Öryggi

Öryggis- og leiðbeiningarmerkingar

Graphic

Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar.

decal127-7388

Uppsetning

Note: Miðið vinstri og hægri hlið vinnuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.

Vinnuvélin undirbúin

  1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu.

  2. Setjið stöðuhemilinn á.

  3. Drepið á vélinni og takið lykilinn úr.

  4. Lyftið stönginni á annarri hlið pallsins og lyftið pallinum upp (Mynd 1).

    g014860
  5. Togið stífuna í rauf fyrir haldstöðu til að festa pallinn (Mynd 2).

    Viðvörun

    Pallur í hæstu stöðu getur dottið niður og valdið meiðslum á fólki sem vinnur undir honum.

    • Notið ávallt stífu til að halda pallinum uppi þegar unnið er undir honum.

    • Fjarlægið allt efni af pallinum áður en honum er lyft.

    g029622
  6. Fjarlægið 4 sjálflæsandi rær sem festa festingar klinkustangarinnar við undirlag pallsins (Mynd 3).

    g024927
  7. Fjarlægið og geymið klinkustöngina og klinkurnar.

Festingar palllyftu settar á

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Utanverð lyftifesting (stuttir kragar)1
Innanverð lyftifesting (langir kragar)1
Bolti (5/16 x 5½ to.)1
Sjálflæsandi ró (5/16 to.)1

Komið pallfestingunni fyrir undir pallinum.

  1. Fjarlægið 2 bolta (5/16 x ¾ to.) lengst til vinstri sem festa stífu á ofanverðum pallinum við pallinn (Mynd 4).

    g025008
  2. Fjarlægið 2 bolta (5/16 x ¾ to.) lengst til vinstri sem festa stífu á neðanverðum pallinum við pallinn (Mynd 4).

    Note: Geymið boltana fjóra fyrir uppsetningu síðar.

  3. Látið utanverða lyftifestingu vinstra megin (festingin með stuttu kragana) flútta við utanverð götin á efri og neðri stífunum (Mynd 5).

    g025009
  4. Festið utanverða lyftifestingu við pallinn með boltunum tveimur sem voru fjarlægðir í skrefi 1 og herðið þá með höndunum (Mynd 5).

  5. Látið innanverða lyftifestingu (festingin með löngu kragana) flútta við innanverð götin á efri og neðri stífunum (Mynd 5).

  6. Festið innanverða lyftifestingu við pallinn með boltunum tveimur sem voru fjarlægðir í skrefi 2 og herðið þá með höndunum (Mynd 5).

  7. Stingið boltanum (5/16 x 5½ to.) í gegnum 8 mm gatið á innanverðri lyftifestingunni (löngu krögunum), pallagrindinni og utanverðri lyftifestingunni (stuttu krögunum) eins og sýnt er á myndinni Mynd 6.

    g025010
  8. Festið boltann með sjálflæsandi ró (5/16 to.) með höndunum (Mynd 6).

Uppsetning rofa

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Rofi1
Öryggi (15 A) – raðnúmer vinnuvélar 411599999 og eldri1

Raðnúmer vinnuvélar 411599999 og fyrir

  1. Takið mínusskautið úr sambandi við rafgeyminn.

  2. Fjarlægið tappann af mælaborðinu, hægra megin við stýrissúluna og fyrir ofan svissinn (Mynd 7).

    Note: Ef gatið á mælaborðinu er í notkun skal mæla yfir 13 mm og skera annað 21 x 35 mm rétthyrnt op í mælaborðið. Gætið þess að skemma enga íhluti á bak við mælaborðið þegar gatið er skorið út.

    g001324
  3. Tengið rofa palllyftu í tengil rafleiðslukerfis á mælaborðinu.

    Note: Ekki setja upp rofann.

  4. Lagið til öryggjaflipana þannig að þeir sitji þétt við öryggjablokkina.

  5. Setjið nýja öryggið (15 A) í opnu raufina í öryggjablokkinni.

Raðnúmer vinnuvélar 411600000 og eftir

  1. Skerið út opið á mælaborðsmerkingunni fyrir rofann (kassi A af Mynd 8).

  2. Isetjið upp rofatengilinn um opið á mælaborðinu (rammi B af Mynd 8).

  3. Setjið rofann upp á rofatenglilinn (rammi C af Mynd 8).

  4. Gætið þess að rofinn snúi rétt(rammi D af Mynd 8).

g382366

Hreyfiliði lyftu settur upp

Hlutar sem þarf fyrir þetta verk:

Hreyfiliði lyftu1
Splittbolti (3½ to.)1
Splittbolti (2¼ to.)1
Splitti2
Bolti (½ x 5½ to.)1
Lásró (½ to.)1
  1. Látið gatið á neðri festipunkti fyrir hreyfiliða lyftunnar flútta við götin á festingum undirvagnsins (Mynd 9).

  2. Festið hreyfiliða lyftunnar við festingar undirvagnsins með splittbolta (2¼ to.) og splitti (Mynd 9).

    g024929
  3. Tengið tveggja pinna raftengi á aftanverðu rafleiðslukerfi vinnuvélarinnar við tveggja pinna tengil á hreyfiliða lyftunnar (Mynd 10).

    Note: Tveggja pinna raftengi á aftanverðu rafleiðslukerfinu er staðsett við hliðina á hlíf rafkerfisins.

    g025011
  4. Tengið mínusskautið við rafgeyminn.

  5. Ýtið á uppspaðann á rofa palllyftu til að lengja hreyfiliðann (Mynd 7).

    Note: Ef hreyfiliði lyftu lengist ekki skal ýta á hinn spaða rofans.

  6. Stillið uppspaðann á klukkan 12 og stingið rofa palllyftunnar inn í opið á mælaborðinu (Mynd 7).

    Note: Rofinn ætti að smella og læsast í stöðu.

  7. Ýtið á uppspaða fyrir rofa palllyftunnar til að lengja stöngina á hreyfiliða lyftunnar þar til gatið á stönginni flúttar við götin á innanverðri og utanverðri lyftifestingu (Mynd 11).

    Note: Veljið götin í festingunni fyrir bensín- og dísilvélar; sjá fyrir staðsetningar á götum fyrir þessa vinnuvél.

    g025012
  8. Festið hreyfiliðastöng lyftunnar við lyftifestingarnar með splittbolta (3½ to.) og splitti (Mynd 11).

    Note: Herðið lásróna og sjálflæsandi róna þéttingsfast.

  9. Herðið 4 bolta (5/16 x ¾ to.) sem festa innanverða og utanverða lyftifestingu við pallinn (Mynd 5) í 15 til 16,6 N·m.

  10. Setjið boltann (1/2 x 5½ to.) í gegnum hin 12,7 mm götin á innanverðri og utanverðri lyftifestingu (Mynd 11) og herðið hann þéttingsfast með lásró (½ to.).

  11. Herðið sjálflæsandi róna sem festir boltann (5/16 to.) þar til hann er þéttingsfastur (Mynd 6).

Stífa fjarlægð

  1. Fjarlægið splittið og skinnuna sem festa stífuna við botninn á pallinum (Mynd 12).

    g025013
  2. Rennið stífunni fram á við til að fjarlægja hana úr festingunni á grindinni (Mynd 12).

    Note: Geymið íhluti stífunnar til síðari nota.

    Note: Ef rafmagnskassi lyftunnar er einhvern tímann fjarlægður skal setja stífuna og klinkustöngina aftur á með fyrirliggjandi festingum og stífufestingu.

Notkun

Viðvörun

Hætta er á veltu ef ekið er með pallinn uppi. Hætta er á að pallurinn skemmist ef ekið er með hann uppi.

  • Akið vinnubílnum með pallinn niðri.

  • Látið pallinn síga eftir að hann hefur verið tæmdur.

Viðvörun

Pallurinn getur verið þungur. Hendur og aðrir líkamshlutar geta kramist.

Haldið höndum og öðrum líkamshlutum í öruggri fjarlægð þegar pallurinn er látinn síga niður.

Important: Þegar brakhljóð heyrist er palllyftan í efstu eða neðstu stöðu. Ekki ýta meira á rofann.

Pallinum lyft

  1. Snúið svissinum í KVEIKTA stöðu.

  2. Ýtið efst á rofann til að lyfta pallinum.

Pallurinn látinn síga

Ýtið neðst á rofann til að láta pallinn síga.

Note: Hreyfiliðinn getur valdið smávægilegri aflögun á pallinum eftir að hann hefur verið látinn síga alveg niður og áður en kúpling hreyfiliðans er tengd. Sleppið rofanum þegar brakhljóð heyrist.

Viðhald

Unnið við loftsíuna

Fyrir Workman MDX-D vinnuvélar
  1. Styðjið við pallinn með lyftibúnaði.

  2. Fjarlægið klofsplitti og splittbolta sem festa hreyfiliðastöngina við innanverða og utanverða lyftifestingu (Mynd 11).

  3. Reisið pallinn alveg upp.

  4. Snúið hreyfiliðanum fram á við.

  5. Fjarlægið loftsíuna og sinnið viðhaldi á henni eftir þörfum; sjá notendahandbók vinnuvélarinnar.

  6. Setjið loftsíuna í; sjá notendahandbók vinnuvélarinnar.

  7. Látið pallinn síga og látið hreyfiliða lyftunnar flútta við lyftifestingarnar (Mynd 11).

  8. Festið hreyfiliða lyftunnar við lyftifestingarnar með splittbolta og splitti (Mynd 11).