuðaraólar sé 0,51 til 2,54 mm eins og sýnt er á Mynd 15.

    g031574

    Ef bilið er ekki innan þessara marka skal stilla afturtjakkinn eins og hér segir:

    Note: Minnka má bilið ef aftari lyftiarmur rekst utan í meðan á flutningi stendur.

    1. Lækkið sláttubúnaðinn og losið um festiróna á tjakknum (Mynd 16).

      g031575
    2. Grípið um tjakkstöngina nálægt rónni með töng og tusku og snúið stönginni.

    3. Hækkið sláttubúnaðinn og athugið bilið.

      Note: Endurtakið ferlið ef nauðsyn krefur.

    4. Herðið festiró klofans.

Important: Skortur á bili hjá stoppboltum eða slitstöng að aftan getur skemmt lyftiarmana.

Burðargrind stillt

Fremri sláttubúnaður stilltur

Festistöður sláttubúnaðar að framan og aftan eru ólíkar. Sláttubúnaður að framan er með 2 festistöður eftir því hver sláttuhæðin og snúningur sláttubúnaðar á að vera.

  1. Fyrir 2 til 7,6 cm sláttuhæð skal festa fremri burðargrindurnar í neðri festigötin að framan (Mynd 17).

    Note: Þannig kemst sláttubúnaðurinn fyrr í aksturstöðu þegar skyndilegar hæðarbreytingar verða. Þetta takmarkar þó bil hólfsins frá grindinni þegar farið er upp litlar brattar brekkur.

    g031576
  2. Fyrir 6,3 til 10 cm sláttuhæð skal festa fremri burðargrindurnar í efri festigötin að framan (Mynd 17).

    Note: Þetta eykur bilið frá hólfi til grindar vegna hærri stöðu sláttuhólfsins, en gerir það að verkum að sláttubúnaðurinn er fljótari að komast í akstursstöðu fyrir hámarkshalla.

Aftari sláttubúnaður stilltur

Festistöður sláttubúnaðar að framan og aftan eru ólíkar. Aftari sláttubúnaðurinn er með 1 festistöðu fyrir rétta uppsetningu með Sidewinder®-einingunni undir grindinni.

Fyrir allar sláttuhæðir skal festa aftari sláttubúnaðinn í aftari festigötin (Mynd 17).

Stilling sláttuhæðar

Important: Þessi sláttubúnaður slær oft og tíðum u.þ.b. 6 mm lægra en keflissláttubúnaður með sömu viðmiðsstillingu. Það kann að reynast nauðsynlegt að stilla viðmiðsmælingu sláttubúnaðar 6 mm hærra en slátt keflissláttubúnaðar á sama svæðinu.

Important: Aðgengi að sláttubúnaði að aftan batnar til muna ef hann er fjarlægður af sláttuvélinni. Ef sláttuvélin er búin Sidewinder®-einingu skal færa sláttubúnaðinn til hægri, fjarlægja aftari sláttubúnaðinn og renna honum út til hægri hliðar.

  1. Lækkið sláttubúnaðinn niður á jörðina, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

  2. Losið boltann sem festir sláttuhæðarfestingu við sláttuhæðarplötu (að framan og á báðum hliðum) eins og sýnt er á Mynd 18.

    g031577
  3. Fyrst skal fjarlægja boltann að framan.

  4. Styðjið við hólfið þegar stöðuhólkurinn er fjarlægður (Mynd 18).

  5. Færið hólfið í æskilega sláttuhæð og komið fyrir stöðuhólki í tilgreindu gati og rauf sláttuhæðar (Mynd 19).

    g026184
  6. Staðsetjið stoppaða plötu í beinni línu við stöðuhólkinn.

  7. Skrúfið boltana á (herðið með fingrunum).

  8. Endurtakið skref 4 til 7 fyrir stillingu á hvorri hlið.

  9. Herðið boltana þrjá í 41 N∙m.

    Note: Herðið boltann að framan fyrst.

    Note: Ef stillingu er breytt um meira en 3,8 cm gæti þurft að gera tímabundna samsetningu í millihæð til að koma í veg fyrir bindingu (t.d. að breyta úr 3,1 í 7 cm sláttuhæð).

Keflisskafan stillt

Valfrjálst

Valfrjáls afturkeflisskapa virkar best þegar það er jafnt bil frá 0,5 til 1 mm á milli sköfunnar og keflisins.

  1. Losið smurkoppinn og festiskrúfuna (Mynd 20).

    g031578
  2. Rennið sköfunni upp eða niður þar til 0,5 til 1 mm bili er náð á milli stangarinnar og sköfunnar.

  3. Herðið smurkoppinn og skrúfuna í 41 N·m til skiptis.

Tætingshlíf sett á

Valfrjálst

Hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro til að fá rétta tætingshlíf.

  1. Hreinsið vandlega óhreinindi úr festigötunum á aftari og vinstri hlið hólfsins.

  2. Komið tætingshlífinni fyrir að aftan og festið hana með 5 kragaboltum (Mynd 21).

    g031579
  3. Gangið úr skugga um að tætingshlífin sé ekki fyrir hnífsendanum og standi ekki út á innra yfirborði á aftari hlið hólfsins.

    Hætta

    Ef hnífur með hárri lyftu er notaður með tætingshlíf getur hnífurinn brotnað og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

    Ekki nota hníf með hárri lyftu með plötunni.

Yfirlit yfir vöru

g349784
g021539

Inngjafarfótstig

Ýtið á dráttarfótstig áfram til að fara áfram. Ýtið á dráttarfótstig afturábak til að bakka eða aðstoða við hemlun þegar ekið er áfram (Mynd 22).

Note: Leyfið fótstiginu að færast sjálft eða færið fótstigið í HLUTLAUSA stöðu til að stöðva vinnuvélina.

Hallastjórnstöng stýris

Dragið hallastjórnstöng stýris aftur til að halla stýrinu í þægilega stöðu og ýtið síðan stönginni fram til að herða (Mynd 22).

Stöðuhemill

Setjið alltaf stöðuhemilinn á þegar drepið er á vélinni til að koma í veg fyrir að vélin hreyfist fyrir slysni. Togið stöngina upp til að setja stöðuhemilinn á (Mynd 23).

Note: Vélin drepur á sér ef stigið er á inngjafarfótstig þegar stöðuhemillinn er á.

Sviss

Svissinn er notaður til að gangsetja, drepa á og forhita vélina. Svissinn hefur þrjár stöður: SLöKKT (Off), KVEIKT/FORHITUN (On/Preheat) og GANGSETJA (Start). Snúið lyklinum í stöðuna KVEIKJA/FORHITA þar til slokknar á gaumljósi glóðarkertis (um það bil 7 sekúndur); snúið lyklinum síðan í stöðuna GANGSETJA til að ræsa gangsetningarmótorinn. Sleppið lyklinum þegar vélin fer í gang (Mynd 23).

Drepið er á vélinni með því að snúa lyklinum á STöðVA stöðu.

Note: Takið lykilinn úr svissinum til að koma í veg fyrir gangsetningu í ógáti.

Stillistöng sætis

Færið stillistöngina undir sætinu til vinstri, rennið sætinu í þægilega stöðu og færið stöngina til hægri til að læsa sætisstöðunni (Mynd 24).

Eldsneytismælir

Eldsneytismælirinn sýnir hversu mikið eldsneyti er í geyminum (Mynd 24).

g322579

Vinnustundamælir

Vinnustundamælirinn skráir þann fjölda vinnustunda sem sláttuvélin er notuð með svissinn í GANGSTöðU. Notið þessa tímamælingu fyrir skipulag reglubundins viðhalds.

Viðvörunarljós fyrir hitastig kælivökva

Hitaviðvörunarljósið glóir ef hitastig á kælivökva vélarinnar er of hátt. Ef hitastig kælivökva hækkar um 10° í viðbót slekkur vélin á sér (Mynd 23).

Kertaljós

Gaumlaus glóðarkertis logar þegar glóðarkertin eru í gangi (Mynd 23).

Viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting

Viðvörunarljósið fyrir olíuþrýsting logar ef þrýstingur smurolíu fer undir örugg viðmiðunarmörk (Mynd 23). Ef olíuþrýstingur er lítill skal drepa á vélinni og finna orsökina. Gerið við smurolíukerfið áður en vélin er gangsett aftur.

Lásstöng lyftingar

Notið lásstöng lyftingar til að festa lyftihæðina (Mynd 23), í stöðuna LYFTING BúNAðAR, þegar viðhald er gert á sláttubúnaðinum eða þegar vélin er flutt frá einu svæði til annars.

Sláttu-/aksturssleði

Notið hæl til að færa sláttu-/aksturssleðann til vinstri til að aka og til hægri til að slá (Mynd 22).

Note: Sláttubúnaðurinn virkar aðeins í sláttustöðu.

Important: Sláttuhraðinn er stilltur í verksmiðjunni á 9,7 km/klst. Þú getur aukið eða minnkað sláttuhraða með því að stilla hraðatakmörkunarskrúfuna (Mynd 25).

g031596

Stöðurauf

Stöðuraufin á stjórnborðinu gefur til kynna hvenær sláttubúnaðurinn er í miðjustöðu (Mynd 22).

Inngjöf

Færið inngjöfina fram til að auka snúningshraða vélar og aftur til að draga úr snúningshraða vélar (Mynd 23).

Aflúttaksrofi

Á aflúttaksrofanum eru tvær stöður: ÚT (ræsa) og INN (stöðva). Togið aflúttaksrofann út til að virkja hnífa sláttubúnaðarins. Ýtið rofanum inn til að gera hnífa sláttubúnaðarins óvirka (Mynd 23).

Gírstöng sláttubúnaðar

Færið gírstöng sláttubúnaðar fram til að lækka sláttubúnaðinn niður á jörðina. Færið gírstöngina aftur í stöðuna HæKKA til að hækka sláttubúnaðinn (Mynd 23).

Note: Sláttubúnaðurinn sígur ekki niður nema vélin sé í gangi.

Færið stöngina til hægri eða vinstri til að færa sláttubúnaðinn í sömu átt.

Note: Gerið þetta aðeins þegar sláttubúnaður er hækkaður eða ef hann er á jörðinni og vélin er á hreyfingu.

Note: Ekki þarf að halda í stöngina í framstöðu þegar sláttubúnaðurinn er lækkaður.

Riðstraumsrafalsljós

Það á að vera slökkt á riðstraumsrafalsljósinu þegar vélin er í gangi (Mynd 23).

Note: Ef kveikt er á því skal athuga hleðslukerfið og gera við það eftir þörfum.

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

g192077
LýsingMynd 26 tilvísunMál eða þyngd
Heildarbreidd í sláttustöðuA192 cm
Heildarbreidd í flutningsstöðuB184 cm
HæðC197 cm
Breidd hjólhafsD146 cm
Lengd hjólhafsE166 cm
Heildarlengd í sláttustöðuF295 cm
Heildarlengd í flutningsstöðuG295 cm
Fríbil frá jörðu 15 cm
Þyngd 963 kg

Note: Tæknilýsingar og hönnun geta breyst án fyrirvara.

Tengitæki/aukabúnaður

Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir sláttuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.

Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

Notkun

Fyrir notkun

Note: Ákvarðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Öryggi fyrir notkun

Almennt öryggi

  • Leyfið aldrei börnum eða óþjálfuðum einstaklingum að vinna á eða við sláttuvélina. Gildandi reglur á hverjum stað kunna að setja takmörk við aldur stjórnanda. Eigandinn ber ábyrgð á að þjálfa stjórnendur og vélvirkja.

  • Lærið örugga notkun búnaðarins, stjórntækjanna og öryggismerkinganna.

  • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið að viðhaldi og viðgerðum, hún þrifin eða sett í geymslu.

  • Lærið að stöðva sláttuvélina og drepa á vélinni á skjótan máta.

  • Gangið úr skugga um að kerfi fyrir nærveru stjórnanda, öryggisrofar og hlífar séu á sínum stað og virki rétt. Ekki nota sláttuvélina ef þessir hlutir virka ekki rétt.

  • Skoðið ávallt sláttuvélina fyrir slátt til að tryggja að hnífarnir, hnífaboltarnir og sláttubúnaður séu í góðu ásigkomulagi. Skiptið um slitna eða skemmda hnífa og bolta í samstæðum til að tryggja gott jafnvægi.

  • Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.

Öryggi í kringum eldsneyti

  • Gætið ýtrustu varúðar við meðhöndlun eldsneytis. Það er mjög eldfimt og eldsneytisgufur eru sprengifimar.

  • Drepið í sígarettum, vindlum, pípum og öðrum kveikjuvöldum.

  • Notið eingöngu samþykkt eldsneytisílát.

  • Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á eldsneytisgeyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.

  • Fyllið hvorki á né tappið af eldsneyti í lokuðu rými.

  • Geymið ekki sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

  • Ef eldsneyti hellist niður skal ekki reyna að gangsetja vélina og forðast að kveikja minnsta neista þar til eldsneytisgufurnar hafa dreifst.

Áfylling á eldsneytisgeymi

Ráðlagt eldsneyti

Notið aðeins hreint og ferskt dísileldsneyti eða lífdísileldsneyti með litlu (<500 ppm) eða mjög litlu (<15 ppm) brennisteinsinnihaldi. Lágmarkssetantala er 40. Kaupið eldsneyti í magni sem hægt er að nota innan 180 daga til að tryggja að eldsneytið sé ferskt.

Important: Notkun á brennisteinsríku eldsneyti veldur skemmdum á útblásturskerfi vélarinnar.

Rúmtak eldsneytisgeymis:42 l

Notið dísileldsneyti til sumarnotkunar (nr. 2-D) við hitastig yfir -7 °C og eldsneyti til vetrarnotkunar (nr. 1-D eða nr. 1-D/2-D blöndu) undir því hitastigi. Notkun eldsneytis til vetrarnotkunar við lægra hitastig tryggir lægra blossamark og betri eiginleika við kalt flæði, sem tryggir um leið auðveldari gangsetningu og dregur úr stíflumyndun í eldsneytissíum.

Notkun eldsneytis til sumarnotkunar fyrir hitastig yfir -7 °C tryggir lengri endingu eldsneytisdælunnar og aukið afl samanborið við eldsneyti til vetrarnotkunar.

Important: Notið ekki steinolíu eða bensín í stað dísileldsneytis. Vélin skemmist ef þessum tilmælum er ekki fylgt.

Notkun lífdísils

Þessi sláttuvél getur einnig notað lífdísilblandað eldsneyti, upp að B20 (20% lífdísill, 80% dísilolía).

Brennisteinsinnihald: mjög lítið magn brennisteins (<15 ppm)

Forskrift fyrir lífdísileldsneyti: ASTM D6751 eða EN 14214

Forskrift fyrir blandað eldsneyti: ASTM D975, EN 590 eða JIS K2204

Important: Hluti jarðolíudísils verður að vera með mjög litlu brennisteinsinnihaldi.

Fylgja skal eftirfarandi varúðarráðstöfunum:

  • Lífdísilblöndur geta skemmt málaða fleti.

  • Notið B5 (með 5% lífdísil) eða veikari blöndur í köldu veðri.

  • Fylgist með þéttum, slöngum og pakkningum sem eru í snertingu við eldsneyti þar sem þessi íhlutir geta brotnað niður með tímanum.

  • Búast má við fyrir stíflum í eldsneytissíu endrum og eins eftir að skipt er yfir í lífdísilblöndur.

  • Hægt er að fá frekari upplýsingar um lífdísil hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

Áfylling eldsneytis

  1. Hreinsið svæðið í kringum eldsneytislokið (Mynd 27).

  2. Skrúfið eldsneytislokið af.

  3. Fyllið á geyminn upp að neðri brún áfyllingarstútsins. Yfirfyllið ekki. Setjið lokið á.

  4. Þurrkið upp eldsneyti sem hellist niður til að koma í veg fyrir eldhættu.

    g008884

Note: Fyllið á eldsneytisgeymi eftir hverja notkun ef mögulegt er. Þannig er hægt að halda rakaþéttingu innan í eldsneytisgeyminum í lágmarki.

Staða smurolíu könnuð

Kannið stöðu olíunnar í sveifarhúsinu áður en vélin er gangsett og sláttuvélin notuð; sjá Staða smurolíu könnuð.

Skoðun kælikerfis

Athugið kælikerfið áður en vélin er gangsett og sláttuvélin notuð; sjá Skoðun kælikerfis.

Skoðun vökvakerfis

Athugið vökvakerfið áður en vélin er gangsett og sláttuvélin notuð; sjá Viðhald glussa.

Hnífur valinn

Hefðbundin samsetning á bakka

Þessi hnífur var hannaður til að veita framúrskarandi lyftingu og dreifingu við næstum hvaða aðstæður sem er. Skoðið aðra hnífa ef þörf er á meiri eða minni lyftingar- og losunarhraða.

Eiginleikar: Frábær lyfting og dreifing við flestar aðstæður

Skábakki (ekki CE-vottað)

Hnífurinn virkar yfirleitt best í lágri sláttuhæð – 1,9 til 6,4 cm.

Eiginleikar:

  • Losun helst jafnari í lágri sláttuhæð.

  • Losun hefur minni tilhneigingu til að dreifa frá sér til vinstri og glompur og brautir haldast snyrtilegri.

  • Minni orkuþörf í lægri hæð og þykku grasi.

Hækkaður samsíða bakki (ekki CE-vottað)

Hnífurinn virkar yfirleitt betur í hárri sláttuhæð – 7 til 10 cm.

Eiginleikar:

  • Meiri lyfting og meiri losunarhraði

  • Gisið eða slappt gras lyftist umtalsvert við hærri sláttuhæð

  • Blautur eða klístraður afskurður er losaður á skilvirkari hátt sem dregur úr uppsöfnun í sláttubúnaðinum.

  • Keyrir á fleiri hestöflum

  • Hefur tilhneigingu til að losa lengra til vinstri og skilja eftir múga í lægri sláttuhæð

Viðvörun

Ef hnífur með hárri lyftu er notaður með tætingshlíf getur hnífurinn brotnað og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

Ekki nota hníf með hárri lyftu með tætingshlífinni.

Atomic-hnífur

Þessi hnífur var hannaður til að dreifa vel úr laufblaðamulningi.

Eiginleiki: Frábær laufblaðamulningur

Aukabúnaður valinn

Uppsetningar á valkvæðum búnaði

 Hnífur með skábakkaHnífur með hækkuðum samsíða bakka(Ekki nota með tætingshlíf)(ekki CE-vottað)TætingshlífKeflisskafa
Grassláttur: 1,9 til 4,4 cm sláttuhæðMælt með við flestar aðstæðurGetur virkað vel í gróskulitlu og gisnu grasiHefur sýnt fram á betri dreifingu og útlit eftir slátt á grasi á norðlægum slóðum sem er slegið að minnsta kosti 3 sinnum í viku þar sem minna en þriðjungur af grasblaðinu er fjarlægður. Notið ekki með hníf sem hefur hækkaðan samsíða bakkaNotið alltaf þegar gras safnast fyrir á keflunum eða þegar vart verður við grastuggur. Sköfurnar geta aukið grasklumpun í ákveðnum aðstæðum.
Grassláttur: 5 til 6,4 cm sláttuhæðMælt með fyrir þykkt og gróskumikið grasMælt með fyrir gróskulítið og gisið gras
Grassláttur: 7 til 10 cm sláttuhæðGetur virkað vel í gróskumiklu grasiMælt með við flestar aðstæður
LaufblaðamulningurMælt með að nota með tætingshlífEkki leyftNotið eingöngu með samsettum bakka eða hníf með skábakka
KostirJöfn losun í lægri sláttuhæð; snyrtilegra í kringum glompur og brautir; minni orkuþörfMeiri lyfting og aukinn losunarhraði; gróskulitlu og slöppu grasi er lyft upp í hárri sláttuhæð; blautur og klístraður afskurður er losaður á skilvirkan háttGetur bætt dreifingu og útlit grass í ákveðnum aðstæðum grassláttar; mjög góð fyrir laufblaðamulningDregur úr uppsöfnun á kefli í ákveðnum aðstæðum
GallarLyftir grasinu ekki almennilega í hárri sláttuhæð; blautt og klístrað gras hefur tilhneigingu til að safnast upp í hólfinu, sem veldur lélegum slætti og meiri orkueyðsluKrefst meiri orkunotkunar í sumum aðstæðum; hefur tilhneigingu til að mynda múga í lægri sláttuhæð í gróskumiklu grasi; notið ekki með tætingshlífGras safnast upp í hólfinu ef reynt er að fjarlægja of mikið gras með hlífina á 

Öryggissamlæsingarkerfið skoðað

Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið öryggissamlæsingarkerfið.
  • Varúð

    Ef rofar öryggissamlæsingarinnar eru aftengdir eða skemmdir kann vélin að fara óvænt af stað og valda hættu á meiðslum á fólki.

    • Ekki eiga við öryggiskerfi.

    • Kannið virkni rofanna daglega og skiptið um skemmda rofa áður en vélin er notuð.

    1. Akið vélinni hægt á stórum, opnum svæðum.

    2. Lækkið sláttubúnaðinn, drepið á vélinni og setjið stöðuhemilinn á.

    3. Á meðan setið er í sætinu má hvorki gangsetja vélina þegar rofi sláttubúnaðar er virkur né þegar dráttarfótstigið er virkt.

      Note: Leiðrétta vandamálið ef virknin er ekki rétt.

    4. Á meðan setið er í sætinu skal setja dráttarfótstigið í HLUTLAUSA stöðu, hafa stöðuhemilinn óVIRKAN og rofa sláttubúnaðar í SLöKKTRI stöðu.

      Note: Vélin ætti að fara í gang. Standið upp úr sætinu og ýtið rólega á dráttarfótstigið. Þá ætti vélin að drepa á sér eftir 1 til 3 sekúndur. Ef hún drepur ekki á sér er bilun í samlæsingarkerfinu sem ætti að lagfæra áður en notkun er haldið áfram.

    Note: Sláttuvélin er búin samlæsingarrofa á stöðuhemlinum. Vélin drepur á sér ef stigið er á inngjafarfótstig þegar stöðuhemillinn er á.

    Meðan á notkun stendur

    Öryggi við notkun

    Almennt öryggi

    • Eigandinn/stjórnandinn getur komið í veg fyrir og ber ábyrgð á slysum sem geta valdið meiðslum á fólki eða eignatjóni.

    • Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.

    • Notkun vinnuvélarinnar er bönnuð ef stjórnandi er þreyttur, veikur eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

    • Sýnið árvekni á meðan unnið er á vinnuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.

    • Áður en vélin er gangsett þarf að tryggja að öll drif séu í hlutlausri stöðu, stöðuhemillinn sé á og að stjórnandinn sitji í sætinu.

    • Flytjið ekki farþega á sláttuvélinni og haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins.

    • Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn til að forðast holur og duldar hættur.

    • Forðist slátt í blautu grasi. Skert grip getur valdið því að sláttuvélin renni til.

    • Haldið höndum og fótum fjarri hlutum sem snúast. Haldið öruggri fjarlægð frá losunaropinu.

    • Lítið aftur fyrir og niður áður en bakkað er til að tryggja að leiðin sé greið.

    • Sýnið aðgát þegar komið er að blindhornum, trjástubbum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.

    • Stöðvið hnífana þegar ekki er verið að slá.

    • Stöðvið sláttuvélina, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hreyfanlegir hlutar hafa stöðvast áður en tengibúnaður sem hefur rekist í hlut er skoðaður eða ef sláttuvélin titrar óeðlilega. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.

    • Hægið á og sýnið aðgát í beygjum og þegar vinnuvélinni er ekið yfir vegi eða gangstíga. Umferð frá hægri á alltaf réttinn.

    • Aftengið drif sláttubúnaðarins, drepið á vélinni, takið lykilinn úr og bíðið þar til allir hreyfanlegir hlutar hafa stöðvast áður en sláttuhæðin er stillt (nema hægt sé að stilla hana úr sætinu).

    • Notið vélina aðeins á vel loftræstum svæðum. Útblásturslofttegundir innihalda kolsýring sem er banvænn við innöndun.

    • Skiljið vélina aldrei eftir í gangi án eftirlits.

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

      • Aftengið aflúttakið og látið tengitækin síga.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Vinnið eingöngu á vinnubílnum með góða yfirsýn. Ekki nota vinnuvélina þegar hætta er á eldingum.

    • Ekki nota sláttuvélina sem dráttartæki.

    • Notið eingöngu aukabúnað, tengibúnað og varahluti sem Toro samþykkir.

    Öryggi veltigrindar

    • Veltigrindin er ómissandi öryggisbúnaður.

    • Ekki má fjarlægja neina íhluti veltigrindarinnar.

    • Gangið úr skugga um að sætisbeltið sé fast við sláttuvélina.

    • Dragið beltisólina yfir kjöltuna og stingið beltinu í sylgjuna hinum megin við sætið.

    • Til að losa sætisbeltið skal halda í beltið, ýta á hnappinn á sylgjunni til að losa beltið og beina beltinu inn í op inndráttarbúnaðarins. Verið viss um að geta losað beltið snögglega í neyðartilvikum.

    • Fylgist vandlega með fyrirstöðum fyrir ofan sláttuvélina og komið í veg fyrir að sláttuvélin komist í snertingu við þær.

    • Tryggið að veltigrindin sé góðu ásigkomulagi með því að skoða hana reglulega og leita eftir skemmdum og herða allar festingar tryggilega.

    • Skiptið um skemmda íhluti veltigrindarinnar. Ekki gera við þá eða breyta þeim.

    Aukalegur veltigrindarbúnaður fyrir sláttuvélar með stýrishúsi eða áfastri veltigrind

    • Stýrishús sem Toro hefur sett á er veltigrind.

    • Notið sætisbeltið undantekningalaust.

    Aukalegur veltigrindarbúnaður fyrir sláttuvélar með stýrishúsi eða veltigrind sem hægt er að leggja saman

    • Hafið samanbrjótanlega veltigrind í uppreistri og læstri stöðu og spennið sætisbeltið þegar unnið er á sláttuvélinni með veltigrindina uppi.

    • Setjið veltigrindina eingöngu niður til bráðabrigða þegar þörf krefur. Notið ekki sætisbeltið á meðan veltigrindin er niðri.

    • Athugið að veltuvörn er ekki til staðar þegar veltigrindin er niðri.

    • Kannið svæðið sem á að slá og setjið veltigrindina aldrei niður á svæðum þar sem brekkur, háir bakkar eða vatn er til staðar.

    Öryggi í halla

    • Brekkur valda mikilli hættu á stjórnmissi eða veltu sem leitt getur til alvarlegra meiðsla eða dauða. Stjórnandinn er ábyrgur fyrir öruggri notkun í halla. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar sláttuvélinni er ekið í halla.

    • Metið og kannið aðstæður á vinnusvæðinu til að ákvarða hvort hallinn er öruggur til vinnu. Beitið almennu hyggjuviti og sýnið góða dómgreind við þessa skoðun.

    • Skoðið leiðbeiningarnar fyrir notkun í halla hér að neðan til að ákvarða hvort hægt er að nota sláttuvélina við viðkomandi skilyrði á viðkomandi degi og á viðkomandi vinnusvæði. Breytingar á undirlagi geta leitt til breytinga á notkun sláttuvélarinnar í halla.

    • Forðist að taka af stað, stoppa eða beygja sláttuvélinni í halla. Forðist skyndilegar hraðabreytingar eða stefnubreytingar. Beygið hægt og rólega.

    • Vinnið ekki á sláttuvélinni við neinar aðstæður þar sem grip, stjórn eða stöðugleiki eru skert.

    • Fjarlægið eða merkið hindranir á borð við skurði, holur, hjólför, ójöfnur, grjót eða aðrar duldar hættur. Hátt gras getur hulið hindranir. Óslétt undirlag getur valdið því að sláttuvélin velti.

    • Hafið í huga að sláttuvélin getur misst grip þegar unnið er í blautu grasi, þvert á halla eða niður brekku. Ef dekkin missa grip er hætta á að sláttuvélin renni til, missi hemlagetu og verði stjórnlaus.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er á sláttuvélinni nálægt háum bökkum, skurðum, bökkum, vatni eða annarri hættu. Sláttuvélin getur oltið mjög skyndilega ef hjól fer út fyrir brún eða brún gefur sig. Haldið öruggri fjarlægð á milli sláttuvélarinnar og hvers kyns hættu.

    • Auðkennið hættur neðst í hallanum. Ef hættur eru til staðar skal slá hallann með vél sem stjórnað er af fótgangandi stjórnanda.

    • Lækkið sláttubúnaðinn niður að jörðu á meðan unnið er í halla, ef því verður við komið. Sláttuvélin getur orðið óstöðug þegar sláttubúnaðurinn er uppi á meðan unnið er í halla.

    • Gætið fyllstu varúðar þegar unnið er með grassafnkerfi eða önnur tengitæki. Slíkur búnaður getur breytt stöðugleika sláttuvélarinnar og valdið því að hún verði stjórnlaus.

    Vélin gangsett

    1. Gangið úr skugga um að stöðuhemillinn sé virkur og drifrofi sláttubúnaðar sé í óVIRKRI stöðu.

    2. Stígið af dráttarfótstiginu og gangið úr skugga um að fótstigið sé í HLUTLAUSRI stöðu.

    3. Færið inngjafarstöngina í 1/2 inngjafarstöðu.

    4. Stingið lyklinum í svissinn og snúið honum í stöðuna KVEIKJA/FORHITA þar til slokknar á gaumljósi glóðarkertis (um það bil 7 sekúndur); snúið lyklinum síðan í stöðuna GANGSETJA til að ræsa gangsetningarmótorinn.

      Important: Ekki svissa á lengur en í 15 sekúndur til að koma í veg fyrir að startarinn ofhitni. Eftir 10 sekúndna tilraun til gangsetningar skal bíða í eina mínútu þar til reynt er aftur.

    5. Sleppið lyklinum þegar vélin fer í gang.

      Note: Lykillinn fer sjálfkrafa í stöðuna KVEIKJA/GANGSETJA.

    6. Þegar vélin er gangsett í fyrsta skipti eða eftir að hún hefur verið yfirfarin skal aka sláttuvélinni fram og aftur í 1 til 2 mínútur.

      Note: Prófið einnig lyftistöngina og drifrofa sláttubúnaðar til að ganga úr skugga um að allir hlutir virki rétt.

    7. Snúið stýrinu til vinstri og hægri til að athuga viðbragð stýrisins og drepið síðan á vélinni til að leita að olíuleka, lausum íhlutum og öðrum bilunum.

    Drepið á vélinni

    1. Setjið inngjöfina í stöðuna IDLE (lausagangur).

    2. Færið drifrofa sláttubúnaðarins í óVIRKA stöðu.

    3. Snúið svisslyklinum í SLöKKTA stöðu.

    4. Takið lykilinn úr svissinum til að koma í veg fyrir gangsetningu í ógáti.

    Hefðbundin stjórneining (SCM)

    Hefðbundin stjórneining (SCM) er rafrænt tæki sem framleitt er í einni stærð sem hentar öllum uppsetningum. Einingin notar óhreyfanlega, vélræna hluta til að fylgjast með og stjórna hefðbundnum, rafrænum eiginleikum sem eru nauðsynlegir fyrir örugga notkun.

    Vöktunarinntak einingarinnar felur í sér hlutlausan gír, stöðuhemil, aflúttak, gangsetningu, bakslípun og hátt hitastig. Einingin gefur frá sér orkuúttak, þar á meðal aflúttak, gangsetningu og ETR (hleðsla fyrir keyrslu) segulliða.

    Einingunni er skipt niður í inntak og úttak. Inntak og úttak eru auðkennd með grænum gaumljósum á prentplötunni.

    Hleypt er 12 VDC straumi inn á rafrás gangsetningar. Hleypt er rafmagni á annað inntak þegar rafrásin er lokuð við jörð. Hvert inntak er með LED-ljós sem kviknar á þegar hleypt er rafmagni á tiltekna rafrás. Notið LED-ljós inntaks fyrir bilanagreiningu á rofa og rafrás inntaks.

    Rafrásum úttaks er gefin straumur með viðeigandi inntaksskilyrðum. Úttökin þrjú fela í sér PTO, ETR og START. LED-ljós úttaks fylgjast með skilyrðum rafliða sem gefa til kynna að spenna sé til staðar á 1 af 3 tilteknum úttaksstöðvum.

    Úttaksrásir ákvarða ekki heilleika úttaksbúnaðarins, þannig að bilanagreining á rafmagni felur í sér skoðun á LED-ljósi úttaks og prófun á heilleika hefðbundins búnaðar og rafleiðslukerfis. Mælið samviðnám aftengdra hluta, samviðnám í gegnum rafleiðslukerfið (aftengt í SCM) eða með því að prófa tímabundið að hleypa rafmagni á tiltekinn hluta.

    SCM tengist ekki við utanaðkomandi tölvu eða fartæki, er ekki hægt að endurforrita og skráir ekki gögn bilanagreiningar vegna tímabundinna bilana.

    Merkingin á SCM inniheldur aðeins tákn. Þrjú úttakstákn LED-ljósa eru sýnd í úttaksreitnum á meðan önnur LED-ljós eru inntök eins og sýnt er á Mynd 28.

    g031611

    Fylgið eftirfarandi skrefum til að bilanagreina SCM-tækið:

    1. Gerið grein fyrir úttaksbiluninni sem reynt er að laga (PTO, START eða ETR).

    2. Færið svissinn í KVEIKTA stöðu og gangið úr skugga um að það kvikni á rauða LED-ljósinu fyrir afl.

    3. Hreyfið alla inntaksrofa til að ganga úr skugga um að staða allra LED-ljósanna breytist.

    4. Komið inntakstæki í viðeigandi stöðu til að ná fram viðeigandi úttaki.

      Note: Notið eftirfarandi röktöflu til að ákveða viðeigandi inntaksástand.

    5. Skoðið eftirfarandi viðgerðarmöguleika ef kviknar á tilteknu LED-ljósi úttaks.

      • Ef það kviknar á tilteknu LED-ljósi úttaks án viðeigandi úttaksaðgerðar skal athuga rafleiðslukerfi, tengingar og íhluti úttaksins.

        Note: Gerðu við eins og þörf er á.

      • Ef ekki kviknar á tilteknu LED-ljósi úttaks skaltu athuga bæði öryggin.

      • Ef kviknar ekki á tilteknu LED-ljósi úttaks og inntak er í viðeigandi ástandi skal setja upp nýtt SCM og sjá hvort bilunin hverfi.

    Hver röð (þvert yfir) í röktöflunni hér að neðan tilgreinir kröfur um inntak og úttak fyrir hverja tiltekna virkni vörunnar. Virkni vörunnar er tilgreind í vinstri dálknum. Tákn auðkenna sérstakt ástand rafrásar, þar á meðal spennuknúið, lokað fyrir jörð og opið fyrir jörð.

    InntökÚttök
    AðgerðAfl áÍ NEUTRAL (í hlutlausum gír)Gangsetning áHemill áAflúttak áÍ sætiHátt hitastig BakslípunGangsetning ETRAflúttak
    Gangsetning+OOOO++O
    Keyrsla (slökkt á einingu)OOOOOOO+O
    Keyrsla (kveikt á einingu)OOOOOO+O
    Sláttu-OOOOO++
    BakslípunOOOOO++
    Hátt hitastig  O    OOO
    • (–) Gefur til kynna rafrás sem er lokuð við jörð – kveikt á LED-ljósi

    • (O) Gefur til kynna rafrás sem er opin við jörð eða án rafmagns - slökkt á LED-ljósi

    • (+) Gefur til kynna kveikta rafrás (kúplingsspólu, segulliða eða inntak gangsetningar) – kveikt á LED-ljósi

    • Eyða gefur til kynna rafrás sem tengist ekki rököflunni.

    Snúið lyklinum í kveikta stöðu án þess að gangsetja vélina til að gera bilanagreiningu. Finnið út hvaða tiltekna aðgerð virkar ekki og farið í gegnum röktöfluna. Kannið ástand á LED-ljósi hvers inntaks til að ganga úr skugga um að það passi við röktöfluna.

    Athugið LED-ljós úttaksins ef LED-ljós inntaksins eru rétt. Ef það kviknar á LED-ljósi úttaksins lýsir en ekki hefur verið hleypt rafmagni á tækið skal mæla tiltæka spennu á úttakstækinu, jafnstreymi aftengda tækisins og mögulega spennu á rafrás jarðar (fljótandi jarðar).

    Ábendingar um notkun

    Framkvæmd svæðiskönnunar

    Til að framkvæma svæðiskönnun skal leggja 1,25 m fjöl á brekkuna og mæla hallahornið með hallamælinum sem fylgir með vélinni. Fjölin (2 x 4) sýnir meðalhallann en mun ekki ná yfir holur og misfellur sem geta valdið skyndilegri breytingu á brekkuhalla. Að lokinni svæðiskönnun skal skoða Öryggi fyrir notkun.

    Að auki er vélin búin hallavísi sem festur er á stýrisslána. Hann gefur til kynna brekkuhallann sem sláttuvélin er í.

    Notkun vinnuvélarinnar

    • Gangsetjið vélina og látið hana ganga í HáLFUM LAUSAGANGI þar til hún hitnar. Ýtið inngjafarstönginni alveg fram, lyftið sláttubúnaðinum, takið stöðuhemilinn af, þrýstið inngjafarfótstiginu fram og akið varlega inn á opið svæði.

    • Æfið að aka sláttuvélinni áfram og aftur á bak og taka af stað og nema staðar. Takið fótinn af inngjafarfótstiginu og leyfið því að fara aftur í HLUTLAUSA stöðu til að stöðva sláttuvélina eða ýti bakkfótstigi niður. Þegar farið er niður brekku á sláttuvélinni gæti þurft að nota bakkfótstigið til að nema staðar.

    • Æfið akstur framhjá hindrunum með sláttubúnaðinn uppi og niðri. Farið varlega þegar ekið er á milli tveggja nærliggjandi hluta svo að sláttuvélin eða sláttubúnaðurinn skemmist ekki.

    • Á hliðrunarbúnaðinum skal venja sig á seilingu sláttubúnaðarins svo hann sé ekki látinn hanga uppi og skemmast.

    • Ekki færa sláttubúnaðinn til hliðar nema hann sé niðri og vélin sé á hreyfingu, eða sláttubúnaðurinn sé í flutningsstöðu. Grassvörðurinn getur skemmst ef sláttubúnaðurinn er hreyfður til hliðanna þegar hann er niðri og sláttuvélin í kyrrstöðu.

    • Akið ávallt hægt á grófu undirlagi.

    • Hliðrunarbúnaðurinn býður upp á mest 33 cm skögun, sem gerir kleift að snyrta nær brúnum sandglompa og annarra hindrana og einnig halda dekkjum dráttarvélarinnar eins langt frá glompubrúnum eða vatnsbólum og mögulegt er.

    • Ef eitthvað er fyrir skal stilla sláttubúnaðinn til að slá í kringum það.

    • Þegar sláttuvélin er flutt frá einu vinnusvæði til annars skal hækka sláttubúnaðinn upp í hæstu stöðu, færa sláttu-/aksturssleðann til vinstri fyrir flutning og setja inngjöfina í HRAðA stöðu.

    Breyta sláttumynstri

    Breyttu sláttumynstri reglulega til að lágmarka neikvæð áhrif á útlit grass eftir slátt sem verður þegar slegið er endurtekið í sömu átt.

    Mótvægi útskýrt

    Mótvægiskerfið viðheldur vökvamótþrýstingi á lyftitjökkum sláttubúnaðarins. Þessi þrýstingur bætir gripið með því að flytja þyngd sláttubúnaðarins yfir á sláttuvélarhjólin. Mótvægisþrýstingur hefur verið stilltur í verksmiðjunni á besta jafnvægið á milli grasútlits eftir slátt og veggrips við flestar grasaðstæður.

    Ef dregið er úr mótvæginu getur sláttubúnaðurinn orðið stöðugri en veggripið minnkað. Ef mótvægið er aukið getur veggripið aukist en aftur á móti getur það haft neikvæð áhrif á útlit grass eftir slátt. Leiðbeiningar um stillingu mótvægisþrýstings er að finna í þjónustuhandbók dráttarvélarinnar.

    Lausn á útliti eftir slátt

    Frekari upplýsingar er að finna í Bilanaleitarhandbók vegna útlits eftir slátt á www.Toro.com.

    Notkun viðeigandi sláttutækni

    • Virkja skal sláttubúnaðinn og aka varlega inn á sláttusvæðið þegar hefja á slátt. Lækkið sláttubúnaðinn þegar fremri sláttubúnaðurinn er yfir sláttusvæðinu.

    • Stundum er eftirsóknarvert að ná fram faglegum beinum línum og röndum við slátt, en þá skal finna tré eða annan hlut í fjarlægð og aka beint að honum.

    • Lyftið upp sláttubúnaðinum strax og fremri sláttubúnaðurinn nær að endimörkum sláttusvæðisins og snúið við í dropalaga beygju til að undirbúa næstu umferð.

    • Til að slá í kringum glompur, tjarnir og þess háttar skal nota hliðrunarbúnaðinn og færa stjórnstöngina til hægri eða vinstri eftir sláttuaðferð. Einnig er hægt að hliðra sláttubúnaðinum til að breyta hjólförunum.

    • Sláttubúnaðurinn á það til að þyrla grasi vinstra megin við sláttuvélina. Ef snyrt er í kringum glompur skal slá réttsælis til að forðast að grasið lendi í glompunni.

    • Boltaðar tætingshlífar eru í boði fyrir sláttubúnaðinn. Tætingshlífarnar hentar vel þegar grasinu er haldið við með reglulegu millibili til að þurfa ekki að slá meira en 25 mm af grasvexti fyrir hvern slátt. Það getur haft neikvæð áhrif á útlit grassins eftir slátt og kostað meira afl að slá grasið þegar of mikill grasvöxtur er sleginn með tætingshlífunum á. Tætingshlífarnar henta einnig vel við að tæta laufblöð á haustin.

    Að velja rétta sláttuhæðarstillingu sem hentar notkunarskilyrðum

    Sláið ekki meira en um það bil 25 mm eða ekki meira en þriðjung af grasblaðinu. Það gæti þurft að hækka sláttuhæðina ef um er að ræða mjög gróskumikið og þéttvaxið gras.

    Sláttur með beittum hnífum

    Beittur hnífur skilar hreinum skurði án þess að rífa eða tæta grasblöðin eins og bitlaus hnífur gerir. Rifið og tætt gras verður brúnt á endunum og það hægir á vexti og eykur hættu á sjúkdómum. Gangið úr skugga um að hnífurinn sé í góðu ástandi og bakkinn heillegur.

    Athugun á ástandi sláttubúnaðar

    Gangið úr skugga um að sláttuhólfin séu í góðu ástandi. Réttið úr öllum beyglum á íhlutum hólfsins til að tryggja nægt rými fyrir hnífsenda í hólfi.

    Viðhald sláttuvélar eftir slátt

    Eftir slátt skal skola vel af sláttuvélinni með garðslöngu án stúts til að koma í veg fyrir mengun í og skemmdum á þéttum og legum vegna of mikils vatnsþrýstings. Gangið úr skugga um að vatnskassinn og olíukælirinn séu lausir við óhreinindi eða afskurð. Eftir þrif skal leita eftir glussaleka, skemmdum og sliti á íhlutum vökvakerfis og vélrænum íhlutum og athuga bit á hnífum sláttubúnaðarins.

    Important: Eftir að sláttuvélin hefur verið þvegin skal hliðra sláttubúnaðinum frá vinstri til hægri nokkrum sinnum til að fjarlægja vatnið milli legublokka og krosshólks.

    Eftir notkun

    Öryggi eftir notkun

    Almennt öryggi

    • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið að viðhaldi og viðgerðum, hún þrifin eða sett í geymslu.

    • Hreinsið gras og óhreinindi af sláttubúnaði og hljóðkút og úr vélarrými til að koma í veg fyrir hættu á íkveikju. Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.

    • Ef sláttubúnaðurinn er í flutningsstöðu skal virkja vélrænan læsibúnað (ef hann er til staðar) áður en sláttuvélin er skilin eftir án eftirlits.

    • Leyfið vélinni að kólna áður en sláttuvélin er sett í geymslu innandyra.

    • Takið lykilinn úr og lokið fyrir eldsneyti (ef það er hægt) áður en sláttuvélin er sett í geymslu eða flutt.

    • Aldrei geyma sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.

    • Haldið sætisbeltum við og þrífið eftir þörfum

    Vinnuvélin flutt

    • Takið lykilinn úr og lokið fyrir eldsneyti (ef það er hægt) áður en sláttuvélin er sett í geymslu eða flutt.

    • Sýnið aðgát þegar sláttuvélin er sett á eða tekin af eftirvagni eða palli.

    • Notið skábrautir í fullri breidd við að aka honum á eftirvagn eða palla.

    • Festið vinnuvélina tryggilega.

    Staðsetning bindiauga

    Bindiaugu eru staðsett á fram- og afturhluta vinnuvélarinnar (Mynd 29).

    Note: Notið rétta DOT-samþykkta stroffu í fjórum hornum til að binda sláttuvélina.

    • tveir fyrir framan stýrishús stjórnandans

    • Afturdekk

    g192121g192122

    Vinnuvélinni ýtt eða hún dregin

    Í neyðartilvikum er hægt að færa sláttuvélina stutta vegalengd með því að nota hjáveituloka í vökvadælunni og ýta vélinni eða draga hana.

    Important: Ekki ýta vélinni eða draga hana hraðar en 3 til 4,8 km/klst. Ef sláttuvélinni er ýtt eða hún dregin hraðar getur gírkassinn skemmst. Ef flytja þarf vélina um langan veg skal nota vörubíl eða eftirvagn.

    Important: Hjáveitulokarnir verða alltaf að vera opnir þegar vélinni er ýtt eða hún flutt. Þegar lokið er við að ýta eða flytja vélina á æskilegan stað skal loka hjáveituloka.

    1. Finnið hjáveitulokann á dælunni (Mynd 30) og losið hann með því að snúa honum 90° (1/4 úr hring).

      g031610
    2. Ýtið eða dragið sláttuvélina.

    3. Ljúkið við að ýta eða draga sláttuvélina og lokið hjáveitulokanum með því að snúa honum 90° (1/4 úr hring).

      Important: Tryggið að hjáveitulokinn sé lokaður áður en vélin er gangsett. Ef vélin er keyrð með opnum loka veldur það ofhitnun í gírkassanum.

    Viðhald

    Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

    Note: Farið á www.Toro.com og leitið að viðkomandi vinnuvél í gegnum handbókartengilinn á heimasíðunni til að sækja ókeypis eintak af teikningum rafkerfis eða vökvakerfis.

    Ráðlögð viðhaldsáætlun/-áætlanir

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu klukkustundina
  • Herðið felgurærnar.
  • Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Athugið ástand og strekkingu allra reima.
  • Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu og síu.
  • Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið öryggissamlæsingarkerfið.
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Tæmið af vatnsskiljuna.
  • Þrýstingur hjólbarða kannaður.
  • Athugið hæð kælivökva vélarinnar.
  • Hreinsið óhreinindi af vatnskassanum og olíukælinum (oftar við óhreinar aðstæðar).
  • Kannið glussahæð.
  • Leitið eftir lekum, beygluðum lögnum, lausum festingum, sliti, lausum tengjum, veðrun og tæringu af völdum íðefna á glussalögnum og slöngum.
  • Athugið stöðvunartíma hnífsins.
  • Þrífið vinnuvélina.
  • Þrífið og haldið sætisbelti við.
  • Á 25 klukkustunda fresti
  • Kannið hæð rafvökvans.(Ef vélin er í geymslu skal athuga hana á 30 daga fresti.)
  • Á 50 klukkustunda fresti
  • Smyrjið legur og fóðringar.
  • Takið hlífina af loftsíunni og fjarlægið óhreinindi. Ekki fjarlægja síuna.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Athugið ástand og strekkingu allra reima.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Þjónustið loftsíuna.(Oftar við mjög rykugar eða óhreinar aðstæður)
  • Skiptið um smurolíu og síu.
  • Herðið felgurærnar.
  • Kannið virkni stöðuhemilsins.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skoðið eldsneytisleiðslur og tengingar.
  • Skipt um eldsneytissíu.
  • Á 500 klukkustunda fresti
  • Smyrjið legurnar í afturöxlinum.
  • Á 800 klukkustunda fresti
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
  • Skiptið um glussann þegar ráðlagður glussi var ekki notaður eða þegar fyllt var á geyminn með vökva af annarri gerð.
  • Ef ráðlagður glussi var ekki notaður eða ef fyllt var á geyminn með glussa af annarri gerð skal skipta um glussasíu (fyrr ef vísir fyrir reglubundið viðhald er á rauða svæðinu).
  • Á 1.000 klukkustunda fresti
  • Ef ráðlagður glussi er notaður skal skipta um glussasíu (fyrr ef vísir fyrir reglubundið viðhald er á rauða svæðinu).
  • Á 2.000 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann ef ráðlagður glussi er notaður.
  • Fyrir geymslu
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
  • Þrýstingur hjólbarða kannaður.
  • Skoðið allar festingar.
  • Sprautið feiti í eða smyrjið alla smurkoppa og snúningspunkta.
  • Lakkið rispaða fleti.
  • Á tveggja ára fresti
  • Skiptið um kælivökva vélar.
  • Tæmið og hreinsið glussageyminn.
  • Skiptið um slöngur sem hreyfast til.
  • Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notandahandbók vélarinnar.

    Gátlisti fyrir daglegt viðhald

    Afritið þessa blaðsíðu til að skrá reglubundið viðhald.

    ViðhaldsatriðiVika:
    MánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagurSunnudagur
    Athugið virkni öryggissamlæsingarkerfisins.       
    Athugið virkni hemils.       
    Kannið stöðu smurolíu.       
    Athugið vökvastöðu kælikerfisins.       
    Tæmið vatns-/eldsneytisskiljuna.       
    Skoðið loftsíuna, rykskálina og öryggislokann.       
    Hlustið eftir óvenjulegum vélarhljóðum.1       
    Leitið eftir óhreinindum í vatnskassa og síu.       
    Hlustið eftir óvenjulegum vinnsluhljóðum.       
    Athugið stöðu glussakerfis.       
    Leitið eftir skemmdum á vökvaslöngum.       
    Leitið eftir leka.       
    Athugið eldsneytisstöðu.       
    Kannið þrýsting í hjólbörðum.       
    Athugið virkni verkfæris.       
    Athugið stillingu sláttuhæðar.       
    Smyrjið í alla smurkoppa.2       
    Lagfærið lakk sem hefur flagnað eða skemmst.       
    Þrífið sláttuvélina.       
    Þrífið og haldið sætisbelti við.       

    1Athugið glóðarkerti og innspýtingarstúta ef reynist erfitt að gangsetja vélina, mikill reykur myndast eða gangur er skrykkjóttur.

    2Strax eftir hvern þvott óháð uppgefnum tíma á milli þrifa.

    Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í notkunarhandbók vélarinnar.

    Athugasemdir um atriði/svæði sem þarf að athuga betur

    Skoðun framkvæmd af:
    AtriðiDagsetningUpplýsingar
       
       
       
       

    Undirbúningur fyrir viðhald

    Öryggi við viðhaldsvinnu

    • Áður en stjórnandinn fer úr sæti sínu skal gera eftirfarandi:

      • Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu.

      • Aftengið aflúttakið og látið tengitækin síga.

      • Setjið stöðuhemilinn á.

      • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

      • Bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    • Ef lykillinn er skilinn eftir í svissinum getur hver sem er óvart gangsett vélina og valdið alvarlegum meiðslum á stjórnanda eða öðrum nærstöddum. Takið lykilinn úr svissinum áður en viðhaldi er sinnt.

    • Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

    • Ef sláttubúnaðurinn er í flutningsstöðu skal virkja vélrænan læsibúnað (ef hann er til staðar) áður en sláttuvélin er skilin eftir án eftirlits.

    • Ekki sinna viðhaldi með vélina í gangi, ef því verður við komið. Haldið öruggri fjarlægð frá hlutum á hreyfingu.

    • Setjið alltaf búkka undir sláttuvélina þegar unnið er undir henni.

    • Losið þrýsting varlega úr íhlutum með uppsafnaða orku.

    • Haldið öllum hlutum sláttuvélarinnar í góðu ásigkomulagi og tryggið að vélbúnaður sé vel hertur, sérstaklega festibúnaður hnífanna.

    • Skiptið um slitnar eða skemmdar merkingar.

    • Notið eingöngu upprunalega varahluti frá Toro til að tryggja örugga notkun og bestu afköst sláttuvélarinnar. Varahlutir frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.

    Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald

    1. Gangið úr skugga um að aflúttakið sé aftengt.

    2. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

    3. Setjið stöðuhemilinn á.

    4. Lækkið sláttubúnaðinn ef þörf krefur.

    5. Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.

    6. Snúið svissinum í STöðVUNARSTöðU og fjarlægið hann.

    7. Látið íhluti vélarinnar kólna áður en viðhaldi er sinnt.

    Vélarhlíf fjarlægð

    1. Opnið vélarhlífina.

    2. Fjarlægið splittið sem festir ás vélarhlífarinnar við festingarnar (Mynd 31).

      g031613
    3. Rennið vélarhlífinni til hægri, lyftið hinni hliðinni og togið hana úr festingunum.

    Note: Gerið þetta í öfugri röð til að setja vélarhlífina á.

    Notkun viðhaldsloka sláttubúnaðar

    Þegar viðhaldsvinna fer fram á sláttubúnaðinum skal nota viðhaldslokann til að forðast meiðsli.

    1. Miðjusetjið hliðrunareiningu sláttubúnaðarins með vinnuvélinni.

    2. Lyftið sláttubúnaðinum í flutningsstöðu.

    3. Setjið stöðuhemilinn á og drepið á vélinni.

    4. Losið klinkustöngina frá umgjörð burðargrindar að framan (Mynd 32).

      g031614
    5. Lyftið ytra byrði sláttubúnaðar að framan og setjið klinkuna yfir grindarpinnann sem festur er framan á stýrishúsi stjórnandans (Mynd 32).

    6. Setjist í sæti stjórnanda og gangsetjið vélina.

    7. Lækkið sláttubúnaðinn í sláttuhæð.

    8. Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

    9. Gerið þetta í öfugri röð til að losa sláttubúnaðinn.

    Smurning

    Smurning á legum og fóðringum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Smyrjið legur og fóðringar.
  • Á 500 klukkustunda fresti
  • Smyrjið legurnar í afturöxlinum.
  • Á sláttuvélinni eru smurkoppar sem nauðsynlegt er að smyrja reglulega með litíumfeiti nr. 2. Smyrjið einnig sláttuvélina strax eftir þvott.

    Staðsetningar smurkoppa og magn smurfeiti í þá er eftirfarandi:

    • Ás sláttubúnaðar að aftan (Mynd 33)

      g008894
    • Ás sláttubúnaðar að framan (Mynd 34)

      g008895
    • 2 tjakkaendar hliðrunarbúnaðar (Mynd 35)

      g008896
    • Stýrispinni (Mynd 36)

      g195307
    • 2 pinnar lyftuarms að aftan og lyftitjakkur (Mynd 37)

      g008898
    • 2 pinnar lyftuarms vinstra megin að framan og lyftitjakkur (Mynd 38)

      g008899
    • 2 pinnar lyftuarms hægra megin að framan og lyftitjakkur (Mynd 39)

      g008900
    • Hlutlaus stillingarbúnaður (Mynd 40)

      g008901
    • Sláttu-/aksturssleði (Mynd 41)

      g008902
    • Strekkiás reimar (Mynd 42)

      g008903
    • Stýristjakkur (Mynd 43)

      g008904
    • 2 (á hvern sláttubúnað) legur á spindilás sláttubúnaðar (Mynd 44)

      Note: Hægt er að nota þá fóðringu sem er auðveldara að ná til. Dælið feiti inn í smurkoppinn þar til lítið magn kemur út neðst á spindilhúsinu (undir sláttubúnaðinum).

      g008906
    • 2 (á hvern sláttubúnað) keflalegur að aftan (Mynd 45)

      g195309

      Note: Gangið úr skugga um að smurningsrauf hverrar keflisfestingar flútti við smurgatið á sitthvorum enda keflisskaftsins. Það er merki á öðrum enda keflisskaftsins sem auðveldar staðsetningu rauf við gat.

      Important: Ekki smyrja krosshólk hliðrunarbúnaðar. Legublokkirnar smyrjast af sjálfu sér.

    Viðhald vélar

    Vélaröryggi

    • Drepið á vélinni og takið lykilinn úr áður en olían er könnuð eða olíu hellt á sveifarhúsið.

    • Ekki breyta gangráðshraðanum eða setja vélina á yfirsnúning.

    Unnið við loftsíu

    Leitið eftir skemmdum á húsi loftsíunnar, sem mögulega gætu valdið loftleka, og skiptið um ef það er skemmt. Leitið eftir leka, skemmdum eða lausum hosuklemmum á öllu inntakskerfinu. Skoðið einnig tengingar gúmmíinntaksslöngu hjá loftsíunni og hverfilforþjöppunni til að ganga úr skugga um að tengingarnar séu í lagi.

    Tryggið að lokið sitji rétt og loki loftsíuhúsinu.

    Viðhald loftsíuhlífar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 50 klukkustunda fresti
  • Takið hlífina af loftsíunni og fjarlægið óhreinindi. Ekki fjarlægja síuna.
  • Leitið eftir skemmdum á húsi loftsíunnar, sem mögulega gætu valdið loftleka. Skiptið um loftsíuhúsið ef það er skemmt.

    Hreinsið loftsíuhlífina (Mynd 46).

    g031340

    Viðhald loftsíu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Þjónustið loftsíuna.(Oftar við mjög rykugar eða óhreinar aðstæður)
    1. Áður en sían er fjarlægð skal nota hreint og þurrt lágþrýstiloft (275 kPa eða 40psi) til að fjarlægja stærri óhreinindi sem kunna að hafa safnast saman utan á aðalsíunni og hylkinu.

      Important: Ekki nota háþrýstiloft sem getur þrýst óhreinindum í gegnum síuna og inn í inntakið og valdið skemmdum. Þetta hreinsunarferli kemur í veg fyrir að óhreinindi komist inn í inntakið þegar aðalsían er fjarlægð.

    2. Fjarlægið aðalsíuna (Mynd 47).

      Important: Ekki hreinsa notaða síu til að koma í veg fyrir skemmdir á síuefni. Leitið eftir skemmdum á nýju síunni og skoðið þétti á síunni og húsinu. Ekki nota skemmda síu.

      Important: Reynið ekki að þrífa öryggissíuna. Skiptið um öryggissíu eftir þriðja hvert viðhald á aðalsíu (Mynd 48).

      g032050
      g008861
    3. Skiptið um aðalsíuna (Mynd 47).

    4. Setjið nýju síuna í með því að þrýsta ytri brún síunnar í sæti hylkisins.

      Note: Ekki beita þrýstingi á sveigjanlegan miðhluta síunnar.

    5. Hreinsið losunarop fyrir óhreinindi á lokinu.

    6. Fjarlægið úttaksloka úr gúmmíi af lokinu, hreinsið opið og skiptið um úttaksloka.

    7. Komið lokinu aftur á, látið úttakslokann úr gúmmíi snúa niður á við, eða örlítið til vinstri eða hægri séð frá enda lokans og festið klinkuna (Mynd 47).

    Smurolíuvinna

    Staða smurolíu könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið stöðu smurolíu.
  • Vélin er afhent með olíu í sveifarhúsinu. Engu að síður þarf að kanna stöðu smurolíunnar fyrir og eftir að vélin er fyrst gangsett.

    Rúmtak sveifarhúss er u.þ.b. 2,8 l með síunni.

    Notið Toro Premium Engine Oil-smurolíu eða aðra gæðasmurolíu með lítið öskuinnihald sem uppfyllir eftirfarandi forskriftir:

    • Áskilin API-flokkun: CH-4, CI-4 eða hærri.

    • Ráðlögð olía: SAE 15W-40 yfir -17ºC

    • Önnur olía: SAE 10W-30 eða 5W-30 (allt hitastig)

    Note: Toro Premium Engine Oil-smurolía er fáanleg hjá næsta dreifingaraðila með seigjustigi 15W-40 eða 10W-30. Frekari ráðleggingar er einnig að finna í notendahandbók sláttuvélarinnar (fylgir með vélinni).

    Note: Ráðlagt er að athuga smurolíuhæðina þegar vélin er köld og áður en hún hefur verið gangsett. Leyfið olíunni að renna aftur niður í pönnuna í a.m.k. 10 mínútur áður en smurolíuhæðin er athuguð ef vélin hefur verið gangsett. Þegar olíuhæðin liggur við eða er lægri en merkingin ADD (fylla á) á olíukvarðanum skal fylla á með olíu að merkingunni FULL (fullt). Yfirfyllið ekki. Ekki er þörf á að fylla á olíu ef olíuhæðin er á milli merkinganna FULL og ADD.

    Gangið úr skugga um að olíuhæðin sé eins og sýnt er á Mynd 49.

    g029301

    Skipt um smurolíu og síu

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar
  • Skiptið um smurolíu og síu.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Skiptið um smurolíu og síu.
    1. Setjið vélina í gang og látið hana ganga í 5 mínútur til að hita olíuna.

    2. Þegar vélinni er lagt á jafnsléttu skal drepa á henni, taka lykilinn úr og bíða eftir að allir hlutir hafi stöðvast áður en staðið er upp úr sætinu.

    3. Skiptið um smurolíu, eins og sýnt er á Mynd 50.

      g031623
    4. Skiptið um smurolíusíuna eins og sýnt er á Mynd 51.

      g027477

    Viðhald eldsneytiskerfis

    Eldsneytisgeymirinn tæmdur

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 800 klukkustunda fresti
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
  • Fyrir geymslu
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn.
  • Tæmið og hreinsið eldsneytisgeyminn einnig utan áætlaðra þjónustutíma ef óhreinindi komast í hann eða ef setja á sláttuvélina í geymslu í langan tíma. Notið hreint eldsneyti til að skola geyminn.

    Skoðun eldsneytisleiðsla og tenginga

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 400 klukkustunda fresti
  • Skoðið eldsneytisleiðslur og tengingar.
  • Leitið eftir sliti, skemmdum eða lausum tengingum á eldsneytisleiðslum.

    Vatnsskiljan þjónustuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Tæmið af vatnsskiljuna.
  • Á 400 klukkustunda fresti
  • Skipt um eldsneytissíu.
  • Tappað af vatnsskilju

    1. Setjið afrennslispönnu undir eldsneytissíuna.

    2. Losið um afrennslislok neðst á síunni (Mynd 52).

      g031634
    3. Herðið lokann eftir tæmingu.

    Skipt um eldsneytissíu

    1. Hreinsið svæðið þar sem síunni er komið fyrir (Mynd 52).

    2. Fjarlægið síuna og hreinsið festisvæðið.

    3. Smyrjið pakkningu síunnar með hreinni olíu.

    4. Festið síuna með höndunum þar til pakkningin snertir festiflötinn og snúið henni síðan 1/2 úr hring til viðbótar.

    Eldsneytiskerfið lofttæmt

    1. Sinnið undirbúningsvinnu viðhalds; sjá Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald

    2. Tryggið að eldsneytisgeymirinn sé að minnsta kosti hálffullur.

    3. Opnið vélarhlífina.

      Hætta

      Við tiltekin skilyrði eru dísileldsneyti og eldsneytisgufur sérstaklega eldfim og sprengifim. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.

      Aldrei reykja við meðhöndlun eldsneytis og haldið því fjarri opnum eldi, annars er hætta á að neistaflug geti kveikt í eldsneytisgufum.

    4. Opnið loftskrúfuna á eldsneytisdælunni (Mynd 53).

      g031609
    5. Snúið lyklinum í svissinum í KVEIKTA stöðu.

      Note: Rafknúna eldsneytisdælan fer í gang og þrýstir lofti út um loftskrúfuna. Hafið svissað á þar til eldsneyti streymir stöðugt út um skrúfuna.

    6. Herðið skrúfuna og svissið AF.

    Note: Alla jafna fer vélin í gang eftir þessa aðgerð. Ef vélin fer aftur á móti ekki í gang kann loft að sitja fast á milli innsprautunardælunnar og spíssanna; sjá Lofti tappað af spíssum.

    Lofti tappað af spíssum

    Note: Notið þessa aðferð eingöngu ef eldsneytiskerfið hefur verið lofttæmt eftir hefðbundnum leiðum og vélin fer samt ekki í gang; sjá Eldsneytiskerfið lofttæmt.

    1. Losið röratenginguna á stút nr. 1 og festingu (Mynd 54).

      g031615
    2. Færið inngjöfina í FAST (hraða) stöðu.

    3. Snúið lyklinum í svissinum á GANGSETNINGARSTöðU og fylgist með eldsneytisflæði um tenginguna.

      Note: Snúið lyklinum í SLöKKTA stöðu þegar flæðið er orðið stöðugt.

    4. Herðið röratenginguna kyrfilega.

    5. Endurtakið þetta ferli fyrir hina stútana.

    Viðhald rafkerfis

    Öryggi rafkerfis

    • Aftengið rafgeyminn áður en gert er við sláttuvélina. Aftengið mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

    • Hlaðið rafhlöðuna á opnu og vel loftræstu svæði, fjarri neistum og opnum eldi. Takið hleðslutækið úr sambandi áður en rafhlaðan er tengd eða aftengd. Klæðist hlífðarfatnaði og notið einangruð verkfæri.

    Unnið við rafgeymi

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 25 klukkustunda fresti
  • Kannið hæð rafvökvans.(Ef vélin er í geymslu skal athuga hana á 30 daga fresti.)
  • Viðhaldið réttu magni af geymasýru og haldið efri hluta rafgeymisins hreinum. Ef sláttuvélin er geymd á heitum stað tapar rafgeymirinn hleðslunni hraðar en ef hún er geymd á köldum stað.

    Notið eimað eða steinefnasneytt vatn til að halda hæð geymasýrunnar í hólfinu. Ekki fylla á hólfin yfir neðri hluta splitthringja innan í hverju hólfi. Setjið á áfyllingarlokin þannig að loftopin vísi aftur (í átt að eldsneytigeyminum).

    Hætta

    Geymasýra inniheldur brennisteinssýru sem er banvæn við inntöku og veldur alvarlegum brunasárum.

    • Gætið þess að innbyrða ekki geymasýru og varist snertingu við húð, augu og fatnað. Notið hlífðargleraugu til að verja augu og gúmmíhanska til að verja hendur.

    • Fylla skal á rafgeyminn þar sem gott aðgengi er að hreinu vatni til að skola húðina.

    Haldið efri hluta rafgeymisins hreinum með því að hreinsa hann reglulega með bursta bleyttum í ammoníaki eða matarsódalausn. Skolið hann með vatni að þrifum loknum. Ekki taka áfyllingarlokin áður en rafgeymirinn er hreinsaður.

    Rafgeymiskaplarnir þurfa að vera vel hertir á skautunum til að tryggja góða rafmagnstengingu.

    Viðvörun

    Rangt lagðir rafgeymiskaplar geta valdið skemmdum á vélinni og köplunum sem leitt geta til neistaflugs. Neistar geta kveikt í lofttegundunum frá rafgeyminum og valdið sprengingu og meiðslum á fólki.

    • Aftengið alltaf mínusrafgeymiskapalinn (svartur) áður en plúskapallinn (rauður) er aftengdur.

    • Tengið alltaf plúsrafgeymiskapalinn (rauður) áður en mínuskapallinn (svartur) er tengdur.

    Ef skautin eru farin að tærast skal aftengja kaplana (mínuskapalinn (-) fyrst) og skrapa af klemmunum og skautunum sitt í hvoru lagi. Tengið kaplana (plúskapalinn (+) fyrst) og berið vaselín á skautin.

    Unnið við öryggi

    Öryggin í rafkerfi véla eru undir stjórnborðshlífinni.

    Ef sláttuvélin stöðvast eða önnur vandamál tengd rafmagni koma upp skal skoða öryggin. Fjarlægið eitt öryggi í einu til að kanna hvort eitthvert þeirra er sprungið.

    Important: Ef skipta þarf um öryggi skal alltaf nota öryggi af sömu gerð og sama straumstyrk og það sem verið er að skipta um. Notkun annarra öryggja getur valdið skemmdum á rafkerfinu. Á merkingunni hjá öryggjunum er að finna skýringarmynd yfir öryggin og straumstyrk þeirra.

    Note: Ef öryggi springa oft kann að vera skammhlaup til staðar í rafkerfinu. Fáið vottað tæknifólk til að gera við það.

    Viðhald drifkerfis

    Þrýstingur hjólbarða kannaður

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Þrýstingur hjólbarða kannaður.
  • Hætta

    Lítill loftþrýstingur í hjólbörðum minnkar stöðugleika sláttuvélar í hliðarhalla. Sláttuvélin getur oltið og valdið meiðslum eða dauða.

    Forðist að hafa of lítið loft í hjólbörðunum.

    Réttur loftþrýstingur í hjólbörðum er 97 til 124 kPa (14 til 18 psi) eins og sýnt er á Mynd 55.

    Important: Viðhaldið þrýstingi í öllum hjólbörðum til að tryggja skilvirkan slátt og góð afköst vélarinnar.Athugið loftþrýsting í öllum hjólbörðum áður en vélin er notuð.

    g001055

    Hersla á felguróm athuguð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu klukkustundina
  • Herðið felgurærnar.
  • Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Herðið felgurærnar.
  • Á 200 klukkustunda fresti
  • Herðið felgurærnar.
  • Herðið felgurærnar í 61 til 88 N m.

    Viðvörun

    Meiðsl geta orðið á fólki ef ekki er viðhaldið réttri herslu á felguróm hjólsins.

    Herðið felgurær hjólsins að réttu herslugildi.

    Stilling hlutlausrar stöðu akstursdrifs

    Ef vinnuvélin hreyfist þegar dráttarfótstigið er í HLUTLAUSRI stöðu verður að stilla dráttarkambinn.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, látið sláttubúnaðinn síga, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni og takið lykilinn úr svissinum.

    2. Skorðið fram- og afturhjólin á annarri hliðinni.

    3. Lyftið fram- og afturhjólum á hinni hliðinni frá jörðu og komið stoðum fyrir undir grindinni.

      Viðvörun

      Ef sláttuvélin er ekki studd á fullnægjandi hátt getur hún fallið fyrir slysni og skaðað þá sem eru undir henni.

      Lyfta verður fram- og afturhjóli frá jörðu. Annars getur sláttuvélin hreyfst til við stillinguna.

    4. Losið lásróna á stillikambi dráttar (Mynd 56).

      g008922

      Viðvörun

      Vélin verður að vera í gangi til að hægt sé að gera lokastillingu á stillikambi dráttarins. Meiðsli geta orðið ef komið er við heita hluti eða hluti á hreyfingu.

      Haldið höndum, fótum, andliti og öðrum líkamshlutum í öruggri fjarlægð frá hljóðkútnum, öðrum heitum hlutum vélarinnar og hlutum sem snúast.

    5. Gangsetjið vélina og snúið sexkantsboltum kambsins í báðar áttir til að finna miðpunkt hlutlausrar stöðu.

    6. Herðið lásróna til að festa stillinguna.

    7. Drepið á vélinni.

    8. Fjarlægið stoðirnar og látið vinnuvélina síga til jarðar. Prófið að aka vinnuvélinni til að ganga úr skugga um að hún hreyfist ekki úr stað þegar dráttarfóstigið er í hlutlausri stöðu.

    Viðhald kælikerfis

    Öryggi tengt kælikerfi

    • Inntaka kælivökva vélar getur valdið eitrun; geymið þar sem börn og gæludýr ná ekki til.

    • Heitur kælivökvi sem sprautast út eða snerting við heitan vatnskassa og nærliggjandi hluti getur valdið alvarlegum brunasárum.

      • Bíðið alltaf með að fjarlægja vatnskassalokið í minnst 15 mínútur á meðan vélin kólnar.

      • Notið tusku þegar vatnskassalokið er skrúfað laust og opnið lokið rólega til að hleypa gufu út.

    • Ekki vinna á sláttuvélinni án hlífa á viðeigandi stöðum.

    • Haldið fingrum, höndum og klæðnaði í öruggri fjarlægð frá viftu og drifreim á hreyfingu.

    Tæknilýsing kælivökva

    Kælivökvageymirinn er fylltur í verksmiðjunni með 50/50-lausn af vatni og endingargóðum etýlenglýkól-kælivökva.

    Important: Notið aðeins kælivökva sem fæst í verslunum og uppfyllir tæknilýsinguna sem kemur fram í staðlatöflu fyrir endingargóða kælivökva.Ekki skal nota hefðbundinn (grænan) IAT-kælivökva (ólífræn sýrutækni) á vélina. Ekki skal blanda saman hefðbundnum kælivökva og endingargóðum kælivökva.

    Tafla kælivökvagerða

    Etýlenglýkól-kælivökvi

    Kælivökvi með tæringarvörn

    Endingargóður frostlögur

    Lífræn sýrutækni (OAT)

    Important: Ekki treysta á lit kælivökvans til að greina á milli hefðbundins (græns) IAT-kælivökva og endingargóðs kælivökva.Framleiðendur kælivökva kunna að bæta einhverjum eftirfarandi lita út í endingargóða kælivökva: rauðum, bleikum, appelsínugulum, gulum, bláum, blágrænum, fjólubláum eða grænum. Notið kælivökva sem uppfyllir kröfur tæknilýsingarinnar sem kemur fram á staðlatöflu endingargóðra kælivökva.

    Staðlar endingargóðra kælivökva

    ATSM International

    SAE International

    D3306 og D4985

    J1034, J814 og 1941

    Important: Styrkur kælivökva ætti að vera 50/50-blanda kælivökva og vatns.

    • Ákjósanlegt: Æskilegt er að blanda óblönduðum kælivökva við eimað vatn.

    • Ákjósanlegur valkostur: Ef eimað vatn er ekki tiltækt skal nota forblandaðan kælivökva en ekki óblandaðan.

    • Lágmarkskröfur: Ef hvorki eimað vatn né forblandaður kælivökvi eru til taks skal blanda óblönduðum kælivökva við hreint drykkjarvatn.

    Skoðun kælikerfis

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið hæð kælivökva vélarinnar.
  • Á tveggja ára fresti
  • Skiptið um kælivökva vélar.
  • Hreinsið óhreinindi af vatnskassanum (Mynd 57).

    g195255

    Hreinsið vatnskassann á klukkustundar fresti ef aðstæður eru mjög rykugar og aurugar; sjá Hreinsun kælikerfis.

    Fyllt er á kælikerfið með 50/50-lausn vatns og varanlegs etýlenglýkólfrostlagar. Athugið stöðu kælivökvans í upphafi hvers dags áður en vélin er gangsett.

    Rúmtak kælikerfisins er u.þ.b. 5,7 l.

    Varúð

    Þegar vélin hefur verið í gangi er hætta á að heitur kælivökvi undir þrýstingi leki út og valdi brunasárum.

    • Ekki opna vatnskassalokið þegar vélin er í gangi.

    • Notið tusku þegar vatnskassalokið er skrúfað laust og opnið lokið rólega til að hleypa gufu út.

    1. Athugið stöðu kælivökva á þenslukeri (Mynd 58).

      Note: Staða kælivökvans þegar vélin er köld á að vera u.þ.b. mitt á milli merkjanna á hlið geymisins.

      g031618
    2. Ef staða kælivökva er lág skal taka lokið af þenslukerinu og fylla á kerfið.

      Note: Yfirfyllið ekki.

    3. Setjið lokið aftur á þenslukerið.

    Hreinsun kælikerfis

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Hreinsið óhreinindi af vatnskassanum og olíukælinum (oftar við óhreinar aðstæðar).
    1. Lyftið hlífinni.

    2. Hreinsið vandlega öll óhreinindi úr vélarrýminu.

    3. Byrjið framan á vatnskassanum og blásið óhreinindunum með þrýstilofti í átt að aftanverðum vatnskassanum.

    4. Hreinsið vatnskassa frá bakhliðinni og blásið út að framan.

      Note: Endurtakið verklagið nokkrum sinnum þar til allt hismi og óhreinindi hafa verið fjarlægð.

      Important: Hreinsun vatnskassa með vatni getur valdið ótímabærri tæringu og skemmdum á íhlutum og samþjöppun á óhreinindum.

      g195255
    5. Lokið og festið hlífina.

    Viðhald hemla

    Stöðuhemill stilltur

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 200 klukkustunda fresti
  • Kannið virkni stöðuhemilsins.
    1. Losið stilliskrúfuna sem festir hnúðinn við stöðuhemilsstöngina (Mynd 60).

      g031637
    2. Herðið hnúðann í 41 til 68 N m til að virkja stöngina.

    3. Herðið stilliskrúfuna.

    Viðhald reimar

    Viðhald á vélarreimum

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Eftir fyrstu 10 klukkustundirnar
  • Athugið ástand og strekkingu allra reima.
  • Á 100 klukkustunda fresti
  • Athugið ástand og strekkingu allra reima.
  • Strekking riðstraumsrafals athuguð

    1. Opnið vélarhlífina.

    2. Beitið 30 N þrýstingi á reim riðstraumsrafalsins, mitt á milli trissanna (Mynd 61).

      g031638
    3. Ef reimin sveigist ekki um 11 mm skal ljúka eftirfarandi verklagi til að spenna reimina:

      1. Losið um boltann sem festir stífuna við vélina og boltann sem festir riðstraumsrafalinn við stífuna.

      2. Stingið kúbeini á milli riðstraumsrafalsins og vélarinnar og spennið upp riðstraumsrafalinn.

      3. Þegar rétt spenna næst skal herða riðstraumsrafalinn og bolta stífunnar til að festa stillinguna.

    Skipt um vökvareim

    1. Setjið bitaskrúfjárn eða lítið stykki úr slöngu á enda strekkigorms reimar.

      Varúð

      Gormurinn sem strekkir reimina er undir miklu álagi og meiðsli geta orðið ef gormastrekkingin er ekki losuð á réttan hátt.

      Sýnið aðgát þegar spenna gormsins er losuð og skipt um reim.

    2. Ýtið fjöðrunarendanum niður og fram til að taka hann úr festingunni og losa spennu gormsins (Mynd 62).

      g031639
    3. Skiptið um reimina.

    4. Gerið þetta í öfugri röð til að spenna gorminn.

    Viðhald stýrikerfis

    Inngjöfin stillt

    1. Staðsetjið inngjafarstöngina aftur á við þannig að hún stöðvist á rauf stjórnborðsins.

    2. Losið um tengibúnað inngjafar á armstöng innsprautunardælu (Mynd 63).

      g031640
    3. Haldið armstöng innsprautunardælu gegnt stöðvun á hægum lausagangi og herðið tengibúnað kapalsins.

    4. Losið um skrúfurnar sem festa inngjöfina við stjórnborðið.

    5. Ýtið inngjafarstjórnstönginni alveg fram.

    6. Rennið inn stöðvunarplötunni þar til hún snertir inngjafarstöngina og herðið skrúfurnar sem festa inngjafarstjórnunina við stjórnborðið.

    7. Ef inngjöfin helst ekki í réttri stöðu meðan á notkun stendur skal herða stoppróna, sem notuð er til að stilla núningsbúnaðinn á inngjafarstönginni, í 5 til 6 N·m.

      Note: Hámarksaflið sem þarf til að stjórna inngjafarstönginni ætti að vera 27 Nm.

    Viðhald vökvakerfis

    Öryggi tengt vökvakerfi

    • Leitið tafarlaust til læknis ef glussi sprautast undir húð. Læknir verður að fjarlægja glussa sem kemst undir húð með skurðaðgerð innan nokkurra klukkustunda frá slysi.

    • Tryggið að allar vökvaslöngur og -leiðslur séu í góðu ásigkomulagi og að öll vökvatengi séu vel hert áður en þrýstingi er hleypt á vökvakerfið.

    • Haldið líkama og höndum í öruggri fjarlægð frá hárfínum leka eða stútum sem sprauta út glussa undir miklum þrýstingi.

    • Notið bylgjupappa eða pappír til að finna glussaleka.

    • Losið allan þrýsting af vökvakerfinu áður en unnið er við það.

    Viðhald glussa

    Forskriftir fyrir glussa

    Geymirinn er fylltur í verksmiðju með hágæða glussa. Athugið glussahæðina áður en vélin er gangsett í fyrsta sinn og daglega þar á eftir, sjá Staða glussa könnuð.

    Ráðlagður glussi fyrir glussaskipti: Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid sem fæst í 19 l fötum eða 208 l tunnum.

    Note: Þegar notaður er ráðlagður vökvi á vinnuvélina er ekki þörf á því að skipta eins oft um vökva og síur.

    Aðrar gerðir af glussa: Í tilvikum þegar Toro PX Extended Life Hydraulic Fluid er ekki tiltækur er hægt að nota aðra hefðbundna jarðolíuglussa með sömu forskriftir og alla tilgreinda efnislega eiginleika og uppfylla staðla í iðnaði. Notið ekki syntetískan vökva. Leitið ráða hjá söluaðila smurefnisins til að fá ábendingar um hentugan glussa.

    Note: Toro tekur enga ábyrgð á skemmdum vegna notkunar rangrar gerðar af glussa og þar af leiðandi skal eingöngu nota vörur frá áreiðanlegum framleiðendum sem geta ábyrgst vörur sínar.

    Glussi með slitvörn og háan seigjuvísi/lág rennslismörk, ISO VG 46

    Efniseiginleikar: 
     Seigja, ASTM D445cSt @ 40°C (104°F) 44 til 48
     Seigjustuðull, ASTM D2270140 eða hærri
     Rennslismark, ASTM D97-37°C til -+45°C
     Forskriftir iðnaðarstaðla:Eaton Vickers 694 (I-286-S, M-2950-S/35VQ25 eða M-2952-S)

    Note: Margar gerðir glussa eru nánast litlausar og því erfitt að greina þær við leka. Rautt litarefni fyrir glussa er í boði í 20 ml flöskum. Ein flaska dugar fyrir 15 til 22 l af glussa. Pantið hlutarnr. 44-2500 frá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Important: Þolmikill, sérframleiddur og vistvænn glussi frá Toro er eini sérframleiddi, lífbrjótanlegi glussinn samþykktur af Toro. Slíkur glussi er samhæfur við gúmmílíkið sem er notað í vökvakerfum Toro og hentar til notkunar við ólík hitastig. Slíkur glussi er samhæfur við hefðbundnar jarðolíur. Hins vegar ætti að vökvakerfið vandlega með hefðbundnum glussa til að ná fram hámarks lífbrjótanleika og afköstum. Olían fæst í 19 l fötum eða 208 l tunnum hjá viðurkenndum dreifingaraðila Toro.

    Staða glussa könnuð

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Kannið glussahæð.
    1. Sinnið undirbúningsvinnu viðhalds; sjá Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.

    2. Hreinsið svæðið í kringum áfyllingarstútinn og lok glussageymisins (Mynd 64).

      g031641
    3. Fjarlægið lok glussageymisins (Mynd 64).

    4. Takið olíukvarðann úr og strjúkið af honum með hreinum klút.

    5. Stingið olíukvarðanum í áfyllingarstútinn; takið hann aftur úr og athugið vökvahæðina.

      Note: Vökvahæðin ætti að vera innan 6 mm frá merkingunni á olíukvarðanum.

    6. Þegar vökvahæðin er lág skal fylla á með tilgreindum vökva þar til vökvahæðin er við FULLA merkingu.

    7. Komið olíukvarðanum og lokinu fyrir á áfyllingarstútnum.

    Skipt um glussann

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 800 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann þegar ráðlagður glussi var ekki notaður eða þegar fyllt var á geyminn með vökva af annarri gerð.
  • Á 2.000 klukkustunda fresti
  • Skiptið um glussann ef ráðlagður glussi er notaður.
  • Á tveggja ára fresti
  • Tæmið og hreinsið glussageyminn.
  • Rúmtak glussa: 13,2 l

    Hafið samband við dreifingaraðila Toro á staðnum til að skola kerfið ef vökvi mengast. Mengaður glussi virðist mjólkurlitaður eða svartur.

    1. Drepið á vélinni og opnið hlífina.

    2. Aftengið vökvalínuna eða fjarlægið vökvasíuna og látið glussann renna í afrennslispönnu (Mynd 67 og Mynd 65).

      g031643
    3. Tengið vökvaleiðsluna þegar glussinn hættir að renna af (Mynd 65).

    4. Fyllið á geyminn (Mynd 66) með u.þ.b. 13,2 lítrum af glussa; sjá Forskriftir fyrir glussa og Staða glussa könnuð.

      Important: Notið eingöngu tilgreinda glussa. Vökvar af annarri gerð geta skemmt kerfið.

      g031641
    5. Setjið lokið á geyminn.

    6. Gangsetjið vélina.

    7. Notið allan vökvastjórnbúnað til að dreifa glussanum um kerfið og leitið eftir lekum áður en drepið er á vélinni.

    8. Athugið vökvahæðina og fyllið á þar til náð er upp í HáMARK á olíukvarðanum.

      Note: Yfirfyllið ekki.

    Skipt um glussann

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Á 800 klukkustunda fresti
  • Ef ráðlagður glussi var ekki notaður eða ef fyllt var á geyminn með glussa af annarri gerð skal skipta um glussasíu (fyrr ef vísir fyrir reglubundið viðhald er á rauða svæðinu).
  • Á 1.000 klukkustunda fresti
  • Ef ráðlagður glussi er notaður skal skipta um glussasíu (fyrr ef vísir fyrir reglubundið viðhald er á rauða svæðinu).
  • Notið nýja síu frá Toro (hlutarnr. 86-3010).

    Important: Notkun annarra sía getur ógilt ábyrgð tiltekinna íhluta.

    1. Sinnið undirbúningsvinnu viðhalds; sjá Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.

    2. Takið slönguna af plötu síufestingar.

    3. Hreinskið í kringum festisvæði síunnar, setjið afrennslispönnu undir síuna og fjarlægið síuna (Mynd 67).

      g195308
    4. Smyrjið nýju síupakkninguna og fyllið á síuna með glussa.

    5. Gangið úr skugga um að festisvæði síunnar sé hreint og skrúfið síuna á þar til þéttið snertir festiplötuna; herðið svo síuna um hálfan hring.

    6. Tengið slönguna við plötu síufestingar.

    7. Gangsetjið vélina og látið hana ganga í um tvær mínútur til að lofttæma kerfið.

    8. Drepið á vélinni og leitið eftir leka.

    Glussalagnir og slöngur skoðaðar

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Leitið eftir lekum, beygluðum lögnum, lausum festingum, sliti, lausum tengjum, veðrun og tæringu af völdum íðefna á glussalögnum og slöngum.
  • Á tveggja ára fresti
  • Skiptið um slöngur sem hreyfast til.
  • Leitið eftir lekum, beygluðum lögnum, lausum festingum, sliti, lausum tengjum, veðrun og tæringu af völdum íðefna á glussalögnum og slöngum. Framkvæmið nauðsynlegar viðgerðir áður en vinnuvélin er notuð.

    Viðhald sláttubúnaðar

    Aðskiljið sláttubúnaðinn frá dráttarvélinni.

    1. Sinnið undirbúningsvinnu viðhalds; sjá Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.

    2. Fjarlægið festiskrúfur vökvamótorsins og aftengið og fjarlægið vökvamótorinn frá sláttubúnaðinum (Mynd 68).

      Important: Hyljið efsta hluta spindilkúlunnar til að koma í veg fyrir mengun.

      g031644
    3. Fjarlægið splittið eða festiróna sem festir burðargrind sláttubúnaðar við snúningspinna lyftiarms (Mynd 69).

      g031645
    4. Rúllið sláttubúnaðinum undan dráttarvél.

    Skurðareiningarnar festar við dráttarvélina

    1. Sinnið undirbúningsvinnu viðhalds; sjá Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.

    2. Færið sláttubúnaðinn í rétta stöðu fyrir framan dráttarvélina.

    3. Rennið burðargrind sláttubúnaðarins á snúningspinna lyftiarmsins og festið hana með splittinu eða festirónni (Mynd 69).

    4. Notið festiskrúfur vökvamótorsins til að setja hann á sláttubúnaðinn (Mynd 68).

      Note: Gangið úr skugga um að O-hringurinn sé á sínum stað og óskemmdur.

    5. Smyrjið spindilkúluna.

    Viðhald hnífsflatar

    Snúningssláttubúnaðurinn kemur úr verksmiðjunni með 5 cm sláttuhæð og 7,9 mm hnífsrákir. Hæðarmunur á vinstri og hægri skurði er einnig forstilltur á ± 0,7 mm.

    Sláttubúnaðurinn er hannaður til að þola högg frá hnífum án þess að hólfið beyglist. Ef hnífurinn slæst utan í harðan hlut skal leita eftir skemmdum á hnífnum og hnífsfletinum.

    Skoðun hnífsflatar

    1. Fjarlægið vökvamótorinn af sláttubúnaðinum og sláttubúnaðinn af dráttarvélinni.

      Note: Notið lyftibúnað (eða a.m.k. tvo einstaklinga) og komið sláttubúnaðinum fyrir á sléttu borði.

    2. Merkið enda hnífsins með tússpenna eða merkipenna.

      Note: Notið þennan enda hnífsins til að athuga allar hæðir.

    3. Staðsetjið skurðarbrún merkta enda hnífsins í klukkan 12 stöðu (beint áfram í sláttustefnu) og mælið hæð frá borði að skurðarbrún hnífsins (Mynd 70).

      g011353
    4. Snúið merktum enda hnífsins í klukkan 3 og klukkan 9 stöðuna og mælið hæðirnar (Mynd 70).

    5. Berið hæðina sem mæld var í klukkan 12 stöðunni saman við stillingu sláttuhæðar.

      Note: Munurinn á að vera innan við 0,7 mm. Hæðirnar í klukkan 3 og klukkan 9 stöðunni eiga að vera 3,8 ± 2,2 mm hærri en stillingin í klukkan 12 stöðunni og innan við 2,2 mm frá hvor annarri.

    Ef einhverjar af þessum mælingum eru ekki innan forskriftar skal halda áfram í Stilling hnífsflatar.

    Stilling hnífsflatar

    Byrjið á stillingu að framan (breytið einni festingu í einu).

    1. Fjarlægið sláttuhæðarfestinguna (að framan, vinstra megin eða hægra megin) af grind sláttubúnaðar (Mynd 71).

      g031647
    2. Komið fyrir 1,5 mm millileggjum og/eða 0,7 mm millilegg á milli grindar og festingar sláttubúnaðar til að ná æskilegri hæðarstillingu (Mynd 71).

    3. Setjið sláttuhæðarfestinguna á grind sláttubúnaðarins með eftirstandandi millileggjum saman undir sláttuhæðarfestingunni (Mynd 71).

    4. Festið höfuðboltann og stöðuhólkinn og sjálflæsandi róna.

      Note: Höfuðboltanum og stöðuhólknum er haldið saman með gengjulími til að koma í veg fyrir að stöðuhólkurinn detti inn fyrir grind sláttubúnaðarins.

    5. Staðfestið hæð í klukkan 12 stöðu og stillið ef þörf krefur.

    6. Ákveðið hvort þurfi að stilla aðra eða báðar (hægri og vinstri) sláttuhæðarfestingarnar.

      Note: Ef hæðin í klukkan 3 og klukkan 9 stöðunni er 1,6 til 6,0 mm hærri en nýja hæðin að framan þarf ekki að gera neinar stillingar á þeirri hlið. Stillið hina hliðina á ± 2,2 mm frá réttu hliðinni.

    7. Stillið hægri og/eða vinstri sláttuhæðarfestinguna með því að endurtaka skref 1 til 3.

    8. Festið burðarboltana og sjálflæsandi rærnar.

    9. Staðfestið hæðir í klukkan 12, klukkan 3 og klukkan 9 stöðunni.

    Viðhald framkeflis

    Leitið eftir sliti, miklu skjögri eða hreyfiskerðingu á framkeflinu. Sinnið viðhaldi á eða skiptið um keflið eða íhlutina ef eitthvað af þessu á við.

    Framkefli fjarlægt

    1. Fjarlægið festibolta keflisins (Mynd 72).

      g031649
    2. Stingið úrreki í gegnum enda keflishússins og keyrið gagnstæða legu út með því að skipta um tappa á gagnstæðri hlið innir leguhrings.

      Note: 1,5 mm brún innri hrings ætti að sjást.

    3. Ýtið seinni legunni út.

    4. Leitið eftir skemmdum á keflishúsinu, legunum og leguhólkinum (Mynd 72).

      Note: Skiptið um skemmda íhluti og setjið saman framkeflið.

    Framkeflið sett á

    1. Þrýstið eingöngu á ytri hringinn eða jafnt á innri og ytri hringinn og þrýstið fyrstu legunni inn í keflishúsið (Mynd 72).

      Note: Þrýstið eingöngu á ytri hringinn eða jafnt á innri og ytri hringinn.

    2. Stingið stöðuhólknum inn (Mynd 72).

    3. Þrýstið eingöngu á ytri hringinn eða jafnt á innri og ytri hringinn og þrýstið seinni legunni inn í keflishúsið þar til hún snertir stöðuhólkinn (Mynd 72).

    4. Setjið keflissamstæðuna á grind sláttubúnaðar.

      Important: Ef bilið er meira en 1,5 mm þegar keflissamstæðan er fest á skapast hliðarhleðsla á legunni sem getur valdið ótímabærri bilun á legu.

    5. Gangið úr skugga um að ekki sé meira en 1,5 mm bil á milli keflissamstæðu og keflisfestinga á grind sláttubúnaðar.

      Note: Ef bilið er meira en 1,5 mm skal setja á nógu margar ⅝ to. skinnur til að brúa bilið.

    6. Herðið festiboltana í 108 N∙m.

    Viðhald hnífa

    Öryggi hnífa

    • Leitið reglulega eftir sliti eða skemmdum á hnífunum.

    • Sýnið aðgát við skoðun hnífanna. Vefjið hlífðarefni um hnífana eða klæðist hönskum og sýnið aðgát þegar unnið er við hnífana. Skiptið eingöngu um hnífa eða brýnið þá; reynið aldrei að rétta þá eða sjóða í þá.

    • Þegar sláttuvél er með fleiri en einn hníf þarf að gæta að því að snúningur eins hnífs getur sett fleiri hnífa af stað.

    Unnið við hníf

    Hnífur/hnífar sláttubúnaðar fjarlægðir og settir á

    Skiptið um hníf ef hann slæst utan í harðan hlut, er úr jafnvægi eða beyglaður. Notið alltaf upprunalega hnífa frá Toro þegar skipt er um til að tryggja öryggi og hámarksafköst.

    1. Leggið sláttuvélinni á jafnsléttu, lyftið sláttubúnaðinum upp í flutningstöðu, setjið stöðuhemilinn á, drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

      Note: Skorðið af eða læsið sláttubúnaðinum til að hann falli ekki óvart niður.

    2. Grípið um enda hnífsins með tusku eða þykkum hanska.

    3. Fjarlægið bolta hnífsins, svarðarvarnarskálina og hnífinn af drifskaftinu (Mynd 73).

      g011355
    4. Setjið hnífinn, svarðarvarnarskálina og bolta hnífsins á og herðið boltann í 115 til 149 N·m.

      Important: Sveigði hluti hnífsins þarf að vísa að innra byrði sláttubúnaðarins til að tryggja réttan slátt.

      Note: Þegar hnífurinn slæst í aðskotahlut skal herða allar spindilrær í 115 til 149 N·m.

    Skoðun og brýning hnífsins

    Note: Athugaðu hnífinn áður en þú notar vélina. Sandur og gróft efni geta slitið málminn sem tengir flata og sveigða hluta hnífsins. Ef þú tekur eftir sliti skaltu skipta um hnífinn; sjáHnífur/hnífar sláttubúnaðar fjarlægðir og settir á.

    1. Sinnið undirbúningsvinnu viðhalds; sjá Undirbúningur sláttuvélar fyrir viðhald.

    2. Skorðið af sláttubúnaðinn til að hann falli ekki óvart niður.

    3. Skoðið vandlega skurðarenda hnífsins, sérstaklega þar sem flati og sveigði hluti hnífsins mætast (Mynd 74).

      g031648
    4. Skoðið skurðarbrúnir allra hnífanna. Brýnið aðeins skurðarbrúnirnar ef þær eru bitlausar eða skörðóttar. Brýnið aðeins efsta hluta skurðarbrúnarinnar og haldið upprunalegu skurðarhorni til að tryggja skerpuna (Mynd 75).

      Note: Hnífurinn viðheldur réttu jafnvægi ef sama magn af málmi er fjarlægt af báðum skurðarbrúnum.

      g006926
    5. Til að athuga hvort hnífurinn sé beinn og samsíða skal leggja hnífinn á jafnsléttu og athuga hnífsendana. Endar hnífsins verða að vera örlítið lægri en miðjan og skurðarbrúnin verður að vera lægri en hæll hnífsins. Þessi hnífur mun framkvæma góðan gæðaskurð og þarf lágmarksafl frá sláttuvélinni. Hnífur sem er hins vegar hærri á endunum en miðjunni, eða ef skurðarbrúnin er hærri en hællinn, er hnífurinn boginn eða undinn og verður að skipta um hann.

      g276373
    6. Notið svarðarvarnarskál og hnífsbolta til að setja hnífinn á þannig að bakkinn snúi að sláttubúnaðinum.

    7. Herðið bolta hnífsins í 115 til 149 N∙m.

    Athugun á stöðvunartíma hnífs

    Tíðni viðhaldsþjónustuViðhaldsferli
    Fyrir hverja notkun eða daglega
  • Athugið stöðvunartíma hnífsins.
  • Hnífar sláttubúnaðarins ættu að stöðvast innan 7 sekúndna eftir að þú slekkur á sláttubúnaðinum.

    Note: Gangið úr skugga um að sláttubúnaðurinn sé látinn síga niður á auðan grasflöt eða hart undirlag til að forðast ryki og óhreinindi.

    Til að staðfesta stöðvunartíma skal fá aðstoðarmanneskju til að standa í að minnsta kosti 6 m fjarlægð frá sláttubúnaðinum og fylgjast með hnífunum á einni sláttueiningunni. Slökkvið á sláttubúnaðinum og takið tímann sem það tekur hnífana að stöðvast alveg. Ef tíminn er lengri en 7 sekúndur þarf að stilla hemlalokann; hafið samband við viðurkenndan dreifingaraðila Toro til að fá aðstoð við þessa stillingu.

    Geymsla

    Öryggi við geymslu

    • Drepið á vélinni, takið lykilinn úr (ef hann er til staðar) og bíðið þar til allir hlutar hafa stöðvast áður en farið er úr ökumannssætinu. Leyfið vinnuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið að viðhaldi og viðgerðum, hún þrifin eða sett í geymslu.

    • Geymið ekki sláttuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða önnur heimilistæki.

    Undirbúningur sláttuvélar fyrir geymslu

    Important: Ekki nota ísalt vatn eða hreinsað vatn til að þrífa sláttuvélina.

    Dráttarvélin undirbúin

    1. Þrífið vandlega dráttarvélina, sláttubúnaðinn og vélina.

    2. Kannið þrýsting í hjólbörðum; sjá Þrýstingur hjólbarða kannaður.

    3. Kannið hvort festingar hafi losnað og herðið þær eftir þörfum.

    4. Smyrjið alla smurkoppa og snúningspunkta. Þurrkið af umframsmurefni.

    5. Pússið með fínum sandpappír og blettið í lakkaða fleti sem hafa rispast, tærst eða flísast hefur úr. Gerið við beyglur á málmi.

    6. Þjónustið rafgeyminn og kaplana eins og hér segir:

      1. Fjarlægið kaplaskautin af rafgeymaskautunum.

        Note: Aftengið alltaf mínusskautið fyrst og plússkautið síðast. Tengið alltaf plússkautið fyrst og mínusskautið síðast.

      2. Hreinsið rafgeyminn og skautin með vírbursta og matarsódalausn.

      3. Berið Grafo 112X-húðunarfeiti (hlutarnúmer 505-47) eða vaselín á kaplaskautin og rafgeymaskautin til að koma í veg fyrir tæringu.

      4. Endurhlaðið rafgeyminn hægt og rólega í sólarhring á 60 daga fresti til að hefta myndun blýsúlfats í rafgeyminum.

    Vélin undirbúin

    1. Tappið smurolíunni af olíupönnunni og skiptið um botntappa.

    2. Takið olíusíuna úr og fargið henni. Setjið nýja olíusíu í.

    3. Fyllið aftur á olíupönnuna með uppgefnu magni af smurolíu.

    4. Snúið lyklinum í KVEIKTA stöðu, gangsetjið vélina og látið hana ganga í lausagangi í u.þ.b. 2 mínútur.

    5. Snúið lyklinum í SLöKKTA stöðu.

    6. Tappið eldsneyti af eldsneytisgeymi, leiðslum og eldneytissíu/vatnsskiljusamstæðu.

    7. Skolið eldsneytisgeyminn með nýju og hreinu dísileldsneyti.

    8. Herðið öll tengi eldsneytiskerfisins.

    9. Hreinsið vandlega og þjónustið loftsíuna.

    10. Þéttið inntak loftsíu og útblástursúttak með veðurþolnu límbandi.

    11. Athugið frostlöginn og fyllið á eftir þörfum samkvæmt mögulegum lágmarkshita á svæðinu.

    Geymsla sláttubúnaðar

    Ef sláttubúnaðurinn er fjarlægður af dráttarvélinni í lengri tíma skal setja spindiltappa í efsta hluta spindilkúlanna til að ryk og vatn komist ekki að.