| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Þessi sláttuvél er ætluð til einkanota. Hún er hönnuð fyrir grasslátt á vel viðhöldnum lóðum í einkaeigu. Notkun þessarar vöru við annað en tilætlaða notkun getur skapað hættu fyrir stjórnanda og nærstadda.
Lesið þessar upplýsingar vandlega til að læra að stjórna og sinna réttu viðhaldi á vörunni og til að koma í veg fyrir meiðsl á fólki og skemmdir á vörunni. Eigandi ber ábyrgð á réttri og öruggri notkun vörunnar.
Á www.Toro.com er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal öryggisupplýsingar, kennsluefni, upplýsingar um aukabúnað, upplýsingar um söluaðila og vöruskráningu.
Þegar þörf er á þjónustu, varahlutum frá Toro eða frekari upplýsingum skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða þjónustuver Toro og hafa tegundar- og raðnúmer vörunnar við höndina. Mynd 1 sýnir hvar tegundar- og raðnúmerin eru á vörunni. Skrifið númerin í kassann hér á síðunni.
Important: Hægt er að nálgast upplýsingar um ábyrgð, varahluti og aðrar vöruupplýsingar með því að skanna QR-kóðann á raðnúmersmerkingunni (ef hann er til staðar) með fartæki.

Öryggistáknið (Mynd 2) sem kemur fyrir í þessari handbók og á vinnuvélinni vísar til mikilvægra öryggisupplýsinga sem taka þarf mið af til að koma í veg fyrir slys.

Öryggistáknið er sýnt fyrir ofan upplýsingar sem vekja athygli á óöruggum aðgerðum eða aðstæðum og á eftir því kemur orðið HÆTTA, VIÐVÖRUN eða VARÚÐ.
HÆTTA gefur til kynna yfirvofandi hættulegar aðstæður sem valda dauða eða alvarlegum meiðslum ef ekki er komið í veg fyrir þær.
VIÐVÖRUN gefur til kynna hugsanlega hættu sem gæti valdið dauða eða alvarlegum meiðslum ef ekki er komið í veg fyrir hana.
VARÚÐ gefur til kynna hugsanlega hættu sem getur valdið minni háttar eða alvarlegri meiðslum ef ekki er komið í veg fyrir hana.
Í þessari handbók eru notuð tvö önnur orð til að vekja athygli á upplýsingum. Mikilvægt“ vekur athygli á sérstökum vélrænum upplýsingum og Athugið“ undirstrikar almennar upplýsingar sem vert er að lesa vandlega.
Þessi vara uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir; frekari upplýsingar er að finna á aðskildu samræmisyfirlýsingarskjali vörunnar.
Heildar- eða rauntog: Heildar- eða rauntog þessarar vélar var metið af framleiðanda vélarinnar á rannsóknarstofu í samræmi við SAE J1940 eða J2723. Raunverulegt tog vélarinnar í þessum flokki sláttuvéla er mun lægra þegar búið er að stilla hana í samræmi við öryggis-, útblásturs- og vinnslukröfur. Frekari upplýsingar eru í upplýsingum frá framleiðanda vélarinnar sem fylgja með sláttuvélinni.
Ekki eiga við öryggisbúnað sláttuvélarinnar eða gera hann óvirkan og kannið reglulega hvort hann virki rétt. Ekki reyna að stilla eða á annan hátt eiga við snúningshraðastýringu vélarinnar; slíkt kann að leiða til óöruggra vinnuskilyrða sem leitt geta til meiðsla á fólki.
Þessi vara getur valdið hættu á aflimun og skotið hlutum frá sér. Fylgið alltaf öllum öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir alvarleg meiðsl á fólki eða dauða.
Lesið vandlega og fylgið leiðbeiningum og viðvörunum í þessari notendahandbók og á sláttuvélinni og tengitækjum áður en vélin er gangsett.
Ekki setja hendur eða fætur nærri hlutum á hreyfingu eða undir sláttuvélina. Haldið öruggri fjarlægð frá öllum losunaropum.
Ekki nota sláttuvélina án hlífa og annars öryggisbúnaðar á sínum stað á sláttuvélinni og í nothæfu ástandi.
Haldið nærstöddum og börnum utan vinnusvæðisins. Ekki leyfa börnum að stjórna sláttuvélinni. Leyfið eingöngu fólki með þroska, þjálfun, þekkingu og líkamlega burði að stjórna sláttuvélinni.
Stöðvið sláttuvélina, drepið á vélinni og bíðið þar til allir hlutir á hreyfingu hafa stöðvast áður en unnið er við sláttuvélina, fyllt er á eldsneyti eða stífla í sláttuvélinni er losuð.
Röng notkun eða viðhald þessarar sláttuvélar
getur leitt til meiðsla. Til að draga úr slysahættu
skal fara eftir þessum öryggisleiðbeiningum og vera
ávallt vakandi fyrir öryggistákninu
, sem merkir Aðgát“, Viðvörun“
eða Hætta“ – öryggisleiðbeiningar.
Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum er hætta
á meiðslum á fólki eða dauða.
![]() |
Öryggismerkingar og leiðbeiningar sjást greinilega og eru hjá öllum svæðum þar sem möguleg hætta er til staðar. Skiptið um skemmdar eða týndar merkingar. |





Important: Fjarlægið og fargið hlífðarplastinu af sláttuvélinni og takið annað plast eða umbúðir af henni.
Note: Gangið úr skugga um að snúrurnar liggi eftir utanverðu handfanginu og séu ekki klemmdar saman (D af Mynd 3).


Important: Komið startarareipinu fyrir í brautinni til að hægt sé að gangsetja sláttuvélina á öruggan og auðveldan hátt við hverja notkun.

Important: Hætta er á skemmdum á vélinni ef hún er gangsett þegar staða smurolíu í vélinni er of lág eða of há.



| Gerð | Þyngd | Lengd | Breidd | Hæð |
|---|---|---|---|---|
| 21774 | 37 kg | 151 cm | 59 cm | 109 cm |
| (81,5 lb) |
Úrval tengitækja og aukabúnaðar sem Toro samþykkir er í boði fyrir sláttuvélina til að auka við afkastagetu hennar. Hafið samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila eða dreifingaraðila Toro eða farið á www.Toro.com þar sem finna má lista yfir öll samþykkt tengitæki og aukabúnað.
Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst og áframhaldandi öryggisvottun sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.
Note: Miðið vinstri og hægri hlið sláttuvélarinnar út frá hefðbundinni vinnustöðu.
Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.
Lærið á örugga notkun búnaðarins, stjórntækin og öryggismerkingarnar.
Gangið úr skugga um að allar hlífar og öryggisbúnaður, á borð við hlífar og/eða grassafnara, séu á sínum stað og virki rétt.
Skoðið sláttuvélina reglulega til að kanna hvort hnífar og hnífaboltar séu slitnir eða skemmdir.
Skoðið svæðið þar sem nota á sláttuvélina og fjarlægið hluti sem geta valdið truflunum á vinnslu hennar eða sem hún gæti skotið frá sér.
Snerting við hníf á hreyfingu veldur alvarlegum meiðslum. Ekki setja fingur undir húsið.
Eldsneyti er mjög eldfimt og mjög sprengifimt. Eldur eða sprenging af völdum eldsneytis getur valdið brunasárum og eignatjóni.
Til að koma í veg fyrir að stöðurafmagn valdi íkveikju í eldsneytinu skal setja ílátið og/eða sláttuvélina beint á jörðina áður en fyllt er á, ekki á ökutæki eða annan hlut.
Fyllið á eldsneytisgeyminn utandyra, á opnu svæði, með kalda vél. Þurrkið upp eldsneytisleka.
Ekki meðhöndla eldsneyti á meðan reykt er eða nálægt óvörðum loga eða neistaflugi.
Ekki fjarlægja eldsneytislokið eða fylla á geyminn með vélina í gangi eða á meðan hún er heit.
Ekki reyna að gangsetja vélina ef eldsneyti hefur hellst niður. Forðist að mynda aðstæður til íkveikju fyrr en eldsneytisgufur hafa gufað upp.
Geymið eldsneyti í samþykktu íláti og geymið þar sem börn ná ekki til.
Eldsneyti er skaðlegt eða lífshættulegt við inntöku. Langtímaváhrif frá gufum geta valdið alvarlegum meiðslum og veikindum.
Forðist innöndun gufa í langan tíma.
Haldið höndum og andliti í öruggri fjarlægð frá stútnum og opi eldsneytisgeymisins.
Haldið eldsneyti í öruggri fjarlægð frá augum og húð.
| Gerð | Blýlaust bensín |
| Lágmarksoktanatala | 87 (Bandaríkin) eða 91 (oktantala við rannsóknir; utan Bandaríkjanna) |
| Etanól | Ekki yfir 10% |
| Metanól | Ekkert |
| MTBE (metýltertbútýleter) | Ekki yfir 15% |
| Olía | Blandið ekki við eldsneytið |
Notið aðeins hreint, nýtt (ekki eldra en 30 daga) eldsneyti frá áreiðanlegum dreifingaraðila.
Important: Til að lágmarka vandamál við ræsingu skal bæta stöðgara/bætiefni fyrir eldsneyti saman við nýtt eldsneyti, í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda stöðgara/bætiefnis.
Frekari upplýsingar eru í notendahandbók vélarinnar.
Fyllið á eldsneytisgeyminn eins og sýnt er á Mynd 9.

| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Important: Hætta er á skemmdum á vélinni ef hún er gangsett þegar olíuhæð í sveifarhúsinu er of lág eða of há.

Hægt er að hækka eða lækka handfangið í þægilega stöðu.
Snúið handfangslásnum, færið hanfangið í 1 af 2 stöðum, og læsið handfanginu í stöðunni (Mynd 11).

Við stillingu sláttuhæðarstanganna er hætta á að hendurnar komist í snertingu við hníf á hreyfingu sem hefur í för með sér hættu á alvarlegum meiðslum.
Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutar á hreyfingu hafa stöðvast áður en sláttuhæð er stillt.
Ekki setja fingur undir húsið við stillingu sláttuhæðarinnar.
Hljóðkúturinn kann að vera heitur ef vélin var í gangi og getur valdið brunasárum.
Haldið öruggri fjarlægð frá heitum hljóðkútnum.
Stillið sláttuhæðina eins og hentar hverju sinni. Stillið öll dekkin á sömu sláttuhæð (Mynd 12).

Klæðist viðeigandi klæðnaði, þar á meðal hlífðargleraugum, síðbuxum, sterkum skófatnaði með skrikvörn og heyrnarhlífum. Takið sítt hár í tagl og ekki klæðast víðum fatnaði eða hangandi skartgripum.
Sýnið árvekni á meðan unnið er á sláttuvélinni. Ekki gera neitt sem veldur truflun; slíkt kann að leiða til meiðsla eða eignatjóns.
Notið ekki sláttuvélina veik, þreytt eða undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Hnífurinn er beittur; snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki. Drepið á vélinni og bíðið eftir að allir hlutir hennar hafi stöðvast áður en farið er úr vinnustöðu.
Þegar losað er um stjórnstöng blaðsins ætti vélin að drepa á sér og blaðið ætti að stöðvast innan 3 sekúndna. Ef slíkt gerist ekki, skal umsvifalaust hætta notkun sláttuvélarinnar og hafa samband við viðurkenndan þjónustuaðila.
Haldið óviðkomandi utan vinnusvæðis. Haldið smábörnum utan vinnusvæðis og í umsjá fullorðins einstaklings sem ekki er að vinna á sláttuvélinni. Stöðvið sláttuvélina ef einhver kemur inn á svæðið.
Lítið alltaf niður og aftur fyrir ykkur áður en sláttuvélinni er bakkað.
Vinnið eingöngu á sláttuvélinni með góða yfirsýn og við viðeigandi veðurskilyrði. Ekki nota sláttuvélina þegar hætta er á eldingum.
Blautt gras eða lauf geta leitt til alvarlegra meiðsla þegar einstaklingur rennur og kemst í snertingu við hnífinn. Forðist að slá í bleytu.
Sýnið sérstaka aðgát þegar komið er að blindhornum, runnum, trjám eða öðrum hlutum sem kunna að takmarka útsýnið.
Ekki beina efni sem er losað að öðru fólki. Forðist að losa efni við vegg eða aðra hindrun þar sem efnið getur endurkastast á stjórnandann. Stöðvið hnífinn þegar farið er yfir möl.
Verið vakandi fyrir holum, skorningum, ójöfnum, grjóti eða öðrum huldum hlutum. Ójafnt undirlag getur leitt til þess að stjórnandi missi jafnvægið eða fótfestu.
Ef sláttuvélin rekst í hlut eða byrjar að titra skal tafarlaust drepa á vélinni, bíða þar til allir hlutar á hreyfingu hafa stöðvast og aftengja vírinn frá kertinu áður en leitað er eftir skemmdum á sláttuvélinni. Sinnið öllum nauðsynlegum viðgerðum áður en vinnu er haldið áfram.
Áður en farið er úr vinnustöðu skal drepa á vélinni og bíða eftir að allir hlutir hennar hafi stöðvast.
Ef vélin var í gangi er hún heit og getur valdið alvarlegum brunasárum. Haldið öruggri fjarlægð frá heitri vél.
Látið vélina aðeins ganga á vel loftræstum svæðum. Útblástur inniheldur kolsýring, sem er lyktarlaus, banvæn lofttegund.
Leitið reglulega eftir sliti á íhlutum grassafnarans og losunarrennunnar og skiptið þeim út með varahlutum frá Toro þegar þess gerist þörf.
Sláið þvert á halla; aldrei upp og niður. Gætið fyllstu varúðar við stefnubreytingar í halla.
Ekki slá í mjög miklum halla. Léleg fótfesta getur valdið slysi vegna falls.
Sýnið aðgát þegar slegið er nálægt háum bökkum, skurðum eða vegköntum.
Látið stjórnstöng hnífsins liggja að handfanginu (A af Mynd 13).
Togið létt í gangsetningarsnúruna þar til mótstaða finnst, togið síðan snöggt í hana og leyfið henni að fara hægt aftur í brautina á handfanginu (B af Mynd 13).

Note: Hafið samband við viðurkenndan þjónustuaðila ef sláttuvélin fer ekki í gang eftir nokkrar tilraunir.
Þegar akstursdrifið er notað skuluð þið hafa hendur á handfanginu með olnbogana upp að líkamanum, ganga áfram og sláttuvélin mun sjálfkrafa fylgja hraða ykkar (Mynd 14).

Note: Ef ekki er hægt að draga sláttuvélina auðveldlega aftur á bak þegar akstursdrifinu er sleppt skal stöðva, halda höndunum á handfanginu og leyfa sláttuvélinni að fara nokkra sentímetra áfram til að taka hjóladrifið af. Einnig má reyna að teygja sig undir efra handfangið að málmhandfanginu og ýta sláttuvélinni áfram um nokkra sentímetra. Ef enn er erfitt að draga sláttuvélina aftur á bak skal hafa samband við viðurkenndan þjónustu- og söluaðila.
| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
Sleppið stjórnstöng hnífsins til að drepa á vélinni.
Important: Þegar stjórnstöng hnífsins er sleppt ættu bæði vélin og hnífurinn að stöðvast innan 3 sekúndna. Ef búnaðurinn stöðvast ekki á fullnægjandi hátt skal umsvifalaust hætta notkun sláttuvélarinnar og hafa samband við viðurkenndan þjónustuaðila.
Þessi sláttuvél er afhent með búnaði sem býður upp á að gras og lauf séu losuð aftur í grassvörðinn.
Ef graspokinn er á sláttuvélinni og losunarstöngin er í safnarastöðu skal færa handfangið í losunarstöðu. Nánar í Notkun losunarstangar.
Notið graspokann til að safna grasi og laufi við slátt.
Ef losunarstöngin er í losunarstöðu skal færa handfangið í safnarastöðu. Nánar í: Notkun losunarstangar.
Pokinn er fjarlægður með því að fylgja skrefunum í Graspokinn settur á í öfugri röð.
Eiginleikinn til að stjórna losun býður upp á að safna afskurði í pokann eða losa hann aftur niður í grassvörðinn með pokann á sláttuvélinni.
Til að safna afskurði í pokann skal ýta á hnappinn á losunarstönginni og færa stöngina áfram þar til hnappurinn á henni smellur upp (Mynd 16).

Til að endurvinna grasið og laufafskurðinn skal ýta á hnappinn á stönginni og færa stöngina aftur á bak þar til hnappurinn á stönginni sprettur upp.
Important: Rétt verklag er að að drepa á vélinni, bíða þar til allir hlutar á hreyfingu hafa staðnæmst og síðan fjarlægja grasafskurð og óhreinindi af pokahlífinni og svæðinu í kring (Mynd 17) áður en pokahandfangið er hreyft úr 1 stöðu í aðrar stöður.

Skoðið svæðið þar sem nota á vinnuvélina og fjarlægið hluti sem hún getur skotið frá sér.
Forðist að slá í harða hluti. Aldrei ýta/aka sláttuvélinni viljandi yfir hluti.
Ef vélin lendir í hlut eða byrjar að titra skal slökkva strax á vélinni, bíða eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast, aftengja vírinn frá kertinu og skoða vélina til að athuga hvort hún sé skemmd.
Til að ná sem bestum árangri skal setja upp nýjan Toro-hníf áður en sláttutímabilið hefst eða þegar þörf krefur.
Sláið eingöngu einn þriðja af hæð grass í hvert skipti. Ekki slá gras niður fyrir 51 mm nema það sé gisið eða komið sé fram á haust og grasvöxtur orðinn hægur.
Þegar gras yfir 15 cm hæð er slegið skal byrja á að slá í efstu sláttuhæðarstillingu og fara hægt yfir og slá því næst í lægri stillingu til að tryggja að grasflöturinn líti vel út. Ef grasið er of hátt gæti sláttuvélin stíflast og vélin stöðvast.
Blautt gras eða lauf eiga það til að klessast saman og valda stíflum í sláttuvélinni eða stöðva vélina. Forðist að slá í bleytu.
Varist mögulega eldhættu í miklu þurrviðri. Fylgið öllum staðbundnum viðvörunum um eldhættu og losið allt þurrt gras og lauf úr sláttuvélinni.
Breytið um sláttustefnu. Þetta dreifir afskurðinum betur yfir grassvörðinn.
Ef útlit grassvarðarins er óviðunandi skal reyna eitt eða fleira af eftirfarandi:
Skiptið um hnífa eða látið brýna þá.
Farið hægar yfir við slátt.
Hækkið sláttuhæðina.
Sláið grasið oftar.
Tryggið að yfirferðir skarist við slátt.
Að slætti loknum skal ganga úr skugga um að um helmingur grassvarðarins sjáist í gegnum slegið laufþykknið. Hugsanlega þarf að fara oftar en einu sinni yfir lauf.
Ef laufin ná meira en 13 cm hæð á flötinni skal slá í hærri sláttuhæð og slá svo aftur yfir svæðið í lægri stillingu.
Farið hægar yfir ef sláttuvélin nær ekki að tæta laufin nógu fínt.
Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.
Hreinsið gras og óhreinindi af sláttuvélinni til að koma í veg fyrir eldhættu. Hreinsið upp olíu- eða eldsneytisleka.
Aldrei geyma vinnuvélina eða eldsneytisílát nærri óvörðum loga, neistaflugi eða kveikiloga, á borð við vatnshitara eða öðrum heimilistækjum.
Sýnið aðgát þegar sláttuvélin er fermd eða affermd.
Festið sláttuvélina til að hún renni ekki til.
| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Eftir hverja notkun |
|
Til að ná sem bestum árangri skal þrífa undir vélinni stuttu eftir slætti er lokið.
Lækkið vélina í lægstu sláttuhæð.
Færið vélina á malbikaðan, sléttan flöt.
Með vélina í gangi og hnífinn virkan skal úða vatnsstraumi fyrir framan hægra afturhjólið (Mynd 18).
Note: Vatnið mun skvettast í braut hnífsins og hreinsa burt afskurðinn.

Þegar enginn afskurður kemur út skal stöðva vatnið og færa vélina á þurrt svæði.
Gangsetjið vélina og látið ganga í nokkrar mínútur til að þurrka undir sláttuvélinni og koma í veg fyrir tæringu.
Drepið á vélinni, fjarlægið rafknúna gangsetningarhnappinn (ef til staðar) og látið sláttuvélina kólna áður en hún er sett í lokaða geymslu.
Stillið sláttuvélinni upp í láréttri geymslustöðu. Sjá nánar á Sláttuvélin geymd í lóðréttri geymslustöðu.
Skolið afskurð undan sláttuvélinni.
Ef handfangið er lagt niður eða reist upp á rangan máta er hætta á að snúrurnar skemmist, sem aftur leiðir til óöruggra notkunarskilyrða.
Varist að skemma snúrur þegar handfangið er lagt niður eða reist upp.
Ef snúra skemmist skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila Toro.
Haldið í handfangið á meðan handfangslásarnir eru losaðir til að forðast að klemma hendurnar.
Losið handfangslásana þar til hægt er að færa efra hanfangið auðveldlega (A af Mynd 19)
Leggið handfangið fram í fulla framstöðu (B af Mynd 19).
Important: Látið snúrurnar liggja utan við handfangslásana þegar handfangið er fært til.

Skoðið Handfangið reist upp til að fá upplýsingar um hvernig handfangið er reist upp.
Á sláttutímabilinu eða utan tímabilsins er hægt að geyma vélina lóðrétta til að lágmarka geymslurými.
Eldsneyti er afar eldfimt og sprengifimt. Eldur eða sprenging frá eldsneyti getur brennt þig og aðra.
Að geyma vélina lóðréttþegar of mikið eldsneyti er í eldsneytisgeyminum getur valdið því að eldsneyti leki úr eldsneytisgeyminum. Eldsneyti er afar eldfimt og sprengifimt. Eldur eða sprenging frá eldsneyti getur brennt þig og aðra.
Geymið vélina lóðrétta aðeins þegar eldsneytismagnið í eldsneytisgeyminum er ekki hærra en mælt er með í þessari notendahandbók.
Geymið ekki vélina í stöðusem er meira en lóðrétta (90°) stöðu; annars gæti eldsneyti lekið úr eldsneytisgeyminum.
Flytjið ekki vélina í lóðréttri geymslustöðu.
Reynið ekki að ræsa vélina í lóðréttri geymslustöðu.
Reynið ekki að geyma neina vél með eldsneyti og olíu í lóðréttri geymslustöðu sem ekki er hönnuð í þeim tilgangi.
Ef handfangið er lagt niður eða reist upp á rangan máta er hætta á að snúrurnar skemmist, sem aftur leiðir til óöruggra notkunarskilyrða.
Varist að skemma snúrur þegar handfangið er lagt niður eða reist upp.
Ef snúra skemmist skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila Toro.
Gangið úr skugga um að eldsneytismagn í eldsneytisgeyminum sé ekki hærra en það sem framleiðandi vélarinnar mælir með; sjá nánar á límmiða framleiðandavélarinnar á vélinni (Mynd 20).
Note: Ef eldsneytismagnið í eldsneytisgeyminum er of hátt skal tæma það úr geyminum í viðurkennt eldsneytisílát þar til það er við eða undir því magni sem framleiðandi vélarinnar mælir með.

Gangið úr skugga um að skurðarhæðin á vélinni sé 92 mm (3-5/8 tommur) eða lægri. Ef hún er það ekki skal lækka hana; sjá nánar í Hæð handfangs stillt.
Losið handfangslásana (Mynd 21).

Leggið handfangið alveg fram (Mynd 21).
Important: Látið snúrurnar liggja utan við handfangshnúðana þegar handfangið er lagt niður.
Festið handfangslásana.
Lyftið sláttuvélinni upp að framan með handfanginu og færið hana í geymslu (Mynd 22).

| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Fyrir hverja notkun eða daglega |
|
| Eftir hverja notkun |
|
| Á 25 klukkustunda fresti |
|
| Árlega |
|
| Árlega eða fyrir geymslu |
|
Important: Frekari upplýsingar um viðhaldsferli eru í handbók vélarinnar.
Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.
Aftengið kertavírinn frá kertinu áður en viðhaldi er sinnt.
Klæðist hönskum og hlífðargleraugum þegar unnið er við sláttuvélina.
Hnífurinn er beittur; snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki. Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífinn. Ekki gera við eða breyta hnífnum/hnífunum.
Aldrei eiga við öryggisbúnað. Kannið hvort hann virki rétt með reglulegu millibili.
Eldsneytisleki getur átt sér stað þegar sláttuvélinni er hallað. Eldsneyti er eldfimt og sprengifimt og getur valdið meiðslum á fólki. Látið vélina ganga þar eldsneyti klárast eða tappið eldsneyti af með handdælu; aldrei sjúga eldsneytið úr geyminum.
Notið eingöngu varahluti og aukabúnað frá Toro til að tryggja hámarksafköst sláttuvélarinnar. Varahlutir og aukabúnaður frá öðrum framleiðendum geta reynst hættulegir og notkun þeirra kann að fella ábyrgðina úr gildi.
Drepið á vélinni og bíðið þar til hlutir á hreyfingu hafa stöðvast.
Takið kertavírinn úr kertinu (Mynd 23).

Tengið kertavírinn við kertið þegar viðhaldsvinnu er lokið.
Important: Tæmið eldsneytisgeyminn með því að nota sláttuvélina á hefðbundinn hátt áður en hún er sett á hliðina til að skipta um olíu eða hnífinn. Notið handknúna eldsneytisdælu til að fjarlægja eldsneytið ef þörf er á að setja sláttuvélina á hliðina áður en hún verður eldsneytislaus. Ávallt skal leggja sláttuvélina á hliðina og láta olíukvarðann snúa niður.
| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Á 25 klukkustunda fresti |
|
| Árlega |
|
Smellið af efsta hluta loftsíuhlífarinnar (Mynd 24).

Fjarlægið loftsíuna (Mynd 24).
Skoðið loftsíuna.
Note: Skipta skal um loftsíuna ef hún er mjög óhrein og koma nýrri síu fyrir. Að öðrum kosti skal slá loftsíunni varlega á hart yfirborð til að losa um óhreinindi.
Komið loftsíunni aftur fyrir á sínum stað.
Notið klemmuna til að koma loftsíuhlífinni fyrir á sínum stað.
| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Árlega |
|
Ekki er þörf á því að skipta um smurolíu, en ef óskað er eftir olíuskiptum skal nota eftirfarandi aðferð.
Note: Látið vélina ganga í nokkrar mínútur til að hita olíuna upp áður en skipt er um hana. Heit olía rennur betur og ber meiri óhreinindi með sér.
| Rúmtak fyrir smurolíu | 0,44 l* |
| Seigjustig olíu | SAE 30 eða SAE 10W-30 hreinsiolía |
| API-þjónustuflokkun | SJ eða hærri |
*Afgangsolía situr eftir í sveifarhúsinu eftir að olíu er tappað af. Ekki hella olíu á sveifarhúsið þannig að rúmtakið fyllist. Fyllið olíu á sveifarhúsið í samræmi við eftirfarandi skref.
Færið sláttuvélina á jafnsléttu.
Frekari upplýsingar eru í Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
Takið olíukvarðann úr með því að snúa lokinu rangsælis og toga það út (Mynd 25).

Hallið sláttuvélinni á hliðina (þannig að loftsían vísi upp) til að tappa notaðri olíu af í gegnum áfyllingarleiðslu fyrir olíu (Mynd 26).

Þegar búið er að tappa notuðu olíunni af er sláttuvélin reist við.
Hellið um 3/4 af olíurúmtaki vélarinnar í áfyllingarleiðslu fyrir olíu.
Bíðið í þrjár mínútur á meðan olían lekur niður í vélina.
Þurrkið olíukvarðann með hreinum klút.
Setjið olíukvarðann í áfyllingarleiðslu fyrir olíu, skrúfið hana inn og fjarlægið síðan olíukvarðann.
Lesið olíuhæðina af olíukvarðanum (Mynd 25).
Ef olíukvarðinn sýnir of lága olíuhæð skal hella litlu magni af olíu í áfyllingarleiðsluna, bíða í þrjár mínútur og endurtaka skref 8 til 10 þar til olíukvarðinn sýnir rétta olíuhæð.
Of olíukvarðinn sýnir of háa olíuhæð skal tappa umframolíu af þar til olíukvarðinn sýnir rétta olíuhæð.
Important: Hætta er á skemmdum á vélinni ef hún er gangsett þegar staða smurolíu í vélinni er of lág eða of há.
Stingið olíukvarðanum þéttingsfast inn í olíuáfyllingarslönguna.
Endurvinnið notaða olíu á viðeigandi máta.
| Tíðni viðhaldsþjónustu | Viðhaldsferli |
|---|---|
| Árlega |
|
Important: Nota þarf herslulykil til að festa hnífinn rétt. Ef herslulykill er ekki til staðar eða stjórnandi treystir sér ekki til að sinna þessari vinnu skal hafa samband við viðurkenndan sölu- og þjónustuaðila.
Skoðið hnífinn í hvert sinn sem sláttuvélin verður eldsneytislaus. Skiptið tafarlaust um hnífinn ef hann skemmist eða brotnar. Ef hnífseggin verður bitlaus eða skörðótt skal láta brýna hnífinn eða skipta honum út.
Hnífurinn er beittur. Snerting við hnífinn getur leitt til alvarlegra meiðsla á fólki.
Klæðist hönskum þegar unnið er við hnífinn.
Frekari upplýsingar eru í Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu.
Leggið sláttuvélina á hliðina og látið loftsíuna snúa upp.
Notið spýtu til að halda hnífnum stöðugum (Mynd 27).

Fjarlægið hnífinn og haldið öllum festingum til haga (Mynd 27).
Setjið nýja hnífinn og allar festingar á sláttuvélina (Mynd 28).

Important: Látið sveigða enda hnífsins snúa að vélarhúsinu.
Notið átaksmæli til að herða bolta hnífsins með 82 N-m hersluátaki.
Stillið akstursdrifið þegar nýr akstursvír er settur á eða akstursdrifið er vanstillt.
Snúið stillirónni rangsælis til að losa stillingar á vírnum (Mynd 29).

Stillið spennuna á vírunum (Mynd 29) með því aðdraga þá aftur eða ýta þeim fram og halda þeirri stöðu.
Note: Ýtið vírunum að vélinni til að auka gripið; dragið vírana frávélinni til að minnka gripið.
Snúið stillirónni réttsælis til að herða stillingar á vírnum.
Note: Herðið róna tryggilega með topplykli eða lykli.
Geymið sláttuvélina á svölum, hreinum og þurrum stað.
Drepið alltaf á sláttuvélinni, bíðið eftir að allir hreyfanlegir hlutar hafi stöðvast og leyfið sláttuvélinni að kólna áður en hún er stillt, unnið er við hana, hún hreinsuð eða sett í geymslu.
Við síðustu áfyllingu eldsneytis á árinu skal bæta við varðveisluefni fyrir eldsneyti (eins og Toro Premium eldsneytismeðferðarefni) samkvæmt leiðbeiningum sem koma fram á merkingunni.
Farga skal öllu ónotuðu eldsneyti á viðeigandi hátt. Endurvinnið slíkt samkvæmt gildandi reglum eða notið í bifreiðum.
Important: Gamalt eldsneyti í eldsneytisgeymum er helsta ástæðan fyrir erfiðleikum við gangsetningu. Geymið ekki eldsneyti án varðveisluefnis lengur en í 30 daga og geymið ekki eldsneyti sem inniheldur varðveisluefni lengur en framleiðandi varðveisluefnisins mælir með.
Látið sláttuvélina ganga þar til eldsneytið klárast og vélin drepur á sér.
Gangsetjið vélina aftur og látið hana ganga þar til hún drepur á sér. Þegar ekki er lengur hægt að gangsetja vélina er eldsneytið alveg búið.
Aftengið vírinn frá kertinu og tengið vírinn við festistöngina (ef hún er til staðar).
Fjarlægið kertið, bætið 30 ml (1 fl oz) af vélolíu í gegnum kertagatið og togið hægt í startarareipið nokkrum sinnum til að dreifa olíunni um allan strokkinn til að koma í veg fyrir tæringu á strokknum utan tímabils.
Komið kertinu lauslega fyrir.
Herðið allar rær, bolta og skrúfur.
Skoðið og herðið allar festingar.
Takið kertið úr og togið í snúningssveifina til að snúa vélinni hratt og fjarlægja umframolíu úr strokknum.
Setjið kertið í og herðið með ráðlögðu hersluátaki, 20 N∙m.
Sinnið nauðsynlegri viðhaldsvinnu, sjá nánar í .
Kannið stöðu smurolíu; sjá Smurolíuhæð könnuð.
Fyllið á eldsneytisgeyminn með nýju eldsneyti; sjá Fyllt á eldsneytisgeyminn.
Tengið vírinn við kertið.